Upphafið að skilnaði – skilnaður frá sjálfum sér?

Eftirfarandi efni  er stolið og stælt, bland í poka úr eigin smiðju og af netinu. – Ákvörðun um skilnað er yfirleitt tekin eftir einhvern aðdraganda, þó að annar aðilinn komi alveg af fjöllum og bregði mjög. – Stundum hefur sá aðdragandi staðið yfir í mörg ár.  Þannig að það er bara sá/sú sem setur niður fótinn og segir;  “Ég vil ekki meira svona”  sá aðili sem yrðir skilnaðinn,  þó að hann sé í raun löngu kominn í loftið.

Stundum er það auðvitað þannig að annar eða báðir aðilar hafa vitað að það er ekki “allt í lagi” en hafa horft fram hjá því, kannski með þá von í brjósti að það reddaðist af sjálfu sér.

Hvað er fólk að segja þegar það er fjarlægt og forðast nánd við hvert annað,  eru það ekki fyrstu skrefin í átt að skilnaði? –  Þessi fjarlægð getur verið frá maka, en líka flótti frá sjálfum sér. – Að vera “absent” – eða fjarstödd andlega, og stundum oft í líkama líka.

Það má kannski segja að upphafið að skilnaði sé skilnaður frá sjálfum sér.

Sjálfsvirðing, sjálfstraust, sjálsfsmeðvitund og að elska sjálfa/n sig sé undirstaða þess að geta virt, treyst og elskað aðra manneskju? 

Tilfinning sem er oft ríkjandi hvað skilnað varðar er höfnun.  Fólk upplifir höfnun þegar makinn hefur haldið framhjá. – Fólk upplifir líka höfnun þegar maki þess forðast nánd, forðast samveru og forðast kynlíf. –  Höfnunin getur komið fram á svo marga vegu. –  Hver byrjar að hafna skiptir ekki öllu máli, eða það að finna sökudólg yfir höfuð. –

Það er ekki bara ein lausn við hjónabandserfiðleikum.  Ekki sú eina að skilja.  Lausnin getur verið að leita sér hjálpar, fara (þá bæði) að vinna í sér,  skilja hvað gerðist, líka hjá okkur, því við getum ekki alltaf bara horft á hinn aðilann.  Best tel ég að bæði vinni í sér og saman líka.

KARLAR OG SKILNAÐUR

Samfélagið hefur kennt körlum að vera “harðir” fela tilfinningar sínar, gráta ekki. –  Karlmenn verða þar af leiðandi oft tilfinningalega lokaðir og eiga erfitt með að tjá sig, því  þeir telja e.t.v. að karlmennsku sinni vegið?  Ég set hér spurningamerki, því ég er ekki karlmaður.

Karlmenn, jafnt og konur eru tilfinningaverur.  Litli strákurinn hefur jafn mikla þörf og litla stelpan, en fljótlega er farið að gera greinarmun, – enn í dag og það tekur tíma að afvenja samfélagið af þessu.  “Gráttu ekki eins og stelpa” – “Harkaðu af þér og vertu karlmaður” ..  þetta liggur enn í loftinu og er í undirmeðvitundinni. –

Það þykir “flottara” að karl verði reiður en að hann verði dapur eða gráti.

Hvað ef að karlmaður er yfirgefinn af eiginkonu, hafnað og hann skilinn eftir í lausu lofti? –  Hvaða tilfinningar sýnir hann?  – Hann fer auðvitað í gegnum allan tilfinningaskalann eins og kona, en reiði gæti orðið hans birtingarmynd, því það er svona “skást” út á við. –

Við lærum margt í bernsku og við berum þær tilfinningar með okkur inn í fullorðinsárin.  Ef að drengur hefur fengið höfnun í bernsku, og aldrei tjáð sig um hana, eða ef að hann situr uppi með einhver óyrt sár eða vanlíðan, þá ýtir það undir enn meiri vanlíðan við skilnað. –  Viðbrögðin geta koma fram eins og hjá barni sem fær ekki það sem því finnst eiga skilið. – Með reiði. –

Hverjar eru afleiðingar af innibyrgðum tilfinningum? –  Þær geta leitað í farveg fíknar, ofbeldis, einangrunar – allt farvegur sem er til þess gerður að komast af.  Við erum “survivors”  og leitum leiða til að þola það óþolanlega.  Ef við tjáum okkur ekki um það, um hvernig okkur líður, verður það óhjákvæmilegt að leita í einhvern af áðurnefndum farvegum.

Ein af leiðunum okkar getur verið að afneita tilfinningunum og/eða deila þeim ekki með neinum, hvorki fjölskyldu, vinum né utanaðkomandi,  vinna ekki í sjálfum sér,  heldur að fara í örvæntingu að leita að næsta maka, og það að fara í því ástandi inn í samband er aldrei góðs viti. –  Heilunin hefur ekki átt sér stað og má segja að það sé eins og að hella ekki óhreina vatninu úr skúringarfötunni áður en nýtt vatn er sett í það. –

Þessi leið er ekki einungis leið karlmanna, konur nota hana oft, en mun sjaldnar en karlmenn. –  Samfélagsmenningin er að breytast,  en enn er eins og áður sagði minna umburðalyndi í garð karlmanna, þannig að heilbrigð viðbrögð eins og að sýna tilfinningar eða fara í gegnum sorgarferli er síður viðurkennt þegar karlmaður á í hlut.  Það að viðurkenna ótta, vanmátt, depurð, sorg og kvíða. – En allt er þetta hluti eðlilegs sorgarferlis eftir skilnað.

Í stað þess að sýna þessa hlið, sýnir þá karlmaðurinn aðeins merki reiði – sérstaklega í návist annarra,  en í raun er það eina tjáningarformið sem hann leyfir sér að nota, þegar hann kannski í raun langar bara að viðurkenna hversu sorgmæddur hann er.

REIÐIN

Depurð er yfirleitt túlkuð sem veikleikamerki og karlmenn vilja helst ekki vera merktir sem veikir. Það er því skárra að vera reiður!  Öskra eins og sært ljón? –  Reiðin sýnir vald og getur valdið því að menn  (og konur reyndar) segja særandi hluti við maka sem þeir upplifa höfnun frá.

Að missa maka sinn við skilnað getur orðið til þess að upplifa stjórnleysi á eigin lífi.  Þvinguð breyting hefur átt sér stað. “Þetta átti að fara allt öðruvísi” – Reiðin getur verið tæki til að öðlast valdið á ný, að refsa með orðum og gjörðum, persónunni sem virðist hafa valdið sársaukanum.

Það er auðveldara.  “Hún/hann hélt framhjá mér, var alltaf að drekka,  var ferlega löt/latur,  var fjarlæg/ur og sinnti mér ekki.” –

Önnur aðferð er að gera lítið úr fyrrverandi maka, opinbera viðkvæm atriði sem voru á milli ykkar tveggja. Það er gert lítið úr hinum gagnvart vinum, fjölskyldu og samfélagi. –  Í raun bara til að réttlæta sjálfa/n sig og skilnaðinn.  – En fólk þarf líka að hætta að leggjast svona þungt eftir því að vita “Af hverju skilduð þið?” .. – “Segðu mér nú alla sorasöguna”..

Það eru takmörk fyrir því hvað utanaðkomandi þurfa að vita mikið – og stundum kemur þeim það ekkert við. –

Of mikil reiði og óyrtar tilfinningar hafa þekktar afleiðingar, hvort sem er í hjónabandi eða eftir. –

Ofbeldi er ein útrásaraðferðin, – ef að menn geta ekki tjáð sig eðlilega þá leiðast þeir oft út í ofbeldi.  Ekki endilega með því að berja makann, heldur með að sýna vald sitt og “styrk” með því að skemma hluti, henda niður fatahenginu, brjóta, bramla og skella hurðum.  Þar ofan á kemur hið munnlega ofbeldi – ljótu orðin látin fjúka.

HINDRUN BATA

Reiði, gremja og afneitun hindrar eðlilega framvindu batans eftir skilnað og hindra fólk í að ná fótfestu í nýjum samböndum, þegar að gömlu sárin eru tekin með í hið nýja.

Með (reiði) fókusinn fastan á fyrrverandi er vonlaust að vera í sambandi með núverandi. –

HVAÐ GERÐIST?

Það þarf að skilja hvað gerðist, hvað misheppnaðist í fyrra sambandi, hver voru mín mistök og hver voru makans? –   Það þarf að læra af fyrra sambandi til að það næsta verði betra.  Hvernig er hægt að vera betri maki í framtíðinn?   Ef að tilfinningarnar voru ást í byrjun,  hvað gerðist og hvenær fór það að gerast? –  Af hverju valdi hann hana og hvers vegna valdi hann að vera áfram með henni?

Sjálfþekking er grundvallandi til þess að næsta samband fari ekki á sama veg. Að afneita hinum “ógnvænlegu tilfinningum eins og ótta, kvíða, depurð o.s.frv. mun bara lengja bata- og  heilunarferlið.

BÖRN OG SKILNAÐUR

Fólk frestar því oft að skilja vegna barnanna, en stundum er betra fyrir börnin að búa með friðsælum foreldrum til skiptis en að búa inni á heimili fyllt spennu milli foreldra, eða jafnvel ofbeldi.

Það er mikilvægt að foreldrar hafi hag barnanna sinna í fyrirrúmi við skilnað. Börn hafa rétt til beggja foreldra, og foreldrar þurfa virkilega að varast það að nota ekki börnin sem vopn í baráttunni við fv. maka. Það er allt of algengt og það er allt of eigingjarnt.  Það þarf líka að varast að rugla ekki nýrri manneskju inn í líf þeirra of snemma.  Það er farsælast fyrir börnin að foreldrar geti umgengist án hnjóðsyrða eða að tala illa um hvort annað í eyru barnanna.  Fókusinn verður að vera á farsæld barnanna og mikilvægt að engin/n lofi upp í ermina á sér hvað börnin varðar. –

KVÍÐI  

Stressið sem við upplifum í gegnum skilnað skilur marga eftir með kvíðahnút.  Það er svo margt sem breytist og margir kvíðavekjandi hvatar.  Fyrir þau sem eru fyrir kvíðin, getur skilnaður verið nær óbærilega kvíðavekjandi.  Kvíðinn getur komið fram í óróleika, stöðugum áhyggjum og ótta. Það er ekki óalgengt að festast í smáatriðum varðandi framkvæmdaatriði í skilnaði, við vandamál sambandsins og með hugann við hvað hinn aðilinn er að gera.  Það getr truflað einbeitingu, svefn og dagleg störf.  Margir grennast mjög hratt í þessu ástandi og ekki sjaldgæft að sjá fólk missa mörg kíló við skilnað, en þetta vigtartap er yfirleitt hratt og mjög slæmt heilsufarslega séð.

SORG

Sorgarferlið er mjög áreiðanlegt en aldrei auðvelt. Það er sorgin sem menn eru að forðast eða flýja þegar þeir leita í drykkju, lyf, vinnu, tölvur eða hvað sem þeir nota.  Þetta eru engar “short cuts” – skemmri leiðir fyrir sorg.  Ef við reynum að flýja þá framlengjum við eymdina. –  Eina leiðin er að fara í gegnum hana. – “Go through it”..

Doði er oft fyrsta stigið, þar sem við trúum ekki hvað er að gerast eða afneitum því. –  Sumir verða hissa og finnst þeir ekki finna neitt í byrjun, en slíkt breytist síðan í sjokk fyrr en varir.

Annað stig sorgar er þegar tilfinningarnar ná að koma upp á yfirborðið.  Fólk upplifir panik, þunglyndi, ofsakvíða eða reiði eða bland af þessum tilfinningum.  Á þessu stigi geta karlar fundið fyrir meiri erfiðleikum vegna þess að þeir eiga oft erfiðara með að tjá upplifun sína eða að opna sig fyrir öðrum.   Þeir gætu jafnvel forðast stuðning þegar þeir þurfa mest á honum að halda, til að láta líta út eins og allt sé í lagi og þeir með fulla stjórn.  Grátur, martraðir og kvíði eru oft einkenni annars stigs.

Þriðja stigið leiðir oft til að fólk dregur sig í hlé.  Það getur verið erfitt að vera í kringum fólk á þessu stigi, og á þessu stigi á ekki að þvinga sér upp á fólk í sorg, að vera með sjálfu sér er líka gott – og svefninn og einveran getur orðið til þess að gefa hinum syrgjandi næði til að jafna sig.  Að fara í mikla endurskoðun er eðlilegt viðbragð á þessu stigi, vegna þess að við þurfum að skilja hvað gerðist og skilja hinar dramatísku breytingar sem hafa orðið í lífinu.

Á fjórða stigi þarf að fara að velja hvort við ætlum að halda áfram eða staðna, horfa aftur eða fram.  Endurbyggja líf sitt.  Það þýðir að sættast við aðstæður, lifa með þeim og læra af þeim.  Það þarf að prófa nýja hluti, hitta nýtt fólk og upplifa nýjar aðstæður. –  Fara svolítið út fyrir þægindahringinn til að gera sér grein fyrir því hvað leiðir til hamingju og vonar við að halda áfram lífsgöngunni.

ENDURNÝJUN

Getur eitthvað gott komið út úr skilnaði? …

Fátt er svo með öllu illt að ei boði gott, og margir ná að fóta sig ágætlega í nýja lífinu. Kannanir sýna (ég er ekki með tilvitnun í þær) að mörgum líður betur eftir skilnað að einhverjum tíma liðnum, jafnvel þó það hafi ekki verið þeirra val að skilja.  Þeir sem vinna í sér, upplifa e.t.v. meiri lífsfyllingu, hamingju og finna meira ríkidæmi innra með sér.

Þú getur spurt:

Hvers sakna ég úr fyrra sambandi? –

Hvaða þættir eru það sem ég þarf að forðast með nýjum maka? –

Hvaða drauma get ég nú látið mig dreyma, sem voru stöðvaðir af fyrri maka? –

Öll sambönd og samskipti  eru lærdómur, áskorunin er að láta þessi sambönd verða til þess að vaxa og bæta framtíðina.

Samskiptin sem eru undirstaðan að öllum öðrum samskiptum eru þó samskiptin við okkur sjálf.

Við þurfum öll að læra að skilja ekki við okkur sjálf, heldur er upphafið að trúlofast sjálfum okkur, læra að elska, treysta og virða okkur sjálf! –

Skilnaður – væntingar og vonbrigði

Við upphaf ástarsambands, – er eins og við séum að fitja upp fyrir flík, – í huganum sjáum við ekki einungis stroffið, heldur erum við farin að sjá alla peysuna fyrir okkur. Vonin er að klára peysuna, – ganga frá öllum endum og fara svo að nota hana. – Við gerum okkur væntingar – og reiknum með að þær rætist. –

Svona væntingar gerum við líka þegar við hefjum samband, – auðvitað er það miklu flóknara, en við erum búin að sjá einhvers konar mynd fyrir okkur. Síðan styrkist myndin þegar sambandið er orðið lengra, – jafnvel að hjónabandi … og stundum hefur það staðið í mörg ár, ef ekki tugi ára. Svo .. fer eitthvað að klikka .. eitthvað fer að skyggja á myndina og hún er ekki alveg eins og búist var við. – Það gerist eitthvað sem veldur því að myndin sem átti að enda þannig að tveir einstaklingar sætu hönd í hönd, horfandi á sólarlag lífsins…. bregst. Annar aðilinn vill ekki meira – ekki meira með þér, eða þú vilt ekki meira. Ástæðurnar geta verið svo fjöldamargar, – það getur hafa verið lengi að fjara undan, eða það gerist snöggt. Væntingarnar eru brostnar – og brostnar væntingar valda sorg og leiða.

Myndin er horfin – þú ert ein/n eftir að horfa á sólarlagið og þú saknar þess sem hefði getað orðið. Einmanaleiki er algeng tilfinning eftir skilnað, höfnun ef maki þinn hefur viljað slíta hjónabandinu, eða jafnvel leitað á önnur mið. – Sumir finna fyrir skömm, að hafa ekki getað haldið sambandinu lifandi o.fl. o.fl. Fæstir fara úr hjónabandi án einhverra erfiðra tilfinninga. –

Það er gott að ræða þessar tilfinningar með öðrum sem skilja þær – og eru í samlíðan. Stundum er sorgin vð skilnað ekki viðurkennd – eða hún er bæld, nú eða að fólk festist í sorginni og kemst ekki áfram í lífinu. Þetta er allskonar því við erum allskonar. –

Ég hef boðið upp á námskeið til að vinna úr sorginni við skilnað – í mörg ár og næsta námskeið er laugardaginn 14. ágúst nk. – Þú getur smellt á ÞENNAN HLEKK til að lesa meira um það og fá upplýsingar hvar þú bókar.

Vertu hjartanlega velkomin/n.

Námskeið – sátt eftir skilnað 14. ágúst 2021

Hvað veist þú um samband skilnaðar og meðvirkni? – Langar þig að læra svolítið um það og á sjálfa/n þig? – Hefur þú upplifað höfnun? Býrð þú við óuppgerða sorg eftir skilnað – jafnvel sem var fyrir mörgum árum, eða ertu nýskilin/n og veist ekki í hvorn fótinn þú átt að stíga? – Lofaðir þú annarri manneskju að treysta henni, elska og virða, – en gleymdir að lofa sjálfum/sjálfri þér? –

Í framhaldi af þessum spurningum ætla ég að bjóða upp á hið marg- eftirspurða námskeið „Sátt eftir skilnað“ – sem ég nú kalla „Frá sorg til sáttar eftir skilnað“ verður nú aftur í boði. –

Námskeiðið er fyrir öll þau sem vilja vinna úr erfiðum tifinningum við skilnað – hvort sem skilnaður er ný afstaðinn, eða eftir sitja tilfinningar.

Hvenær og hvernig og hvar?

Námskeiðið verður haldið laugardaginn 14. ágúst frá kl. 10:00 – 16:00
með eftirfylgni
fjögur kvöld – frá 20:00 – 21:30 – sem þátttakendur og leiðbeinendur koma sér saman um að hittast.
Staðsetning er í Hólmslandi, Tungufelli – (Heiðmörk).

Verð: 31.900.- bókunargjald kr. 3000.- (til að festa plássið) rest greiðist fyrir 5. ágúst.
Hámark 10 manns á námskeiði
Innifalin morgunhressing, ávextir, kaffi og te, hádegismatur og eftirmiðdagshressing.

Leiðbeinandi: Jóhanna Magnúsdóttir, kennari, ráðgjafi og guðfræðingur.

Dagskrá laugardags:

10:00 mæting, morgunhressing og kynning
11:00 Fyrirlestur
12:00 Úrvinnsla og samtal
13:00 Hádegismatur
14:00 Fyrirlestur
15:00 Úrvinnsla, samtal og heimferðarhugleiðsla.
16:00 Lokið ❤

Markmið námskeiðisins er að um leið og sorginni við skilnað er veitt athygli – að ná sátt við sjálfa/n sig og þá breyttu stöðu sem þú hefur í lífinu sem fráskilin/n einstaklingur.


Til að bóka þig eða fá nánari upplýsingar – hafðu samband í einkaskilaboðum á facebook, eða johanna.magnusdottir@gmail.com sími 8956119.

Umsögn 44 ára konu sem tók þátt í námskeiðinu „Lausn eftir skilnað“ „Mesta áfall í lífi mínu var að skilja. Mér fannst mér hafa mistekist, þetta var ekki ætlunin, ég var uppfull af sorg og skömm og föst þar. Ég hafði engar aðferðir og engin tæki til að vinna úr þessu áfalli. Á námskeiðinu Lausn eftir skilnað með Jóhönnu Magnúsdóttur kom léttirinn, því ég var ekki ein og til var leið til úrvinnslu. Lausn eftir skilnað er réttnefni námskeiðsins, það var mér ómetanlegt á leið minni til betra lífs.“

Náungakærleikur og náttúrsamtal … á gönguferð!

Býð upp á námskeið sem fer að mestu leyti fram á gönguferð á bökkum Suðurár í Heiðmörk. –
Hvar – hvernig – hvenær? –

Mæting við Tungufell (Hólmsland, Tungufell)
Dags: miðvikudag 7. júlí kl. 17:00 (ath breyttan tíma)
17:05 Kynning og grænn „living food“ hveitigrassnaps í boði fyrir þátttakendur
17:15 Lagt af stað í 3 km gönguferð sem skipt er upp í mismunandi náttúrusamtöl. Gangan er létt og engin hækkun, en það er þýft við árbakkann svo betra að vera vel skóuð, og kannski með göngustafi fyrir þau sem eru óörugg. –
18:30 Komið til baka í Tungufell og boðið upp á heitt kakó eða tesopa og upplifun rædd.
19:00 Lokið 🙂 …

Markmiðið er að læra svolítið í samræðulist og virkri hlustun – sem hjálpar okkur við að virða bæði náungann og náttúruna.

Þetta má vera pínku dularfullt og óráðið – eins og ævintýri og því verður ekki útskýrt – fyrr en komið er á staðinn hvað felst í „náttúrusamtali“ – ég fór sjálf á svona námskeið í Danmörku og hafði gaman af, og býð nú upp á það hér í okkar dásamlegu náttúru – og auðvitað bæti ég svolitlu af mínu efni í pakkann.

Við munum enda í Heilunarstofunni hjá mér – eða úti á palli, ef þannig viðrar.

Hámark 12 manns

Þátttökugjald kr. 3000.-

Bókið ykkur hjá johanna.magnusdottir@gmail.com eða í einkaskilaboðum á facebook s. 8956119


Frá sorg til sáttar eftir skilnað – námskeið.

Hið marg- eftirspurða námskeið „Sátt eftir skilnað“ – sem ég nú kalla „Frá sorg til sáttar eftir skilnað“ verður nú aftur í boði. –

Námskeiðið er fyrir öll þau sem vilja vinna úr erfiðum tifinningum við skilnað – hvort sem skilnaður er ný afstaðinn, eða eftir sitja tilfinningar (jafnvel eftir mörg ár).

Hvenær og hvernig og hvar?

Námskeiðið verður haldið laugardaginn 14. ágúst frá kl. 10:00 – 16:00
með eftirfylgni
fjögur kvöld – frá 20:00 – 21:30 – sem þátttakendur og leiðbeinendur koma sér saman um að hittast.
Staðsetning er í Hólmslandi, Tungufelli – (Heiðmörk).

Verð: 31.900.- bókunargjald kr. 3000.- (til að festa plássið) rest greiðist fyrir 5. ágúst.
Hámark 10 manns á námskeiði
Innifalin morgunhressing, ávextir, kaffi og te, hádegismatur og eftirmiðdagshressing.

Leiðbeinandi: Jóhanna Magnúsdóttir, kennari, ráðgjafi og guðfræðingur.

Dagskrá laugardags:

10:00 mæting, morgunhressing og kynning
11:00 Fyrirlestur
12:00 Úrvinnsla og samtal
13:00 Hádegismatur
14:00 Fyrirlestur
15:00 Úrvinnsla, samtal og heimferðarhugleiðsla.
16:00 Lokið ❤

Markmið námskeiðisins er að um leið og sorginni við skilnað er veitt athygli – að ná sátt við sjálfa/n sig og þá breyttu stöðu sem þú hefur í lífinu sem fráskilin/n einstaklingur.


Til að bóka þig eða fá nánari upplýsingar – hafðu samband í einkaskilaboðum á facebook, eða johanna.magnusdottir@gmail.com sími 8956119.Lausnin frá fíkn …


Eftirfarandi pistill er að hluta til efni frá mér – og að hluta til (sérstaklega listinn) úr þessari grein: https://psychcentral.com/blog/weightless/2019/03/how-to-reconnect-to-yourself#1

Dr. Gabor Mate útskýrir í mjög góðu og aðgengilegu videói að lausnin frá fíkn sé „to reconnect“ eða endutengjast sjálfum sér. Það hefur orðið rof á milli þín og …. þín. Við þurfum að komast frá því að vera ótengd sjálfum okkur – yfir því að vera tengd. Við leggjum kannski megin áherslu okkar á það að tengjast öðrum. „Finna ástina“ – „Finna sálufélagann“ .. þarna úti …. og þannig að tengjast öðrum. Eða þá að við finnum fyrir þessu rofi – þessari sundrungu eða tómi, en reynum að fylla það með einhverju sem er „EKKI VIГ .. þ.e.a.s. með efnum – áfengi, vímuefnum, með mat, með vinnu, með kynlífi, með öllu því sem kemur í raun utan frá, en er ekki hið innra.

Þetta útskýrir Eckhart Tolle svo vel þegar hann segir frá betlaranum sem vissi ekki að hann sat á kassa fullum af gulli. – Hann betlaði því hann vissi ekki hvað hann átti. Hann opnaði ekki kassann – því honum hreinlega datt ekki í hug að þar væri eitthvað. Hvað ef að við sjálf erum full af gulli, – við Íslendingar erum jú vigtuð skv. mælieiningu sem hér áður fyrr var notuð til að vega gull!! – Hvað er barnið margar merkur? – er spurt. Hversu mikið gull er barnið? – Það er aldrei spurning um að barnið sé EKKI gull 🙂 … Ef barnið er gull, erum við þá ekki sem fullorðin ennþá gull? 🙂 … Þetta var útirdúr – en samt …

Hvernig endurtengjumst við – sem höfum kannski verið lengi ótengd þessu barni og þessum fjársjóði sem við erum? – Hvernig verðum við eigin sálufélagar? Ég ákvað að spyrja þessarar spurningar á netinu og fann góðar upplýsingar sem ég deili hér með þér:

Málið er að þetta er ekki stór framkvæmd, eða stórt skref – þetta er eitt lítið skref í einu.
Hér eru skrefin:

 • Veittu sjálfum/sjálfri þér áhuga – og spyrðu þig þegar þú vaknar á morgnana: „Hvernig líður mér? (Þú þarft ekki að bíða eftir að annað fólk spyrji – eða sýni þér áhuga eða væntumþykju með þessari spurningu).
 • Reyndu að sleppa því að dæma tilfinningar þínar eða sjálfa/n þig fyrir að finna þær. Ekki segja: „Ég ætti ekki að vera leið/ur“ „Ég er hræðileg/ur fyrir að vera svona afbýðisöm/samur.“ „Ég er veikgeðja vegna þess að ég er svo kvíðin/n.“ „Ég er ömurleg/ur að vera svona reið/ur.“ …
 • Sittu í þögn, án þess að skoða símann þinn, án þess að hlusta á tónlist, án þess að gera nokkuð annað en að hlusta á hjartslátt þinn eða andardrátt.
 • Ástundaðu hugleiðslu, þú getur byrjað með stutta hugleiðslu en svo aukið við – muna litlu skrefin.
 • Farðu í göngutúr – án heyrnartólanna.
 • Hlustaðu á hljóðin í náttúrunni – sem geta hjálpað þér við að hlusta á sjálfa/n þig.
 • Skapaðu list. Skrifaðu smásögur eða heila bók. Málaðu mynd. Skrfiaðu ljóð um sjálfa/n þig, sólarlagið, um erfiða eða spennandi tilfinningu. Búðu til myndaalbúm með uppáhaldshlutunum þínum.
 • Dansaðu. Við rólega tónlist. Við hraða tónlist. Í danstímum með öðrum. Með sjálfum þér. Með einhverjum.
 • Spyrðu þig stundum: „Hvað er það sem ég elska/nýt þessa stundina?
 • Spyrðu þig: „Hvað liggur mér á hjarta?“ „Hvað er mér efst í huga?“ Þú getur kannski skrifað dagbók.
 • Verðu tíma í náttúrunni. Á strönd. Í garði. Við vatn. Í skógi. Á fjöllum.
 • Taktu sjálfsmyndir og virtu þig fyrir þér – með mildum augum.
 • Talaðu við meðferðaraðila – eða markþjálfa.
 • Útbúðu lista af draumum þínum, óskum og löngunum. Hugsaðu þér hvernig þér líður þegar óskir þínar rætast.
 • Farðu á stefnumót með sjálfri/ sjálfum þér einu sinni í mánuði, hvort sem það er að gera bara hvað sem er með þér, lesa bók á kaffihúsi, eða fara í ísbíltúr í uppáhaldsísbúðina þína og njóta.
 • Spyrðu þig: „Hvernig get ég látið mér þykja vænt um mig?“ „Hvernig get ég látið mér þykja vænt um mig – andlega, tilfinningalega og líkamlega. Í dag, þessa viku, í þessum mánuði?
 • Finndu eitthvað fallegt í einhverju. Í þínum eigin augum, í annarra augum, í augum barns, í himninum, í því sem þú ert að gera – í bók sem þú ert að lesa.
 • Útbúðu pláss á heimili þínu fyrir uppáhalds hlutina þína – bækur, olíur, dagbók, kerti, fjölskyldumyndir, róandi myndir, listaverk eftir börn, og verðu tíma þar á morgnana og kvöldin. – Einhvers konar altari – eða „safe place.“
 • Umvefðu þig með hlutum sem eru hvetjandi og vekjandi. Losaðu þig við hluti sem gera það ekki – eins mikið og það er mögulegt.

  Að endurtengjast okkur sjálfum þýðir að við hægjum á, hlustum, lærum, könnum, leikum, undrumst, erum forvitin og áhugasöm – og rannsakandi um það sem er að gerast hið innra.

  Fíkn er fjarvera … frá okkur sjálfum, að endurtengjast er samvera með okkur sjálfum.

  Lausnin frá fíkn – ert þú. Þú ert gullið – þú þarft bara að sjá þig.
Hvað er óhollt að borða …


Ég hef lengi verið áhugamanneskja um mataræði og heilsu. – Ég hef ofurtrú á því að borða rétt og þarf ekki bara trú, ég finn það á líkama mínum. Ég hef verið greind með alls konar kóníska sjúkdóma – og t.d. finn ég næstum strax á líkama mínum ef ég hef „látið eftir mér“ eitthvað sem er mér óhollt. T.d. ef ég borða sætar kökur með hveiti og sykri. Það er eins og að byrji einhver órói og frumurnar fari í mótmælagöngu 😀 … Ég datt niður á viðtal við þennan lækni Dr. Mark Hyman og bloggið hans og ég ákvað að þýða – fyrir sjálfa mig (og þig ef þú hefur áhuga) gróflega þetta blogg um hvað á EKKI að borða og hvað líkamanum er óhollt. –
Upphaflega bloggið er hér

https://drhyman.com/blog/2018/03/30/what-not-to-eat/?fbclid=IwAR1SYcgLPx1T9Qfv302U2MBykicK89-zE16hoZsAKeT51Yim3ekO9dvfgsE

Við skiljum flest hvað átt er við þegar talað er um að elda „raunverulegan“ mat. Við notum ekki „óraunveruleg“ innihaldsefni – þegar við erum að elda heima hjá okkur. Avocadoið okkar er ekki gert grænt með grænum matarlit. Við stráum ekki stearoyl lactylate í súpurnar okkar og brauðin. Vandinn er yfirleitt ekki heimatilbúinn matur – þar sem notuð eru fersk hráefni; vandinn er matar-lík efni, aukaefni, rotvarnarefni, matarlitur og gerfisykur sem matvælaframleiðendur bæta í framleiðslu sína á matvörum. En ef þú átt ekki stearoyl lactylate heima í skáp, þá ættir þú heldur ekki heldur að neyta þess í matnum sem þú kaupir tilbúinn.

Í mjög langan tíma höfum við verið ómeðvituð um hin kemísku efni sem er bætt í matinn okkar – og hvernig hormónarnir, plastið og eiturefnin sem við meltum daglega er að skaða líkama okkar. Nú þegar hafa margir meðvitaðir neytendur lært að forðast hin ýmsu efni, en stundum nær unnin matvara að finna leið inn í eldhúsið okkar.

Ég er ekki að segja að ÖLL unnin og pökkuð matvara sé slæm. Fólk hefur verið að vinna matvöru frá fyrstu tíð. Þar til ískápar komu til sögunnar var það stundum eina leiðin til að geyma matvöru til að borða síðar. Að elda er form af því að vinna, einnig að gerja, þurrka, reykja, sýra .. listinn heldur áfram. Sumar þessara aðferða bæta jafnvel gæði matarins. Við þurfum bara að skilja hvaða unna matvara er örugg til neyslu og hvaða matvöru við þurfum að forðast.

Hér er listi af matvöru til að forðast:

 1. Allt sem hefur innihald sem erfitt er að bera fram. Þessar vörur innihalda örugglega efni sem tilheyra efnafræðitilraunasettinu, ekki líkama þínum. Prófaðu að segja stearyol lactulate eða butylated hydroxytoxytoluene án fyrirhafnar. Nei það er ekki létt. Slepptu þessum vafasömu innihaldsefnum.
 2. Allt sem ekki var til á tímum ömmu þinnar – eða langömmu, fer eftir hversu gamall/gömul þú ert. Fyrir hundrað árum þurftum við ekki miða til að segja okkur hvort að matur var frá heimahögum, lífrænn, eða „grass-fed.“ Allur matur var heill, raunverulegur óbreyttur, hefðbundinn matur. Sem betur fer er áhugi fyrir að fara til baka til þessarar hefðar í mataræði. .
 3. Allt sem inniheldur sojaolíu. Bandaríkjamenn fá um 10 prósent af kaloríum frá kaldpressaðri sojaolíu, sem inniheldur mikið af omega 6 fitusýru. Þess utan inniheldur hún oft mikið af glyphosate eða Roundup, eitirinu frá Monsanto. Það er ekki þannig að Bandaríkjamenn séu að drekka olíuna úr bolla; flestir eru ekki meðvitaðir að þeir séu að neyta hennar. En hún er undirliggjandi alls staðar. Ef þú borðar skyndibita, korn, eftirrétti, pakkað snakk, kartöfluflögur, muffins eða kjöt sem er alið á hefðbundinn hátt, eða kaupir næstum hvað sem er á kaffihúsi eða matsölustað, ertu næstum örugglega að innbyrgja mikið af sojaolíu og aðrar olíur sem eru ríkar af omega 6 fitusýrum – án þess að vita það. Þetta er eitrað og veldur bólgum. – Haltu þig frá þessu.
 4. Allt sem inniheldur frúktósa- korn sýróp. Þegar það er notað í „moderation“ – er það samt oað orsaka hjartveiki, ofát, krabbamein, heilabilun, lifrarbilun, tannskemdir o.fl.
 5. Allt með orðinu “hydrogenated” í nafninu. Þar sem flest fólk veit ekki er að hygrogenated fita og transfita er sami hlutur. Matvælaframleiðendum hefur tekist að fela transfitu með því að nota þetta „trikk“  
 6. Allt sem er auglýst í sjónvarpinu. Hefur þú séð brokkólí eða sardínur auglýstar í auglýsingahléi á Super Bowl? Versti maturinn fær mestan auglýsingatímann.
 7. Allt með krúttlegu nafni. Froot loops eru til dæmis ekki góð uppspretta ávaxta.
 8. Allt sem þú getur keypt í gegnum bílalúgu. Þetta er augljóst.
 9. Allt með MSG . Það er excitotoxin (eitur) sem flyst með taugakerfinu og drepur heilasellur. Við tengjum það oft við kínverskt eldhús, en matvælaframleiðendur nota það í margt án þess að við vitum af því. Þeir reyna stundum að fela það með því að kalla það “hydrolyzed grænmetisprótein ,“grænmeisprótein,” “náttúruleg bragðefni,” og einfaldlega “krydd.” Hið versta er að það eykur svengd og löngun í kolvetni, svo þú borðar meira af því. Það er það sem tilraunarottum er gefið til að auka hjá þeim hungur og fita þær. And the worst news
 10. Allur matur í sprautubrúsum.
 11. Allur matur sem er kallaður “cheese food” (sem er hvorki matur né ostur).
 12. Allt með gerfisætu. Sannanir eru sífellt að aukast. Nýlegar rannsóknir hafa ekki verið gerfisætu í vil, og hefur komið í ljós að hún getur skaðað þarmabúskapinn og aukið glútenóþol. Ég mæli með að sleppa aspartame, sucralose, sugar alcohols eins og malitol og öllum öðrum efnunum sem eru notuð í miklum mæli – nema þú viljir hægja á meltingarkerfinu, þyngja þig og verða fíkill. Notaðu stevía í mjög litlum mæli, ef þú verður að fá gervisætu, en slepptu öllum öðrum.
 13. Öll aukaefni, rotvarnarefni, matarlitur o.s.frv. (Hver persóna borðar um 2 og hálft pund af þessu á ári).
 14. Allur matur með meira en 5 efni í innihaldslýsingu. Nema að allt sé það sem þú þekkir, eins og tómatar, vatn, basil, oregano, salt.

Ég veit þetta er langur listi, en þú getur forðast þetta ef þú borðar hreinan, heilnæman mat og merki sem þú treystir.

Matur er sterkasta meðalið til að stjórna heilsu þinni. Hugsaðu um eldhúsið sem apótekið þitt. Byrjaðu á því að taka út ruslið og skipta því út fyrir hinu góða.

„Sátt eftir skilnað“ ..Námskeið 22. maí 2021.

Námskeiðið sem margir hafa spurt um: Sátt eftir skilnað verður nú í boði á ný.
Staðsetning: Höfuðborgarsvæðið (nánari staðsetning auglýst síðar)


Dagsetning: Laugardagur 22. maí frá 09:00 – 15:00

Framkvæmd: Leiðbeinandi og þátttakendur kynna sig.

Fyrirlestur og umræður f. hádegi: „Hið innra verðmæti“ – Grunnfyrirlestur í allri sjálfsrækt er að þekkja hvers virði við erum og hvað við eigum skilið.

Hádegishlé – Hollar veitingar 🙂

Fyrirlestur og umræður e. hádegi.
„Frá sorg til sáttar“ — rætt verður um sorgina við skilnað, sorgarferlið sem verður þroskaferli – og mikvægi sem felst í því að ná sátt við það sem við oft teljum ósættanlegt.

Eftirfylgni verður svo vikulega í fjögur skipti í tvo tíma í senn á þriðjudagkvöldum (fyrsta skipti 25. maí) Eftirfylgnihóparnir eru mjög mikilvægur hluti námskeiðisins svo það verður að taka frá tíma fyrir þá. 🙂 Facebook grúppa verður stofnuð um hópinn og þar sett inn ítarefni og þátttakendur geta spjallað saman.

Innifalið í námskeiðinu er einnig líkamleg næring á meðan námskeiði stendur.

Í þessum hópum hafa oft myndast vinatengsl sem hafa haldist til margra ára. ❤

Hámarksfjöldi í hópi er 10 manns.

Leiðbeinandi og fyrirlesari er Jóhanna Magnúsdóttir. Verð fyrir námskeiðið er 24.900. –

Markmið námskeiðisins er að ná sátt við sjálfa/n sig og sorgina/breytinguna eftir skilnað og um leið að opna á tækifæri til sjálfræktar og sjálfsþekkingar með nýjum leiðum.


Námskeiðið er fyrir öll kyn.

Myndin er táknræn fyrir titillagið: „Let it go“ …

Vinsamlega sendið póst á johanna.magnusdottir@gmail.com fyrir frekari fyrirspurnir eða skráningu.

Jólabarnið

Það var eitt af mínum stóru gæfusporum í lífinu að vera kölluð til þjónustu sem sóknarprestur í árs afleysingu í Kirkjubæjarklaustursprestakall frá hausti 2018 fram á haust 2019. – Ég fékk hringingu í ágúst og var flutt á Klaustur í byrjun september. Ég hafði fengið spurnir af því hversu vel fólkið í Skaftárhreppi tæki á móti prestunum sínum, en móttökur voru samt framar vonum. Verkefnin voru nokkuð hefðbundin prestsverk, halda guðsþjónustur, sinna barnastarfi, sálgæslu, skíra, gifta og jarða – og auðvitað ferma. Eitt af verkefnum prestsins á Klaustri var að heimsækja eldri borgarana á Klausturhólum. Það eru tvær kynslóðir sem eru í mestu uppáhaldi hjá mér; það eru börnin og það eru eldri borgararnir, þannig að það var mikil og einlæg tilhlökkun í mínu hjarta í hvert sinn sem ég rölti yfir (ég bjó á móti) til vina minni á Klausturhólum.

Aðra hvora viku var ég með helgistund í kapellunni, – og fólkið þurfti sko enga sálmabók – því þau kunnu sálmana. Sumir voru með alzheimer, en það er nú þannig með fólk með heilabilun gleymir síðast því sem það lærði á unga aldri. Hina vikuna sat ég í fallegri vinnustofu þar sem fólk vann við prjónaskap, hekl – eða var bara með, undir leiðsögn starfsmanns. Í þessum stundum las ég oft ljóð eða frásagnir af fólki og svo var það að ein heimilskonan fór að segja mér frá Aðalheiiði Bjarnfreðsdóttur, og lánaði mér bókina sem hafði verið skrifuð um ævi hennar; „Lífssaga baráttukonu“ – en Inga Huld Hákonardóttir hafði skráð. – Þessi bók varð síðan framhaldssagan okkar. Ég las nokkra kafla í hvert sinn og við ræddum þessa kafla og lýsingar á aðstæðum hennar í heimahögum kveiktu minningar hjá íbúunum og þeir lögðu orð í belg og útskýrðu meðal annars orð sem ég þekkti sjálf ekki vel, orð eins og „fátækraþurrkur“ – og bættu þannig söguna – og samverustundina.


Þegar ég vaknaði þennan aðfangadagsmorgun, kom í huga mér þegar ég las kaflann úr bók Aðalheiðar um jólabarnið. – Ég átti reyndar erfitt með lesturinn á tímabili þegar kom að einlægasta kaflanum, um jólabarnið. Hann snerti mína dýpstu hjartastrengi, því ég þekkti þessa kyrrlátu gleði sem Aðalheiður lýsti og mín jól með mömmu og systkinum mínum urðu ljóslifandi. Kannski fyrstu jólin eftir að pabbi dó – þar sem Lotta systir var „jólabarnið“ – liðlega eins árs og að geta fundið jólafrið og sátt í hjarta, bara með að sitja og horfa á jólaljósin á trénu. Ég var svo lánsöm að finna kaflann um jólabarnið í sögu Aðalheiðar – svo ég deili henni með þér með ósk um gleðileg jól!

Lífssaga baráttukonu – JÓLABARNIÐ:

„Strax í vetrar­byrjun fórum við börnin að hlakka til jólanna, þótt okkar jólaveislur mundu ekki þykja margbrotnar á nútíma mælikvarða. Það var öruggt, að jólin komu einu sinni á ári og nærri því jafn öruggt að eitt systkini bættist í hópinn einhvern tíma á árinu, Alltaf voru lítil systkini sem ekki mundu eftir jólunum. Þau spurðu margs. „Úr hverju eru jólin? Komu þau á bílnum hans Bjarna í Hólmi? Í hvernig fötum eru þau? Eru þau í stígvélum?“ Þessum og þvílíkum spurn­ingum man ég eftir. Auðvitað gekk fáfræðin fram af okkur sem eldri vorum, þó við hefðum gaman af. Við notuðum skamm­degið til að segja þeim allt um jólin og kenna þeim jólasálmana. Svo fór hátíðin að nálgast. Síðustu dagana var allt skúrað og skrúbbað og fjósið sópað hátt og lágt. Eitt olli alltaf heila­brotum; hafði pabbi náð í spil? Hann hristi höfuðið og við leituðum alls staðar en fundum ekki.

Mamma trúði á fátækra­þurrkinn, enda áttum við oft ekki nærföt til skiptanna. Aldrei man ég að það brygðist að hún gæti þurrkað það nauðsyn­legasta.
Á Þorláks­messu var hangi­kjötið soðið. Það held ég að pabbi hafi annast.
Mamma steikti hálfmána og kökur. Ekki laufa­brauð, heldur kökur. Ég veit ekki hvaðan hún hafði þann sið. Þetta var ekki gert almennt.

Svo kom aðfanga­dagur. Mikið var hann lengi að líða. Ég var elsta systirin heima frá sex ára aldri. Fljótlega tók ég að mér að þvo yngri systkinunum upp úr bala. Allir urðu að vera hreinir. Enginn möglaði. En tvennt er mér minnis­stætt í sambandi við þetta. Hvað þau voru eitthvað rýr og umkomulaus í baðinu, og hvað mér fannst þau falleg, þegar þau voru komin í hreint og sátu kyrrlát og eftir­vænt­ing­arfull og biðu jólanna. Svo höfðum við, þau eldri fataskipti og mamma fór í peysu­fötin. Ég man ekki eftir að hún færi í peysu­fötin heima, nema á aðfanga­dags­kvöld, og fyrsta daginn sem hún steig á fætur eftir barnsburð. Klukkan 6 varð heilagt. Eftir það mátti ekki deila og ekki segja ljótt. Húslestur var ekki lesinn en við sungum alla jólasálma, sem við kunnum. Svo kom maturinn. Fyrst þegar ég man eftir skammtaði pabbi hangi­kjötið. Heima var alltaf skammtað. Við vissum upp á hár hvernig mamma skammtaði. Hún reyndi að deila því sem til var sem jafnast milli allra. Sjálf borðaði hún það sem eftir var, oft kalt og lítið. En pabbi. Kunni hann að skammta? Gaf hann t.d. ekki Bergi bitann sem mig langaði í og mér bitann hans? Öll sátum við stein­þegjandi og pabbi fór sér hægt. En aldrei man ég eftir að neinn yrði óánægður með sitt. Þegar búið var að borða, gekk pabbi út, og þegar hann kom inn, dró hann spil upp úr vasa sínum og sagði: „Þau verða ekki snert fyrr en á morgun.“ Kerti fengum við alltaf, en jólagjafir voru óþekktar. En um það leyti sem ég komst á skóla­aldur, fór Gyðríður í Seglbúðum í Landbroti að senda okkur pakka fyrir jól. Ég veit ekki hvort ég man upp á hár hvað þetta var, en ég man að það voru nýir svartir ullar­sokkar og sauðskinnsskór handa okkur öllum. Þessir sokkar voru alltaf skóla­sokk­arnir mínir. Svo var líka sætabrauð.

Einu sinni man ég eftir að báglega horfði með pakkann frá Seglbúðum. Það var kominn aðfanga­dagur og ekkert var komið. Þar við bættist að mamma var eitthvað lasin og lá fyrir. Ég var orðin nokkuð stálpuð og nú horfðu öll yngri systkinin á mig. Eitthvað varð ég að gera. Björn elsti bróðir minn, var snemma duglegur og aðdrátt­ar­samur. Hann komst í vinnu í strandi. Fyrir kaupið sitt keypti hann sitthvað handa heimilinu, m.a. skipspönnuna. Þetta var stór og djúp panna með löngu skafti með krók á endanum. Ég tók mig til, hrærði fulla vatnsfötu af pönnu­köku­deigi og setti upp pönnuna góðu. Hún var svo þung að ég varð að nota báðar hendur til að velta henni til. Ég stóð og bakaði eftir hádegi frá klukkan eitt til fimm. Pönnu­kök­urnar urðu níutíu. Kannski hafa það nú frekar verið lummur. Varla hafði ég lokið bakstrinum þegar rösklega var barið og inn snaraðist Sigurður Einarsson, vinur okkar frá Steinsmýri, þá vinnu­maður í Seglbúðum, með jólapakkann. Hann hafði átt að koma daginn áður en eitthvað sérstakt kom fyrir sem tafði hann.
Ég hef oft undrast það á seinni árum, hvað við vorum róleg og stillt á aðfanga­dags­kvöld. Nú þætti ekki mikið við að vera. Engin leikföng, engar nýjar bækur, ekkert útvarp lengi vel. Bara heilög jól.

Yngsta barnið var kallað jólabarn. Það gekk á milli allra. Það var eins og okkur fyndist það í nánum tengslum við Jesúbarnið. Við sögðum þeim yngri falleg ævintýri og helgi­sögur. Ein af helgi­sögum mömmu var, að Jesú hefði fæðst um miðnættið. Við sem gátum vakað, vöktum þangað til. Þá stóðum við upp, röðuðum kertunum okkar saman og sungum „Í Betlehem er barn oss fætt,“ og þegar kom að erindinu „Hvert fátækt hreysi höll nú er, því Guð er sjálfur gestur hér,“ þá var eins og rómurinn styrktist og birtan yrði skærari. Ég trúði því bókstaflega og ég er viss um að við öll og mamma, já og kanski pabbi, a.m.k. raulaði hann með. Við trúðum því, að Guð væri sjálfur gestur hér.
Þá kyrrlátu gleði sem sú vissa færði fátæku barni fær enginn skilið nema sá sem reynir.“

Jólaengillinn 2020

Eftirfarandi texta skrifaði ég á facebook fyrr í vikunni; – svona að því tilefni gefnu að ég er á leið til Íslands. Jólaengilinn föndraði ég svo eftir að ég sá mynd af engli sem búinn var til úr tveimur grímum/möskum .. eða „mundbind“ eins og Danir kalla það – og teygju. – Finnst hann táknrænn og svo sannarlega verndandi.

….

Ég fylgi, að sjálfsögðu, þeim fyrirmælum sem sett eru upp við komuna til landsins. Fer í covid test – er svo komin með sóttkvíaraðstöðu í kjallaranum hjá systur minni. – Hvað um FRELSI mitt? – Stjórnendur landsins og heilbrigðisyfirvöld eru í fyrsta skipti að eiga við heimsfaraldur. Við verðum að gefa þeim „leyfi“ til að gera sitt besta og styðja við þau eins og við getum og fara að lögum. Allir eru að gera sitt besta.

Ef ég væri að keyra um nótt og það kæmi rautt ljós – þá myndi ég samt stoppa, því það er hluti af öryggiskerfinu. Það er líka hluti af öryggiskerfinu að fara í sóttkví, halda fjarlægð, nota grímu o.s.frv. – Hvers vegna ekki að leyfa hinum viðkvæmu og öldruðu að njóta vafans? Ég er ekki hrædd við að smitast sjálf, en alveg eins og ég myndi ekki vilja aka yfir á rauðu ljósi eða vilja aka undir áhrifum áfengis, vegna þess að ég myndi kannski geta orðið völd að umferðarslysi sem gæti jafnvel leitt til dauða annars fólks, þá tek ég ekki þann séns, – vegna „MÍNS“ frelsis að eiga það á hættu að mögulega skaða/smita annað fólk. –

„Frelsið er yndislegt ég geri það sem ég vil“ … á meðan ég (mögulega) skaða ekki annað fólk. …

Að öllu þessu sögðu, þá vil ég heldur ekki skaða fólk með munnsöfnuði – „verbal abuse“ … vil ekki senda þeim bölbænir eða reiði mína. Til að gera það besta úr öllum aðstæðum, þá munum eftir kærleikanum í garð náungans. Sendum hvert öðru blessun og sjáum hvort að það virkar ekki betur? …Það er fullorðins ❤