„Mig dauðlangar að vera ég“ …..

Eftirfarandi pistill er að mestu fenginn að láni hjá Anita Moorjani, en hún gekk í gegnum það sem er kallað „NDE“ eða Near Death Experience,  var við dauðans dyr – og kom til baka með nýja sýn á lífið.  Bókin hennar heitir því „Dying to be me“  .. sem er orðaleikur á ensku, en við tölum um það líka á Íslandi að okkur „dauðlangi“ eitthvað, eða „mig langar svo mikið að ég er alveg að deyja.“ –  Hún er eiginlega að segja að hún hafi þurft að deyja (og koma til baka) til að vera hún sjálf.

Anita brýtur niður ansi margt sem kennt er í sjálfshjálpargeiranum – en ég er fyrsta manneskjan til að skoða það að enginn sannleikur er endanlegur og um að gera að skoða hennar hugmyndir og er ég bara nokkuð sammála þessu. –

Hér eru fjórar mýtur eða ranghugmyndir að mati Anita Moorjani  – mýtur sem margir líta á sem sannleika, – og gætu haldið aftur af okkur við að lifa lífinu til fulls.

Mýta #1:  Það er eigingirni að elska sig:  Til að eyða þessari mýtu, hvernig væri að skoða andhverfuna?   Hvernig lítur það út ef við hvorki elskum okkur né virðum? Við upplifum að við séum einskis virði, eigum ekkert gott skilið og erum óverðug ástar.  Manneskjan  verður þurfandi – hún upplifir að hún sé með tómarúm sem hún heldur að aðeins aðrir geti fyllt á – af því að það er búið að telja henni trú að það sé eigingirni að fylla á það sjálf.  Þegar við erum að fylla á tómið sjálf erum við að elska okkur.

Anita Moorjani segir að svona hafi hún verið áður, vegna þess að hún þurfti viðurkenningu annarra til að upplifa sig verðmæta.  Nú hefur hún tekið eftir að þegar fólk elskar sig sjálft,  þart það ekki þessa viðurkenningu annarra til að vera það sjálft.  Í staðinn getur það komið fram sem fólk sem hefur náð að tengjast sjálfu sér og gleði sinni, – fólk sem aðrir vilja umgangast – í stað þess að vera þessi þurfandi einstaklingur, með holrými sem þarf utanaðkomandi áfyllingu.

Ath!  Meðvirkni verður til þegar við reynum að fá frá öðrum það sem við höldum að við höfum ekki sjálf.   (Það er s.s. allt í hausnum).  Lausnin frá meðvirkni felst m.a. í því að læra að elska sig! 

Mýta #2: Að elska sjálfa/sig þýðir að við þurfum að vera í stöðugri sjálfsrækt, sem gæti orðið kostnaðarsöm:  Margir halda að það að elska sig og virða felist einfaldlega í því að taka frá tíma í annars annasamri dagskrá, til dæmist til að hugleiða, finna ilminn af blómunum, fara í  handsnyrtingu, klippingu eða fara í nudd –  í grunninn sé það að eyða peningum í okkur sjálf og gefa okkur gjafir.  Fólk segir: „Ég hlýt að elska mig nú þegar, vegna þess að ég er alltaf að gera eitthvað svona fyrir mig.  En samt er líf mitt ekki að ganga upp!“

Þrátt fyrir að það sé mikilvægt að taka frá tíma fyrir okkur sjálf,  til þessara hluta ef þeir færa okkur ánægju, en það sem sjálfs-ástin þýðir í raun:  Það þýðir að elska sjálfa/n sig þrátt fyrir að misstíga sig.  Jafnvel þegar við erum langt niðri og líður eins og við eigum ekkert eftir. Jafnvel þó að okkur finnist gjörsamlega allir á móti okkur og skilji okkur ekki. Við þurfum að geta horfst í augu við okkur sjálf, og segja „Sama hvað hver segir, ég ætla ekki að bregðast mér, eða flýja sjálfa/n mig.  Ég mun standa með mér.“ 

Mýta #3: Að elska okkur,  þýðir að afneita veikleikum okkar.  Margir trúa því að það að elska sig, þýði að við eigum að afneita því sem virðast veikleikar okkar og bara tala við sig með staðfestingum.  Það er þó ekki málið.  Það er ekki gert með því að stunda stöðugt sjálfshól, að tala okkur upp og að segja okkur sjálfum hversu æðisleg við erum. Það er um það að elska hin RAUNVERULEGU okkur! –  Það er það að elska hin mennsku „okkur.“  „Okkur“  sem stundum völdum öðrum vonbrigðum, sem verðum viðkvæm við gagnrýni o.fl.  Það er um það að skuldbindast sjálfum okkur – um að við munum standa með „okkur,“ – jafnvel þótt enginn annar geri það.  Það er það sem „að elska okkur“ þýðir.

Þetta kallast á við „Mátt berskjöldunar“ – það að þora að vera við sjálf og ófullkomin og SAMT elska okkur og standa með okkur,  þar til dauðinn að skilur!  ..

Mýta #4: Það er mikilvægt að vera alltaf jákvæð, sama hvað á bjátar.   Þó það sé ekki slæmt að hafa jákvætt lífsviðhorf, – hefur Anita komist að því að sumir sem lesa bækur sem mæla með jákvæðum hugarfari, og hvernig hugsanir skapa raunveuleika okkar, – fara að hræðast það að hugsa neikvæðar hugsanir.  Í hvert skipti sem Anita upplifði tilfinningu hræðslu eða óöryggis, afneitaði hún tilfinningunni, bældi hana og ýtti í burtu – þar sem hún trúið að hún gæti orðið að veruleika.  Það var ekki fyrr en hún hafði nær dáið úr krabbameini, að hún skildi að hún hafði verið að bæla of margar hugsanir og tilfinningar, af ótta við að vera neikvæð, og að setja „neikvæðar hugsanir“ út í andrúmsloftið.  Þessi bæling bætti bara í veikindi hennar. Þá gerði hún sér grein fyrir að það vour ekki hugsanir hennar sem sköpuðu raunveruleika hennar, heldur tilfinningar hennar í eigin garð.  Það er; þess meira sem hún elskaði sig þess betri varð umheimurinn. Þess meira sem hún elskaði sig og virti, þess meira af jákvæðum hlutum leyfði hún að koma inn í líf sitt.  Þess minna sem hún elskaði sig, þess minna fannst henni hún eiga skilið af jákvæðum hlutum í líf sitt.

Ef við bælum stöðugt vissar tilfinningar og innra með okkur, dæmandi þær sem „neikvæðar“ og neyðum okkur til að eiga fleiri jákvæðar hugsanir, eru skilaboðin sem við erum að senda sjálfum okkur: „Hugsanir mínar eru rangar og ég ætti ekki að hafa þær“ Með því erum við að afneita okkur – og tilfinningum okkar.  Þetta er ekki kærleiksrík hegðun í eigin garð, og jafnframt er það ekki gott að hafa allar þessar tilfinningar læstar inni.  Hún hefur komist að því – að það sé mikilvægara að vera hún sjálf, en að vera jákvæð.  Það sem hefst af því er að þegar hún er jákvæð, er það einlægt og ekta.

10389999_786286368083030_1179768191775060625_n

Hér er hún að segja að við eigum að taka á móti öllum tilfinningum og sleppa þeim út, svo þær festist ekki inni og geri okkur veik.

Markmiðið með para- eða hjónaráðgjöf er …..

Markmiðið með para-eða hjónaráðgjöf er að báðir einstaklingar verði hamingjusamari, hvort sem það endar með því að styrkja hjónabandið eða með aðskilnaði einstaklinganna.

Stundum er það þannig að þessir einstaklingar þurfa bara að komast í gott samband og sátt við sjálfa sig og tilfinningar sínar.

Næsti kafli kemur að mestu úr smiðju Eckhart Tolle (með mínu orðalagi).

Það er mikilvægt að gera sér grein fyrir því að í gott samband þarf tvo meðvitaða einstaklinga,  með góða sjálfsvirðingu og sjálfstraust.  Því miður vantar oft upp á þetta og þá gerist það að það sem hófst sem „fullkomið“ samband þar sem litið var fram hjá brestum og ófullkomleika hins aðilans, breytist og upphefst óánægj, rifrildi, árekstrar og andlegt eða jafnvel líkamlegt ofbeldi fer að eiga sér stað.  (Þetta andlega virkar oft í báðar áttir). .

Það virðist vera svo að flest “ástarsambönd”  verði ástar/haturssambönd fyrr en varir.  Ástin getur þá snúist í alvarlega árás,  upplifun fjarlægðar eða algjöra uppgjöf á ástúð  eins og að slökkt sé á rofa.  Þetta er talið eðlilegt.

Í samböndum upplifum við bæði “ást” og andhverfu ástar – árás, tilfinningaofbeldi o.s.frv. – þá er líklegt að við séum að rugla saman egó sambandi og þörfinni fyrir að líma/festa sig við einhvern við ást. –  Þú getur ekki elskað maka þinn eina stundina og svo ráðist á hann hina.  Sönn ást hefur enga aðra hlið. –  Ef “ást” þín hefur andstæðu  þá er hún ekki ást heldur sterk þörf sjálfsins fyrir heilli og dýpri skilningi á sjálfinu, þörf sem hin persónan mætir tímabundið.   Það er það sem kemur í staðinn fyrir hjálpræði sjálfsins og í stuttan tíma upplifum við það sem hjálpræði. –

En það kemur að því að maki þinn hegðar sér á þann hátt að hann mætir ekki væntingum þínum eða þörfum,  eða réttara sagt væntingum sjálfsins.  Tilfinningar ótta, sársauka og skorts sem eru inngrónar í meðvitund sjálfsins,  en höfðu verið bældar í “´ástarsambandinu”  koma aftur upp á yfirborðið. –

Alveg eins og í öllum fíknum,  ertu hátt uppi þegar fíkniefnið er til staðar, en óhjákvæmilega kemur sá tími að lyfið virkar ekki lengur fyrir þig.

Þegar þessar sársaukafullu tilfinningar koma aftur,  finnur þú jafnvel enn sterkar fyrir þeim en áður,  og það sem verra er,  að þú sérð núna maka þinn sem orsök þessara tilfinninga.  Það þýðir að þú sendir þær út og ræðst á hann með öllu því ofbeldi sem sársauki þinn veldur þér.

Þessi sársauki getur kveikt upp sársauka maka þíns, og hann ræðst á þig til baka.  Á þessu stigi er sjálfið meðvitað að vona að þessi árás eða þessar tilraunir við stjórnun verði nægileg refsing til að minnka áhuga maka þíns á því að breyta hegðun sinni, svo að sjálfið geti notað árásirnar aftur til að dylja eða bæla sársauka þinn. –

tilfinningar

Allar tilfinningar búa yfir mætti, hafnið því engri. Virðið þær með því að bjóða þær velkomnar. (Skilaboð frá Móður Theresu)

 

Allar fíknir kvikna vegna ómeðvitaðrar afneitunar á að horfast í augu við og fara í gegnum eigin sársauka.  Allar fíknir byrja með sársauka og enda með sársauka.  Hverju sem þú ert háð/ur – alkóhóli – mat – löglegum eða ólöglegum fíkniefnum eða manneskju – ertu að nota eitthvað eða einhvern til að hylja sársauka þinn. –

Þess vegna – þegar bleika skýið er farið framhjá –  er svona mikil óhamingja,  svo mikill sársauki í nánum samböndum. –   Þau draga fram sársauka og óhamingju sem er fyrir í þér.  Allar fíknir gera það.  Allar fíknir ná stað þar sem þær virka ekki fyrir þig lengur,  og þá finnur þú enn meiri sársauka.

Þetta er ein af ástæðum þess að flestir eru að reyna að sleppa frá núinu – frá stundinni sem er núna – og eru að leita að hjálpræði í framtíðinni. –  Það er eiginn sársauki sem við óttumst.   Ef fólk aðeins vissi hversu auðvelt það er að ná mættinum í Núinu,  mættinum af viðverunni sem eyðir fortíðinni og sársauka hennar,  raunveruleikinn sem eyðir blekkingunni. –

Ef við aðeins vissum hversu nálægt við erum okkar eigin raunveruleika, hversu nálægt Guði. –

Að forðast sambönd er tilraun til að að forðast sársauka og er því ekki svarið. – Sársaukinn er þarna hvort sem er.  Þrjú misheppnuð sambönd á jafn mörgum árum eru líklegri til að þvinga þig inn í að vakna til meðvitundar heldur en þrjú ár á eyðieyju eða lokuð inni í herberginu þínu.  En þú gætir fært ákafa viðveru inn í einmanaleika þinn,  sem gæti líka virkað. –

Frá þarfasambandi  til upplýsts sambands. 

Hvort sem við búum ein eða með maka,  er lykilinn að vera meðvituð og auka enn á vitund okkar með því að beina athyglinni enn dýpra í Núið.

Til þess að ástin blómstri,  þarf ljós tilvistar þinnar að vera nógu sterkt til að þú látir ekki hugsuðinn í þér eða sársaukalíkama þinn taka yfir og og ruglir þeim ekki saman við hver þú ert.

tolle

Að aftengja sig hugsun er að vera hinn þögli áhorfandi hugsana þinna og hegðunar,

Að þekkja  sjálfa/n sig sem Veruna á bak við hugsuðinn, kyrrðina á bak við hinn andlega hávaða,  ástina og gleðina undir sársaukanum,  er hjálpræðið, heilunin, upplýsingin.

Að aftengja sig sársaukalíkamanum er að færa meðvitund inn í sársaukann og með því stökkbreyta honum.  Að aftengja sig hugsun er að vera hinn þögli áhorfandi hugsana þinna og hegðunar, sérstaklega hins endurtekna mynsturs huga þíns og hlutverkanna sem sjálfið leikur.

Ef þú hættir að bæta á “selfness”  missir hugurinn þennan áráttueiginleika,  sem er í grunninn áráttan til að DÆMA, og um leið að afneita því sem er,  sem skapar átök, drama og nýjan sársauka.  Staðreyndin er sú að á þeirri stundu sem þú hættir að dæma,  með því að sættast við það sem er, hver þú ert,  ertu frjáls frá huganum.  þá hefur þú skapað rými fyrir ást, fyrir gleði og fyrir frið.

Fyrst hættir þú að dæma sjálfa/n þig, og síðan maka þinn.  Besta hvatningin til breytinga í sambandi er að samþykkja maka sinn algjörlega eins og hann er,  án þess að þurfa að dæma hann eða breyta honum á nokkurn hátt.

Það færir þig nú þegar úr viðjum egósins.  Allri hugarleikfimi og vanabindandi “límingu” við makann er þá lokið.  Það eru engin fórnarlömb og engir gerendur lengur,  engin/n ásakandi og engin/n ásökuð/ásakaður.

ÞETTA ERU LÍKA ENDALOK ALLRAR MEÐVIRKNI,  að dragast inn í ómeðvitað hegðunarmynstur annarrar persónu og þannig að ýta undir að það haldi áfram.

Þá munuð þið annað hvort skilja –  í kærleika – eða færast SAMAN dýpra inn í Núið,  inn í Verundina.  Getur þetta verið svona einfalt? –  Já það er svona einfalt.  (segir Tolle)

Ást er tilveruástand.  “State of Being” –  Ást þín er ekki fyrir utan; hún er djúpt innra með þér.  Þú getur aldrei tapað henni, og hún getur ekki yfirgefið þig.  Hún er ekki háð öðrum líkama,  einhverju ytra formi.

Í kyrrð meðvitundar þinnar,  getur þú fundið hinn formlausa og tímalausa veruleika eins og hið óyrta lif  (andann?) sem kveikir í þínu líkamlega formi.  Þú getur þá fundið fyrir þessu sama lífi djúpt innra með öllum öðrum manneskjum og öllum verum.  Þú horfir á bak við slæðu forms og aðskilnaðar.  Þetta er upplifun einingarinnar.   Þetta er ást.

Jafnvel þó að einhverjar glætur séu möguleikar, getur ástin ekki blómstrað nema þú sért endanlega laus við að skilgreina þig í gegnum hugann og að meðvitund þín verði nógu sterk til að eyða sársaukalíkamanum –  eða þú getir a.m.k. verið meðvituð/meðvitaður sem áhorfandi.  Þá getur sársaukalíkaminn ekki yfirtekið þig og með því farið að eyða ástinni.  Eða vera eyðileggjandi fyrir ástina. –

Smellið hér til að lesa Orginalinn

Og hér er tengill á Eckhart Tolle sjálfan þar sem hann les þennan texta upp úr bók sinni “The Power of Now” –

(Ath! þeir sem kannast ekki við hugtakið “sársaukalíkami”  þá er það líkaminn sem laðar að sér vonda hluti sem þú undir niðri veist að koma bara til með að auka á vansæld þína. –   Offitusjúklingur leitar í það sem fitar hann,  sá sem er að reyna að hætta að reykja fær sér sígarettu,   sá sem þarf að byggja sig upp andlega leitar eftir vandamálum og leiðindafréttum og “nærist” þannig – nærir sársaukalíkama sinn.  –   Þekkir þú einhvern sem hegðar sér svona? –

Það að koma sér úr skaðlegum aðstæðum,  getur bæði verið líkamlegt og huglægt.  Að sjálfsögðu lætur enginn bjóða sér árásir annarra eða ofbeldi, – og því er sjálfsagt að koma sér þaðan.  En meginatriði er að komast úr skaðlegum aðstæðum sjálfs sín,  þegar við erum okkar eigin verstu skaðvaldar. –   Fylgjumst með hvað við gerum,  verum okkar eigin áhorfendur,  sjáum,  viðurkennum og lærum.

En með samhug en ekki dómhörku. –

Við erum svo hrædd við að aðrir telji okkur sjálfselsk að ……

„Amma mín – ég er á námskeiði að læra að elska sjálfa mig!“  sagði unglingurinn við ömmu sína sem var komin á níræðisaldur. –  Amman setti í brýrnar – leit á sonardóttur sína og sagði svo með miklum þunga; – „Í guðanna bænum, forðaðu þér af þessu námskeiði áður en þú hlýtur verra af.“ – 

Auðvitað var amman með aðra hugmynd um það hvað var að elska sig, heldur en barnabarnið hennar.  Við erum logandi hrædd við að teljast sjálfselsk eða það sem við köllum eigingjörn í daglegu tali.  Það verður oft til þess að við gerum lítið úr sjálfum okkur, – „Hver þykist ég vera“ er algengt sjálfstal, ef við erum að fara einhvern minna troðinn slóða en aðrir hafa farið, – eða ef að sviðsljósinu er beint að okkur.

Við drögum nefnilega oft úr okkur – frekar en að „peppa“ okkur. –

Það er enginn að biðja okkur um að vera eigingjörn, – bara að elska okkur JAFNT og náungann.  Ekki meira og ekki minna.   En reyndin er að í flestum tilfellum, erum við verri við okkur sjálf en náungann.  Það kemur fram í innra sjálfstali. „Þú ert nú meira fíflið“  er e.t.v. það sem við segjum eitthvað þegar okkur mistekst, – myndum við segja það við einhvern sem við elskum? –   Eða hvað varðar útlitð?  „Sjá þig þarna fitubollan þín?“   eða  „Hvað er eiginlega að þér, – þú gerir aldrei neitt nógu _____“    Það kannast eflaust flestir við niðurrifsröddina, – og það sem gerist þegar við förum að elska okkur, við förum að taka ábyrgð á okkar heilsu og hamingju, og ef við ætlum að vera hraust og hamingjusöm,  þá að sjálfsögðu notum við ekki neikvætt sjálfstal í okkar garð.

Svo ekki óttast það að elska þig, – þú ert ástar þinnar virði! 

Það er eitthvað í egóinu okkar sem er að segja að við getum ekki uppfyllt okkar lífstilgang- og að við séum aldrei tilbúin að gera þetta eða hitt, og það gerir það að verkum að við setjum innri hindranir.  Ef við gerum það ekki fullkomlega sem við erum að fara að gera, þá sleppum við því frekar, því við óttumst viðbrögðin ef það er ekki nógu gott.   Samt vitum við að æfingin skapar meistarann.

Meistaraverkið verður ekki til á einum sólarhing – eða sjalfdnast. Það þróast, skref fyrir skref,  alveg eins og við komumst skref fyrir skref á fjallstindinn. –  Hvannadalshnjúkur er ekki genginn í einu skrefi.  Fyrst er tekin ákvörðun um að ganga, – ef við erum í lélegu formi í upphafi byrjum við að styrkja okkur,  síðan þegar við höfum komiið upp styrk,  þá finnum við hóp og leiðsögumann til að ganga með og síðan – einhvern tímann klárum við gönguna og komumst á toppinn! .. Það hefst allt með ákvörðun.  Markmiðið þarf ekki að vera Hvannadalshnjúkur, – það getur verið minna fjall.  Það getur líka verið bók, það geta verið ákveinn kílóafjöldi sem þarf að losna við, til að vera ekki í hættulegri þyngd, það getur verið hvaða markmið sem er,  en allt hefst það með ákvörðun, síðan litlum skrefum sem stækka eftir því sem við styrkjumst!

Þegar við elskum sjálf okkur, elskum við náungann um leið. –  Við eigum yfirleitt einhvern í kringum okkur, og stundum marga, sem elska okkur það mikið að þau óska okkur að vera glöð – óska okkur að ná markmiðum okkar o.s.frv. –   Ef við eigum erfitt með að hugsa að við séum að elska okkur fyrir okkur, – ef við erum föst í því að við séum eigingjörn,  þá getum við snúið aðeins á hugann og hugsað að það sem við séum að gera sé fyrir aðra. –  Já, eins og við setjum súrefnisgrímuna í flugvélinni á okkur til að geta síðan hjálpað barni.

Af einhverjum orsökum finnst okkur réttlætanlegt að elska aðra, en ekki okkur sjálf.  Fussum svei, að fara nú að elska sjálfa/n sig, það er auðvitað stórhættulegt, eins og kom fram hjá ömmunni hér í upphafi! ..

Þegar við komumst yfir þennan ótta við að elska okkur sjálf og áttum okkur á því að tilgangur okkar er m.a. að elska náungann og vera honum ljós, – þá skiljum við að það að elska okkur sjálf er það sem þjónar náunganum og lífinu best.  Það að elska okkur er ekki okkar einkamál, – við erum að gera það fyrir aðra líka.

Við getum ekki gefið ef við erum súrefnislaus sjálf.

Það að elska sig, eins og náungann, er því náunganum í hag, – það er „win – win“

10422396_898081083551104_7633883796964282996_n

Hamingjuformúlan er í lagi Páls Óskars: „Betra líf“

Ég horfði á góðan fyrirlestur á Ted.com í morgun, – um hamingjuna og þakklætið, einskonar hamingjuformúlu. –  Þá áttaði ég mig á tengingunni í textann hans Páls Óskars í laginu: „Betra líf“ –  og langar að deila því með ykkur.

„Svo lít ég bara í kringum mig og sé
Alla þessa fegurð nærri mér
Ég tók því sem gefnu
En staldraði aðeins við
Ég er á réttum tíma á réttum stað
Hverjum get ég þakkað fyrir það?
Ég opnaði augun
Og hjartað…“

Hamingja og þakklæti eru óaðskiljanleg – en það margir hafa verið að sýna fram á er að það er þakklætið sem skapar hamingjuna en ekki öfugt. –

Hver er þá aðferðafræðin við að upplifa þakklætið? —

Ég staldra við, á réttum tíma á réttum stað (nýt stundarinnar) – ég opna augun og hjartað, lít kringum mig og sé, alla þessa fegurð kringum mig,  tók því sem gefnu (án þess að þakka) – en fór að þakka.  Opnaði augun og hjartað … og fann betra líf (hamingjuna)

Við tökum einhverju sem gefnu, – þýðir að það er gefið en við þökkum ekki fyrir það.  Andstæðan við að þakka fyrir er vanþakklæti. –

Hvað er það sem er gefið – og við tökum sem gefnu?

  • Lífið
  • andardrátturinn
  • vatnið
  • súrefnið
  • líkaminn
  • fjölskyldan
  • náttúran
  • fjöllin
  • skýin
  • …..

Þessi listi getur auðvitað orðið endalaus, –  en við áttum okkur oft ekki á ríkidæmi okkar og öllum gjöfunum sem við fáum á hverri stundu, – ef við hinkrum ekki við, opnum augun og tökum með þakklátu hjarta á móti þeim.

En það er meira.  Hvað fáum við á hverri stundu? – Þegar við stöldrum við í stundinni? –

Við fáum tækifæri – en ný tækifæri berast okkur á hverri stundu.  Þó við missum af einum strætó,  þá er það þannig að tækifærisstrætó hættir seint að ganga. –  Það liggja mismunandi tækifæri í hverju andartaki, – við höfum tækifæri til  að taka ákvörðun, til að velja. –

„Fann á ný betra líf
Af því ég fór loks að trúa því
Að það væri eitthvað annað
Eitthvað meir og miklu stærra“

Það er „eitthvað annað“ – sem er lífsfyllingin okkar.  Það sem fyllir tóma tilfinningapoka.

Þegar við upplifum að við séum tóm, við upplifum tilfinningu að eitthvað vanti, – þá er það þetta „eitthvað annað“  og kannski er þetta „eitthvað annað“  tenging við hið heilaga í okkur sjálfum.  Við okkar eigið ljós? ..

Við fyllum ekki á það með mat, með áfengi, með vinnu, með öðru fólki.

Við þökkum það sem við áður tókum gefnu, þessum endalausu gjöfum sem hellast yfir okkur á hverri stundu, sem við þurfum bara að staldra við til að þiggja, og taka á móti. Taka á móti lífinu, taka á móti tækifærum lífsins, og þakka þessar gjafir.

Þá verðum við rík og hamingjusöm og eignumst betra líf, – eitthað meir og miklu stærra, en allt sem er. 

Þakklátur heimur verður glaðari heimur, heimur sem kann að njóta gjafanna, sem eru gefnar á hverri stundu, hverju andartaki. –  ❤

TAKK FYRIR PÁLL ÓSKAR ..

TAKK FYRIR DAVID STEINDL RAST

 

Grasið er grænt þar sem þú vökvar það ….

„It´s all about focus“ .. sagði gúrúinn .. og gú-rú þýðir frá myrkri til ljóss, og það sem þú veitir athygli vex, er það ekki? –

Við þekkjum þessa setningu að grasið sé grænna hinum megin við hæðina, – en í raun er hið rétta að grasið er grænt þar sem við vökvum það.

Þess vegna er alltaf verið að árétta að byrja heima hjá sér.  Fyrst hjá hverjum og einum einstaklingi, og ef einstaklingar eru í sambandi, þá í sambandinu. –

Ef að fókusinn, eða athyglin er sífellt utan sambands,  þá fer væntanlega eitthvað að vaxa þar,  en visna að innan.

Þegar ég fæ til mín fólk í skilnaðarhugleiðingum,  sting ég oftast upp á því að það gefi sambandinu tækifæri,  nema ef um er að ræða niðurbrot og ofbeldi af þeirri stærðargráðu að ekki verður úr því bætt. – Það er metið sérstaklega.

En svona bara „lala-samband“  sem fólk er búið að vera í lengri tíma, og bara orðið leitt kannski á tilbreytingaleysi,  þá er spurningin oft um að gera frekar eitthvað í því en að leita út á við.

Það fyrsta er – það sem ég skrifaði í upphafi „að skipta um fókus“ – sem þýðir að fara inn á við. Báðir aðilar þurfa að huga að sínu hjarta, sinni gleði, sjálfsvirðingu og ást á sjálfum sér, fyrst og fremst.  Það er þetta með að taka ábyrgð á eigin hamingju og heilsu. –   Síðan þurfa báðir aðilar að horfa inn í sambandið – í stað út.   Líka má skoða hvað er gott, hvað fer vel,  hæfileika, getu, – möguleika og framtíðarsýn.   Á fólk sameiginlega framtíðarsýn og hvað er það að gera til að þjóna henni? –

Um leið og fólk fer að hugsa um skilnað þá er skilnaðaröxin tekin fram,  og farið er að höggva í sambandið. –   Það virkar t.d. þannig að ef annar aðilinn er að hugsa þetta, þá hreinlega leitar hann að göllum hjá maka sínum og ástæðum til að skilja, til að réttlæta ákvörðun enn fremur.    Hann er með ósýnilegan lista, þar sem hann listar þetta allt skipulega upp,  allt sem miður fer. –  Fókusinn er á makanum, sem á að gera okkur „happy“ –  sinna okkur betur,  vera fullkominn – þó við séum það ekki endilega sjálf.  (Enda er það enginn).      En þegar að við erum í þessum „skilnaðarham“  og horfum bara á það neikvæða – þá vex það að sjálfsögðu.  Um leið horfum við út, yfir hæðina – á þetta græna og sjáum fyrir okkur að allt sé betra.  Þetta er ekki ósvipað og nemandi í framhaldsskóla, sem er ekki að virka vel í skólanum og telur sér trú um að ef hann skipti um skóla – ÞÁ  fari honum að ganga betur.

Skólar eru mismunandi, – svo sannarlega.  En þetta fer alltaf að langmestu leyti eftir nemandanum.  Ég gæti næstum sagt 90% eftir hans viðhorfi og vilja, –  og 10% er ytri aðstæður.   Það er auðvitað þannig, að hvort sem um er að ræða skóla eða hjónaband,  þá gefur fólk nýja skólanum eða makanum oft meiri „séns“ til að byrja með –  meiri en það gaf þessu sem var áður og er ekki í sömu dómhörku gagnvart því! –    Nýja konan er kannski alltaf sein eins og sú sem var á undan,  en það verður meira svona „sætt“  í tilfelli þeirrar nýju.  Sama gildir um karlinn, – hann fær meiri afslátt ef hann er nýr í sambandinu.   En öll sambönd eldast og breytast og verða að meiri vana er það ekki? –

Þegar við erum ekki að vökva heima hjá okkur, þá eins og áður sagði, visnar grasið.  Og kannski er ráð að prófa að vökva.  Hengja skilnaðaröxina upp og gefa sambandinu, sem á í raun oft mjög mikinn og góðan kjarna – séns.  Báðir aðilar geta þá litið í eigin barm og hugsað hvað hafi þeir að gefa. Kannski þurfa þeir að fylla á tankinn, í sjálfsástinni eða hvað það nú er,  en auðvitað er yndislegt ef fólk getur gert það saman að einhverju leyti.

Fólk lifir það alveg af að skilja,  það er þroskaferðalag – dýrt, bæði andlega og veraldlega.  Hvað ef hjónin hefðu getað varið þeim peningum frekar í að farið í annars konar ferðalag, kannski gengið Jakobsveginn, þar sem fólk upplifir „heimkomu“ til sjálfs sín.  Nú eða bara farið að iðka eitthvað fallegt huglægt saman?  Nú eða að láta drauma rætast?  Það er að sjálfsögðu hægt að gera það í sitt hvoru lagi, – en það dugar sjaldnast til að bara annar aðilinn rækti sig. –  Þó má segja það að það smiti yfir í hinn – þannig að hann langi líka.  Ef svo verður ekki – annar aðilinn ætlar bara ekkert með í þessa heimkomu sambandsins,  ÞÁ er hægt að endurskoða hvort að slíta eigi sambandinu.  Það er betra að fullreyna – en að vera með eftirsjá.  „Ef við hefðum“ ..

Svo er auðvitað það fólk sem hefur setið of lengi, óánægt í sambandi, og skilur svo, en hugsar:  „Ef við hefðum bara skilið fyrr“ ..

Aðalatriðið í þessu er þá að sitja ekki óánægð og í einhvers konar skilnaðarlimbói, og hugsunum um græna grasið. Heldur gera eitthvað í því og taka upp vatnskönnuna og byrja að vökva.  –  Það þarf s.s. að gera eitthvað  – ekki bara sitja í óánægjupyttinum.

Heiðarleiki er undirstaða góðs sambands. Ef okkur líður illa – þá þarf að skoða hvað það er.  Ræða það við maka sinn – og e.t.v. fá aðstoð til að finna út hvað er hægt að gera,  hverju er hægt að breyta og hverju ekki. –   Er eitthvað sem má sætta sig við og er bara gott og er eitthvað sem vantar kannski bara smá kjark til að breyta.

Ekki sprengja samband upp með framhjáhaldi, sem stundum er gert – og auka þannig á sársaukann.  Það er líka bara fáránlega erfitt ef að um skilnað verður síðan að ræða og sá/sú sem haldið var framhjá með verður nýi makinn.   Svo er ætlast til að allir verði vinir í skóginum.  Það er bara ekki raunsætt.  Fyrri maki þarf alla veganna að fá góðan tíma til að jafna sig.

Pælum aðeins aftur í hvert athyglin fer.  Hvernig er hægt að ætlast til að hjónaband eða samband blómstri ef að fræjunum er sáð utan þess og vökvuð þar?  Hvernig er hægt að ætlast til að upplifa nánd, ef sífellt er verið að byggja varnargarða?  Hvernig er hægt að biðja um gott samband ef alltaf er verið að taka úr sambandi?

Áður en þú dæmir samband þitt eða hjónaband dauðvona, –  nærðu það, vökvaðu það og veittu því athygli.  Gefðu því a.m.k. jafn mikla athygli og flóttaplönum þínum.

Ásetningur þinn drífur áfram athygli þína.  Ef þú hefur einsett þér að fara úr sambandi, er fókusinn á útgönguleiðinni.  – Svo áður en hætt er – eða gefist upp, er gott að gefa sér tíma þar sem ásetningurinn er að vera í stað þess að fara.  Það má alveg setja upp tímamörk, t.d. einn til tvo mánuði.  Þar er skilnaðaröxinni lagt, fókusinn fer í jákvæða hluti sambandsins, – jákvæða eiginleika makans og þín sjálfs.  Þið gerið það sem er skemmtilegt og gjarnan saman.

Hjónaband sem virkar dauðvona, á kannski lífsvon,  þó það sé ekki endilega alltaf.  Auðvitað getur verið að búið sé að svelta það í of langan tíma, þannig að erfitt sé að blása i það lífi, eða hreinlega að gallarnir séu of yfirþyrmandi.  En a.m.k. er hægt að gefa því tækifæri áður en gengið er frá því sem dauðu.

Aldrei vera áfram á forsendum makans,  það er ávísun á gremju og óvirðingu – heldur vegna þess að þú vilt vera fyrir þig.  Það er sama hvað við gerum,  það verður alltaf að vera á réttum forsendum annars er það ekki heiðarlegt – og heiðarleikinn er undirstaðan.  Samband á röngum forsendum er eins og húsið sem er byggt á sandi.  Samband sem er byggt á lygi er líka þannig hús og það fellur, að sjálfsögðu.  Byggið á bjargi – byggið á heiðarleika.

Þessi grein er að hluta til byggð á þessari grein – og hægt að smella hér á hana sem HEIMILD,  en hún er að hluta til byggð á því sem ég hef lært í gegnum árin að skiptir máli. –

Munum svo að við erum í raun bara fullorðin börn, – það er mikilvægt að huga að þessu barni, hamingju þess og heilsu,  gera sem best fyrir það – elska og virða! ..

1656291_1407117102875916_1581473224_n

Fyrst hitar þú sængina og svo hitar hún þig

Ég er svo lánsöm að hafa aðgang að sumarbústað systur minnar í Borgarfirðinum, – og í fyrrakvöld – eftir að hafa haldið fyrirlestur um þakklæti í grunnskólanum á Hvanneyri,  notaði ég tækifærið.   Ég kom þar að í niðamyrkri og sá varla handa minna skil, – en það var þess notalegra að komast inn í bústaðinn.  Hann var þó aðeins volgur, þar sem hann er rafmagnskyntur og við höfum ofnana aðeins volga þegar við erum ekki á staðnum til að spara rafmagn. –

Ég naut þess að setjast niður í kyrrðinni, – fá mér eitt af lífrænt ræktuðu eplunum sem ég verslaði mér í Nettó í Borgarnesi, en ég var að hlusta á konu sem sagði að alltaf þegar maður fengi „craving“ – væri besta ráðið að bíta í epli, sem ég og gerði og reyndist það vel.  Sumarbústaðurinn kallar nefnilega stundum á smá „sukk“ – snakk og nammi, – skrítið hvernig aðstæður geta vakið upp löngun í einhvað sérstakt.

En hvert er ég að fara með þetta eiginlega? –  Jú, ég hef verið að „prédika“ mikilvægi þess að lifa innan frá og út, en ekki öfugt. – Það þýðir að við eigum ekki að bíða eftir að fólk geri eitthvað fyrir okkur, eða gefa fólki ábyrgð t.d. á okkar hamingju. –   Við þurfum ekki að segja við fólk: „gefð þú mér hamingju“ – „gefð þú mér ást“ og svo framvegis.

Umm miðnætti skreið ég upp í rúm – en svefniherbergið hafði ekki náð að hitna, – og sængin – lakið og allt rúmið var bara ískalt brrrrr…..   en ég vissi fyrir víst, að það myndi hitna fljótlega af mínum eigin líkamshita, það væri bara smá tími sem ég þyrfti að vera í kuldanum. –  Og viti menn – og konur! – Eftir nokkrar mínútur var sængin orðin funheit og rýmið undir sænginni hlýjaði mér. –

Svona virkar þetta – við erum sjálf að skapa okkar umhverfi.  Ef við gefum hlýju fáum við hlýju.  🙂

Það er verðugt verkefni að skoða hvað við erum að gefa, og hvað við höfum að gefa. Ef við berum ekki hlýleika í eigin garð, er voða erfitt að „hita sængina“  eða gefa frá sér ljós eða góða strauma í umhverfi sitt. –

Vertu gleðin, vertu velmegunin, vertu ástin, vertu þín eigin mið-stöð … og hitaðu heiminn út frá þinni miðju 🙂

Ljós og Friður

21-the-world

 

Við kennum börnunum ótta …

untitled (6)

Börnin mín ólust við hundahald, – inn á heimilið kom Labradorhvolpurinn sem fékk nafnið Hneta – árið 1990, eða þegar tvíburarnir mínir voru fjögurra ára. –

Heimilið okkar var iðulega fullt af börnum, eftir að börnin byrjuðu í skóla, – og  Hneta upplifði sig oft sem eitt af börnunum og þau tóku henni vel, enda vænsti hundur. –

Einn vinurinn var frekar óöruggur  – en þegar ég kynnti þau Hnetu, varð hann fljótt rólegur og fannst bara gaman að leika við hana. –

Síðan kom mamma hans að sækja hann, og Hneta kom fagnandi til dyra. Viðbrögð hennar voru: „Takið hundinn, – sonur minn er svo hræddur við hunda.“

Ég kímdi við, því auðvitað var það mamman sem var hrædd og var að varpa hræðslu sinni yfir á soninn. –

Þetta er í raun bara dæmisaga.  Öskur yfir gjörsamlega harmlausum kvikindum eins og kóngulóm og músum er eitthvað sem líka er kennt. –   Það er hægt að kenna viðbrögð. Mamma mín var alltaf „kúl“ varðandi kóngulær t.d. – og ég hef aldrei óttast þær.  En auðvitað getur ótti verið sjálfsprottinn,  en ég held við þurfum að fara varlega.  Ekki bara gagnvart dýrum.

images (13)

Hvað með mannleg samskipti? –   Börn sem alast upp við ofbeldi, læra að hræðast þann sem beitir ofbeldi.  Ofbeldismaðurinn skynjar óöryggi og vex ásmeginn. –  Sá sem beitir barn ofbeldi, segir „ekki segja frá“ – og barnið óttast afleiðingar þess að segja frá.   Það veit ekki að ekkert er óttalegra en að lifa með vond leyndarmál – og ekkert skyggir meira á raunverulega hamingju þess.

Ég var einu sinni að ganga fram hjá stórum garði á Spáni – og kom þá gjammandi Schaeffer hundur að hliðinu. – Ég var auðvitað örugg þar sem ég var hinum megin hliðs, en ákvað að hasta á hundinn og segja honum ákveðið að þegja á okkar ástkæra ylhýra tungumáli.  Hundurinn steinþagnaði 🙂 ..

Dýr skynja óöryggi – það þekkja t.d. hestamenn. –   Hestur skynjar stress þess eða ótta sem hestinn situr.  (Þeir eru misviðkvæmir fyrir því).

Þegar við mætum ótta með öryggi – þá tökum við okkur valdið.  Þá er ég að tala um mannleg samskipti. –

Í bíómynd Fellinis um Júlíettu nokkra – er flott atriði sem sýnir frelsið frá óttanum.  Þar er kona að reyna að slíta sig úr vondu sambandi, – en móðir hennar hafði verið ráðandi „rödd“  í hennar höfði. –   Júlíetta þessi segir:  „Ég er ekki hrædd“ – og losnar þá úr viðjum fortíðar og við hræðsluna að standa ein,  án eiginmanns síns og öryggis sem hjónabandið veitti henni. –   Fólk velur stundum það sem það þekkir og upplifir öryggi í því þó það sé vont, fram yfir það óþekkta.   Af hverju? –  Jú, af því það er eitt af því sem við óttumst einna mest.  Óvissan.

Já, okkur er kennt að óttast – og hræðsluáróður leynist víða.  Ekki bara frá foreldrum til barna, – heldur er alið á ótta á svo mörgum stöðum,  til að halda fólki niðri.   Ég hef séð slíkt á vinnustað og ég hef séð slíkt innan kirkjunnar. –  Fólk hefur ekki „frelsi“ til að tjá sig af ótta við afleiðingar.  Atvinnumissi eða ávítur.

Það sem er svakalegast í þessu er að ótti vekur áhyggjur og kvíða.  Við það koma oft fram ýmsir kvillar, bæði andlegir og líkamlegir. 

Það er eðlilegt að varast suma hluti – en ekki gefa þeim valdið.  Kennum börnum að umgangast dýrin og kennum börnum að umgangast óttann. Kannski ráða þau betur við hann þannig? –

Að kenna börnum að óttast alla hunda eða öll dýr, er eins og að kenna börnum að óttast alla menn – eða að óttast allt í lífinu, því sumt er óttalegt og annað ekki. –  Börnin mín eignuðust reyndar annan labrador, eftir daga Hnetu, og eftir eða um það leyti að við faðir þeirra skildum. Hún fékk nafnið „Nótt“ – Örlög Nóttar – sem var blíður hundur,  voru að deyja eftir að maður hafði sparkað ítrekað í  kvið hennar.

Óttinn er svo oft óraunsær og tilbúinn – af þeim sem eru hræddir sjálfir. Stundum eru það draugar sem við erum hrædd við, en fæstir hafa nú mætt draugi, a.m.k. ekki ég.

Óttinn er oft ímyndaður – og heimatilbúinn.

Nærum elskuna og sveltum óttann.  Kennum börnum hugrekki – því að óttinn er oft stóra hindrun okkar í lífinu, hindrun við breytingum, hindrun við að láta drauma sína rætast, hindrun í að við lifum lífinu til fulls.

63507_1676912676433_7298276_n

 

Vinsamleg eða fjandsamleg veröld?

INNGANGUR:

Getum við treyst því að alheimurinn sé okkur hliðhollur? –  Jafnvel þó að vondir hlutir gerist? –   Hafið þið einhvern tímann hitt þroskaðan og tilfinningagreindan einstakling sem ekki hefur þurft að fara í gegnum erfiða lífsreynslu? –
Hvað ef allt er eins og það á að vera og við förum að treysta? –  Treysta því að heimurinn sé með okkur en ekki á móti okkur? –   Hvað gerist þá?   Jú, við hættum mótstöðunni sjálf.  Við getum alltaf ákveðið að vera breytingin í heiminum okkar, – eins og Gandhi mælti með.  „Be the Change“ –    Tolle talar um „Accept what is“ –

Niðurstaðan verður alltaf augljósari og augljósari, – þegar við förum að treysta – og hætta að reyna að stjórna því sem ekki verður stjórnað, þá hefst flæðið. –  „Let it be“ –  „Leyfðu því að gerast“ –  „Slepptu tökunum“  og leyfðu þér að þroskast. –  Ekki mynda mótstöðu við það sem ER – TREYSTU HEIMINUM FYRIR ÞÉR! ..

—-

Eftirfarandi pistill er að mestu leyti sóttur í hugmyndafræði Lissa Rankin, sem m.a. skrifaði bókina „Mind over Medicine“.
 „The most important decision we make is whether we believe we live in a friendly or hostile universe.“  Albert Einstein.
Einstein  er að segja hér að okkar mikilvægasta ákvörðun sem við tökum sé  hvort við trúum að við lifum í vinsamlegum eða fjandsamlegum alheimi.
Það hlýtur að vera jákvæðara að sjá heiminn vinsamlegan, – nú eða gera eins og Gandhi mælti með, – að vera breytingin sem við viljum sjá í heiminum! –  Ef við erum vinsamleg, þá er a.m.k. okkar heimur vinsamlegur.
Lissa fjallar oft um andheiti orða, eins og hún fjallaði á sínum tíma um „placebo“ – sem er orð yfir lyfleysuáhrif, þ.e.a.s. við tökum lyf sem við trúum að lækni okkur og í mörgum tilfellum fær fólk lækningu eða liður betur af þeim.  Hún tók síðan annað orð – eða hugtak sem kallað er „nocebo“ – sem virkar öfugt við placebo, – eða þannig að ef við trúum að við tökum eitthvað inn sem er vont og við trúum að það geri okkur illt, þá virkar það sannarlega svoleiðis. –
Tökum  eftir hvað trúin skiptir miklu máli.  Að það sem við trúum getur haft svona mikil áhrif!  Hvað þá ef við erum bæði að taka pillu sem er vísindalega sannað að virki OG við trúum á áhrif hennar? –  Það er ekki sniðugt að taka lyf og bölva þeim, – eða vilja ekki taka þau þá getur verið að þau virki bara alls ekki vel.
En nú komin við að öðru hugtaki sem Lissa var að kynna til sögunnar og það er andheiti orðsins paranoia (vænisýki)   eða pronoia (öryggi/traust)  Pronoia stendur fyrir „trúna á það að allt í alheimi sé samvinnuverkefni við að styðja okkur.“
Lissa segir frá því að hún hafi farið í ferð upp að fallegu stöðuvatni, og þar hafi hún saknað vinar síns, sem hafði komið með henni þangað tvisvar áður.  Henni fannst hún ekki njóta til fulls þar sem vinur hennar ætti að vera þarna líka. – En þá mundi hún að hún trúði á pronoia – sem þýðir þá að þeim er ekki ætlað að vera saman í þetta skiptið. Svo að það að fara að sakna, myndaði í raun mótstöðu eða hinddrun við það sem ER og orsakar óþarfa þjáningu.
Hún hefur tekið ákvörðun með heimi vinsemdar, -að hún trúi á vinsamlegan heim –  þannig að ef að vinur hennar er ekki með henni þarna, trúir hún að það sé vegna þess að sálir þeirra beggja séu að þroskast sem afleiðing af fjarlægð sem þau viildu í raun ekki.  Hún ímyndar sér að allar þessar yndislegu verur – hinum megin slæðunnar, taki höndum saman um að vekja með þeim hamingju, og furði sig á því af hverju þau skapi svo mikla þjáningu með mótstöðunni gegn því sem hefur verið svo vandlega ofið – til að hjálpa sálum þeirra að þroskast og verða eitt með uppsprettu lífsins.  „Source“
Þegar hún man eftir þessu,  sefar það löngunina í  hjarta hennar og hún finnur meiri frið, finnur sátt í því sem er og treystir því að hlutirnir séu alveg eins og þeir eiga að vera, og það er fullkomleiki sem umlykur allt.

balance

Höfnun og skömm, – tilfinningar í skilnaðarferli ..

Það er vont – reyndar svakalega vont, að upplifa höfnun.  Það er líka vont að upplifa skömm.  Stundum gerum við okkur ekki grein fyrir að þessar tilfinningar eru að grafa um sig, – ekkert frekar en við erum ekki alltaf með það á hreinu þegar sýking fer í gang.  Jú, okkur líður ekki vel – en við vitum ekki alltaf ástæðuna. –

Það eru margar tilfinningar sem gera vart við sig fyrir og eftir skilnað. – Ég var einu sinni spurð þessarar spurningar: „Er líf eftir skilnað?“  og ég svaraði að að sjálfsögðu: „Er líf fyrir skilnað?“  –  Svarið er „já“ í báðum tilfellum, en það er undir okkur komið hvort að lífið er gott eða vont. –   Skömm gerir okkur lífið leitt og höfnunartilfinning gerir það líka.  Birtingarmynd höfnunar er t.d. þegar makinn hættir að veita okkur athygli, – sýnir ekki áhuga o.s.frv. – og ein stærsta upplifun af höfnun í sambandi eða hjónabandi þegar makinn leitar í aðra manneskju,  utan sambands – eða heldur framhjá.

En alversta höfnunin, er í raun ekki höfnun makans, það er höfnunin á okkur sjálfum. Það er skömmin fyrir okkur sjálf. –

Það er mikilvægt að komast upp úr þeim farvegi að finnast við hafa tapað í lífshlaupi okkar,  á miðri leið, við skilnað við maka.  Það er hægt að vinna sig frá sorg til sáttar og frá skömm til sáttar.   Ef skilnaður er staðreynd, – þá þarf að ná sáttum við staðreyndina og halda áfram.  Það hefur reynst mörgum erfitt að sleppa tökum á því sem var og maka sínum. –

Námskeiðið „Sátt eftir skilnað“ – er miðað við það að ná markmiðum, sem væri í raun hægt að ná innan hjónabands eða sambands, ef báðir aðilar væru opnir fyrir því, en markmiðin eru: „Að elska sig“ og „vakna til meðvitundar.“ En þetta er einstaklingsverkefni og upplagt að fara í þá vinnu eftir skilnað – og um leið eiga samleið með fólki sem stefnir að sama marki.   –   Markmiðin skýrast jafnframt  betur á námskeiðinu.  –

Næsta námskeið  Sátt eftir skilnað verður haldið 20.  júní   kl. 9:00 – 15:00    (fyrir konur)   og ef næg þátttaka næst þá verð ég einnig með námskeið fyrir karla.    Hægt er að finna nánari upplýsingar ef smellt er HÉR 

562085_364664146931546_146189222112374_996249_1945055447_n