Megrunarkúrar ein aðal ástæða offitu? …

Samstæða

Þetta er slatta langur pistill, en ef þú vilt fá „summary“ eða útdrátt þá er hann hér í næstu fimm línum. – Njóttu meðvitað hvers munnbita! ….. Þú getur ekki notið nema að vera almennilega svöng/svangur Þú getur aðeins notið … Halda áfram að lesa

Er hægt að njóta (kyn)lífsins og lesa Moggann á sama tíma? ..

Ímyndaðu þér að þú sért að elskast með maka þínum og lesa um leið nýjustu fréttir í Mogganum, Fréttablaðinu eða DV –  í leiðinni. Eða verið að skipuleggja næstu skíðaferð í huganum.   Gætir þú notið kynlífsins? –

Hvar er hugur þinn, hvar er líkami þinn, hvar ert þú?

Ertu í líkama þínum eða í fólkinu í fréttunum?

Það sama gildir um að borða mat og lesa, horfa á sjónvarp, vera í tölvunni o.s.frv.  Ef við erum að gera eitthvað annað en að borða erum við ekki að njóta. –

Maki okkar á skilið fulla athygli og við sjálf eigum skilið fulla athygli – okkar sjálfra.

Geneen Roth, höfundur bókarinnar “Women, Food and God” – segir að hvernig við borðum segi allt um hvaða jafnvægi við höfum í lífi okkar. –

Jafnvægi eða æðruleysi er grundvöllur farsældar okkar. –  Það er eðlilegt að sveiflast og það þýðir ekki að lífstakturinn eigi að vera flatur.  Hann Á að sveiflast en þegar hann fer of langt upp eða of langt niður erum við komin út fyrir  hættumörk.  Það má sjá þegar líkamsþyngd er farin að hafa áhrif á heilsufar okkar, í báðar áttir. Of feit eða of mjó. –  Andlega getum við líka verið of feit eða of mjó. –  Við getum verið með ofstjórn eða vanstjórn. –

Öfgarnar ganga í báðar áttir og þá erum við komin að hófsemdinni, eða meðalveginum.   Meðalvegurinn er ekki þröngur, heldur eins og áður sagði, þar eiga að vera sveiflur en ekki dýfur og kúfar – ökkla eða eyra.  – Best að lifa u.þ.b. við miðju og sveiflast mátulega. –

Það best er auðvitað að njóta þess sem er. – Það er hluti af því að lifa í núinu.

Þegar við erum að borða að vera viðstödd,  veita matnum athygli, borða hægt, njóta hvers munnbita, finna bragð, áferð o.s.frv. –

Hvernig við borðum er síðan birtingarmynd af því hvernig er farsælast að lifa, þ.e.a.s. að njóta stundarinnar,  eins og svo margir hafa sagt í gegnum aldirnar, en við bara lesum, kinkum kolli en gerum svo annað,  kannski vegna þess að við höfum tileinkað okkur annað.  Við höfum ekki tileinkað okkur að njóta.

Ef við erum að leika við börnin okkar og hugsa um bankareikninginn erum við ekki að njóta barnanna.  Ef við erum að hitta vini okkar, en að óska þess að við séum í sólarlandaferð á meðan erum við ekki að njóta samverunnar.  Ef við erum að lesa blöðin á meðan við borðum erum við ekki að njóta matarins,  svo ekki sé minnst á fyrirsögn þessa pistils! ..

Nú hef ég verið að leiðbeina í námskeiði undir heitinu “Í kjörþyngd með kærleika” í allnokkurn tíma.  Konurnar sem hafa mætt hafa kennt mér mikið og ég sjálf lært af hverju námskeiði.  –  Markmiðið er frelsun frá vigt og auðvitað að komast í kjörþyng og ekki síst andlega kjörþyngd,  en það er forsenda hinnar líkamlegu. –

Þetta er ekki kúr, ekki fix,  og þrátt fyrir heitið á námskeiðinu er stærsta keppikeflið ekki að komast í kjörþyngd,  a.m.k. ekki á röngum forsendum. – Kjörþyngdin er í raun aukaatriði. 

Markmiðið er að fara að njóta lífsins.  Njóta þess sem við borðum og njóta lífsins alls.  Komast að sínum kjarna, ná sátt við sjálfa/n sig – en sáttin er besti byrjunarreiturinn,  og reyndar er sáttin allir reitirnir upp frá því. –  

Ég kem ekki allri hugmyndafræðinni í þennan pistil, – en hún er á leið í bók, það er augljóst! –

Niðurstaðan er:  Besta leiðin til að komast í kjörþyngd er að fara að njóta, njóta þess sem við erum að gera, veita því athygli og vera í meðvitund. –  Hvort sem við erum að lesa Moggann eða stunda kynlíf,  bara ekki gera bæði í einu.

Súkkulaðimoli sem við veitum athygli og bráðnar í munni hægt og rólega,  er miklu betri en heil plata af sama súkkulaði sem við gleypum í okkur í meðvitundarleysi. –   

Við borðum stundum í veislum eins og við munum aldrei fá að borða aftur. Búið er að nostra við veitingar,  laða fram rétta bragðið í kökurnar og skreyta,  setja ferskar rækjur í rækjusalatið og krydda. – Svo hlöðum við þessu öllu saman á einn disk og rækjusalatið og rjóminn af kökunni renna saman og svo er allt borðað á methraða og yfirleitt önnur ferð farin,  kannski með samviskubit eða skömm í maga. –  Skömmin er krabbamein hugans eins og ég skrifað um í samnefndum pistli,  svo ekki bætir í! –

Ég mæli reyndar með því að við losum okkur við allt sem heitir skömm,  því hún brýtur bara niður en byggir aldrei upp. – Skömmin er líka ein stærsta orsök fíknar og að við einmitt upplifum okkur aldrei nóg eða leitum út fyrir okkur en ekki inn á við.

En hvað um það – Þetta er ekki spurning um magn heldur gæði. –

Kvöldstund í fjörunni  í Hvalfirði þar sem við tökum inn sólarlagið, öndum að okkur andvaranum og jafnvel stingum tánum í sjóinn – getur gefið okkur meiri lífsfyllingu en við fáum við að keyra hringinn í kringum landið ef við stoppum aldrei og virðum ekki fyrir okkur náttúruna. –   Við verðum miklu fyrr búin að fá nóg ef við njótum.  Við getum keyrt marga hringi í kringum Ísland og aldrei fengið fullnægju, þegar við erum í raun týnd okkur sjálfum. –

Eftir hversu fljótt við áttum okkur á því hvað er nóg,  að fleiri hringir, hvort sem það er í kringum landið eða á fingur,   bæta ekki líf okkar –  heldur hringur sem er heill og traustur og sem við getum notið. –

Hvað hindrar þig í að njóta?  Er spurningin sem stendur eftir. –

Ég byrja með nýtt og endurskoðað námskeið,  Í kjörþyngd með kærleika –  Námskeið fyrir konur sem vilja fara að njóta.

  Njóta ___________________  (Settu það sem ÞÚ vilt njóta á línuna. -)

Fyrirkomulagið er fyrirlestrar,  hópavinna og hugleiðsla,  auk sjálfstyrkingaræfinga.

Dagskrá:

Laugardagur 24. mars

 

13:00  Mæting og kynning

14:00  Fyrirlestur   Frelsun frá megrun og kúrum

15:00  Pása

15:15  Fyrirlestur í formi íhugunar og hugleiðslu  – perlan

16:00  Umræður og samantekt

17:00  Lok

Kaffi, te, hamingjuvatn og ávextir innifalið – og eitthvað óvænt!  *hamingjuvatn= sódavatn.

Hámark 20 konur 

Sex  hópfundir 90 mín í senn á þriðjudögum (hægt að velja milli morgun- eða eftirmiðdagsfunda)   

morgunhópur 10:00 – 11:30   eftirmiðdagshópur  17:30-19:00

 (Drög að dagskrá)

Þriðjudagur 27. mars  – æðruleysið, jafnvægið

Þriðjudagur 3. apríl  – sáttin, samþykkið.

Þriðjudagur 10. apríl – kjarkurinn, hugrekkið

Þriðjudagur 17. apríl – vitið, viljinn.

Þriðjudagur 24. apríl –  trúin, traustið

Þriðjudagur 1. maí –   út í lífið a njóta

 

Verð fyrir námskeiðið er 25.900.-     (greiða þarf námskeiðið fyrirfram, nema ef um annað sé samið, – greiðslukortaþjónusta. -)

 Skráning opnar fljótlega á heimasíðu Lausnarinnar –

Nánari upplýsingar og ef þið viljið skrá ykkur beint hjá mér – sendið mér póst á johanna@lausnin.is   eða hafið samband í síma 8956119

 Þangað til mæli ég með “möntrunni”  Ég elska mig, ég samþykki mig, ég virði mig og ég fyrirgef mér 😉

Með brosandi maga : – ) … föstudagspistillinn

Þessi pistill verður í léttum dúr, – best að taka það fram ef þið skylduð ekki taka eftir því! –

Innspýtingin er grein um „Shock up eða Ass up“ – vaxtarmótandi sokkabuxur á Pjattrófum DV (á maður/kona að mæla með svoleiðis síðu??)  og vandamálið við að komast í þær. –

Ekki er vandamálið síðra að VERA eða endast í þeim. –

Man eftir árshátíðum, afmælum, hátíðum þar sem maður sat og gat varla beðið eftir því að komast heim og rífa sig úr sokkabuxunum – stundum voru ástæðurnar aðrar, en látum hinar liggja á milli hluta. – Hér erum við á penu nótunum! –

Fyrir utan það að sokkabuxur kosta einhvern helling,  og þessar 20, 30, 40 den .. endast yfirleitt aðeins í eitt til tvö skipti hjá mér, – þá eru þær í mínum huga orðið hálfgert pyntingartæki. –

Þegar ég fór að lesa  og heyra um það að elska sig, og virða – þá áttaði  ég mig líka á því  að í því fólst ekki bara að elska sig svona andlega, heldur líka líkamann sinn líka, það tvennt verður ekki slitið í sundur!  (Þetta hljómar svolítið eins og brúðkaupssáttmáli).

– Það þýddi að klæða sig í óþægilega skó og eða aðþrengjandi klæðnaði var í raun ekki að elska sig, heldur misþyrming á eigin líkama, úff …

Ég er heppin að mér hefur aldrei þótt óþægilegt að ganga á hælum, sérstaklega ekki ef þeir eru bara nokkrir sentimetrar og breiðir. – Svo þegar ég fer í kjóla núna geng ég í skóm upp á kálfann með nóg pláss fyrir tær,  flatbotna skóm eða stígvélum. –

Hversu oft sjáum við ekki stelpurnar á pinnahælunum vera búnar að kasta þeim útí horn og fara að dansa á tánum, eða sokkaleistunum? – Gott hjá þeim!

Ég hef kvatt þröngu sokkabuxurnar og á nú tvennar 80 – 120 den sokkabuxur til skiptana, – og spara heeeeelllling á sokkabuxnakaupum og svo er auðvitað hægt að vera berleggjuð á sumrin! –

Auðvitað er ég ekkert að tala um neitt „extreme“ hér.  Ef við viljum vera í háhæluðu skónum stundum þá erum við það bara og ef við viljum borða kókósbollur stundum þá gerum við það líka bara. – Allt sem á að gerast með valdi eða öfgum, er eiginlega dæmt til að falla. – Við berjum okkur ekki til betrunar, heldur elskum okkur. –

Átti þetta ekki að vera í léttum dúr? –

Alla veganna, ef fólk hefur ekki tekið eftir því, þá er ég að kenna námskeiðið: –  „Í kjörþyngd með kærleika“ – sem fjallar í raun ekkert um að komast í kjörþyngd – hehe – eða þannig -og samt!  – Það fjallar um að fara að elska sig nógu mikið til að komast í kjörþyngd – á RÉTTUM forsendum, – og þar er byrjað á að breyta hugarástandi!  „Shift our state of being“  – Andleg kjörþyngd er byrjunarreitur. – ELSKA SIG – alla,   líka magann sem flæðir út um allt, eða lærin – rassinn eða hvað það er sem er of mikið af. –

Við s.s. elskum af okkur kílóin,  með jákvæðu sjálfstali, með því að njóta lífsins og njóta þess sem við borðum, en ekki borða með samviskubiti, með því að gefa líkamanum að borða það sem er frumunum hollt og gefur honum orku og næringu sem gerir hann glaðan.  Hlusta á líkamann.  Ekki  borða það sem verður honum til ills, prumps eða rops, þannig að okkur verkjar í magann á eftir!

– Svona klassískt aðfangadagskvöld (í shock up í þokkabót) – þar sem við óskum okkur heitast að vera bara – klukkan 9 að kvöldi – komin í víðar flónnelsnáttbuxurnar upp í rúm til að liggja þar afvelta og jafna okkur. –

Njótum engan veginn kvöldsins! – Hvað er það? –

Jæja, s.s. elskum mallann okkar;  tölum fallega til hans og virðum.  Hann er eiginlega nafli alheimsins, eða amk er naflinn staðsettur þar! – 😉 – Það segir okkur nú ýmislegt! –

Minn magi er þeim kostum gæddur, að hann brosir alltaf til mín! – Ég virði hann fyrir mig í spegli og sé þá þetta breiða bros, en ég er ekki hissa að hann brosi, enda tilefnið að tvö börn voru frelsuð úr honum fyrir liðlega 25 árum! –   Hann hefur brosað síðan!

Ég þarf s.s. ekki að gera annað en að hátta og horfa í spegil og framan í mig er brosað,  heppin ég!

Svona vigt ættu allir að eiga 😉

Að borða sér til heilsu …

Það skal í upphafi tekið fram að auðvitað er þetta saga einnar konu.  Það er ekki þar með sagt að allir með MS eða aðra sjúkdóma geti náð þeim árangri sem hún náði,  en ég er nokkuð örugg um að mataræðið sem hún mælir með er ekki bara eitthvað sem hjálpar einni konu, heldur gætum við öll orðið heilbrigðari ef við bættum úr þessu. Hún talar líka um þetta sem forvörn. –

Hér segir Terry Walsh s.s.  sögu sína,  frá hvernig hún breytti mataræði sínu til að næra frumur sínar, – „Minding your mitochondria“ – en mitochondria sem þýðir víst  „hvatberi“ á íslensku, hvatberi  sem þarf að næra. –  (Læknar og líffræðingar vita meira um þetta).

Eftirfarandi eru bara punktar sem ég skrifa niður eftir fyrirlestri hennar, vinsamlega takið viljann fyrir verkið 😉 :

Heilinn þarf B1, B9, B12 og Omeg 3 og Joð, –  Sulfur og B6.  Þurfum andoxunarefni líka.

Án þessa mitochondira (hvatbera) værum við örsmá. –

Terry sýnir þarna hvað við erum að borða, – biður fólk að rifja upp hvað það borðaði mikið af ávöxtum og grænmeti sl. sólarhring,  en hún er augljóslega að gagnrýna mataræði Bandaríkjamanna.  Unna matvöru.

Hún mælir með „hreinu“ mataræði – eins og við tölum oft um hér á Íslandi; beint frá bónda.

Talar um „Hunter-Gatherer“ diet.  (Hér er diet mataræði en ekki megrun.)

Hunter er veiðimaðurinn,  sem veiðir dýr – (kjöt og fiskur).  

Gatherer er safnarinn – safnar berjum, ávöxtum, grænmeti, laufi,  fræjum o.s.frv. 

Í þessu forna mataræði  „Hunter Gatherer“ er betri næring en nútíma fræðingar hafa gefið upp sem heilbrigt mataræði.

Mataræðið skiptir máli fyrir heilbrigðið, heilafrumur bæði andlegt og líkamlegt, námsgetu, hegðun o.s.frv.

Hennar daglega mataræði samanstendur af:

3 bollar af grænum laufum  –  rík af vitamínum, B vitamínum sem vernda heilasellurnar, A og C styðja ónæmiskerfið og K  Steinefni sem virka með.

3 bollar  sulfur-ríku grænmeti – heilinn þarf á þessu að halda,  lifur og nýrun þurfa á þessu að halda, laukur, sveppir, aspas, brokkolí, kál o.fl.

3 bollar af litríku,  andoxunarefnin eru í hinu litríka;gulrótum, papriku,  rauðkáli, berjum, appelsínum, ferskjum

kjöt af dýrum sem borða gras, lífrænt ræktað kjöt  (lambakjötið okkar)

fiskur sem er ríkur af omega 3,  fyrir þroska kjálkans og heilans,  hún minnist á lax og síld

sjávarþari – söl,  Joð og selenium,  er nauðsynlegt fyrir heilann,  minnkar áhættuna á brjóstakrabbameini og blöðruhálskirtilskrabbameini – Joðið eyðir eiturefnum.

Borðum meira kál, ber -ávexti. –  Eftir því sem við veljum meira hollt og jákvætt inn í líf okkar verður minna pláss fyrir óhollt og neikvætt. – Þetta gildir bæði fyrir líkama og sál. –

Hegðunarvandamál og ofnæmi  eru oft tengd röngu mataræði

Hún segir þetta allt best sjálf! ..

Við eigum val, – hún velur að deila þessari reynslu sinni sem hún vonast til að sem flestir nýti sér.

Hún hvetur okkur til að borða okkur til upprisu.

Við eigum VAL,  hvert er þitt val?

Ef við borðum 9 bolla á dag af þessu holla, minnkum við hættuna á matarofnæmi, glútenóþoli og mjólkuróþoli.  Minnkum hættuna á asma, vefjagigt, hegðunarvandamálum o.fl. o.fl.

Í sjö ár fékk hún bestu mögulegu umhyggju, bestu lyf – en lífsgæði hennar voru orðin mjög slæm.

Hún fór að lifa á „Hunter-Gatherer“ mataræðinu.

Eftir 9 mánuði var hún farin að hjóla 18 mílur

Hún kallar sig kanarífugl í kolanámu ..

Dr. Terry Walsh SMELLIÐ HÉR til að SJÁ FYRIRLESTUR 

Hugrekki og trú …

Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt, og vit til að greina þar á milli.

Reinholdt Niebuhr

Fáar bænir segja meira í ekki fleiri orðum, eins og æðruleysisbænin. –

Ég verð að viðurkenna að í fyrstu þuldi ég þessa bæn án þess að tileinka mér hana, eða hugsa djúpt , og hugsaði ekkert endilega hvað væri þarna á bak við. –

Fyrsta orðið/hugtakið í bæninni er Guð, – því er þetta bæn til Guðs og með því erum við að biðja um hjálp sem er gjöf Guðs.-

Þessi Guð er sá/sú/það Guð sem er bara Guð út frá okkar sjónarhorni, eitthvað stærra okkur, eitthvað máttugra. Eitthvað sem bara ER. –  Eitthvað afl sem vill okkur vel og getur elskað okkur skilyrðislaust, en það er meira en við yfirleitt getum sjálf.  Þess vegna, m.a.,  er það stærra og meira.

Við getum líka séð þetta út frá því sjónarhorni að Guð sé ský, og við séum regndroparnir sem lendum á jörðinni, verjum þar tíma með öllum hinum regndropunum – og svo gufum við upp aftur og sameinumst skýinu. –  Skýið er alltaf stærra, en sama eðlis. Það harmónerar líka alveg við það að vera sköpuð „í Guðs mynd“ …

En útgangspunkturinn er að það segir ÞÉR enginn hvað og hvernig Guð er,  því að þrátt fyrir að við séum öll eins að því leyti að við erum líkami, sál og hugur, erum við öll einstök.  (Á sama hátt og engir tveir dropar eru 100%  eins í laginu)

ÞAKKLÆTI

Hinn djúpvitri höfundur Paolo Coehlo sagði einhvers staðar að ef við kynnum aðeins tvö orð, „hjálp“ og „takk“ á öllum tungumálum myndum við aldrei týnast. –   Stundum erum við eins og tveggja ára barnið sem er að reyna að reima á sig skóna, – við segjum „ég get“ en höfum ekki enn kunnáttuna.  Að sjálfsögðu höldum við áfram að reyna, en fáum hjálp þar til við höfum náð þeim þroska að geta reimað okkar skó. –

Að sama skapi, er mikilvægt að þakka fyrir, þakka fyrir það sem við höfum nú þegar og þakka fyrir þegar okkur er hjálpað. –

 Þakklæti elur af sér þakklæti. –

ÆÐRULEYSIÐ

„….æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt.. “

Við biðjum um gjöf æðruleysis (serenity) til að öðlast sátt eða samþykkja  það sem er og við getum ekki með nokkru leyti breytt. –  Æðruleysið er í mínum huga, ró, friður, jafnvægi, sátt, dýpt, kyrrð.  Það sem við fáum stundum með því að stunda yoga, bæn, íhugun, hugleiðslu, slökun, með sporavinnu, úti í náttúrunni o.s.frv. –

 Við þurfum öll að finna okkar leið að æðruleysinu. –  En munum að leiðin er inn á við en ekki út á við. –  Við þurfum að nálgast okkur en ekki fara frá okkur. –

KJARKURINN

„….kjark til að breyta því sem ég breytt …. “

Það þarf kjark til að breyta, kjark gagnvart sjálfum sér, kjark gagnvart innsta hring og gagnvart samfélaginu. –

Þegar okkur langar að breyta heiminum, þá byrjum við á byrjuninni: okkur sjálfum –  Það þarf hugrekki til þess.

Við þurfum að hafa nægilegt hugrekki til að ganga inn í óttann, og þá er gott að vita að við göngum ekki ein og þá leitum við aftur til Guðs sem gengur með okkur. –  Höfum nægilega trú til að gera það sem við óttumst. –  Horfast í augu við okkur sjálf og náunga okkar.  Náunginn getur verið einhver í fjölskyldunni, vinahóp eða eitthvað ókunnugt fólk. Fólk sem þú býst við að leggi dóm á það sem þú ert að gera. –  Við getum einnig verið okkar hörðustu dómarar og því þurfum við að mæta eigin dómhörku með hugrekki. –  Þá er gott að hafa Guð með sér, því að Guð elskar skilyrðislaust. –

VAL

Samfélagið tekur okkur ekki endilega vel þegar við förum að fella af okkur hlekki skammar og ótta. –  En við getum valið á milli frelsisins að vera við sjálf og fangelsins að þurfa að lifa eftir því sem aðrir vilja og segja okkur. –  Nú eða eftir því sem við HÖLDUM að aðrir vilji, því oft er það bara okkar mistúlkun eða ranghugmyndir um vilja annarra í okkar garð.

(Að sjálfsögðu verðum við að vera ábyrg gjörða okkar, og virða þau sem eru í kringum okkur, og sinna þeim skyldum sem við höfum tekið að okkur, sérstaklega þegar um börn er að ræða, og okkar frelsi má ekki felast í því að hefta aðra eða beita þá ofbeldi).

Kjarkurinn kemur frá kjarnanum, – frá hjartanu sem yfirleitt veit hvaða leið er best, en við þurfum að sjálfsögðu að vera viðstödd kjarnann til að heyra hvað þar hljómar. –  Ef röddin í höfðinu er hávaðasöm, eða raddirnar sem koma að utan, truflar það oft rödd hjartans. –  Oft er talað um „úrtöluraddir“ – og áhrif þeirra. –  Úrtöluröddin eða niðurrifsröddin er líka okkar innri rödd, sem stundum hlustar á úreltar eða útrunnar hugmyndir um okkur sjálf og segir með hásum rómi „Hvað þykist þú vera?“ –  „Þú getur ekki“ .. o.s.frv.  Hverju ætlar þú að trúa? –

„… og vit til að greina þar á milli.“

Hvernig greinum við á milli þess sem við getum breytt og þess sem við getum ekki breytt? –

Sumt er borðleggjandi;  Við getum ekki breytt fortíðinni, en við getum breytt viðhorfi okkar til fortíðarinnar. –

Þegar við glímum við  vandamál  þurfum við fyrst að sjá vandamálið, svo orsakir þess,  þá hvaða lausnir eru í boði – er hægt að breyta eða þarf ég að sættast við aðstæður mínar? –  Og hvað felst í sáttinni?

Við verðum að taka ákvörðun, og við þurfum vit til að velja hvort og hverju við getum breytt. –

Gremja yfir stöðu okkar, eyðir orku okkar og heldur aftur af eldmóði okkar.

Í stað þess að fyllast gremju yfir aðstæðum, samþykkjum við þær og byrjum frá þeim punkti að gera eitthvað í aðstæðunum. –

Einhver gæti farið að berja sig niður fyrir að vera búinn að koma sér í vondar aðstæður, hafa farið illa með líf sitt – hingað til – en það að berja sig niður byggir ekki upp –  Við berjum ekki sáttina í okkur.  Það hjálpar heldur ekki til að fara í ásakanagírinn, jú – það getur vel verið að það hafi verið komið illa fram við okkur, en það að fyllast gremju yfir því, bitnar ekki á þeim heldur okkur.

NÚIÐ

Að sættast við það sem er, þýðir ekki að við séum að gefast upp, heldur að samþykkja núið, – samþykkja og gera okkur ljósa stöðu okkar,  sjá raunveruleikann til að geta haldið áfram. –

Þetta er að doka við, viðra fyrir okkur útsýnið, spyrja til vegar og leita hjálpar ef það þarf, en ekki vaða áfram bara eitthvað út í bláinn og á sama vegi og kom okkur í villuna.

Með samþykkinu á því sem er, stöðvum við, sorterum það sem við þurfum að taka með okkur,  hvað ætla ég að taka með mér og hverju ætla ég að henda.

Með sáttinni erum við lögð af stað nýja leið, með því höfum við breytt án þess að breyta. –  Eins mótsagnakennt og það hljómar. –

Við getum breytt okkur, hugarfari okkar og sjónarhorni.

Ef við stöndum inní herbergi og horfum upp, sjáum við aðeins upp í loft, en ef við göngum nokkur skref, út um dyrnar sjáum við himininn. –

Ef við förum með þetta hugarfar inn í líf manneskju sem er búin að missa tökin á mataræði, peningum, sambandi, vinnu .. eða hverju sem er,  þá þarf hún fyrst að opna augun og samþykkja ástandið,  viðurkenna það en ekki afneita,  samþykkja það eins og það er og sættast við – fyrirgefa sjálfri sér fyrir að vera komin þangað sem hún ætlaði sér ekki,  skoða hvaða leið hún fór og hvað það var í hennar lífi sem leiddi til þess að hún villtist af leið.

Þá er farið í það að sortéra,  greina og átta sig á því hvað það er sem leiddi hana afvega og hvað það er sem hélt henni þó inni á veginum sem hún vildi. –

Það þarf að velja á milli þess sem er enn nýtilegt og þess sem er löngu orðið súrt og komið langt fram yfir dagsetningu.  Var jafnvel ónýtt frá upphafi. –

Svo þegar við höfum staldrað við, þá er að halda áfram með þann kjark að sleppa þeim hækjum sem í raun voru hlekkir sem héldu okkur niðri. –

Við þurfum að lifa í þeirri trú að Guð styðji við okkur,  þegar okkur finnst við vera að detta. –

Það má nota líkinguna af barni sem er að læra að hjóla án hjálparadekkja. Foreldrið heldur við, og svo einn daginn hjólar barnið og heldur að foreldrið haldi við, en um leið og það uppgötvar að foreldrið heldur ekki lengur,  þá missir það kjarkinn og dettur. –  En auðvitað getum við líka treyst því að mamma eða pabbi styðji okkur á fætur á ný. –

En hversu velviljuð sem foreldrar okkar eru, með allan sinn stuðning og elsku,   þá erum það alltaf við sjálf sem þurfum að læra að hjóla …

Erum við kjúklingar? …

Eftirfarandi grein er endurunninn af grein minni á mbl.is „hænur hafa ekki val“ – en ég er að færa brot af því besta hingað yfir á wordpress síðuna, – og endurbæta.

Ég hef verið að íhuga hvers vegna við; manneskjan í vestrænu nútíma þjóðfélagi, værum svona miklir neytendur.  Já neytendur og þá þiggjendur í leiðinni.  Jafnframt hef ég íhugað hvers konar neysla er í gangi og hver sé orsök hennar.  Tímarnir hafa breyst og við þurfum að fylla í tóm-stundirnar okkar.

Ég tel að ákveðið tómarúm hafi myndast í „velmeguninni“ og um leið í vanlíðaninni.  Í vanlíðan höfum mið mikla þörf  fyrir að „gleðja“ okkur með ýmsum hlutum sem okkur finnst við verða að eignast, – eða með að drekka eða borða of mikið.  Þá erum við ekki að eignast hluti eða borða vegna þess að við erum í raun svöng, eða að okkur vanti eitthvað nauðsynlega. Við erum að seðja  hinn vanlíðandi einstaklng.   Að seðja þann sem er hefur sár.

Vandamálið er að við verðum ekki södd af þessu, hvorki andlega né líkamlega.  Þetta er í raun eins og að missa piss í skóna,  stundarfriður og ekkert meira og meira að segja er stundarfriðurinn oft blendinn því að þegar við erum að næra þessa vanlíðan (og undir niðri vitum við að við erum að gera það) þá erum við oft full af skömm eða samviskubiti, bæði á meðan því stendur og eftir á.

Sérstaklega hvað t.d. mataræði snertir.

„Æ, ég veit ég á ekki að borða yfir mig“

„Ferlegt vesen – ég ætlaði ekki að borða allt þetta súkkulaði – snakk – brauð …“ eða hvað það er sem þú VEIST að er þér óhollt til langs tíma litið.

„Úff, mér líður nú bara illa eftir þessar fréttir“ ..

„Ojbara – hvað þetta var viðbjóðslegur karakter í þessari mynd“ ..

„Ég ætla að fela þessa skó, segi engum frá því að ég hafi eytt öllum þessum peningum og ég hafði ekki efni á því“ .. eða  „á þúsund pör fyrir heima“ …

Allt er þetta dæmi um manneskju sem er að myndast við að næra eitthvað.  Í raun er hún að næra vanlíðan sína.  Það skiptir ekki máli hvort hún er rík eða fátæk.

Til þess að átta sig á því hvernig okkur líður í raun, skiptir máli að vera viðstödd sjálfa/n sig.  Vera með andlega nærveru við sjálfan sig.  Leita inn á við og leita sátta við þessa í raun dásamlegu veru sem þú ert.

Sættast við sig,  bera virðingu fyrir sér,  bera virðingu fyrir náunganum.  Slúður, öfund og baktal er eitt form slæmrar neyslu,  sú næring er ekki uppbyggileg fyrir neinn. 

Uppbyggilegt er mikilvægt orð í þessu sambandi.  Við erum að vaxa, þroskast, dafna ..

Í dag er mikið talað um lífrænt ræktaðan mat.  Dýr sem alast upp við gott fóður og góð skilyrði gefur mun hollara kjöt af sér – og mun hollara fyrir okkur að snæða.

Ef við hegðum okkur eins og hænur í búri sem fá tilbúið fóður,  erum heft í búrunum (af okkur sjálfum) þá endum við sem slæmar og óhollar hænur.

chicken-in-cage.jpg

 

 

 

Hænur sem fá að vappa úti í sólarljósinu – nú eða í rigningunni,  gefa af sér „hamingjuegg“ og stundum kallaðar hamingjuhænur.

hamingjuhaena.jpg

 

 

 

 

 

Munurinn á mönnum og hænum, er m.a. sá að við höfum val,  við getum útbúið okkur nokkurs konar „Rimla hugans“ eins og Einar Már rithöfundur kallaði það í bókartitli sínum.  Við getum boðið okkur upp á myrk og aðþrengd búr og vont fóður sem fitar okkur hratt og vel.  En við getum líka valið að sleppa rimlunum,  frelsa hugann og næra okkur með góðu fóðri.

Við erum heppin að vera ekki hænur!

Hófsemd er orð sem Íslendingum er ekki sérlega tamt,  ekki mér heldur, en hefur verið mér hugleikið undanfarið.

Allt sem er „of“ eitthvað er yfirleitt vont.  Ofát, ofneysla.  „Öfga“ eitthvað er líka vont, og talað um að fólk sveilist öfganna á milli.

Dæmi um slíkt eru blessaðir megrunarkúrarnir.  Þess vegna eru þeir slæmir,  því að þeir stuðla að öfgum á milli.  Jójó þyngd.

Meðvitund er annað lykilorð,   að gera sér grein fyrir hvenær maður er raunverulega saddur,  hvenær maður þarf á nýjum skóm að halda.  Hvenær maður hefur fengið sér nóg í glas o.s.frv. Við verðum eins og áhorfendur að eigin gjörðum og um leið okkar bestu vinir eða vinkonur.

Til þess að átta sig, þarf maður að þekkja sjálfa/n sig, átta sig á sjálfri/sjálfum sér.  Sjálfsþekking fæst með því að spyrja sig spurninga,  skoða hvað er ysta lagið og hvað er í innsta kjarna.

onion_core.png

Það er talað um að við flysjum laukinn og komumst þannig að kjarnanum. Það fara nú margir að gráta við það og það er bara eðlilegt og allt í lagi.  Það er líka gott að ræða við einhverja nána, vini og vandamenn og biðja þá um að vera heiðarlega í okkar garð.

Þegar við áttum okkur á sjálfum okkur,  rótinni fyrir því að við sækjum í hina og þessa neysluna, þráhyggjuna eða hvað það nú er sem er ekki að virka uppbyggilegt,  getum við farið að vinna í uppbyggingunni.

„You have to see the pain to change“ – Við þurfum að sjá sársaukann og viðurkenna hann til að breytast. –

Það er stundum kallað að viðurkenna vanmátt sinn.  Að einhvers staðar á leiðinni fórum við út af veginum, og þurfum að komast inn á veginn aftur.  Þá er gott að leita leiðsagnar.

Að viðurkenna vanmátt sinn er um leið hugrekki og styrkleikamerki, þó það virki þversagnarkennt.  Það er sterkara að lifa í sannleika en í blekkingu.  Það er merki um styrk að biðja um hjálp.  Að vera en ekki sýnast.

Það þýðir heldur ekki að við séum ekki verðugar og góðar manneskjur.  Það þýðir að við erum tilbúin að takast á við að eiga gott líf.  Veita okkur lífsfyllingu sem nærir, en ekki fylla tómið inni í okkur með rusli.

Dæmi um nærandi lífsfyllingu:

 • samvera með maka (ef við eigum maka – og það er æskilegt að sé á sömu línu og maður sjálfur)
 • samvera yfirleitt, með börnum, fjölskyldu, vinum. – með sjálfum sér og Guði.
 • alls konar list, bæði að þiggja og skapa – uppbyggileg sköpun
 • hrós
 • hlátur
 • lestur á nærandi efni – sem þér líður vel af
 • matur með góðri næringu sem borðaður er við góðar aðstæður (ekki fyrir framan ísskápinn)
 • göngur, fjallgöngur, ferðalög,
 • spila spil
 • dansa
 • syngja
 • leika
 • skrifa
 • teikna
 • hugleiða
 • að hanna fallegt heimili
 • að vera í náttúrunni
 • að þakka hið hversdagslega – það sem við venjulega lítum á sem sjálfsagðan hlut
 • o.fl. o. fl….

Við verðum að hafa í huga að fara ekki út í öfgar,  hvorki of né van.   Finna hvenær er komið nóg, finna hvenær vantar. Skalinn er 1-10,  hvar erum við stödd á hamingju-eða hungurskalanum, bæði hvað mat og aðra neyslu varðar.

Það er mikilvægt að átta sig á því hvað er það sem veitir manni í raun lífsfyllingu, sátt, farsæld og gleði.

Á listanum hér fyrir ofan er mikið talað um samveru,  margir eru einmana, einangraðir og finnst það bara ekkert gott.  Það er afleiðing þess þjóðfélags sem við lifum í,  þó að við vildum eflaust ekkert okkar skipta við þá sem lifðu hér á Íslandi á tímum baðstofulofta þá var fólkið a.m.k. saman.  Fjölskyldur þurfa að huga að því að tengjast betur, vinir að huga að vinum sínum.  Sjálf er ég oft einmana og hef hugsað til allra hinna sem eru einmana – að mynda vinabönd við annað einmana fólk, og vonandi finn ég aðferðafræðina við það.  Það skal tekið fram að við getum svo sannarlega líka verið einmana með fullt af fólki og í hjónabandi jafnvel,  ef fólk nær ekki góðu sambandi við hvert annað.

En auðvitað er þar meðalhófsreglan sem gildir líka, okkur þykir stundum gott að vera ein, í friði – það má bara ekki vera „of“ ..  Wink

Ég heyrði einu sinni dæmisögu um tvo fugla í búri, í búrinu höfðu þeir nóg að borða og í búrinu var öryggið. – Allt þeirra líf hafði söngur þeirra snúist um frelsið. –  Dag einn gleymdi eigandi búrsins að læsa því – og búrið var opið.  Annar fuglinn flaug af stað en hinn varð hræddur og færði sig innar í búrið. –

Gott er að spyrja sig hvar við erum stödd, hvers konar neytendur erum við og hvers konar neitendur líka kannski?  Erum við að afneita sjálfum okkur?  Færum við okkur innar í búrið þegar að frelsið er í augsýn? –   Þegar rimlum hugans er lyft ..

„Are you a chicken?“ ….

Við erum mörg hrædd við breytingar, og það er talað um að vera „chicken“ þegar við erum hrædd við eitthvað. – Öryggið liggur í hinu gamla.  Að gera og vera eins og við höfum alltaf verið.  En hvert hefur það leitt okkur og hvar erum við stödd í dag? –   Er eitthvað sem við getum gert eða breytt? –  Hvað með að byrja á okkur sjálfum? –

Guð – gefi mér æðruleysi
til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt,
kjark til að breyta því sem ég get breytt
og visku til að greina þar á milli.“

Reinhold Niebuhr Carnegie

 

4046465128_5d68701d2c.jpg

Hvernig aftengjum við okkur hinu heilaga og missum þannig heilindi okkar?

How We Separate Ourselves From The Divine – skv. Lissa Rankin

1.     Speaking badly about someone else (regardless of whether or not we’re „right“)

(Að tala illa um aðra, hvort sem við höfum rétt fyrir okkur eða ekki, – ég vil bæta við hér að tala illa um okkur sjálf)

2.     Lashing out in anger

(Að bregðast við með reiði, – við sjáum yfirleitt eftir því, gott að muna eftir stop merkinu eða að telja upp að 10)

3.     Holding a grudge and choosing not to forgive

(Að viðhalda gremju og velja að fyrirgefa ekki, – ef við eigum erfitt með að fyrirgefa sjálf, er mitt ráð að biðja Guð/æðri mátt/hið heilaga að aðstoða mig við það)

4.     Judging others

(Að dæma aðra, dómharka er andstæða umburðalyndis)

5.     Excessive busyness that keeps us from feeling a sense of spiritual connection

(Vinnufíkn eða því líkt, við finnum allt til að gera til að flýja tilfinningar okkar, eða stunda andlega iðju eins og að hugleiða og þykjumst ekki hafa tíma, en gefum okkur aftur á móti e.t.v. tíma til að horfa á sjónvarpið marga tíma að kvöldi ;-).. „andleg tenging“ getur verið við fólk, við okkur sjálf og við „hið heilaga“ )

6.     Cheating

(Að svindla – munum að taka okkur sjálf með inní pakkann – verum heiðarleg gagnvart sjálfum okkur og öðrum)

7.     Betraying a confidence

(Að bregðast trúnaðartraust – svipað og númer 6. )

8.     Failing to nurture your body as the temple that it is (smoking, overeating, not exercising, etc)

(Við bregðumst líkama okkar – stundum hryðjuverk á honum jafnvel, – en líkaminn er musteri okkar eins og við vitum – við gerum það með ýmsum hætti; með reykingum, ofáti, hreyfingarleysi o.s.frv)

9.     Overindulging on mind-altering substances that distance you from the Divine (drugs, alcohol, etc.)

(Ofneysla efna sem breyta hugarástandi og fjarlægja okkur frá hinu heilaga (lyfjum, dópi, alkóhóli o.s.frv.)

10.  Telling a little white lie to avoid conflict or get us out of trouble

(Segja hvítar lygar – til að forðast það að lenda í átökum eða koma okkur úr vandræðum, munum að sá sem er trúr í hinu minnsta er líka trúr í hinu stærsta,  gott að hafa í huga þegar við erum að stinga vínberjum upp í okkur í búðinni ;-)) ..

I’m sure there are many more .. segir Dr. Lissa Rankin – en þetta er læknir sem ég er nýbúin að uppgötva og hún hefur svoooo margt mikilvægt að segja og hér er líka hægt að hlusta á hana:

Punktar úr fyrirlestrinum:

Lissa Rankin ítrekar hér mikilvægi þess að setja andann í forgang, – að líkaminn sé aðeins spegill þess hvernig við lifum lífinu.

Hvernig líður okkur þegar við erum í vondu sambandi, vinnu þar sem við erum ekki ánægð?

Hvað er í gangi þegar líkaminn gefst upp? –

Líkaminn hvíslar að okkur, en ef við hlustum ekki á líkamann fer hann að öskra.

Faraldurinn er stress og kvíði, – verkir, sársauki .. og læknirinn finnur stundum ekkert – en það er auðvitað fullt að.

Hvað ef að læknirinn finnur ekki greiningu, – engin pilla sem getur læknað.

Kannski þarf að fara að fella hlutverkagrímurnar?

Mömmugrímuna, læknisgrímuna, listamannsgrímuna …

Lissa gekk í gegnum storm erfiðleika – sem hún lýsir hér.

Þegar lífið hrynur, ferðu annað hvort að vaxa eða æxli fer að vaxa innra með þér.

Þá er tími til að hætta að gera það sem þú „átt að gera“ en ferð að gera það sem þig langar.

Fella grímurnar.

Hún og maður hennar stukku inn í nýtt líf

Það er hægt að hætta í starfinu sínu en ekki hætta við köllun sína

Lissa hafði (andlega) köllun til að vera læknir

Hún vildi samt ekki verða sami læknir og hún var –

Hún vildi enduruppgötva hvað það var sem hún elskaði við læknisfræðin og líka hvað hún hataði við það

Byrjaði að kenna ýmsu um sem hún telur upp í fyrirlestrinum.

En niðurstaðan var ekki að skoða afleiðingar heldur orsakir 

Hún fór að hlusta meira á sjúklingana sína .. prófaði ýmislegt óhefðbundið en sá að það var svipuð aðferðafræði – svarið var fyrir utan sjúklingana en ekki innra með þeim.

En sjúklingarnar læknuðust af einum sjúkdómi – og fengu þá annan.

Þá fór hún að leita að rótinni;  hvað er það sem raunverulega gerir líkamann veikan?

Eitthvað sem enginn kenndi henni í Læknanáminu

Allt skiptir máli, hreyfing, mataræði og að hitta lækninn sinn

En það sem raunverulega skiptir máli

HEILBRIGÐ SAMBÖND 

FARSÆLD Í VINNU 

VERA ANDLEGA TENGD 

HEILBRIGT KYNLÍF 

EFNAHAGSLEG FARSÆLD 

HEILBRIGT UMHVERFI 

ANDLEGT HEILBRIGÐI 

Þetta er verið að sanna, sanna í Harvard og virtum stofnunum

Hún fékk sjúkling sem gerir allt sem læknirinn segir henni, hún hleypur og borðar hollt o.s.frv.

Sjúklingurinn spurði:  Hver er greiningin mín?

Lissa svaraði: Þú ert í hræðilegu hjónabandi, ert óánægð í vinnunni, ert ekki andlega tengd, þú ert enn ekki búin að losna við gremjuna frá æsku .. o.s.frv.

Hvað er þá mikilvægast?

Caring for the heart, soul, mind ..

Við þurfum að næra innra ljósið – ljósið sem veit alltaf hvað er rétt fyrir þig, innsæið þitt.

Þetta ljós er mikilvægara en nokkur læknir.

Lissa skrifar um sjálfsheilun frá kjarna.

Ást, þakklæti og gleði er límið sem heldur okkur saman ..

Hvað er úr jafnvægi í mínu lífi?

Hvernig getur þú opnað þig, verið heiðarlegri, um þarfir þínar, hver þú ert? ..

Lissa talar hér um myndband Brené Brown „The Power of Vulnerability“ en ég hef bloggað mikið um Brené Brown ..

Skrifum upp á eigin lyfseðil – heilum frá kjarna …

HVAÐ ÞARFT þÚ – HVERJU ÞART ÞÚ AÐ BREYTA?

Þorir þú að fella grímuna – vera þú?

—-

Allt sem Lissa segir hér að ofan hef ég verið að taka inn, hægt og rólega, það tekur tíma. Í raun er það eins og endurforritun,  því að það er búið að setja svo margt annað inn og það sem hefur hlaðist inn er líka eins og sníkjudýr eða kalk á sálinni, – sálinni sem þarf að fá að skína.

Þetta er það sem hefur komið frá mínu ljósi, mínu innsæi (sem ég trúi að Guð gefi), – en ég viðurkenni að það er gott að fá samþykki frá lækni, frá Harvard jafnvel.

Ég tel að vísindi og trú séu eitt og hið sama.

Megi gæfan þig geyma

megi Guð þér færa sigurlag.

Megi sól lýsa þína leið

megi ljós þitt skína sérhvern dag.

Og bænar bið ég þér

að ávallt geymi þig Guð í hendi sér. 

(texti. Bjarni Stefán Konráðsson)

Losaði sig við 20 kíló fyrir brúðkaupið ..

…. en hvað gerðist svo? ..

Afsakið, titillinn er villandi – en ekki svo ósennilegur eða hvað? –

Það er oft fyrir sólarlandaferðirnar og stóru dagana sem við grennum okkur.  Flestir vilja líta vel út á brúðkaupsdaginn og á ströndinni.  En af hverju ekki alla daga? – Hvað ef að lífið er einn stanslaus brúðkaupsdagur og sólarlandaferð?

Hvað ef að einhver hringdi í okkur í dag og segði;“Heyrðu ég ætla að bjóða þér til Tenerife eftir viku“ .. myndum við þá ekki naga okkur í handarbakið (eða handarkrikana eins og Bibba á Brávallagötunni orðaði það?). –  Fyrsta hugsunin væri ekki „Oh, en yndislegt, mig langar svo í sólina“ – heldur úps, ég sem ætlaði að vera búin/n að komast í form áður en ég færi aftur á ströndina. –

Hvernig væri að byrja bara á hugsuninni að þú sért nú þegar „Ofurkroppur“ – Ofurkroppur sem elskar sig voða heitt. – Smile

Að elska sig er ekki að beita sig ofbeldi með mat, eins og Guðni Gunnarsson bendir svo réttilega á í pistli sínum. –

Að elska sig er einmitt að koma fram við líkama sinn af virðingu, ekki næra hann á rusli, ef næringu skyldi kalla. –   Guðni telur upp ýmsa matvöru sem gott sé að sleppa, því hún sé okkur vond. – En takið eftir að þó hann telji upp kaffi,  drekkur hann samt tvo bolla á dag.  Það er dæmi um hinn gullna meðalveg, – ef við treystum okkur til að feta hann,  þá endilega gera það. –  En ef við treystum okkur ekki t.d. hvað varðar sælgæti (einu sinni smakkað getur ekki hætt) – þá er betra að láta það alveg vera. –  Vera heiðarleg við okkur sjálf.  Viðurkenna að við ráðum ekki við það! ..

Í námskeiðunum mínum „Í kjörþyngd með kærleika“  legg ég áherslu á að vinna með orsök, sem er yfirleitt falin í tilfinningum, tilfinningum sem leiða til fíknar, en það þarf að sjálfsögðu líka að vinna með afleiðingar. – Orsökina fyrir því að við borðum það sem við viljum ekki borða, orsökina fyrir ofbeldinu gegn eigin líkama. –

Ein tilgátan er að við borðum til að deyfa eða flýja tilfinningar,  borðum til að flýja það að horfast í augu við okkur sjálf. – En það má kalla það eina tegund fjarverufíknar (en það er orð sem Guðni notar líka).

Gott dæmi um slíkt finnst í myndinni „Steiktir grænir tómatar“ – þar sem frúnni líður illa,  en nær að fá sjálfstraust og vilja til að standa með sjálfri sér í gegnum það að ræða við aldraða konu á hjúkrunarheimili, þar sem hún fær útrás fyrir eigin tilfinningar í gegnum sögu þeirrar gömlu.

Frústreraða frúin var búin að reyna að ná athygli eiginmannsins með ýmsu móti, með því að geðjast honum, með því að vefja sig í cellophane (frekar fyndið) – en það var einmitt þegar hún fór að sinna sjálfri sér og standa með sjálfri sér,  virða sig og elska,  sem hann fór að veita henni athygli aftur.

Hvernig er svo hægt að fara að lifa í stöðugri farsæld eða velgengni? –  Hið fyrsta og mikilvægasta markmið hverrar manneskju ætti að vera að vera viðstödd sjálfa sig (be present)! –  Það er ýmislegt sem við þurfum að skoða og svo sleppa – við þurfum að sjá sársaukann til að breyta, segir Geneen Roth,  höfundur bókarinnar „Women Food and God, an Unexpected Path to almost everything.“

Sjáum okkur sem einstakling á göngu að sjálfum okkur, markmiðið eða sýnin erum við sjálf, kjarni okkar – hjarta okkar. –

Það sem heldur aftur af okkur og við þurfum að sjá og svo sleppa hendinni af er:

Skömm-ótti-kvíði-reiði-dómharka-efi-gremja-lygar-…. o.s.frv.

Skömmin er þeirrar gerðar, að við skömmumst okkar fyrir okkur sjálf og við upplifum að við erum ekki verðmæt, – það getur vel verið að við höfum einhvern tímann og kannski oft gert eitthvað sem við skömmumst okkar fyrir, en það hjálpar hvorki okkur né öðrum – gerir ekki gagn – aðeins ógagn.

Ef við gerum mistök, ef við gerum eitthvað af okkur, þá skulum við fyrirgefa okkur og halda áfram og gera ekki sömu mistökin aftur. –

Gremja – er eitthvað sem við getum alið með okkur, annað hvort í eigin garð eða í garð annarra. Við vökvum þessa gremju og hún vex og dafnar innra með okkur, – hún skaðar hvern? …. okkur og engan annan. – Sama gildir um svo margt af þessum neikvæðu tilfinningum.  Ef við vökvum þær, ölum þær við brjóst okkar, verða þær hluti af okkur. –

Það sem styður við göngu okkar og kemur okkur áfram er:

Kærleikur-ást-þakklæti-samhygð-trú-von-hugrekki-heiðarleiki-fyrirgefning … o.s.frv.

Hugrekkið sem ég er að benda á hér er ekki hugrekki riddarans sem berst við drekann, heldur hið hversdagslega hugrekki sem felst í því að þora að tala upphátt, þora að vera við sjálf og fella hlutverkagrímur,  tjá okkur frá hjartanu.  Tala við fólkið sem við erum að gremjast út í, í staðinn fyrir að liggja andvaka og hugsa til þess og láta oft byggjast upp hnúta sem fara bara stækkandi (og sem við förum e.t.v. að deyfa með mat). –

Það er miklu betra að næra hið jákvæða:  ást, samhygð, trú, von o.s.frv. heldur en það sem á undan er talið.

Leiðin er því að gera sér grein fyrir tilfinningum sínum, sortéra þær, velja og hafna.

En fyrst og fremst VELJA SIG EN EKKI HAFNA SÉR.

Næst þegar þegar við erum í vorkunnseminni, – æ lífið er hvort sem er svo leiðinlegt,  það skiptir engu máli hvað ég borða, öllum er sama um mig, blah, blah, blah… eða hvað það er sem kemur upp í hugann, –  mundu eftir ofurkroppnum ÞÉR, – dásamlegu þér sem ert að hlaupa um í öldum lífsins, og taka þátt í brúðkaupinu á hverjum degi.  – Ekki þá, þegar …. heldur NÚNA ..

Þú ert komin/n hingað, – eins og Eckhart Tolle segir, allar þínar ákvarðanir eru rétar, því að þær leiddu þig hingað,  þar sem þú ert stödd/staddur núna – og núna ertu í meðvitund. –  Sum okkar velja löngu leiðina og miklar krókaleiðir,  en við komumst alltaf i NÚIÐ. –  Það er alltaf tækifæri til að breyta. –

EKKI endilega FARA Í ÁTAK … Átak getur verið erfiði og skyndilausn, – það er ekkert erfitt að breyta ef breytingin er gerð hægt og meðvitað og hún kemur innan frá.  Klippa út vonda siði og skipta þeim út fyrir góða.

Ekkert „Ég Á að gera“ .. heldur „Mig langar að gera

Hvað vil ég?

Hvað á ég skilið?

Hvað eiga þeir sem eru í kringum mig skiliið?

Ekki burðast með útrunnar hugsanir um okkur, – einhver sagði einhvern tímann eitt eða annað við okkur sem særði, það er útrunnið og við eigum ekki að viðhalda útrunnum og gallsúrum hugsunum. –

Ekki heldur segja; „Oh, ég gat þetta ekki þá, hvers vegna ætti ég að geta þetta núna“ .. – af hverju ekki? –  Vegna þess að þá var þá og nú er núna og þá er útrunnið

Hvort sem við höfum verið í innri baráttu í sambandi við mat eða aðra „fjarverufíkn“ – þá virkar þetta allt eins. –

Hvað ef að þú blómstrar, skyggir það á hin blómin? —- Nei, það er sko andrými fyrir okkur öll að blómstra! ..

Hamingja og sátt er smitandi …  Hamingjan og sáttin er núna ..  ert þú tilbúin að gera litlar breytingar til að bæta líf þitt? …  þú þarft ekki að burðast með stein þráhyggjunnar upp fjallið, slepptu honum … og gangtu frjáls..

Nú er tækifærið okkar;  Árið 2012 er ár breytinganna. – 

Við berjum okkur ekki til gleði, skömmum okkur ekki til samþykkis – heldur þurfum við að fara að elska okkur nógu mikið til að vilja aðeins það besta, bæði fyrir líkama og sál – lifa í heiðarleika og hversdagslegu hugrekki! .. 

833138_jipaasv1_b.jpg

Sophie og svartholið

Sophie er frönsk en talar á ensku. Hún er sálfræðingur og talar hér um eigin reynslu við að losna við aukakíló.

Hún byrjar á að spyrja af hverju byrjum við á verkefnum sem skipta okkur máli, en gefumst upp.  Hún notar aukakílóin sem dæmisögu um af því að þurfa að ná ákveðnum árangri, sama hvað er.  Það er að komast frá punkti A að punkti B.   Eða frá Ákvörðun til þess að ljúka við framkvæmd. –  Við leggjum oft af stað en lendum í því sem hún kallar „svarthol“ á leiðinni og því komumst við ekki að punkti B, heldur föllum í svartholsgryfjuna.   Þetta þarf ekkert að vera tengt mataræði eða að komast í þá þyngd sem er æskileg heilsu okkar,  heldur tekur hún dæmi eins og:

 • Að taka til í bílskúrnum
 • Að skrifa bók
 • þinn punktur …. hvað langar þig að gera og hvert er þitt svarthol – eða hvað stoppar þig?

Hún Vildi verða grönn.  Frá A – að vera 320 pund (145 kg)  og til B vildi verða 150 – 160 pund (72 kg)

Í höfðinu sagði hún „Ég vil vera grönn “

En um leið var það að segja annað, „Grannt fólk er ekki öruggt, grannt fólk er ekki vinalegt“ ..  þetta voru einhverjar hugsanir, „Ég get ekki treyst grönnu fólki“ ..  þetta voru í raun svolítið duldar skoðanir hjá henni, grafnar í undirmeðvitundina.  E.t.v. eru svona duldir fordómar í höfðinu á okkur,  við vitum jafnvel ekki um þá?  En þetta er reynsla Sophie, – það hefur hver sitt,  en oft höfum við svipaða reynslu.

Hún lýsir göngu sinni þar sem hún ítrekað leggur af stað frá punkti A,  en skottast alltaf til baka vegna þess að gömlu hugmyndirnar toga hana til baka og hún byrjar að missa einhver kíló – en eins og teygjuband skýst allta til baka til A  (og auðvitað vitum við að það þýðir að þegar lagt er af stað í einhvers konar kúr, ef hann er okkur „óeðlilegur“ – þá bætast við kíló þannig að hún gæti hafa bætt á sig fleiri pundum/kílóum! .. )

 • Hún talar um hugsanir sem draga okkur til baka,  neikvæð orka togar okkur til baka.

Hún talar um fimm „vektora“ eða arma.

1. armur:  Útrunnar hugsanir:  Við notum útrunnar (súrar) hugsanir sem toga okkur til baka,  við þurfum að hætta að trúa þessum röngu hugsunum og neikvæðu um  okkur sjálf.  Dæmi um útrunnar hugsanir eru;  „Ég get þetta ekki,  því ég hef aldrei getað þetta“ .. Þá erum við að byggja á fortíð, kannski höfum við bætt okkur,  kannski fáum við meiri stuðning eða ef við einmitt losum okkur við gömlu hugmyndirnar og skiptum þeim út fyrir nýjar,  þá toga þessar gömlu okkur ekki til baka!.

Dæmi um gamlar hugsanir:  „Ég þori ekki, get ekki, vil ekki“  Nýjar:  „Ég þori, get, vil“  eins og söngurinn í kvennabaráttunni:  „Þori ég, vil ég, get ég“ …  Hvað ef að konur hefðu nú bara hugsað, æ þetta er ekki hægt,  „kona getur ekki kosið – þannig hefur það aldrei verið“..  Ef eitthvað hefur aldrei verið, ef þú hefur t.d. aldrei verið grönn/grannur,  ef þér hefur aldrei tekist að skrifa bók, ertu þá bara dæmd/ur til að gera það aldrei? ..  Já,  ef þú trúir því að útrunnar hugsanir séu í gildi. –

Við þurfum að segja: „Þetta er ekki lengur satt“

2. armur:  Réttar hugsanir.   Sumar hugmyndir er sannar, – Sophie tekur þarna sem dæmi um staðreynd að hana langaði að flytja til Bandaríkjanna en kunni ekki ensku.  Svo hún fór að læra ensku. Þarna kemur heiðarleikinn inn í.  Hvað þarft þú raunverulega að gera til að ná árangri og farsæld? –  Kannski að fara að versla inn mat sem er hollari og gerir þér gott? –  Ekki kaupa súkkulaði handa gestum og borða það svo allt sjálf? –  Hvern erum við að blekkja? –   Við erum flest farin að þekkja okkur sjálf og vitum um veikleika og styrkleika. –  Það er líka satt að hreyfing er holl fyrir líkama og sál, og ef við viljum raunverulega komast á stað B og vera þar,  þá megum við tileinka okkur þá hugsun.  Það er ekki ranghugsun.  Það er líka rétt hugsun að þú ert verðmæt manneskja, hvort sem þú ert grönn eða feit,  – á punkti A eða B, og það er rétthugsun að þú sért allrar elsku verð hvenær sem er, á punkti A og á punkti B  og á leiðinni þar á milli. –

3. armur:  „Feel our feelings“ – Að leyfa okkur að hafa tilfinningar!  Við felum okkur, deyfum eða flýjum.  Hún segir sögu af dóttur sinni sem datt og meiddi sig, – amman bauð súkkulaðismjör  sem átti að gleðja dótturina. – Þetta kennum við og venjum börnin við frá unga aldri.  Að þegar þau fara að gráta er stungið upp í þau snuði,  síðan ýmsu góðgæti. –  Oral fíknin er þá ekkert undarleg.

Það sem börnin þurfa oft er bara huggun, að einhver haldi utan um þau og rói þau.  Stundum er það bara athygli.  En í staðinn fyrir huggun og athygli,  fá þau oft bara eitthvað gott í munninn og/eða þau eru sett fyrir framan sjónvarpið (sem er auðvitað annars konar fíkn ;-))..

En Sophie segir: „There is no being thin withouth feeling my feelings“  – eða við verðum ekki grönn (náum ekki árangri)  ef við leyfum okkur ekki að finna til og tjá tilfinningar okkar.

Hún segir þarna sögu af sjálfri sér í París þar sem hún er að reyna að finna buxur fyrir sig.  Það var ekki auðvelt,  buxur sem áttu að passa á allar konur í yfirvigt pössuðu henni ekki, – en hún var með mömmu sinni í þessum leiðangri. –

„There is no doing, I shifted my state of being that I now allow my self to feel those feelings I was trying to cover up

Þarna segir hún að „AHA“ stundin hennar hafi verið, – að þetta skipti mestu máli, að leyfa sér að upplifa og játa vonbrigði, reiði, leiða, sorg, depurð, gleði jafnvel? ..  Þetta hefur mikið að gera með grímuna sem við göngum um með. – Við tölum um að við verðum bara að kyngja einhverju,  hvað ef við erum að borða tilfinningar okkar? –   Kannski liggja þær í matnum? –  Erum við þá ekki að borða á röngum forsendum? –  Í staðinn fyrir að viðurkenna vonbrigðin, – förum við í skápinn og fáum okkur snakk og ídýfu? –  Eða borðum á okkur gat á Þorrablótinu  og verkjar svo í kroppinn á eftir og erum við samviskubit og berjum okkur niður vegna þess að  við stóðum ekki við það sem við höfðum lofað okkur í upphafi.  – Að borða hóflega og gera það sem væri gott fyrir okkur? –

4. armur: „Guð“ skoðana okkar. Hún lifði sínu lífi þannig að skoðanir annarra voru meira verðar en hennar eigin. (Þarna kemur hún inn á meðvirknifaktorinn).  Þarna skiptir sjálfstraustið miklu máli.  Af hverju getur okkur ekki líkað við okkur sjálf? – Þurfum við að bíða eftir samþykki annarra og viðurkenningu á sjálfum okkur. – Erum við ekki verðmæt eins og við erum? –  Líðan okkar segir mjög mikið um hvernig við erum.  „I am as hot as I feel“ ..   Ef okkur líður vel,  þá berum við það oftast með okkur og öfugt. –  Það sem skiptir MESTU máli,  er okkar eigið sjálfsálit.  Ef það er í molum,  látum við berast eins og lauf í vindi,  líðan okkar fer alveg eftir því hvað hinn eða þessi segir um okkur.  Auðvitað hefur umhverfið áhrif,  en við verðum að varast að vera eins og strengjabrúður í höndum annarra hvað tilfinningar varðar. –

Við erum bílsjórarnir í okkar lífi, – ef við ökum með handbremsuna alltaf á erum við í ofstjórn og endum með að brenna út eða amk fer að rjúka úr okkur og það endar auðvitað með ósköpum.  Ef við stígum aldrei á bremsuna, miðum við aðstæður þá endar það líka með ósköpum,  ökum stjórnlaust! ..  En ef við erum komin með bílpróf af hverju ekki að treysta okkur fyrir leiðinni, að aka bílnum?  –  Veit sá sem er í aftursætinu betur hvaða leið við eigum að fara? –  Við getum svo sannarlega spurt til vegar og eigum að gera það þegar við vitum ekki leiðina,  en ef við förum bara eftir röddinni í GPS-inu eða vinkonunni í framsætinu,  missum við hægt og sígandi vitneskjuna um það sem við viljum eða vitum það ekki lengur! ..

5. armur.  „Hvað á ég skilið“ ..   Mörgum þykir að þeir eigi ekki gott skilið og það eru líka gamlar hugsanir oft komnar úr bernsku. –   Það sem heldur aftur af Sophie er eitthvað sem sagt var við hana á lífsleiðinni,  gæti verið frá foreldrum, kennurum. –  Það er mikilvægt að fjarlægja þær hugmyndir. –

VIÐ EIGUM ALLT GOTT SKILIÐ ..  líka að komast frá A – B  –

Að sjálfsögðu er þetta bara það sem hún kemur fyrir á 20 mínútum, – málið er víðara.  En þarna kemur fram að það þarf að vinna í orsökunum.  Ruslið í bílskúrnum er afleiðing,  ofþyngd er afleiðing.  Við getum tekið til og ruslað út aftur, – við getum tekið af okkur kílóin og fengið þau á okkur aftur.  Það gerist ef við breytum ekki siðum okkar.  Skoðum AF HVERJU við gerum þetta,  og breytum siðum í það að halda bílskúrnum hreinum daglega  og að ganga vel um líkama okkar daglega,  ekki láta hann dankast og henda inn í hann rusli þannig að hann fitni.   En til þess að geta þetta,  þurfum við auðvitað að vita af hverju við göngum illa um og í sumum tilfellum eins og hryðjuverkamenn á eigin líkama og sál.

og smellið  HÉR til að hlusta á fyrirlestur Sophie: