„Ég óska þess heitast að sjá mömmu mína oftar glaða“ ..

Ég endurbirti þennan pistil – en hann var upphaflega skrifaður 4. mars 2012, hann á alltaf við í okkar „vitskertu“ veröld, – við verðum að hugsa betur um okkur ❤

JÓHANNA MAGNÚSDÓTTIR,

Ég horfði á þáttinn um Sundhöllina nýlega þar sem fylgst var með fullorðnum manni,  Kjartani. – Myndin var hæg en fangaði hugann og sýndi lífið eins og það var.  Fólk með stóra og litla drauma. Venjulegt og óvenjulegt fólk. – Ég tengist sundhöllinni reyndar tilfinningaböndum, þar sem mamma starfaði þar þegar ég var lítil stelpa og á sjálf margar nostalgískar minningar þaðan. –  Í viðtalinu við Kjartan kom fram að hann hafði misst einkason sinn,  Jón Finn Kjartansson,  en þar var um að ræða ljúfan dreng sem hafði farið á undan,  farið á undan í blóma lífsins. –  Mynd þessa drengs hefur fylgt mér.

Ég fann um hann minningargreinar, og í einni þeirra, sem systir hans skrifar er þetta fallega ljóð:

Þú hvarfst á braut með fangið fullt af blómum

að fagna jörð, er virtist björt að sjá,

en gættir ei að myrkum manna dómum,

er meiða saklaus bros á…

View original post 1.056 fleiri orð

Hvernig getum við verið sátt þegar við erum alls ekki sátt? – Þversögnin í sáttinni.

Er hægt að sætta sig við það að hjónabandið bresti? –  Er hægt að sætta sig við að vera langt fyrir ofan kjörþyngd? – Er hægt að sætta sig við það að missa náinn ástvin? –   Flestir myndu segja „nei – það er ekki hægt að sætta sig við það.“

En hvernig er að lifa ósátt? –  Hvernig líður okkur? –   Hverjum er það í hag?

Vandamálið við ósáttina er það að hún er afskaplega vondur grunnur að byggja á, og reyndar fullur af pollum, gryfjum, holum, sprungum og fleiru sem er bara alls ekkert hollt fyrir okkur. –

Það er hætta á því að ef við lendum í þessum pollum til dæmis, pollum reiði, pollum gremju, pollum haturs jafnvel, – þá eigum við það til að festast í þeim,  því þeir hafa þann eiginleika að stækka þegar við sitjum þar kyrr. –  Þess vegna þarf að fara yfir – eða í gegnum þessar tilfinningahindranir,  sem þessar gryfjur/pollar/sprungur o.fl. er.   Það er í raun ekki „short-cut“ fram hjá þeim,  en við staðnæmumst ekki í þeim,  það er í raun málið. –

Fólk getur staðnæmst í reiðipolli og dvalið þar í mörg ár.  Byggir það upp andann? Byggir það upp líkamann? –   Það er smá smuga með reiðina – að hún byggi upp, það er þegar við virkjum hana á jákvæðan hátt,  það er þá til þess að koma okkur upp, – og segja „ég á þetta EKKI skilið!“ .. það má alveg öskra það, – en ekki til að sitja áfram í pollinum, heldur til að koma sér upp úr honum! 

Sáttin er þannig að hún er raunsæ.  Segjum að ég lendi í sprungu – ef ég er ósátt þá dvel ég lengi við að hugsa hvernig ég lenti þarna, ég leita að sökudólgi –  hver kom mér þangað og spyr „af hverju ég?“ –  fórnarlambsreiðin vellur (gremjan) –  og ég sekk dýpra og dýpra, og skorðast betur og betur í sprungunni. –

Ef aftur á móti ég „sættist við aðstæður“ –  sem þýðir í raun að ég viðurkenni stöðu mína, –  „Ok, ég er stödd í sprungu –   helvítið hann Óli/hún Dísa kom mér í sprunguna, – en hann/hún er ekki að huga um mig núna“ ..  (og varúð, hér má ekki festast í hausnum á Óla/Dísu, – og hvað hann/hún er að hugsa eða ekki hugsa). Það sem skiptir máli er hvað við erum að hugsa, – og rétt hugsun er þá  „Hér er ég (sem er sáttin)  og upp úr sáttinni kemur spurningin:  – „hvað get ÉG gert?“  ..

Við SLEPPUM tökum á ÓLA/DÍSU eða hverjum þeim sökudólgi eða ástæðum sem við erum að leita að, og við sleppum hugsunum sem halda okkur föstum.

Ef við erum föst í hugsuninni „af hverju?“ –  „hvernig gat hann/hún?“  .. þá erum við bara föst, – og það er ekki uppleið, úrlausn eða vöxtur sem felst í því. –  Þá halda Óli/Dísa eða hver sem hrinti okkur í sprungu okkur enn niðri. 

Að sættast við það sem er, sætta sig við okkur eins og við erum núna, – er eina staðan sem hægt er að vaxa frá.   Upp úr sáttinni sprettur vöxtur.

Breytingar til góðs eða bati, verður ekki fyrr en við erum sátt.

Það er eins og þversögnin sem hljómar á þá leið, að þegar við erum sátt við okkur ein erum við tilbúin í samband með öðrum aðila.   Það er allt í lagi að langa í samband með öðrum aðila,  en ef við förum ósátt við okkur sjálf í sambandið þá höldum við áfram að vera ósátt við okkur sjálf í sambandinu.

Það þarf tvær sáttar manneskjur til að eiga í sáttu sambandi. 

Sátt er í raun eins og viðurkenning. –

Það er mikilvægt að viðurkenna sjálfa/n sig, – og sáttin við sjálfa/n sig er sú mikilvægasta af öllum. –

Til að ná andlegum þroska þurfum við sátt. –  Þroski er vöxtur, – útvíkkun á sálinni, ef svo má að orði komast. –   Við fáum ýmis „tækifæri“ til þroska,  ég set tækifæri í gæsalappir,  því þessi tækifæri geta verið ansi grimm.  Það að missa ástvin, það að skilja, lenda í slysi, fá sjúkdóm o.s.frv.    Ef við vöxum ekki við þessi áföll eða þennan missi,  erum við að sóa „tækifærinu“ – eða „gjöfinni“ –  sem okkur er gefin til að vaxa. –

Ég veit að þetta hljómar skrítið,  að kalla eitthvað svo hræðilegt sem alvarlegan sjúkdóm tækifæri eða gjöf, – en það er það í tilliti til vaxtar eða útvíkkunar andans eða sálarinnar.   Við sjáum oft hvernig fólk sem missir heilsuna verður æðrulaust og sterkt andlega og lærir hvað það er sem skiptir raunverulega máli í lífinu.   Sársaukinn er kennari.  Sársaukinn við missi.  Ef við erum lélegir nemendur þá náum við aldrei sátt, og þá vöxum við ekki.

Það tekur tíma að ná sátt, sérstaklega eftir stór áföll þar sem grunninum er gjörsamlega kippt undan okkur.   Það hefur líka allt sinn tíma, –  en það er mikilvægt að muna að dvelja ekki lengi í gremju- og ósáttarpollunum því þeir stækka, eins og áður sagði og við getum hreinlega drukknað í þeim.

Ég vona að mér hafi tekist að skýra út mikilvægi þess að lifa í sátt.   Sáttin er okkar innri árangur, – innra markmið að ná.  Eftir því fleiri tímar í sólarhringnum sem við lifum í sáttinni – þess ánægjulegra verður okkar líf, – og lífið á að veita okkur ánægju. –

Hvort sem það er eitthvað ytra eða innra, – þá er sáttin forsenda breytinga og bata.

10494567_848767305146950_3741051993115535980_n

Að lifa lífinu meðan við höfum líf …

Við eyðum lífi … og berjumst við að skapa líf …

VIð skemmum heilsu … og berjumst við að halda heilsu …

Við óskum okkur dauða .. og óskum okkur lífs …

Við vinnum á móti lífi … og með lífi

Við berum ábyrgð á einu lífi, – fyrst og fremst, – það er okkar eigið líf.

Hvað erum við að gera til að gera það að góðu lífi? –  Erum við að taka ábyrgð á barninu sem fæddist fyrir 20 – 30 – 40 – 50 o.s.frv. árum? –

Barnið var dásamlegt þegar það fæddist, – hefur það eitthvað breyst og hvað ætti að breyta því.  Er dásamleikinn ekki varanlegur?

Ef ekki, af hverju ekki?  – Hver á að passa upp á barnið? – Sinna því, elska það, virða – byggja það upp? –

Þetta barn er innra með hverju okkar, –  okkar rödd sem vill okkur einungiis vel og llýgur aldrei að okkur.  Segir okkur stundum óþægilegan sannleika, eins og: „Það er vont fyrir lungun þín að reykja“ – „Ef þú borðar of mikið af sykri þá nærir þú veiku frumurnar þínar“ –  „Ef þú setur ekki mörk, ertu að óvirða mig“ –   „Ef þú veitir mér ekki athygli, ertu að hunsa mig.“ –  o.s.frv.  –

Þegar þessu barni er ekki sinnt, við tökum ekki ábyrgð á því og elskum það, – upplifir það höfnun.   Sjálfshöfnun er vond tilfinning og hún er innra með okkur.

Hún er skyld skömminni, – því við skömmumst okkar fyrir sinnuleysið, fyrir afneitunina, –   Við erum óheiðarleg við okkur sjálf, því við VITUM, – hvað er best fyrir okkur, en látum þessa visku sem vind um eyrun þjóta. –

Viskan veit hvað er best, – og viskan er okkar innra barn.

Þegar við hlustum á barnið – á viskuna – þá segir hún okkur að við eigum að gera það sem er best fyrir okkur, gleði okkar, hamingju og heilsu.  Andlega sem líkamlega. –   Þannig erum við að gera okkar besta, og þannig erum við besta eintakið af okkur sjálfum.

Með þetta í huga, er einhvern veginn auðveldara að standa upp þegar við föllum, því við erum að bjarga barni – elska barn og bera ábyrgð á því.

Við vijum að barnið lifi sínu lífi lifandi. – við eigum oft auðveldara með að elska barn, hugsa um barn – en okkur sjálf. –

En hvað hefur breyst?

Hvað á barnið sem fæddist ___________________ (dagurinn sem þú fæddist) skilið? –

Ef þú virðir það ekki, elskar, virðir  .. .styður það, – hver á þá að gera það?

Hver á að elska það?

poster-never-give-up

 

„Mér fannst hún svo fullkomin en svo komst ég að því að hún var tví-fráskilin!“

„Mér fannst hún svo fullkomin, en svo komst ég að því að hún vara tví-fráskilin.“

Ég heyrði þessa setningu um daginn, – og varð hugsi. –

Hvað er að vera fullkomin, hvað sambönd varðar? –  Er það að giftast tvítug/ur og vera í hjónabandinu út ævina? –    Auðvitað ekki, – en það er kannski oft undirliggjandi hugsun, að þeir eða þær sem eigi marga félaga í gegnum ævina sé ófullkomnara fólk, en þeir eða þær sem halda sig við sama makann? –

Fólk á það til að dæma sig hart, og það dæmir sig eftir því hvernig það heldur að samfélagið muni líta á það: „Æ, svo er ég orðin einstæð móðir með þrjú börn, – en áður „virðuleg“ eiginkona.“ –   Fólk hugsar svona ennþá, og líka að það sé „fullkomnara“ eða betra ef það þraukar samband,  jafnvel þó sambandið sé vont, eða bara óheiðarlegt samband. –  Óheiðarlegt samband er samband þar sem allt er látið líta út fyrir að vera gott og glatt, en er í raun vont samband og oft bara ömurlegt í sumum tilvikum. 

Ég segi að það sé eins og falsað málverk í fallegum ramma. –

Það sem skipir máli er að elska, vera heiðarleg við sjálfa/n sig og aðra. – Það sem skiptir máli er miklu frekar að VERA en að SÝNAST.

Þegar við erum að sýnast, þá erum við ósönn. 

Kannski var umrædd kona, – sem rætt var um í upphafi pistils bara nokkuð fullkomin, – fullkomin að því leyti að hún kom að fullu til sjálfrar sín.   (Ég held að hann Guðni Gunnarsson eigi þessa skilgreiningu). –

Það er ekki skömm að skilja,  og láta hjónaband eða samband ganga á yfirborði, þegar undir niðri hlutirnir eru ekki í lagi. –   Það er margt sem þarf að ganga upp í sambandi, fólk þarf að vera í takt á svo mörgum sviðum, – en fyrst og fremst heiðarleg – og svo má auðvitað vera skemmtilegt. –

Lífið er til þess að njóta – „enJOY“ –   Ef að annar aðili í sambandi getur ekki notið þess að lifa, – er í lífsflótta, t.d. ástundar fíknihegðun, – þá er hann í raun að flýja bæði sjálfan sig og maka sinn. –   Stundum eru báðir aðilar bara í engu standi til að rækta sambandið og sambandið bara visnar upp þegar það ekki er ræktað, – auðvitað.

Eitt af því sem fólk þarf að komast yfir eftir skilnað er sjálfsálitið og almenningsálitið.  Hvernig það lítur á sjálft sig.  Stundum er það fast í skömm yfir hvernig makinn kom fram, stundum er það fast í reiði við maka sem kunni ekki að meta það. – Stundum er það fast í reiði út í sig sjálft.   Það er svo margt sem kemur upp. –

Það er nógu erfitt að vera að skilja, kveðja drauminn um hamingjusamt ævikvöld, e.t.v. með hóp sameiginlegra barna og barnabarna,  svo að ekki komi viðbót að vera í einhverri sjálfsfordæmingu yfir hjúskaparstöðunni „fráskilin/n“  .. eða „tví- eða þrífráskilinn.“ –   Í sumum tilfellum er það nú bara hetjuskapur að koma sér út úr vondum samböndum, –  svo staðan er aldrei til að skammast sín fyrir, sú staða að hafa ekki þraukað samband sem var e.t.v. ekki nærandi. –    Það er ekki heldur neitt til að skammast sín fyrir ef makinn flúði í annað fang,  það er vandi eða flótti makans en ekki þess sem mætir trúnaðarbrestinum. –

Það er í mörg horn að lita, og það þarf tvo til að skilja, það er víst. –   Ég held að það sé í fæstum tilvikum þannig að annar aðilinn sé alveg „meðetta“ og hinn ómögulegur í sambandinu, –  en það versta er – ef vantar heilindin.  Sannleikurinn er alltaf bestur, – heiðarleikinn gagnvart sjálfum sér og maka sínum.   Sannleikurinn getur verið sár,  en það er auðveldara að lifa með sjálfum sér ef við erum heiðarleg.

Hættum þessu tali um að vera fullkomin, – svona skv. gömlu skilgreiningunni,  það eru óraunhæfar væntingar sem engin/n getur staðist og við völdum þá sjálfum okkur sífelldum vonbrigðum. –

„GIVE US A BREAK ..  „

Ég leyfi mér að minna á námskeiðið laugardaginn 23. ágúst nk.  „Sátt eftir skilnað“ – en nú þegar eru fjimm konur bókaðar, en pláss fyrir ca. 12.   Einnig er ég farin að safna á biðlista fyrir karlanámskeið,  sem verður væntanlega í október/nóvember.

Það er alltaf betra að lifa í sáttinni.

what-is-real4

Lifa í lukku en ekki krukku.

Ekki gera ytri hindranir að innri hindrunum….

Hér ætla ég aðeins að skoða muninn á því sem ég kalla „hið innra“ – og „hið ytra“ .. 

  • innra verðmæti – ytra verðmæti
  • innri markmið – ytri markmið
  • innri hindranir – ytri hindranir

Mörkin þarna á milli geta verið óskýr, sérstaklega ef við leyfum öðrum að ákveða þau, – þ.e.a.s.  hið ytra verður hið innra. –

Innra verðmæti – þýðir okkar skilyrðislausa verðmæti, – án allra merkimiða (stétt, staða, menntun, hjúskaparstaða, útlit, eignir o.s.frv).  Það er það sem varir, –  breytist aldrei.  Við fæðumst verðmæt og við deyjum verðmæt og það breytiist ekkert – þetta innra verðmæti alla æfi. Það er líka það sem við erum,  við erum verðmæt, yndisleg, dásamleg .. alltaf og um eilífð, alveg eins og hinn nýfæddi hvítvoðungur! ..

 Innri markmið –  þýðir hverju við viljum ná tilfinningalega, – eins og sátt, gleði, frið, ást o.s.frv. –  eitthvað sem hægt er að eiga fyrir sig. Þetta er okkar eigin uppspretta ástar, friðar, gleði, – ekki eitthvað sem við fáum frá öðrum, þó að annað fólk geti vissulega ýtt á eða hjálpað okkur við að muna eftir allri þessari innri dásemd. –   Þetta er okkar fjársjóður, – en oft erfitt að muna eftir honum eða skynja.  Markmiðið er að tengjast þessari innri uppsprettu, – þá verðum við minna þurfandi fyrir eitthað frá öðrum, eða einhverju utanaðkomandi til að gera okkur glöð, friðsæl eða ástfangin. –  VIð upplifum innri frið, gleði og ást!   Ytri markmiið eru öðruvísi, þau felast í að ná árangri t.d. að fá diplómur í skóla, eignast maka, eignir, börn o.s.frv. –

Innri hindranir –  það er þegar við erum sjálf að trufla okkur, – „hver þykist ég vera?“ –  „ég á ekkert skilið að allt gangi upp hjá mér“ –  „týpískt að ég sé óheppin/n“ .. –  Það eru þessar hugsanir, þar sem við ákveðum t.d. að við eigum ekki allt gott skilið, eða að við séum óheppin, eða að við séum ótrúlega léleg í einhverju. – Við erum eins og galdrakellingar-eða karlar með töfrasprota,  og leggjum álög á okkur sjálf og erum fyrir okkur sjálfum í farsældinni. – (Ekki skrítið ef við höfum verið alin upp með þau skilaboð að við séum t.d. alls ekki nógu dugleg, góð, mjó – eða hvað það nú er). –   Stundum erum við vel stemmd, munum eftir eigin yndisleika, munum að við eigum uppsprettu og munum að við megum láta drauma okkar rætast, –  þá hittum við kannski einhvern (ytri aðila) og förum að segja frá vonum og væntingum og við höfum sjálf trú á því sem við ætlum að gera, – þá segir þessi ytri aðili:  „Er þetta nú ekki full miki bjartsýni?“ – eða „Þykist þú nú geta þetta?“ –    Ef að við tökum þennan aðila nærri okkur, inn í okkar eigið,  þá verða orð hans okkar, við „samþykkjum“ þau og drögum til baka. Hindranirnar sem komu að utan hrannast nú upp í okkur, – og við sprengjum drauminn. –

Ef við höfum sterkt sjálf, – sjálfstraust, – þá gerum við ekki þessa ytri rödd að okkar innri. – Þá áttum við okkur á að viðkomandi er að draga úr okkur af einhverri af eftirfarandi ástæðum:

  • Honum/henni þykir vænt um okkur og er hræddur við að sjá okkur mistakast og særast af þeim orsökum, –  það er ákveðinn þroskaþjófnaður falinn í því að stöðva fólk sem langar að fylgja eftir draumum sínum og hugmyndum, – af hverju ekki að leyfa þeim að prófa? – Leyfa því sjálfu að læra af mistökum sínum? – Nú, eða kannski gengur draumurinn bara upp, sem hann gerir frekar ef viðkomandi hefur trú á honum alla leið og hann þarf ekki að sitja uppi með úrtöluraddir. –
  • Hún/hann öfundar okkur – og þorir ekki sjálfur að fylgja sinni ástríðu. Þetta er aðilinn sem er alltaf „on the safe side“ –  bátur þeirra siglir aldrei úr höfn. En eins og ég hef áður skrifað, þá er báturinn öruggastur í höfninni, eða fjörunni – en það er ekki tilgangur bátsins. –  (Tilvitnun frá Paulo Coehlo).

Við þurfum s.s. að pasa að gera ekki ytri úrtöluraddir að okkar innri úrtölurödd, þess vegna tala ég um að passa mörkin milli ytri og innri. –  Við þurfum líka að passa það að fara ekkii að meta verðmæti sálar okkar eftir hinu ytra, eftir upphæð á bankabók, tölu á vigt, hversu margar hrukkur við erum með eða ör, eftir hvernig maki okkar er, eða makaleysi, börnum eða barnleysi. –  Hið innra verðmæti er óbreytanlegt. –  Þá eru eftir hin innri markmið – eða okkar innri friður, gleði og ást, – það bara ER þarna í uppsprettunni, – og við þurfum bara að kalla það fram, – með hugsun okkar.

Allt þetta finnum við best í kyrrðinni með okkur sjálfum, – þegar við erum ekki trufluð af hinu ytra, – en þegar við höfum náð æðruleysinu, þá er það eins og að ganga vel dúðuð í storminum, –  við lyftum andlitinu að regninu og brosum við því, við föðmum storminn og breiðum jafnvel hlæjandi út hendurnar eins og við ætlum að hefja okkur til flugs.   Við höfum valdið – en ekki hann. –

Það sama á við um fólkið í kringum okkur, – ekki láta það feykja okkur eða draumum okkar um koll. –

Við klæðum okkur eftir veðri og vindum. Dúnúlpan er þá t.d.  tákn fyrir andegan styrk, og þennan andlega styrk – „sixpack á sálina“ kalla ég það stundum, fáum við helst með að stunda hugrækt, eins og sumt fólk fær „sixpack“ á magavöðvana við líkamsrækt.

Það þarf að iðka og ástunda til að rækta, – hugsa inn á við, – rifja upp hver við erum í að hugleiða, tengjast náttúrunni, því við erum náttúra, – tengjast dýrum, því við erum dýr, – tengjast börnum, því við erum börn, – tengjast öðru fólki, því við erum fólk,   en fyrst og fremst og mikilvægast af öllu AÐ TENGJAST OKKUR SJÁLFUM, ÞVÍ VIÐ ERUM  ………… 

Elska sig nógu mikið og treysta – leyfa okkur að sigla úti á sjó, taka áhættuna á að lifa.  Líka draumana. 

Það er gott, í öllu þessu að muna – að í draumunum geta falist alls konar ytri markmið, að ná í „draumastarf“ – „draumamaka“ – fara í „draumaferð“ o.s.frv. –    Ef það gengur ekki upp, – þá er gott að vera sterk/ur hið innra, –  haf mikið af innri gleði, frið og ást, – því þá gerir ekki svo mikið til þó að við náum ekki þessum ytri markmiðum, – það feykir okkur ekki um koll, – a.m.k. ekki nema tímabundið. –   Þegar við höfum okkur sjálf, er minna að missa og minna að óttast.  Þegar við fylgjum okkar eigin ástríðu í okkar eigin samfylgd og stuðningi, – þá er óþarfi að hafa áhyggjur, það sem verður það verður, og við stöndum alltaf með okkur sem okkar besti vinur, í blíðu sem stríðu. – 

e0510150ffb51b8bb164bc2d078dc77e

Stundum erum við sterkust þegar við „sleppum“ …

“Some people think it’s holding tight that makes one strong, but sometimes, it’s letting go.” ~Unknown

Ég rakst á þessa tilvitnun, í netheimum.  Svo sannarlega er það oft sem við þurfum að vera þrautseig og jafnvel þrjósk, – en þegar það að halda fast í eitthvað gerir það að verkum að við erum farin að halda sjálfum okkur, eða geði okkar í lægð – þá er tími til að sleppa. –

Stundum þurfum við að sleppa tökum á fólki sem heldur okkur niðri,- eða á haus – tilfinningalega. –  Í einhverjum tilvikum er þetta fólk fortíðarinnar, – Það getur verið fólkið sem við fáum á heilann, – í þeim skilningi að það fær að vera þar og hugmyndir þeirra um okkur, sem við höfum jafnvel gert að okkar. –   Það getur verið móðir, faðir, frænka, fyrrverandi maki eða vinnufélagi, eða hver sem er. –

Svo er það fólk nútímans, þau sem við umgöngumst dags daglega. Þau sem taka orkuna okkar,  þau sem stjórna okkur eins og strengjabrúðum.

Við eigum að geta gengið sjálf – og tekið ákvarðanir sjálf – án strengjanna,  svo það er alveg óhætt að klippa á þá.

Það er sjálfsagt að reiða sig á náunga sinn, – ekki verða yfirmáta óháð, sem þýðir að biðja aldrei um hjálp eða vilja aldrei þiggja neiitt frá neinum. – Það er til „of“ í því eins og öllu öðru.

Alls staðar birtist „gullni meðalvegurinn“ –  það er því ekkert slæmt að þurfa stundum að reiða sig á annað fólk, – ef það verður ekki „of.“

Við höfum öll þörf fyriir umhyggju annarrra, virðingu, hvatningu og stuðning. Þegar við getum þegið þennan stuðning frá öðrum, og nært sálina með honum,  er það vottur um heilbrigði. –  Við þiggjum heiibrigða næringu úr samböndum og samskiptum við annað fólk.

Flæði þar sem við gefum og okkur er gefið er iðkað í heilbrigðum samböndum..  Sambönd tveggja sem gefa, án þess þó að vera stöðugt að meta eða metast um hvor gefur meira. –  Það er ekki gefið í þeim tilgangi að fá til baka, – heldur vegna ánægjunnar að gefa, og það gildir um báða aðila.

Hættumörkin liggja þegar við förum að verða of háð öðrum aðila hvað þessa næringu varðar, –  næringin getur verið í formi gleði, ástar, hvatningar o.s.frv. Við þurfum nefnilega að sinna okkur líka sjálf.  Taka næringuna úr eigin uppsprettu.

Það þýðir að við getum verið glöð, óháð hvort makinn er glaður.  Okkar gleði má ekki vera háð hans gleði. –  Það þýðir líka að okkur þarf að líka við okkur sjálf, óháð hvað öðrum finnst. Álit annarra á ekki að skilgreina hver við erum. –

Ef að Gunna segir þér að henni finnist þú stórkostleg manneskja byrjar þú að brosa og dansa og fylist gleði.   Svo kemur Anna og segir að þú sért ömurleg manneskja og þá hniprar þú þig saman og fyllist leiða.

Þá erum við orðnar tilfinningalegar strengjabrúður, og algjörlega háð áliti annarra.

Við förum að vera „á þörfinni“ fyriir viðurkenningu svo við getum  „fúnkarað.“  Þegar við förum í þetta þarfaástand,  förum við í hlutverk.   Við förum í hlutverk þóknarans eða geðjarans, því við erum á þörfinni fyrir jákvæðar strokur og viðurkenningu.  Við það verðum við óheiðarleg, – við förum að leika leikrit, og festumst jafnvel í lygaflækju. –  Við upplifum okkur ósönn, ekki vegna þess að öðrum þykir ekki vænt um okkur, heldur vegna þess að við getum ekki verið við sjálf.

Ef við erum ekki nógu góð sem „við sjálf“ fyrir einhverja í kringum okkur,  er það í raun  þeirra vandamál. –  Ekki okkar.   Ef við þurfum að standa á haus til að þóknast einhverjum erum við að sjálfsögðu í vondum málum, því við getum ekki endalaust staðið á haus, og aldrei nógu lengi til að geðjast sumum.    Þess vegna komum við alltaf til með að valda viðkomandi vonbrigðum. 

En hvernig forðum við okkur sjálfum frá því að valda okkur vonbrigðum? –  Hvernig væri að hinkra við – og hlusta á sína eigin rödd? –  Þína eigin visku? –  eða rödd þíns innra barn sem vill þér bara það besta. –  Það eru viðvörunarbjöllurnar sem hringja,  þegar við innst inni vitum að hlutirnir eða samskiptin eru ekki heilbrigð eða heiðarleg.   En merkilegt hvað við erum stundum fljót að þagga niður í þessum bjöllum. –  Stundum heyrum við ekki í þeim, því að sá eða sú sem við erum í samskiptum við, eða hefur tekið sér búsetu í höfðinu á okkur,  hefur hærra en bjöllurnar, –   Við þurfum þá að segja upp þessum leigjanda, sem ekki borgar leigu, –  og ef þetta er einhver sem við búum með, svona raunverulega, er gott að fara tímabundið í burtu, ein/n – fá fjarlægð til að hlusta á sjálfan sig.

Þegar við búum of náið, verðum við oft samdauna ástandinu, –  svipað og við værum í skötuveislu.  Við venjumst fljótt lyktinni. –  En ef við förum í burtu, förum í sturtu og komum svo aftur heim, – fer hún ekki á milli mála.  Nú ef að það tekur viið þægilegur ilmur við heimkomuna, – andrúmsloftið er hreint og yndislegt, þá er það bara hið besta mál! ..

Miklu skiptir að rækta ástina innra með okkur sjálfum, – að veita okkur sjálfum athyglina sem við þráum frá öðrum, – veita okkur sjálfum viðurkenninguna, hvatninguna, hrósið o.s.frv. –   Það hjálpar að vera sinn eigin besti vinur eða vinkona.  Þú þarft ekki að þóknast þér eða geðjast þér, eða standa á haus til að gera það, –  þú þarft bara að vera þú sjálf/ur. –

Hvað átt þú skilið?  Þú átt skilð að taka frá tíma til að sættast við þig.  Eins og þú ert núna með kostum og „göllum.“ –  Ekki ætlast til af þér að þú sért fullkomnari en annað fólk.  Viðurkenndu þig, því þú þarft fyrst og fremst á eigin viðurkenningu að halda. –  Þá hefur þú minni þörf fyriir viðurkenningu annarra og þess ólíklegri til að verða strengjabrúða.  Þú átt skiið að taka frá tíma, tíma til að veita þér athygli, umhyggju, viðurkenningu, heiðarleika og þína eigin vináttu.

Þegar þú átt vináttu þína, er auðveldara að gefa öðrum.  Gefa án þess að vera sífellt að hugsa: „Hvað fæ ég til baka?“ –   Gefa skilyrðislaust, því þú ert ekki „á þörfinni“…   eða „needy“ –    Andstæða þess er fullnægja, – og við gefum af gnægð okkar, – en gefum ekki til að fá.

Þegar við gefum til að fá, þá er það eins og amma sem gefur barnabarni sem er þegar búið að fá of mikinn sykur,  nammi –  til að barnið segi við ömmuna: „ég elska þig amma“..   Amma sem er ánægð, og glöð, þarf ekki að kaupa sér ást barnabarns síns. –

Það er líka rangt að gera barnabarn að einhvers konar „puppet master“ – eða láta það stjórna sér, nú eða barn eða maka. –

Við eigum ekki að þurfa að standa á haus til að geðjast eða þóknast  –  við eigum alls ekki að gera það, en ef það er fólk í kringum okkur sem krefst þess,  þá verðum við að sleppa, —  þar liggur styrkleikinn, og við stöndum sterk á tveimur fótum.   Ef fólki líkar ekki við okkur í réttstöðu, er það þeirra vandamál. 🙂

standing_on_head

„Er meðvirkni góðmennska?“ – námskeið Borgarnesi og Ólafsvík

Er meðvirkni góðmennska ?  NÁMSKEIР
ÓLAFSVÍK 
Hefst 4. október 2014
Lýkur 4. október 2014 11:59:59 PM
Verð 13.500,-
Svæði Snæfellsbær
Staðsetning Átthagastofa Snæfellsbæjar í Ólafsvík kl. 09:00 – 17:00

BORGARNESI: 

Hefst 23. október 2014
Lýkur 13. nóvember 2014 11:59:59 PM
Verð 13.500,-
Svæði Borgarfjörður
Staðsetning Húsnæði Símenntunar í Borgarnesi kl. 19:30 – 21:30

Lýsing:
Farið verður í kjarnaatriði meðvirkni, rætt um mörk og markaleysi, meðalhófið, brenglað sjálfsmat, týnda sjálfsmynd, vanhæfni við að mæta eigin þörfum og löngunum og hvernig meðvirk manneskja getur ómeðvitað rænt sjálfa sig og aðra þroska og/eða gleði.
Meðvirkni er eitt af því sem hindrar okkur í því að lifa hamingjusömu lífi. Markmið með námskeiðinu er því að þekkja sjálfa/n sig betur og virða eigin rödd, langanir og þarfir. Aukin meðvitund og sjálfstraust. Fyrirlestur, æfingar og samtal.
Langtímamarkmið: Að lifa lífinu lifandi.

Leiðbeinandi: Jóhanna Magnúsdóttir, guðfræðingur og ráðgjafi. http://www.johannamagnusdottir.com

Skráning: HÉR

BoundariesHealthyRelationships

 

Hvort þarftu knús eða köku? ….

Þegar ég fór að kynna mér það sem kallað er „emotional eating“ fór ég að veita því athygli hvernig við kennum börnum að nota mat til að mæta tilfinningum sínum. –

Ég horfði upp á ergilega strákinn, – sem var eitthvað reiður og mamman sagði: „Hérna, fáðu kókómjólk“ –   og hann róaðist.   Ég veit ekki hvort hann var svangur eða þyrstur, en hann var a.m.k. nógu gamall til að segja frá því. –

Svo var það einn daginn,  að sonur minn kom með sonardótturina í pössun, – hún var aðeins tæplega tveggja ára, – hún var nýkomin til pabba frá mömmu, en hann þurfti að bregða sér frá svo amma ætlaði að gæta dömunnar stutta stund.  Hún var og er alltaf sátt við að koma til ömmu, það er ekki vandamál, en þarna var hún leið að kveðja pabba,  því það var svo stutt síðan hún kom til hans. – Ég tók hana í fangið þar sem hún grét og kallaði á eftir pabba sínum, – og fyrsta hugsun var:

„KEX!“  .. ég gef henni kex, – en sem betur fer var ég orðin meðvituð um hvernig við kennum tilfinningát – og ég vissi að hún var ekki að gráta vegna hungurs, – svo ég hélt henni þétt að mér og sagði „amma passar þig, pabbi kemur bráðum aftur“ og við horfðum út um gluggann á skýin og himininn.   Hún hætti að gráta. –

Hún þurfti ekki kex eða köku, hún þurfti bara knús. –

Hvað með okkur,  þegar við eldumst? –

Oft þegar við leitum í kexið, nammið, sætindi, eða hvað það er sem „róar“ okkur, er það það sem við virkilega þörfnumst? –

Ef við höfum ekki einhvern til að knúsa,  þá munum við eftir að það er til eitthvað sem heitir „andlegt knús“ –  við getum talað fallega til okkar sjálfra, við getum fengið okkur góða andlega næringu í fallegu lagi, sem er sungið til okkar sjálfra. –

Ég var að lesa í Kvennablaðinu um offitu barna og unglinga, og það er visst ofbeldi að næra börnin á mat sem þau hafa ekki gott af, og eru svo kannski alla ævi að glíma við heilsufarsvandamál tengd röngu mataræði. –

Pælum aðeins í því hvað það er að vera góð,  líka ömmur og afar.  Börnum þykja ávextir góðir, – og flestum börnum þykir líka bara gaman að fara á róló, teikna, skoða skýin og himininn.   Það er hægt að vera góð við börn á svo marga vegu.

Knús – er best! 🙂

Hér er vísun í greinina í Kvennablaðinu.

Hér er svo ömmuskottan, sem er orðin fjögurra ára. –  Ég ákvað þegar að pabbi hennar fæddist, að hann fengi reyklaust heimili, ég þótti „dóni“ að biðja fólk um að reykja úti.  Nú vil ég vera meðvituð amma, sem huggar ekki með mat eða sælgæti, heldur því sem börnin raunverulega þarfnast,  umhyggju, gleði ,samveru, leik, tíma og knúsi.

image

Sumt fólk þarf að gera lítið úr öðrum til að upplifa sig stórt..

Við þekkjum flest „beturvitrungana“  .. eða þau sem eru sífellt að ala aðra upp eða segja þeim til. –   Þú ert kannski á ágætis „svifi“ um tilveruna, svo mætir þú viðkomandi – eða talar við í síma.  Honum líður svona lala, kannski ekkert allt of vel og þá sækir hann sér „fix“ með því að segja þér hvernig þú átt að lifa, hvað þú sért ómöguleg/ur – eða  losar úr sínum „öskubakka“ á þig. –

Þú sem varst kannski bara í ágætis gír, – upplifir þig e.t.v. „lamaða/n“ eftir að hafa mætt þessari manneskju, eða heyrt í henni.

Kannastu við þessa lýsingu? – Er svona fólk í þínu lífi?  Það er auðvelt að taka „skotin“ frá einhverjum sem er okkur ekki svo náin.  En það er nánasta fólkið okkar vinir og fjölskylda sem eiga oftast auðveldastan aðgang.

Eftirfarandi setningar sá ég á veraldarvefnum:

„There are people out there who’re losing self-esteem and self-confidence because they’re on the receiving end of consistent put-downs from a friend, loved one or family member.

Their identity is being damaged one put-down at a time; their life is diminishing one line at a time; they live in fear of the next put-down and feel powerless to do anything about it.“

eða

„Það er fólk þarna úti, sem er með minnkandi sjálfsmynd og sjálfstraust vegna þess að það er stanslaust að taka á móti lítillækandi athugasemdum og aðfinnslum frá vini eða fjölskyldumeðlim.

Það saxast í sjálfsmyndina- við hvert niðurrifsshöggið; líf þeirra minnkar við hverja setningu;  Það lifir í ótta við hvað kemur næst, og upplifir sig of máttlaust til að gera eitthvað í því.“

Svona virkar líka andlegt ofbeldi, – og að lifa í mörg ár við andlegt ofbeldi – upplifir manneskjan að hún minnki og minnki og sá eða sú sem rífur niður eða heggur nær að stækka. –

Í raun er það sá sem þarf að lítillækka aðra eða nærast á öðrum til að stækka sem er lítilmennið.  Það er auðvitað alveg kolrangt að upphefja sig á kostnað annarra og algjörlega „fölsk“ stækkun, því að sjálfsögðu stækkar engin/n þó aðrir minnki.

Þegar fólk hagar sér svona, – þ.e.a.s. þarf að stækka sig með því að stíga á annað fólk.  Eða hreinlega éta upp orku annars fólks,  þá er eitthvað að því en ekki þér.

Það er eiginlega lykilatriði. –

Ef þetta er náinn ættingi eða vinur,  og við viljum halda tengslum þá hreinlega verðum við að setja viðkomandi mörk, – útskýra fyrir honum hvernig áhrif samskiptin við hann/hana hafa áhrif á okkur. –

Það er best að gera það með „Ég“ boðum.  Því það erum við sem erum að upplifa.

„‘Mér líður svona þegar það er talað svona við mig“ ..

Stanslaus gagnrýni, aðfinnslur, lítillækkun o.s.frv. er bara ekki í lagi.

Það getur vel verið að viðkomandi sé að gera þetta allt og segja í mjög góðri trú, að hann eða hún haldi að þér sé greiði gerður,  að segja þér hvað þú ert ófullkomin/n eða hvað þig vanti til að bæta þig.  En það getur orðið þreytandi til lengdar og skapað kvíða: „hvað næst?“ – þegar þú mætir þessari manneskju.  Þú ferð í vörn, ferð að vanda þig og vera óeðlileg/ur í samskiptum og líka óörugg/ur – sem gefur þessum gagnrýnanda enn frekar efnivið til að halda sínu striki. –

Eina manneskjan sem getur stöðvað svona ferli, ert þú, – eða þú leiitar þér hjálpar við að stöðva „árásirnar.“ –    Í einhverjum tilvikum neyðumst við til að slita sambandi við náinn vin eða fjölskyldumeðlim, ef hann vill ekki eða getur ekki skilið afstöðu okkar eða litið í eigin barm. –

Best er ef við getum styrkt okkur sjálf og „afvopnað ofbeldismanninn“ eins og ég kalla það og lesa má um í samnefndum pistli.

Ég verð með fyrirlestur um þetta, hvernig við tökum okkur valdið –  laugardaginn 23. ágúst, nk.  og hann má sjá undir flipanum hér á síðunni Á DÖFINNI.

Annars er auglýsing um fyrirlesturinn/námskeiðið hér í hnotskurn:

„Máttur þinn og dýrð“ – Köllunarklettsvegi 1, 104 Rvík, 3. hæð (lyftuhús) – Kl. 10:00 – 15:00, – 23. ágúst nk. –   Jóhanna Magnúsdóttir,  leiðbeinir – Verð 12.000.-   skráning valkostur@gmail.com – fyrir konur og karla –  lykilorð:  Máttur. 

tumblr_menjklvbJ71rmbl1bo1_500

Þegar óttinn við að vera ein eyðileggur samböndin ..

Þegar við förum í samband, verðum við að fara í það á réttum forsendum.  Ef forsendurnar eru að einhver á að bjarga okkur frá einmanaleika, eru þær rangar.  Við verðum að fara heil og sjálfbjarga inn í samband og vera heil og sjálfbjarga í sambandinu. –  Eftirfrandi grein er lauslega þýdd, en hún heitir á frummálinu:

„3 Ways Your Fear of Being Alone Sabotages Your Relationships“

„Það er ekki endilega skemmtilegt að vera einhleyp/ur, og það getur verið mjög einmanalegur tími,  og það versnar bara ef það að vera einhleyp/ur er það sem við óttumst mest. Það eru margir kostir við tímann sem við erum ein og mikilvægasti kosturinn er að læra að elska okkur sjálf, vera sjálfstæð og vinna í því að byggja upp sjálfstraust.

Fátt heillar meira og fátt er meira aðlaðandi en manneskja með gott sjálfstraust. Ef þú lendir ítrekað í samböndum sem ganga ekki upp, er óttinn við að vera ein líklega að viðhalda því að þú lendir með röngum maka.

 

3 Sjálfs-eyðandi mynstur sem er viðhaldið af ótta. 

1. Samband með þeim sem er ekki tilfinningalega tengd/ur:
Þegar við erum hrædd við að vera ein, verðum við þurfandi.  Líklegt er að við förum í samband með einhverjum sem hefur ekki þessa þörf fyrir okkur.  Þetta verður þá eins og leikur kattar og músar, þar sem kötturinn er alltaf að elta – en nær aldrei músinni.  Ef félagi þinn gefur sér ekki tíma til að næra þig, eða sinna öðrum samböndum í lífi sínu, er ekki nokkur möguleiki að þú verðir sú eða sá sem breytir honum.  Þetta tengist tilfinningaþroska.  Þau sem eru ekki tilfinningalega til staðar eru ekki nógu þroskuð nema  til að taka þátt í þessum kattar – og músarleik.

Ef við höldum áfram í sambandi við svona manneskju, upplifum við  meiri einmanakend en ef við erum einhleyp.  En ótti okkar við að vera ein hindrar okkur í því að sjá þessa höfnun sem er í raun sársaukafyllri en það að vera ein.

31050be8d6a6c7a6dbdcc6ca42ff39b9

2. Afsökum það sem er óásættanlegt.  

Óttinn við að vera ein getur orðið til þess að við förum að samþykkja framkomu sem er fyrir neðan okkar virðingu og fjarri því sem við eigum skilið.  Ef við upplifum að við séum stöðugt að afsaka eða hagræða framkomu makans með því segja við okkur sjálf og/eða aðra: „Enginn er fullkominn“ –  eða „Þetta er nú ekki svo slæmt“ erum við að flýja eigið óöryggi inn í samband sem býr aðeins til meira óöryggi fyrir okkur. Þar að auki, með því að viðhalda þessum vonlausu samböndum, tefur það okkur í því að finna rétta makann.

download (5)

3. Við sleppum ekki fyrrverandi. 

Við getum ekki sleppt tökum á fyrrverandi samböndum, og þurfum að halda þeim við, eða halda dyrunum opnum að einhverju leyti, bara svona til vonar og vara, ef við endum aftur einhleyp.   Þannig setjum við of marga leikmenn á völlinn.  Ef við viljum verða raunverulega ástfangin verðum við að taka áhættuna á að skuldbinda okkur einni manneskju, – ef við höfum lokið kaflanum með fyrrverandi, höldum honum lokuðum,  svo við getum gefið okkur að fullu að nýja aðilanum í lífi okkar.

Óttinn við að vera ein, fær okkur til að missa sýnina á ástina og okkar eigið verðmæti.  Við förum á stefnumót með hverjum/hverri sem er, samþykkjum hvern/hverja sem er,  eltumst við hvern/hverja sem er – og/eða sleppum engum þeirra.  Það er ekki besta leiðin að finna varanlegt samband um leið og við erum í sambandi.  Besti tíminn til að finna það er að finna varanlegt og vel grundvallað samband við okkar eigið sjálf, við líf okkar og við verðmæti okkar.    Besti tíminn til að kynnast einhverjum er þegar við finnum ekki lengur þessa „þörf“ fyrir samband. Það er okkar vinna að skapa sjálfstætt líf sem okkur líkar það vel, að við þurfum ekki að láta bjarga okkur frá því.

562085_364664146931546_146189222112374_996249_1945055447_n

Greinin er eftir: