Of eða Van ….

Þegar farið er af stað í sjálfsskoðunarferðalagið komumst við fljótt að því að eitt af því sem við erum að glíma við er að við höfum (mörg) tilhneygingu til að fara í „Ofið“ eða „Vanið“ ..

Einfaldasta dæmið er varðandi mataræði:

Öll ef ekki flest átök í ræktinni eða mataræði flokkast undir „Of“  og þegar við gefumst upp á „Ofinu“ .. þá er leiðin venjulega beint yfir í „Vanið“ ..

Ofið er þá:

Förum í eitthvað nýtt mataræði þar sem við sleppum öllum unnum kjötvörum, sykri, hvítu hveiti, sælgæti.    Borðum á ákveðnum tímum,  vigtum jafnvel matinn og aðhaldið er gífurlegt.  Hreyfum okkur a.m.k. 5 sinnum í viku og hlaupum jafnvel á Esjuna og allt þetta beint uppúr sófa.

Vanið kemur eftir svekkelsið að halda ekki út þetta „fullkoma“ líf, og Vanið er því að eftir uppgjöf dembum við okkur í sukkið – enn meira en fyrr, og leggjums fyrir uppí rúmi og drögum sængina upp fyrir haus.  Keyrum beint í lúguna í Aktu, taktu og kaupum hamborgara m/frönsku og kokteilsósu,  og svo súkkulaði á eftir. –

„Hreyfing?“  er það eitthvað sem maður notar ofan á brauð?

Þetta eru dæmi um Of eða Van – hvað mataræði og hreyfingu varðar. –  Það eru þessi Átök sem eiga að redda öllu sem eru í 99% tilfella þannig að við höfum ekki úthald í þau og þá sveiflumst við ekki beint í meðalhófið heldur í Vanið,  vegna svekkelsins að hafa ekki tekist það sem við ætluðum okkur og líður eins og við séum misheppnaðar manneskjur.

Þetta á við um svo margt í lífinu,  ekki bara mataræði og hreyfingu,  það er t.d. hvernig við göngum um húsnæðið okkar,  hvernig við stundum námið o.fl.   Allt á að taka í skorpum og svo gjörsamlega vera meðvitundarlaus þess á milli,  þá hleypur maður á milli þess að vera í miklu stressi yfir í vanlíðan.

Það er því best að fara ekki af stað í Vanið,  eða Átök eða annað slíkt.
Lífið er ekki flöt lína,  og meðalvegurinn er ekki þröngur vegur.  Það má alveg fara að mörkunum – leika smá, prófa smá,  en það eru mörk sem kallast „hættumörk“  sitt hvorum meginn við meðalveginn.   Þau eru merkt með annars vegar Of og hins vegar Van.   Þegar við erum komin út fyrir þessi mörk erum við komin í hættu.

Það er ekki tilviljun að meðalvegurinn er kallaður „Hinn gullni meðalvegur“ ..   Við erum ekkert ósvipuð plöntunum, – þ.e.a.s. við þurfum meðalvökvun, súrefni, ljós og birtu.   Ekki of mikið sólarljós og ekki of lítið.

Burkna þarf að vökna örlítið ca. annan hvorn dag,  þannig hélt ég burkna rökum, dökkgrænum og lifandi í langan tíma.  Ég þurfti að bregða mér frá og það gleymdist að vökva burknann.   Hann fékk lítinn sem engan vökva.  Ég kom heim og sá að hann var skrælnaður – og reyndi að ná honum til baka,  en hann felldi bara endalaust blöð, og moldin var svo þurr að ekki var hægt að bjarga honum með góðu móti,  hann gaf ekki af sér þá fegurð sem okkur langar að sjá í burkna.

Hvað verður um okkur þegar við gleymum sjálfum okkur?  –  Er okkur við bjargandi?   Auðvitað reynum við allt,  en við vitum að það þýðir til dæmis ekkert fyrir manneskju sem hefur verið í svelti í langan tíma að lækna það með einhverri barbabrellu og fara að úða í sig.

Að sama skapi grennist manneskja sem er komin í hættulega ofþyngd ekki á einhverjum einum kúr,  það er bara ávísun á Of eða Van ferli.

Meðalvegurinn – jafnvægið – er málið,  og það er farsælast til árangurs að vökva jafnt og þétt,  en ekki svelta og ofvökva til skiptis,  það er ávísun á eitthvað allt annað en heilsu og hamingju. balance

Mátturinn í sáttinni …

„Ef þú ert í fjallgöngu og lendir í sjálfheldu, hvað gerir þú? Hugsar hvað þú getur gert akkúrat þá stundina, hvert verður næsta skref og fikrar þig áfram þar til þú ert örugg-/ur. Það sama gildir um lífið, þegar allt virðist ómögulegt skaltu fókusera á augnablikið og vinna þig þaðan. Taktu eitt skref í einu, náðu í öryggið þitt, þá næsta skref og svo áfram þar til þú finnur að það versta er yfirstaðið. Hamingjuríkara líf er ekki líf án vandamála, heldur hamingjuríkt þrátt fyrir vandamálin.“

(Anna Lóa Ólafsdóttir / Hamingjuhornið)

Ég er þakklát Önnu Lóu fyrir þennan texta, en ég var einmitt að fara að skrifa um sáttina við núið,  sáttina við að vera í þeirri stöðu sem við erum akkúrat núna – svona eins og við hefðum valið hana. –

Það velur engin/n að vera staddur í sjálfheldu ..

En getum við notað þessa líkingu um sjálfhelduna um það að vera búin/n að borða á okkur svo mörg aukakíló að okkur er farið að líða illa og vildum gjarnan losna við þau? ..

Nýlega hélt ég fyrirlestur fyrir nokkra Dale Carnegie þjálfara,  og upp kom þessi pæling hvernig fólk gæti verið sátt við sjálft sig þegar það væri komið langt yfir þyngdarstuðul en ég sagði þeim að það væri útgangspunktur á námskeiðunum mínum m.a. „Í kjörþyngd með kærleika“ sem ég hef staðið fyrir undanfarið ár. –

Þegar við lendum í sjálfheldu í fjallgöngunni þá þurfum við að íhuga hvað hjálpar okkur út úr henni. –

Hjálpar það að segja “ Þú varst nú meira idjótið að fara í þessa göngu?“

Hjálpar það okkur að berja okkur niður fyrir að hafa gert mistök? –  Hjálpar það okkur að fara að hata okkur, tala niður til okkar og vera óánægð? .. Hmmmmmmm….

Það þarf ekkert að svara þessu,  neikvæðnin er aldrei hjálpleg, samviskubitið,  niðurbrotið o.s.frv. heldur aðeins aftur af okkur og það kemur okkur bara dýpra inn í sjálfhelduna og grípur okkur enn fastari tökum. –

Sáttin liggur í því að skoða (án dómhörku í eigin garð eða annarra)  hvernig við komumst í þessa sjálfheldu og svo að hugsa leiðir út úr henni.  –

Þannig er sjónarhóll sáttarinnar.

Þú elskar þig út úr aðstæðum frekar en að hata þig út úr þeim. –

Sá eða sú sem er að glíma við aukakíló þarf því að byrja á því að sætta sig við sjálfa/n sig.   Það er útgangspunktur og þaðan stillum við fókusinn.   „Fókuserum á augnablikið og vinnum þaðan“ ..

Ef við ætlum að hugsa til baka þá gætum við farið að hugsa;

„Oh, þetta er tilraun númer sjötíuogsjö til að losna við aukakíló mér hefur aldrei tekist það áður og hvers vegna ætti mér að takast það núna?“

Þarna er fókusinn kominn á fortíðina og hann er býsna gjarn á að fara þangað, en þá er viðkomandi kominn úr sáttinni. –

Lífstílsbreyting er hugarfarsbreyting fyrst og fremst. –  Læra nýtt og aflæra gamalt.   Byrja á reit X og láta fortíðina ekki skemma fyrir eða það sem ég vil gjarnan kalla útrunnar hugsanir um sjálfið. –  „Outdated thoughts“  eða útrunnið forrit.   Þessu forriti er breytt eða eytt með því að gera sér grein fyrir því og sjá hvað er uppbyggilegt og hvað ekki.  Velja frá það uppbyggilega og henda því sem er niðurbrjótandi.

Mátturinn í sáttinni er því að sætta sig við Núið, ekki lifa í fortíð og ekki bíða með að lifa þar til framtíðin kemur,   lifa núna og sætta sig við það sem er núna.  Fókusera líka á það sem er þakkarvert,  en það hefur margsannað sig að þakklæti eða það að segja „TAKK“  fyrir það góða vindur upp á sig. –

Málið er að sætta sig við aðstæður eins og þú hafir valið þær,  sætta sig við sjálfa/n sig eins og þú ert í dag,  sleppa dómhörku og samviskubiti,  njóta lífsins,  næra þig eins og þú værir umhverfisverndarsinni og þú sjálf/ur jörðin.

Hver sem sjálfheldan er,  þá er möguleiki á frelsi með því að viðurkenna aðstæður,  og með því að skoða hvernig og af hverju þú ert komin/n í sjálfhelduna,  að læra af því og  komast síðan úr henni aftur.

Kannski þarftu að biðja um hjálp?  Stundum dugar að lýsa yfir einbeittum vilja til að vera hjálpað og þá berst hjálpin,  en stundum þarf að kalla,  eða a.m.k. leita eftir henni.

Kærleikurinn er alls staðar og hann er því sannarlega máttur sáttarinnar.

Lifðu lífinu sem þig langar til að lifa, með því að vera til staðar fyrir þig í því lífi sem þú lifir núna.

Elskaðu þig NÚNA,  sættu þig við þig núna, –  ekki bíða eftir því þegar þú verður mjó/r,  rík/ur,  fræg/ur, dugleg/ur eða laus úr sjálfheldu.

Sáttin er NÚNA.

Það er útgangspunkturinn.

Meðvirkni og mataræði – „hvað er að naga þig“ …

Eitt af kjarnaatriðum í meðvirkni er að geta ekki haldið meðalhófið, – það er að gera allt mjög vel eða alls ekki, –  „í ökkla eða eyra“

Megrunarkúrar og átak  er eflaust eitt besta dæmið sem hægt er að hugsa sér, hvað það varðar.

Þegar við erum í kúr eða átaki hvað varðar líkamsþyngd erum við líka yfirleitt að vinna á afleiðingum þess að hafa misst tökin á mataræði,  hafa borðað ofan í tilfinningar okkar og/eða ekki farið að eigin vilja.  Þá meina ég að eflaust vilja flestir vera í heilsusamlegri þyngd og líða vel í líkama sínum,  þannig að umframþyngd t.d. hamli ekki hreyfingu eða fari að hafa áhrif á heilsufar.  Þetta snýst ekki um útlitið nema e.t.v. að örlitlu leyti,  það er að segja að forsendan þarf að vera vellíðan fyrst og fremst.

Ég er búin að vera að kynna mér meðvirkni í tvö ár og vinna með fólki, og þess utan kenna á námskeiðunum „Í kjörþyngd með kærleika“  sem byggjast á því að fara að vinna í orsökum ekki síður en afleiðingum. –

Ekki þurrka alltaf upp pollinn sem myndast allta á sama stað á gólfinu, og stækkar jafnvel í hvert skipti – heldur að athuga hvaðan lekinn kemur.

Það þýðir að farið er í ástæður þess að jafnvel þótt við kunnum allt í sambandi við mataræði og hreyfingu og viljum vera í kjörþyngd náum við SAMT ekki árangri. –

Ég fer í það hvað stöðvar okkur á leiðinni frá A – B.    A er þá umframþyngd og B er óskaþyngd,  eða kjörþyngd.

Mikið er spurt um þessi námskeið,  en ég mun setja næsta upp í ágúst 2012.

Þau sem hafa áhuga á að kynna sér efnið,  og nú segi ég ÞAU,  því að hingað til hef ég aðeins verið að kynna þetta fyrir konum,  geta mætt á fyrirlestur með yfirskriftinni:  Meðvirkni og mataræði „hvað er að éta þig“ –  en þetta síðara er úr myndinni „Hungry for Change“ –   Þar kemur að fram mikið af hugmyndafræðinni sem ég hef notað.  Þar kemur fram þessi setning  „Don´t ask what you are eating,  what´s eating you“..   sem er frasi sem gæti verið á íslensku, „Ekki spyrja hvað þú ert að naga, heldur hvað er að naga þig.“ –

Já, hvað er að naga þig þannig að þú nagar eitthvað sem þú vilt í raun og veru ekki, þegar þú ert ekki svöng/svangur, þegar þú ert pakksödd/saddur en heldur áfram o.s.frv. – ?

Mínir hugmyndafræðingar eru t.d.  Geneen Roth, Paul McKenna, Sophie Chiche, og Lissa Rankin,  auk auðvitað meðvirknispesíalistans Pia Mellody.

Þar að auki spilar allt inn í þetta – allt frá biblíunni – Eckhart Tolle, enda ekkert nýtt undir sólinni.

Fyrsti fyrirlesturinn verður haldinn í Síðumúla 13, 3. hæð – sal Lausnarinnar,  sunnudagskvöldið 1. júlí nk.  kl. 20:00 – 22:00

Verð kr. 3000.- 

Hægt er að taka frá sæti með því að greiða fyrirfram inn á reiknin 0303-26-189 kt. 211161-7019  en aðeins er um 20 sæti að ræða.  Þó er möguleiki að flytja þetta í stærri sal ef ásókn verður mikil 😉

Athugið að margir telja að meðvirkni sé bundin við alkóhólisma,  þ.e.a.s. við séum aðeins meðvirk með alkóhólistum, en meðvirknin birtist í öllum tegundum mannlegra samskipta og líka „samskipta“ okkar við mat. –

Að ofala barn er stundum gert í meðvirkni -, þ.e.a.s. í misskilinni góðmennsku.  Afi eða amma vill fá ást, vera elskað af barnabarni en er að gefa barnabarninu sem e.t.v. glímir við offitu sælgæti og mat sem það hefur ekki gott af, og beinlínis er óhollt fyrir það.  Þau álíta sig „góð“  en eru í raun að kaupa sér ást, ef þau viðhalda þessu,  því auðvitað á barnið að geta fundið væntumþykju til foreldra eða ömmu og afa – þó því sé neitað um það sem er óhollt.  En það er því af ótta við að barninu líki ekki við það að barninu er gefið það sem er slæmt fyrir það og alið á fíkn þess í sælgæti eða mat sem er vont fyrir það.

Þetta er bara eitt dæmi, – svo ekki stinga kexi upp í barn sem grætur vegna vanlíðunar eða söknuðar, heldur gefum því knús, athygli, hlýju – því að annað er bara kennsla í tilfinningaáti.

En nóg um það, ef þið viljið bóka ykkur á fyrirlestur þá eru upplýsingar hér að ofan,  – hægt verður að bóka sig á fyrsta námskeið haustsins „Í kjörþyngd með kærleika“ –  á fyrirlestrinum en það mun hefjast upp úr miðjum ágúst og vera í 8 vikur og væntanlega endum við með helgardvöl í sveit.   Þetta verður endurbætt námskeið,  því að alltaf er ég að uppgötva betur og betur hvernig þetta virkar með orsakirnar og afleiðingarnar.

Verið velkomin! –

Ítreka hér upplýsingar – og ég væri þakklát fyrir ef þið gætuð dreift þessari „auglýsingu“ fyrir mig.

Fyrsti fyrirlesturinn verður haldinn í Síðumúla 13, 3. hæð – sal Lausnarinnar,  sunnudagskvöldið 1. júlí nk.  kl. 20:00 – 22:30

Verð kr. 3000.- 

Hægt er að taka frá sæti með því að greiða fyrirfram inn á reiknin 0303-26-189 kt. 211161-7019  en aðeins er um 20 sæti að ræða.  Þó er möguleiki að flytja þetta í stærri sal ef ásókn verður mikil 😉 – (sendið staðfestingarpóst á johanna@lausnin.is)  og ég sendi staðfestingu um sæti um hæl.

Fyrirspurnir sendast líka  á johanna@lausnin.is

Munum að vera góð við okkur og veita okkur athygli – líkama og sál. –

Ef við náum því markmiði,  erum við á veginum okkar,  því að við erum sjálf vegurinn að hamingju okkar.

Megrunarkúrar ein aðal ástæða offitu? …

Samstæða

Þetta er slatta langur pistill, en ef þú vilt fá „summary“ eða útdrátt þá er hann hér í næstu fimm línum. – Njóttu meðvitað hvers munnbita! ….. Þú getur ekki notið nema að vera almennilega svöng/svangur Þú getur aðeins notið … Halda áfram að lesa

Er hægt að njóta (kyn)lífsins og lesa Moggann á sama tíma? ..

Ímyndaðu þér að þú sért að elskast með maka þínum og lesa um leið nýjustu fréttir í Mogganum, Fréttablaðinu eða DV –  í leiðinni. Eða verið að skipuleggja næstu skíðaferð í huganum.   Gætir þú notið kynlífsins? –

Hvar er hugur þinn, hvar er líkami þinn, hvar ert þú?

Ertu í líkama þínum eða í fólkinu í fréttunum?

Það sama gildir um að borða mat og lesa, horfa á sjónvarp, vera í tölvunni o.s.frv.  Ef við erum að gera eitthvað annað en að borða erum við ekki að njóta. –

Maki okkar á skilið fulla athygli og við sjálf eigum skilið fulla athygli – okkar sjálfra.

Geneen Roth, höfundur bókarinnar “Women, Food and God” – segir að hvernig við borðum segi allt um hvaða jafnvægi við höfum í lífi okkar. –

Jafnvægi eða æðruleysi er grundvöllur farsældar okkar. –  Það er eðlilegt að sveiflast og það þýðir ekki að lífstakturinn eigi að vera flatur.  Hann Á að sveiflast en þegar hann fer of langt upp eða of langt niður erum við komin út fyrir  hættumörk.  Það má sjá þegar líkamsþyngd er farin að hafa áhrif á heilsufar okkar, í báðar áttir. Of feit eða of mjó. –  Andlega getum við líka verið of feit eða of mjó. –  Við getum verið með ofstjórn eða vanstjórn. –

Öfgarnar ganga í báðar áttir og þá erum við komin að hófsemdinni, eða meðalveginum.   Meðalvegurinn er ekki þröngur, heldur eins og áður sagði, þar eiga að vera sveiflur en ekki dýfur og kúfar – ökkla eða eyra.  – Best að lifa u.þ.b. við miðju og sveiflast mátulega. –

Það best er auðvitað að njóta þess sem er. – Það er hluti af því að lifa í núinu.

Þegar við erum að borða að vera viðstödd,  veita matnum athygli, borða hægt, njóta hvers munnbita, finna bragð, áferð o.s.frv. –

Hvernig við borðum er síðan birtingarmynd af því hvernig er farsælast að lifa, þ.e.a.s. að njóta stundarinnar,  eins og svo margir hafa sagt í gegnum aldirnar, en við bara lesum, kinkum kolli en gerum svo annað,  kannski vegna þess að við höfum tileinkað okkur annað.  Við höfum ekki tileinkað okkur að njóta.

Ef við erum að leika við börnin okkar og hugsa um bankareikninginn erum við ekki að njóta barnanna.  Ef við erum að hitta vini okkar, en að óska þess að við séum í sólarlandaferð á meðan erum við ekki að njóta samverunnar.  Ef við erum að lesa blöðin á meðan við borðum erum við ekki að njóta matarins,  svo ekki sé minnst á fyrirsögn þessa pistils! ..

Nú hef ég verið að leiðbeina í námskeiði undir heitinu “Í kjörþyngd með kærleika” í allnokkurn tíma.  Konurnar sem hafa mætt hafa kennt mér mikið og ég sjálf lært af hverju námskeiði.  –  Markmiðið er frelsun frá vigt og auðvitað að komast í kjörþyng og ekki síst andlega kjörþyngd,  en það er forsenda hinnar líkamlegu. –

Þetta er ekki kúr, ekki fix,  og þrátt fyrir heitið á námskeiðinu er stærsta keppikeflið ekki að komast í kjörþyngd,  a.m.k. ekki á röngum forsendum. – Kjörþyngdin er í raun aukaatriði. 

Markmiðið er að fara að njóta lífsins.  Njóta þess sem við borðum og njóta lífsins alls.  Komast að sínum kjarna, ná sátt við sjálfa/n sig – en sáttin er besti byrjunarreiturinn,  og reyndar er sáttin allir reitirnir upp frá því. –  

Ég kem ekki allri hugmyndafræðinni í þennan pistil, – en hún er á leið í bók, það er augljóst! –

Niðurstaðan er:  Besta leiðin til að komast í kjörþyngd er að fara að njóta, njóta þess sem við erum að gera, veita því athygli og vera í meðvitund. –  Hvort sem við erum að lesa Moggann eða stunda kynlíf,  bara ekki gera bæði í einu.

Súkkulaðimoli sem við veitum athygli og bráðnar í munni hægt og rólega,  er miklu betri en heil plata af sama súkkulaði sem við gleypum í okkur í meðvitundarleysi. –   

Við borðum stundum í veislum eins og við munum aldrei fá að borða aftur. Búið er að nostra við veitingar,  laða fram rétta bragðið í kökurnar og skreyta,  setja ferskar rækjur í rækjusalatið og krydda. – Svo hlöðum við þessu öllu saman á einn disk og rækjusalatið og rjóminn af kökunni renna saman og svo er allt borðað á methraða og yfirleitt önnur ferð farin,  kannski með samviskubit eða skömm í maga. –  Skömmin er krabbamein hugans eins og ég skrifað um í samnefndum pistli,  svo ekki bætir í! –

Ég mæli reyndar með því að við losum okkur við allt sem heitir skömm,  því hún brýtur bara niður en byggir aldrei upp. – Skömmin er líka ein stærsta orsök fíknar og að við einmitt upplifum okkur aldrei nóg eða leitum út fyrir okkur en ekki inn á við.

En hvað um það – Þetta er ekki spurning um magn heldur gæði. –

Kvöldstund í fjörunni  í Hvalfirði þar sem við tökum inn sólarlagið, öndum að okkur andvaranum og jafnvel stingum tánum í sjóinn – getur gefið okkur meiri lífsfyllingu en við fáum við að keyra hringinn í kringum landið ef við stoppum aldrei og virðum ekki fyrir okkur náttúruna. –   Við verðum miklu fyrr búin að fá nóg ef við njótum.  Við getum keyrt marga hringi í kringum Ísland og aldrei fengið fullnægju, þegar við erum í raun týnd okkur sjálfum. –

Eftir hversu fljótt við áttum okkur á því hvað er nóg,  að fleiri hringir, hvort sem það er í kringum landið eða á fingur,   bæta ekki líf okkar –  heldur hringur sem er heill og traustur og sem við getum notið. –

Hvað hindrar þig í að njóta?  Er spurningin sem stendur eftir. –

Ég byrja með nýtt og endurskoðað námskeið,  Í kjörþyngd með kærleika –  Námskeið fyrir konur sem vilja fara að njóta.

  Njóta ___________________  (Settu það sem ÞÚ vilt njóta á línuna. -)

Fyrirkomulagið er fyrirlestrar,  hópavinna og hugleiðsla,  auk sjálfstyrkingaræfinga.

Dagskrá:

Laugardagur 24. mars

 

13:00  Mæting og kynning

14:00  Fyrirlestur   Frelsun frá megrun og kúrum

15:00  Pása

15:15  Fyrirlestur í formi íhugunar og hugleiðslu  – perlan

16:00  Umræður og samantekt

17:00  Lok

Kaffi, te, hamingjuvatn og ávextir innifalið – og eitthvað óvænt!  *hamingjuvatn= sódavatn.

Hámark 20 konur 

Sex  hópfundir 90 mín í senn á þriðjudögum (hægt að velja milli morgun- eða eftirmiðdagsfunda)   

morgunhópur 10:00 – 11:30   eftirmiðdagshópur  17:30-19:00

 (Drög að dagskrá)

Þriðjudagur 27. mars  – æðruleysið, jafnvægið

Þriðjudagur 3. apríl  – sáttin, samþykkið.

Þriðjudagur 10. apríl – kjarkurinn, hugrekkið

Þriðjudagur 17. apríl – vitið, viljinn.

Þriðjudagur 24. apríl –  trúin, traustið

Þriðjudagur 1. maí –   út í lífið a njóta

 

Verð fyrir námskeiðið er 25.900.-     (greiða þarf námskeiðið fyrirfram, nema ef um annað sé samið, – greiðslukortaþjónusta. -)

 Skráning opnar fljótlega á heimasíðu Lausnarinnar –

Nánari upplýsingar og ef þið viljið skrá ykkur beint hjá mér – sendið mér póst á johanna@lausnin.is   eða hafið samband í síma 8956119

 Þangað til mæli ég með “möntrunni”  Ég elska mig, ég samþykki mig, ég virði mig og ég fyrirgef mér 😉

Með brosandi maga : – ) … föstudagspistillinn

Þessi pistill verður í léttum dúr, – best að taka það fram ef þið skylduð ekki taka eftir því! –

Innspýtingin er grein um „Shock up eða Ass up“ – vaxtarmótandi sokkabuxur á Pjattrófum DV (á maður/kona að mæla með svoleiðis síðu??)  og vandamálið við að komast í þær. –

Ekki er vandamálið síðra að VERA eða endast í þeim. –

Man eftir árshátíðum, afmælum, hátíðum þar sem maður sat og gat varla beðið eftir því að komast heim og rífa sig úr sokkabuxunum – stundum voru ástæðurnar aðrar, en látum hinar liggja á milli hluta. – Hér erum við á penu nótunum! –

Fyrir utan það að sokkabuxur kosta einhvern helling,  og þessar 20, 30, 40 den .. endast yfirleitt aðeins í eitt til tvö skipti hjá mér, – þá eru þær í mínum huga orðið hálfgert pyntingartæki. –

Þegar ég fór að lesa  og heyra um það að elska sig, og virða – þá áttaði  ég mig líka á því  að í því fólst ekki bara að elska sig svona andlega, heldur líka líkamann sinn líka, það tvennt verður ekki slitið í sundur!  (Þetta hljómar svolítið eins og brúðkaupssáttmáli).

– Það þýddi að klæða sig í óþægilega skó og eða aðþrengjandi klæðnaði var í raun ekki að elska sig, heldur misþyrming á eigin líkama, úff …

Ég er heppin að mér hefur aldrei þótt óþægilegt að ganga á hælum, sérstaklega ekki ef þeir eru bara nokkrir sentimetrar og breiðir. – Svo þegar ég fer í kjóla núna geng ég í skóm upp á kálfann með nóg pláss fyrir tær,  flatbotna skóm eða stígvélum. –

Hversu oft sjáum við ekki stelpurnar á pinnahælunum vera búnar að kasta þeim útí horn og fara að dansa á tánum, eða sokkaleistunum? – Gott hjá þeim!

Ég hef kvatt þröngu sokkabuxurnar og á nú tvennar 80 – 120 den sokkabuxur til skiptana, – og spara heeeeelllling á sokkabuxnakaupum og svo er auðvitað hægt að vera berleggjuð á sumrin! –

Auðvitað er ég ekkert að tala um neitt „extreme“ hér.  Ef við viljum vera í háhæluðu skónum stundum þá erum við það bara og ef við viljum borða kókósbollur stundum þá gerum við það líka bara. – Allt sem á að gerast með valdi eða öfgum, er eiginlega dæmt til að falla. – Við berjum okkur ekki til betrunar, heldur elskum okkur. –

Átti þetta ekki að vera í léttum dúr? –

Alla veganna, ef fólk hefur ekki tekið eftir því, þá er ég að kenna námskeiðið: –  „Í kjörþyngd með kærleika“ – sem fjallar í raun ekkert um að komast í kjörþyngd – hehe – eða þannig -og samt!  – Það fjallar um að fara að elska sig nógu mikið til að komast í kjörþyngd – á RÉTTUM forsendum, – og þar er byrjað á að breyta hugarástandi!  „Shift our state of being“  – Andleg kjörþyngd er byrjunarreitur. – ELSKA SIG – alla,   líka magann sem flæðir út um allt, eða lærin – rassinn eða hvað það er sem er of mikið af. –

Við s.s. elskum af okkur kílóin,  með jákvæðu sjálfstali, með því að njóta lífsins og njóta þess sem við borðum, en ekki borða með samviskubiti, með því að gefa líkamanum að borða það sem er frumunum hollt og gefur honum orku og næringu sem gerir hann glaðan.  Hlusta á líkamann.  Ekki  borða það sem verður honum til ills, prumps eða rops, þannig að okkur verkjar í magann á eftir!

– Svona klassískt aðfangadagskvöld (í shock up í þokkabót) – þar sem við óskum okkur heitast að vera bara – klukkan 9 að kvöldi – komin í víðar flónnelsnáttbuxurnar upp í rúm til að liggja þar afvelta og jafna okkur. –

Njótum engan veginn kvöldsins! – Hvað er það? –

Jæja, s.s. elskum mallann okkar;  tölum fallega til hans og virðum.  Hann er eiginlega nafli alheimsins, eða amk er naflinn staðsettur þar! – 😉 – Það segir okkur nú ýmislegt! –

Minn magi er þeim kostum gæddur, að hann brosir alltaf til mín! – Ég virði hann fyrir mig í spegli og sé þá þetta breiða bros, en ég er ekki hissa að hann brosi, enda tilefnið að tvö börn voru frelsuð úr honum fyrir liðlega 25 árum! –   Hann hefur brosað síðan!

Ég þarf s.s. ekki að gera annað en að hátta og horfa í spegil og framan í mig er brosað,  heppin ég!

Svona vigt ættu allir að eiga 😉

Að borða sér til heilsu …

Það skal í upphafi tekið fram að auðvitað er þetta saga einnar konu.  Það er ekki þar með sagt að allir með MS eða aðra sjúkdóma geti náð þeim árangri sem hún náði,  en ég er nokkuð örugg um að mataræðið sem hún mælir með er ekki bara eitthvað sem hjálpar einni konu, heldur gætum við öll orðið heilbrigðari ef við bættum úr þessu. Hún talar líka um þetta sem forvörn. –

Hér segir Terry Walsh s.s.  sögu sína,  frá hvernig hún breytti mataræði sínu til að næra frumur sínar, – „Minding your mitochondria“ – en mitochondria sem þýðir víst  „hvatberi“ á íslensku, hvatberi  sem þarf að næra. –  (Læknar og líffræðingar vita meira um þetta).

Eftirfarandi eru bara punktar sem ég skrifa niður eftir fyrirlestri hennar, vinsamlega takið viljann fyrir verkið 😉 :

Heilinn þarf B1, B9, B12 og Omeg 3 og Joð, –  Sulfur og B6.  Þurfum andoxunarefni líka.

Án þessa mitochondira (hvatbera) værum við örsmá. –

Terry sýnir þarna hvað við erum að borða, – biður fólk að rifja upp hvað það borðaði mikið af ávöxtum og grænmeti sl. sólarhring,  en hún er augljóslega að gagnrýna mataræði Bandaríkjamanna.  Unna matvöru.

Hún mælir með „hreinu“ mataræði – eins og við tölum oft um hér á Íslandi; beint frá bónda.

Talar um „Hunter-Gatherer“ diet.  (Hér er diet mataræði en ekki megrun.)

Hunter er veiðimaðurinn,  sem veiðir dýr – (kjöt og fiskur).  

Gatherer er safnarinn – safnar berjum, ávöxtum, grænmeti, laufi,  fræjum o.s.frv. 

Í þessu forna mataræði  „Hunter Gatherer“ er betri næring en nútíma fræðingar hafa gefið upp sem heilbrigt mataræði.

Mataræðið skiptir máli fyrir heilbrigðið, heilafrumur bæði andlegt og líkamlegt, námsgetu, hegðun o.s.frv.

Hennar daglega mataræði samanstendur af:

3 bollar af grænum laufum  –  rík af vitamínum, B vitamínum sem vernda heilasellurnar, A og C styðja ónæmiskerfið og K  Steinefni sem virka með.

3 bollar  sulfur-ríku grænmeti – heilinn þarf á þessu að halda,  lifur og nýrun þurfa á þessu að halda, laukur, sveppir, aspas, brokkolí, kál o.fl.

3 bollar af litríku,  andoxunarefnin eru í hinu litríka;gulrótum, papriku,  rauðkáli, berjum, appelsínum, ferskjum

kjöt af dýrum sem borða gras, lífrænt ræktað kjöt  (lambakjötið okkar)

fiskur sem er ríkur af omega 3,  fyrir þroska kjálkans og heilans,  hún minnist á lax og síld

sjávarþari – söl,  Joð og selenium,  er nauðsynlegt fyrir heilann,  minnkar áhættuna á brjóstakrabbameini og blöðruhálskirtilskrabbameini – Joðið eyðir eiturefnum.

Borðum meira kál, ber -ávexti. –  Eftir því sem við veljum meira hollt og jákvætt inn í líf okkar verður minna pláss fyrir óhollt og neikvætt. – Þetta gildir bæði fyrir líkama og sál. –

Hegðunarvandamál og ofnæmi  eru oft tengd röngu mataræði

Hún segir þetta allt best sjálf! ..

Við eigum val, – hún velur að deila þessari reynslu sinni sem hún vonast til að sem flestir nýti sér.

Hún hvetur okkur til að borða okkur til upprisu.

Við eigum VAL,  hvert er þitt val?

Ef við borðum 9 bolla á dag af þessu holla, minnkum við hættuna á matarofnæmi, glútenóþoli og mjólkuróþoli.  Minnkum hættuna á asma, vefjagigt, hegðunarvandamálum o.fl. o.fl.

Í sjö ár fékk hún bestu mögulegu umhyggju, bestu lyf – en lífsgæði hennar voru orðin mjög slæm.

Hún fór að lifa á „Hunter-Gatherer“ mataræðinu.

Eftir 9 mánuði var hún farin að hjóla 18 mílur

Hún kallar sig kanarífugl í kolanámu ..

Dr. Terry Walsh SMELLIÐ HÉR til að SJÁ FYRIRLESTUR