Að lifa í mínus eða plús …

Á námsárunum í Háskóla Íslands fór ég í starfsþjálfun á Eiðar,  og fékk að prédika í nokkrum kirkjum í sveitinni.  Þar á meðal í Valþjófsstaðakirkju.   Þar flutti ég prédikun eða hugvekju um tvo  ímyndaða bændur,   hann Manga á Mínusstöðum og Pál á Plúshóli. –

Siðan lýsti ég lífi þessara manna,  hvernig Mangi sá gallana við allt og hvernig hann lifði í skorti,  á meðan Páll sá leit á björtu hliðarnar og lifði í þakklæti. –

Það munaði ekki svo miklu á aðbúnaði þessara manna,  fjárhag eða aðstæðum,  en það var himinn og haf sem aðskildi hugarfar þeirra. –

Það er mikill munur á því að sjá glasið hálf fullt eða hálf tómt,  en samt er það sama glasið!

Stundum þarf fólk að reka sig  á til að læra hvað það á.    „Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur“ ..     Ef við lítum bara í kringum okkur,  nákvæmlega núna,  hvað eigum við?   Eigum við vini?   Eigum við fjölskyldu?   Eigum við mat til að borða?  Eigum við ferskt loft,  vatn …   ?   Eigum við náttúru sem hægt er að njóta? –

Listinn er auðvitað óendanlegur,  en stundum gleymum við alveg að veita þessu athygli eða þakka fyrir þetta,  og ofan á það förum við að búa til „skortlista“  yfir það sem við eigum EKKI.  –  Þá fer að syrta í álinn, –   og við upplifum einhvern ómöguleika og vanlíðan.   Við sjáum ekki fjöllin,  við sjáum ekki allt sem við eigum,  eða fólkið okkar  – og hvað þá að við þökkum það!! .     Þá förum við alveg í mínus – eins og hann Mangi á Mínusstöðum. –

Ég fór einu sinni á fyrirlestur hjá Brian Tracy sem var að kenna okkur að ná árangri í viðskiptum.   „Success in Business“ ..  og ég áttaði mig á því,  einn daginn,  að sömu lögmál giltu um að ná árangri í andlegri líðan. –

Brian stakk upp á því að þó við værum blönk,  og bankabókin í mínus – ættum við að stofna annan reikning í plús.    Leggja  inn á hann 1000 krónur  (eða meira)   á mánuði og síðan ættum við að fylgjast vel með þessum reikningi og horfa á þennan bankareikning sem var í plús,  meira en mínusreikninginn.   (Ég gerði þetta). –     „Allt sem þú veitir athygli vex og dafnar“ .. lögmálið gildir um þetta. –

Sama gildir um bankabók  skorts eða þakklætis,   það er hægt að opna þakklætisbankabók   og leggja reglulega inn á hana og  sjá hversu hratt vextirnir koma í plús. –      Það er vissulega hægt að vera upptekin/n af því sem skortir,  en spurning hvernig það lætur okkur líða?  –

Ath! Ég hef  sjálf óteljandi ástæður til að tína til og láta mér líða illa – og horfa á það sem mig skortir og ég sakna  – og stundum leyfi ég mér bara að líða illa,  syrgja og sakna,  alveg eins og stundum þarf ég að skoða bankabókina sem er í mínus.   En ég dvel ekki við það lengi,  vegna þess að það dregur mig niður.     Ég geri það meðvitað að velja þá lag til að hlusta á sem  hressir mig,  eða hringja í manneskju sem ég veit að „peppar mig upp“ – hugsa um allt sem ég hef og á  og fókusinn fer á bankabókina sem er í plús –  og þá fyllist hjartað af þakklæti og þar af leiðandi brýst gleðin fram.   (Við eigum gleðina öll innra með okkur,  en þakklætið er eins og framköllunarvökvinn sem þarf að hella á hana til að hún birtist).


Myndin er tekin úr stuttu kennsluhefti sem ég útbjó sem heitir „Vertu breytingin, veldu gleði“ …

10014975_10202808654431197_883445592_o (1)

Sjálfstyrkingarviðtal … er það eitthvað sem þú þarft? ..

Stundum þurfum við einhvern til að segja okkur að við séum verðmæt – vegna þess að okkur vantar trú.   Trúna á okkur sjálf.  –

Þar sem ég er guðfræðimenntuð – fæ ég stundum spurninguna: „Ertu nokkuð með trúboð í fyrirlestrunum þínum?“ –   Þá svara ég yfirleitt:

„Eina trúboðið sem er í gangi núna er  trúin á ykkur sjálf“ ..    🙂 

Það er svo ótal margt sem okkur langar að gera,  eða dreymir um að gera – eða þorum ekki að gera  – og í flestum tilfellum gætum við gert það,  en vantar sjálfstraust og trú á eigin verðmæti og getu. –  Þá getur verið gott að ræða við „trúboða“  um eigið ágæti 😀 ..

Svo getur verið að við þurfum smá hjálp við að tengjast tilfinningum okkar og viðurkenna þær  –  því án þess að finna tilfinningar okkar erum við ekki að vera til ..

Vilt þú vera til?   Ertu að þrauka lífið – eða lifa því? –   

Vertu velkomin/n í viðtal   –  hægt að panta í gegnum  johanna.magnusdottir@gmail.com
Er með aðstöðu á Merkurgötu í Hafnarfirði 
Viðtalið kostar 8000.-   krónur

Einnig hægt að óska eftir fyrirlestrum fyrir hópa eða félagasamtök   (get komið út á land líka)  

codependent-no-more

„Okkar mesti ótti er ekki óttinn við okkar eigin ófullkomleika. Okkar mesti ótti er sá að geta okkar er takmarkalaus. Það er ljóminn frá okkur, ekki myrkrið í okkur, sem hræðir okkur flest. Það að gera lítið úr þér mun ekki gera heiminum gagn. Það er engin birta falin í því að þú gerir lítið úr sjálfum þér í þeim tilgangi að draga úr óöryggi annarra. Okkur er öllum ætlað að ljóma, líkt og börn gera. Getan til þess er ekki bara í sumum okkar, þetta getum við öll – og er við leyfum okkar eigin ljósi að ljóma, þá gefum við ómeðvitað öðru fólki leyfi til þess sama. Þegar við erum þannig frelsuð frá okkar eigin ótta, frelsar framkoma okkar sjálfkrafa aðra í kringum okkur.“

Marianne Williamson

Sjálfstyrking og uppbygging eftir skilnað .. kvennanámskeið

Enn eru laus 2 sæti á námskeiðinu „Sátt eftir skilnað“  – sem haldið verður í Reykjavík  (Köllunarklettsvegi)   25. ágúst  kl. 09:00 – 16:00  og síðan eru fjögur skipti í eftirfylgni á miðvikudagskvöldum kl.  20:00 – 21:30.

Stórar breytingar í lífi okkar geta virkað eins og jarðskjálfti.  Allt það sem maður hélt að yrði hefur hrunið.  –  Og þá þarf að byggja upp á nýtt.  Stundum eitthvað eins og oft eitthvað öðruvísi. –

Í námskeiðinu Sátt eftir skilnað er markmiðið  að koma út úr þessum aðstæðum sterkari og með vald og ábyrgð á eigin lífi. –   Svo skaðar ekki að hitta konur  sem deila með reynslu sinni og eru með svipaðar hugleiðingar um lífið og tilveruna. –

Á námskeiðinu eru fluttir tveir fyrirlestrar  „Sorgarferli verður sáttarferli“  og  „Að þekkja verðmæti sitt“ ..     síðan er unnið saman úr þessum fyrirlestrum og hópurinn fylgist að í gegnum  tilfinningarnar sem óhjákvæmilega eru til staðar þegar lífið tekur óvænta stefnu. –

Námskeiðið kostar 32.900.-  krónur   og innifaldar eru léttar veitingar,   kaffi/te, kaffibrauð og ávextir – en hádegismatur laugardag er undanskilinn. –      Sniðugt fyrir hópinn að skreppa t.d. á Kaffi Laugalæk sem er í nágrenninu.

Ef þú vilt tryggja þér pláss –  hafðu samband  á johanna.magnusdottir@gmail.com

(Ef þú kemst ekki 25. ágúst en hefðir áhuga síðar –  er möguleiki að sett verði upp námskeið í   október – nóvember,  og sendu mér þá póst ef þú vilt fá fréttir af því).

Ef þú ert í stéttarfélagi verður hver og ein að athuga með möguleika á þátttöku í greiðslu,  en þetta flokkast undir  sjálfstyrkingu, lífsleikni eða annað slíkt.

Vertu hjartanlega velkomin!

Jóhanna Magnúsdóttir

win_20160119_195406

Ekki segja manneskju með tengslaröskun að hún þurfi bara að tengjast …

Tengslaröskun er upprunnin  í bernsku, –  það verður röskun í tengslum foreldris/foreldra og barns.

„Áföllin geta m.a.  valdið því að fólk þróar með sér varnarkerfi, sem heldur ætti að kalla varnarmúr, því stundum veldur hann einfaldlega félagslegri einangrun. Manneskja sem forðast tilfinningalega nánd með þessum hætti les minnstu boð og merki frá öðru fólki sem einhvers konar aðsteðjandi ógn og bregst við með því að draga sig í hlé, ögra og fæla fólk í burtu eða slíta tengslin án málalenginga.

Vörnin tekur hvorki tillit til rökhugsunar, né þarfa viðkomandi sem fullorðinnar manneskju, fyrir ást og kærleika. Varnarkerfið ályktar að  það sé farsælla fyrir viðkomandi að vera dapur og einmana, og um leið örugg/ur, en að liggja í sárum út af tengslamyndun við annað fólk.“  (þessi texti sem er í gæsalöppum er úr grein á Mbl.is )   en annað er mitt.

Ef við værum að vinna með manneskju með mænuskaða – sem sæti í hjólastól,  þá myndum við varla segja henni að hún þyrfti bara að standa upp! –

Það sama gildir með manneskju með tengslaröskun,  tengslin hafa skaddast – og hún á erfitt með að tengjast – og í því felst t.d. að treysta.    Á ensku er talað um „bonding“  eða að bindast. –

Við erum í raun öll „viruð“ fyrir  „Love and Connection“ eða  kærleika og tengsl.    Hvernig við virkum saman skiptir máli,  alveg eins og það skiptir máli hvernig frumurnar í líkamanum vinna saman. –

Ef við sæjum nú fyrir okkur manneskjuna sem er með tengslaröskun í andlegum hjólastól.  –  Hvað getum við gert fyrir hana – í stað þess að heimta að hún standi upp? –

Sýnt aðstæðum hennar skilning? –   Sleppt því að niðurlægja eða skamma hana fyrir að geta ekki tengst?   Sleppt því að hóta henni að ef hún geri ekki eins og við segjum,  að þá munum við yfirgefa hana – og neita að vinna með henni? –   Vegna þess að hún stendur ekki upp úr sínum andlega hjólastól? –

Manneskja með tengslaröskun,  situr ekki bara kyrr í sínum andlega hjólastól.  Hún öskrar,  hún berst um,  hún reynir að skemma enn meira fyrir tengslunum sem eru kannski að myndast – vegna þess að hún er hrædd um að missa þau aftur.   Hún vill vera við stjórn –  hafna áður en henni verður hafnað.

Þess vegna er best að sýna þessari manneskju skilyrðislausan kærleika.  – Engar hótanir – og ekki vera að biðja hana um að gera eitthvað sem hún getur ekki.    Við sýnum virðingu,  við gefum kærleika,  við erum þolinmóð – og við förum ekki í stjórnsama foreldris sjálfið þar sem við erum dæmandi, niðurlægjandi eða meiri máttar.   Við segjum ekki „svakalega ertu dónaleg/ur“  jafnvel þó okkur finnist það.   Notum frekar,  „ég boðin“   og tölum út frá okkar upplifunum svo að við séum ekki að bæta í vegginn á milli okkar og aðilans með tengslaröskunina  og segjum kannski –  „Þetta er mér eiginlega ekki boðlegt“ – eða „Ég myndi miklu frekar vilja betri samskipti við þig en þetta.“   Eitthvað uppbyggilegt.    Styðjandi  – og með ákveðin mörk, með því að segja hvað okkur er bjóðandi.

Þegar við skiljum hvaðan sú manneskja sem við erum að tala við kemur, –  þá vöndum við okkur í samskiptunum.   –  Það gildir í reyndar um öll samskipti, dæmandi  yfirlýsingar  sem valda jafnvel skömm hjá viðmælandanum,  munu aldrei bæta samskipti eða tengsl, heldur rjúfa þau enn fremur.

Þetta kemur í skrefum,  – og getur tekið gífurlega á.    Ef  að það eru ítrekuð áföll í æsku  sem hafa valdið tengslaröskun,  –  þá situr manneskjan uppi með mikil sár sem þurfa að gróa.   Til að þau grói þarf að hreinsa sárin og binda um þau – og þau þurfa umhverfi sem er hreint og uppbyggilegt. –      Manneskja með innri sársauka,  leitar að sjálfsögðu að einhverju til að deyfa þennan sársauka,   – og flýja hann.   Það er fíknin.    Það getur verið þörfin tyrir að fá sér sígarettu, –  mat,  föt  ..   það má kalla svo margt fíkniefni,  en sum fíkniefni fara um leið mjög illa með líkamann,  – svo þau eru misjafnlega hættuleg,  en öll hafa þau þennan sama tilgang.   Að deyfa sársaukann.     Andstæða fíknar er ekki edrúmennska –  heldur  tengsl og kærleikur.

Það er auðvelt að elska þann sem er elskulegur – en getur verið erfitt að elska þann sem öskrar á þig og er ósympatískur   EN  ef við eigum nægan kærleika,  og sjáum í gegnum hamaganginn – og að við vitum að allar manneskjur þrá í raun tengsl og kærleika,  en kunna ekki að biðja um það.  Þá vitum við það að kannski er manneskjan hreinlega í sjálfsskaða þegar hún er að berja frá sér.   Sumir skaða sig með því að skera í hold sitt. Sumir skaða sig með því að taka inn efni sem þeir vita að erum þeim óholl .  Aðrir skaða sig með því að skemma tengsl.

Hvers vegna í ósköpunum gerum við eitthvað sem er svona skaðlegt okkur sjálfum? –
Jú, m.a. vegna þess að einhvers staðar inni í okkur er þessi ranghugmynd sem hefur verið plantað á einn eða annan hátt,  að við ættum ekki betra skilið.   Það getur líka verið vegna ótta við að ef allt fer að ganga vel – og okkur fari að líða alvöru vel,  getum við misst þessa vellíðan og þá er betra að vera við stjórn og ákveða hvenær við missum hana,  en það sé ekki eitthvað sem komi að utan sem ákveður það! –

Það er eins og sá sem er hræddur við að elska,  því hann gæti lent í því að vera ekki elskaður til baka,  eða misst þann sem hann elskaði. –

En það er alltaf í lagi að elska.   Jú, við missum og það er vont,  en tilfinningarnar eru það fallegasta við tilveruna.    Við viljum ekki vera tilfinningalaus er það? –

Munum eitt –   að geta sýnt aðila skilyrðislausan kærleika er eitt það fallegasta sem við getum gert.    Þó hún geri ekki eins og við viljum eða segjum,  hegði sér öðru vísi. –  Þannig trúi ég líka einlæglega að við náum – smátt og smátt að eignast tengsl,   en við verðum að gefa henni tíma og þolinmæði. –

Það er óendanlega uppspretta kærleika sem rennur til okkar – og ef við erum í flæðinu – þá leyfum við þessum kærleika að fylla okkur og renna síðan til næsta og svo koll af kolli ..  þannig verðum við raunverulega rík  og náum öll að tengjast   ❤

Kanínana

Nokkur atriði sem þú ættir að vita um MEÐVIRKNI .. á eitthvað þeirra við þig? ..

Hér ætla ég að telja upp nokkur atriði meðvirkni …  þetta margumtalaða og oft ofnotaða hugtak.    Það er ekki til neitt sem heitir jákvæð meðvirkni  – ekki frekar en það er til jákvæður alkóhólismi. –

  1.  Meðvirkni eru viðbrögð við áfalli /áföllum.    Þessi áföll hefjast í bernsku,  en áföll á fullorðinsaldri geta ýtt undir enn meiri meðvirkni.Stundum er talað um eðlileg viðbrögð barns við óeðlilegum aðstæðum.Alls ekki endilega einu áfalli,  frekar einhverju sem er síendurtekið.   Skýrasta birtingarmynd er að lifa á heimili þar sem alkóhólimsi er ríkjandi,  en það þarf ekki að vera,  getur líka verið ofbeldi,  geðveiki af öðru tagi, veikindi fjölskyldumeðlima o.fl. –   Allt sem gerir það að verkum að viðkomandi breytir hegðun sinni vegna umhverfisaðstæðna. –
  2. Skömmin er fylgifiskur meðvirkni.     Sá sem er meðvirkur veit undir niðri hvað hann er að gera,  en gerir það samt.    Gengur gegn eigin lífsgildum.   „Leyfir“ einhverjum að koma illa fram við sig, vegna þess að hann skortir sjálfsvirðingu „Hver er ég svosem?“ ..      „Hvað á ég svo sem skilið?“ ..     Ótti og skömm eru nátengd,   og  þegar einhver gerir eitthvað af ótta t.d. við að missa maka sinn,  þá upplifir viðkomandi skömm.    Skammast sín,  en gerir það samt.   Að kalla einhvern meðvirkan framkallar líka skömm hjá viðkomandi,  því það þykir skömm í sjálfu sér að vera meðvirk.  Það er afskaplega ómaklegt að beita slíku,  því að meðvirkni er ekki val.  Það er þó hægt að losna undan þessari skömm,  þegar fólk fer að viðurkenna vandann og aftengja sjálfsmynd sína við skömmina.
  3. Meðvirkni er óheilbrigður fókus  á annarra manna vandamálum tilfinningum og þörfum.   Það er svo sannarlega í lagi að láta sig náungann varða.  En þegar náunginn er kominn „á heilann“ á manni,  eða þegar fókusinn er fastur þar – þá missum við stundum fókusinn á okkur sjálfum. –    Þarfir okkar og tilfinningar týnast í viðleitni við að þjóna öðrum og oft reyna að lesa í það sem aðrir þurfa.   Við liggjum kannski andvaka af áhyggjum af einhverjum,  sem sefur vært annars staðar.
    Þessi fókus verður mjög óheilbrigður t.d. eftir skilnað,  þegar makinn er farinn en fókusinn er algjörlega á fyrrverandi. –
  4. Meðvirkir einstaklingar eru mjög viðkvæmir fyrir gagnrýni. –   Meðvirkir eru í raun í sárum og því ofurviðkvæmir,  – þeir bregðast við sem særð börn frekar en fullorðinn einstaklingur sem hefur náð að heila og lækna sárin.   Þau verða ofurviðkvæm fyrir gagnrýni.
  5. Meðvirkir verða oft ofur ábyrgir.     Meðvirkum einstaklingum finnst þeir oft bera ábyrgð á öllum og öllu í kringum sig.  Passa upp á þennan og hinn,  og það er oft eins og að halda mörgum boltum á lofti í einu.    Það eru margir þræðir sem þarf að halda í og þarna kemur stjórnunin inn í.    Þeir álíta að flest sé þeim að kenna, og þess vegna er sambúð alkóhólista sem setur alla ábyrgð á sínum gjörðum á aðra og meðvirks einstaklings sem tekur alla ábyrgð á sig baneitruð.     Þetta á í raun við um allt ofbeldi þar sem ofbeldismaður kennir fórnarlambinu um að það sé því að kenna að hann beiti ofbeldi. –     Ofbeldismaðurinn þarf að hætta að ásaka aðra og hinn meðvirki þarf að hætta að ásaka sjálfan sig.   Þegar ásökunum linnir –  hefst batinn.
  6. Meðvirkir loka á tilfinningar sínar.     Við það að „meiða sig“ eða lenda í umhverfi sem er meiðandi  – þá er tilhneyging fólks að verja sig með því að loka á tilfinningar og bæla.  „Ég vil ekki finna til“     Það myndast einhvers konar ósýnilegur skrápur í kringum hjartað og þaðan fer ekkert og kemur ekkert heldur.     Lífið verður frekar flatt þegar tilfinningar eru bældar.   Þegar tiflinningar eru frystar þá er ekki hægt að velja á milli góðra og slæmra tilfinninga.   Þess vegna er stundum erfitt að finna tilfinningu eins og ást – að elska sig eða elska aðrar manneskjur.     Það að ofvernda einhvern kemur ekki endilega af ást – heldur einmitt af ótta,   ást á bara að vera góð tilfinning. –      Brené Brown –  flytur frábæran fyrirlestur sem hægt er að hlusta á á youtube – sem heitir „Power of Vulnerability“ eða mátt þess að berskjalda sig.   Sem útskýrir margt hvað gerist þegar við gerum það ekki.
  7.  Meðvirkir biðja ekki um hjálp.    Vegna lélegs sjálfsmats og ótta við höfnun – að heyra orðið „Nei“   – og kannski líka vegna þessar ofurábyrgðar  biðja meðvirkir einstaklingar ekki um aðstoð. –   „Ég kom mér í þetta sjálf/ur og kem mér út úr því aftur“ ..   „Mér að kenna“ ..      Þeim finnst þeir kannski ekkert eiga skilið að aðrir hjálpi sér –  og svo eru þeir logandi hræddir að ef þeir biðja um hjálp að fólk segi nei – og taki því jafnvel persónulega.   Kannski er viðkomandi bara í raun og veru upptekinn í öðru,  en hinn meðvirki túlkar það þannig að hann hefði kannski ekki átt að biðja – eða væri að „bögga“ viðkomandi.    “ Þá er nú betra að gera bara sjálfur!“    Auðvitað getur viðkomandi gengið fram af sér,  nú eða hann lendir í krísu við að leysa sinn vanda – því að í raun getur hann það ekki sjálfur og er fastur .. kannski í ósýnilegum helli?     Það er hluti af sjálfsást og sjálfsvæntumþykju að biðja um hjálp –   og það er hugrekki í þessu tilfelli að segja „ég get ekki ein/n“ …
  8. Meðvirkir gefa – jafnvel þó það meiði þá sjálfa.     Meðvirkir gefa eftir af gildum sínum.    Málamiðlun verður þeim í óhag.    Þeir gefa í raun  afslátt af sjálfum sér.    þeir eiga svo erfitt með að segja „NEI“  ég vil ekki gera þetta –  að þeir gera það þó það meiði. –  (á bak við er alltaf undirliggjani óttinn við að einhverjum líki ekki við þá, eða segi að þeir séu leiðinlegir)     Í raun gefa þeir upp hluta af lífi sínu í þörf fyrir viðurkenningu annarra,  þegar þeir fara að geðjast og þóknast.  –   Þeir gefa en upplifa sig fórnarlömb á eftir.     Þetta er í raun eitt af atriðunum til að átta sig á hvort maður er meðvirkur,  þegar það sem við erum að gera fyrir gerir okkur pirruð eða við finnst við hafa verið notuð. –       Ekki gefa nema þig langi til þess.

Það er hægt að telja upp miklu fleiri atriði – en nóg í bili.   Það er hægt að breyta mynstum meðvirkni,  en fyrst þarf maður að átta sig á sinni eigin stöðu. –   Hvar er ég stödd – staddur á þessu „meðvirknirófi“  – en liklegast erum við öll meðvirk á einn eða annan máta.    Við erum það vegna þess að okkur skortir það að mæta okkur sjálfum með mildi,  okkur skortir fullvissuna um að við séum nóg sem manneskjur.

Það er ekkert alltaf auðvelt „að koma út úr skápnum“   sem heil manneskja – vegna þess að samfélagið kallar á þessi meðvirku viðbrögð.    Sjálfstyrking,  hugleiðsla, tenging við náttúruöflin sem elska okkur skilyrðislaust  er m.a. bataleið frá meðvirkni.

En það er þegar ásökunum linnir þegar batinn hefst.

Þegar bata er náð erum við fullvalda – við öðlumst heimastjórn og erum frjáls    ❤

17499540_914738481996934_1047657613236719554_n

Ath!   Býð upp á viðtalstíma/ ráðgjöf fyrir einstaklinga   – og fyrirlestra/námskeið   varðandi meðvirkni o.fl. –   hægt er að hafa samband á netfangið johanna.magnusdottir@gmail.com      –  eða í síma 8956119    (best að senda póst)  en af „akút“ þá hringja 🙂 ..

Viltu ná sátt eftir skilnað? .. Námskeið í boði 18. eða 25. ágúst 2018.

Þið lögðuð  af stað,  hlið við hlið,  með þann sameiginlega draum að eyða ævikvöldinu saman, –  en einhvers staðar á leiðinni  gerðist eitthvað –   einhver óheiðarleiki,  einhver sem vandaði sig ekki   eða þið hreinlega þroskuðust í sitt hvora áttina. –

Draumsýnin um að ganga hönd í hönd út í sólarlag ævikvöldsins er þurrkuð út – og eftir stendur þú og hugsar einmitt: „Hvað gerðist?“    „Er eitthvað að mér?“   „Hvað er að honum/henni?“ ..  Það eru alls konar spurningar,  og sum svörin þekkjum við í hjartanu en sum alls ekki. –

Svo eru það tilfinningarnar allar sem geta verið svo erfiðar og kannski er það einmanaleiki og tómarúm sem toppar þessar tilfinningar.     Það getur verið erfitt að upplifa sig eina/n   –  eftir að storminn  lægir.      Þess vegna,  m.a.  er gott að hitta aðrar manneskjur sem skilja þig og eru tilbúnar að deila sinni reynslu með þér.

Það er gert með skilningi og oft þarf að færa fókus.

Ef þú telur þig hafa þörf á svona námskeiði  hafðu þá samband – eða bókaðu þig á johanna.magnusdottir@gmail.com

Námskeið fyrir konur 18. ágúst  2018  og  25. ágúst  2018    (Ég hef reynt að bjóða upp á þetta námskeið fyrir karla – en aðeins einu sinni hefur náðst  í hóp,  en ef þú ert karl að lesa þetta og hefur áhuga láttu mig vita og ég set upp námskeið.

Námskeiðið er haldið á Köllunarklettsvegi  í Reykjavík.   09:00 – 16:00   og síðan eru 4 kvöld í eftirfylgni.

Verð fyrir námskeiðið er 29.900.-   (ef greitt fyrir 2. ágúst – annars 32.900)
Innifalin hressing –  kaffi – te – ávextir o.fl.   Fyrirlestrar og gögn og eftirfylgni.      (Hægt er að semja um skiptingu á greiðslu – eða afslátt ef það eru aðeins peningar sem eru að stoppa þig).

Byggt upp af fyrirlestrum og samtali.

Ath! –  Ekki skiptir máli hvor að skilnaður er nýafstaðinn eða lengra liðið.   Markmiðið er hamingjusamari þú.    –   Áttu það skilið?  

Ef svarið er já – hafði þá samband  johanna.magnusdottir@gmail.com

Ath!  Einnig hægt að panta einkaviðtalstíma,  hef mikla reynslu af því að hjálpa fólki að halda áfram með líf sitt eftir hvers konar áföll.

Líf

 

 

Sumarfrískrísa einhleypra …

Í fyrsta skipti sem ég heyrði af „sumarþunglyndi“  var það þegar ég var að vinna undir hatti Lausnarinnar. –    Það var reyndar samstarfsfélagi sem vakti athygli mína á þessu,  en hann sagði mér að  þegar færi að vora væru margir einhleypir  sem fengju kvíða fyrir sumrinu og þá sérstaklega sumarfrístímabilinu.

Ég þurfti að fá útskýringu,  en ég hafði alltaf tengt depurð og leiða frekar við skammdegið en sumartímann.

Ljósið hlyti jú að vera betra en myrkrið? –

En útskýringin kom:  „Jú,  þegar sumarið kemur fer fjölskyldufólk af stað í ferðalög um landið,   fer að grilla útí garði og einhvern veginn verða allir sýnilegri sem eru saman.     Þeir sem eru einhleypir –   eiga auðvitað oftast einhverja fjölskyldu,  eða vini, en ekki endilega einhleypa vini sem fara út í garð með þeim að grilla,  eða í tjaldútilegu.  –

Margir einstaklingar sem upplifa einmanakennd við að vera ekki í parasambandi,  jafnvel eftir dauðsfall maka eða skilnað,  upplifa hana af enn meira krafti yfir sumartímann. –

Það er í raun fátt sem kemur í stað þess sem fólk upplifir í góðu parasambandi.

Við erum misjöfn,  við manneskjurnar og sumir hafa það í sér að óska eftir félagsskap eða ganga í klúbba.   Einn klúbburinn er  „París“   en það er félagsskapur einhleypra  einstaklinga sem gera ýmislegt saman.    Ég veit af honum þar sem nokkrar vinkonur mínur hafa verið þar.

Ég er ekki „alvitur“  um slíkt – og e.t.v.  til  annar félagsskapur af þessari sort?   –

En einmanaleiki einhleypra yfir sumartímann – og í sumarfríi er mál sem er allt í lagi að setja upp á yfirborðið. –     Það gildir að sjálfsögðu alls ekki um alla – og  sumir eru alsælir með sig og myndu ekki vilja sjá líf sitt á neinn annan hátt,  og þá er þessi pistill ekki um það fólk.   Það er um fólk eins og vinur minn sagði mér frá og ég sagði frá í upphafi pistilsins.

Þessi vinur minn er nú fallinn frá svo pistillinn er ekki síst skrifaður í minningu hans.

12091407_10208128750474091_2519156810573685744_o