Um johannamagnusdottir

I am a Theologian and a Teacher by education, but most of my blogs are about my life experiences. My father died when I was only seven years old, in 1969. 2002 I went through a difficult divorce after 20 years of marriage and we had 3 children. 2008 I was diagnosed with malignant melanoma 2013 My oldest daughter died only 31 year old - leaving behind 2 kids age 3 and 9 2013 My mother passed 2014 The cancer came back in two lymph nodes in neck, I had an operation and radiation therapy 2019 I moved to Denmark to live close to my daughters children who are now 10 and 15 and then I have a granddaughter in Iceland who is 9 I travel between Iceland and Denmark to be with family. I have been cancer free since 2015 and I am grateful 2013 my 31 year old daughter died

Frá sorg til sáttar eftir skilnað – námskeið.

Hið marg- eftirspurða námskeið „Sátt eftir skilnað“ – sem ég nú kalla „Frá sorg til sáttar eftir skilnað“ verður nú aftur í boði. –

Námskeiðið er fyrir öll þau sem vilja vinna úr erfiðum tifinningum við skilnað – hvort sem skilnaður er ný afstaðinn, eða eftir sitja tilfinningar (jafnvel eftir mörg ár).

Hvenær og hvernig og hvar?

Námskeiðið verður haldið laugardaginn 14. ágúst frá kl. 10:00 – 16:00
með eftirfylgni
fjögur kvöld – frá 20:00 – 21:30 – sem þátttakendur og leiðbeinendur koma sér saman um að hittast.
Staðsetning er í Hólmslandi, Tungufelli – (Heiðmörk).

Verð: 31.900.- bókunargjald kr. 3000.- (til að festa plássið) rest greiðist fyrir 5. ágúst.
Hámark 10 manns á námskeiði
Innifalin morgunhressing, ávextir, kaffi og te, hádegismatur og eftirmiðdagshressing.

Leiðbeinandi: Jóhanna Magnúsdóttir, kennari, ráðgjafi og guðfræðingur.

Dagskrá laugardags:

10:00 mæting, morgunhressing og kynning
11:00 Fyrirlestur
12:00 Úrvinnsla og samtal
13:00 Hádegismatur
14:00 Fyrirlestur
15:00 Úrvinnsla, samtal og heimferðarhugleiðsla.
16:00 Lokið ❤

Markmið námskeiðisins er að um leið og sorginni við skilnað er veitt athygli – að ná sátt við sjálfa/n sig og þá breyttu stöðu sem þú hefur í lífinu sem fráskilin/n einstaklingur.


Til að bóka þig eða fá nánari upplýsingar – hafðu samband í einkaskilaboðum á facebook, eða johanna.magnusdottir@gmail.com sími 8956119.Lausnin frá fíkn …


Eftirfarandi pistill er að hluta til efni frá mér – og að hluta til (sérstaklega listinn) úr þessari grein: https://psychcentral.com/blog/weightless/2019/03/how-to-reconnect-to-yourself#1

Dr. Gabor Mate útskýrir í mjög góðu og aðgengilegu videói að lausnin frá fíkn sé „to reconnect“ eða endutengjast sjálfum sér. Það hefur orðið rof á milli þín og …. þín. Við þurfum að komast frá því að vera ótengd sjálfum okkur – yfir því að vera tengd. Við leggjum kannski megin áherslu okkar á það að tengjast öðrum. „Finna ástina“ – „Finna sálufélagann“ .. þarna úti …. og þannig að tengjast öðrum. Eða þá að við finnum fyrir þessu rofi – þessari sundrungu eða tómi, en reynum að fylla það með einhverju sem er „EKKI VIГ .. þ.e.a.s. með efnum – áfengi, vímuefnum, með mat, með vinnu, með kynlífi, með öllu því sem kemur í raun utan frá, en er ekki hið innra.

Þetta útskýrir Eckhart Tolle svo vel þegar hann segir frá betlaranum sem vissi ekki að hann sat á kassa fullum af gulli. – Hann betlaði því hann vissi ekki hvað hann átti. Hann opnaði ekki kassann – því honum hreinlega datt ekki í hug að þar væri eitthvað. Hvað ef að við sjálf erum full af gulli, – við Íslendingar erum jú vigtuð skv. mælieiningu sem hér áður fyrr var notuð til að vega gull!! – Hvað er barnið margar merkur? – er spurt. Hversu mikið gull er barnið? – Það er aldrei spurning um að barnið sé EKKI gull 🙂 … Ef barnið er gull, erum við þá ekki sem fullorðin ennþá gull? 🙂 … Þetta var útirdúr – en samt …

Hvernig endurtengjumst við – sem höfum kannski verið lengi ótengd þessu barni og þessum fjársjóði sem við erum? – Hvernig verðum við eigin sálufélagar? Ég ákvað að spyrja þessarar spurningar á netinu og fann góðar upplýsingar sem ég deili hér með þér:

Málið er að þetta er ekki stór framkvæmd, eða stórt skref – þetta er eitt lítið skref í einu.
Hér eru skrefin:

 • Veittu sjálfum/sjálfri þér áhuga – og spyrðu þig þegar þú vaknar á morgnana: „Hvernig líður mér? (Þú þarft ekki að bíða eftir að annað fólk spyrji – eða sýni þér áhuga eða væntumþykju með þessari spurningu).
 • Reyndu að sleppa því að dæma tilfinningar þínar eða sjálfa/n þig fyrir að finna þær. Ekki segja: „Ég ætti ekki að vera leið/ur“ „Ég er hræðileg/ur fyrir að vera svona afbýðisöm/samur.“ „Ég er veikgeðja vegna þess að ég er svo kvíðin/n.“ „Ég er ömurleg/ur að vera svona reið/ur.“ …
 • Sittu í þögn, án þess að skoða símann þinn, án þess að hlusta á tónlist, án þess að gera nokkuð annað en að hlusta á hjartslátt þinn eða andardrátt.
 • Ástundaðu hugleiðslu, þú getur byrjað með stutta hugleiðslu en svo aukið við – muna litlu skrefin.
 • Farðu í göngutúr – án heyrnartólanna.
 • Hlustaðu á hljóðin í náttúrunni – sem geta hjálpað þér við að hlusta á sjálfa/n þig.
 • Skapaðu list. Skrifaðu smásögur eða heila bók. Málaðu mynd. Skrfiaðu ljóð um sjálfa/n þig, sólarlagið, um erfiða eða spennandi tilfinningu. Búðu til myndaalbúm með uppáhaldshlutunum þínum.
 • Dansaðu. Við rólega tónlist. Við hraða tónlist. Í danstímum með öðrum. Með sjálfum þér. Með einhverjum.
 • Spyrðu þig stundum: „Hvað er það sem ég elska/nýt þessa stundina?
 • Spyrðu þig: „Hvað liggur mér á hjarta?“ „Hvað er mér efst í huga?“ Þú getur kannski skrifað dagbók.
 • Verðu tíma í náttúrunni. Á strönd. Í garði. Við vatn. Í skógi. Á fjöllum.
 • Taktu sjálfsmyndir og virtu þig fyrir þér – með mildum augum.
 • Talaðu við meðferðaraðila – eða markþjálfa.
 • Útbúðu lista af draumum þínum, óskum og löngunum. Hugsaðu þér hvernig þér líður þegar óskir þínar rætast.
 • Farðu á stefnumót með sjálfri/ sjálfum þér einu sinni í mánuði, hvort sem það er að gera bara hvað sem er með þér, lesa bók á kaffihúsi, eða fara í ísbíltúr í uppáhaldsísbúðina þína og njóta.
 • Spyrðu þig: „Hvernig get ég látið mér þykja vænt um mig?“ „Hvernig get ég látið mér þykja vænt um mig – andlega, tilfinningalega og líkamlega. Í dag, þessa viku, í þessum mánuði?
 • Finndu eitthvað fallegt í einhverju. Í þínum eigin augum, í annarra augum, í augum barns, í himninum, í því sem þú ert að gera – í bók sem þú ert að lesa.
 • Útbúðu pláss á heimili þínu fyrir uppáhalds hlutina þína – bækur, olíur, dagbók, kerti, fjölskyldumyndir, róandi myndir, listaverk eftir börn, og verðu tíma þar á morgnana og kvöldin. – Einhvers konar altari – eða „safe place.“
 • Umvefðu þig með hlutum sem eru hvetjandi og vekjandi. Losaðu þig við hluti sem gera það ekki – eins mikið og það er mögulegt.

  Að endurtengjast okkur sjálfum þýðir að við hægjum á, hlustum, lærum, könnum, leikum, undrumst, erum forvitin og áhugasöm – og rannsakandi um það sem er að gerast hið innra.

  Fíkn er fjarvera … frá okkur sjálfum, að endurtengjast er samvera með okkur sjálfum.

  Lausnin frá fíkn – ert þú. Þú ert gullið – þú þarft bara að sjá þig.
Hvað er óhollt að borða …


Ég hef lengi verið áhugamanneskja um mataræði og heilsu. – Ég hef ofurtrú á því að borða rétt og þarf ekki bara trú, ég finn það á líkama mínum. Ég hef verið greind með alls konar kóníska sjúkdóma – og t.d. finn ég næstum strax á líkama mínum ef ég hef „látið eftir mér“ eitthvað sem er mér óhollt. T.d. ef ég borða sætar kökur með hveiti og sykri. Það er eins og að byrji einhver órói og frumurnar fari í mótmælagöngu 😀 … Ég datt niður á viðtal við þennan lækni Dr. Mark Hyman og bloggið hans og ég ákvað að þýða – fyrir sjálfa mig (og þig ef þú hefur áhuga) gróflega þetta blogg um hvað á EKKI að borða og hvað líkamanum er óhollt. –
Upphaflega bloggið er hér

https://drhyman.com/blog/2018/03/30/what-not-to-eat/?fbclid=IwAR1SYcgLPx1T9Qfv302U2MBykicK89-zE16hoZsAKeT51Yim3ekO9dvfgsE

Við skiljum flest hvað átt er við þegar talað er um að elda „raunverulegan“ mat. Við notum ekki „óraunveruleg“ innihaldsefni – þegar við erum að elda heima hjá okkur. Avocadoið okkar er ekki gert grænt með grænum matarlit. Við stráum ekki stearoyl lactylate í súpurnar okkar og brauðin. Vandinn er yfirleitt ekki heimatilbúinn matur – þar sem notuð eru fersk hráefni; vandinn er matar-lík efni, aukaefni, rotvarnarefni, matarlitur og gerfisykur sem matvælaframleiðendur bæta í framleiðslu sína á matvörum. En ef þú átt ekki stearoyl lactylate heima í skáp, þá ættir þú heldur ekki heldur að neyta þess í matnum sem þú kaupir tilbúinn.

Í mjög langan tíma höfum við verið ómeðvituð um hin kemísku efni sem er bætt í matinn okkar – og hvernig hormónarnir, plastið og eiturefnin sem við meltum daglega er að skaða líkama okkar. Nú þegar hafa margir meðvitaðir neytendur lært að forðast hin ýmsu efni, en stundum nær unnin matvara að finna leið inn í eldhúsið okkar.

Ég er ekki að segja að ÖLL unnin og pökkuð matvara sé slæm. Fólk hefur verið að vinna matvöru frá fyrstu tíð. Þar til ískápar komu til sögunnar var það stundum eina leiðin til að geyma matvöru til að borða síðar. Að elda er form af því að vinna, einnig að gerja, þurrka, reykja, sýra .. listinn heldur áfram. Sumar þessara aðferða bæta jafnvel gæði matarins. Við þurfum bara að skilja hvaða unna matvara er örugg til neyslu og hvaða matvöru við þurfum að forðast.

Hér er listi af matvöru til að forðast:

 1. Allt sem hefur innihald sem erfitt er að bera fram. Þessar vörur innihalda örugglega efni sem tilheyra efnafræðitilraunasettinu, ekki líkama þínum. Prófaðu að segja stearyol lactulate eða butylated hydroxytoxytoluene án fyrirhafnar. Nei það er ekki létt. Slepptu þessum vafasömu innihaldsefnum.
 2. Allt sem ekki var til á tímum ömmu þinnar – eða langömmu, fer eftir hversu gamall/gömul þú ert. Fyrir hundrað árum þurftum við ekki miða til að segja okkur hvort að matur var frá heimahögum, lífrænn, eða „grass-fed.“ Allur matur var heill, raunverulegur óbreyttur, hefðbundinn matur. Sem betur fer er áhugi fyrir að fara til baka til þessarar hefðar í mataræði. .
 3. Allt sem inniheldur sojaolíu. Bandaríkjamenn fá um 10 prósent af kaloríum frá kaldpressaðri sojaolíu, sem inniheldur mikið af omega 6 fitusýru. Þess utan inniheldur hún oft mikið af glyphosate eða Roundup, eitirinu frá Monsanto. Það er ekki þannig að Bandaríkjamenn séu að drekka olíuna úr bolla; flestir eru ekki meðvitaðir að þeir séu að neyta hennar. En hún er undirliggjandi alls staðar. Ef þú borðar skyndibita, korn, eftirrétti, pakkað snakk, kartöfluflögur, muffins eða kjöt sem er alið á hefðbundinn hátt, eða kaupir næstum hvað sem er á kaffihúsi eða matsölustað, ertu næstum örugglega að innbyrgja mikið af sojaolíu og aðrar olíur sem eru ríkar af omega 6 fitusýrum – án þess að vita það. Þetta er eitrað og veldur bólgum. – Haltu þig frá þessu.
 4. Allt sem inniheldur frúktósa- korn sýróp. Þegar það er notað í „moderation“ – er það samt oað orsaka hjartveiki, ofát, krabbamein, heilabilun, lifrarbilun, tannskemdir o.fl.
 5. Allt með orðinu “hydrogenated” í nafninu. Þar sem flest fólk veit ekki er að hygrogenated fita og transfita er sami hlutur. Matvælaframleiðendum hefur tekist að fela transfitu með því að nota þetta „trikk“  
 6. Allt sem er auglýst í sjónvarpinu. Hefur þú séð brokkólí eða sardínur auglýstar í auglýsingahléi á Super Bowl? Versti maturinn fær mestan auglýsingatímann.
 7. Allt með krúttlegu nafni. Froot loops eru til dæmis ekki góð uppspretta ávaxta.
 8. Allt sem þú getur keypt í gegnum bílalúgu. Þetta er augljóst.
 9. Allt með MSG . Það er excitotoxin (eitur) sem flyst með taugakerfinu og drepur heilasellur. Við tengjum það oft við kínverskt eldhús, en matvælaframleiðendur nota það í margt án þess að við vitum af því. Þeir reyna stundum að fela það með því að kalla það “hydrolyzed grænmetisprótein ,“grænmeisprótein,” “náttúruleg bragðefni,” og einfaldlega “krydd.” Hið versta er að það eykur svengd og löngun í kolvetni, svo þú borðar meira af því. Það er það sem tilraunarottum er gefið til að auka hjá þeim hungur og fita þær. And the worst news
 10. Allur matur í sprautubrúsum.
 11. Allur matur sem er kallaður “cheese food” (sem er hvorki matur né ostur).
 12. Allt með gerfisætu. Sannanir eru sífellt að aukast. Nýlegar rannsóknir hafa ekki verið gerfisætu í vil, og hefur komið í ljós að hún getur skaðað þarmabúskapinn og aukið glútenóþol. Ég mæli með að sleppa aspartame, sucralose, sugar alcohols eins og malitol og öllum öðrum efnunum sem eru notuð í miklum mæli – nema þú viljir hægja á meltingarkerfinu, þyngja þig og verða fíkill. Notaðu stevía í mjög litlum mæli, ef þú verður að fá gervisætu, en slepptu öllum öðrum.
 13. Öll aukaefni, rotvarnarefni, matarlitur o.s.frv. (Hver persóna borðar um 2 og hálft pund af þessu á ári).
 14. Allur matur með meira en 5 efni í innihaldslýsingu. Nema að allt sé það sem þú þekkir, eins og tómatar, vatn, basil, oregano, salt.

Ég veit þetta er langur listi, en þú getur forðast þetta ef þú borðar hreinan, heilnæman mat og merki sem þú treystir.

Matur er sterkasta meðalið til að stjórna heilsu þinni. Hugsaðu um eldhúsið sem apótekið þitt. Byrjaðu á því að taka út ruslið og skipta því út fyrir hinu góða.

„Sátt eftir skilnað“ ..Námskeið 22. maí 2021.

Námskeiðið sem margir hafa spurt um: Sátt eftir skilnað verður nú í boði á ný.
Staðsetning: Höfuðborgarsvæðið (nánari staðsetning auglýst síðar)


Dagsetning: Laugardagur 22. maí frá 09:00 – 15:00

Framkvæmd: Leiðbeinandi og þátttakendur kynna sig.

Fyrirlestur og umræður f. hádegi: „Hið innra verðmæti“ – Grunnfyrirlestur í allri sjálfsrækt er að þekkja hvers virði við erum og hvað við eigum skilið.

Hádegishlé – Hollar veitingar 🙂

Fyrirlestur og umræður e. hádegi.
„Frá sorg til sáttar“ — rætt verður um sorgina við skilnað, sorgarferlið sem verður þroskaferli – og mikvægi sem felst í því að ná sátt við það sem við oft teljum ósættanlegt.

Eftirfylgni verður svo vikulega í fjögur skipti í tvo tíma í senn á þriðjudagkvöldum (fyrsta skipti 25. maí) Eftirfylgnihóparnir eru mjög mikilvægur hluti námskeiðisins svo það verður að taka frá tíma fyrir þá. 🙂 Facebook grúppa verður stofnuð um hópinn og þar sett inn ítarefni og þátttakendur geta spjallað saman.

Innifalið í námskeiðinu er einnig líkamleg næring á meðan námskeiði stendur.

Í þessum hópum hafa oft myndast vinatengsl sem hafa haldist til margra ára. ❤

Hámarksfjöldi í hópi er 10 manns.

Leiðbeinandi og fyrirlesari er Jóhanna Magnúsdóttir. Verð fyrir námskeiðið er 24.900. –

Markmið námskeiðisins er að ná sátt við sjálfa/n sig og sorgina/breytinguna eftir skilnað og um leið að opna á tækifæri til sjálfræktar og sjálfsþekkingar með nýjum leiðum.


Námskeiðið er fyrir öll kyn.

Myndin er táknræn fyrir titillagið: „Let it go“ …

Vinsamlega sendið póst á johanna.magnusdottir@gmail.com fyrir frekari fyrirspurnir eða skráningu.

Jólabarnið

Það var eitt af mínum stóru gæfusporum í lífinu að vera kölluð til þjónustu sem sóknarprestur í árs afleysingu í Kirkjubæjarklaustursprestakall frá hausti 2018 fram á haust 2019. – Ég fékk hringingu í ágúst og var flutt á Klaustur í byrjun september. Ég hafði fengið spurnir af því hversu vel fólkið í Skaftárhreppi tæki á móti prestunum sínum, en móttökur voru samt framar vonum. Verkefnin voru nokkuð hefðbundin prestsverk, halda guðsþjónustur, sinna barnastarfi, sálgæslu, skíra, gifta og jarða – og auðvitað ferma. Eitt af verkefnum prestsins á Klaustri var að heimsækja eldri borgarana á Klausturhólum. Það eru tvær kynslóðir sem eru í mestu uppáhaldi hjá mér; það eru börnin og það eru eldri borgararnir, þannig að það var mikil og einlæg tilhlökkun í mínu hjarta í hvert sinn sem ég rölti yfir (ég bjó á móti) til vina minni á Klausturhólum.

Aðra hvora viku var ég með helgistund í kapellunni, – og fólkið þurfti sko enga sálmabók – því þau kunnu sálmana. Sumir voru með alzheimer, en það er nú þannig með fólk með heilabilun gleymir síðast því sem það lærði á unga aldri. Hina vikuna sat ég í fallegri vinnustofu þar sem fólk vann við prjónaskap, hekl – eða var bara með, undir leiðsögn starfsmanns. Í þessum stundum las ég oft ljóð eða frásagnir af fólki og svo var það að ein heimilskonan fór að segja mér frá Aðalheiiði Bjarnfreðsdóttur, og lánaði mér bókina sem hafði verið skrifuð um ævi hennar; „Lífssaga baráttukonu“ – en Inga Huld Hákonardóttir hafði skráð. – Þessi bók varð síðan framhaldssagan okkar. Ég las nokkra kafla í hvert sinn og við ræddum þessa kafla og lýsingar á aðstæðum hennar í heimahögum kveiktu minningar hjá íbúunum og þeir lögðu orð í belg og útskýrðu meðal annars orð sem ég þekkti sjálf ekki vel, orð eins og „fátækraþurrkur“ – og bættu þannig söguna – og samverustundina.


Þegar ég vaknaði þennan aðfangadagsmorgun, kom í huga mér þegar ég las kaflann úr bók Aðalheiðar um jólabarnið. – Ég átti reyndar erfitt með lesturinn á tímabili þegar kom að einlægasta kaflanum, um jólabarnið. Hann snerti mína dýpstu hjartastrengi, því ég þekkti þessa kyrrlátu gleði sem Aðalheiður lýsti og mín jól með mömmu og systkinum mínum urðu ljóslifandi. Kannski fyrstu jólin eftir að pabbi dó – þar sem Lotta systir var „jólabarnið“ – liðlega eins árs og að geta fundið jólafrið og sátt í hjarta, bara með að sitja og horfa á jólaljósin á trénu. Ég var svo lánsöm að finna kaflann um jólabarnið í sögu Aðalheiðar – svo ég deili henni með þér með ósk um gleðileg jól!

Lífssaga baráttukonu – JÓLABARNIÐ:

„Strax í vetrar­byrjun fórum við börnin að hlakka til jólanna, þótt okkar jólaveislur mundu ekki þykja margbrotnar á nútíma mælikvarða. Það var öruggt, að jólin komu einu sinni á ári og nærri því jafn öruggt að eitt systkini bættist í hópinn einhvern tíma á árinu, Alltaf voru lítil systkini sem ekki mundu eftir jólunum. Þau spurðu margs. „Úr hverju eru jólin? Komu þau á bílnum hans Bjarna í Hólmi? Í hvernig fötum eru þau? Eru þau í stígvélum?“ Þessum og þvílíkum spurn­ingum man ég eftir. Auðvitað gekk fáfræðin fram af okkur sem eldri vorum, þó við hefðum gaman af. Við notuðum skamm­degið til að segja þeim allt um jólin og kenna þeim jólasálmana. Svo fór hátíðin að nálgast. Síðustu dagana var allt skúrað og skrúbbað og fjósið sópað hátt og lágt. Eitt olli alltaf heila­brotum; hafði pabbi náð í spil? Hann hristi höfuðið og við leituðum alls staðar en fundum ekki.

Mamma trúði á fátækra­þurrkinn, enda áttum við oft ekki nærföt til skiptanna. Aldrei man ég að það brygðist að hún gæti þurrkað það nauðsyn­legasta.
Á Þorláks­messu var hangi­kjötið soðið. Það held ég að pabbi hafi annast.
Mamma steikti hálfmána og kökur. Ekki laufa­brauð, heldur kökur. Ég veit ekki hvaðan hún hafði þann sið. Þetta var ekki gert almennt.

Svo kom aðfanga­dagur. Mikið var hann lengi að líða. Ég var elsta systirin heima frá sex ára aldri. Fljótlega tók ég að mér að þvo yngri systkinunum upp úr bala. Allir urðu að vera hreinir. Enginn möglaði. En tvennt er mér minnis­stætt í sambandi við þetta. Hvað þau voru eitthvað rýr og umkomulaus í baðinu, og hvað mér fannst þau falleg, þegar þau voru komin í hreint og sátu kyrrlát og eftir­vænt­ing­arfull og biðu jólanna. Svo höfðum við, þau eldri fataskipti og mamma fór í peysu­fötin. Ég man ekki eftir að hún færi í peysu­fötin heima, nema á aðfanga­dags­kvöld, og fyrsta daginn sem hún steig á fætur eftir barnsburð. Klukkan 6 varð heilagt. Eftir það mátti ekki deila og ekki segja ljótt. Húslestur var ekki lesinn en við sungum alla jólasálma, sem við kunnum. Svo kom maturinn. Fyrst þegar ég man eftir skammtaði pabbi hangi­kjötið. Heima var alltaf skammtað. Við vissum upp á hár hvernig mamma skammtaði. Hún reyndi að deila því sem til var sem jafnast milli allra. Sjálf borðaði hún það sem eftir var, oft kalt og lítið. En pabbi. Kunni hann að skammta? Gaf hann t.d. ekki Bergi bitann sem mig langaði í og mér bitann hans? Öll sátum við stein­þegjandi og pabbi fór sér hægt. En aldrei man ég eftir að neinn yrði óánægður með sitt. Þegar búið var að borða, gekk pabbi út, og þegar hann kom inn, dró hann spil upp úr vasa sínum og sagði: „Þau verða ekki snert fyrr en á morgun.“ Kerti fengum við alltaf, en jólagjafir voru óþekktar. En um það leyti sem ég komst á skóla­aldur, fór Gyðríður í Seglbúðum í Landbroti að senda okkur pakka fyrir jól. Ég veit ekki hvort ég man upp á hár hvað þetta var, en ég man að það voru nýir svartir ullar­sokkar og sauðskinnsskór handa okkur öllum. Þessir sokkar voru alltaf skóla­sokk­arnir mínir. Svo var líka sætabrauð.

Einu sinni man ég eftir að báglega horfði með pakkann frá Seglbúðum. Það var kominn aðfanga­dagur og ekkert var komið. Þar við bættist að mamma var eitthvað lasin og lá fyrir. Ég var orðin nokkuð stálpuð og nú horfðu öll yngri systkinin á mig. Eitthvað varð ég að gera. Björn elsti bróðir minn, var snemma duglegur og aðdrátt­ar­samur. Hann komst í vinnu í strandi. Fyrir kaupið sitt keypti hann sitthvað handa heimilinu, m.a. skipspönnuna. Þetta var stór og djúp panna með löngu skafti með krók á endanum. Ég tók mig til, hrærði fulla vatnsfötu af pönnu­köku­deigi og setti upp pönnuna góðu. Hún var svo þung að ég varð að nota báðar hendur til að velta henni til. Ég stóð og bakaði eftir hádegi frá klukkan eitt til fimm. Pönnu­kök­urnar urðu níutíu. Kannski hafa það nú frekar verið lummur. Varla hafði ég lokið bakstrinum þegar rösklega var barið og inn snaraðist Sigurður Einarsson, vinur okkar frá Steinsmýri, þá vinnu­maður í Seglbúðum, með jólapakkann. Hann hafði átt að koma daginn áður en eitthvað sérstakt kom fyrir sem tafði hann.
Ég hef oft undrast það á seinni árum, hvað við vorum róleg og stillt á aðfanga­dags­kvöld. Nú þætti ekki mikið við að vera. Engin leikföng, engar nýjar bækur, ekkert útvarp lengi vel. Bara heilög jól.

Yngsta barnið var kallað jólabarn. Það gekk á milli allra. Það var eins og okkur fyndist það í nánum tengslum við Jesúbarnið. Við sögðum þeim yngri falleg ævintýri og helgi­sögur. Ein af helgi­sögum mömmu var, að Jesú hefði fæðst um miðnættið. Við sem gátum vakað, vöktum þangað til. Þá stóðum við upp, röðuðum kertunum okkar saman og sungum „Í Betlehem er barn oss fætt,“ og þegar kom að erindinu „Hvert fátækt hreysi höll nú er, því Guð er sjálfur gestur hér,“ þá var eins og rómurinn styrktist og birtan yrði skærari. Ég trúði því bókstaflega og ég er viss um að við öll og mamma, já og kanski pabbi, a.m.k. raulaði hann með. Við trúðum því, að Guð væri sjálfur gestur hér.
Þá kyrrlátu gleði sem sú vissa færði fátæku barni fær enginn skilið nema sá sem reynir.“

Jólaengillinn 2020

Eftirfarandi texta skrifaði ég á facebook fyrr í vikunni; – svona að því tilefni gefnu að ég er á leið til Íslands. Jólaengilinn föndraði ég svo eftir að ég sá mynd af engli sem búinn var til úr tveimur grímum/möskum .. eða „mundbind“ eins og Danir kalla það – og teygju. – Finnst hann táknrænn og svo sannarlega verndandi.

….

Ég fylgi, að sjálfsögðu, þeim fyrirmælum sem sett eru upp við komuna til landsins. Fer í covid test – er svo komin með sóttkvíaraðstöðu í kjallaranum hjá systur minni. – Hvað um FRELSI mitt? – Stjórnendur landsins og heilbrigðisyfirvöld eru í fyrsta skipti að eiga við heimsfaraldur. Við verðum að gefa þeim „leyfi“ til að gera sitt besta og styðja við þau eins og við getum og fara að lögum. Allir eru að gera sitt besta.

Ef ég væri að keyra um nótt og það kæmi rautt ljós – þá myndi ég samt stoppa, því það er hluti af öryggiskerfinu. Það er líka hluti af öryggiskerfinu að fara í sóttkví, halda fjarlægð, nota grímu o.s.frv. – Hvers vegna ekki að leyfa hinum viðkvæmu og öldruðu að njóta vafans? Ég er ekki hrædd við að smitast sjálf, en alveg eins og ég myndi ekki vilja aka yfir á rauðu ljósi eða vilja aka undir áhrifum áfengis, vegna þess að ég myndi kannski geta orðið völd að umferðarslysi sem gæti jafnvel leitt til dauða annars fólks, þá tek ég ekki þann séns, – vegna „MÍNS“ frelsis að eiga það á hættu að mögulega skaða/smita annað fólk. –

„Frelsið er yndislegt ég geri það sem ég vil“ … á meðan ég (mögulega) skaða ekki annað fólk. …

Að öllu þessu sögðu, þá vil ég heldur ekki skaða fólk með munnsöfnuði – „verbal abuse“ … vil ekki senda þeim bölbænir eða reiði mína. Til að gera það besta úr öllum aðstæðum, þá munum eftir kærleikanum í garð náungans. Sendum hvert öðru blessun og sjáum hvort að það virkar ekki betur? …Það er fullorðins ❤

Er fíkn þrá eftir faðmlagi? … örlítil umfjöllun um „Rocketman“

Kenning dr. Gabor Maté er að fíkn sé þrá eftir faðmlagi. Skv.. Brene Brown erum við „wired for love and connection“ .. eða víruð til að vera elskuð og í tengslum.

Í myndinni „Rocket Man“ um ævi Elton John, fáum við innsýn í æsku hans og uppeldi og fjölskyldutengsl eða tengslalaleysi. Foreldrar eru sýnd sem fjarlæg og kaldlynd – og hann er alltaf að bíða eftir viðurkenningu foreldra sinna og þráir sérstaklega hlýju og faðmlag frá föður sínum.

Í gegnum myndina eru myndbrot þar sem hann mætir sjálfum sér sem litlum dreng – og það fallegasta er þegar hann loksins tekur sjálfan sig í fangið.

Elton John hefur verið edrú í 30 ár og segir sjálfur að hann væri dáinn hefði hann ekki hætt að neyta hugbreytandi efna. Þegar við heyrum fólk segja að við þurfum að elska okkur sjálf, þá er það nákvæmlega þetta sem átt er við. Að við sem fullorðin – tökum okkur sem börn í fangið. Að við veitum sjálfum okkur athygli og virðingu og tengjumst okkur sjálfum. – Það er auðvitað yndislegt að eiga í fallegu sambandi við annað fólk, en við getum ekki stjórnað hvernig annað fólk er, sérstaklega þá foreldrar okkar.

Þessar væntingar og vonbrigði gagnvart foreldrum virðast vera gegnum gangandi hjá svo mörgum, – og þegar við hættum að ergja okkur yfir framkomu foreldra við okkur sem börn, og tökum fókusinn af þeim og yfir á okkur sjálf – föðmum okkur sjálf, þá hefst batinn. „The healing begins when the blaming game stops“ (Facing Codependence) – Ég hef þýtt það sem: Þegar ásökunum linnir hefst batinn. – Þegar við erum að horfa til baka, þá er það til að skilja okkar uppvöxt og aðstæður og hvers vegna við erum eins og við erum. Hvers vegna við bregðumst við eins og við bregðumst við, en alls ekki til að leita að sökudólgum. Ef við erum fókuseruð á sökudólga – missum við athyglina á okkur sjálfum og eyðum dýrmætum tíma í að reyna að breyta hegðun þeirra sem við höfum enga stjórn á. – Þau einu sem við getum í raun „stjórnað“ erum við sjálf. Svo elskum okkur – viðurkennum – og gefum okkur hlýtt og gott faðmlag, því við erum öll elskunnar virði.

„Ég þarf ekki á neinum að halda“ …

Ég sá eftirfarandi texta á facebook í morgun, reyndar á ensku – en hann talaði svo sterkt til mín og ég vildi deila með öðrum sem kannski þurfa á þessum skilaboðum að halda á íslensku svo ég þýddi hann yfir á íslensku. Skilaboðin eru eiginlega þau mikilvægustu fyrir mig og ég veit þau geta verið mikilvæg fyrir þig. Þetta er það sem ég heyrði fyrst um hjá Brene Brown, sem hún kallar „Power of vulnerability“ – eða þegar að við viðurkennum vanmátt okkar (sem er auðvitað hluti af fyrsta sporinu í 12 spora kerfinu líka) þá höfum við líka tekið fyrsta skrefið í bata. Bata frá áföllum bernskunnar. Áföll sem við kannski vitum ekki að við höfum upplifað. Þau eru allt frá stórum niður í lítil, en þessi litlu eru e.t.v. síendurtekin skilaboð sem láta okkur finnast að við séum ekki mikils virði. Foreldrar nota orðræðu (sem þau lærðu af sínum foreldrum) sem virkar þannig á börnin. Foreldrar eru fjarverandi – líkamlega eða andlega, eða bæði.

Foreldrar fara yfir mörk barna sinna, eða eru ekki heiðarleg gagnvart þeim. Í hvert skipti sem foreldri er ósamkvæmt sjálfu sér upplifir barn einhvers konar áfall – því það þráir eflaust mest af öllu að eiga foreldri sem hægt er að treysta og er til staðar. – En nóg með innganginn – hér kemur greinin. – Þetta er efni eftir Jordan Muench – sem ég fann bara á Facebook! Ég set tengilinn í lok greinarinnar.

—–

Það að eiga erfitt með að þiggja aðstoð eru viðbrögð við áfalli eða trauma.

Það að segja: „Ég þarf ekki á neinum að halda. Ég geri það bara sjálf/ur“ .. er leið þín til að þrauka eða komast í gegnum lífið. Þú þurftir á því að halda til að verja hjarta þitt fyrir ofbeldi, vanrækslu, svikum og vonbrigðum þeirra sem gátu ekki verið til staðar fyrir þig eða vildu ekki vera til staðar fyrir þig.

Frá foreldrinu sem var fjarverandi og valdi að yfirgefa þig eða foreldrinu sem var aldrei heima vegna þess að það var í þremur störfum að brauðfæða þig og eiga fyrir þaki yfir höfuðið. (Smá innskot frá mér: þarna er oft um forgangsröðun að ræða, sumir foreldrar vinna þrjár vinnur til að eignast stærri hús og bíla – en ekki endilega bara til að eiga fyrir lágmarksútgjöldum, en það er efni í annan pistil).

Frá elskendunum sem buðu upp á kynferðislega nánd, en buðu hvorki upp á öryggi né virtu hjarta þitt.

Frá vinunum og fjölskyldunni sem ALLTAF tóku meira en þau nokkurn tímann gáfu.

Frá öllum þeim aðstæðum þar sem einhver sagði við þig „við erum saman í þessu“ eða „Ég passa upp á þig“ en yfirgáfu þig síðan, til að safna þér saman þegar hlutirnir urðu erfiðir, og þú varðst að sjá um þinn hluta og þeirra líka.

Frá öllum lygunum og öllum svikunum.

Þú lærðir einhvers staðar á leiðinni að þú gætir bara ekki treyst fólki. Eða að þú gætir aðeins treyst fólki upp að vissu marki.

Ofursjálfstæði (Extreme Independence) er vandinn við TREYSTA.

Það sem þú lærðir: „Ef ég kem mér ekki í aðstæður þar sem ég þarf að treysta einhverjum, þarf ég ekki að upplifa vonbrigði þegar þau bregðast mér – eða klikka … vegna þess að þau munu alltaf koma til með að bregðast – rétt?

Það gæti verið að þér hafi verið kennd þessi varnarháttur, viljandi – af kynslóðum særðra formæðra- og feðra.

Ofursjálfstæði eru fyrirbyggjandi varnarviðbrögð við hjartasári.

Svo þú treystir engum.

Og þú treystir ekki sjálfum/sjálfri þér til að velja fólk.

Að treysta er að vona, að treysta er að vera berskjölduð og viðkvæm.

„Aldrei aftur, „segir þú.“

En alveg sama hvaða búningi þú klæðist til að virka stolt/ur – og lætur það líta út fyrir að vera eins og þig hafi alltaf langað að vera svona sjálfstæð/ur, þá er sannleikurinn sá að það er þitt særða, örum stráða og brotna hjarta – á bak við múrvegginn.

Höggheldur múr. Ekkert kemst inn. Enginn sársáuki kemst inn. En engin ást kemst heldur inn.

Virki og vopnabúnaður eru fyrir þau sem eru í orrustu, eða þau sem trúa að stríðið sé yfirvofandi.

Þetta eru viðbrögð við áföllum.

Góðu fréttirnar eru að áföll sem eru viðurkennd eru áföll sem hægt er að heila.

Þú ert þess virði að fá stuðning.
Þú ert þess virði að eiga sanna félaga.
Þú ert þess virði að vera elskuð/elskaður.
Þú ert þess virði að einhver haldi utan um hjarta þitt.
Þú ert þess virði að þér sé sýnd aðdáun.
Þú ert þess virði að þér sé sýnd væntumþykja.
Þú ert þess virði að einhver segi. „Hvíldu þig. Ég skal sjá um þetta.“ og standi við það loforð.
Þú ert þess virði að þiggja.
Þú ert þess virði að þiggja (Já það er endurtekið viljandi).
Þú ert verðug
Þú ert verðugur

Þú þarft ekki að vinna fyrir því.
Þú þarft ekki að sanna það.
Þú þarft ekki að semja um það.
Þú þarft ekki að betla eða biðja um það.


Þú ert mikils virði.
Verðmæt/ur
Af þeirri einföldu ástæðu að
Þú ert til.

—–
Lokaorð frá sjálfri mér: Það var mér mikilvægt að uppgötva þetta fyrir sjálfa mig. Ég hef „glímt við“ sjálfsverðugleika minn alla tíð. Að ég sé ekki nógu … eitthvað og hef barið mig niður fyrir það. Ég geri MITT besta og ég veit líka að þú gerir ÞITT besta. En aðal málið fyrir okkur öll er að við erum fædd verðmæt og verðum að hætta að láta fólk eða samfélag telja okkur trú um annað.

Látum ljós okkar skína – þannig erum við besta útgáfan af sjálfum okkur og þannig erum við sjálf.


Hér er upphafleg grein á ensku:

Í blíðu og stríðu … þýðir það að maður (kona) á að verja maka sinn þegar hann hegðar sér ósæmilega?

Þegar fólk talar um að hjón eigi að standa saman í blíðu og stríðu, hvað þýðir það? Þýðir það að sama hvernig annað þeirra hagar sér, jafnverl brýtur af sér gagnvart öðrum manneskjum, að hjón eigi að standa saman og t.d. konan að verja gjörðir eiginmanns síns?

Við höfum alveg séð dæmi um þetta, sérstaklega þegar menn eru sakaðir um áreitni eða jafnvel kynferðislega misnotkun. Annað hvort yfirgefur konan manninn, eða hún stendur með honum áfram – eða jafnvel setur sig fyrir framan hann sem skjöld.
Kannski er það óbærileg hugsun fyrir konuna að fara frá honum, sjálfsmynd hennar stendur og fellur með þessum manni, og þá er „auðveldara“ að trúa því að hann sé saklaust fórnarlamb óprúttinna kvenna sem ljúga upp á hann? –
Hún stendur og fellur með manni sínum. Við höfum séð dæmi um það að konan stendur frekar með manninum en barninu sínu – svo það verður rof í fjölskyldunni, en hjónin standa saman. Best er ef konan er svolítið ritfær og getur skrifað um óréttlæti heimsins gagnvart maka hennar. Við hin hugsum kannski; Trúir hún þessu einlæglega, eða er afneitunin bara sterkari en allt annað? –
Mannlegt eðli er svo skrítið. Við gerum þetta öll, förum í vörn fyrir OKKAR og það sem við trúum á. Ég held það sé mikilvægt að við skiljum hvað býr að baki. Það er óttinn við að missa. Kannski að missa einhvers konar status – t.d. þann status að vera eiginkona í stað þess að vera fráskilin kona. Sumum konum finnst það hræðilegt. Já, það er enn einhver „skammarstimpill“ sem fylgir skilnaði. Að okkur hafi ekki tekist að halda einhverju gangandi sem var okkar að halda gangandi. – Það eru kol-kol-kolröng skilaboð.
Ég spurði einu sinni eldri konu hvers vegna hún skildi ekki við eiginmanninn, – þegar að hann hafði beitt hana ítrekuðu ofbeldi. – Hún svaraði: „Hvað segir fólk?“ Henni þótti sem sagt verri tilhugsunin um hvað fólk segði um hana ef hún yfirgæfi eiginmanninn, en að sitja áfram í hjónabandi og þola ofbeldi af hans hálfu. Á meðan hún gat falið það var það í lagi, þá vissi fólk ekkert og fólk héldi að þau væri í „fyrirmyndarhjónabandi“ …

Já hvað segir fólk?

Faraldurinn að vera ekki nógu … eitthvað

Við fæðumst „nógu“ eitthvað – eða alla veganna er ekki búið að telja okkur trú um að okkur vanti eitthvað. Við höfum ekki „móttakarann“ til að taka á móti því strax.

En alveg eins og fólk sem fer að láta planta í sig brjóstapúðum og sprauta í sig bótoxi – um leið og það hefur aldur til – vegna þess að það er búið að fá „upplýsingar“ um að það sé ekki nógu „eitthvað“ .. nema fá þessa aukahluti og gerfi inn í líkamann, þá erum við að planta og sprauta í börnin (rang) hugmyndum um að þau séu ekki nóg nema … eitthvað.
Sjálfsmynd þeirra fer að byggja á því hvernig þau líta út og hvað þau gera.

Þetta er eins og faraldur – eiginlega verri en covid, því hann er miklu lúmskari. Þetta er faraldur þess að vera ekki nægilega mikils virði eins og við erum. „Epidemic of unworthiness“

Of mörgu fólki finnst það hvorki eiga nóg – né vera nóg. Það kemur m.a. til vegna þess að það er að bera sig saman við annað fólk – og stundum falskar fyrirmyndir. Við höldum að við þurfum að breyta okkur – kannski að miklu leyti til að öðlast hamingjuna. Hamingjan komi þegar við erum laus við x mörg kíló, höfum náð ákveðnu prófi, eignast íbúð, bíl – maka o.s.frv. En hvenær er nóg nóg? Verður ekki alltaf eitthvað sem vantar uppá – eins og að við séum í fjallgöngu og það kemur alltaf nýr tindur? –
Hvað ef það að vera bara ÉG eða þú að vera bara ÞÚ sé eina leiðin að gleðinni. Að sættast við sjálfa/n sig? Hvað ef ÞÚ ert gjöfin þín til þín – nákvæmlega eins og þú ert núna? Hvað ef það sem er „rangt“ við þig er styrkur þinn? („Your „wrongness“ is you strongness“? … Þetta „rangt“ er í gæsalöppum því það er ekki rangt að vera með þunnar varir eða hrukkótt/ur – þannig að það þurfi að blása í það bótóxi – það er ekki rangt að vera með lítil brjóst – þannig að það þurfi að skera í líkamann til að bæta þar inn í brjóstapúðum.

Hvað ef það sem verið er að segja að þurfi að bæta – þarf alls ekki að bæta? Að upphaflega hafir þú bara verið allt í lagi – en einhver hafi farið að planta hugmyndum í þig sem barni að þú værir ekki allt í lagi. Það hafi brenglað þig og þú þurfir kannski bara að fjarlægja þessar hugmyndir – því þær valdi þér meiri skaða en gleði?

Pæling!