Ertu að tala þig eða hugsa þig niður í svarta holu? …

The major cause of depression is harsh, hurtful, critical words that you say to you. – Marissa Peer, sálfræðingur

Megin orsök þunglyndis eru hörð, meiðandi, gagnrýndandi orð sem þú segir við þig.
Þetta eru orð sem við höfum fengið að heyra sem börn – af foreldrum, öðrum fjölskyldumeðlimum, kennurum eða öðrum börnum. Þegar við erum fullorðin, er ekki hægt að gera aðra ábyrga – „pabbi minn sagði aldrei að ég væri góður sonur“ – eða „kennarinn sagði ég myndi aldrei verða að neinu“ .. – eða „mamma sagði alltaf að ég væri löt“ .. Kannski er það allt rétt, að þau sögðu þetta , en þegar við erum fullorðin erum við komin með ábyrgð á okkar líðan, – og ábyrgðinni fylgir vald. Það er því að taka okkur valdið og segja þau orð sem okkur vantar – eða vantaði að heyra frá áhrifaaðilum í uppeldinu: Það þýðir að hrósið sem við söknuðum verður að koma frá okkur sjálfum. – Við tökum þannig valdið í okkar lífi og valdeflumst. 


Ef okkur finnst vandræðalegt að hrósa okkur sjálfum, er það vegna þess að við erum hreinlega ekki vön því. En alls konar niðurrif er kannski eitthvað sem við þekkjum betur og því er mun auðveldara að segja: „ég er nú meira fíflið“ en „ég er alveg yndisleg/ur“ .. Marissa talar um að það sem okkur sé „familiar“ eða það sem við þekkjum sé auðveldara.

En auðvitað er í lagi að iðka jákvætt sjálfstal og þannig byggja okkur upp, því þegar við erum að byggja okkur upp, erum við að sjálfsögðu að gera það ekki bara fyrir okkur, heldur að vera til gagns fyrir aðra – og geta gefið svo miklu, miklu meira. –

Ástæðan fyrir að við byrjum á að segja „ég er nóg“ er brúin frá „ég er ömurleg/ur“ yfir í „ég er frábær“ .. Það er svona eins og að setja í hlutlausa gírinn, – þegar við erum að skipta úr bakkgír í framgírinn. –  Við erum alla veganna ekki að skaða okkur, eða draga okkur niður með að segja: „Ég er nóg“

Neikvætt sjálfstal – eða sjálfs-hugsanir   kemur okkur niður í svarta holu, –   Það er eins og kviksyndi  skaðlegra hugsana og sjálfstals.
Þá er spurning hvað við getum sagt til að stöðva talið,   stökkið yfir í jákvæða uppbyggilega talið er stórt,   fyrst er það  að ná sátt við sig með því  að segja  „Ég er nóg“  –

Ég er að gera þetta sjálf og líf mitt er miklu betra –  ég á alveg tilhneygingu til að fara svona niður,   eða get eiginlega sagt  „átti“  því það gerist varla lengur – og þá fer ég mjög grunnt!!  ..

Vertu endilega nóg með mér  ❤

hjarta

Barn í Paradís

Barn í Paradís – óður til afa og ömmu

Mikið er ég sæl að eiga fallegar æskuminningar. Einar fallegustu minningarnar eru úr Lindarbrekkunni, þá verandi bústaðnum þeirra afa og ömmu og nú verandi bústað stórfjölskyldunnar þar sem afi og amma eru fallin frá.

Amma mín stendur mér alltaf fyrir hugskotssjónum sem brosandi og falleg kona. Hún elskaði sólina og varð fallega brún á sumrin. Amma og afi tóku mig stundum með sér í Norðurleiðarrútunni sem setti okkur af við Hreðavatn. Þar gengum við inn Grábrókarhraunið eftir veginum. Fyrst gamla veginum sem lagður var mosa og svo „nýja“ veginum sem ruddur var til að hægt væri að aka að ánni. Við gengum með pinkla og pjönkur og stundum pappakassa með snæri. Við vorum öll í betri fötunum; ferðafötunum, en þegar komið var í bústaðinn fór ég í hversdagsföt og amma í rósóttan slopp, sem eflaust má kalla Hagkaupsslopp, hvíta sandala með fylltum hæl. Einhvern veginn finnst mér samt alltaf að amma hafi ekki tekið af sér perlurnar né fallega gullúrið. Hún var alltaf svo falleg og glæsileg sama hverju hún klæddist.

Amma og afi undu sér þarna yfir sumartímann. Afi var þúsund þjala smiður, dyttaði að bústaðnum, hjó við í eldinn, vitjaði um silunginn, hamraði á ritvélina sína. Hann var alltaf að, nema þegar hann lagði sig eftir matinn! 

Ég fékk að fara með honum að vitja um, og við giskuðum á fyrirfram hvað kæmu margir fiskar í netið. Yfirleitt voru þeir nú bara tveir til fimm eða eitthvað svoleiðis en það var meira en nóg fyrir okkur. Silungur var borðaður á hverjum degi, a.m.k. í minningunni, og mér þótti hann alltaf góður. Afi beinhreinsaði alltaf fyrir mig, en það var ákveðin stund í að verða fullorðin að þurfa að fara beinhreinsa sjálf! Sporðurinn var í uppáhaldi.

Stundum kom amma með útá bát, þá kallaðist hún á við himbrimann, sem kallaði á móti. Ég hlustaði dolfallin á, sitjandi í mínu björgunarvesti úr frauðplasti í gulum og grænum lit. Þessi vesti eru nú orðin börn síns tíma, þó ennþá séu þau til og orðin músétin á köflum.

Á sólríkum dögum, en það var mjög oft gott veður í gamla daga. Settumst við amma og stundum afi,  niðrí „laut“ með teppi og stundum tókum við útvarpið með okkur og hlustuðum á útvarpssöguna. Man sérstaklega eftir Kapítólu. Stundum sat ég bara og hlustaði á afa og ömmu mala, eða þegar við amma vorum tvær sagði hún mér sögur úr Hólminum. En amma ólst þar upp. Ég elskaði þessar stundir og ég var barn í Paradís.

Tilveran var ekki flókin í Sumó. Ég lék mér í búinu og eldaði dýrindis drullukökur og skreytti með sóleyjum og bláklukkum og bauð ömmu í kaffi. Stundum voru systkini mín eða frændsystkini líka á staðnum og þá var fjör.

Í sumó var handsnúinn grammófónn, og skemmtilegar plötur. Á 17. júní og á fögrum sumarkvöldum var farið með fóninn út á pall og við dönsuðum af lífs og sálar kröftum. Kannski er ég svona hrifin af gömlum lögum þess vegna.

Mér þótti gaman að leika mér við önnur börn, fara í ævintýraferðir alla leið á fimmta fjall, renna niður skriður og uppgötva ætíð nýja og nýja staði í birkiskóginum. Bjarga sílum úr ánni sem var að þorna upp og færa þau yfir í vatnið. Stundum dóu einhver og við jörðuðum sílin með athöfn.

Þegar ég var ein, þá fór ég í ímyndunarleiki, þóttist vera skógarbarn og gekk berfætt heilu dagana. Óvinirnir voru beljurnar, sem ég var dauðhrædd við,

Lindarbrekka heitir eftir fallegri lind sem rennur í brekkunni og við sóttum þarna vatnið í fötum lengi, lengi, þar til lindin var loksins „virkjuð“ og rennandi vatn fékkst í bústaðinn.  Við þessa lind gerði afi líka að silungnum og við krakkarnir, stóreygð, fylgdumst  með öruggu handbragði hans. Það var sérstakur fiskihnífur og sérstakur hvítur pottur sem fiskurinn var settur í þegar búið var að gera að. Amma sá síðan um matreiðsluna.

Ég elti afa minn í fleiri verkefni, út á veg að skila tóma mjólkurbrúsanum og sækja þann fulla og kannski smá Borgarnesskyr (sem var besta skyr í heimi – með krækiberjum) og útí skóg að sækja við í eldinn. Einu sinni þegar við vorum að ganga upp brekkuna sagði afi mér að hann hefði kallað systur sína, sem ég er skírð í höfuðið á og er alnafna, Jógu þegar hann vildi stríða henni. En þá hafði ég verið að segja honum að sumir kölluðu mig Jógu. Mér þótti það samt aldrei ástæða til að líka ekki við Jógugælunfnið og hef haldið því.

Einu sinni höfðu afi og amma áhyggjur af því að ég hefði ekkert dót til að leika mér að. Þau tóku sig saman og saumuðu handa mér dúkku í minni stærð, ég hef eflaust verið 5-6 ára gömul. Dúkkan var samsett úr gömlum íþróttagalla af föður mínum frá því hann var strákur, andlitið, hendur og fætur úr ljósu lérefti. Síðan var bróderaður munnur, nef og augu með aftursting. Þessi brúða fékk nafnið Labbi og var félagi minn í mörg ár. Hann fór einhvern tímann í „andlitslyftingu“ þegar mamma þurfti að sauma á hanna nýtt höfuð, þegar hið upprunalega var farið að slitna.

Ilmurinn í birkiskóginum í Lindarbrekku, sem blandaðist við reykinn úr skorsteininum er sætasti og besti ilmur sem ég get hugsað mér. Vatnið er besta vatnið, silungurinn besti silungurinn, brauðið sem amma bakaði í kolaofninum var besta brauðið. Soðna vatnið með mjólk og sykri besti kvölddrykkurinn. Amma mín og afi voru yndisleg amma og afi og bý ég að því alla ævi að hafa fengið að dvelja stund og stund undir þeirra verndarvæng, svo skrítin og svolítið einræn sem ég var sem barn.

Það er gott að skrifa svona minningar, sérstaklega fyrir mig sjálfa, en líka börnin mín, ættmenni og aðra sem þekkja til, eða þekkja ekki til njóta vonandi líka.

Ég skrifaði þennan pistil 2009,  en færi hann hér inn á bloggið mitt til varðveislu.
Eva Lind, dóttir mín –   (sem fékk nafnið Lind einmitt eftir lindinni í Lindarbrekku)   skrifaði við upprunalegu færsluna hjá mér:

„Oh.. já.. fallegt … ég ELSKA Lindabrekku, þetta er paradís á jörð … þetta er uppáhaldsstaður okkar litlu fjölskyldunnar 

Minningarnar eru ótal margar og ég er svo glöð að mamma og pabbi hafi gefið okkur þessar minningar í Lindabrekku og nú get ég gefið börnunum mínum part af Lindabrekku … Þessi staður er verðmætari mér en skínandi gull og glitrandi gimsteinn.“

Ev.

Myndin sem er hér fyrir neðan  af mér með elsta barnabarnið mitt, Ísak Mána,   í gamla  ruggustólnum í Lindarbrekku –  en Ísak er einmitt strákurinn hennar Evu – og  er  að verða 15 ára og á að fermast 18. maí nk.    ❤

10401051_1054804844126_8160_n

Halda áfram að lesa

Við áfall (trauma) aftengjumst við sjálfum okkur ..

„Ég fór út úr líkamanum“ ..   er lýsing sem við stundum heyrum þegar að einhver er að lýsa misnotkun. –       Það eru varnarhættir þess sem er að verða fyrir áfalli,  að vera ekki „viðstödd“  ofbeldið  og þá um leið ekki vera tengdur sjálfum sér.

Við aftengjum okkur.

Það er sjálfsbjargarviðleitnin.    Það er of erfitt að vera til staðar.

(„Separation from the self “ = essence of trauma. )

Það sem meðferðaraðili þarf að gera er að hjálpa fólki við að tengjast sjálfu sér á ný.   Það hefur orðið eitthvað rof – eða aðskilnaður.    Við erum ekki tengd okkur sjálfum.

Hvernig getum við tengst okkur á ný? 
Við þurfum að mæta okkur með mildi.  

Kannski við getum við mætt okkur sjálfum  með samhygð – og án dóma, – „elskan mín hvað gerðist eiginlega“ –   og þá ekki til að dvelja í þeirri sögu,  í fortíðarsögunni,  heldur til að varpa ljósi  og skilja – hvað varð til þess að það varð þessi aftenging.

Við erum fædd með þessa tengingu,  en svo koma alls konar áföll sem valda aftengingu og það veldur vanlíðan.

Við þurfum að vilja vera með okkur –  og við þurfum að elska þau sem við erum.  Ekki skammast okkar fyrir þau sem við erum, –   við erum elsku verð og kannski þurfum við að fara til baka í söguna – til að sækja barnið og leiða það út úr aðstæðunum sem það réði ekki við á sínum tíma.   „Komdu með mér – verum saman“  ❤

Hvernig lýsir þessi aftenging sér  akkúrat núna?     Hvernig líður okkur?

Ef okkur langar raunverulega að hjálpa –  eigum við ekki að segja bara eitthvað sem lætur manneskjunni liða vel,  því að við viljum ekki að viðkomandi verði háður okkur – og þurfi alltaf á okkur að halda til að liða vel,   heldur  getum við hjálpað þeim við að leiða sannleikann í ljós,  vegna þess að það er sannleikurinn sem frelsar.  

10679950_10152340343462344_8825098239313946217_o

 

Við viljum breyta öðru fólki – því við viljum að það sé í lagi svo okkur líði betur …

Okkur líður illa að horfa upp á fólk sem líður illa.  Okkur líður illa að horfa upp á fólk sem fer illa með líf sitt. –    Við getum sagt að þetta sé vegna þess að okkur þyki svo vænt um þetta fólk – og það er örugglega 100%  rétt,   en við bætum ekki ástand þeirra með því að líða illa yfir því að þeim líði illa.

Við verðum eins og „litli stjórnandinn“  sem lítur á alla og heimtum að þeir komi lífi sínu í skikkanlegt form svo okkur líði betur. –   þetta getur tekið svo mikla orku af okkur,  allar þessar áhyggjur af öðru fólki og þeirra lífi,  að við sjálf verðum eins og afgangsstærð í okkar lífi og okkur fer að líða illa.    Þá fer fólk að hafa áhyggjur af okkur og hvernig við högum okkar lífi.  –   Þetta verður keðjuverkun – og/eða víxlverkun.

Hvað getum við gert í þessu?      Það sem er mest „skaðaminnkandi“  er að passa sig á að sogast ekki inn í vanlíðan hinna,  eða fara í þráhyggju við að „laga“ aðra og þeirra líf – SVO okkur geti liðið betur. –

Verum breytingin sem við viljum sjá.    Okkur getur aldrei liðið nógu illa svo hinum líði betur,   við getum aldrei orðið nógu veik svo hinum batni. –     Það hjálpar ekki að fara ofan í holuna með viðkomandi og vera fastur þar líka. –

Látum OKKUR líða vel –   hugsum vel um líkama og sál og kennum þannig með því að vera fyrirmyndir.   Að sjálfsögðu látum við okkur náungann varða,  þegar hann liggur særður við vegakantinn – og gerum viðeigandi ráðstafanir.    En sumir vilja bara hreinlega fá að bjarga sér sjálfir. –      Það er ekki við allt ráðið,  og þá þarf að sleppa tökunum.

F52E17F2-694E-11E1-94CA-E6AE32D05ADD

 

 

„What is wrong in my life, that I must get drunk every night … Johnny .. „

Nobody knows
The trouble you feel
Nobody cares
The feelin’ is real
Johnny,
We’re sorry,
Won’t you come on home
We worry,
Won’t you come on
What is wrong in my life
I must get drunk every night
Johnny, 
We’re sorry .. 

Þessi texti er sunginn í lagi sem Fine Young Cannibals fluttu á mínum yngri árum. –  Mér finnst hann hitta svo vel í mark og spyrja svo mikilvægrar spurningar:

„Hvað er að í lifi mínu,  – þannig að ég þarf að detta í það á hverju kvöldi?“    Það er kannski ekki endilega á hverju kvöldi hjá öllum,  en að komast undir áhrif ansi oft.   Auðvitað á þetta við önnur vímuefni en áfengi.

Fíkn er flótti.  og við verðum að byrja á réttum enda.    Áfengisneyslan er ekki aðalbölið, – það er afleiðing – en ekki orsök.     Hún hefur að vísu keðjuverkun,  því áfengisneyslan þín eða mín  getur haft áhrif á aðra – og gert þeirra líf að böli.

Einhver verður að stoppa.

Það sem er að í lífi fólks er yfirleitt eitthvað sem hefur ekki verið rætt um.    Fólk drekkur til að deyfa óhamingju og gremju,  – til að deyfa vondar tilfinningar.    Það er forðun frá tilfinningunum,  en um leið frá sjálfum sér,  því tilfinningarnar eru partur af okkur. –

Það er því þess vegna sem fólk fer á fundi – eins og AA fundi  Coda fundi eða Alanon til að tala um hvernig þeim líður – og tala þannig að fólk hlustar,  en enginn er að dæma,  a.m.k. fær fólk ekki dómana upphátt á móti sér.

Allir þurfa að líta í eigin barm – og spyrja sig;  hvers vegna drekk ég?   Hvers vegna borða ég of mikið – þegar ég er með aukakíló fyrir? –  Hvaða tilfinningahungur – eða þorsti er í gangi? –

Gabor Maté segir að heróinsjúklingar séu í raun að leita að faðmlagi.    Það er tilfinningin sem þeir séu að leita eftir –  einhvers konar  nánd og tengingu við aðrar manneskjur. –

„Connection is the antidote to addiction“  eða   Nándin eða nærveran er mótefnið við fíknina. –    Líka nándin við okkur sjálf og tilveruna. –    Fíkn er flótti frá okkur sjálfum.    Að tengjast sjálfum sér –  fyrirgefa sér og samþykkja er upphaf þess að vilja vera með okkur sjálfum. –     Ef við skömmumst okkar fyrir eitthvað – þá segja frá því sem við skömmumst okkar fyrir,  því þannig eyðist skömmin. –

Það hefur orðið eitthvað tengslarof og það er oft skömmin sem stíflar tenginguna –   en við erum víruð fyrir ást og tengsl. –

Ég hef skrifað þennan pistil áður –  kannski ekki alveg eins,  en það sem vakti mig til umhugsunar í þetta skipti var að  facebookvinur minn skrifaði að hann ætlaði að losa sig undan áfengi sem gerði hann óhamingjusaman.  –

Það er ekki eitthvað ytra sem gerir okkur óhamingjusöm, eða það sem við setjum inn í okkur,  –  það er eitthvað hið innra sem þarf að heila og lækna.   Einhver sár,  sem eru e.t.v. of erfið til að horfast í augu við eða finna,  en með góðri hjálp – þá er það hægt og það sem er líka mikilvægt er að þegar fólk hefur lokið meðferðinni sinni,  að það fái séns úti í samfélaginu til að það fari ekki í sama farið aftur.

Samantekt:

Hvort sem það er alkóhólismi eða aðrir sjúkdómar – þá held ég að það sé mjög mikilvægt að spyrja sig hvað veldur? –
Skömm er orsakavaldur fíknar, hvað hefur valdið skömminni? Hvað eyðir skömminni og hvað viðheldur henni? –
Ég held það sé mjög mikilvægt að gefa fólki pláss til að tjá sig, – þannig að það mæti ekki dómhörku samfélagins, því í raun er það þá samfélagið sem viðheldur. – … „Connection is the antidote to addiction“ .. eða „Tengsl eru móteitur við fíkn“ – en fíknin er einmitt flótti frá sjálfum sér (vegna skammarinnar) – og það er tengingin við sjálfan sig sem þarf fyrst og fremst að laga, en við getum öll hjálpast að.

12592668_10153811675236217_8668057943112217795_n

Hafragrautur borðaður með nautn og núvitund ..

Pistill endurbirtur – en ég skrifaði hann fyrir nokkrum árum:

Hefur þú íhugað að hvernig þú borðar gæti verið spegilmynd af því hvernig þú lifir lífinu?

Það er hægt að gleypa matinn í sig, en það er líka hægt að borða með athygli, reisn og virðingu. Hægt að borða með ást og njóta út í ystu æsar.

Fólk ver stundum mörgum klukkutímum í að útbúa góðan mat, krydda, smakka til, raða fallega á bakka og svo er hann étinn upp á örfáum mínútum.  Er eitthvað samræmi í því?

Þetta er svona hálfgerður „shortari“ ef þessu er líkt við kynlíf (sem flestir kannast væntanlega við).

Hvað gerist þegar þú veitir matnum athygli? – Hvernig væri að vakna örlítið fyrr einn morguninn.

Sjóða vatn, hella grófu lífrænu haframjöli í skál og hella sjóðandi vatni yfir (við spörum pottaþvott)  Leyfa höfrunum að taka sig.  Strá síðan uppáhaldsmúslí yfir, með möndlum, fræjum, berjum eða hverju sem þér þykir gott og toppa svo með niðurskornum ávöxtum jafnvel.  Sletta af mjólk útá (eða rjóma) og svo örlítið agave síróp.   Nammmmi …

Svo setur þú hafragrautinn fyrir framan þig, þú hefur slökkt á útvarpi, sjónvarpi, ert ekki með blaðið fyrir framan þig – þú veitir skálinni með grautnum algjöra athygli.  Kveikir kannski kertaljós til að gera stemminguna enn betri.

Síðan tekur þú fyrstu skeiðina, finnur fyrir bragðinu, höfrunum, möndlunum – greinir þetta í sundur með bragðlaukum tungunnar.  Borðar hægt og nýtur hverrar skeiðar.

Þarna sláum við margar flugur í einu höggi; njótum matarins, stundum morgunhugleiðslu, upplifum tilfinningar, erum með sjálfum okkur – og góðu fréttirnar eru að ef við borðum oftar svona förum við að finna þegar við erum södd og borðum ekki meira en við þurfum ..  við verðum fullnægð. 

Á sama hátt og við borðum hafragrautinn er hægt að fara að veita öðru því sem er í kringum okkur athygli.  Við getum farið að njóta þess sem við höfum hversdagslega og veita því athygli.  Veita sjálfum okkur athygli (ekki gleyma því).

Gleypum ekki lífið, heldur veitum því athygli, himninum, jörðinni, náttúrunni, andrúmsloftinu .. og okkur sjálfum.  Allt þetta er borið fram fyrir okkur, búið að vanda til sköpunarinnar, en við eigum það til að gleypa hana í okkur án þess að veita henni athygli.  Njótum okkar og njótum lífsins. Við þurfum ekki að leita langt yfir skammt, það er svo margs að njóta í umhverfi okkar.

Hvort sem þú borðar einfaldan hafragraut, eða svona „fancy“ eins og ég lýsi hér þá er það aðferðafræðin sem skiptir mestu máli. Hvernig við borðum, hvernig við njótum.  Við getum notið hversdagslegs hafragrauts og líka með tilbreytingunni.

Lífið er hafragrautur .. 

(- eða morgunkorn að eigin vali , ef þú borðar ekki hafragraut ;-)) …

Hin raunverulegu hjálparráð við að hjálpa þeim sem eru í sjálfsvígshættu. 

Eftirfarandi er þýðing á pistli sem hitti í mark hjá mér,  en höfundur heitir Lindsay Holmes og kallar sig „Mental health reporter“  og hafi verið það í fimm ár þegar hún skrifar pistilinn.   Ég mun skrifa útdrátt úr hennar pistli – en það er hægt að lesa hann ef smellt er HÉR.

Kjarninn í honum var að það að pósta símanúmeri svo að einhver í sjálfsvígshættu gæti hringt – er ekki alltaf nóg. Það er samt betra en að gera ekki neitt. Ef við raunverulega viljum leggja okkar af mörkum, þá lærum við það sem kallað er „Virk hlustun“ – sem felst í því að hlusta á þann sem talar – og hvetja hann til að tala um tilfinningar sínar. – (Hann eða hana). SÍÐAN bregðast við, – og þá alls ekki dæmandi – eða segja „þér líður ekkert svona“ – þetta snýst um empathy – eða samhygð (komið af samhugur). 
það er þessi virka hlustun annars vegar og hins vegar að veita náunga okkar, vini – eða fjölskyldumeðlimi athygli. (Það skýrist betur í pistilinum).

Höfundur er að tala um að það sé ekki alltaf nóg að pósta hjálparnúmeri – eða dreifa því,  – þó að viljinn sé góður.   Og að það sé betra að gera það en að gera ekki neitt.  –

En skilaboðin hennar eru þessi:

Hin raunverulegu hjálparráð við að hjálpa þeim sem eru í sjálfsvígshættu.

Hún segir að það að bjarga lífi sé ekki hægt að leggja eingöngu á herðar þess sem er í hættu.   Sem þýðir að það að vonast til að hann/hún sjái númerið – og bjargist þannig sé ekki nóg gert. 

Ef við erum svo snert eða hrærð –  að við ákveðum að deila hjálparnúmeri ,  þá sé það líka margt annað sem við getum gert fyrir fólkið í lífi okkar.   Að hringja sjálf,  svara einhverjum sem kallar eftir hjálp á netinu – facebook.   Bjóða þeim á kaffihús,  eða  eitthvað sem er bara smávægilegt en getur verið stórt fyrir viðkomandi.   Það sýnir a.m.k. að þú tekur eftir,  eða veitir þeim athygli.

Það verður að vera meiri áhersla á að stíga fyrr inn –  þegar einhver virkar „off“  eða ekki í stuði,  til að forða  sjálfsvígum.   Ábyrgð sem liggur hjá öllum,  segir Dr. Christine Moutier,  sem er yfirlæknir  í American Foundation for Suicide Prevention.    Besta leiðin til að gera það er að veita fólkinu í lífi okkar athygli.

„Þegar fólk víkur út af þeirra venjulega lífsmynstri,   þá getur verið eitthvað að.“   segir Moutier.   „Það þýðir ekki að við eigum að gera meira úr því en það er,  en það þýðir að það skaðar ekki að spyrjast fyrir á vingjarnlegan máta.“

Breytingar í hegðunarmynstri geta verið eitthvað lítið eins og að viðkomandi afþakkar nokkrum sinnum í röð – að gera það sem honum fannst áður uppáhalds,  eða að forðast þá sem eru venjulega bestu vinir.   Það þarf langt í frá að þýða að manneskjan sé í sjálfsvígshugleiðingum,   en það getur þýtt að einhver þurfti stuðning.

 

 

“It’s less about what you say and more about how you encourage them to talk more and give them a response that’s nonjudgmental and really supportive.”

– CHRISTINE MOUTIER, CHIEF MEDICAL OFFICER OF THE AMERICAN FOUNDATION FOR SUICIDE PREVENTION

Og ef að einhver viðurkennir að þeir eigi erfitt andlega – hvort sem þeir eru leiðir – kvíðnir –  eða með einhverjar ágengar tilfinningar –  getur ein góð tækni leitt til uppbyggilegs samtals.    Virk hlustun,  sem þarfnast fullrar einbeitingar hlustandans á það sem sá sem talar er að segja á þeirri stundu.

„Virk hlustun er ekki eitthvað sem neinu okkar er kennt.“  segir Moutier.  „Það skiptir minna máli hvað þú segir og meira um hvernig þú hvetur viðkomandi til að tjá sig,  og síðan gefa ógagnrýnið,  en þess í stað styðjandi og uppbyggilegt svar.“

„Í fullkomnum heimi,  myndi þetta skila skilningsríkari nálgun við geðheilsu sem hefst fyrr en það hefur gert  áður.
Við þurfum að dýpka  læsi  þjóðarinnar og skilning á geðheilsu,  þannig að fólk verði sjálfsmeðvitað um bæði það sem triggerar  og það sem bætir  þeirra eigin geðheilsu,  alveg eins og meðvitund um líkamlega heilsu. “  segir Mourier.

(Við vitum flest hvað er gott fyrir okkur líkamlega – og þurfum að vera meðvituð á sama hátt hvað er okkur hollt andlega og hvað það er sem við þurfum að forðast til að verða veik eða slöpp) .

„Það séu bara grunnþættir sem fólk veit,  eins og ef við förum í ræktina líður okkur vel, eða ef við borðum eitthvað ruslfæði daginn áður,  á okkur eftir að líða illa næsta dag.  Þetta sama lögmál  á við um geðheilsuna,  en það er ekki búið að innleiða þetta inn í samfélagið.“

 

“We need to deepen the mental health literacy of our nation, to the point that people become self-aware of the triggers and improvers of their own mental health like they are with their physical health.”

– MOUTIER
Þessi skilningur krefst þess að við leggjum eitthvað á okkur:   þetta krefst góðs uppeldis foreldra,   sérstaklega vegna þess að geðvandamál geta komið fram í fólki þegar það er svo ungt sem smábörn eða í leikskóla.    Góð heilsugæsla er líka undirstaða – og betra aðgengi að úrræðum.   (Hér talar hún um aðgengi í  Bandaríkjunum,  og nefnir vanda í dreifbýli).     Það er vissulega oft vandi úti á landi á Íslandi – að það er langt að sækja þjónustu t.d. sálfræðinga eða félagsráðgjafa.
Bætt meðvitund og eftirtekt  þýðir að leiðrétta – eða bara taka eftir – ef fólk notar  orð sem eru tengd geðheilsu,  eins og að segja „Mig langar að drepa mig“ ..  yfir einhverju smávægilegu.   Allt þetta skiptir máli –  hvað varðar skilning á geðsjúkdómum,  sem töfræðin sýnir að  enn er litið niður á.Þar sem mér finnst erfitt að þýða þennan kafla set ég hann á ensku hér fyrir neðan í sviga.( It means correcting ― or even just noticing ― if people use mental health-based language in a derogatory way, like saying “I want to kill myself” over a minor inconvenience. All of this builds into a new compassion for mental illnesses, which data shows are still viewed as less than.)

„Við þurfum að halda áfram að vinna að því að uppfræða fólk um það að geðheilbrigðismál eru raunveruleg og gæti þurft meira hugrekki til að sækja sér hjálpar en vegna annarra sjúkdóma,   vegna stigma sem fylgir þeim.“  er haft eftir Ana Moreno sem er  co-founder and clinical director of Family Recovery Specialists, a facility at Delphi Behavioral Health Group in Miami.

Höfundur talar í lokin um öll hjálparráðin,   „líflínurnar“  hjálparsímana og það að það séu ekki næstum allir sem hringja vegna sjálfsvígshugsana,  – heldur hringir fólk vegna þess að því líður illa – á í erfiðleikum í samböndum,  er einmana o.s.frv.   –   og leggur áherslu á að þetta fólk hafi þörf fyrir hlustun,  og þá væntanlega virka hlustun.

Það sem mér þykir áhugavert –  er hversu margir þurfa að leita til ókunnugra –  en geta ekki leitað til sinna nánustu.   Kannski er það eitthvað sem við þurfum að íhuga – að vera vakandi fyrir líðan þeirra sem eru okkur næst.    En við vitum líka,  að þeir vilja oft ekki leggja áhyggjur sínar á okkur.   Til dæmis ef það er erfitt heima fyrir –  og þá vill unglingurinn ekki leggja meira á foreldra sína.    Persónulega held ég að það sé mikilvægt að foreldrar eigi  góðar stundir með börnum sínum þar sem kannski opnast rými tili að tala um hvernig þeim líður,  og  einmitt nota þessa virku hlustun, en ekki DÆMA,  eða fara strax í vörn eða gefa ráð.

“Talking about feelings can and does help people to feel better.”

– ANA MORENO, CO-FOUNDER AND CLINICAL DIRECTOR OF FAMILY RECOVERY SPECIALISTS

Að lokum skrifar höndundur greinarinnar:    Og þegar einhver hringir sem hyggur á sjálfsskaða eða sjálfsvíg,  hringir í hjálparlínu,   verði hinn reyndi ráðgjafi á hinum endanum  að vera undirbúinn að  bregðast við og gera ráðstafanir.

Framtíð sjálfsvígsforvarna er heildræn nálgun,  bæði í okkar eigin lífi og í samfélaginu.
Forvarnirnar vaxa með því að við tökum ábyrgð hvort á öðru – sem er meira en það að pósta aðeins símanúmeri og treysta á það að fólkið á hinum endanum  taki að sér erfiðisvinnuna.

Hér lýkur pistli höfundar, – en mig langa að bæta við:

Í lokin,  það er oft talað um að það þurfi þorp til að ala upp barn.  Að það skipti miklu máli að láta sig náungann varða.     Við höfum heyrt að hver og einn þurfi að taka ábyrgð á sínu lífi,  en ef einhver er veikur þá kannski getur hann bara ekki tekið ábyrgð? –

Þá er að vita, hvenær við eigum að skerast í leikinn og hvernig – og mér finnst að það komi fram mjög góð ráð í þessum pistli – þó það sé örugglega ekki til nein töfralausn.

Það er ekki hægt að bjarga þeim sem þegar eru farin,  og kannski hefður öll þessi ráð ekki dugað einhverjum – sem var það veikur að sjálfsvíg var óumflýjanlegt,  svo eins og alltaf þá er engum um að kenna,  allir eru að gera sitt besta miðað við það sem við höfum lært,  en  ég trúi að við getum lært betur og betur – öðlast meiri kunnáttu  og þannig orðið enn betri uppalendur.    Þetta snýst ekki um að við séum ekki góðar manneskjur.     Foreldar eru fyrirmyndir – og  það er mikilvægt að við sjálf séum tilfinningalega opin  – ef við viljum að börnin okkar séu það.

we-are-all-in-this-together