Er líf eftir dauðann? – fyrirlestur

Sæl verið þið, það sækir á mig að tala um sorgina, áföllin, lífið og dauðann. Þegar ég spyr: „Er líf eftir dauðann?“ – þá er spurningin bæði um þau sem hafa dáið – og hvers konar líf það er, og okkur sem eftir lifum. Þau sem hafa misst nákomna ættingja vita að lífið er aldrei eins og það var fyrir þennan missi. –

Fyrsta reynsla mín af því að missa var þegar faðir minn lést í slysi á Spánarströnd þegar ég var aðeins sjö ára gömul. – Ég hef horft á eftir nánum vinum og ættingjum í dauðann, – og stærsta áfallið mitt var að missa dóttur mína 31 árs, eftir stutt en grimm veikindi – en hún lést frá tveimur ungum börnum. –

Sorgin hefur ítrekað bankað á dyrnar – og svo þarf að lifa með þessu öllu! – Hvernig förum við að því? Hvernig er lífið eftir dauðann? – Ég veit það eru margir sem óska eftir að fólk hafi minnsta skilning á líðan þess. Þessum óbærileika við sorgina.

Fyrirlesturinn verður tvíþættur. Annars vegar að skilja hversu þungbær sorgin getur verið – og mikilvægi þess að viðurkenna og virða sorgina – og að fara í gegnum þær tilfinningar sem fylgja henni. Hún getur verið það þungbær að okkur langar, á einhverju tímabili, mest til að fylgja á eftir hinum látnu. Treystum okkur bara ekki í allan tilfinningapakkann og tilveran verður óbærilega þung og stundum óraunveruleg.

Seinni hlutinn er „uppbygging“ – og við fáum hjálparráð í sorginni. Ég mun einnig deila með þátttakendum mínum upplifunum af „lífi eftir dauðann“ – og hvernig ég hef skynjað samskipti við þau sem eru farin. – Það er næmni sem hefur ágerst með árunum – og kemur fram bæði í draumum og í daglegu lífi.

Ég hef starfað sem prestur, kennari og sálusorgari – þetta er þó „inklúsív“ fyrirlestur og tengist ekki einum trúarbrögðum – og einu forsendurnar fyrir mætingu er að vera manneskja sem langar til að dýpka skilning sinn og vera með fólki sem hefur líka upplifað sorgina. Að finna að við erum ekki ein.

Fyrirlesturinn verður haldinn á Fiskislóð 24, 101, Reykjavík – 2. hæð. Merkt „Akkurat“ og „Urð“ m.a. í glugganum við innganginn.

Dagsetning: Miðvikudag 21. september kl. 20:00 – 22:00
Gjaldið fyrir þátttöku er 4000.- krónur –
Greiðist fyrirfram á reikn. 0303-26-189 – kt. 2111617019
(Tekur frá sæti m/greiðslu) – Hægt að afbóka m/sólarhringsfyrirvara.

Kaffi, te og vatn í boði.

Sendu mér gjarna póst á johanna.magnusdottir@gmail.com til að bóka og ég svara um hæl ❤
Fyrirlesturinn er haldinn að Fiskislóð 24, 2. hæð. Verið hjartanlega velkomin.


Þegar þú ferð ofan í holu – við skilnað – þarftu hjálp?

Shania Twain lýsir því að missa manninn sinn við skilnað – að sorgin sem hún upplifði hafi verið á svipaðri stærðargráðu og þegar hún missti foreldra sína, en þau létust í bílslysi þegar hún var liðlega tvítug. –
Það var eins og dauði – að hennar sögn. Endalok svo margra þátta í lífi hennar. – Hún segist aldrei hafa komist yfir dauða foreldranna, og hafi þá hugsað „shit“ hvernig á ég að komast yfir þennan skilnað. – Hún hugsaði þá – að hún þyrfti að finna leið til að komast áfram, hvernig hún ætti að skríða upp úr þessari holu – sem hún var komin í.“

Þetta kemur fram í heimilidarmynd um Shania, sem er á NETFLIX.

Það eru ekki allir sem átta sig á því hvað skilnaður getur verið erfiður og mikil sorg – og oft ætlast til að fólk bara „hristi hann af sér.“ – Eftir skilnað upphefst sorgarferli – og til að „skríða“ áfram – eins og Shania lýsir svo vel þar að fara í gegnum tilfinningarnar í ferlinu. Í GEGNUM er lykilorð – en ekki framhjá – undir eða yfir, en það gerum við þegar við forðumst tilfinningar. Það gerum við með vinnu, með vímuefnum, með því að hlaupa í nýtt samband. Það er vissulega einhver möguleiki að heila sig – um leið og maður er kominn í nýtt samband, en það þarf þá samvinnu nýja makans og ekki hætta í sjálfsvinnunni.

Ég hef boðið upp á námskeiðið Sátt eftir skiilnað – alveg frá því 2012 (með hléum) þar sem ég leitast við að mæta fólki og búa til vettvang – þar sem hægt er að tala upphátt um tilfinningar og fara í gegnum þær án þess að vera dæmd – eða sagt að „herða sig nú bara upp“ – Það sem þarf er skilningur – og alveg eins og allt fólk sem er í sorg þá þurfum við tíma til að aðlagast breyttum aðstæðum. Breytingar eru sársaukafullar. Svo er hægt að fara að skoða – í framhaldi hvort eitthvað gott kemur út úr breytingunum, en það gerist ekki á svipstundu, eins og brella eða töfrar. Þarna þarf fólk að sýna sér mildi og þolinmæði.
Það getur verið hetjuskapur bara að koma sér á fætur – og í sturtu þegar mikið áfall hefur riðið yfir. Samt er oft ætlast til þess að fólk, eftir skilnað, mæti bara glaðbeitt í vinnu með „það er allt í lagi hjá mér“ grímuna – mjög snemma eftir að áfallið hefur dunið yfir.

Nánar má lesa um námskeiðið ef þú smellir hér.

Þú getur líka pantað tíma hjá mér í einkaráðgjöf – síma 8956119 eða sent póst á johanna.magnusdottir@gmail.com

Það sem er í raun og veru dónalegt er að segja við manneskju „Þú ert dónaleg/ur“ –

Hugsum okkur að lífið sé spegill og það sem við segjum við aðra komi til baka til okkar eins og bergmál. –

Ég hef nú starfað með fötluðum um tíu ár, – stundum er það fylgifiskur fötlunarinnar að eiga erfitt með samskipti – nú eða vera ofur heiðarleg. Sum „fötlun“ liggur í því að fólkið bara kann ekki að nota hvíta lygi eða fara „fjallabaksleið“ að efninu. – Nú eða ef það er spurt þá segir það sannleikann. –

Ef þú spyrð: „Hvernig finnst þér klippingin mín?“ – og viðkomandi segir: „Mér finnst hún ekki falleg.“ – Þá er hann bara að segja það sem honum finnst – en er ekki dónaleg/ur. Ég hef hins vegar orðið vitni að akkúrat þessum samskiptum. Einhver er spurður – svarar af heilu hjarta og sá sem spyr móðgast og kallar „þú ert dónalegur“ …

Í raun ættum við aldrei nokkurn tímann að segja við einhvern – „ÞÚ ERT DÓNALEG/UR“ – því að í því liggur dómur – og um leið og við segjum þetta erum við sjálf orðin „dónarnir“ – því hversu kurteist er það að segja svona við fólk – og hvers vegna leyfum við okkur það? –
Jú þarna er vankunnátta í samskiptum á báða bóga. –

Það er alltaf tækifæri til að læra. –

Þau sem vinna á leikskóla þekkja vel til þess sem kallað er „Ég og þú boð“ að nota Ég boð í stað þú. Í „Þú ert“ – liggur nefnilega dómur og jafnvel getur viðkomandi barn/fullorðinn upplifað það sem árást. Samskiptin verða aldrei góð í framhaldi af því. – Það eru líka „lokuð samskipti“ –

Hvernig er hægt að svara með „ég“ ef við upplifum að einhver er særandi – nú eða að okkar mati dónaleg/ur? – Hvernig tölum við út frá sjálfum okkur án þess að dæma að ráðast á?

T.d. með klippinguna? – „Mér finnst leiðinlegt að þér finnist klippingin mín ekki fín, því álit þitt skiptir mig máli.“ – eða bara „Takk fyrir að segja álit þitt, ég er bara þokkalega ánægð með hana sjálf“ ..

Ef einhver lætur eitthvað mjög ljótt og það sem við upplifum dónalegt út úr sér – þannig að við særumst eða móðgumst, þá er það kannski lenska að særa á móti, meiða eða móðga? – Það eru auðvitað ekki samskipti í kærleika eða virðingu. – svo það hjálpar ekki að fara á sama plan, heldur – einmitt bara að segja nákvæmlega hvernig OKKUR líður.

Ef ég er að keyra með einstakling sem öskrar í bílnum – jafnvel eitthvað óviðeigandi og ljótt. Þá öskra ég ekki til baka: „HÆTTU ÞESSUM ÖSKRUM OG DÓNASKAP“ – heldur: „Kæri vinur veistu það að mér verður svolítið illt í eyrunum og hjartanu þegar þú öskrar – ertu til í að stilla þig aðeins fyrir mig? – Þetta eru raunveruleg dæmi sem ég hef sjálf upplifað og viðbrögðin verða allt önnur en ef farið er að rífast t.d. við einhverfan einstakling. –


Virðing – Virðing og aftur Virðing og svo „dash“ af kærleika – gera öll samskipti betri. –