Við erum ekki skemmd nema að við trúum því …

Eftirfarandi pistill var upprunalega birtur í maí 2012, – inngangurinn hér (skáletrað) er viðbót, en annars er hann óbreyttur.

Sögnin „að heila“ – og nafnorðið „heilun“ – er komið af því að vera heil. 

Heilun er því í raun opinberun eða afhjúpun á okkur sjálfum, það að koma að fullu í ljós.   

Það er í raun ekki verið að lækna neitt sem er brotið eða skemmt.  Þegar þú ferð í heilun eða heilar þig, ertu að muna þig heilan. 

Að lifa heil, er að lifa af heilindum. –  Að vera sönn og að vera við sjálf. 

Besta leiðin til að lækna sig, heila sig, er að sjá okkur heil. 

—-

Margir upplifa að þeir séu skörðóttir, brotnir, með tómarúm í hjarta o.s.frv. ..

Það er eins og segir: „upplifun“ – og á meðan að við trúum henni þá er hún sönn og við lifum samkvæmt því.

Við reynum að fylla í skörðin,  bæta okkur upp með öðru fólki, – við fyllum í tómu rýmin með alls konar afþreyingu, mat, áfengi .. fíkn sem á að plástra sárið sem myndaðist þegar holan/rýmið/brotið myndaðist.

Það er e.t.v. búið að vera til og að öllum líkindum frá bernsku.

En ef þetta verður til huglægt,  er þá ekki hægt að lækna það huglægt líka? –

Þessi rými eða brot verða til við sársauka, ofbeldi eða sorg.

Við missi, höfnun, langvarandi neikvæð skilaboð, einelti  o.s.frv. –

Eini heilarinn okkar erum við sjálf.

Það er vegna þessarar ástæðu að talað er um „self-love“  sjálfs-ást eða sjálfs-kærleik sem besta lækninn.

Ef að einhver utanaðkomandi, viljandi eða óviljandi, nær að særa okkur,  þurfum við „innanaðkomandi“ að heila okkur. –

Í staðinn fyrir að viðhalda opnu sári, holu í hjarta,  þá förum við að horfa öðru vísi á okkur.  Við græðum sárin. –

Sársauki verður sárs-minnkun. –

Ef að skörðin okkar myndast huglægt,  þá ER öruggt að þau eru ekki þarna.  Það er aðeins spurning um sjónarhorn.  Eina manneskjan sem viðheldur þeim erum við sjálf. –

Þú ert ekki brotin/n,  Þú ert ekki ónýt/ur,  skörðótt/ur.

Þú ert ekki með innra tómarúm.

Þú þarft bara að sjá þig, finna þig og elska þig.

Eckhart Tolle sagði söguna um betlarann við veginn sem sat á kassa og var búinn að betla í mörg ár,  maður gekk að honum og spurði af hverju hann væri að betla, hvort hann hefði ekki kíkt í kassann sem hann sæti á. –  Betlarinn hafði ekki gert það,  en maðurinn benti honum á að kíkja.  Betlarinn sá sér til mikillar furðu að kassinn var fullur af gulli. –

Hver og ein manneskja er full af gulli.  Hver og ein manneskja ER heil.

Á meðan við samþykkjum það ekki höldum við áfram að betla.

Betla það sem aðrir geta gefið, vímuefni , vinna, annað fólk, – eða hvað sem við upplifum að okkur vanti eða skorti. –

Það er ekkert skrítið að við betlum því að það er búið að segja okkur að við séum e.t.v. ekki heil. –

Ég vil leyfa mér að segja að fagnaðarerindið sé;  Við erum heil,  við þurfum bara að hætta að trúa að við séum það ekki og fara að trúa að við séum heil og að við séum NÓG. –

Allt hið utanaðkomandi er bónus,  það á ekki að vera uppfylling í okkur sjálf,  eitthvað tómarými sem aldrei fyllist.   Við tökum á móti því sem heilar manneskjur.

Í Davíðssálmi 23 er sagt:

„Mig mun ekkert skorta“ – sem þýðir „Ég er nóg – mig vantar ekki neitt“ –

og

„Bikar minn er barmafullur“ – sem þýðir líka að „Ég hef nóg“ ..

Við sækjum ekki gleðina út á við, kærleikann, friðinn. –

Allt þetta er innra með okkur og það þarf bara að virkja það – sjá það og finna. –

Aðferðin við að sjá, finna, heila er að koma heim til okkar, lifa með okkur,  sjá okkur. –  En margir eru orðnir aftengdir sjálfum sér. –

Öll þráum við þessa fullnægju, þessa Paradísarheimt, þessa upplifun að vera heil og nóg. –

Ef við stöndum í myrkri er vonlaust að sjá gullið í kassanum, og það er vonlaust að sjá nokkurn hlut. –  Þess vegna verðum við að upplifa ljósið og leyfa því að lýsa,  sýna okkur hvað við erum dásamleg, endalaus uppspretta lífs, gleði, friðar og kærleika. –

Við erum börn náttúrunnar,  við erum náttúra og náttúran getur kennt okkur.

Böðum okkur í sjó og vötnum,  göngum berfætt í grasinu,  leggjumst í lyngið.  Öndum að okkur vindinum,  og föðmum önnur börn náttúrunnar. –

Leggðu lófann á hjartað þitt, lygndu aftur augum og finndu fyrir þér.

Og já,  þú ert dásemarvera.

Lifum heil. –

Gerðu það fyrir þig … meðvirkni og lífstílsbreyting

Ef við ætlum að breyta einhverju í lífi okkar, að losa okkur við aukakíló,  fara í einhvers konar  lífstílsbreytingu,  hætta t.d. að borða viðbættan sykur, fara að stunda meiri útiveru og/eða hreyfingu eða hvað sem er,  skiptir miklu máli að gera það á eigin forsendum.

Ekki gera það vegna þess hvað aðrir eru hugsa.

Ef að hvatningin til að breyta er á forsendum annars fólks,  forsendum þess hvað hinir eru að hugsa, eða ef við förum að reyna að sanna okkur fyrir öðrum (fjölskyldu, maka, vinum, óvinum eða hverjum sem er)  verðum við háð þessari tegund hvatningar, þ.e.a.s. að breyta á forsendum annarra.

Við verðum háð samþykki annarra.

Ef þú vilt breyta úr gömlum sið (jafnvel ósið) í nýjan sið eða ná nýju takmarki finndu skýra og úthugsaða ástæðu til að ná árangri, finndu jafnvel einhvern sem er tilbúin/n að gera þetta með þér,  með stuðningi eða einhvern sem vill líka taka þátt á sínum forsendum, gerðu það fyrir sjálfa/n þig og ekki verða þræll almenningsálitsins. 

Ekki láta aðra verða „Guð skoðana þinna“ ..

Ekki láta gamlar og neikvæðar hugmyndir um að þú náir ekki árangri halda aftur af þér ..

Tíminn er núna!

Leyfðu þér að trúa að þú getir …

Vertu heiðarleg/ur við sjálfa/n þig …

Leyfðu þér trúa að þú átt skilið að ná árangri ..

Virtu lífið sem þér var gefið ..

Elskaðu það og virtu … þú ert lífið.. 

Lifðu þínu lífi en ekki annarra.

„I am free“ ….

“I am free, and I am waiting for you to follow me” ….   svolítið Jesúsarlegt er það ekki? ..

Ég rakst fyrir tilviljun á þetta myndband úr myndinni/söngleiknum “Tommy” – en ég hef aldrei séð hana alla,  en áhugi minn er vakinn enda líka augljósar vísanir þar sem Tommy gengur á vatninu – eða sjónum og hann kallar á veiðimennina, “follow me” …

Oft hef ég hlustað á “See me, feel me, touch me, heal me!, … o.s.frv.” –  enda það sem maðurinn þarfnast. –  Innblásturinn er í raun frá því sem um var rætt á námskeiðinu sem ég var að leiðbeina á í gær, –

„Lausn eftir skilnað“ –

Mikilvægi þess að vera:  séður, skynjaður, snertur, heilaður.

Mikilvægi þess að vera heil og lifa heil.

Til þess þurfum við að sjá, skynja og snerta á tilfinningum okkar.  Veita sjálfum okkur athygli,  sjálfs-virðingu.

Við þurfum að horfast í augu við okkur sjálf, samþykkja og játast okkur í styrkleika og veikleika.

Titill þessa pistils er titillinn á lagi hljómsveitarinnar Who, þar sem Roger Daltrey syngur:

I’m Free-I’m free
And freedom tastes of reality,
I’m free-I’m free,
And I’m wating for you to follow

If I told what it takes
to reach the highest high,
You’d laugh and say “nothings that simple”
But you’ve been told many times before
Messiahs pointed to the door
And no one had the guts to leave the temple!

I’m free-I’m free
And freedom tastes of reality
I’m free-I’m free
And I’m wating for you to follow me

Chorus:

How can we follow?
How can we follow?

S A N N L E I K U R I N N   F R E L S A R

Staðsetning tilfinninganna í líkamanum …

Merkileg mynd þykir mér, – því þó ég hafi aðeins lært um orkustöðvar,  sem sumir segja „húmbúkk“ – þá er reynslan sú að sumt fólk upplifir mismunandi hluti þegar farið er í gegnum mismunandi stöðvar. –

Hver stöð á sér líka lit, eins og margir vita.

Ég ætla ekkert að fara í það sérstaklega hér, – en ég hef sérstaklega orðið vör við tvennt í hugleiðslunni, – það er að þegar ég fer í gegnum hálsstöðina,  bláa litinn fer fólk oft að hósta, – og þarf jafnvel að fá sér vatn,  og þegar ég fer í gegnum hjartastöðina, græna litinn, – þá verður fólk oft mjög tilfinninganæmt og jafnvel grætur eða a.m.k. tárast. –

Tilfinningarnar setjast að í líkamanum okkar,  hvað sem hver segir! 😉 ..

Þegar líkaminn fer að segja okkur eitthvað þurfum við að hlusta  á hann og virða.

Stundum byrjar hann að hvísla, en við gerum ekkert í því og það er ekki fyrr en hann fer að öskra að eitthvað gefur eftir og við förum að gera eitthvað í því.

Tjáning í hvaða formi sem er;  orði, list, sköpun eru aðferðir við að losa um það sem er fast, – „Expression“  við erum að setja eitthvað út.  „Suppression“  eða andheitið – við erum að bæla, eða halda inni. –

Ef við viljum breyta einhverju í lífi okkar,  ef okkur finnst farvegurinn vondur og við upplifum ekki að við séum að lifa lífinu lifandi, – heldur þrauka lífið, þá þurfum við að sjá eða skynja hvaðan sársaukinn kemur, – segja það upphátt, hversu „asnalegar“ sem tilfinningarnar eru, þær eru þarna.  Tjáningin er „delete“ takkinn. Skömmin hatar t.d. að láta tala um sig,  því þá minnkar hún.  (Brené Brown).

Í hugleiðslu og jóga losum við um hömlur, stíflur, gamlar tilfinningar,  höftin við tjáninguna o.s.frv. –

Litirnir hafa skýringu, – hvað er t.d. að vera „blátt áfram?“ – er það ekki að tjá sig og ætli það sé tilviljun að hálsstöðin er blá? –

Það er hægt að spekúlera miklu meira í þessu,  fegin að þessa mynd rak á fjörur mínar frá góðri konu hér á Facebook! ..

Hugleiðsla er ein af leiðunum til að opna fyrir þá endalausu uppsprettu gleði, friðs og kærleika sem við eigum innra með okkur.   Í rýminu sem við höldum svo oft að sé tómt. „Emptyness of heart“ – og við reynum að fylla með víni, súkkulaði, mat, utanlandsferðum, öðru fólki, vinnu …. o.s.frv.  en við upplifum það áfram tómt því við erum ekki að veita því athygli, – erum ekki að veita OKKUR athygli og tilfinningum okkar. –

Bendi hér á morgunhugleiðslur sem eru að hefjast í Lausninni á mánudögum og miðvikudögum  kl. 8:00 – 9:00  –  smellið HÉR    – Ath! hægt að mæta í staka tíma, sbr. auglýsingu.

Heimild með myndinni er HÉR

Ég þarf ekki, ….ég ætla …

„Ég þarf að drífa mig í að ……“

Ég hef sjálf notað þetta orðalag mikið í gegnum tíðina.  „Ég þarf“ .. eins og það sem ég ætla að gera eða langar til að gera sé kvöð. –

Orð skipta gríðarlegu máli og orðin eru máttugri en marga grunar.

„Ég þarf að létta mig“ –

„Ég þarf endilega að fara að halda saumaklúbb.“ –

„Ég þarf að fara að heimsækja hana ömmu gömlu á hjúkrunarheimilið.“ –

„Ég þarf að fara að taka til í geymslunni.“ –

„Ég þarf að fara að finna mér mann, til að grilla með og chilla“ 😉

„Ég þarf að fara að mennta mig.“ –

Orðið „þarf“ skapar ákveðna hindrun sem við setjum upp innra með okkur, – það er neikvætt gildishlaðið,  eins og þegar við segjum við einhvern „þú skalt“ – „þú átt“  – gætum við sagt þú „þarft“…  Jákvætt væri aftur á móti „Þú mátt“  eða „Þú getur“ .. og svo í framhaldi .. „ef þú vilt“ …

Hættum að þurfa og gerum bara ……

HAMINGJAN ER ÞAR SEM ÞÚ ERT

Eftirfarandi er grein sem ég þýddi lauslega, en hún er eftir Robert Holden,  hægt er að smella á upprunalegu greinina í lok þessarar með því að smella á nafn Holden´s. –

10 leiðir að gleðilegra lífi

Hvernig skilgreinir þú hamingjusamt líf? – Ertu að lifa því?  Hugsaðu þig vel um, vegna þess að þín skilgreining á hamingjunni mun hafa áhrif á allar aðrar mikilvægar ákvarðanir lífs þíns.  Til dæmis, ef að þú heldur að hamingjan sé eitthvað sem þú sækir hið ytra, gerir þú hamingjuna að leit, hún verður einhvers konar fengur, eða verðlaun sem þú verður að vinna þér inn fyrir.

Ef þú, aftur á móti, gerir þér grein fyrir því að hamingjan er innra með þér, verður hamingjan áttaviti, kennari og gerir þér kleift að lifa bestu útgáfuna af þínu lífi.

Samþykktu þig

Án sáttar við þig sjálfa/n,  „sjálfs-samþykkis“ takmarkar þú eða hindrar hversu mikla hamingju, frjósemi, ást, kærleika og árangur þú munt upp skera.

Kraftaverkið við að samþykkja sjálfa/n sig er að þú ert viljug/ur að samþykkja hamingjuna sem er nú þegar innra með þér, þú munt byrja að upplifa meiri hamingju í kringum þig. –

Fylgdu gleði þinni

Það er himinn og haf milli þess að leita að hamingjunni og að fylgja gleði sinni.  Að fylgja gleði sinni er að fylgja löngunum og ástríðum hjartans,  að taka eftir hver þinn sanni innblástur er og þekkja tilgang sálar þinnar.

Góður upphafspunktur er að íhuga spurninguna:  „Hvenær er ég glöðust/glaðastur?“   – Mér finnst gaman að segja „Hvað lætur mig „búbbla?“ 😉

Veldu hamingju

Taktu ákvörðun um hversu góður dagurinn muni verða, hversu gott árið verður, hversu gott líf þitt verður.  Ertu ánægð/ur með ákvörðunina?   Settu fram jákvæða áætlun á þessari stundu, leyfðu deginum að verða enn ánægjulegri en þú hélst að hann yrði.

Frelsaðu hamingjuna

Mörg hamingjustundin fer fram hjá okkur, vegna þess að hún kostar ekkert.  Ef þú heldur að peningar muni kaupa hamingjuna, munt þú halda áfram að versla restina af lífinu án þess að að verða fyllilega fullnægð/ur.  Ef þú vilt njóta ókeypis hamingju, gerðu þá lista yfir allt í lífinu þínu sem kostar ekki peninga og er reyndar ekki hægt að meta til fjár.

Eins og hlátur, vinátta, hugleiðsla, loftið sem við öndum, velvild og stjörnuskin næturinnar.

Hvernig verðmetum við sólarupprásina eða sólarlagið?

eða „How do you rate the morning sun?“ ..

Elskaðu

Til að upplifa hamingju, vertu sú elskulegasta manneskja sem þú getur verið.  Fólk sem gefur sinn besta tíma, orku, og athygli í mikilvægustu sambönd sín upplifir meiri hamingju.  Hættu að vera svona upptekin/n, og hugsaðu um hverjum þú ættir að verja meiri tíma með, virða meira og skemmta þér og hafa gaman saman.

Fyrirgefðu NÚNA

Til að vera hamingjusöm þurfum við stundum að losa okkur við óskina um betri fortíð. Að lifa hamingjusöm til æviloka byrjar á fyrirgefningunni.  Þú getur ekki haldið í ergelsið og gremjuna í von um að vera hamingjusöm/samur.  Fyrirgefningin er gjöf sem þú gefur þér, því hún frelsar þig.

Settu þakklæti þitt í orð

Segðu upphátt frá þremur hlutum sem þú ert þakklát/ur fyrir.  Gerðu það NÚNA, áður en þú heldur áfram að lesa.

Stundum er talað um þakklætið sem stystu leið „shortcut“ að hamingjunni. Þess meira þakklæti sem við finnum þess meiri hamingju upplifum við.

Varastu píslarvætti

Píslarvottar trúa að þeir verði að fórna sjálfum sér og hamingju sinni til að njóta hins góða í lífinu. Þegar þú ert orðinn sannur píslarvottur tapar þú og allir aðrir í kringum þig. Sýndu þér velvild.  Lífið verður alltaf betra þegar þú ert betri við sjálfa/n þig.

Vertu í viðveru  (be present)

Að lifa í „ekki núinu“  er megin orsök óhamingju.  Á ensku hefur orðið  „present“  þrjár meiningar:  „hér“, „nú“ og „gjöf“.  Þess meira sem þú ert viðstödd/staddur á hverri stundu, þess meiri hamingju upplifir þú.

Hamingjan er þar sem ÞÚ ert.

Grein eftir Robert Holden – 10 leiðir að gleðilegra lífi,  í lauslegri þýðingu Jóhönnu Magnúsdóttur.

Aaaa-7

Hvað stoppar þig? –

Hvað og hver stoppar okkur í að ná árangri? – Er það eitthvað utanaðkomandi?  Er það bergmál frá fortíðinni?  Vantraust umhverfisins eða við sjálf? –  Við verðum að hætta að trúa á óttann og það sem hefur verið, og fara að trúa að tækifærin séu ekki síður okkar en annarra.  Við eigum öll séns,  þó að við komum úr mismunandi umhverfi, –  það reynir á okkur sjálf,  að aflæra afturhaldssemi og gamlar úreltar hugmyndir, jafnvel fjölskyldu fulla af „væntumþykju“ fyrir velferð okkar,  en sem hefur ekki trú á okkur.   Eina manneskjan sem raunverulega getur stoppað okkur erum við sjálf.

Sem börn lærum við að óttast það sem er skaðlegt.  Við förum varlega nálægt eldi, hita, vatni og ýmsum hættum og lærum eða eigum að læra hvað okkur er hollt og hvað okkur er óhollt. –

Foreldrar eða forráðamenn bera ábyrgð á okkur sem börnum, en síðan förum við að geta sjálf. –  Vandamálið er oft fyrir foreldra,  hvar og hvenær á að slíta.  Það er nefnilega ekkert hreinn skurður í þessu.  Við þroskumst hægt og rólega frá foreldrum okkar,  þar til við erum tilbúin 100% til að taka ábyrgð á eigin hegðun.

Þessi mörk eru mjög óskýr og mjög mismundandi eftir foreldrum og líka auðvitað fer það eftir þroska barnanna.   Verst er þegar að barnið er tilbúið,  en foreldrið ekki.   Við erum meira að segja að tala um fullorðin börn,  stundum komin á þrítugsaldur,  að þeim er ekki treyst af foreldrum,  sem hafa ekki þorað,  tímt eða viljað sleppa tökunum.

Hér ætla ég að stilla fókusinn á það hvers vegna margir fullorðnir eru hræddir við að fylgja ástríðu sinni, leyfa draumum sínum að rætast o.s.frv. –

Að einhverju leyti er það þetta uppeldi,  þar sem barnið hefur fengið neikvæð viðbrögð við því að ætla að gera eithvað:  „Þú getur ekki“ – „Þú kannt ekki“ – „Hvað þykist þú nú geta“  – „Viltu ekki bara láta þér ….. nægja“ .. „Svona er ekki gert í okkar fjölskyldu“ –  Allt sagt í vinsemd,  það vantar ekki,  en hvort trúir barnið foreldrum sínum eða sjálfu sér?

Þetta eru jú foreldrarnir,  þeir hafa alltaf rétt fyrir sér er það ekki?

Stundum jú,  en stundum kemur hræðsla foreldranna og löngun þeirra til að halda barninu undir verndarvæng eða pakka það í bómul í veg fyrir að það þroskist eðlilega,  eða fái tækifæri til að prófa nýja hluti.

Þegar börnin mín voru lítil áttum við labradortíkina Hnetu,  sem var mjög ljúf.  Vinur barnanna kom í heimsókn og tilkynnti að hann væri hræddur við hunda.  Ég leiddi þau saman og fyrr en varði lék hann við Hnetu eins og hin börnin og hafði steingleymt hræðslunni,  þegar mamma hans kom til að sækja hann.  Hneta kom til dyra dilandi rófunni, – og mamman kallaði skelkuð upp „Takiði hundinn sonur minn er svo hræddur við hunda“ ..  eee.. nei,  það var hún sjálf sem var hrædd við hunda og hún var búin að „kenna“  stráknum sínum það, – og yfirfærði hræðslu sína á hann. – Sonurinn varð ringlaður og lá við að hann spyrði „á ég að vera hræddur?“ –   Að sjálfsögðu er eðlilegt að kenna börnum að varast ókunnuga hunda,  en viðbrögð hennar voru ekki eðlileg hræðsla, heldur ofsahræðsla.

Hundar eru misjafnir og fæstir grimmir,  hvað þá heimilishundar sem hafa alist upp með börnum.  –  Það sama gildir um menn.   Það eru til morðingjar, nauðgarar, þjófar og alls konar ofbelsimenn,  en það þýðir ekki að við þurfum að vera hrædd við alla menn.  (Þetta var útúrdúr).

Ástæðan fyrir dæmisögunni hér að ofan er að foreldrar setja stundum eigið óöryggi eða hræðslu yfir á börnin sín.  Kannski hefur móðirin aldrei þorað að taka séns á neinu,  lifað inní öryggi þægindarammans og vill að sonurinn eða dóttirin geri það líka? –

Svo þegar að stálpað fólkið fær einhverja flugu í kollinn, – þá mætir það efasemdum foreldranna, og það sem verra er að búið er að planta efasemdunum í þeirra koll. – Foreldrarnir eru þá orðnir  „guðir skoðana þeirra“ –

„Ég get ekki“ – „Hvað ætti ég svosem að vera að þessu“  – „Hinir eru miklu hæfari“ –  o.s.frv.

Þarna þurfum við að losa, sleppa og aflæra.

Hvað langar þig,  eða hefur alltaf langað að gera en þú hefur ekki látið það eftir þér vegna þess að þú óttast mistök, vantar sjálfstraust, eða trúir að einhverjir aðrir séu betri? –  Hvað ef að allir hugsuðu svoleiðis?  Þá væru engar bækur skrifaðar,  engin ljóð samin,  engin málverk máluð. –

Sumar fjölskyldur virðast halda ákveðnar fóbíur í heiðri og viðhalda þannig einhvers konar fjölskylduálögum,  eins og enginn gæti brotist út úr hefðinni eða mynstrinu, –  en ég heyrði foreldra t.d. segja fyrir framan börnin sín „prófkvíði er voðalega ríkjandi í þessari fjölskyldu“ – eða  „okkur gengur öllum illa að læra ensku í þessari fjölskyldu“ – „við erum ekki fyrir að láta ljós okkar skína í þessari fjölskyldu“ ..   það er margt í mörgu.

Við eigum ekkert að samþykkja þetta, ekki frekar en að vera föst í ákveðinni stéttaskiptingu eins og tíðkast sums staðar í heiminum. –

Að sjálfsögðu eru til öfgarnar í hina áttina og við verðum allta að taka inn í þetta raunsæisfaktorinn,  en við lærum fæst nema að láta á það reyna. –

Allir eiga tækifærin skilið.

Það er betra að hafa reynt og vita hvar við stöndum,   en að hafa aldrei reynt og lifa við eftirsjá.

Sá/sú sem aldrei framkvæmir neitt gerir vissulega aldrei mistök.  En mikið hlýtur honum/henni að leiðast!

Ekki vera sá/sú sem stöðvar þig,  ekki taka við keflinu af forföður, sem réttir föður, sem rétti þér keflið sem segir:  „Þú getur ekki“ –

Vissulega er það þannig að ef við segjum nógu oft „Ég get ekki“  þá fer það að virka, – þú getur ekki.

Að sama skapi, ef þú segir nógu oft „Ég get“ þá fer það að virka, – þú getur.

(Þetta þekkja t.d. allir góðir kennarar).

Það getur vel verið að árangur náist ekki við fyrstu tilraun,  jafnvel ekki aðra eða þriðju,  en sá/sú sem lætur á það reyna hefur möguleika, sá/sú sem situr með hendur í skauti og telur úr sér kjarkinn,  eða rifjar upp úrtöluraddirnar hefur fyrirfram drepið niður möguleikann. –

Miði er möguleiki! –

Stöðvaðu ekki möguleika þína með hugsununum þínum.  E.t.v. lærðum og súrum hugsunum.  Leyfðu þér að taka inn nýjar og jákvæðar hugsanir og leyfðu þér að fara inn á veginn sem opnast þegar þú gefur þér leyfi. –

Þú þarft bara að slökkva á þínu innra rauða ljósi sem segir „STOP“  og kveikja á því græna „GO“  – Það gerir það enginn fyrir þig. –

Viltu byrja daginn vel? …

Ég er að fá mjög jákvæða endurgjöf „feedback“ frá fólki sem ég hef leitt í hugleiðslu.  Hugleiðsla er aðferð til að leiða hugann, en ekki láta hugann leiða þig. – Hugleiðsla er leið til að komast í jafnvægi og öðlast hugarró, losna við kvíða, áhyggjur,  aðferð við að glæða ljósið sem er innra með þér og uppgötva innri fjársjóði, sem eru reyndar óendanlega uppspretta.

Eftirfarandi eru nokkrar setningar sem fólk hefur sagt eftir að hafa verið hugleiðslunámskeiði:

„Ég hef sofið miklu betur,  hafði ekki sofið almennilega í margar vikur“-

„Ég næ að slaka alveg á – þrátt fyrir mikinn kvíða“ –

„Besta hugleiðsla sem ég hef farið í“

„Náði ofboðslega góðri tengingu“

„Ég fann að það losnaði um eitthvað“

„Mér gekk miklu betur að taka prófin“

.. svo eru auðvitað þau sem bara steinsofna, – en það er auðvitað gott að geta sofnað líka, en svefn í hugleiðslu er yfirleitt mjög djúpur 😉

Hugleiðslunámskeiðin hafa hingað til verið að kvöldi til, en þar sem morgunstund gefur gull í mund langar mig að bjóða upp á morgunhugleiðslu. –

Staður:  Lausnin,  Síðumúla 13. 3. hæð

Tími:   Mánudagar og/eða miðvikudagar kl. 8:00 – 9:00   ca. 20 – 30  mín hugleiðsla og síðan umræður og kaffi/te á eftir. –

Leiðari: Jóhanna Magnúsdóttir, guðfræðingur og ráðgjafi Lausnarinnar.

Á sama hátt og gott er fyrir líkamann að byrja daginn á staðgóðum og hollum morgunmat, er gott að hefja daginn með góðri næringu fyrir hugann. – Byggja þannig á góðum grunni. –

Farið verður í hin 12 einkenni andlegrar vakningar (sjá pistil á undan þessum) .. eins og að lifa í núinu,  hafa nóg og vera nóg,  forðast deilur, dómhörku á aðra og sjálfa sig – og að sjálfsögðu er grunnurinn sjálfsást, sjálfstraust og sjálfsvirðing,  en það er grunnurinn að allri sjálfsvinnu,  auk þess að auka meðvitund um slíkt.

Hugleiðslumorgnarnir verða í boði í maí, júní og júlí.

Verð: 

1 skipti  2000.- kr. frjáls mæting

4 skipti (1 mánuður)  6000.- kr. (mánudaga eða miðvikudaga)

8 skipti  (1 mánuður)  10.000.- kr. (mánudaga og miðvikudaga)

(Þeir sem kaupa 8 skipti fá drykkjarkönnu merkta með hjarta og „Friður, Gleði, Ást“  í kaupbæti ;-))

Byrjum mánudag  21. maí og miðvikudag 23. maí.

Sendið póst á johanna@lausnin.is ef þið viljið vera með, eða fá nánari upplýsingar. –

Ath! – Hugleiðslan er „þvertrúarleg og þverpólitísk“ – s.s. engin landamæri.

12 einkenni andlegrar vakningar

12 einkenni andlegrar vakningar

1. Aukin tilhneyging til þess að leyfa hlutunum að gerast í stað þess að láta þá gerast. –

Þarna er stóra orðið „að leyfa“ – því merkilegt nokk, þá erum það VIÐ sem erum að hindra. –  Við erum oft að taka fram fyrir hendurnar á æðra mætti/almætti/guði – eða jafnvel bara veröldinni. –  Þarna þurfum við að láta af stjórnseminni,  þörfinni fyrir að vita „hvað næst“ – eða sjá fyrir horn.  Lifa í trausti þess að það sem verður, verður og hætta að stoppa það, – „stop having faith in fear“ – eins og einhver orðaði það. –

Bítlarnir sungu:   „Let it be“ ..

2. Aukin „brosköst.“

Þegar okkur fer að líða betur,  þá brestum við jafnvel í söng eða hlátur af minnsta (engu?) tilefni. –  Gleðin kemur innan frá,  gleðina þarf ekki að sækja út á við,  svo af hverju ekki að brosa?

3. Tilfinning fyrir því að vera tengd öðrum og tengd náttúrunni.

„Við erum öll eitt“ .. allt sem lifir og hrærist er tengt – Það er hægt að lesa um það hjá vísindamönnum og hjá andlegum leiðtogum. –  Við komumst nær sjálfum okkur í samskiptum við fólk og í umgengni við náttúruna. –

„The beauty of a living thing is not the atoms that go into it but the way the atoms are put together.  The cosmos is also within us.  We’re made of star stuff, we are a way for the cosmos to know itself.“  Carl Sagan (1934 – 1996)

4. Tíðari tímabil yfirþyrmandi þakklætistilfinningar. 

Þegar við förum að átta okkur á því sem við höfum,  oft það sem við álítum sjálfsagt og hversdagslegt þá finnum við til yfirþyrmandi þakklætis og auðmýktar –  Paulo Coelho, rithöfundur segir að ef við kunnum tvö orð á öllum tungumálum týnumst við hvergi í heiminum, orðin eru „Hjálp“ og „Takk“   Leyfum þakklætinu að hellast yfir okkur um leið og við munum að þakka.  Þakklæti leiðir af sér þakklæti.

Við förum að upplifa að hafa nóg og vera nóg og finnum fyrir þakklæti. –

5.  Tilhneyging til að hugsa og framkvæma hiklaust, án þess að byggja það á ótta sem stafar af fyrri reynslu.

Við gætum kannski talað hér um að láta hjartað ráða för, – og við séum að framkvæma af hugrekki,  stíga inn í óttann í stað þess að láta hann stöðva okkur. Við gerum okkur grein fyrir því að ef við ætlum að byggja á e.t.v. útrunnum hugsunum um getu okkar,  þá komumst við aldrei neitt áfram.  Við erum á punkti X og þó okkur hafi ekki tekist eitthvað einu sinni, þurfum við ekki að reikna með að það sé alltaf svoleiðis.

6.  Óumdeilanleg hæfni til að njóta hverrar stundar. 

Þetta er það sem er kallað að lifa í núninu,  sem er eflaust þekktast frá Eckhart Tolle –  „Mátturinn í núinu“ ..   Að njóta staðar og stundar,  vera til staðar í líkama og sál. –  Hæfni til að njóta andartaksins,  en ekki vera að bíða eftir „þá“  „ef“ eða „þegar“ til að njóta. –  Þegar ég verð búin/n að losa mig við X mörg kíló „þá“  get ég notið mín,  eða  – „ef“ ég kemst á ströndina með rauðvínsglas og horfi á sólarlagið, „þá“ …   Njótum okkar núna. –  Njótum hvers andartaks í ferðalaginu.
Þegar við erum farin að fara „úr skaftinu“ upplifja gremju út í einhvern eða einhverja erum við komin fjarri okkur. –  Þá sækjum við okkur sjálf og komum aftur heim til okkar.

Fortíðin er liðin tíð,  svo LEYFÐU henni að fara.  Framtíðin er leyndardómur, svo LEYFÐU henni að koma.  Nútíðin er andartakið núna – Taktu við því, þér er rétt þessi gjöf andartaksins. –  Til að njóta gjafarinnar,  er gagnlegt að losa um allan ótta (byggðan á fortíð) og áhyggjur (byggðar á ímyndaðri framtíð) ……  andaðu djúpt, veittu andanum athygli og vertu. –

Verum viðstödd  „Be present.“

7.  Við missum hæfileikann til að hafa áhyggjur.

Áhyggjur og kvíði eru hættulegri heilsu okkar en flest annað.  Þess vegna er þessi hæfileiki að geta verið áhyggjulaus mjög mikilvægur. –  Ég stóð sjálfa mig að því um daginn að hafa áhyggjur af því að hafa ekki áhyggjur!  Ætli það sé ekki gamla forritið sem segir mér að það sé kæruleysi?    En við hjálpum engum með áhyggjum og síst okkur sjálfum. –  Áhyggjur eru bæn – með öfugum formerkjum. Í stað þess að senda áhyggjur okkar í ástvini þá sendum þeim kærleika og ljós. –  Það sama getum við gert fyrir okkur, umvafið okkur í ást og traust og leyft góðu hlutunum að gerast í friði og þegar við losnum við áhyggjur og kvíða,  þá slökum við betur á og eigum auðveldara með að taka eftir tækifærunum. – Ef við hlaupum um, tætt eins og hauslausar hænur,  sjáum við ekki neitt. –  Tækifærin fara framhjá okkur. –

Leyfum okkur að trúa að við séum heppin. – eða eins og kúrekinn í söngleiknum Oklahoma syngur:   „I have a wonderful feeling everythings´s going my way.“ –

8.  Missum áhugann á deilum. 

Við tökum ekki þátt í deilum og stríði,  – deilur leiða af sér deilur, stríð leiðir af sér stríð. –   Tökum elskuna og Bítlana  á þetta aftur:  –  „All you need is love“ ..

„Because the twentieth century was a century of violence, let us make the twenty-first a century of dialogue.“ Dalai Lama

9.  Minnkandi áhugi á að túlka það sem hinir eru að segja og gera.

Þetta þýðir að við erum að komast í okkar eigið höfuð, en erum ekki í höfðinu á hinum. – „Hvað ætli þessi sé að hugsa?“ –  Og ef við fáum augngotur,  eða einhver segir eitthvað – jafnvel að við fáum ekki svar í tölvupósti. – Þá förum við ekki að túlka það sem höfnun, ádeilu, afneitun eða eitthvað neikvætt. –  Við leyfum fólki bara að hafa sína svipi fyrir sig, – en förum ekki í túlkun á því, eða jafnvel að umorða eða leiðrétta viðkomandi. –

10.  Minnkandi áhugi á að dæma aðra.

Dómharka er þroskaleysi að mínu mati. – Í þroskasálfræðinni er kennt að þeir sem eiga auðveldast með að setja sig í spor náunga síns,  án þess að dæma, sýni frekar skilning og  eru þar af leiðandi  komnir á hærra þroskastig.   Þarna er um ákveðið umburðalyndi að ræða.  „Dæmið ekki svo þér munuð ekki dæmd verða“ – Við getum haft okkar álit, og eigum aldrei að samþykkja ofbeldi,  því ofbeldi er ekki kærleikur, –  en við getum líka skoðað orsakir,  hvað er á bak við? –  Hvað ef við sjálf hefðum alist upp við sömu aðstæður og værum sett í sömu spor?

Samhugur er andstæða dómhörku.  Fordómar eru fáfræði, svo lítum í eigin barm áður en við beinum fingri að náunganum. –  Við þurfum ekki að samþykkja vondar gjörðir og eigum ekki að gera það.  En við getum mætt öllum með skilningi og elsku. –  Gott dæmi um það er nunnan í myndinni „Dead man walking.“

Fangelsisprestur var eitt sinn spurður hvernig hann gæti umgengist níðinga. – Hann svaraði: „Ég sé þá fyrir mér sem barnið sem þeir voru einu sinni.“

11.  Minnkandi áhugi á dómhörku í eigin garð.

Dómharka í eigin garð er eitt af því sem heldur aftur af okkur,  býr til innri viðnám, hindranir og þröskulda. –  „Hver heldur þú að þú sért?“ –  „Þú getur ekki“ –   Þegar við gerum mistök, þá í staðinn fyrir að dæma okkur og berja niður,  þá spyrjum við okkur:  hvað get ég gert betur? –  Hvað gerði ég rétt? ..  Hvað gerði ég rangt? ..  og þannig leiðréttum við okkur,  bætum ofan á það sem við gerðum rétt en tökum út hið ranga. – Við verðum líka að læra að fyrirgefa sjálfum okkur.  Vera okkar besti vinur eða vinkona og muna eftir okkar innra barni.

Skömmin brýtur alltaf niður, svo ef við viljum bæta okkur þá þýðir ekkert að skamma sig.  Skömmina upplifum við þannig að við skömmumst okkar fyrir okkur sjálf.  Að iðrast gjörða sinna er annað, og fyrir það getum við fyrirgefið okkur. – Skömmin minnkar við tjáningu, þess vegna verðum við að yrða hana,  tala um hana og hreinsa þannig út. –

Ekki dæma þig. –   Bara segja frá.

12.  Að tileinka sér að elska án þess að vænta einhvers til baka.

Þetta má kalla skilyrðislausa ást.  Leyfa sér að elska án endurgjafar og án væntinga.  Leyfa sér að njóta þess að finna fiðrildin í maganum vakna án þess að óttast höfnun. –  Við getum elskað vini, fjöslkyldu,  félaga, maka,  ástin/elskan/kærleikurinn hefur ýmsar birtingarmyndir. –  En við segjum ekki „Ég elska þig „EF ÞÚ ELSKAR MIG“ …. „eða ég elska þig ef þú ferð út með ruslið“ …  Þetta er sérstaklega mikilvægt fyrir foreldra, þ.e.a.s. að láta börn sín vita að þau séu elskuð eins og þau eru,  – ekki bara fyrir það sem þau gera, – þannig læra þau líka að elska sig og virða, skilyrðislaust. –

Hér er orginalinn:

Út úr skrápnum …

Þetta hljómar ekki ósvipað og „út úr skápnum“ – og þýðir ekkert ósvipað heldur. –

Allir setja upp skráp, þessi skrápur myndast eins og hrúður og þykknar með hverju áfalli.

Vandamálið er að þessi skrápur lokar ekki aðeins á vondar tilfinningar, heldur líka góðar tilfinningar.  Þeir sem eru með þykkasta skrápinn, eru orðnir ófærir um að yrða eða virða tilfinningar sínar. –

Kannski ófærir um að elska eða taka á móti elsku?

Eftir því fleiri tilfinningum, vonbrigðum og sárindum yfirleitt við kyngjum eða tökum á móti án þess að virða þær, gráta yfir þeim, segja frá þeim eða leyfa okkur finna þær,  þess þykkari, harðari OG þyngri verður skrápurinn.

Það liggur í hlutarins eðli. að það sem er þungt það iþyngir okkur, hamlar og stöðvar. –

Ef við erum með þykkan skráp, vegna ítrekað mislukkaðra sambanda, höfnunar, vantrausts, sorgar og sára þá heldur hann auðvitað aftur af okkur að taka skref inn í nýtt samband. –

Skrápurinn er eins og varnarskjöldur, –  við látum hvorki sverð stinga, né ástarpílur amors hitta því að við erum í vörn.

 

Partur af því að lifa er að finna til.  Vera viðkvæm.  Vera ófullkomin. Vera auðsæranleg. –

Það sem ég er að segja hér, er í takt við það sem Brené Brown, rannsóknarprófessor er að tala um þegar hún ræðir „Power of Vulnerability“ ..

Vald berskjöldunar

Sigur þess að koma út úr skrápnum

Þau sem eru inní skrápnum erum við.

Það er hugrekki að stíga út úr skápnum, viðurkenna veikleika sína, viðurkenna tilfinningar sínar og jafnvel að ræða skömm sína, en eins og áður hefur komið fram þá hatar skömmin að láta tala um sig því þannig eyðist hún. –

Það eru nefnilega tilfinningarnar, þessar erfiðu sem hafa búið til skrápinn, – skömmin, samviskubitið, gremjan og allt eftir því, – tilfinningar sem við höfum upplifað en kannski ekki rætt við einn einasta mann.

Viljum við vera tilfinningalaus? – Dofin? –  Er það ekki bara auðveldast?

Það væri voða gott ef það væri bara hægt að loka á vondu tilfinningarnar, – hægt að velja úr,  en því miður er það ekki hægt því þær spila saman.

Við verðum að virða tilfinningarnar (sjá þær) ganga í gegnum þær,  það er stysta og áhrifaríkasta leiðin, – ekki festast í þeim, ekki hafna þeim,  því þannig búum við til þykkari skráp. –  Þannig festumst við í sama farinu og komumst hvorki lönd né strönd. –

Það er ekki neikvætt að vera tilfinningavera – „E-motional“  vera hreyfanleg.  Andstæða þess að vera hreyfanleg, er að vera föst, jafnvel frosin.

Hver kannast ekki við tilfinningakulda? –

Kannski er einhver tilfinningavera ólgandi inní skrápnum, en þorir ekki út?

Hvað veldur? –

Það er ekkert voðalega mörg ár síðan að Hörður Torfason hrökklaðist frá Íslandi vegna þess að hann kom út úr skápnum með sína kynverund, sem samkynhneigður einstaklingur. –

Kannski þarf brautryðjendur til að koma út úr skápnum með sína tilfinningaverund,  sem tilfinningavera.  –  Kannski má gráta, líka fyrir framan aðra.  Kannski má sýna tilfinningar? –  Líka stóru og sterkbyggðu karlmennirnir sem líður illa inní sér?

Það má hlæja og það má gráta,  það er okkar eðli.

Komum út úr skrápnum og förum að lifa lífinu af tilfinningu.

„Það er bara ekki ÉG að gráta fyrir framan fólk“ –  hef ég sjálf sagt og heyrt marga aðra segja.   Hver er það þá sem var að gráta, ef það var ekki ÉG? –

Var það ekki bara akkúrat ÉG?

Öld Vatnsberans er runnin upp, vatnið er tákn fyrir tilfinningar í ýmissi táknfræði,  tárin okkar eru vatn.  Þau spretta fram við tilfinningar,  við grátum af gleði og við grátum af sorg.

Ef við byrgjum inni, þá er svo mikil hætta á að vanlíðanin brjótist út í ljótum orðum, gjörðum og jafnvel ofbeldi.  Birtingarmyndin getur verið ofbeldi gagnvart okkur sjálfum eða gagnvart öðrum.  Meðvirkni er t.d. í mörgum tilfellum sjálfspíslarhvöt sem myndast þegar eigin tilfinningar eða þarfir eru ekki virtar.  –  Ofbeldi gagnvart öðrum er aðferð særðu manneskjunnar í skrápnum við að kalla á hjálp. –

Brené Brown segir eftirfrandi, – og ég hef oft haft það eftir henni:

„Djúp þörf fyrir að tilheyra og vera elskuð er eitthvað sem engin manneskja getur gefið afslátt af. Við erum líffræðilega, vitsmunalega, líkamlega og andlega „víruð“ til að elska, vera elskuð og tilheyra.
Þegar þeim þörfum er ekki fullnægt, virkum við ekki eins og okkur er ætlað. Við brotnum. Hrynjum niður. Við dofnum. Okkur verkjar. Við meiðum aðra. Við verðum veik.
Sannarlega eru aðrar ástæður veikinda, doða og sársauka, en fjarlægð við ást og að tilheyra mun alltaf leiða til þjáningar“ …

Hleypum streyminu af stað, losum stíflur, gleðjumst, hryggjumst, grátum heitum tárum …

Hluti af sjálfsvirðingu er að virða tilfinningar sínar.

Við eigum að finna til,  hvort sem það er til gleði eða sorgar.  Ekki deyfa, flýja eða afneita tilfinningum okkar. – Það eru engin „short-cuts“ ..

Að lifa af heilu hjarta, að fella skjöldinn eða koma út úr skrápnum, er að hafa hugrekki til að sýna tilfinningar, hugrekki til að viðurkenna veikleika, hugrekki til að tjá sig um langanir sínar og drauma, hugrekki til að  elska þrátt fyrir yfirvofandi sár eða höfnun,  því þegar við elskum lifum við í yfirvofandi skugga þess að vera hafnað eða að missa ástina, –  það er eins og lífið er,  við lifum í skugga þess að einn daginn endi lífið,  en við hættum ekki að lifa. –

Að elska er að lifa.

Að finna til er að vera til.

ég óttast ekki svikin loforð
vegna þess að ég held
að betra sé að elska og missa
en missa af því að elska

(Kristján Hreinsson)