Um johannamagnusdottir

I am a Theologian and a Teacher by education, but most of my blogs are about my life experiences. My father died when I was only seven years old, in 1969. 2002 I went through a difficult divorce after 20 years of marriage and we had 3 children. 2008 I was diagnosed with malignant melanoma 2013 My oldest daughter died only 31 year old - leaving behind 2 kids age 3 and 9 2013 My mother passed 2014 The cancer came back in two lymph nodes in neck, I had an operation and radiation therapy 2019 I moved to Denmark to live close to my daughters children who are now 10 and 15 and then I have a granddaughter in Iceland who is 9 I travel between Iceland and Denmark to be with family. I have been cancer free since 2015 and I am grateful 2013 my 31 year old daughter died

Sjáfsmynd og samskipti – námskeið/fyrirlestur 8. september 2022 kl. 20:00 – 22:30

„Hver er ég?“ er væntanlega ein stærsta tilvistarspurning okkar mannfólksins, í framhaldi af því kemur spurningin – „Hver er tilgangur minn?“ –

Í framhaldi af því að skoða okkur sjálf – er gott að átta sig á samskiptum við annað fólk. Hver er það sem er að tala og bregðast við? Breytum við um persónu/hlutverk eftir hver á í hlut?

Hvernig tala ég út frá hjartanum? Út frá sjálfri/sjálfum mér?

Allt ofangreint og meira verður til umfjöllunar á örnámskeiði þann 8. september nk.

Markmið námskeiðisins er að þátttakendur fái betri sjálfsskilning og verkfæri til betri samskipta – bæði við sjálfa sig og aðra. –

Það verður a.m.k. gaman 🙂 Það skiptir öllu máli.

Staðsetning: Fiskislóð 24, 101, Reykjavík
8 . september – fimmtudag
Kl. 20:00 – 22:30

Leiðbeinandi: Jóhanna Magnúsdóttir – kennari og ráðgjafi
Verð: 3500.- krónur (tekið frá sæti með greiðslu)
Innifalið kaffi/te og nasl á meðan námskeiði stendur
Hámarksfjöldi þátttakenda eru 12 manns

Skráning hjá johanna.magnusdottir@gmail.com eða í messenger á facebooksíðu minni eða Jóhanna Magnúsdóttir Heilun og ráðgjöf (sími 8956119)




SÁTT eftir skilnað – námskeið laugardag 10. september 2022

Sátt – er kannski síðasta tilfinning sem við hugsum þegar við erum að ganga í gegnum skilnað. Skilnaður við maka felur í sér brostnar vonir og væntingar og breytingar sem var einhvern veginn þvingað upp á okkur.

Engin/n fer af stað í samband eða hjónaband með það markmið að skilja. Markmiðið er að ná að verða gömul saman, haldast hönd í hönd, horfa á sólarlagið og yfir farinn veg. Kannski eftir að hafa yfirstigið erfiðleika. –
Þegar þetta tekst ekki, verða vonbrigði. –Sagan okkar fór ekki eins og við höfðum ímyndað okkur – og það gerir okkur óhamingjusöm.
Þið hafið lagt í ferðalagið saman, en einhvers staðar á leiðinni skiljast leiðir. Það veldur, í lang flestum tilfellum sársauka. Þann sársauka þarf að viðurkenna, en ekki deyfa. Óviðurkenndur vandi verður ekki leystur. Vandi sem er deyfður er bara settur í dvala.

Ef þú vilt andrými – umhverfi – til að ræða þinn skilnað þá býð ég upp á slíkt með námskeiði sem ég kalla „Sátt eftir skilnað“ – Markmiðið er sáttin. Sátt við það sem við fáum ekki breytt. Ef við erum föst í að reyna að breyta fortíðinni getum við lent í þráhyggju og „blaming game“ og það er vont að vera föst.

Hægt er að lesa nánar um námskeiðið og uppbyggingu ef smellt er á þennan hlekk –
Skráning er hjá johanna.magnusdottir@gmail.com
Námskeiðið er haldið laugardaginn 10. september nk. að Fiskislóð 24, 2. hæð – kl. 09:00 – 15:00 og þrír tímar í eftirfylgni á miðvikudagskvöldum 14. 21. og 28. sept kl. 20:00 – 21:30 á sama stað.
Verð 24.900.- (staðfestingargjald 3000.-) Morgun- og eftirmiðdagshressing innifalin, en á Grandanum eru fjölmargir veitingastaðir þar sem hægt er að skreppa og snæða í hádegishlénu.
Fjöldi á hverju námskeiði eru 6-9 manns.

Leiðbeinandi er Jóhanna Magnúsdóttir, kennari og guðfræðingur.

Vertu hjartanlega velkomin/n

FRÁ sorg til SÁTTAR – námskeið um sorg og að mæta sjálfum sér í sorgarferli

Ég heiti Jóhanna Magnúsdóttir, er með leyfisbréf sem kennari og embættisbéf prests. Ég hef starfað í mörg ár sem ráðgjafi og kennari. Hef kennt mörg námskeið hjá símenntunarmiðstöðum, og þá mest hjá Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum.
Í guðfræðináminu lærði ég sálgæslu og þar er m.a. fjallað um sorgina og sorgarferlið, – en mestan lærdóm hef ég þó dregið af eigin lífsreynslu – að vinna með fólki í gegnum sorgarferlið.

Ég þekki af eigin reynslu sorgina við að vera barn sem missir foreldri, en ég var sjö ára gömul þegar faðir minn lést. Bestu vinkonu mína – æskuvinkonu missti ég þar sem hún fékk krabbamein. Ég þekki sorgina við skilnað, þegar við barnsfaðir minn skidum eftir 20 ára hjónaband. Ég þekki sorgina við að missa móður yfir í heilabilun – þar sem hún hvarf hægt frá okkur. Stóra sorgin mín varð 2013, þegar dóttir mín lést í blóma lífsins – aðeins 31 árs, frá tveimur ungum börnum. – Það var margföld sorg, fyrir mig sem móður, að missa hana og horfa upp á sorg barna hennar og annarra náinna aðstandenda.

Ég hef skrifað marga pistla um sorgina – um hvernig við neyðumst til að bera hið óbærilega, hugsa hið óhugsandi – eins og að missa barnið sitt, og í raun sættast við hið ósættanlega.

Hvernig náum við því og hvers vegna er það mikilvægt? –
Hvað er sorgarferli – klárast það einhvern tímann?
Hvernig er hægt að læra að lifa með sorginni?

Ég hef ákveðið að deila reynslu minni, en ég hef mikla ástríðu fyrir því að hjálpa fólki og deila því sem ég hef lært, bæði af bókum og eigin reynslu og upplifunum – og mun bjóða upp á eins dags námskeið/fyrirlestur um SORG, þar sem boðið verður upp á eftirfylgni í 2 skipti – einn og hálfan tíma í senn þar sem hópurinn hittist.

Hámarksfjöldi á námskeiðinu eru 8 manns.

Átt þú erindi? Ef þú hefur elskað og misst og finnst þú eiga erfitt með að komast í gegnum sorgina óstudd/ur – þá áttu erindi. Skiptir ekki öllu hversu langt er liðið frá missi.

Námskeiðið er haldið miðvikudag 7. september kl. 17:00 – 20:00
Eftirfylgnikvöld eru: 14. og 21. september kl. 20:00 – 22:00

Alls 8 klukkustundir

Ath! Þegar þú hefur skráð þig og greitt staðfestingargjald – bæti ég þér í lokaðan facebook-hóp, ef þú ert á facebook og ég set þar inn ítarlegri upplýsingar og dagskrá á upphafsdegi. Eftirfylgnin er til að gefa fólki rými til að tjá sig um hvernig gengur – eftir námskeiðið.


Námskeiðið er haldið að Fiskislóð 24, Reykjavík 2. hæð
Skráning með því að senda mér tölvupóst johanna.magnusdottir@gmail.com
eða hringja í síma 8956119

Gjald fyrir námskeiðið – auk eftirfylgnitíma er 19.800.- staðfestingargjald er 3000.-

Innifalið er m.a. kvöldhressing og lítið hefti með minnispunktum frá námskeiðinu.

Markmið er að þér líði betur – og fáir meiri sátt í hjartað. ❤

Þú sem heyrir hrynja tár
hjartans titra strengi.
Græddu þetta sorgarsár
svo það blæði ei lengi.


Námskeiðið er fyrir allt fólk óháð hverrar trúar það er.

Ath! – Ég mun einnig setja hér upp annað námskeið/fyrirlestur sem svarar mjög algengri spurningu: „Hvernig mæti ég fólki í sorg? – fyrir aðstandendur og vini.




Guð sem gefur okkur frelsið til að fara okkur að voða

Mæðradagshugvekja frá 12. maí 2019.

Foreldrar sem eiga von á barni vita að heimurinn er ekki öruggur. Það er áhætta að eignast barn, vegna þess að það eru alls konar áskoranir og ógnir í heiminum. Barnið getur meitt sig og mun á einhverju tímabili meiða sig. Foreldrar vita þetta, en þeir taka áhættuna, því þeir vita að það að eignast barn er tækifæri til að elska og einnig tækifæri til þroska.

Góð móðir er mild en máttug og setur barni sínu elskuleg mörk. Hún leyfir barni sínu að gera mistök og læra af þeim, en stelur ekki þroska þess og gleði.

Barn uppsker gleði með að geta og gera sjálft. „Sko mig“ segir barnið og hlær við eða upplifir stolt yfir framförum sínum.

Þannig hefur Guð gefið okkur frelsi og sleppt okkur lausum og er ekki alltaf að taka fram fyrir hendurnar á okkur og þannig þroskumst við og lærum.

Kona sem var á fertugsaldri kvartaði undan ofverndun móður sinnar og sagði: „Mér líður eins og barni sem er löngu farið að ganga, en mamma er alltaf að taka í hendurnar á mér í þeim tilgangi að styðja mig, en um leið stöðvar hún mig.“ – Mamma hennar elskaði hana að sjálfsögðu mjög mikið, en þarna skorti kannski eitthvað upp á að hún treysti henni út í lífið. Ábyrgð móður er að sjálfsögðu mikil á meðan barnið er ósjálfbjarga og einnig fyrstu ár þess og fram á unglingsár, en svo kemur sá tími þar sem móðirin verður að sleppa og gefa barninu frelsi til að lifa og þroskast. Það getur verið ógnvænlegt, en í því felst hin óeigingjarna og skilyrðislausa elska.

Þetta vita fuglarnir sem horfa á eftir ungum sínum fljúga úr hreiðrinu. Þeir vita líka að ungarnir eru með vængi sem gera þeim kleyft að fljúga. – Stundum lenda þessir ungar í ógöngum og kannski bíður þeirra bara gin á gráðugum ketti – en samt þurfa þeir á einhverjum tímapunkti að yfirgefa hreiðrið og öryggið. Fugl í búri er væntanlega öruggastur, en hann syngur væntanlega ekki eins glaðlega og sá sem er frjáls.

Stundum lendum við, sem fullorðin, í óhöppum eða jafnvel stórslysum og segjum „Hvers vegna gerði Guð ekkert?“ og erum þá að reikna með að Guð sé eins og mamman í sögunni, sem sleppti ekki takinu af dóttur sinni vegna þess að hún treysti henni ekki. En það er víst ekki bæði haldið og sleppt, eða hvað? – Guð leggur okkur lífsreglurnar og Guð vakir yfir okkur og elskar, – og vefur okkur í umhyggju og „heldur“ þannig utan um okkur eins og elskandi móðir, en faðmur Guðs eða elskandi móðir er ekki spennitreyja eða búr.

Guð tók stærstu áhættu sem hægt er að taka „Því svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft líf. Guð sendi ekki soninn í heiminn til að dæma heiminn, heldur að heimurinn skyldi frelsast fyrir hann.“

Guð er sem móðirin sem gefur okkur frelsið, frelsið til að leika, læra og lifa.

Tilfinningar við skilnað – námskeið 12. febrúar nk.

Sátt – er kannski síðasta tilfinning sem við hugsum þegar við erum að ganga í gegnum skilnað. Skilnaður við maka felur í sér brostnar vonir og væntingar og breytingar sem var einhvern veginn þvingað upp á okkur. Engin/n fer af stað í samband eða hjónaband með það markmið að skilja. Markmiðið er að ná að verða gömul saman, haldast hönd í hönd, horfa á sólarlagið og yfir farinn veg. Kannski eftir að hafa yfirstigið erfiðleika. –
Þegar þetta tekst ekki, verða vonbrigði. –
Þið hafið lagt í ferðalagið saman, en einhvers staðar á leiðinni skiljast leiðir. Það veldur, í lang flestum tilfellum sársauka. Þann sársauka þarf að viðurkenna, en ekki deyfa. Óviðurkenndur vandi verður ekki leystur. Vandi sem er deyfður er bara settur í dvala.

Ef þú vilt andrými – umhverfi – til að ræða þinn skilnað þá býð ég upp á slíkt með námskeiði sem ég kalla „Sátt eftir skilnað“ – Markmiðið er sáttin. Sátt við það sem við fáum ekki breytt. Ef við erum föst í að reyna að breyta fortíðinni getum við lent í þráhyggju og „blaming game“ og það er vont að vera föst.

Hægt er að lesa nánar um námskeiðið og uppbyggingu ef smellt er á þennan hlekk –
Skráning er hjá johanna.magnusdottir@gmail.com
Námskeiðið er haldið í sal í Hvannhólma, Kópavogi – 12. febrúar kl. 09:00 – 15:00 og fjórir tímar í eftirfylgni (fjórar vikur)
Verð 31.900.- og er fæði innifalið á meðan námskeiði stendur.

Leiðbeinandi er Jóhanna Magnúsdóttir, kennari og guðfræðingur.

Vertu hjartanlega velkomin/n

Sátt eftir skilnað – námskeið 6. ágúst 2022

skráning: johanna.magnusdottir@gmail.com

Hvað veist þú um samband skilnaðar og meðvirkni? – Langar þig að læra svolítið um það og á sjálfa/n þig? – Hefur þú upplifað höfnun? Býrð þú við óuppgerða sorg eftir skilnað – jafnvel sem var fyrir mörgum árum, eða ertu nýskilin og veist ekki í hvorn fótinn þú átt að stíga? – Lofaðir þú annarri manneskju að treysta henni, elska og virða, – en gleymdir að lofa sjálfri/sjálfum þér? –

Í framhaldi af þessum spurningum ætla ég að bjóða upp á hið marg- eftirspurða námskeið „Sátt eftir skilnað“

Námskeiðið er fyrir það fólk (ath! að í annað skipti ætla ég að bjóða blandað námskeið – s.s. öll kyn velkomin) sem vilja vinna úr erfiðum tifinningum við skilnað – hvort sem skilnaður er ný afstaðinn, eða eftir sitja tilfinningar.

Hvenær og hvernig og hvar?

Námskeiðið verður haldið laugardaginn 6. ágúst frá kl. 09:00 – 15:00
 með eftirfylgni 3 skipti, þriðjudagskvöld kl. 20:00 – 21:30 9. 16. og 23. ágúst


Útbúinn verður lokaður hópur á facebook, þar sem þú getur óskað eftir aðgangi, um leið og staðfestingargjald er greitt og þar eru nánari upplýsingar. Trúnaðar er óskað, bæði um það hverjir eru að taka þátt og það sem um er rætt.
Staðsetning er Fiskislóð 24, 101 Reykjavík.

Verð: 24.900.- staðfestingargjald kr. 3000.- (til að festa plássið)
Hámark 9 manns á námskeiði.
Innifalin morgunhressing, ávextir, kaffi og te og eftirmiðdagshressing.

Leiðbeinandi: Jóhanna Magnúsdóttir, kennari, ráðgjafi og guðfræðingur.

Dagskrá laugardags:

09:00 mæting, morgunhressing og kynning.
10:00 Fyrirlestur
11:00 Úrvinnsla og samtal
12:00 Hádegishlé
13:00 Fyrirlestur
14:00 Úrvinnsla, samtal og heimferðarhugleiðsla.
15:00 Lokið 

Skráning: Þú sendir póst á johanna.magnusdottir@gmail.com


Umsagnir frá 2021:

Ég gekk í gegnum skilnað rúmlega fimmtug eftir meira en 30 ára samband. Það var mér mikið áfall, ég var niðurbrotin, full af sjálfsásökunum, upplifði höfnun og skömm. Ég átti erfitt með að sjá framtíðina fyrir mér. Mér fannst ég hafa tapað fjölskyldu minni og þurfti að finna nýjar leiðir og hefðir í fjölskyldusamskiptunum. Námskeiðið hjá Jóhönnu nýttist mér afar vel. Hún er hlý, fordómalaus og hefur mikla reynslu á þessu sviði sem hún miðlar ríkulega af, er hvetjandi og aðstoðar við að koma auga á björtu hliðarnar. Námskeiðið hjálpaði mér mikið í að sættast við og skilja fortíðina og taka skref í átt að nýju lífi. Auk þess sem það gaf mér tækifæri til að eiga samskipti við og að læra af reynslu annarra kvenna í sömu sporum.

55 ára kona

Fimm mánuðum eftir minn skilnað var ég enn í miklu ójafnvægi með sjálfa mig; alltaf með kökk í hálsinum og lítið þurfti til að ég brysti í grát. Hugsanirnar allar í óreiðu og sjálfstraustið í molum. Mér leið eins og ég væri vesalingur sem gæti ekki haldið áfram lífsgöngunni án maka. Það var mér mikil blessun að fara á námskeiðið “Sátt eftir skilnað”. Þarna var saman kominn lítill hópur kvenna sem hafði svipaða reynslu að baki og undir fræðandi, heilandi uppfræðslu Jóhönnu og með gagnkvæmum skilningi og styrk frá hópnum, stendur eftir sterkari ég! Það verður enginn svikinn af þessu námskeiði – takk Jóhanna.

Þórunn, 54 ára.

Hlustum á börnin – og mætum þeim með skilningi og kærleika

Ef að uppkomið barnið þitt segir við þig: „Þú beittir mig ofbeldi sem barn“- ekki fara í vörn, – heldur hlustaðu og leggðu þig alla/n fram við að sklja sársauka barnsins. – Þú ert örugglega sjálf/ur sært barn særðra barna, en barnið þitt er að reyna að rjúfa eitthvað mynstur sem virkar eins og dómínó kubbar, og mun halda áfram að fella komandi kynslóðir nema einhver segi stopp. – Barnið er að snúa sér við í röðinni og segja „hingað og ekki lengra“ – ég vil þetta ekki lengur. – Í stað þess að ráðast gegn dóttur þinni eða syni, – fara í vörn og afneitun, – þá er það fallegasta og heilbrigðasta sem hægt er að gera að hlusta og sýna fram á vilja til að skilja. –
Skilningur er kærleikur.

Vandinn er oft að foreldrar vilja ekki kannast við að hafa beitt ofbeldi, – en flestir foreldrar hafa á einhverjum tíma sagt eitthvað sem brýtur barn niður – eða lætur það upplifa skömm. Það er vegna þess að foreldrið er sjálft í skömm. Það þarf ekki endilega að gera þetta meðvitað, – bara lærð hegðun frá eigin foreldrum.

Þó að t.d. rassskellingar hafi verið eitthvað „norm“ hér áður fyrr og því ekki túlkað sem ofbeldi, þá þýðir ekki að normið sé endilega rétt. Barnið sem var rasskellt (stundum á berann rassinn) fann alveg til þó að þetta væri samþykkt í samfélaginu.

Sama gildir um alls konar setningar og framkomu við börn – andlegt ofbeldi – sem olli og veldur þeim skömm. Við segjum hluti, enn þann dag í dag, við börn sem kannski á eftir að valda brotinni sjálfsmynd, því skömm og sjálfsmynd eru nátengd.

Þetta ofbeldi er líka samfélagslegt. Allur þessi samanburður á útliti og skilaboð um hvernig á að vera og hvernig ekki.

Hvers vegna eru svona margir með lélegt sjálfstraust? Barn í vöggu horfir á fingur sér til að undrast yfir þeim, – dæmir þá hvorki sem fallega eða ljóta. Barn sem heyrir tónlist fer að dilla sér eftir tónlistinni. Er ekki að hugsa:“Ætli fólki finnist ég dansa fallega/illa“ –
En svo koma dómararnir – fjölskylda og samfélag og segja barninu hvað er fallegt og hvað er ljótt … og það versta er að það er í raun versta „bólusetningarsprautan“ – því einhverju er plantað í barnið þannig að því finnst það aldrei nógu …… eitthvað. Við erum þá komin með dómarana i höfuðið og verðum okkar verstu gagnrýnendur. Því er plantað.

Við erum þessi börn og við erum líka þetta fólk sem ber skilaboðin áfram. Það þarf að hugsa sig um, vera meðvituð … „Hvað er ég að segja við náunga minn?“ – „Hvaða skilaboð er ég að bera áfram“ –
Ég held það mikilvægasta í samfélaginu sé að hlusta á börnin sem vilja ekki meira – og taka því fagnandi ef þau snúa sér við í röðinni og segja stopp – hingað og ekki lengra!

Já – þetta snýst ekkert um „en ég gerði ekki neitt“ – jú, við höfum öll gert eitthvað – ég svo sannarlega líka, og það var vankunnátta í lang flestum tilfellum. Við getum alltaf lært og bætt okkur, – er kærleikur í því sem við segjum? Er umhyggja í því sem við segjum – eða er það vantraust? –

Þetta snýst ekki um mig eða þig, en við getum lagst á árarnar til að gera þetta saman. þetta snýst um komandi kynslóðir að fá að upplifa líf sem er mildara og máttugra – og kærleiksríkara.

Sátt eftir skilnað – námskeið 30. október 2021

skráning: johanna.magnusdottir@gmail.com

Þriðja námskeið haustsins um sáttina eftir skilnað.

Hvað veist þú um samband skilnaðar og meðvirkni? – Langar þig að læra svolítið um það og á sjálfa/n þig? – Hefur þú upplifað höfnun? Býrð þú við óuppgerða sorg eftir skilnað – jafnvel sem var fyrir mörgum árum, eða ertu nýskilin og veist ekki í hvorn fótinn þú átt að stíga? – Lofaðir þú annarri manneskju að treysta henni, elska og virða, – en gleymdir að lofa sjálfri/sjálfum þér? –

Í framhaldi af þessum spurningum ætla ég að bjóða upp á hið marg- eftirspurða námskeið „Sátt eftir skilnað“

Námskeiðið er fyrir það fólk (ath! að í fyrsta skipti ætla ég að bjóða blandað námskeið – s.s. öll kyn velkomin) sem vilja vinna úr erfiðum tifinningum við skilnað – hvort sem skilnaður er ný afstaðinn, eða eftir sitja tilfinningar.

Hvenær og hvernig og hvar?

Námskeiðið verður haldið laugardaginn 30. október frá kl. 10:00 – 16:00
 með eftirfylgni fjögur skipti:
1) Laugardagur 6. nóv. kl. 13:00-14:30
2) Laugardagur 13. nóv kl. 13:00 – 14:30
3) Laugardagur 20. nóv kl. 13:00 – 14:30
4) Laugardagur 27. nóv. kl. 13:00 – 14:30
(Ath! möguleiki að breyta einstaka eftirfylgnitímum ef hópurinn sammælist um það – einnig er í lagi að missa af kannski einu skipti).

Útbúinn er lokaður hópur á facebook, þar sem þú ferð í um leið og staðfestingargjald er greitt og þar eru nánari upplýsingar. Trúnaðar er óskað, bæði um það hverjir eru að taka þátt og það sem um er rætt.
Staðsetning er í Svövuhúsum – Hólmslandi, Tungufelli – (Heiðmörk).

Verð: 31.900.- staðfestingargjald kr. 3000.- (til að festa plássið) rest fyrir 28. október (hægt að skipta greiðslum)
Hámark 8 manns á námskeiði
Innifalin morgunhressing, ávextir, kaffi og te, hádegismatur og eftirmiðdagshressing.

Leiðbeinandi: Jóhanna Magnúsdóttir, kennari, ráðgjafi og guðfræðingur.

Dagskrá laugardags:

10:00 mæting, morgunhressing og kynning (húsið opnar 9:45)
11:00 Fyrirlestur
12:00 Úrvinnsla og samtal
13:00 Hádegismatur
14:00 Fyrirlestur
15:00 Úrvinnsla, samtal og heimferðarhugleiðsla.
16:00 Lokið 

Skráning: Þú sendir póst á johanna.magnusdottir@gmail.com

Umsagnir frá 2021:

Ég gekk í gegnum skilnað rúmlega fimmtug eftir meira en 30 ára samband. Það var mér mikið áfall, ég var niðurbrotin, full af sjálfsásökunum, upplifði höfnun og skömm. Ég átti erfitt með að sjá framtíðina fyrir mér. Mér fannst ég hafa tapað fjölskyldu minni og þurfti að finna nýjar leiðir og hefðir í fjölskyldusamskiptunum. Námskeiðið hjá Jóhönnu nýttist mér afar vel. Hún er hlý, fordómalaus og hefur mikla reynslu á þessu sviði sem hún miðlar ríkulega af, er hvetjandi og aðstoðar við að koma auga á björtu hliðarnar. Námskeiðið hjálpaði mér mikið í að sættast við og skilja fortíðina og taka skref í átt að nýju lífi. Auk þess sem það gaf mér tækifæri til að eiga samskipti við og að læra af reynslu annarra kvenna í sömu sporum.

55 ára kona

Fimm mánuðum eftir minn skilnað var ég enn í miklu ójafnvægi með sjálfa mig; alltaf með kökk í hálsinum og lítið þurfti til að ég brysti í grát. Hugsanirnar allar í óreiðu og sjálfstraustið í molum. Mér leið eins og ég væri vesalingur sem gæti ekki haldið áfram lífsgöngunni án maka. Það var mér mikil blessun að fara á námskeiðið “Sátt eftir skilnað”. Þarna var saman kominn lítill hópur kvenna sem hafði svipaða reynslu að baki og undir fræðandi, heilandi uppfræðslu Jóhönnu og með gagnkvæmum skilningi og styrk frá hópnum, stendur eftir sterkari ég! Það verður enginn svikinn af þessu námskeiði – takk Jóhanna.

Þórunn, 54 ára.

„Voðaleg viðkvæmni er þetta“ …

Ég fór í sambúð 2007 og flutti inn á heimili mannsins. – Hann var elskulegur og allur af vilja gerður til að ég myndi upplifa mig „heima“ – og að heimilið væri okkar, en ekki bara hans og barnanna hans. Ég var með leyfi til að breyta og bæta. Á arinhillu stóð fjölskyldumynd, – hann ásamt fyrrverandi eiginkonu og börnum. –

Eitthvað truflaði það mig – ef heimilið átti að vera „okkar“ að hafa þarna fyrrverandi eiginkonu upp á hillu, – og spurði hvort ég mætti ekki taka myndina niður. – Það fannst honum „voðaleg viðkvæmni“ – en ég man nú ekki alveg nákvæmlega hvaða samræður fóru í gang. Niðurstaðan var að myndin fékk að standa. –

Úr því að svona var komið, – ákvað ég að fara í gamla dótið mitt, og fann mynd í ramma af mér ásamt mínum fyrrverandi eiginmanni og börnum. Stillti henni upp við hliðina á hans. –

Til að gera langa sögu stutta, þá hafði hann ekki áhuga á að hafa mynd af mínum fyrrverandi eiginmanni uppi á hillu – og þá voru báðar myndirnar fjarlægðar.

„Voðaleg viðkvæmni er þetta“ 😀 …

Líklegast er það þannig að við getum ekki sett okkur í annarra spor fyrr en að hafa reynt sjálf? –

Námskeið – Sátt eftir skilnað laugardag 18. september 2021

Hvað veist þú um samband skilnaðar og meðvirkni? – Langar þig að læra svolítið um það og á sjálfa þig? – Hefur þú upplifað höfnun? Býrð þú við óuppgerða sorg eftir skilnað – jafnvel sem var fyrir mörgum árum, eða ertu nýskilin og veist ekki í hvorn fótinn þú átt að stíga? – Lofaðir þú annarri manneskju að treysta henni, elska og virða, – en gleymdir að lofa sjálfri þér? –

Í framhaldi af þessum spurningum ætla ég að bjóða upp á hið marg- eftirspurða námskeið „Sátt eftir skilnað“ – sem ég nú kalla „Frá sorg til sáttar eftir skilnað“ verður nú aftur í boði. –

Námskeiðið er fyrir þær konur sem vilja vinna úr erfiðum tifinningum við skilnað – hvort sem skilnaður er ný afstaðinn, eða eftir sitja tilfinningar. (Ath! mun auglýsa námskeið fyrir karla fljótlega líka – en ég vel að hafa þetta aðgreint).

Hvenær og hvernig og hvar?

Námskeiðið verður haldið laugardaginn 18. september frá kl. 10:00 – 16:00
 með eftirfylgni fjögur kvöld – frá 20:00 – 21:30 – sem þátttakendur og leiðbeinendur koma sér saman um að hittast.
Útbúinn er lokaður hópur á facebook, þar sem þú ferð í um leið og staðfestingargjald er greitt og þar eru nánari upplýsingar. Trúnaðar er óskað, bæði um það hverjir eru að taka þátt og það sem um er rætt.
Staðsetning er í Hólmslandi, Tungufelli – (Heiðmörk).

Verð: 31.900.- staðfestingargjald kr. 3000.- (til að festa plássið) rest greiðist fyrir 15. september
Hámark 8 manns á námskeiði
Innifalin morgunhressing, ávextir, kaffi og te, hádegismatur og eftirmiðdagshressing.

Leiðbeinandi: Jóhanna Magnúsdóttir, kennari, ráðgjafi og guðfræðingur.

Dagskrá laugardags:

10:00 mæting, morgunhressing og kynning (húsið opnar 9:45)
11:00 Fyrirlestur
12:00 Úrvinnsla og samtal
13:00 Hádegismatur
14:00 Fyrirlestur
15:00 Úrvinnsla, samtal og heimferðarhugleiðsla.
16:00 Lokið ❤

Markmið námskeiðisins er að um leið og sorginni við skilnað er veitt athygli – að ná sátt við sjálfa/n sig og þá breyttu stöðu sem þú hefur í lífinu sem fráskilin/n einstaklingur.


Til að bóka þig eða fá nánari upplýsingar – hafðu samband í einkaskilaboðum á facebook, eða johanna.magnusdottir@gmail.com sími 8956119.

Umsögn 44 ára konu sem tók þátt í námskeiðinu „Lausn eftir skilnað“ „Mesta áfall í lífi mínu var að skilja. Mér fannst mér hafa mistekist, þetta var ekki ætlunin, ég var uppfull af sorg og skömm og föst þar. Ég hafði engar aðferðir og engin tæki til að vinna úr þessu áfalli. Á námskeiðinu Lausn eftir skilnað með Jóhönnu Magnúsdóttur kom léttirinn, því ég var ekki ein og til var leið til úrvinnslu. Lausn eftir skilnað er réttnefni námskeiðsins, það var mér ómetanlegt á leið minni til betra lífs.“

Síðasta námskeið hófst 14. ágúst og er enn í gangi, þar erum við búin að hittast í fyrsta eftirfylgnitíma – og það sem konurnar eru að upplifa er það sama – eða svipað og í fyrri hópum, þeim finnst þær „tilheyra“ hópi sem hefur eyru til að hlusta og deila með sér lífsreynslu og þær fá speglun á tilfinningar sínar og upplifanir með að hlusta á aðra þátttakendur.