Ertu eins og mamma þín? …

Konur á öllum aldri koma í viðtal – konur á öllum aldri eru í vandræðum með samskiptin við mömmu sína. –

Mér finnst það áberandi.

Ef það er einhver sem pirrar dótturina er það mamma.  Einhver sem elur á samviskubiti hennar o.s.frv.

Auðvitað er það ekki að mamma sé í 100% starfi við ofangreint. Svo einfalt er það ekki.

Þessi mamma getur verið yndisleg inn á milli,  besta mamma í heimi og þær eru það flestar,  en svo kemur eitthvað þarna inn,  eitthvað sem mamman hefur lært,  e.t.v. frá sinni mömmu.   Leiðinda-athugasemd,  afskiptasemi,  stjórnsemi eða hvað sem það kallast.

Hér er ég ekkert að alhæfa um mömmu-dóttur samband,  en jú ég fullyrði að þetta er algengt,  þó á séu undantekningar.

Kona kemur og segir frá því hvernig móðir hennar hefur dregið úr sjálfstrausti hennar,   –  en svo er úrvinnslan og fara að horfa í eigin barm.

Stundum er þessi kona orðin móðir sín,  eða þessi veiki hluti móður sinnar.  Rödd mömmu er orðin hennar eigin rödd,  stundum gagnvart hennar eigin dóttur og gagnvart henni sjálfri.

Konan þarf ekki lengur neina mömmu til að kritisera sig,  hún er orðin fullfær um það sjálf.

Eina leiðin til að slíta þessa verkun og stundum keðjuverkun er að HÆTTA að brjóta sjálfa sig niður,  hætta að nota „Röddina“  í niðurbrot.

Kveðja þetta óöryggi og pakka því niður í kassa og senda það í forgangspósti til Timbuktu – og vonandi týnist það nú bara á pósthúsinu þar.   Því hvers á fólk á Timbuktu að gjalda að fá svona leiðindasendingu? –

Skilaboðin eru þessi,  ef þú ert ekki að meika mömmu þína og hennar „ábendingar“ – farðu að hlusta á sjálfa þig og vertu meðvituð um eigin „ábendingar“  í eigin garð og annarra.

Ertu kannski bara mamma þín? –

mom yelling

Ég lifi og þér munuð lifa ….

Ég þarf ekki að sakna

því þú ert  hjá mér

ég loka augunum

ég opna sálina

og finn þig

finn hlátur þinn

ilminn þinn

finn fyrir þér

þú ferðast

með mér

Þú ert hér

líka þar

ég er hér

líka þar

Tíminn er óþarfur

ástin mín

að eilífu

sérð þú

að við brosum

með þér …

426349_4403581721455_1819512707_n

 

 

 

„Draugagangur í sambandinu“ ….

Ég var að hlusta á viðtal við stjúpföður sem notaði þetta orðalag: „draugagangur í sambandinu“ og ég held að flestir átti sig á við hvað hann átti.

Yfirleitt er draugagangur tengdur við látið fólk,  en þegar um er að ræða skilnað eða sambúðarslit,  er um að ræða lifandi fólk, eða þeirra áhrif innan nýs sambands.

Í sumum tilfellum gengur mjög vel að slíta á milli,  en í mörgum gengur það alls ekki.  Fólk sem hefur verið í sambúð eða hjónabandi í tugi ára er oft lengi að „slíta“ tifinningabönd og misjafnt hvað það er tilbúið að slíta.  Sumir eru tilbúnir og vilja halda áfram,  en aðrir geta alls ekki sleppt og nota þá ýmsar leiðir til að nálgast sinn/sína fyrrverandi.  Ef um börn er að ræða í sambandi þá þarf að sjálfsögðu að ræða praktísk mál hvað börnin varðar og jafnframt að muna að hafa velferð þeirra í fyrirrúmi.

Börn eru EKKI peð á taflborði í skák – en stundum finnst manni eins og þau séu því miður notuð og völduð í einhvers konar valdatafli.

Makinn sem er ósáttur beitir ýmsum brellum og brögðum (ærsladraugur?)  til að reyna að smjúga inn á milli í nýja sambandið og verður þá, ef nýja sambandið er ekki vel varið eða sterkt,  til vandræða.

Þessi „draugur“ gerir þetta stundum meðvitað en stundum ómeðvitað,   og áttar sig ekki á sinni stöðu.  Finnst hann enn eiga í sínum fyrrverandi og í raun sé hann/hún á pari við sig,  en ekki nýja makann.  –   Það er einhvers konar óraunsæi sem veldur,  og afneitun á aðstæðum.  Afneitun er líka stór þáttur í sorgarferli svo það er ekki skrítið,  en sorgarferli byggist á því að fara í gegnum það en ekki festast í ákveðnum fasa þess,  ekki bara afneitun heldur t.d. reiðin, höfnun, gremju o.s.frv. –

Annað orð sem ég heyrði í viðtalinu var orðið „Hollustuklemma“  eða „Loyalty conflict“ sem ég hef hingað til þýtt sem tryggðarklemma.  Þetta er klemma sem allir í blönduðum fjölskyldum geta lent í og er hún margskonar.

Barn getur lent í hollustuklemmu gagnvart móður/föður ef það líkar vel við stjúpforeldri.   Það þarf hins vegar að gera sér grein fyrir því að móðir og stjúpmóðir,  faðir og stjúpfaðir er aldrei það sama.  Líffræðilegir foreldrar eiga alltaf þennan þráð í börnum sínum sem virðist órjúfanlegur.

Fullorðinn getur líka lent í hollustuklemmu,  það er að segja gagnvart sínum eigin börnum annars vegar og stjúpbörnum hins vegar.

Svo er eitt dæmið klemman milli nýja makans og eigin barna,  ef myndast samkeppni um athyglina.   Allt verður þetta að vinnast í sátt og samlyndi og best að gera sér sem fyrst grein fyrir því að hér er um að ræða ólík samskiptamynstur.

Samskipti barns og foreldris eru önnur en pars og því ber að varast að stilla því upp á þann hátt að t.d. að það sé sjálfsagt mál að sonurinn nýti hlið eiginmannsins í hjónarúminu  þegar hann fer í burtu í viðskiptaferð,  en síðan verði hann að víkja þegar maðurinn kemur heim.   Þá myndast togstreita um pláss,  hvort sem um er að ræða stjúpson mannsins eða hans eigin son.

Hjónaherbergið á að vera griðarstaður fyrir parið,  þar ættu þau líka að vera í friði fyrir fyrrverandi mökum,  ekki bjóða þeim „á milli“  með því að ræða um þá,  vandamálin í kringum þá eða fortíðina með þeim.  Það er fullt af öðrum herbergjum til þess! 😉

Börnin eru að sjálfsögðu velkomin – svona til að skríða uppí á morgnana,  fer allt eftir aldri þeirra reyndar,   en allir eiga að eiga sitt rúm og sitt pláss.  Hlutverkin brenglast ef mamma/pabbi er farin að fylla upp í rými makans með barninu og barnið fær skrítin skilaboð og e.t.v.  einhverja ábyrgð gagnvart foreldrinu sem það kann ekki að höndla.  (Ath!  getur líka gerst eftir skilnað þegar foreldrar upplifa tómarúm).

En hvað um það, hollustuklemma eða önnur klemma,  á milli pars á ekki að vera fyrrverandi maki,  hlutverkin hafa riðlast.  Sambandið er nýtt og ferskt og yndislegt ef vel er að gáð.

Í þessu gildir:  „Two is a company, three is a crowd“ ..

Nú eruð þið par,  standið saman „for better or worse“ – og gleðin við það að komast í gegnum stormana saman verður mun meiri ef ekki er verið að dragnast með fortíðardraugana – auk þess sem gangan verður miklu léttari ef klippt er á slík bönd.

Setjið svo fókusinn á ykkur sjálf og vegferð ykkar,  hamingjusöm börn þrífast á heimili þar sem reglusemi og friður ræður ríkjum.

Við sjálf berum ábyrgð á eigin hamingju og erum þannig fyrirmyndir annarra,  hvort sem um er að ræða samband við maka, börn eða við okkur sjálf.

556212_332315983512626_1540420215_n