Vanefndir á hjúskapar-eða sambandsáttmála … hvað þá?

„Vilt þú með Guðs hjálp reynast henni/honum trúr/trú, elska hana/hann og virða í hverjum þeim kjörum sem Guð lætur ykkur að höndum bera? .. “

Þessu játa brúðhjón þegar þau eru gefin saman að kristnum sið. –

Heitið er trú – ást – og virðingu, og Guð beðinn um að hjálpa til!..

Hvort sem er um hjúskap að ræða, eða að par velur að eiga í sambandi, þá er kominn einhvers konar samningur.  Formlegur eða óformlegur og á ekki að skipta máli hvort hann er gerður fyrir Guði eða mönnum.

Þetta er samningur byggður á heiðarleika.

Með vanefndum,  jafnvel ítrekuðum í einu eða fleirum af þessum atriðum, er samningur að sjálfsögðu rofinn. –

Það er því sá/sú sem rýfur samninginn  í raun sá eða sú sem er búinn að leggja drög að skilnaði. –   Það er alls ekkert alltaf þannig að sá aðili sem segir upphátt:  „Ég vil skilnað“ – eigi frumkvæði að skilnaði. Það er í raun sá aðili sem virðir ekki samninginn um trúnað – virðingu og ást.

Það er gott að hafa þetta á hreinu, – því að stundum er það þannig að sá/sú sem ákveður að fara, og er í mikilli sorg,  – er spurð/ur,   „af hverju ertu að syrgja, ákváðst þú ekki að fara?“ –   Stundum lifir fólk saman – í trúnaðarbresti, í virðingar-eða ástleysi. – Samningur er brotinn, sambandið er brotið, en fólk situr sem fastast – og oft mjög ósátt,  annað hvort annað eða bæði. –

Það er gott að huga að þessum atriðum sáttmálans.

Ert þú að virða maka þinn?

Ertu heiðarleg/ur gagnvart maka þínum?

Elskar þú maka þinn? –

Heiðarleiki er undirstaða hvers sambands, – heiðarleiki gagnvart sjálfum sér og maka sínum.   Heiðarleikinn er bjargið sem byggja má á, – um leið og hann er ekki til staðar þá er byggt á sandi og það mun óhjákvæmilega fjara undan. –

Sannleikurinn er stundum sár – en aldrei eins sár og lygi.-

Þegar við ljúgum að makanum upplifir makinn höfnun.

Sjálfsblekking og afneitun er líka lygi,   við ljúgum að okkur sjálfum.

Við upplifum við að við séum að hafna okkur sjálfum.

Við þurfum öll að stunda heiðarleika, bæði gagnvart öðrum og okkur sjálfum.

Við eigum öll rétt á heiðarleika í okkar garð og aðrir eiga rétt á heiðarleika frá okkur.

Heiðarleiki krefst hugrekkis.

Hugrekkis, vegna þess að við erum logandi hrædd við hrædd við sársaukann sem við völdum við afhjúpun sannleikann, – en þó sannleikurinn sé sár, er hann frelsandi.

Það eru oft átök að losna úr lygavef kóngulóarinnar. –

web.thumbnail

Ég hef talað um að lífið sé ævintýri, og í ævintýrum er barátta góðs og ills allsráðandi. Eitt af þessu illa eru lygavefir, – sem auðvelt er að flækja sig í, og því meira sem við veltum okkur í vefnum – þess fastari verðum við.  Þess fyrr sem við erum heiðarleg við okkur sjálf og aðra,  því betra.

Sannleikurinn er sverðið sem sker sundur lygaþræðina. –

images

 

 

 

 

Ertu krónískur kvartari? …

Af hverju kvörtum við? –   Jú, við erum óánægð með eitthvað og erum að láta það í ljós. – Það er síðan spurning hvort að kvörtunin okkar er til þess að laga vandann, eða bara til að ergja sjálfa/n sig og annað fólk, því krónískir kvartarar geta tekið á taugarnar hjá öðrum.

Það er því spurning hvort við séum að leggja góð eða vond lóð á vogarskálar alheimssálarinnar.

Ef við ætlum bara að kvarta og kveina undan því,  – en ekkert gera í því,  þá er betra að sleppa því og skipta um fókus. –  Kannski bara að líta inn á við, og spyrja sig hvort það er eitthvað í eigin lífi sem er í raun rótin að óánægjunni, – og laga þá það sem er hið innra.

Vera sjálf þessi breyting sem við viljum sjá í heiminum. 

Þekkir þú króníska kvartara – eða ert þú krónískur kvartari? –

Það er til bati …..

10423870_872642049417817_168978807461777169_n

Á 100 km hraða í ranga átt ….

Ég hlusta gjarnan á Esther Hicks – og fyrirlestrana hennar. –

Það eru margir sem leita til hennar og fá ráð, – og margir sem vilja breytingar í sínu lífi.

Ein af dæmisögunum hennar er um lestina sem er að fara á 100 km hraða í ranga átt, og stundum má líkja því við þá stefnu sem við erum að taka í lífinu. –  Þegar lestarstjórinn áttar sig, eða vaknar upp við að hann er að stefna í ranga átt, þá gerist það ekki á einu augabragði að hann geti breytt frá norðri til suðurs. –  Hann þarf að bremsa, og hægja á lestinni.  Svo stoppar lestin, síðan fer hún af stað hægt en ákveðið og kemst síðan á fulla ferð í rétta átt. –

Það getur verið þolinmæðisvinna að gera stórar breytingar í lífinu. – Þó við finnum ekki strax fyrir þeim, – þá vitum við að við erum að gera rétt,  um leið og við byrjum að bremsa. –

Breytingar krefjast oft þolinmæði og breytingar krefjast þess að við trúum að þær virki. – Það er gott að setja stefnuna. –

Þegar lestin fer í ranga átt, – erum við stöðugt ósátt, leið, pirruð,  reið o.s.frv. –  Það eru fáar stundir sem við upplifum sátt, gleði, ást .. o.s.frv. –   Um leið og við áttum okkur á leiðinni, – hvert við viljum stefna, – og förum að bremsa okkur niður,  förum við að upplifa eins og brot af sátt, gleði, ást …   en stóru skammtarnir koma ekki fyrr en við erum komin af stað í rétta átt. –

Þegar fólk er í sjálfsræktinni, og hugsar „það er ekkert að gerast“ – hjarta mitt er ekki að opnast, – ég er ekki að finna gleðina o.s.frv. –  þá þarf það að gefa sér tíma.  Lestin er að bremsa, – svo stoppar hún og svo fer hún hægt af stað í nýja átt. –

Ég hef lengi sagt að til að breyta þurfum við að taka ákvörðun, – um að vilja breyta. Breytingin er þá hafin um leið og við byrjum að hægja ferðina. –

Við þurfum að gefa okkur tíma, gefa okkur þolinmæði, gefa okkur tækifæri til breytinga. Ef að við finnum ekki breytingar strax, er svo mikil hætta á að við bara segjum, „uss þetta er ekkert að virka“  .. og gefum bara aftur í botn –  í öfuga átt. –

Ímyndaðu þér að þú sért að segja á fullu og hratt – í takt við hljóðið í lestinni:

„Ég get ekki.. ég get ekki…ég get ekki….“  en svo áttaru þig og segir hægar „É g  g e t  e k k i…… é g  g e t  e k k i….  é  g   g  e  t   e  k  k  i …..“  þar til þú stöðvar alveg, dömpar af þessu „ekki“  og byrjar  „É g  g e t …..é g  g e t …. “  … „Ég get…ég get… ég get“ .. og svo ertu komin/n á fulla ferð áfram í rétta átt. –

high-speed-manufacturing

Elsku þú … þú ert nóg.

Elsku þú, – já þú sem fæddist í þennan heim.  Þú ert verðmæt manneskja.

Þegar þú varst nýfædd/ur varstu bara örfá kíló, – núna ertu miklu fleiri kíló en það stjórnar ekki verðmæti þínu. –

Það er rangt að verðmeta manneskju eftir tölum á vigt. –  Verðmæti manneskju verður heldur ekki metið eftir tölum á einkunnaspjaldi.  Verðmæti manneskju verður ekki metið eftir dugnaði. – Verðmæti manneskju verður ekki metið eftir fjölda barna, eða afrekum eða mistökum barna. –  Verðmæti manneskju verður ekki metið eftir hegðun foreldra/systkina o.s.frv. –

Hver og ein manneskja er einstök – og þú ert einstök manneskja.

Þegar við trúum að við séum verðmæt, og virðum verðmætið þá förum við vel með þá gjöf sem lífið er.  Við þökkum fyrir þessa gjöf. –  Við erum ekki vanþákklát fyrir lífið.

Mörgum er talið trú um að þeir þurfi að vera í ákveðinni þyngd til að vera verðmæt, þurfi að skila ákveðinni einkunn til að vera verðmæt. Nú eða sýna dugnað í verki til að vera verðmæt. –

Þetta getur orðið það íþyngjandi, að við trúum að við  gerum aldrei nóg, eða erum aldrei nóg. –

Elsku þú – þú ert nóg.  Ekki vegna þess að þú gerðir eða sagðir eða  hugsaðir eða keyptir eða varðst eða skapaðir eitthvað sérstakt.  

Heldur vegna þess að þú varst það alltaf! .. 

You-Are-Enough-with-URL-700x466

 

 

 

 

 

 

 

Ég hef trú á fólki … hefur fólk trú á sér? …

Í gærkvöldi lauk fjórða námskeiðinu sem ég hef kallað „Ég get það“ .. og ég er sáttur leiðbeinandi. –  Það verður að viðurkennast að einhverjir heltust úr lestinni,  hafa ekki fundið sig,  en það eru þá oftast persónulegar aðstæður, t.d. óþolinmæði eftir að ná árangri,  eða námskeiðið of krefjandi.

Ég segi of krefjandi, því til þess að laða fram þetta „Ég“ hjá fólki, þarf aðeins að fara á dýptina, – atriði eins og fyrirgefninguna og ýmis tilfinningatengd atriði, sem allir eru ekki endilega tilbúnir til að gera.

En ca. 90% klára námskeiðið og eins og í síðasta skiptið mættu þær flestar 100% (þetta var eina námskeiðið af þessum fjórum sem voru aðeins konur, námskeiðið er ekki kynskipt og karlar sjálfsögðu velkomnir).  –  Hvert skipti er mikilvægt, því það er farið í mikilvæga þætti, sem hafa yfirskrift í samnefndri bók Louise L. Hay,  Ég get það:

Heilsu – sjálfsvirðingu –  fyrirgefningu – ást og sambönd – sköpunargáfu – kvíðalaust líf,  starfsframa og velmegun.

Bókin er um jákvæðar staðfestingar og henni fylgir diskur.

Það er góð tilfinning að hlusta á þátttakendur segja frá breytingum í sínu lífi, í lok námskeiðs. – Það er þó ekki alltaf þannig að fólk átti sig á nákvæmlega breytingunum, – en ég heyri á lokaræðu þeirra, sem er yfirleitt stutt en einlæg. Hvað það hafi lært, hvað hafi breyst og hvað næst… það er nefnilega gott að stöðva ekki í sjálfsræktinni, – heldur halda áfram, sjálfur, eða í einhverju fleiru eins og hugleiðslu, eða hamra járnið í sjálstyrkingunni á meðan það er heitt.

Ég hef í gamni sagt að ég sé „trúboði“ – ekki í hefðbundinni merkingu, en ég er að boða fólki trú á sjálft sig, – og þá er ég auðvitað vakningaprédikari líka, – því ég er að vekja til meðvitundar um fjársjóðinn sem það á innra með SÉR. –

Það er í raun um ákveðna hindranlosun að ræða, þegar fólk segir: „Ég leyfði þessu að gerast“ – „Ég er hætt að loka á tækifærin“ –  „Ég þori núna að …….“  og dýrmætast af öllu er að fólk losar sig við sjálfsniðurrif og dómhörku í eigin garð og annarra.

Ég segi „losar sig við“ – það vaknar alla vega til vitundar  (og þar kemur vakningaprédikunin sterk inn).  um að það þarf að losa sig við og það má losa sig við og hefur máttinn til að gera það.

Við erum sköpuð til að skapa, – hver manneskja er eins og míní-heimur,  og þarf að skapa sinn heim, virkja sinn heim, vera breytingin sem hún vill sjá í heiminum.

„Ég get það“ er því grunnnámskeið í að öðlast trú….. á mátt sinn og megin.

–  Það er t.d. mikið frelsi að geta viðurkennt vanmátt sinn gagnvart veðrinu. (Eins og ég skrifaði um í síðasta pistli).  Sumar aðstæður og fólk er eins og veðrið, því verður ekki breytt.   Í stað þess að eyða mikilli orku í að kvarta og kveina og skamma veðrið (gera það ábyrgt) fyrir okkar líðan.  Þá sleppum við tökunum á því.  Við breytum ekki veðrinu,  nema jú kannski færa okkur úr stað og fara annað.

En ef við búum við íslenskt veður er miklu betra að sætta sig við að það er eitthvað sem við getum ekki breytt, og setja fókusinn á það í okkar lífi sem við GETUM. –

Veðrið getur verið myndlíking fyrir svo margt í þessu.

En s.s. ég hef trú á fólki, – það eru margir sem mega hafa miklu meiri trú á sér. Hafa meiri trú á lífinu.   Það er gott að læra að vinna með lífínu, nýta sér vindinn – mótbyr/meðbyr en ekki láta vindinn eða hið utanaðkomandi stjórna sér. –

Við höfum öll máttinn –  en það þarf hver og ein/n að trúa á eigin mátt og læra að nýta sér hann. –

971218_563124067057884_436886814_n(1)

 

 

Ef veðrið veldur vanlíðan, erum við kannski að gefa því of mikið vald? ….

Að upplifa sig vanmáttugan dregur úr okkur orku. –  Við förum í baráttu sem verður aldrei unnin.  Þ.e.a.s. að stjórna því hvernig veðrið er úti.   Það er ekki í okkar valdi og verður aldrei í okkar valdi að stjórna veðrinu –  og þess vegna er vont að við skulum ekki vera búin að fatta það að væl yfir veðri breytir engu, nema okkar innra veðri.   –

Þegar við setjum veðrið inn í æðruleysisbænina, – þá sjáum við hvað það er í raun kjánalegt að vera að ergja sig út í veðrið.

„Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt“ ..

Hvað er þetta „það?“ – að sjálfsögðu er það veðrið.   En í framhaldi bænarinnar kemur, „kjark til að breyta því sem ég get breytt“ ..  Það er okkar viðhorf sem við þurfum að hafa hugrekki til að breyta, –

Hugrekkið felst m.a. í því að vingast við „óvininn“ – en það má kalla veðrið óvin þegar það er að ergja okkur, eða gera okkur lífið leitt. –

Einu sinni skrifaði ég grein sem heitir „Afvopnaðu ofbeldismanninn“ –  og það er kannski ljótt að kalla veðrið ofbeldismann, en jú, ef það lætur okkur líða illa – þá má líkja þvi við persónu sem beitir andlegu ofbeldi.  –  Við breytum ekki þessari persónu, – en við breytum viðhorfi okkar til hennar, og tökum frá henni valdið með því að átta okkur á því að það erum við sem erum að gefa henni valdið. –   Við gerum það með því að „leyfa“ henni að ráða okkar líðan, á sama hátt og við erum að leyfa veðrinu að ráða okkar líðan. –

Æðruleysi er ákveðið logn í stormi.  Innra logn.  Þurrkur og logn í rigningu og roki. –

Við höfum lagt öll okkar „egg“ í ytri körfuna, – þ.e.a.s.  við hengjum hamingju okkar og líðan á hið ytra veður.  Við erum syngjandi glöð þegar sólin skín, en fúl þegar það dimmir og rignir, sérstaklega þegar það Á að vera sól og sumar.   Ég skrifaði stórt Á, vegna þess að það eru væntingar okkar að á sumrin sé sól, en á vetrum sé frekar dimmt.  Við erum því nokkuð sátt við ef veturinn er eftir uppskrift og sumar eftir uppskrift.

En það er þessi óáreiðanleiki í íslensku veðurfari – sem fer illa með fólk sem vill hafa allt á hreinu. –  Þess vegna er þetta kannski extra pirrandi fyrir suma. –

Hvað er til ráða? – 

  • Ef við höfum efni á því, þá förum við og sækjum okkur smá sólarvitamín til útlanda, þar sem er nokkuð víst að veðrið er stapílt.
  • Sættum okkur við að við stjórnum ekki íslenska veðrinu og búum okkur aðstæður og klæðum okkur eftir veðri.
  • Byggjum upp innra „veður“ –  sól í hjarta og sinni,  með hugleiðslu, jóga, tengingu við náttúruna, eða hverju því sem kveikir ljósið, gleðina og friðinn innra með okkur.
  • Hættum að láta veðrið stjórna okkar líðan,  með því að gefa því valdið yfir okkar lífi, – alveg eins og við látum ekki annað fólk og það sem það segir stjórna okkar lífi og líðan. –   Eina manneskjan sem ræður því hvernig okkur líður erum við sjálf, svo ekki taka því persónulega þó vindar blási eða hellirigni, ekki frekar en við tökum því persónulega þó einhver náinn eigi slæman dag og blási og helli sér yfir okkur.  Það er hann/hún en ekki við.

Það er talað um að guðsríki sé innra með okkur, – þar er mátturinn og þar er dýrðin. –  Ef við tengjumst þessari dýrð og notum þennan mátt á uppbyggilegan hátt. Við höfum kjark til að breyta viðhorfum okkar, – kjark til að horfast í augu við veðrið og segja;

„þú stjórnar mér ekki lengur, ég er ekki undir þínu valdi.“ –

Finndu hvernig þú ríst yfir veðrið, stækkar, þú hættir að kvarta yfir að það sé að hrekkja þig, og þú hættir að gefa því þessa svakalegu athygli.  Þegar það fer að ráða minna um þitt líf, þá er tækifærið að veita einhverju öðru athygli.  Það er eins og þegar að erfiða barnið sem lætur öllum illum látum fær alla athyglina,  á meðan stillta barnið bíður útí horni og lætur lítið fyrir sér fara.   Stillta barnið er alltaf til staðar,  – það er þetta barn innra með hverju okkar, sem þakkar fyrir hverja sekúndu og hverja mínútu sem við veitum því athygli. –

Hvernig væri að nota tækifærið og fara inn á við, – eða fara með þessu barni út að leika í rokinu, rigningunni.  Tengjast því með því að fara að stilla fókusinn á það – inn á við – en ekki vera svona upptekin af því sem er að gerast hið ytra? –  Með því að hætta að eyða orku og tíma í að ergja sig á því sem við fáum ekki breytt,  fáum við meiri tíma og orku í að byggja upp það sem við fáum breytt.  Það er tengingin við okkar innra sjálf, tenging við uppsprettuna.  Kannski fáum við líka þennan dýrmæta tíma, sem við segjumst aldrei hafa til að vera í núvitund,  til að veita okkur sjálfum athygli.

Við erum allrar athygli verð, hvert og eitt okkar.  Ekki láta veður, aðstæður eða fólk stela allri athyglinni,  þannig að við upplifum tómlæti í eigin garð.  Þannig að við séum sjálf týnd, fokin út í veður og vind. –

Við getum grátið, kvartað, kveinað – verið fórnarlömb veðurfars, lagst undir sæng, kennt því um og gefið því alla ábyrgð á okkar líðan, EÐA ekki ….

Ekki hugsa um allt sem við getum ekki gert út af veðrinu, heldur hvað við getum gert. – Sættumst þannig við veðrið og aðlögumst, tökum valdið og virkjum það okkur í hag. –

Að sjálfsögðu gengur þessi líking fram og aftur, veðrið getur verið táknrænt fyrir allt hið ytra í okkar lífi sem við fáum ekki breytt. –

Við getum ekki alltaf valið aðstæður, atburði eða fólk, en við getum valið viðbrögðin okkar og viðhorf.

Við höfum valdið og höfum alltaf haft …  ekki gefa veðrinu valdið.

6790427235_69811bef61_z

 

 

 

 

 

Hvaða plata er spiluð á þínum fóni? ….

Hvaða lag gengur í þínum i-phone? –

Hvaða lag ertu að hlusta á á youtube? –

Hvað ertu að hlusa á í útvarpinu í bílnum? –

Hvaða plötu ertu að spila í þínu höfði? –

Við fáum lög „á heilann“ – lög eins og:  .. „Ég er glaðasti, glaðasti, glaðasti hundur í heimi….“   „Ég á líf, ég á líf“ ..  nú eða „They sentenced me to twenty years of boredom“ ..

Við þekkjum þetta öll. –

Hvernig skiptum við um lag? –  Jú með að hlusta á annað lag! .. 

Ef við eigum það til að spila lagið  „Ég er svo óheppin/n alla daga“ .. eða „The winner takes it all, loser standing small“ .. (og erum að sjálfsögðu litli lúserinn).“ –   Þá mótar þetta huga okkar og ekki nóg með það, það mótar raunveruleika okkar. –

984058_10152416082124421_1922496361236718698_n

Einhvers staðar las ég að ef við værum langt niðri ættum við að taka Bob Dylan af fóninum.  –

Sumir velja hins vegar að „næra“ eða eða „fita“  neikvæðar tilfinningar með tónlist eða hugsunum – sjálfstali –  sem ýkir  vanlíðan og neikvæðni.

Það sem þarf að gera er að spila aðra plötu. Plötu sem virkar öfugt við hina.

Skipta um fókus – skipta um trú – trú á okkur sjálf og hugsanir okkar um okkur sjálf.  Skipta um orð, og hækka hljóðið í fegurð og gleði lífsins.

Hvaða plata er spiluð á þínum fóni?  ..

gramophone-2

 

„Hvað var ég að hugsa?“ ………..

Hvað var ég að hugsa sl. sunnudag þegar ég var búinn með 1/7 af gönguferðinni  og náði varla andanum fyrir mæði í brattri brekkunni? …

Hvað var ég að hugsa sl. föstudag þegar ég leigði  Stihl sláttuorf 40-2 (þungt og stórt) til að slá bakgarðinn, – og ég hafði fyrir eitthvað kraftaverk (og hjálp youtube) náð að starta því, en síðan hrundi allt framan af hausnum? ….

Ég var að hugsa: „Ég get þetta“…. 

Í báðum tilvikum hvarflaði að mér í nokkrar sekúndur að gefast upp og segja „Ég get ekki“ –  en stundum er þrjóskan góð, og það að kunna að bjarga sér.

Í fyrra tilvikinu, þá ákvað ég að hætta að hugsa hversu mikið ég ætti eftir svo það væri ekki yfirþyrmandi, og taka þetta skref fyrir skref.  Ég var vissulega þreytt í hnjánum í restina,  en „ÉG GAT ÞAГ …

Á síðustu metrunum …

Í síðara dæminu, – með sláttuorfið,  var ég að gefast upp,  líka þegar þráðurinn sem átti að lengjast átómatískt við ákveðna aðgerð neitaði að láta sjá sig,  en þá fékk ég leiðbeiningar frá góðum og reyndum bændum og vinum mínum á facebook.

Það er oft sem við erum komin á miðja leið, eða í miðja á jafnvel og spyrjum „Hvað var ég að hugsa“ .. en þegar hugarfarið er rétt, er ótrúlega magnað hvað kona getur. –

Í báðum tilfellum voru þetta sjálfskapaðar aðstæður, – eitthvað sem ég valdi.  Í báðum tilfellum hefði ég að sjálfsögðu getað gefist skammarlaust upp.  En ég þurfti þess ekki.  Og auðvitað hafa komið aðstæður þar sem ekki er hægt annað en að gefast upp, – en þá eru það oft ytri hlutir sem stöðva.  Ef t.d. að hnéð hefði gefið sig í upphafi ferðar, og ég ekki getað stigið í fótinn,  þá er ekkert hægt að gera annað en að hætta.  Ef að græjan hefði verið biluð hefi ég líka þurft að hætta.

Það er munur á ytri og innri ástæðum, og oft er erfitt að greina á milli.  Við viljum of oft gera meira úr innri ástæðum, og hreinlega skapa afsakanir fyrir að við getum ekki, og það er kúnstin.

Við erum eins misjöfn eins og við erum mörg, – ég hef gaman af áskorunum, að prófa eitthvað sem jafnvel aðrir segi að ég geti ekki,  það getur virkað öfugt á mig. En svo getur það líka verið þannig að ef að raddir (bæði innri og ytri) geta verið það sannfærandi – og niðurdrepandi að við getum ekki það sem við ættum hreinlega alveg að geta.   T.d. eins og að standa fyrir framan hóp af fólki og halda ræðu. –   Þá er það þessi trú – sjálfstrú eða sjálfstraust sem skiptir máli.

Það er fátt skemmtilegra en að komast yfir hindranir, sérstaklega þær sem voru erfiðar og við efuðumst kannski um á tímabili að við kæmumst yfir. –  Það getur vel verið að við þurfum að breyta tækni á miðri leið,  eða biðja um hjálp, eins og ég reyndar gerði í báðum þessum hversdagslegu dæmum sem ég nefndi hér að ofan.

Í göngunni fékk ég lánaða göngustafi og teygjuband utan um fótinn. –

Það er ekki að ástæðulausu að bók Louise Hay um jákvæðar staðfestingar heitir „Ég get það“ og að ég hef verið að kenna samnefnt námskeið.  Hugarfarið, það sem við trúum að við getum, og að tala sig upp en ekki niður getur skipt sköpum um hvort við getum eða getum ekki. –  Það dugar í flestum tilvikum aðeins fyrir okkur sjálf, – en það er að sjálfsögðu mikilvægt að smita þessu hugarfari til sem flestra, þó eins og við vitum verðum að játa að öðru fólki eða hugsanaferli þeirra verður ekki breytt, –  það verður að gera það sjálft og langa til þess. –

Hér fyrir neðan eru myndir úr teikni-glósubókinni minni –  þar er myndin um árangur (success)  og hvaða lögmál liggja að baki þess að ná árangri.  Ég nota hugtök eins og innri hindranir og ytri hindranir, en líka innri árangur og ytri árangur.

Eitt af því sem færir okkur árangur er GLEÐIN, og gleðin getur verið „útgönguleiðin“ þegar við erum föst í einhverju fari.  Það er ákvörðunin um gleðina. –  Þetta ætla ég að útskýra betur í fyrirlestri í dag,  – endilega skella ykkur í smá leiðsögn.  Ég fylgdi leiðsögukonunni í fjallgöngunni – enda þekkti hún leiðina vel.  Það má segja að það sem ég er er að kenna,  sé „andleg fjallganga“  ..  en þar hef ég mikla reynslu, m.a. að standa upp eftir miklar hindranir,  sem ég hef ekki gert að innri hindrunum.

 

Smellið HÉR til að skoða betur hvatningar- fyrirlesturinn sem er í boði í dag.

Hver er þinn besti/versti ferðafélagi? –

 

1537801_10202808644270943_516327281_o

Efesusbréfið 4:29 Látið ekkert fúkyrði líða ykkur af munni heldur það eitt sem er gott til uppbyggingar, þar sem þörf gerist, til þess að það verði til góðs þeim sem heyra.

 

Viltu komast í vímu? – hvatningarfyrirlestur um GLEÐINA :-)

„Gleðin er besta víman“ ….  það er svo sannarlega satt, og gleðin er forsenda fyrir árangri. –

Hvernig væri þá að gera eitthvað í því að hækka gleðistuðulinn?   

Ég (sjá hér að neðan hver þessi „ég“ er)   ætla að bjóða upp á hvatningarfyrrlestur  – og leiðsögn inn á gleðiveginn .. og útskýra hvernig það  að „fjárfesta“ innan frá – styrkir okkur í hinum ytri heimi! ..

Heiminum sem er fullur af ævintýrum, en okkur vantar oft bara að sjá þessi ævintýri. Auðvitað sjáum við þau ekki, þegar fókusinn er rangt stilltur.   En meira um það á morgun:

))))))))))    Sunnudag 6. júlí 2014  (((((((((((

Fyrirlesturinn verður frá 15:00 – 17:00  í Síðumúla 13, 3. hæð í húsnæði Lausnarinnar. –

Verð kr. 3500.-     

Vinsamlega leggðu inn á reikning til að taka frá sæti:

0327-26-9579 Kennitala: 610311-0910

og sendu tölvupóst á johanna@lausnin.is   (mikilvægt)  –  og þú færð staðfestingu í tölvupósti til baka.

Ef þú getur ekki/eða vilt ekki af einhverjum orsökum greiða í gegnum heimabanka, – vilt e.t.v. greiða með korti, nú eða bara með peningum og ert harðákveðin/n í að koma hafðu þá samband í síma 8956119. –

HAPPDRÆTTI:    TVEIR SEM SKRÁ SIG FÁ HJARTABOLLA

KAFFI – TE – VATN .. vingjarnleg vínber og brosandi bananar í boði … 

Ef þið skráið ykkur tvö/tveir/tvær saman er 500 krónu afsláttur, – og verð fyrir tvo/tvö/tvær er 6000.-  🙂

Skemmtileg sunnudagsuppákoma .. sem gæti verið upphafið að einhverju nýju …

Er þetta eitthvað fyrir þig, eða einhvern sem þú þekkir? …

Fyrirlesari er Jóhanna Magnúsdóttir, fv. aðstoðarskólastjóri, guðfræðingur og ráðgjafi,  en eftirfarandi orð eru úr meðmælabréfi:

 

 

„Jóhönnu hef ég litið mjög upp til í gengum árin og hefur hún reynst mér frábær fyrirmynd. Hún hefur einstaka sýn á lífið og fyllir þá sem hana umgangast af óbilandi trú á lífið og kraft kærleikans. Jóhanna er haldin ólæknandi jákvæðni sem er bráðsmitandi.

Hver sá sem hlustar á erindi hennar eða les pistla hennar á netinu kemst að því að hér er á ferð náttúrlega fæddur predikari sem minnir á Louise Hay og Dale Carnegie. Boðskapur hennar er mannbætandi og á erindi við alla. Jóhanna er líka ein af þeim manneskjum sem að iðkar það sem að hún boðar, hún er sjálf gangandi dæmisaga sem hægt er að tengja við. Hún setur sig ekki á háan hest heldur í spor annara, þau eru mörg þung sporin sem hún hefur sjálf þurft að stíga á ævinni og erfiðleika lífsins þekkir hún af eigin raun. Hún hefur unnið úr raunum lífsins með sínum einstaka lífskrafti og verið öðrum fyrirmynd og innblástur á sínum erfiðustu tímum.“ –  

Virðingarfyllst,  Hákon Guðröðarson  

——-

Margir halda að þeir geti ekki verið glaðir, – og finna alls konar afsakanir fyrir því og kenna fólki eða aðstæðum um „ógleði“ sína. –   Það er gott að gera sér grein fyrir hvað eru afsakanir og innri hindranir og hverjar þessar raunverulegu hindranir eru, – hvort það geti verið að þær séu mun færri þegar við förum að sortéra? – 

Ert þú tilbúin/n að taka á móti þegar gleðin kallar á þig? … 

Beach-Heart

 

Ef þú vilt að barnið þitt verði fórnarlamb – vertu fórnarlamb ….

Það er mikið um það rætt hvort að óhætt sé að elska sig  – og langþekktasta líkingin er um að þessi sjálfselska sé á þeim nótum að setja súrefnisgrímuna á sig fyrst áður en barn er aðstoðað.

En það má líka skoða þetta út frá þeim sem eru að gagnrýna einhvern fyrir að vera sjálfselskandi, – eru þeir ekki bara að segja; „Þú átt að elska þig minna og mig meira?“ –

Í dag vitum við flest um hvað er rætt þegar talað er um sjálfsást, sjálfsumhyggju og s.frv. – það er ekki verið að tala um að taka ekki tillit til annarra, heldur bara að taka líka tillit til okkar sjálfra og sinna okkur.

Það er mjög algengt að fóllk setur sig langaftast í röðina og finnst því margt bjóðandi sem það myndi aldrei bjóða náunga sínum uppá. – Það vantar sjálfsást.   Auðvitað er til fólk sem treður sér fremst og traðkar á annarra tám. –  Ég held að það sé reyndar miklu frekar hægt að greina það sem sjálfhverfu eða siðblindu.  Þú sérð engan nama sjálfan þig og hinir skipta ekki máli.   Þarna erum við enn og aftur komin inn á gullna meðalveginn, þ.e.a.s. allt þarf að vera í jafnvægi í þessum heimi.
Þegar móðir „fórnar sér“ fyrir börnin sín (með fórnarlambsviðhorfi), – er hún oft að kenna ranga hluti, og það gerir hana e.t.v. fulla gremju, sérstaklega þegar hún fær ekki þakklæti til baka. Þá upplifir hún sig fórnarlamb, – og þá hætta börnin (sem hún fórnaði sér fyrir) að líta upp til hennar  . – Það sama gildir í parasamskiptum. Annar makinn „fórnar sér“ eða sínum plönum fyrir hinn, – svo að hinn geti blómstrað, – klárað nám, unnið meira o.s.frv. – ef það er gert á forsendum fórnar – þá er líka hætta á að við séum komin með eitt stykki  fórnarlamb, – og makinn sem blómstraði fer í burtu frá fórnarlambinu, og það situr eftir með sárt ennið og segir: „Og ég sem fórnaði x mörgum árum fyrir þig og blah, blah.. “ – Það þurfa ALLIR að blómstra, og til þess þarf að næra sig, og bera ábyrgð á sínu blómi, = Elska sig.
Að vera góð fyrirmynd er besta uppeldið. Hvernig viltu að barnið þitt verði? – Vertu þannig?
Ef barnið á að standa sig í iþróttum, hreyfðu þig. Ef barnið er of mikið í tölvunni, ekki vera of mikið í tölvunni. Ef þú vilt að barnið þitt verði hamingjusamt, – vertu hamingjusöm/samur.

Ef þú vilt að barnið þitt verði fórnarlamb, vertu fórnarlamb. –

Við þurfum að iðka það sem við kennum. – „Practice what you preach“ ..

Orð og gjörðir verða að haldast í hendur,  því annars er ekkert að marka okkur.   Við verðum að standa við orð okkar, og vera og gera það sem við segjum að sé rétt.

Stundum eru orðin tóm, –  ef þeim fylgir ekki sannfæring og heiðarleiki.

Við fórnum engum árum, þegar við ölum upp börnin – við fórnum engum árum í sambandi, – ekki nema að við lítum á það sem við gerum sem fórn. –

Gerum það sem við gerum út frá réttum forsendum, vegna þess að það er okkar val. Ef einhver kann ekki að meta það sem við gerum, eða við fáum ekki þakklæti,  þá skiptir það minna máli ef við erum að gera það, ekki til að fá þakkir eða viðurkenningu, heldur vegna þess að þetta er það sem við viljum einlæglega gera. –

Það er gott að sjá ekki eftir neinu, –  því það er vont að lifa lífi í eftirsjá. Það er háttur þeirra sem hugsa;  „Og ég sem fórnaði ……..“ –

Hugsum bara að allt sé eins og það á að vera, – við erum komin á þennan reit í Lúdóspilinu og við erum ekki að pæla hvað gerðist þarna eða á hinum staðnum.  Jú, kannski til að gera ekki það sem olli okkur vanlíðan aftur, – tili að læra af því, en ekki til að væla yfir því. –

Það er svo gott að rísa yfir þessa „aumingja ég“ hugsun, – og „ef bara“ .. það er nú eitt af því sem ég lærði hjá móður minni, –  „það þýðir ekkert að segja ef“ .. og ég veiit það kom vegna þess að pabbi, – maðurinn hennar drukknaði í sjónum og ef ……

Mamma mín gerði alls konar gloríur, en ég man ekki að hún hafi einu sinni sagst hafa fórnað einu né neinu fyrir okkur börnin sín fimm. –  Þó mörgum hafi fundist hún gera það.

Ég upplifði hana sem hetju en ekki fórnarlamb. –  Það er líka hetjudáð að standa í fæturnar við svoleiðis aðstæður, og halda áfram rútínu.  Halda áfram að hafa matinn klukkan sjö, halda páska, halda jól,  halda heimili fyrir fimm ærslafulla krakka,  og reglusamt heimili.

Þegar ég varð mamma og bað hana að passa meðan ég fór til útlanda, fann ég að hún gerði það ekki af fórnfýsi heldur með gleði. –  Sérstaklega man ég eftir þegar við komum einu sinni heim frá Spáni, þá var hún búin að hjálpa krökkunum að skreyta allt með músastigum og hengja upp myndir. –   Það var enginn fórnarlambsfílingur í því, heldur gleði.  Á sama hátt sinni ég barnabörnunum mínum í dag, og hvar skyldi ég hafa lært það? –
Vissulega getur fólk snúiið þessu alveg á hvolf s.s. það sér að fyrirmyndin er ekki góð og ákveður að vera andstæðan.  En þeirri ákvörðun þarf líka að fylgja einlægni, því við eigum til í að detta (óviljandi) í sama gír og fyrirmyndirnar. –   Ég hef gert það í bæði í þessu góða og vonda, og nú sé ég börnin mín líka gera svipað og við foreldrarnir. –

Það er mikilvægt að iðka sjálfsvirðingu til að kenna sjálfsvirðingu.

Við höfum mörg misst – við höfum mörg gefið – við höfum mörg elskað og hjálpað ..  er það ekki yndislegt að geta gert svoleiðis?

Óttumst minna og elskum meira – líka okkur…

„Engir lúserar hér“  …

F52E17F2-694E-11E1-94CA-E6AE32D05ADD