Á að gera út af við sig með dugnaði? ….

INNGANGUR

Í gær skrifaði ég örlítið á facebook um skilyrðislaust verðmæti. Verðmæti án merkimiða. Það er ekki „hefð“ fyrir því að við verðmetum okkur svoleiðis. Við leggjum allt í hið ytra, og þá meina ég líka heilsu og útllit, – ekki bara eignir, stétt og stöðu. – Þegar ég tala um hið innra meina ég það sem er varanlegt og hvorki hægt að vega né mæla. – Auðvitað er það áfall að missa heilsu, – missa vinnu. Allur missir er áfall, – en að upplifa það í leiðinni að missa verðmæti sitt og mikilvægi, eykur áfallið. – Standa fyrir framan spegil og sjá ekki neitt, af því við erum ekki með titil? – Það er mikilvægt að átta sig á því að hver sál er verðmæt, – og allar jafn verðmætar, skiilyrðislaust og án merkimiða. – Það er verðmætt vegna þess, að fólk á það til að keyra sig út, í sumum tilvikum til að sanna fyriir heiminum, og þá sjálfum/sjálfri sér, verðmæti sitt. –

Þegar við upplifum að við séum nóg í okkur sjálfum, – þá kunnum við betur að setja mörk. Þá hlustum við á líkamann þegar hann segir stopp, nú er tími til að hvíla sig. – Ef við teljum okkur ekki nóg, við þurfum að „sanna“ tilverurétt okkar með vinnu, – þá erum við komin á hálan ís.

Þetta snýst að miklu leyti um sáttina við okkur sjálf. – Að samþykkja okkur sjálf en ekki hafna.

Á AÐ GERA ÚT AF VIÐ SIG MEÐ DUGNAÐI? 

„Dugnaður er þetta“ … í henni Önnu, – hún er mætt í vinnu þremur dögum eftir brjósklosaðgerðina, – stendur við skrifborðið þvi hún getur ekki setið. –  Fólk beygir sig í virðingu fyrir Önnu. –   Reyndar hafði læknirinn sagt að hún ætti að taka sér leyfi frá vinnu, – en Anna lætur nú ekki segja sér að hætta. –

Anna er ómissandi! –

Kannist þið við svona týpur? – Og eruð þið svona týpur? –  Ég kannast stundum óþægilega vel við hana.

Af hverju fer Anna ekki að læknisráði og af hverju hrífumst við af Önnum sem fara ekki að læknisráði og mæta í vinnu veikar eða of snemma eftir aðgerð? –

Af því að við erum búin að upphefja dugnað, og búin að setja = merki milli verðmæti manneskju og dugnaðar hennar.  –

Anna ólst upp við aðstæður þar sem verkin voru mælikvarði á verðmæti.  Það sem hún gerði var mælikvarði á verðmæti og reyndar í heimi sem studdi þetta líka.

En hvað getur gerst ef við hlustum ekki á lækna, – mætum veik til vinnu, – segjum já þegar við eigum að segja nei. –  Þegar við virðum ekki líkamann okkar,  þegar við í raun göngum fram af okkur? –  Hvað erum við raunverulega að gera? – Við erum að fórna heilsu og fyrir hvað? –   Fyrir forstjórann?   Fyrir viðskiptavini? –   Hvort sem að viðskiptavinir eru börn – unglingar – fullorðnir, þá vill örugglega engin/n að við fórnum heilsunni fyrir þá.    Það þarf ekki líkamlega heilsu til,  það getur verið að við séum þannig að við séum með fangið fullt af verkefnum, – en erum beðin um að bæta á og segjum „já ég get“ – og í þokkabót er verið að biðja okkur um að sinna ömmu, frænku, vinkonu, – kaupa gjöf fyrir saumaklúbbinn,  hafa matarboðið o.s.frv. –

Við segjum „Já“  því við erum svo fjandi DUGLEG. –   Og það er „stimpill“ sem við erum hrædd við að missa, því að það er í dugnaðinum sem við finnum verðmæti okkar. –

Hvað svo ef að allur þessi dugnaður verður til þess að við missum heilsu?  Að við missum í kjölfarið vinnu? –   Missum við þá ekki verðmæti okkar? –  Hvað situr eftir?

það er í raun stórhættulegt að verðmerkja sig eftir dugnaði,  því þá getur það sem ég lýsi hér að ofan gerst.  Við erum svo hrædd við að missa virðingu annarra og okkar sjálfra, að við þorum ekki að slaka á.  Þorum ekki að segja nei.  Þorum ekki annað en að GERA í stað þess að VERA. –

Hún Anna okkar, hér að ofan gæti misst heilsu og gæti misst vinnu, og þá, vegna þess hvað henni hefur verið innrætt, – þá upplifir hún það að hún sé einskis virði.  Anna fékk ekki að heyra það sem barn að hún væri verðmæt, – að hún væri elskuð án skilyrða. Að hún væri verðmæt án skilyrða og merkimiða.  Merkimiða sem felast í starfstitli eða heilsufari. – Merkimiðarnari geta falist í mörgu, eins og „gift“ – „menntuð“ – „fræðingur“ – „móðir“ – „hraust“ – „rík“   o.s.frv. –

Lítið barn fæðist dásamlegt og verðmætt – og ekkert breytir verðmæti þess.  Þessu verðmæti halda allar manneskjur.  Það er okkar innra verðmæti, sem aldrei breytist, engin gjörð, ekkert starf, ekki heilsa eða heilsuleysi, ekki maki, ekki barnafjöldi eða barnleysi. –

Við fæðumst rík og við deyjum rík, – nakin/n kom ég í heiminn og nakin/n yfirgef ég heiminn. –  En í nektinni erum við nóg.  Og í nektinni erum við, við sjálf.

Við erum ekki vinnan okkar, við erum ekki fötin okkar, við erum ekki status, stétt, útlit, heilsufar o.s.frv. –

Af hverju er þetta mikilvægt, og hverju breytir það að vita að við erum skilyrðislaust verðmæt? –

Jú, – það skiptir máli fyrir sjálfsmynd. –

Ef ég tel starf mitt hluta af sjálfsmynd og byggi sjálfstraust mitt á því, – og missi síðan starfið er mikil hætta á að ég sjái ekki neiitt lengur í speglinum og að sjálfstraustið sé farið með starfinu.  Þegar „identity“ okkar eða sjálfsmynd og sjálfsmat hangir of mikið á hinu ytra, – þá verður skellurnn svo mikill þegar við missum hið ytra. –  Það sama á við um útlit.  Ef við hengjum sjálfstraust á unglegt útlit, – en elldumst óhjákvæmilega, þá myndum við missa sjálfstraustið um leið og unglega útlitið ekki satt? –

Mér hefur alltaf þótt skrítin setning eins og  „Sjálfstraustið óx þegar ég var orðin grönn.“ –  Ef feitlagin manneskja lítur ekki á sig sem verðmæta,  þá „útvarpar“ hún því frá sér.  Þ.e.a.s. ef henni líkar ekki við sig eins og hún er og þykir ekki vænt um sig,   þá finna aðrir þá víbrasjón eða skynja þá orku hennar. – Við, í raun,  – útvörpum orkunni okkar, – eða þessu „I´m not worthy“ –  „Ég er ekki verðmæt“ – og „mig ber ekki að virða, því ég virði mig ekki sjálf.“ –

Þversögnin í þessu er sú, að það er fyrst þegar við förum að virða okkur, elska okkur eins og við erum – virða og elska öll kílóin okkar, á meðan þau eru hluti líkama okkar, að við förum að ná árangri í að missa þau. –  Verðmæti okkar er í engu samræmi við tölurnar á vigtinni. –   Þ.e.a.s.  þegar hún sýnir lægri tölur að við séum verðmætari manneskjur, en hún sýni hærri. –

Þannig gætum við gert við svo margt annað, – vigtað heilsu okkar, vigtað starf okkar. Er virkilega hægt að vigta verðmæti okkar? – Nei.

Verðmæti okkar verður helldur ekki metið eftir tölum á bankareikningi.  Við erum jafn verðmæt hvort sem við eigum 10 millljónir eða við erum 10 milljónir í mínus.

Þegar við vitum þetta, að við erum verðmæt, skilyrðislaust og óvigtuð, – þá líður okkur betur með okkur sjálf.  Við upplifum okkur ekki í einhverjum ruslflokki.

Við erum á stað sáttarinnar við okkur sjálf. 

Ég ætla ekki að skrifa meira hér um sáttina, en ég skrifaði nýlega annan pistil um sáttina, og það má lesa hann í framhaldi af þessum,  því hann fjallar í raun um sama hlutinn. –   Ef við upplifum okkur ekki verðmæt, þá erum við heldur ekki sátt.  Því fyrr sem við náum sátt við það sem er, og okkur eins og við erum núna, því fyrr fer okkur að líða betur í andanum. –

Það er skiljanlegt, ef að skilaboðin hafa verið alla tíð að verðmæti okkar felist í heilsu eða vinnu, að við uppllifum að við séum að missa okkur sjálf eða verðmæti okkar, að við séum að týna sjálfsmynd, en í raun var hún löngu týnd ef að hún var einungis tengd vinnu, útliti eða hreysti. –

Mundu hver þú ert, – þú ert andleg vera sem ert hér að eiga líkamlega tilveru. Þú ert líka óhemju fallleg vera, – og ekki hafa áhyggjur þó þú sýnir að þú sért viðkvæm/ur og brothætt/ur.  Við myndum öll drekka úr stál- og/eða plastbollum ef okkur þætti þeir fallegir, -en viðkvæmasta postulínið er oft fallegast.

Heilsulaus, atvinnulaus, barnlaus, húsnæðislaus, peningalaus … o.s.frv. – það hefur EKKERT  að gera með okkar innra verðmæti. –

Það er bók í Biblíunni sem heitir Jobsbók, – Job er maður sem á allt, og hefur verið duglegur alla tíð. Hann átti konu, börn, hús, akur, heilsu. –  Til að gera langa sögu stutta, missir þessi góði maður allt sitt, allt nema sjálfan sig.  –  Job skildi ekkert í þessu, hann sem hafði alltaf verið duglegur, trúrækinn, og þetta braut öll lögmál, þ.e.a.s.  lögmálið um að góðir hlutir ættu að gerast hjá góðu fólki.   Job skildi ekki að Guð skyldi gera honum þetta að missa allt sitt. –  En það sem gerist er að Job sér í fyrsta skipti Guð, en áður hafði hann heyrt um Guð og lesið um Guð og eflaust beðið til Guðs.  En Guð var honum ekki persónulegur, ekki frekar en hann var sjálfum sér persónulegur.  Hvað ef hann þekkti aðeins sjálfan sig af afspurn en sjálfsmynd hans var týnd í öllu sem hann átti?

„Ég þekkti þig af afspurn, en nú hefir auga mitt litið þig!“  sagði Job þegar hann loksins mætti Guði.

 

„Know thyself, and thou shalt know the Universe and God “ Pýþagóras. 

„Þekktu sjálfa/n þig, og þú munt þekkja alheiminn og Guð“ .

Það er líka talað um að Guðs ríki sé hið innra, og það í blessaðri Biblíunni, – hún er nú ekkert alslæm! ..

Ég óska engum að þurfa að ganga í gegnum hremmingar Jobs, til að rifja upp sjálfan sig og/eða Guð.

Ástæða þess að ég er að vekja athygli á innra verðmæti – og sjálfsmyndinni, er m.a. til að deila eigin reynslu, því að ég hef kynnst Guði og sjálfri mér í gegnum sársaukann, í gegnum missi.  Ég hef misst vinnu, ég hef misst hluta af heilsu,  ég hef misst foreldra, vinkonur, frænkur, eiginmann, kærasta, dóttur … ég hef misst traust á öðrum og orðið fyrir vonbrigðum. –   Ýmsir hafa brugðist.

Það mikilvægasta er að ég bregðist mér ekki sjálf, – og ég átti mig á því að í gegnum allt gangi ég sjálf með mér.  Og að í gegnum allt gangi Guð með mér.  Því Guð finnur allt sem ég finn. – Líka sársaukann. –

Ég er ekki ein, – því mitt í öllu þessu er ég verðmæt skínandi perla, – og þú ert verðmæt skínandi perla. –   Við tilheyrum ölll sömu perlufestinni, – við mannfólkið.  Perlufestin er verðmæt – og þó að það falli skuggi á einstaka perlur eða makist eitthvað utan á hana, gott eða vont, þá breytir það ekki því að hún er verðmæt.  Það er bara ekki alltaf hægt að sjá það.

Já, þetta er nú meiri dugnaðurinn í henni Önnu, – bara mætt í vinnuna sárlasin.

Af hverju gerir Anna það? –

Jú, hún veit ekki að hún er verðmæt og byggir sjálfsmynd sína á dugnaði, og þau sem eru í sama pakka klappa Önnu á öxlina og hún fær hrós fyrir – viðurkenningu á tilvist sinni, viðurkenningu sem hún vill ekki missa. 

Það er eitthvað kolrangt við þetta, og við vitum það.

Vonandi ❤

Tengilll á pistil um sátt er HÉR

i_am_enough

Hvað er árangur? ..

„The standard of success in life isn’t the things. It isn’t the money or the stuff. It is absolutely the amount of joy that you feel.“ -Abraham

Það er mikilvægt að ná árangri, – og árangur er uppskera.  Ég hef skipt árangri upp í tvennt, – innri árangur og ytri árangur.  Innri árangur er sátt, gleði, ást, friður o.s.frv.  Það er þessi huglægi árangur. –  Ytri árangur er t.d. prófskírteini, góður maki, peningar, eignir o.s.frv.

Sama hversu mikið við eignumst – ef við eigum ekki ást, frið, gleði og sátt,  þá náum við ekki árangri og okkur finnst við aldrei fullnægð.

Það er því mikilvægast að vinna að þessum innra árangri, meiri ánægja = meiri árangur!
26774_402195742058_4384603_n

 

„Stjórinn“ skiptir máli …

Foreldri, forstjóri =  fyrirmynd og áhrifavaldur.

Andrúmsloft á vinnustað eða heimili er oftar en ekki mótað af þeim sem hefur mest völd og mesta ábyrgð. –  Á heimili eru það foreldrar á vinnustað,  æðsti yfirmaður, forstjóri, framkvæmdastjóri, deildarstjórar og s.frv.-

Þegar bæta á anda á vinnustað, eða á heimili, þá þarf að byrja á „toppnum“ – eða snúa honum á hvolf,  því í raun er þessi toppur grunnurinn. –

Auðvitað hafa allir aðilar áhrif, – hvort sem það eru unglingar, börn, starfskraftar á vinnustað o.s.frv. –  en setningin „eftir höfðinu dansa limirnir“ á ágætlega við. –

Fyrirmynd skiptir máli og það er sama hversu mörg sjálfsræktar – eða sjálfsstyrkingarnámskeið við sendum börnin okkar á, eða starfsmenn stunda,  ef foreldrar eða forstjórar eru erfið í samskiptum eða gefa vond skilaboð, þá hefur það vond áhrif á allt og alla.

Stundum tekur barn ábyrgð, – og reynir að „redda“ aðstæðum þar sem foreldri er skapstórt,  geðstirt,  dapurt o.s.frv. –
„Ég skal mála allan heiminn elsku mamma“ .. syngur barnið til að gera mömmu glaða. –   Það á þá væntanlega mömmu sem þarf að kæta, ekki satt?

Gleði foreldra er gleði barns, og depurð foreldra verður depurð barns.

Ef foreldri er pirrað,  fer barn oft að vanda sig, passa sig að vera ekki fyrir – lærir að geðjast og þóknast og allt sem flokkast undir meðvirkni. –  Það fer að laga sig að skapsveiflum foreldris.

Það sem stendur hér að ofan um samband foreldris og barns, má alveg heimfæra á vinnustað.  Þar sem við erum „fullorðin börn.“   Ef við höfum verið að geðjast foreldri,  verið trúðurinn, þæga barnið, „vera ekki fyrir barnið“ – heima,  er mjög líklegt að við förum í sama hlutverk á vinnustað.  Ég tala nú ekki um ef yfirmaður er svipað stemmdur og foreldrið var. –

Það þurfa auðvitað allir að skoða sig, – en lykilpersónur í að laga samskipti og hafa áhrif á andann á vinnustað eða heimilum eru „höfuðin.“

Því má bæta við að annað hvort erum við góðar fyrirmyndir, eða slæmar fyrirmyndir.

 

F52E17F2-694E-11E1-94CA-E6AE32D05ADD

 

„Ég óska þess heitast að sjá mömmu mína oftar glaða“ ..

Ég endurbirti þennan pistil – en hann var upphaflega skrifaður 4. mars 2012, hann á alltaf við í okkar „vitskertu“ veröld, – við verðum að hugsa betur um okkur ❤

JÓHANNA MAGNÚSDÓTTIR,

Ég horfði á þáttinn um Sundhöllina nýlega þar sem fylgst var með fullorðnum manni,  Kjartani. – Myndin var hæg en fangaði hugann og sýndi lífið eins og það var.  Fólk með stóra og litla drauma. Venjulegt og óvenjulegt fólk. – Ég tengist sundhöllinni reyndar tilfinningaböndum, þar sem mamma starfaði þar þegar ég var lítil stelpa og á sjálf margar nostalgískar minningar þaðan. –  Í viðtalinu við Kjartan kom fram að hann hafði misst einkason sinn,  Jón Finn Kjartansson,  en þar var um að ræða ljúfan dreng sem hafði farið á undan,  farið á undan í blóma lífsins. –  Mynd þessa drengs hefur fylgt mér.

Ég fann um hann minningargreinar, og í einni þeirra, sem systir hans skrifar er þetta fallega ljóð:

Þú hvarfst á braut með fangið fullt af blómum

að fagna jörð, er virtist björt að sjá,

en gættir ei að myrkum manna dómum,

er meiða saklaus bros á…

View original post 1.056 fleiri orð

Hvernig getum við verið sátt þegar við erum alls ekki sátt? – Þversögnin í sáttinni.

Er hægt að sætta sig við það að hjónabandið bresti? –  Er hægt að sætta sig við að vera langt fyrir ofan kjörþyngd? – Er hægt að sætta sig við það að missa náinn ástvin? –   Flestir myndu segja „nei – það er ekki hægt að sætta sig við það.“

En hvernig er að lifa ósátt? –  Hvernig líður okkur? –   Hverjum er það í hag?

Vandamálið við ósáttina er það að hún er afskaplega vondur grunnur að byggja á, og reyndar fullur af pollum, gryfjum, holum, sprungum og fleiru sem er bara alls ekkert hollt fyrir okkur. –

Það er hætta á því að ef við lendum í þessum pollum til dæmis, pollum reiði, pollum gremju, pollum haturs jafnvel, – þá eigum við það til að festast í þeim,  því þeir hafa þann eiginleika að stækka þegar við sitjum þar kyrr. –  Þess vegna þarf að fara yfir – eða í gegnum þessar tilfinningahindranir,  sem þessar gryfjur/pollar/sprungur o.fl. er.   Það er í raun ekki „short-cut“ fram hjá þeim,  en við staðnæmumst ekki í þeim,  það er í raun málið. –

Fólk getur staðnæmst í reiðipolli og dvalið þar í mörg ár.  Byggir það upp andann? Byggir það upp líkamann? –   Það er smá smuga með reiðina – að hún byggi upp, það er þegar við virkjum hana á jákvæðan hátt,  það er þá til þess að koma okkur upp, – og segja „ég á þetta EKKI skilið!“ .. það má alveg öskra það, – en ekki til að sitja áfram í pollinum, heldur til að koma sér upp úr honum! 

Sáttin er þannig að hún er raunsæ.  Segjum að ég lendi í sprungu – ef ég er ósátt þá dvel ég lengi við að hugsa hvernig ég lenti þarna, ég leita að sökudólgi –  hver kom mér þangað og spyr „af hverju ég?“ –  fórnarlambsreiðin vellur (gremjan) –  og ég sekk dýpra og dýpra, og skorðast betur og betur í sprungunni. –

Ef aftur á móti ég „sættist við aðstæður“ –  sem þýðir í raun að ég viðurkenni stöðu mína, –  „Ok, ég er stödd í sprungu –   helvítið hann Óli/hún Dísa kom mér í sprunguna, – en hann/hún er ekki að huga um mig núna“ ..  (og varúð, hér má ekki festast í hausnum á Óla/Dísu, – og hvað hann/hún er að hugsa eða ekki hugsa). Það sem skiptir máli er hvað við erum að hugsa, – og rétt hugsun er þá  „Hér er ég (sem er sáttin)  og upp úr sáttinni kemur spurningin:  – „hvað get ÉG gert?“  ..

Við SLEPPUM tökum á ÓLA/DÍSU eða hverjum þeim sökudólgi eða ástæðum sem við erum að leita að, og við sleppum hugsunum sem halda okkur föstum.

Ef við erum föst í hugsuninni „af hverju?“ –  „hvernig gat hann/hún?“  .. þá erum við bara föst, – og það er ekki uppleið, úrlausn eða vöxtur sem felst í því. –  Þá halda Óli/Dísa eða hver sem hrinti okkur í sprungu okkur enn niðri. 

Að sættast við það sem er, sætta sig við okkur eins og við erum núna, – er eina staðan sem hægt er að vaxa frá.   Upp úr sáttinni sprettur vöxtur.

Breytingar til góðs eða bati, verður ekki fyrr en við erum sátt.

Það er eins og þversögnin sem hljómar á þá leið, að þegar við erum sátt við okkur ein erum við tilbúin í samband með öðrum aðila.   Það er allt í lagi að langa í samband með öðrum aðila,  en ef við förum ósátt við okkur sjálf í sambandið þá höldum við áfram að vera ósátt við okkur sjálf í sambandinu.

Það þarf tvær sáttar manneskjur til að eiga í sáttu sambandi. 

Sátt er í raun eins og viðurkenning. –

Það er mikilvægt að viðurkenna sjálfa/n sig, – og sáttin við sjálfa/n sig er sú mikilvægasta af öllum. –

Til að ná andlegum þroska þurfum við sátt. –  Þroski er vöxtur, – útvíkkun á sálinni, ef svo má að orði komast. –   Við fáum ýmis „tækifæri“ til þroska,  ég set tækifæri í gæsalappir,  því þessi tækifæri geta verið ansi grimm.  Það að missa ástvin, það að skilja, lenda í slysi, fá sjúkdóm o.s.frv.    Ef við vöxum ekki við þessi áföll eða þennan missi,  erum við að sóa „tækifærinu“ – eða „gjöfinni“ –  sem okkur er gefin til að vaxa. –

Ég veit að þetta hljómar skrítið,  að kalla eitthvað svo hræðilegt sem alvarlegan sjúkdóm tækifæri eða gjöf, – en það er það í tilliti til vaxtar eða útvíkkunar andans eða sálarinnar.   Við sjáum oft hvernig fólk sem missir heilsuna verður æðrulaust og sterkt andlega og lærir hvað það er sem skiptir raunverulega máli í lífinu.   Sársaukinn er kennari.  Sársaukinn við missi.  Ef við erum lélegir nemendur þá náum við aldrei sátt, og þá vöxum við ekki.

Það tekur tíma að ná sátt, sérstaklega eftir stór áföll þar sem grunninum er gjörsamlega kippt undan okkur.   Það hefur líka allt sinn tíma, –  en það er mikilvægt að muna að dvelja ekki lengi í gremju- og ósáttarpollunum því þeir stækka, eins og áður sagði og við getum hreinlega drukknað í þeim.

Ég vona að mér hafi tekist að skýra út mikilvægi þess að lifa í sátt.   Sáttin er okkar innri árangur, – innra markmið að ná.  Eftir því fleiri tímar í sólarhringnum sem við lifum í sáttinni – þess ánægjulegra verður okkar líf, – og lífið á að veita okkur ánægju. –

Hvort sem það er eitthvað ytra eða innra, – þá er sáttin forsenda breytinga og bata.

10494567_848767305146950_3741051993115535980_n

Að lifa lífinu meðan við höfum líf …

Við eyðum lífi … og berjumst við að skapa líf …

VIð skemmum heilsu … og berjumst við að halda heilsu …

Við óskum okkur dauða .. og óskum okkur lífs …

Við vinnum á móti lífi … og með lífi

Við berum ábyrgð á einu lífi, – fyrst og fremst, – það er okkar eigið líf.

Hvað erum við að gera til að gera það að góðu lífi? –  Erum við að taka ábyrgð á barninu sem fæddist fyrir 20 – 30 – 40 – 50 o.s.frv. árum? –

Barnið var dásamlegt þegar það fæddist, – hefur það eitthvað breyst og hvað ætti að breyta því.  Er dásamleikinn ekki varanlegur?

Ef ekki, af hverju ekki?  – Hver á að passa upp á barnið? – Sinna því, elska það, virða – byggja það upp? –

Þetta barn er innra með hverju okkar, –  okkar rödd sem vill okkur einungiis vel og llýgur aldrei að okkur.  Segir okkur stundum óþægilegan sannleika, eins og: „Það er vont fyrir lungun þín að reykja“ – „Ef þú borðar of mikið af sykri þá nærir þú veiku frumurnar þínar“ –  „Ef þú setur ekki mörk, ertu að óvirða mig“ –   „Ef þú veitir mér ekki athygli, ertu að hunsa mig.“ –  o.s.frv.  –

Þegar þessu barni er ekki sinnt, við tökum ekki ábyrgð á því og elskum það, – upplifir það höfnun.   Sjálfshöfnun er vond tilfinning og hún er innra með okkur.

Hún er skyld skömminni, – því við skömmumst okkar fyrir sinnuleysið, fyrir afneitunina, –   Við erum óheiðarleg við okkur sjálf, því við VITUM, – hvað er best fyrir okkur, en látum þessa visku sem vind um eyrun þjóta. –

Viskan veit hvað er best, – og viskan er okkar innra barn.

Þegar við hlustum á barnið – á viskuna – þá segir hún okkur að við eigum að gera það sem er best fyrir okkur, gleði okkar, hamingju og heilsu.  Andlega sem líkamlega. –   Þannig erum við að gera okkar besta, og þannig erum við besta eintakið af okkur sjálfum.

Með þetta í huga, er einhvern veginn auðveldara að standa upp þegar við föllum, því við erum að bjarga barni – elska barn og bera ábyrgð á því.

Við vijum að barnið lifi sínu lífi lifandi. – við eigum oft auðveldara með að elska barn, hugsa um barn – en okkur sjálf. –

En hvað hefur breyst?

Hvað á barnið sem fæddist ___________________ (dagurinn sem þú fæddist) skilið? –

Ef þú virðir það ekki, elskar, virðir  .. .styður það, – hver á þá að gera það?

Hver á að elska það?

poster-never-give-up

 

„Mér fannst hún svo fullkomin en svo komst ég að því að hún var tví-fráskilin!“

„Mér fannst hún svo fullkomin, en svo komst ég að því að hún vara tví-fráskilin.“

Ég heyrði þessa setningu um daginn, – og varð hugsi. –

Hvað er að vera fullkomin, hvað sambönd varðar? –  Er það að giftast tvítug/ur og vera í hjónabandinu út ævina? –    Auðvitað ekki, – en það er kannski oft undirliggjandi hugsun, að þeir eða þær sem eigi marga félaga í gegnum ævina sé ófullkomnara fólk, en þeir eða þær sem halda sig við sama makann? –

Fólk á það til að dæma sig hart, og það dæmir sig eftir því hvernig það heldur að samfélagið muni líta á það: „Æ, svo er ég orðin einstæð móðir með þrjú börn, – en áður „virðuleg“ eiginkona.“ –   Fólk hugsar svona ennþá, og líka að það sé „fullkomnara“ eða betra ef það þraukar samband,  jafnvel þó sambandið sé vont, eða bara óheiðarlegt samband. –  Óheiðarlegt samband er samband þar sem allt er látið líta út fyrir að vera gott og glatt, en er í raun vont samband og oft bara ömurlegt í sumum tilvikum. 

Ég segi að það sé eins og falsað málverk í fallegum ramma. –

Það sem skipir máli er að elska, vera heiðarleg við sjálfa/n sig og aðra. – Það sem skiptir máli er miklu frekar að VERA en að SÝNAST.

Þegar við erum að sýnast, þá erum við ósönn. 

Kannski var umrædd kona, – sem rætt var um í upphafi pistils bara nokkuð fullkomin, – fullkomin að því leyti að hún kom að fullu til sjálfrar sín.   (Ég held að hann Guðni Gunnarsson eigi þessa skilgreiningu). –

Það er ekki skömm að skilja,  og láta hjónaband eða samband ganga á yfirborði, þegar undir niðri hlutirnir eru ekki í lagi. –   Það er margt sem þarf að ganga upp í sambandi, fólk þarf að vera í takt á svo mörgum sviðum, – en fyrst og fremst heiðarleg – og svo má auðvitað vera skemmtilegt. –

Lífið er til þess að njóta – „enJOY“ –   Ef að annar aðili í sambandi getur ekki notið þess að lifa, – er í lífsflótta, t.d. ástundar fíknihegðun, – þá er hann í raun að flýja bæði sjálfan sig og maka sinn. –   Stundum eru báðir aðilar bara í engu standi til að rækta sambandið og sambandið bara visnar upp þegar það ekki er ræktað, – auðvitað.

Eitt af því sem fólk þarf að komast yfir eftir skilnað er sjálfsálitið og almenningsálitið.  Hvernig það lítur á sjálft sig.  Stundum er það fast í skömm yfir hvernig makinn kom fram, stundum er það fast í reiði við maka sem kunni ekki að meta það. – Stundum er það fast í reiði út í sig sjálft.   Það er svo margt sem kemur upp. –

Það er nógu erfitt að vera að skilja, kveðja drauminn um hamingjusamt ævikvöld, e.t.v. með hóp sameiginlegra barna og barnabarna,  svo að ekki komi viðbót að vera í einhverri sjálfsfordæmingu yfir hjúskaparstöðunni „fráskilin/n“  .. eða „tví- eða þrífráskilinn.“ –   Í sumum tilfellum er það nú bara hetjuskapur að koma sér út úr vondum samböndum, –  svo staðan er aldrei til að skammast sín fyrir, sú staða að hafa ekki þraukað samband sem var e.t.v. ekki nærandi. –    Það er ekki heldur neitt til að skammast sín fyrir ef makinn flúði í annað fang,  það er vandi eða flótti makans en ekki þess sem mætir trúnaðarbrestinum. –

Það er í mörg horn að lita, og það þarf tvo til að skilja, það er víst. –   Ég held að það sé í fæstum tilvikum þannig að annar aðilinn sé alveg „meðetta“ og hinn ómögulegur í sambandinu, –  en það versta er – ef vantar heilindin.  Sannleikurinn er alltaf bestur, – heiðarleikinn gagnvart sjálfum sér og maka sínum.   Sannleikurinn getur verið sár,  en það er auðveldara að lifa með sjálfum sér ef við erum heiðarleg.

Hættum þessu tali um að vera fullkomin, – svona skv. gömlu skilgreiningunni,  það eru óraunhæfar væntingar sem engin/n getur staðist og við völdum þá sjálfum okkur sífelldum vonbrigðum. –

„GIVE US A BREAK ..  „

Ég leyfi mér að minna á námskeiðið laugardaginn 23. ágúst nk.  „Sátt eftir skilnað“ – en nú þegar eru fjimm konur bókaðar, en pláss fyrir ca. 12.   Einnig er ég farin að safna á biðlista fyrir karlanámskeið,  sem verður væntanlega í október/nóvember.

Það er alltaf betra að lifa í sáttinni.

what-is-real4

Lifa í lukku en ekki krukku.