Við höfum tækifæri til að breyta…. NÚNA ..

Eftirfarandi hefur gengið á netinu í þó nokkurn tíma og er rakið til þess sem hjúkrunarfræðingur safnaði saman, eða voru hugrenningar fólks á dánarbeði. Í þessum orðum fólst heilmikil eftirsjá.

1. Ég vildi óska þess að ég hefði haft hugrekki til þess að lifa lífinu trúr sjálfum eða sjálfri mér.

Algengast var að fólk sæi eftir þessu. Þegar fólki verður ljóst að lífið er næstum á enda og horfir skýrum augum til baka, er auðvelt að sjá hversu margir draumar hafa ekki ræst. Flest fólk hefur ekki einu sinni heiðrað helminginn af draumum sínum og varð að deyja vitandi að það var vegna ákvarðana sem það hafði tekið eða ekki tekið.

2. Ég vildi að ég hefði ekki unnið svona mikið.

Þetta kom frá öllum karlkyns sjúklingunum sem ég hjúkraði. Þeir misstu af æsku barna sinna og félagsskap maka síns. Konur töluðu líka um þessa eftirsjá. En af því að þær voru flestar af eldri kynslóð, höfðu margir kvensjúklingarnir ekki verið útivinnandi. Allir karlmennirnir sem ég hjúkraði, sáu mikið eftir að eyða svo miklu af lífi sínu á hlaupabretti vinnutilverunnar.

Með því að einfalda lífsstíl þinn og taka meðvitaðar ákvarðanir á leiðinni, er mögulegt að þú þurfir ekki jafn mikla innkomu og þú heldur. Og með því að skapa meira rými í lífi þínu, verðurðu hamingjusamari og opnari fyrir nýjum tækifærum, þeim sem hæfa betur þínum nýja lífsstíl.

3. Ég vildi að ég hefði haft hugrekki til að tjá tilfinningar mínar.

Margt fólk hélt aftur af tilfinningum sínum til þess að halda friðinn við aðra. Þar af leiðandi sætti það sig við tilveru meðalmennsku og varð aldrei að því sem það gat orðið í raun og veru. Margir þróuðu með sér sjúkdóma sem tengdust biturleikanum og gremjunni sem þetta hafði í för með sér.

Við getum ekki stjórnað viðbrögðum annarra. Þó fólk bregðist við í upphafi, þegar þú breytir hvernig þú ert með því að tala heiðarlega, færir þetta samskiptin engu að síður á endanum uppá algjörlega nýtt og heilbrigðara stig. Annaðhvort það eða óheilbrigðu tengslin hverfa úr lífi þínu. Í báðum tilfellum vinnur þú.

4. Ég vildi að ég hefði haldið sambandi við vini mína.

Oft gerði fólk sér ekki fullkomlega grein fyrir þeim verðmætum sem felast í gömlum vinum, þar til það var komið á sínar síðustu vikur og ekki var mögulegt að finna þá. Margir sjúklinganna voru orðnir svo fastir í eigin lífi, að þeir höfðu með árunum látið gullna vináttu renna sér úr greipum. Margir iðruðust djúpt að hafa ekki gefið vináttusamböndum þann tíma og orku sem þau áttu skilið. Allir sakna vina sinna þegar þeir eru að deyja.

Það er algengt, hjá öllum þeim sem eiga önnum hlaðninn lífsstíl, að láta vináttusambönd renna útí sandinn.. En þegar þú horfist í augu við að dauði þinn nálgast, hverfa veraldleg smáatriði lífsins. Fólk vill koma skipulagi á fjármál sín ef það getur. En raunverulegt mikilvægið felst ekki í peningunum eða stöðunni. Það vill koma lagi á hlutina meira til hagsbóta fyrir þá sem það elskar. Venjulega er fólk samt orðið of veikt og þreytt til þess að geta sinnt þessu verkefni. Á endanum snýst þetta allt um ást og tengsl. Það er allt sem er eftir á lokavikunum, ást og tengsl.

5. Ég vildi óska þess að ég hefði leyft mér að vera hamingjusamari.

Það kemur á óvart hversu algengt þetta atriði er. Það var ekki fyrr en komið var að leiðarlokum að margir gerðu sér grein fyrir að hamingja er val. Fólk hafði staðið fast í gömlum mynstrum og venjum. Svokölluð “þægindi” þess kunnuglega flæddi yfir, bæði inn í tilfinningar þess og áþreifanlegt líf. Óttinn við breytingar fékk fólk til þess að þykjast ánægt fyrir öðrum og sjálfum sér. Þegar það vildi djúpt inni hlæja almennilega og leyfa sér aftur að fíflast í lífi sínu.

Þegar þú liggur banaleguna, er fjarri huga þínum hvað öðrum finnst um þig. Hversu dásamlegt er að geta sleppt og brosað aftur, löngu áður en þú ert að deyja.

Lífið er val. Það er ÞITT líf. Veldu meðvitað, veldu viturlega, veldu heiðarlega. Veldu hamingju.

og hvernig hljómar þetta þá ef við veljum hamingju? –

1. Ég er svo fegin að ég hafði hugrekki til þess að lifa lífinu trúr sjálfum eða sjálfri mér.

2. Ég er svo fegin/n að ég forgangsraðaði betur og hætti að vinna allar stundir.

3. Það var svo dásamlegt þegar ég uppgötvaði frelsið við að tjá tilfinningar mínar.

4. Ég er svo þakklát/ur að hafa verið í svona góðu sambandi við vini mína.

5. Það yndislegasta var að uppgötva að það var ég sem varð að LEYFA mér að upplifa hamingjuna.

Hamingjan er til staðar og hamingjan er í þér – sumir segja hún sé þú – hún er alla veganna þar sem þú ert.  Vertu þá á staðnum og vertu með þér 😉 …

Hamingjan er í hversdagsleikanum!  Image

Þú getur bjargað heiminum

Heimurinn ert þú

„Guðs ríki er innra með yður“ ..

„Because the cosmos is also within us.“  (Carl Sagan)

„Be the Change you wan´t to see i the world“ – (Gandhi)

Vert þú breytingin sem þú vilt sjá í heiminum. –

Með því að sinna þér sem góður umhverfisverndarsinni, bjóða þér upp á góða andlega og líkamlega næringu, – huga vel að velferð þinni.

elska

virða

sættast

treysta

fyrirgefa

þakka

og lifa í meðvitund

Fegurðin lífsins liggur  í því hvernig lifandi verur eru tengdar.  Í tengingu við aðrar manneskjur og í tengingunni við náttúruna.

Fátt er því mikilvægara en að samskipti „heimanna“ séu góð, – því vond samskipti skapa ljótleikann.

Heimur sem er heilbrigður og í jafnvægi hefur ekki áhuga né þörf fyrir að meiða aðra.  Sjálfsheilun er því forsenda okkar fyrir góðum samskiptum.

smá aukaefni og „bein útsending:“

Brosi nú í kampinn þar sem hjá mér liggur yndislegt líf,  hundurinn Simbi sem kúrir hér við mjöðmina mína,  og það er eins og hann viti að ég er að skrifa um hann því hann fór að sleikja á mér hendina,  en það er ekkert sem hann stundar venjulega.

 

Ekki kaupa kastala ..

Eftirfarandi las ég á bloggi eins uppáhalds rithöfundar míns Paulo Coelho:

(í minni þýðingu)

„Ég er alltaf í baráttu við sjálfan mig, en ég er mjög bjartsýnn hvað það varðar.  Fólk er alltaf að átta sig betur og betur á því að hamingjan er frelsi, og frelsi er að geta „ferðast létt“ – það að eiga ekki marga hluti –  vegna þess að við lok dagsins byrja hlutirnir að eiga þig.“  Paulo minnist þess að hann íhugaði að kaupa kastala í Frakklandi, – og fór að skoða nokkra en áttaði sig á því að ef að hann keypti kastala færi öll hans orka og vinna í það að hugsa um kastalann.    Í staðinn keypti hann litla myllu, til að geta haft tíma til að ferðast upp í fjöllin, fara í göngur, og að verja lífinu í það sem sem hann langaði til.  Í stuttu máli vildi hann segja;  Þess minna af eignum sem þú þarft að vera að sinna þess meira frelsi! ..

Sannleikur og upplifun Paulo´s rímar við það sem yngri dóttir mín hefur verið að gera undanfarið, – en hún hefur venjulega haft þann háttinn á að þegar hún ferðast hefur hún farið með þunga ferðatösku með mörg dress til skiptanna.  (Reyndar á móðirin það til líka).

Hún hefur verið að vinna í vetur,  í raun tvöfalda vinnu,  bæði á leikskóla og á veitingastað og í maíbyrjun fór hún ásamt tveimur vinkonum í „draumaferð“ – en það er bakpokaferð til Kúbu og fleirri staða. – Í gær voru þær að fljúga frá stað sem heitir Baracoa í Chile til Havana Kúbu.

Fyrir nokkrum dögum komst hún í tölvu, en yfirleitt hafa þær ekki verið nettengdar, – og á facebook skrifaði hún:

Hef ekki verid svona natturuleg sidan eg var litil stelpa.. skitug fot og bodum okkar i sjonum.. ja tetta getur madur svo eftir allt 🙂 Yndislegt!! xx

Við erum að tala um að þær eru með ca. tvenn föt til skiptana í bakpokanaum. –

Ég held að við flest óskum þess að vera akkúrat eins og börn náttúrunnar, – að í raun séu þessi ósköpin öll af alls konar dóti,  geymslur fullar af því sem við erum hætt að nota og fataskápar fullir af ónotuðum skóm það sem heldur okkur frá því að vera náttúruleg. –

Ég á ekki kastala og hvað þá myllu eins og Paulo Coelho, á reyndar ekkert húsnæði og mótsögnin þar er að það væri ákveðið frelsi frá áhyggjum að eiga húnsæði yfir höfuðið. –

En ég skil hvað Paulo er að fara,  þegar að eignirnar eru farnar að eiga okkur.  Það minnir mig svolítið á sumarhúsaeigendur sem eru farnir að hafa samviskubit ef þeir fara ekki nógu oft í sumarbústaðinn. –

Það er gott að hugsa til þess að við höfum öll frelsi til að leika okkur, baða í sjónum og vera eins og börn.

Þvi fyrr sem við áttum okkur á raunverulegu verðmæti því betra. –

Við getum ekki sett verðmiða á fólk, sólarlag, upplifanir,  samveru og frelsi.

Ég hef undanfarin ár verið að ferðast léttara og léttara.  Að hluta til er það „þvingað“ val,  það var val að segja upp öruggri stöðu þar sem ég hafði góðar tekjur, – en það var var vegna ákveðinna lífsgilda.  Það val kostaði mig fjárhagslegt öryggi, – og má segja að það hafi komið mér í ákveðna klípu blankheita og veldur mér oft því sem ég kalla „afkomukvíða.“

Sjálfstæða starfið (sem er bæði göfugt og er í raun ástríða mín)  er hingað til  ekki að gefa mér nægilegar tekjur til að dekka það sem er svona nú til dags litið á sem grunnþarfir hjá Íslendingum.  Húsnæði, matur, sími, tryggingar, internet, bensín á bílinn o.s.frv.  Það neikvæðasta við þetta er að hafa ekki ráð á að heimsækja barnabörnin (og nú fæ ég smá sting í hjartað og tár) og að geta ekki hjálpað börnunum mínum fjárhagslega þegar þau lenda í vanda.  Það hefur frekar verið á hinn veginn.

Ég er hvorki verri né betri manneskja fyrir vikið.  (Þarf að minna mig á það reglulega).

EN

Ég hef það fyrir sið að spyrja mig hvaða lærdóm lífið sé að gefa mér.  Að sjálfsögðu á ég núna auðveldara með að setja mig í spor þeirra sem deila þessu sem ég nefndi „afkomukvíða“ – og verð fyrir vikið betri ráðgjafi.  Ég hef þurft að kyngja stolti með að biðja um hjálp, og sumir segja að stolt sé ein stærsta syndin okkar, – svo aftur sé vitnað í Coelho þá eru það orðin „hjálp“ og „takk“ sem eru leiðarvísar okkar í gegnum lífið,  ef við kynnum þau á öllum tungumálum þá týnumst við hvergi í heiminum. –  Ég hef fundið að ég á sterkt bakland og hef upplifað ótrúlega mikla velvild og er þakklát þeim sem hafa hjálpað mér á ólíkum sviðum. –

Skólunin felst líka í því að hafa lært að þekkja enn betur hin raunverulegu verðmæti lífsins, fjölskyldu, vini, náttúru og heilsuna,  bæði andlegu og líkamlegu og mikilvægi þess að láta ekki kvíða fara að spilla nákvæmlega þessu. –

OG

Frjálsari hef ég aldrei verið,  þegar ég opna fataskápinn segi ég ekki lengur; „ég hef ekkert til að fara í“ – heldur „Úff hvað er úr mörgu að velja“ – því auðvitað hefur fimmtug kona sankað að sér mikið af fötum og skóm í gegnum ævina. –

Og þegar ég verð vel efnuð aftur,  þá ætla ég ekki að kaupa mér kastala. –

Það er loforð.

Við erum ekki skemmd nema að við trúum því …

Eftirfarandi pistill var upprunalega birtur í maí 2012, – inngangurinn hér (skáletrað) er viðbót, en annars er hann óbreyttur.

Sögnin „að heila“ – og nafnorðið „heilun“ – er komið af því að vera heil. 

Heilun er því í raun opinberun eða afhjúpun á okkur sjálfum, það að koma að fullu í ljós.   

Það er í raun ekki verið að lækna neitt sem er brotið eða skemmt.  Þegar þú ferð í heilun eða heilar þig, ertu að muna þig heilan. 

Að lifa heil, er að lifa af heilindum. –  Að vera sönn og að vera við sjálf. 

Besta leiðin til að lækna sig, heila sig, er að sjá okkur heil. 

—-

Margir upplifa að þeir séu skörðóttir, brotnir, með tómarúm í hjarta o.s.frv. ..

Það er eins og segir: „upplifun“ – og á meðan að við trúum henni þá er hún sönn og við lifum samkvæmt því.

Við reynum að fylla í skörðin,  bæta okkur upp með öðru fólki, – við fyllum í tómu rýmin með alls konar afþreyingu, mat, áfengi .. fíkn sem á að plástra sárið sem myndaðist þegar holan/rýmið/brotið myndaðist.

Það er e.t.v. búið að vera til og að öllum líkindum frá bernsku.

En ef þetta verður til huglægt,  er þá ekki hægt að lækna það huglægt líka? –

Þessi rými eða brot verða til við sársauka, ofbeldi eða sorg.

Við missi, höfnun, langvarandi neikvæð skilaboð, einelti  o.s.frv. –

Eini heilarinn okkar erum við sjálf.

Það er vegna þessarar ástæðu að talað er um „self-love“  sjálfs-ást eða sjálfs-kærleik sem besta lækninn.

Ef að einhver utanaðkomandi, viljandi eða óviljandi, nær að særa okkur,  þurfum við „innanaðkomandi“ að heila okkur. –

Í staðinn fyrir að viðhalda opnu sári, holu í hjarta,  þá förum við að horfa öðru vísi á okkur.  Við græðum sárin. –

Sársauki verður sárs-minnkun. –

Ef að skörðin okkar myndast huglægt,  þá ER öruggt að þau eru ekki þarna.  Það er aðeins spurning um sjónarhorn.  Eina manneskjan sem viðheldur þeim erum við sjálf. –

Þú ert ekki brotin/n,  Þú ert ekki ónýt/ur,  skörðótt/ur.

Þú ert ekki með innra tómarúm.

Þú þarft bara að sjá þig, finna þig og elska þig.

Eckhart Tolle sagði söguna um betlarann við veginn sem sat á kassa og var búinn að betla í mörg ár,  maður gekk að honum og spurði af hverju hann væri að betla, hvort hann hefði ekki kíkt í kassann sem hann sæti á. –  Betlarinn hafði ekki gert það,  en maðurinn benti honum á að kíkja.  Betlarinn sá sér til mikillar furðu að kassinn var fullur af gulli. –

Hver og ein manneskja er full af gulli.  Hver og ein manneskja ER heil.

Á meðan við samþykkjum það ekki höldum við áfram að betla.

Betla það sem aðrir geta gefið, vímuefni , vinna, annað fólk, – eða hvað sem við upplifum að okkur vanti eða skorti. –

Það er ekkert skrítið að við betlum því að það er búið að segja okkur að við séum e.t.v. ekki heil. –

Ég vil leyfa mér að segja að fagnaðarerindið sé;  Við erum heil,  við þurfum bara að hætta að trúa að við séum það ekki og fara að trúa að við séum heil og að við séum NÓG. –

Allt hið utanaðkomandi er bónus,  það á ekki að vera uppfylling í okkur sjálf,  eitthvað tómarými sem aldrei fyllist.   Við tökum á móti því sem heilar manneskjur.

Í Davíðssálmi 23 er sagt:

„Mig mun ekkert skorta“ – sem þýðir „Ég er nóg – mig vantar ekki neitt“ –

og

„Bikar minn er barmafullur“ – sem þýðir líka að „Ég hef nóg“ ..

Við sækjum ekki gleðina út á við, kærleikann, friðinn. –

Allt þetta er innra með okkur og það þarf bara að virkja það – sjá það og finna. –

Aðferðin við að sjá, finna, heila er að koma heim til okkar, lifa með okkur,  sjá okkur. –  En margir eru orðnir aftengdir sjálfum sér. –

Öll þráum við þessa fullnægju, þessa Paradísarheimt, þessa upplifun að vera heil og nóg. –

Ef við stöndum í myrkri er vonlaust að sjá gullið í kassanum, og það er vonlaust að sjá nokkurn hlut. –  Þess vegna verðum við að upplifa ljósið og leyfa því að lýsa,  sýna okkur hvað við erum dásamleg, endalaus uppspretta lífs, gleði, friðar og kærleika. –

Við erum börn náttúrunnar,  við erum náttúra og náttúran getur kennt okkur.

Böðum okkur í sjó og vötnum,  göngum berfætt í grasinu,  leggjumst í lyngið.  Öndum að okkur vindinum,  og föðmum önnur börn náttúrunnar. –

Leggðu lófann á hjartað þitt, lygndu aftur augum og finndu fyrir þér.

Og já,  þú ert dásemarvera.

Lifum heil. –

Gerðu það fyrir þig … meðvirkni og lífstílsbreyting

Ef við ætlum að breyta einhverju í lífi okkar, að losa okkur við aukakíló,  fara í einhvers konar  lífstílsbreytingu,  hætta t.d. að borða viðbættan sykur, fara að stunda meiri útiveru og/eða hreyfingu eða hvað sem er,  skiptir miklu máli að gera það á eigin forsendum.

Ekki gera það vegna þess hvað aðrir eru hugsa.

Ef að hvatningin til að breyta er á forsendum annars fólks,  forsendum þess hvað hinir eru að hugsa, eða ef við förum að reyna að sanna okkur fyrir öðrum (fjölskyldu, maka, vinum, óvinum eða hverjum sem er)  verðum við háð þessari tegund hvatningar, þ.e.a.s. að breyta á forsendum annarra.

Við verðum háð samþykki annarra.

Ef þú vilt breyta úr gömlum sið (jafnvel ósið) í nýjan sið eða ná nýju takmarki finndu skýra og úthugsaða ástæðu til að ná árangri, finndu jafnvel einhvern sem er tilbúin/n að gera þetta með þér,  með stuðningi eða einhvern sem vill líka taka þátt á sínum forsendum, gerðu það fyrir sjálfa/n þig og ekki verða þræll almenningsálitsins. 

Ekki láta aðra verða „Guð skoðana þinna“ ..

Ekki láta gamlar og neikvæðar hugmyndir um að þú náir ekki árangri halda aftur af þér ..

Tíminn er núna!

Leyfðu þér að trúa að þú getir …

Vertu heiðarleg/ur við sjálfa/n þig …

Leyfðu þér trúa að þú átt skilið að ná árangri ..

Virtu lífið sem þér var gefið ..

Elskaðu það og virtu … þú ert lífið.. 

Lifðu þínu lífi en ekki annarra.

„I am free“ ….

“I am free, and I am waiting for you to follow me” ….   svolítið Jesúsarlegt er það ekki? ..

Ég rakst fyrir tilviljun á þetta myndband úr myndinni/söngleiknum “Tommy” – en ég hef aldrei séð hana alla,  en áhugi minn er vakinn enda líka augljósar vísanir þar sem Tommy gengur á vatninu – eða sjónum og hann kallar á veiðimennina, “follow me” …

Oft hef ég hlustað á “See me, feel me, touch me, heal me!, … o.s.frv.” –  enda það sem maðurinn þarfnast. –  Innblásturinn er í raun frá því sem um var rætt á námskeiðinu sem ég var að leiðbeina á í gær, –

„Lausn eftir skilnað“ –

Mikilvægi þess að vera:  séður, skynjaður, snertur, heilaður.

Mikilvægi þess að vera heil og lifa heil.

Til þess þurfum við að sjá, skynja og snerta á tilfinningum okkar.  Veita sjálfum okkur athygli,  sjálfs-virðingu.

Við þurfum að horfast í augu við okkur sjálf, samþykkja og játast okkur í styrkleika og veikleika.

Titill þessa pistils er titillinn á lagi hljómsveitarinnar Who, þar sem Roger Daltrey syngur:

I’m Free-I’m free
And freedom tastes of reality,
I’m free-I’m free,
And I’m wating for you to follow

If I told what it takes
to reach the highest high,
You’d laugh and say “nothings that simple”
But you’ve been told many times before
Messiahs pointed to the door
And no one had the guts to leave the temple!

I’m free-I’m free
And freedom tastes of reality
I’m free-I’m free
And I’m wating for you to follow me

Chorus:

How can we follow?
How can we follow?

S A N N L E I K U R I N N   F R E L S A R

Staðsetning tilfinninganna í líkamanum …

Merkileg mynd þykir mér, – því þó ég hafi aðeins lært um orkustöðvar,  sem sumir segja „húmbúkk“ – þá er reynslan sú að sumt fólk upplifir mismunandi hluti þegar farið er í gegnum mismunandi stöðvar. –

Hver stöð á sér líka lit, eins og margir vita.

Ég ætla ekkert að fara í það sérstaklega hér, – en ég hef sérstaklega orðið vör við tvennt í hugleiðslunni, – það er að þegar ég fer í gegnum hálsstöðina,  bláa litinn fer fólk oft að hósta, – og þarf jafnvel að fá sér vatn,  og þegar ég fer í gegnum hjartastöðina, græna litinn, – þá verður fólk oft mjög tilfinninganæmt og jafnvel grætur eða a.m.k. tárast. –

Tilfinningarnar setjast að í líkamanum okkar,  hvað sem hver segir! 😉 ..

Þegar líkaminn fer að segja okkur eitthvað þurfum við að hlusta  á hann og virða.

Stundum byrjar hann að hvísla, en við gerum ekkert í því og það er ekki fyrr en hann fer að öskra að eitthvað gefur eftir og við förum að gera eitthvað í því.

Tjáning í hvaða formi sem er;  orði, list, sköpun eru aðferðir við að losa um það sem er fast, – „Expression“  við erum að setja eitthvað út.  „Suppression“  eða andheitið – við erum að bæla, eða halda inni. –

Ef við viljum breyta einhverju í lífi okkar,  ef okkur finnst farvegurinn vondur og við upplifum ekki að við séum að lifa lífinu lifandi, – heldur þrauka lífið, þá þurfum við að sjá eða skynja hvaðan sársaukinn kemur, – segja það upphátt, hversu „asnalegar“ sem tilfinningarnar eru, þær eru þarna.  Tjáningin er „delete“ takkinn. Skömmin hatar t.d. að láta tala um sig,  því þá minnkar hún.  (Brené Brown).

Í hugleiðslu og jóga losum við um hömlur, stíflur, gamlar tilfinningar,  höftin við tjáninguna o.s.frv. –

Litirnir hafa skýringu, – hvað er t.d. að vera „blátt áfram?“ – er það ekki að tjá sig og ætli það sé tilviljun að hálsstöðin er blá? –

Það er hægt að spekúlera miklu meira í þessu,  fegin að þessa mynd rak á fjörur mínar frá góðri konu hér á Facebook! ..

Hugleiðsla er ein af leiðunum til að opna fyrir þá endalausu uppsprettu gleði, friðs og kærleika sem við eigum innra með okkur.   Í rýminu sem við höldum svo oft að sé tómt. „Emptyness of heart“ – og við reynum að fylla með víni, súkkulaði, mat, utanlandsferðum, öðru fólki, vinnu …. o.s.frv.  en við upplifum það áfram tómt því við erum ekki að veita því athygli, – erum ekki að veita OKKUR athygli og tilfinningum okkar. –

Bendi hér á morgunhugleiðslur sem eru að hefjast í Lausninni á mánudögum og miðvikudögum  kl. 8:00 – 9:00  –  smellið HÉR    – Ath! hægt að mæta í staka tíma, sbr. auglýsingu.

Heimild með myndinni er HÉR