Vanmátturinn í ofbeldinu …

Þeim sem líður vel, eru sátt, glöð, hamingjusöm, fullnægð – með sig og sitt,  hafa ENGA ástæðu til að beita ofbeldi.

Þeir sem leggja aðra í einelti, hljóta að vera tómir, leiðir, óöryggir – vegna þess að það að ráðast á eða leggjast á aðra manneskju fyllir upp i eitthvað sem þá vantar.

Dæmi eru til að þeir sem taka þátt í einelti geri það til að beina athyglina frá sjálfum sér svo að þeir verði sjálfir ekki lagðir í einelti.

Það þarf mikinn styrk, – sjálfsstyrk og sjálfsvirðingu til að beita EKKI ofbeldi eða geta sleppt því að gagnrýna eða setja út á annað fólk.

„Vá hvað þessi er feit“ ..  raunverulega er sagt „sjáðu hvað ég er mjó“ ….

Ef þú lemur aðra, hæðir eða níðir þá ertu ósátt/ur við sjálfa/n þig.

Sá sem er sterkastur beitir ekki ofbeldi,  hvorki líkamlegu né andlegu,  hvorki orða né þagnar.

Ofbeldi er í raun vanmáttur og ekkert okkar er algjörlega laust við að beita ofbeldi,  þó við áttum okkur ekkert endilega alltaf á því að við séum að gera það.

Hinar ljúfustu mæður beita ofbeldi – og traustustu feður beita ofbeldi,  yfirleitt vegna vankunnáttu í samskiptum eða eigin vanmáttar.

Ofbeldi er keðjuverkandi.  Pabbi er leiðinlegur við mömmu,  mamma við barnið.  Eða mamma við pabba,  pabbi við barnið.  Skiptir ekki alveg máli hvaða leið,  en þarna eru sömu lögmál og við ástina og kærleikann,  – ef að einhver veitir þér kærleika ertu líklegri til að veita honum áfram.

Þegar við upplifum skömm vegna einhvers,  okkur líður illa, við höfum leyft einhverjum að komast undir skinnið okkar og særa okkur, við upplifum okkur einskis virði, þá  kemur það oftar en ekki fram á kolröngum stöðum, – jafnvel gagnvart saklausum símasölumanni sem slysaðist til að hringja í númerið þitt þó það væri merkt með rauðu.

Þegar rætt er um ofbeldi (og í raun hvað sem er) er alltaf gott að í staðinn fyrir að horfa út fyrir og benda á alla sem eru ómögulegir og eru að beita ofbeldi og leggja í einelti,  að horfa inn á við og spyrja sig:

„Hvaða ofbeldi er ég að beita?“ …

Við verðum að sjá sársauka okkar til að gera breytingar,  viðurkenna þennan vanmátt.

Lausnin er að fara í gang með enn eitt námskeiðið „Lausn eftir skilnað“  – í þetta sinn fyrir konur,  en vonandi hægt að setja upp karlanámskeið með haustinu.

Þessi pistill yrði allt of langur ef ég færi út í að segja frá allri þeirri vanlíðan og öllum þeim vondu og sársaukafullu tilfinningum sem kvikna við skilnað,  hvort sem skilið var „í góðu“ eða illu. –  Vanlíðan leiðir oftar en ekki af sér hegðun sem við erum ekkert endilega stolt af,  hegðun gagnvart maka, og þá bitnar það á þeim sem síst skyldi – börnunum.

Ég leyfi mér að fullyrða að flestir foreldrar beiti börn sín ofbeldi einhvern tímann í skilnaðarferlinu. –  Ofbeldi með orðum í flestum tilfellum.

Reiðin,  jafnvel hatur gagnvart fyrrverandi er því ráðandi afl,  og allt gengur út á það að hann/eða hún megi ekki vera hamingjusamur eða söm,  ef þú ert það ekki.  Þá eru settar hindranir,  truflanir og alls konar töfrabrögð sett í gang.

Töfrabrögð  og truflanir sem oftar en ekki bitna á börnunum,   og auðvitað bitna þessir hlutir á þér sjálfri/sjálfum,  það eru auðvitað heldur ekki alltaf börn í spilinu,  því að reyna að særa eða meiða aðra eða gera þeim lífið erfitt verður manni sjálfum aldrei til framdráttar.

Sjálfsvirðing er lykilorð í þessu, – því það er gott að geta horft til baka eftir skilnað og hugsað;  „Mikið er ég fegin að ég fór ekki út í þennan slag,  eða niður á þennan „level“ ..

Nú er ég búin að skrifa þetta hér að ofan,  en minni þá um leið á það, enn og aftur að við erum mennsk, og særð manneskja hefur tilhneygingu til að særa aðrar manneskjur,  eins og sú sem er full af ást hefur tilhneygingu til að elska aðrar manneskjur.

Fyrirgefðu þér ef þú hefur misst þig, öskrað, sagt ósæmilega hluti sem voru þér ekki samboðnir,  –  en gerðu þér ljóst að það er ekki fyrr en að ásökunarleiknum „the blaming game“  lýkur og þú viðurkennir vanmátt þinn og veikleika að þú ferð að upplifa upprisu sálar þinnar og getur farið að finna fyrir bata í lífi þínu.

ELSKAÐU ÞIG  nógu mikið til að sleppa tökunum á því sem færir þér aðeins óhamingju.

Lifðu ÞÍNU lífi ekki annarra.

Hægt er að skrá sig á námskeiðið „Lausn eftir skilnað“  á http://www.lausnin.is   – einnig minni ég á námskeiðið   „Í kjörþyngd með kærleika“   sem hefst 13. apríl nk. og vinnur í raun með sömu lögmál,   því að halda í fyrrverandi maka eða rangan maka er eins og að halda í mat sem er manni óhollur.

Ath.  Það að segja „Ég elska mig“ hefur ekkert með egóisma eða sjálfsupphafningu að gera, – aðeins það að viðurkenna að við erum okkar eigin elsku verð og það er forsenda fyrir því að geta  elskað aðra á jafningjagrundvelli.

Við erum hvorki meiri né minni en næsta manneskja og „samanburður er helvíti“ eins og Auður jógakennari komst svo skemmtilega að orði akkúrat þegar ég var í hópi liðugra kvenna og var með móral vegna, eigin stirðleika 😉 ..

Fókusinn minn var þá líka týndur,  ég átti ekkert að vera að pæla í hvað hinar gátu eða hvernig þær voru heldur bara að vinna í að styrkja minn líkama og innri konu,  það er víst trixið á svo mörgum stöðum.

Ef við erum tætt útum allt – með hugann í öllu hinu fólkinu þá komumst við seint heim til okkar sjálfra.

En þú veist að þú ert sá/sú sem á hægust heimatökin við að bjóða þér heim til þín sjálfs/sjálfrar.

Bolli til sölu

Konur sem beita ofbeldi ..

Eftirfarandi grein er eftir Dr Tara J. Palmatier, PsyD,  – af einhverjum ástæðum er mun algengara að horfa í ofbeldi af hendi karlmanna gagnvart konum, kannski vegna þess að það er meira uppi á yfirborðinu, augljósara eða kannski er þessi hegðun ekki flokkuð undir ofbeldi?

En greinin er hér í minni endursögn/þýðingu.  Ég skrifa þetta í þeirri fullvissu að það þarf tvo til að deila, – og stundum má segja að báðir aðilar séu „ofbeldismenn“ .. eða kunna a.m.k. alls ekki góð samskipti.

En hér er greinin:

Öskrar kærastan þín á þig, hrópar á þig eða bölvar þér?  Líður þér eins og þú getir ekki talað við neinn um samband ykkar vegna þess að enginn myndi skilja þig?  Líður þér eins og hægt og bítandi sé sambandið að gera þig sturlaðan?

Ef þér líður þannig gæti verið að þú sért í sambandi við konu sem leggur þig í tilfinningalegt einelti (emotional bully).   Flestir karlmenn vilja ekki viðurkenna að þeir séu í ofbeldissambandi. Þeir lýsa sambandinu frekar eins og að konan/kærastan sé brjáluð, tilfinningarík, afskiptasöm eða stjórnsöm, jafnvel að þar séu stanslausir árekstrar.  Ef þú notar svona orð er líklegt að það sé verið að beita þig andlegu ofbeldi.

Þekkir þú eftirfarandi hegðunarmynstur?

1) Stjórnun/einelti (bullying)   Ef hún fær ekki sínu framgengt,  fer allt í bál og brand.  Hún vill stjórna þér og fer út í að lítillækka þig til að gera það. Hún notar ofbeldi orða og hótanir til að fá það fram sem hún vill.  Það lætur henni líða eins og hún sé valdamikil og lætur þér líða illa.*  Fólk með sjálfshverfan  persónuleika stundar oft þessa hegðun.

Afleiðing:  Þú missir sjálfsvirðinguna og upplifir þig sigraðan, sorgmæddan og einmana.  Þú þróar með þér  það sem kallað er Stockholm Syndrome, þar sem þú gengur í lið með andstæðingnum og ferð að verja hegðun hans fyrir öðrum. 

2) Ósanngjarnar væntingar.    Hversu mikið sem þú reynir að gefa, það er aldrei nóg.  Hún ætlast til að þú hættir hverju sem þú ert að gera til að sinna hennar þörfum. Hvaða óþægindum sem það veldur, hún er í fyrsta sæti.  Hún er með ótæmandi væntingalista,  sem enginn dauðlegur maður getur nokkurn tíma uppfyllt.

Algengar kvartanir:  Þú ert aldrei nógu rómantískur, þú verð aldrei nógu miklum tíma með mér,  þú ert ekki nógu tilfinninganæmur, þú ert ekki nógu klár til að fatta hvaða þarfir ég hef, þú ert ekki að afla nægilegra tekna, þú ert ekki nógu.. FYLLTU Í EYÐUNA.  Þú verður aldrei nógu góður vegna þess að það er aldrei hægt að geðjast þessari konu fullkomlega. Enginn mun nokkurn tímann vera nógu góður fyrir hana,  svo ekki taka því persónulega.

Afleiðing:  Þú ert stöðugt gagnrýndur vegna þess að þú getur ekki mætt þörfum hennar og væntingum og upplifun af lærðu hjálparleysi.  Þú upplifir þig vanmáttugan og sigraðan þar sem hún stillir þér upp í vonlausar eða „no-win“ aðstæður.

3) Munnlegar árásir. Þetta útskýrir sig sjálft.   Hún notar alls konar uppnefni,  notar fagorð – vopnuð yfirborðslegri þekkingu á sálfræði.  Notar greiningar, gagnrýnir, hótar, öskrar, blótar, beitir kaldhæðni, niðurlægingu og ýkir galla þína.  Gerir grín að þér fyrir framan aðra, þar með talið börnin þín og aðra sem hún þorir.  Hún myndi ekki gera þetta við þann sem stöðvaði þessa hegðun og segði sér nóg boðið.

Afleiðing:  Sjálfstraust þitt og verðmætamat þitt hverfur.  Þú ferð jafnvel að trúa þessum hræðilegu hlutum sem hún segir við þig.

4) „Gaslighting“ –  „Ég gerði þetta ekki“  „Ég veit ekki hvað þú ert að tala um“  „Þetta var ekki svona slæmt“  „Ég veit ekki um hvað þú ert að tala“ „Þú ert að ímynda þér þetta“ „Hættu að skálda“ .. Ef að konan í sambandinu hefur tilhneygingu til þess að fá köst af „Borderline“ eða sjálfhverfum reiðiköstum –  þar sem æsingurinn verður eins og stormsveipur getur vel verið að hún muni ekki það sem hún sagði eða gerði.  En hvort sem er, ekki efast um að þú munir það sem hún sagði.  Það var sagt og það var vont og ekki efast um geðheilsu þína.  Þetta er það sem kallað er  „crazy-making“ hegðun sem skilur þig eftir í lausu lofti, ringlaðan og hjálparlausan.

mood-swings

5) Óvænt viðbrögð.    Hring eftir hring fer hún.  Hvar hún stoppar veit enginn.  Þennan daginn hegðar hún sér svona og hinn hinsegin. Til dæmis segir hún að það sé allt í lagi að þú sért að senda tölvupóst fyrir framan hana á mánudegi, en á miðvikudegi er þessi hegðun lítillækkandi, tillitslaus, „þú elskar mig ekki“ er sagt og „þú ert vinnualki“ ..en á föstudegi væri þetta allt í lagi aftur.

Að segja að einn daginn að eitthvað sé í lagi og hinn að það sé ekki í lagi er hegðun andlegs ofbeldismanns.  Það er eins og að ganga í gegnum jarðsprengjusvæði þar sem verið er að færa til jarðsprengjurnar.

Afleiðingar:  Þú ert alltaf á nálum, tiplandi á tánum og bíða eftir hvað gerist næst.  Það eru áfallaviðbrögð.  Vegna þess að þú getur ekki spáð fyririrfram i viðbrögð hennar, þar sem þau eru svona ófyrirsjáanleg verður þú ofurnæmur á breytingar í skapinu á henni og mögulegum sprengjum, sem skilja þig eftir í viðvarandi kvíðaástandi og mögulega í ótta.  Það er heilbrigðismerki að vera hræddur við svona ástand. Ekki skammast þín fyrir að viðurkenna það.

6) Stanslaus óreiða.   Hún er háð rifrildum (conflicts). Hún fær orku úr adrenalíninu og dramanu.  Hún gæti mögulega byrjað rifrildi til að forðast nánd,  til að forðast að horfast í augu við ruglið í sér, til að forðast að upplifa sig minni, og hið furðulega, sem tilraun til að forðast að vera yfirgefin.  Hún gæti líka viljandi hafið árekstra til að geta fengið þig til að bregðast við með illu, svo hún fái tækifæri til að kalla ÞIG ofbeldisfullan og HÚN geti leikið fórnarlambið.  Þetta er varnaraðferð sem kölluð er „projective identification“  – eflaust einhvers konar frávarp.

Afleiðing:  Þú verður tilfinningaleg fyllibitta (emotionally punch drunk).   Þú er skilinn eftir ringlaður og skilur ekki upp né niður í hlutunum.  Þetta er mjög stressandi því það þýðir að þú þarft alltaf að vera á verði fyrir árásum.

7) Tilfinningalegar hótanir.  Hún hótar að yfirgefa þig, að enda sambandið, eða snúa við þér bakinu ef þú ferð ekki eftir hennar reglum.  Hún spilar með ótta þinn, berskjöldun þína, veikleika, skömm, gildi, samúð, umhyggju og aðra „hnappa“ til að stjórna þér og fá það sem hún vill.

Afleiðingar:   Þú upplifir þig misnotaðan, þér sé stjórnað og þú notaður.  

8 Höfnun.    Hún virðir þig ekki viðlits, horfir ekki á þig þegar þið eruð í sama herbergi,  það blæs köldu frá henni, heldur sig fjarri, neitar kynlífi, hafnar eða gerir lítið úr hugmyndum þínum, tillögum – og ýtir þér í burtu þegar þú reynir að nálgast.  Þegar hún hefur ýtt þér eins hörkulega í burtu eins og hún getur, reynir hún að verða vingjarnleg við þig, þá ertu enn særður vegna fyrri hegðunar og svarar ekki og þá ásakar hún ÞIG um að vera kaldan og hafna henni.  Þetta notar hún síðar til að halda þér í burtu í framtíðar rifrildi.  

Afleiðingar:  Þér finnst þú óspennandi, og ekki elsku verður.  Þú trúir því að engin önnur myndi vilja þig og heldur þig við þessa ofbeldisfullu konu, þakklátur fyrir hvern jákvæðan umhyggjumola sem af hennar borði sem fellur.

9) Heldur frá þér nánd og kynlífi.   Þetta er einn eitt formið af höfnun og tilfinningalegri kúgun.  Kynlífið er ekki aðal málið, heldur að halda frá þér snertingu, og andlegri næringu.  Undir þetta fellur líka lítill áhugi á því sem skiptir þig máli – á starfinu þínu, fjölskyldu þinni, vinum, áhugamálum og að vera ótengd þér eða lokuð með þér.

Afleiðingar:  Þú ert í  „kaup-kaups“  sambandi þar sem þú verður að gera eitthvað, kaupa handa henni hluti „vera góður við hana“ eða láta eftir kröfum hennar til að fá ást og umhyggju frá henni.  Þú upplifir þig ekki elskaðan fyrir að vera þú, heldur fyrir það sem þú gerir fyrir hana eða kaupir fyrir hana.  

10) Einangrun.   Hún hegðar sér á þann hátt að hún gerir kröfu á að þú fjarlægist fjölskyldu þína, vini þína, eða hvern þann sem gæti borið umhyggju fyrir þér eða veitt þér stuðning.  Undir þetta fellur að tala illa um vini þína og fjölskyldu, vera mjög fráhrindandi við fjölskyldu þína og vini, eða að starta rifrildum fyrir framan þau til að láta þeim líða eins illa og hægt er í kringum ykkur tvö.

Afleiðing:   Þú verður algjörlega háður henni.  Hún fjarlægir utanaðkomandi aðila úr lífi þíni og/eða stjórnar í hversu miklum samskiptum þú ert við þá. Þú upplifir þig innilokaðan og einsamlan, og verður hræddur við að segja nokkrum manni hvað raunverulega gengur á í sambandinu ykkar, vegna þess að þú telur engan trúa þér.

Þú þarft ekki að samþykkja andlegt ofbeldi í sambandi.  Þú getur fengið hjálp eða þú getur endað sambandið.  Flestar ofbeldisfullar konur vilja ekki hjálp.  Þær telja sig ekki þurfa á því að halda.  Þær eru atvinnu fórnarlömb, stunda einelti, – sjálfshrifnar og á jaðrinum. Ofbeldið er í persónuleika þeirra og þær kunna ekki að hegða sér öðru vísi í sambandi.   Eyddu einni sekúndu í viðbót í svona sambandi,  ef að maki þinn viðurkennir ekki að hún eigi við vandamál að stríða og játi að leita sér hjálpar, RAUNVERULEGRAR HJÁLPAR, þá er best fyrir þig að fá stuðning,  fara út og halda þig fjarri.“

Dr Tara J. Palmatier, PsyD

Þetta var grein Dr. Tara J. Palmatier – en eins og þið eflaust sjáið þá virkar þetta í báðar áttir,  ekki þarf að vera um að ræða öll einkennin þarna og ég tek fram að þetta er ekki mín grein, en vissulega væri ég ekki að birta hana nema ég teldi hana eiga fullt erindi.

Karlmenn/konur sem upplifa sig í þessari stöðu geta leitað sér hjálpar hjá Lausninni www.lausnin.is

Það má taka það fram hér að „sjálfhverfan“ gæti verið  sprottin af miklu óöryggi.  Einnig ef að einhverjum tekst að „láta þér líða illa“ ertu ekki að taka ábyrgð á eigin líðan heldur samþykkja það sem hinn aðilinn er að segja um þig.  Ef þú setur ekki mörk og segir STOP ert það þú sjálfur sem ert að „láta þér líða illa“ –  ert s.s. meðvirkur og í grófasta falli haldinn sjálfspíslarhvöt.  Þú telur þig ekki eiga neitt gott skilið, og ert búinn að „kaupa“ það að þú sért ekki verðmætur.

Hlekkur á greinina http://shrink4men.wordpress.com/2009/01/30/10-signs-your-girlfriend-or-wife-is-an-emotional-bully/

Sársauki og ofát …

Ég átti von á barnabarninu mínu í heimsókn, – bjallan hringdi og feðginin voru mætt á svæðið. 

Eva Rós var að koma í pössun og var vön ömmu Jógu, – en í þetta skiptið fór hún að gráta þegar pabbi fór –  því hún var svo nýkomin til hans frá mömmu sinni og fannst þetta skrítið allt og óskiljanlegt.  

Fyrsta hugsun mín? ….

„Hvað get ég gefið henni að borða?“ .. og ætlaði að fara að labba með henni inn í eldhús til að sefa grátinn. 

En sem betur fer var ég „vöknuð“  og áttaði mig alveg á því að hún var ekkert svöng,  hún þurfti bara að fá að gráta smá, fá svo knús og það að amma fullvissaði hana um að pabbi kæmi fljótt aftur – enda virkaði sá pakki alveg ágætlega og fljótlega var hún farin að leika. 

Það þurfti ekki smáköku eða svala sem huggun.

Þegar við finnum til, erum leið eða bara „tóm“ – þá er tilhneygingin að teygja sig í eitthað til að fylla í tómið.  Tómarúmið hið innra sem verður þó seint fyllt með mat eða drykk.

Og þess vegna verðum við ekki södd.

Ég hef verið að bjóða upp á námskeið fyrir konur – ekki komin með karlana ennþá – þar sem farið er í orsakir þess að borðað er þegar við erum ekki svöng. –

Í hefðbundnu aðhaldi, kúrum, átaki eða hvað við viljum kalla það,  er yfirleitt verið að vinna við afleiðingar.  Afleiðingar sem eru umframþyngd. 

Námskeiðið mitt hefur þá nálgun að skoða orsakir eða rætur. 

Ef við vinnum einungis í afleiðingum er það eins og að reita arfa af blómabeði, hann vex aftur.   Það þarf að kafa dýpra, – skoða „Af hverju?“

Sophie Chiche sálfræðingur segir m.a. „You have to see your pain to change“ .. eða „þú þarft að sjá sársauka þinn til að breytast“ .. viðurkenna vandann og átta þig á  honum.  

Markmiðið er s.s. að breyta sjónarhorninu á tilverunni,  upplifa verðmæti sitt án hins ytra og átta sig á því að hamingjan helst ekki í hendur við það að vera mjó/r, hvað þá sjálfstraustið eins og mjög svo oft er hamrað á.

Margar tágrannar manneskjur eru með lélegt sjálfstraust og alls ekki hamingjusamar.

Það er því ekki samasem merki þarna á milli,  en stundum dugar það að ná árangri með kílóin til að fólk upplifi sig sem „sigurvegara“ og þá í einstaka,  ég ítreka einstaka tilfelli nær viðkomandi að hækka sinn hamingjustuðul um leið og þyngdarstuðullinn lækkar.

Málið er að kúrar og átak virka því miður oftast öfugt,  þ.e.a.s. þú nærð mjög líklega tímabundnum „árangri“ hvað kílóin varðar en svo fara þau að hrannast upp aftur og e.t.v. fleiri og þá er stutt í vanlíðan og líða eins og þú sért misheppnuð! .. 

Það þarf því að aftengja vigtina við hamingjustuðulinn!

Ég henti minni vigt fyrir löngu síðan – og það var heilmikil frelsun.

Oft er sársaukaveggur að sannleikanum – en þegar í gegnum hann er komið bíður frelsið. 

Næsta námskeið „Í kjörþyngd með kærleika“  verður haldið laugardag 13. apríl nk.  og í framhaldi eru eftirfylgnihópar  – sem eru nauðsynlegir til að fara í sjálfsskoðun,  orsakir hafa afleiðingar.   Hvað orsakar?  – 

Niðurstaðan í flestum tilfellum er að sú eða sá sem fer að skoða sig er í raun ekki að stunda kærleika í eigin garð og stundar jafnvel hryðjuverk, hvort sem er á líkama eða sál.  

Ath! .. Það að sýna sér kærleika er EKKI að ala sig á mat til að fylla í tómarúm.

Hvað með þig,  þarftu meira að borða (drekka, spila, vinna ..o.s.frv.) eða að umvefja þig kærleika og gefa þér knús?  

Skráning á námskeið er á  www.lausnin.is

403674_246031245475929_123071417771913_546442_1898489367_n

Sjálfstraust og líkamsþyngd .. hugsað upphátt – er sjálfstraust háð tísku?

Fyrirlesturinn sem Sigga Lund stóð fyrir á dögunum hefur varla farið fram hjá mörgum, en hann bar yfirskriftina „Sjálfstraust óháð líkamsþyngd“ og er byggt á þeim grundvelli að „sjálfið“ sem sjálfstraustið ætti að byggjast á ætti ekki að byggjast á holdarfari.

Það ætti að byggjast á okkur sjálfum, –  af hverju ætti mitt sjálf að vera sterkara þegar ég er með minna utan á mér en meira.

Þetta er víst ekki alveg svona einfalt,  meira af brjóstum meira sjálfstraust,  samt eru brjóst fituvefur að mestu er það ekki?

Sjálfstraustið er því þegar að fitan er á réttum stöðum! ..  eða hvað?

Á móti þessu kemur að samfélagið býr sér til ákveðna „fegurðarstaðla“ –  þeir eru misjafnir eftir stöðum og tíma og fylgja tísku.  Einu sinni voru rúbenskar búttaðar konur í tísku.   Einu sinni þótti fínt að vera skjannahvít.  Þá hljóta konurnar sem voru örlítið búttaðar og skjannahvítar að hafa verið með mest sjálfstraustið.  Því þær voru í tísku!

Smá hugarmatur – eða „food for thought“ ..

Svo er það þannig að ekkert í útlitinu sem endist að eilífu, tja nema í formaldehýði.  Ef sjálfstraust byggist á sléttri húð – minnkar þá sjálfstraust með hverri hrukku? –

Ég held við verðum að hætta að leita svona út á við eftir sjálfstrausti,  bæði út á við hvað varðar útlit og líka út á við hvað varðar viðurkenningu annarra.

Viðurkenningin þarf að koma innan frá. Sjá hlekk til að sjá næsta námskeið: „Í kjörþyngd með kærleika“ sem hefst 13. apríl nk.  en þær konur sem mæta á námskeiðið komast fljótlega að því að kjörþyngdin sem þarf að vinna í fyrst og fremst er hin andlega kjörþyngd – og tölum við því ekki um þyngdarstuðul, heldur um hamingjustuðul.  –

smellið á hlekkinn hér fyrir neðan:

http://www.lausnin.is/?p=3360

rubens-the-three-graces-1639