Tilfinningar – bannaðar eða leyfðar? –

„Ef ég væri ekki norræn kona myndi ég fella tár“ …  sagði íslensk kona einu sinni í ræðupúlti. – Ég held ég hafi stolið þessu einu sinni við skólaslit,  en það passaði að vísu ekki mjög vel því ég felldi tár við hver skólaslit, eða þessi sex sem ég var viðstödd og hélt utan um. –

Ekki bæla tilfinningarnar,  tjáum þær og veittu þeim athygli um leið. –  Þannig hreinsum við þær út. –  Til að verða frjáls þurfum við að veita þeim frelsi.  „Express them“  .. er að hleypa þeim lausum,  suppress er að „banna“ þeim að koma út. –

Þetta var stutta útgáfan,  en lengri útgáfan kemur hér. –

Flest höfum við einhvern tímann bælt tilfinningar okkar, og meira að segja í jarðarförum erum við sum að hamast við að halda aftur af tárunum.  Stundum vegna þess að okkur finnst við ekki hafa þekkt hinn látna nógu vel til að gráta eins mikið og okkur langar. –

Það þýðir að við erum farin að pæla í því hvað hinir hugsa ef við erum að gráta og erum þá komin úr eigin haus og úr viðveru. – „Out of presence“ –

Það hafa allir sínar ástæður til að gráta í útför,  að sjálfsögðu gráta þeir nánustu sinn söknuð og sorg eftir þeim eða þeirri sem látin/n er,  stundum grátum við vegna þess að við finnum þeirra sorg og finnum til með nánustu ættingjum.

Stundum grátum við vegna okkar sjálfra, – við grátum vegna þess að við eigum inní okkur erfiðar tilfinningar sem þurfa að grátast út. –  Tónlistin, söngurinn, umhverfið og heilagleikinn, allt af þessu eða eitt gerir það að verkum að eitthvað losnar um. –  Það er hið besta mál. –

Bældar tilfinningar geta gert okkur veik. –

Við annað hvort bælum þær (bönnum okkur að láta þær út)  eða við gefum þeim frelsi. –

Orðið e-motion þýðir eiginlega hreyfing.   Að finna til er ekki stöðnun.   Og ef við virðum það ekki.  Frystum tilfinningar,  kannski vegna þess að við erum á norðlægum slóðum? –   Þá verða þær auðvitað bara að frostköggli innra með okkur og kannski endum við bara sem ísjaki? –

Af hverju virka sumir svona kaldir? – Er það ekki vegna frosinna tilfinninga.

Express  your emotions =  Láttu tilfinningarnar út, tjáðu þig.

Suppress your emotions =  Haltu tilfinningunum inni,  þegiðu.

Auðvitað er ekki alltaf staður og stund til að tjá allar tilfinningar, og sumar er gott að tjá aðeins þeim serm við treystum,  því þær geta verið mjög sárar og ef að móttakandinn hæðist að þeim eða gerir lítið úr þeim snýst dæmið oft í höndum okkar. –

Tilfinning getur verið tjáð með tárum, með því að tala og með því að öskra. – Tilfinning er líka tjáð með sköpun. –

Eckhart Tolle leggur ríka áherslu á að þegar við tjáum okkur,  þegar við hleypum til dæmis reiðinni út þá veitum við því athygli,  því annars byggist hún bara upp á nú. – Við verðum að „vera vitni“ að eigin tilfinningaútrás. –

Hvort líst okkur betur á orðið tilfinningaútrás eða tilfinningainnrás? –

Við þurfum að vera sem áhorfendur að eigin tilfinningaútrás, ekki dæma okkur fyrir það. –

Til að verða frjáls gætum við þurft að byrja á að tjá okkur frjálslega – en alltaf veita tjáningunni athygli. –

Tilfinningar eru orka, – sem við þurfum að sleppa lausri. –  Stöðnuð orka innra með okkur er ávísun á eitthvað vont. –  Það þarf hugrekki til að tjá sig, það þarf berskjöldun,  sem þýðir að harði skrápurinn sem búið er að byggja upp,  einmitt vegna fyrri áfalla þarf að hverfa, –  til að hleypa tilfinningum inn og til að hleypa tilfinningum út. –

Það er nefnilega sami farvegur fyrir sorg og gleði,  hatur og ást. –  Þannig að ef við lokum á vondar tilfinningar þá lokum við líka á góðar tilfinningar – eins og ást, gleði … o.s.frv. –

Eckhart Tolle talar um tilfinningar  í þessu myndbroti af Youtube

Af hverju einelti? ..

Ég er eins og litlu börnin, spyr alltaf „af hverju?“  ..

Ég held líka að til að uppræta einelti þurfi að spyrja af hverju. –

Af hverju leggur einhver einhvern í einelti? –

 • Vegna eigin óöryggis
 • Vegna ótta við útilokun frá hópnum ef hann tekur ekki þátt
 • Til þess að upphefja sjálfan sig
 • Vegna eigin sársauka
 • Betra „hann – en ég“ ..

Við hvern er að sakast og hver ber ábyrgðina á einelti? –

Er nóg að benda á þau börn sem beita einelti og segja: „Þarna er ástæðan?“ –

Eða er nóg að benda á skólann eða skólastjórnendur og segja „Þarna er ástæðan“ ..

Orsökin er dýpri, – þeir sem beita einelti eru líka hluti afleiðingar, ekki það að þau eigi ekki að taka ábyrgð, alveg eins og hver og ein manneskja þarf að taka ábyrgð á sinni tilveru.  Við sem eldri erum þurfum þó að viðurkenna ábyrgð okkar á þeim sem eru ólögráða.  Við þurfum að taka ábyrgð því að það erum við sem upplýsum, við sem kennum, við sem virkjum, erum fyrirmyndir o.s.frv.

Eineltismál eru ekki ný mál fyrir mér. Ég hef starfað í skólasamfélaginu,  síðast í grunnskóla í Reykjavík, þar sem voru inni á milli mjög illa særðir nemendur vegna eineltis, skólinn var í einu orði sagt „Helvíti“ og skiptir þá engu máli um hvaða skóla er að ræða. Þau voru í sumum tilfellum að mæta í 2. eða 3. skólann.  Oft var eineltið vegna þess að þau voru „öðruvísi“ – of feit, of mjó, of lítil, of stór,  jafnvel vildu fara sínar leiðir, sköruðu fram úr o.s.frv. en það þolir samfélagið oft illa sem hefur tilhneygingu til að steypa alla í sama mótið, meðvitað eða ómeðvitað.  

Einelti er ein birtingarmynd veiks samfélags. Við þurfum að skoða orsökina, til að koma í veg fyrir og skilja afleiðingarnar.  Skoða hvaða fyrirmyndir eru í þjóðfélaginu (leiðtogar -fjölmiðlar- foreldrar-alþingi- yfirvöld) skoða hvernig við, sem eigum að teljast fullorðin, tölum saman á netmiðlum og við eldhúsborðið heima.

Hvaða skilaboð erum við að senda börnunum?

Skoða hvaða andlega efni er verið að næra börnin með. Ég veit að sú skoðun leiðir ýmislegt óskemmtilegt í ljós. Eftir höfðinu dansa limirnir. Það þarf að verða viðsnúningur – algjör U beygja í okkar eigin framkomu við hvert annað og líti nú hver í eigin barm.

Þögn getur líka verið birtingarmynd ofbeldis, eða það að við samþykkjum ofbeldi annarra. Þegar þagað er yfir málum þegar við ættum að tala – og við höfum heldur betur orðið vör við það í okkar samfélagi.

„Um leið og sleppum tökum af alverstu óvinunum: skömm og ótta, sleppa þeir óvinir tökunum af okkur.“ (þetta í gæsalöppum er frá Neale Donald Walsch).

Orsakir eineltis eru m.a. veikar fyrirmyndir,  lélegt sjálfsmat og lítil sjálfsvirðing (eða fölsk sjálfsvirðing sem felst í ytra verðmætamati), upphafning á kostnað annarra, ótti við að vera sá sem lagður er í einelti (betra að fylgja múgnum) o.s.frv.

Þessi pistill er m.a.  tileinkaður Dagbjarti Heiðari Arnarsyni heitnum, systkinum, ástvinum hans öllum, –  og síðast en ekki síst foreldrum hans sem röktu sögu hans frá fæðingu til dauða og sýndu einstakt æðruleysi og þroska í viðtali í Kastljósi á RÚV í kvöld. –

Foreldrar Dagbjarts Heiðars bentu réttilega á að gerendur í einelti þurfa ekki síður hjálp en þolendur. –

Einelti sprettur af vanlíðan, skömm,  óöryggi, ótta.  Það að kunna ekki að setja tilfinningar sínar í farveg.  Það byrjar snemma og það er aldrei of oft ítrekað að börn læra það sem fyrir þeim er haft.  Það þarf ekki að vera að þau eigi vonda foreldra, eða ætli sér að vera vond.  Foreldrar kunna e.t.v. ekki betur og börnin þar af leiðandi ekki betur að tjá sig eða vera í samskiptum.

Það þyrmdi yfir mig að horfa á þátt þar sem ellefu ára barn tekur líf sitt.  Ég spurði í upphafi „af hverju“ – en þegar ég horfði á þáttinn þá spurði ég mig „hvað get ég gert“ –

Ég veit að það þarf að kenna börnum (og fullorðnum)  sjálfstraust og samkennd og fá þau til að tjá sig. –   Í dag var ég að skoða styrki sem Reykjavíkurborg veitir til forvarna og ég skora á menntamálaráðuneyti að leggja nú grunn að því að setja sjálfstyrkingu, siðfræði og skapandi tjáningu inn í grunnskólann af fullum krafti,  það á eftir að styrkja hinar hefðbundnu námsgreinar.

Greinum styrkleika barnanna þegar þau koma inn í skólann en byrjum ekki á að skanna veikleika.

Ég veit líka að það þarf að styrkja allt samfélagið,  uppræta sýndarmennskuna, fella grímurnar –  og sætta okkur við ófullkomleika okkar, – hætta dómhörku og fara að sýna samhug. –  Virða tilfinninga barna og virða tilfinningar fullorðinna. –  Ekki bæla, ekki fela sig bak við grímu.  Ekki vera í hlutverki og vera gerfi.

Samþykkja hvert annað eins og við erum.

Við þurfum bara miklu,  miklu meira af samkennd og kærleika og ítrekun á því að við erum öll eitt, það sem við gerum á hlut náungans gerum við á eigin hlut.  –

Allt sem ég hef sagt hér að ofan felst svo að sjálfsögðu í þessu boðorði Jesú Krists, en svipað eða samskonar boðorð finnst í flestum trúarbrögðum:

„Elskaðu náungann eins og sjálfan þig.“

… Hvorki meira né minna –

Hér er HLEKKUR á viðtalið í Kastljósi 27042012

Ert þú til í að hlýða kalli vorsins, leggja hönd á plóg og rækta nýjan skóg?

Ert þú til í að brosa til sólar taka þér plóg í hönd og rækta nýjan skóg? 

Ég hef yfirleitt notað líkinguna af því að vera í farvegi og skipta um farveg, en fæ þessa skemmtilegu líkingu lánaða hjá vini mínum – að breyta um skóg. –

Kannski erum við að púla í röngum skógi?-

Það hafa margir verið að spyrja um „tæki“ til að breyta hugsunarhætti eða siðum. – Það er fólkið sem yfirleitt er búið að sjá að breytinga er þörf, finnur að það er komið í rangan farveg, hvort sem er andlega eða líkamlega. –

Marga langar í tilbreytingu, – en orðið skiptist í tvö orð til-breyting og felur í sér hreyfingu.  Lífið er orka og lífið er hreyfing. –

Stundum er nóg að þessi hreyfing sé aðeins að breyta um viðhorf.  Hugsa út fyrir kassann, fara út fyrir þægindarammann eða fara upp á nýjan (sjónar)hól. –

Þetta er nú alveg helling 😉

Við getum hugsað okkur að við séum að íhuga draumana okkar, – sjáum fyrir okkur sýnina,  trúum á hana,  en ekki nóg því við sitjum alltaf kyrr.   Það gengur ekki alveg upp.  Við verðum að hætta að horfa upp í stofuloftið, – standa upp úr sófanum, e.t.v. bara nokkur skref og horfa upp í himinn, anda djúpt og fylla lungun af fersku lofti. –  Þá erum við tilbúin í slaginn. –

Á sama hátt þurfum við að fylla huga okkar af ferskum hugsunum.  Leyfa hinum stöðnuðu og jafnvel að skoða dagsetningar á sumum þeirra, hvort þær séu ekki komnar langt yfir síðasta neysludag og þv´verða þær að víkja.

Útrunnar hugsanir geta verið stórhættulegar! 

 

 

 

Vertu til er vorið kallar á þig,
vertu til að leggja hönd á plóg.
Komdu út því að sólskinið vill sjá þig
sveifla haka’, og rækta nýjan skóg.

Ert þú til í að hlýða kalli vorsins,  leggja hönd á plóg og rækta nýjan skóg?

Gagnkvæm ást, traust og VIRÐING í hjónabandi ..

Ég skrifaði pistil nýlega um mikilvægi því að „giftast“ eða gefast sjálfum sér. –   Með því undirliggjandi sem þarf til að hjónaband virki. –  Ég held það fari varla á milli mála að þar þarf að ríkja ást – virðing og traust. –  

Mikilvægi sjálfsvirðingar – sjálfstraust og að elska sjálfa/n sig verður seint dregið í efa. Þ.e.a.s. að þykja vænt um sjálfa/n sig en ekki í hefðbundinni merkingu eða eigingirni. –

Í framhaldi af því segjum við oft að við verðum að elska okkur sjálf, virða og treysta til að aðrir geri það.  Sú staðhæfing er góð og gild eins langt og hún nær. –

En lífið er svo skemmtilega (leiðinlega?)  flókið – og það er staðreynd að margir eiga í erfiðleikum með að elska sig, virða og treysta og það þýðir ekki að við megum ekki eða eigum ekki að elska, virða og treysta þeim sem eru í vandræðum með það. –

Við getum nefnilega elskað, treyst og virt án skilyrða. – Þ.e.a.s. við getum fókuserað á að allar manneskjur séu elsku, virðingar og trausts verðar. –  Ef þær eru brotnar er erfitt fyrir þær að byggja upp elsku, virðingu og traust án utanaðkomandi aðstoðar. –

„Ég fór að trúa að ég gæti þetta af því að þú trúðir á mig!“ –  

Þetta er raunveruleg setning úr bréfi nemanda til námsráðgjafa.

Þó að umhverfið, eða í þessu tilfelli námsráðgjafinn,  hafi áhrif,  er það í raun alltaf nemandinn sem þarf að taka ákvörðun eða velja að hlusta á ráðgjafann,  að samþykkja það sem hann segir og gera það að sínu.  Þ.e. að fara að hafa trú eða traust á sjálfum sér eða getu sinni. 

Margir hafa heyrt söguna um froskana sem voru að keppast um að klifra upp í mastrið. – 

Hópur af froskum lagði af stað,  en niðri var hópur sem kallaði, „þetta er ekki hægt“ – „Þetta tekst aldrei“  .. o.s.frv. –  einn af öðrum gafst upp þar til einn froskur varð eftir og kláraði alla leið á toppinn. –   Af hverju gafst hann ekki upp? –

Froskurinn var heyrnalaus. –

Það mætti líka snúa þessari sögu við, þar sem liðið á jörðinni væri að hvetja áfram og kalla hvatningar.  Hvað hefði gerst þá? –

Hvernig tengist hjónaband með undirliggjandi ást, trausti og virðingu inn í þetta froskadæmi? –

Jú, við hjónavígslu lofar parið hvort öðru gagnkvæmri virðingu, ást og trausti. –

Gagnkvæmnin felur í sér að gefa og þiggja virðingu, ást og traust.

Á sama hátt og hver manneskja þarf að rækta sjálfa sig og það er eflaust grunnforsendan (eins og að elska sjálfa sig, virða og treysta) þá þurfa tveir aðilar að rækta hvern annan, og – hjónabandið þarf að rækta. –

Þarna fer oft ýmislegt að fara úrskeiðis. –  Af hverju rakna hjónabönd upp? –

Það er þegar jafnvægið klikkar. –  Þræðirnir ná ekki að spinnast saman eða liturinn fer að leka úr öðrum yfir í hinn. –  Hjónabandið er úr tveimur heilum þráðum, sem þurfa að haldast heilir og vefja saman eitt sterkt band. –

Í upphafi getur pari liðið eins og algjört jafnvægi ríki,  – það er þegar ástin er allsráðandi og eins og sagt er þá getur ástin blindað,  þessi ástríðufulla ást, – ekki þessi sem varir, þessi sem er meira eins og djúp væntumþykja. –

Þegar fólk fer að upplifa mannlegu hliðarnar, – þá fara hlutir sem voru jafnvel krúttlegir áður að fara í taugarnar á hinum. –

Við getum tekið dæmi af konu sem er lengi að gera sig klára, og er af þeim orsökum alltaf of sein.  Í tilhugalífinu þótti manninum hennar þetta krúttlegt, að hún tæki langan tíma að undirbúa sig fyrir hann og bara fyndið að mæta of seint í matarboð eða í leikhúsið.   Seinna þegar þau eru gift, er þetta að hans mati einn af hennar stærstu ókostum og farið að taka mjög á taugarnar,  og orðinn orsakavaldur margra uppákoma og rifrilda.

Seinlæti og það að koma of seint eða láta bíða eftir sér er í raun óvirðing við tíma annarra.  Sá aðili sem lætur bíða eftir sér er því að sýna bæði maka og öðrum „þolendum“ óvirðingu. –   Óstundvísi er oft ávani eða lærð hegðun sem þarf að aflæra.  En til þess þarf viljann til þess. –

Kona sem er búin að segja manni sínum að henni finnist dásamlegt að hann færi henni blóm við og við, – og hann færir henni aldrei blóm,  er að óvirða langanir konunnar með að hlusta ekki á hana. –

Við verðum að yrða óskir okkar, langanir og þrár – og makinn á móti að virða þessar óskir, langanir og þrár (að sjálfsögðu á meðan það gengur ekki á virðingu makans). –

Þessar dæmisögur eru bara brotabrot og virka kannski einfaldar, en geta í raun verið upphafið að óánægjuferli. – 

Þó að við eigum ekki að þrífast á viðurkenningum né hrósi, blómum eða hegðun annarra,  þá komumst við ekki hjá því að slíkt hefur áhrif.  Við þurfum ekki að láta eins og að við séum ónæm fyrir hrósi eða viðurkenningu,  það er líka gott í hófi, eins og súkkulaði eða rauðvín er gott í hófi 😉

  –  Við þurfum að sýna tillitssemi og virðingu, – við erum tilfinningaverur og það er nú þannig að t.d. samlífið sem endar í rúminu á kvöldin hefst oft að morgni. – 

Náin og falleg samskipti yfir daginn byggja upp áhugann fyrir kvöldið – á meðan vond samskipti og óvirðing brýtur niður áhugann. –  Merkilegt þegar sumir halda að það sé hægt að vera leiðinleg/ur við maka sinn og fjarlæg/ur allan daginn jafnvel gera lítið úr – og svo eigi allt að „gerast“ um kvöldið.

Auðvitað eru undantekningar – en þær eru ekki reglan. –

Hjón deila næstum öllu með hvort öðru, lífi sínu og tilfinningum.  Það er mjög mikilvægt að virða tilfinningar hvers annars, annars er ekki hægt að tjá sig um þær og þær safnast bara upp í hnút. –

Að sjálfsögðu þarf fólk að komast að samkomulagi, hvað er eðlilegt og hvað ekki og hafa sameiginlegar reglur og gildi fyrir heimilið, og þá ekki síst þegar börn eru í spilinu. –

Æ oftar heyri ég af körlum í hjónabandi sem vilja skoða klámsíður á netinu, – konan biður þá um að hætta, en ekki hættir maðurinn og unglingar á heimilinu komast jafnvel í efnið.  – Þetta er raunveruleikinn. –

Ef að hjón eru ekki fær um að virða langanir, þrár, væntingar eða skoðanir hvers annars,  þá fer að fjara undan. – 

Hvað þá að virða hvort annað bara sem manneskjur. –

Mörg hjón stunda það, annað hvort bæði eða annað að gera lítið úr hinu og ýta oft á viðkvæmustu takkana, og það geta þau vegna þess að þau þekkjast svo vel. –

Sá aðili sem gerir þetta,  notar það að hæðast að maka sínum, jafnvel fyrir framan annað fólk er yfirleitt sjálfur í vanlíðan.  Þetta er því keðjuverkandi. –

Ég þekki þetta af eigin raun, – bæði að vera gert lítið úr og að gera lítið úr. –  

Þetta kallast gagnkvæm óvirðing. –

Gagnkvæm óvirðing kemur þegar báðir aðilar eru brotnir, líður illa og stundum þarf bara einn að byrja og svo hefst vítahringurinn. –

Hjónabandið er því,  eins og fyrirtæki,  ekki sterkara en veikari hlekkurinn eða aðilinn. –

Fólk getur viljað vel, upplifir jafnvel væntumþykju – en kann ekki samskipti. – Kann ekki umgengi og skilur ekki hvað er eiginlega í gangi. –

Af hverju vill hún/hann ekki elskast með mér í kvöld? –

Af hverju er hún/hann í fýlu? –

Af hverju er hann/hún farin/n að leita í aðrar áttir?

Við verðum að spyrja af hverju,  en ekki bara að ráðast á afleiðingarnar. –

Ef hjón vilja bæta samband sitt,  þarf að:

Virða sig, virða maka sinn, virða hjónaband sitt, virða mörk sín o.s.frv. –

Það þarf að taka tillit til eigin langana og þarfa og yrða þær,  ekki bara vona að makinn fatti,  því að það er ekkert víst að hann hafi alist upp í þannig umhverfi.   Á móti þarf sá sem tekur við að hlusta á langanir og þarfir og virða þær. –

Ekki gera lítið úr,  ekki hæðast að.   Ef fólk er ekki sammála þá verður að komast að samkomulagi eða niðurstöðu.

Stundum er það þannig að forsendurnar fyrir hjónabandinu eða sambandinu voru alltaf rangar og því er erfitt að bjarga,  stundum hefur annar aðilinn beitt það miklum rangindum eða ofbeldi að því er erfitt að bjarga og þeim sem beittur var ofbeldinu bjóðandi að halda áfram. –

En þegar BÁÐIR aðilar sjá möguleika á því, og langar til að byggja upp gagnkvæmt traust, virðingu og  elsku, þá ber að hafa það í huga að:

Það er dýrara og oft mun sársaukafyllra að skilja en að leita sér hjálpar eða fá ráðgjöf.

Þrátt fyrir ofan sagt, er forsendan alltaf að elska sig, virða og treysta.  Því sá sem gerir það lætur ekki bjóða sér óvirðingu, yrðir tilfinningar sínar langanir og þarfir, setur eðlileg mörk í samskiptum og lítur ekki á sig sem stærri eða minni en aðrar manneskjur, heldur jafningja. – 

Jafnframt:  Það er sagt að við getum ekki breytt fólki og það er satt svo langt sem það nær. – Við breytum ekki fólki,  það breytir sjálfu sér. – Þegar við segjum við einhvern að við treystum viðkomandi getur hann valið sjálfur hvort hann trúir því eða ekki.  Við ákveðum það ekki fyrir hann. –  

Við getum haft áhrif á fólk með því að breyta okkur, framkomu okkar, viðmóti og hvernig við umgöngumst það. 

Við getum haft áhrif með því að vera fyrirmyndir,  fyrirmyndir í elsku, virðingu og trausti. –   Bæði á sjálfum okkur og öðrum. –

Þetta er búið að vera átakamikið umræðuefni, – set hér í restina trailerinn úr „Steiktir grænir tómatar“ – þar sem frúin var óánægð með sjálfa sig og ónærð í hjónabandinu og var farin að leita huggunar í  konfektkassa og eiginmaðurinn í íþróttunum í sjónvarpinu. –  Hún var að reyna að fá athygli hans, m.a. á tragikómískan hátt með að vefja sig inn í sellófan,  en í raun var það endurnýjað sjálfstraust hennar í gegnum samtöl við fullorðna konu sem vakti athygli og áhuga eiginmannsins. –

Þú getur valið hvort þér þykir þetta trúverðugt.

Að lokum,  það er aldrei uppbyggilegt að fara í ásökunargír hvorki gagnvart sjálfum sér eða maka, – miklu betra að setja sig í þann gír að vilja sýna sjálfum sér skilning, skilja maka sinn og skilja sjálfa/n sig.     

Lokaspurning:

Hvað átt þú skilið og hvað ætlar þú að gera í því?

Allir út úr skápnum sem tilfinningaverur „Vertu þú sjálfur – farðu alla leið“ ….

Seinni hluti fyrirsagnar er m.a.  vísun í upphafið á lagi sem kom í kollinn á mér í morgun …“Vertu þú sjálfur – farðu alla leið“ ….

Það eru margir í sjálfsleit, – og hreinlega að læra að vera þeir sjálfir. –

Því ef við erum ekki við sjálf hljótum við að vera einhver önnur, ekki satt? – Kannski erum við bara mamma eða pabbi? – Eða vinir okkar? –  Kannski erum við að troða okkur í piparkökumót sem passar okkur ekki? –

Það eru ýmis ljón á veginum, –

 • Hvernig veistu hvenær þú ert þú sjálf eða sjálfur? –
 • Hvað gerist þegar þú ferð að vera þú sjálf eða sjálfur?
 • Hvernig tekur samfélagið á móti þessari nýju/sönnu útgáfu af þér sjálfri/sjálfum? – skiptir það þig máli ef þú ert hin sanna eða hinn sanni þú?

„Sannleikurinn gerir þig frjálsa/n“ …

Brené Brown,  sem er rannsóknarprófessor og fyrirlesari  hefur skoðað mannlega hegðun og mannleg samskipti,  og tekið óteljandi viðtöl þar að lútandi, segir að það sé alltaf betra að geta tjáð sig um sögu sína, söguna um það hver þú ert en að flýja frá henni eða afneita. –

Við þekkjum flest frásögur fólks af því að koma út úr skápnum sem samkynhneigð/ur – sem er jú það sama og fella hlutverkagrímu, – halda leyndarmál um sjálfan sig.  Ef þetta leyndarmál er haldið, er það oft vegna þess að viðkomandi þorir ekki að horfast í augu við samfélagið og upplifa viðbrögð þess. –  Samfélagið,  þá bæði sína nánustu og þeirra sem fjær standa. –

Einu sinni var það þannig á Íslandi að fólk þurfti að flýja land vegna dómhörku í garð samkynhneigðra. En tímarnir hafa breyst og mennirnir (samfélagið) með. –

En hvað eru margir inní skápnum,  með grímu, með leyndarmál sem þau væru ekki með,  ef að samfélagið væri ekki eins dómhart? –  Hversu marga gæti samfélagið frelsað ef það væri umburðalyndara og sýndi meiri samhug? –

Það að vera maður sjálfur,  – þýðir ekki að við hættum að taka tillit til annarra, vera náunganum náungi o.s.frv. –  Auðvitað stefnum við alltaf inn á hinn gullna meðalveg sem er um leið hinn öfgalausi vegur sannleikans. –

Mér finnst allta gott að vitna í Carlos Castenada:

“A path is only a path, and there is no affront, to oneself or to others, in dropping it if that is what your heart tells you . . . Look at every path closely and deliberately. Try it as many times as you think necessary. Then ask yourself alone, one question . . . Does this path have a heart? If it does, the path is good; if it doesn’t it is of no use.”

Ef það er kærleikur í því sem við erum að gera,  hefur það gildi, annars ekki.  –

Þessi kærleikur gildir út á við, en líka inn á við. –

Hann gildir þannig að þú samþykkir þig og verðir ekki þinn versti óvinur og/eða dómari. –

Hvernig notum við þessa grímu í daglegu lífi, þannig að við samþykkjum okkur ekki? –

dæmi:

Anna og Gulla eru samstarfskonur og eru að rökræða.   Anna segir eitthvað særandi við Gullu,  Gulla lætur eins og ekkert sé, en segir bara að þetta komi ekki Önnu ekkert við, og snýr sér svo við,  því ekki vill hún að Anna sjái tárin sem eru að spretta fram, – og gengur svo inn á skrifstofu. –

Hvað er raunverulega í gangi þarna?

 • Gulla vill ekki leyfa Önnu sjá hvað hún er viðkvæm og hvað orð Önnu hafa sært hana. –
 • Gulla er með grímu,  skjöld eða  inní skápnum – því hún skammast sín fyrir viðkvæmni sína.   Hún vill að Anna haldi að hún sé „sterk“ ..
 • Gulla er ekki heiðarleg við Önnu því að Anna veit kannski ekki að orðin sem hún notar eru særandi.
 • Gulla er í raun óttaslegin,  en hugrekkið felst í því að ganga í gegnum þá tilfinningu en ekki flýja hana, –  láta vita hvernig okkur líður og samþykkja viðkvæmni sína en ekki afneita,  en hún er partur af okkur sjálfum. –
 • Ef að Anna hefur sagt viljandi eitthvað til að særa Gullu, þarf hún að sjá afleiðingarnar, – til að hún læri af því, og því væri það í hennar hag – kannski myndi hún ekki nota þessi leiðinda komment aftur,  þegar Gulla segði henni hreint út og frá eigin brjósti – út frá sjálfri sér en ekki með ásökun,  hvernig hún upplifði framkomu hennar. –
 • Ef að Anna gerði lítið úr viðkvæmni Gullu eða gerði grín að því,  er það hún sem er dómhörð en ekki Gulla,  sem er heiðarleg og er hún sjálf. –

Þessi samskipti gætu verið milli hjóna, para, foreldris og barns.   Heiðarleiki í samskiptum,  að segja frá því hvernig okkur líður,  fá fólk til að segja sér hvað er að, ef það er farið að skella hurðum eða herpa saman varirnar,  eða gefa þér „The silent treatment“ og þú veist ekkert af hverju. –

Við sem tökum á móti tilfinningum annarra, hvort sem við gerum það sem vinnufélagar, systur, bræður, foreldrar, ömmur eða afar megum ekki gera lítið úr tilfinningum annarra.  Þá erum við að dæma þær út frá okkar forsendum og gera lítið úr.  Sérstaklega á þetta við gagnvart börnum. –  Jafnvel þótt við séum ekki sammála,  þá verðum við að prófa að máta okkur í þeirra spor, – við þurfum ekki að samþykkja að þau hafi rétt, heldur aðeins að virða. – Það eru alltaf orsakir á bak við tilfinningar. –   Kannski eru viðbrögðin það sem við köllum „óeðlileg“ – en hvað liggur þá á bak við það? –  Aldrei niðurlægja eða gera lítið úr. –

Það er hugrekki að tala saman.  Spyrja,  „hvað er að?“ – jafnvel þó þú vitir að svarið geti verið óþægilegt og þá sérstaklega fyrir þig. –

En þannig ertu þú sjálfur,  þannig ertu þú sjálf og ferð alla leið. –

Upphafsspurningarnar voru m.a. : „Hvernig vitum við hvort að við erum við sjálf?“ –

Leiðin er frá hausnum á öðrum, yfir í okkar höfuð og þaðan niður í hjarta. –

Paulo Coelho rithöfundur,  skrifaði að ef við kynnum tvö orð á öllum tungumálum, myndum við aldrei týnast hvar sem við værum í heiminum.

Þessi orð eru „Hjálp“ og „Takk“ …

Það er ekki veikleikamerki að biðja um hjálp, heldur hugrekki og styrkur, –  það sýnir þorið að sýna hver þú ert:  „Manneskja sem biður um hjálp“ .. og auðvitað þökkum við fyrir veitta hjálp,  og þakklætið er besta bænin því að þakklæti laðar að sér þakklæti. –

Fyrsta skrefið í að biðja um hjálp, er að viðurkenna fyrir sjálfum/sjálfri sér að þurfa hjálp. – Það er hluti þess sem fólk kallar „letting go“ – eða sleppa takinu.

Það er ágæt byrjun, að byrja að biðja alheiminn/Guð/æðri mátt/lífið um hjálp,  það er ótrúlega oft sem það er fyrsta skrefið í bata og frelsi. –

Biðja um hjálp við að koma fram eins og þú ert, viðkvæm, ófullkomin manneskjan: þú – en um leið svo dásamlega sönn og heiðarleg. –  Hætt að þykjast, vera með grímu og halda leyndarmál sem halda þér niðri og hefta þig frá því að lifa lífinu lifandi vera.

Að vera til. –

Að vera til,  er að finna til. –  Að finna til er að upplifa tilfinningar sínar. –  Ef við bælum þær, flýjum, deyfum afneitum, erum við að sýnast en ekki vera. –

Við þurfum því öll að koma út úr skápnum sem tilfinningaverur, bæði karlar og konur. –

Samfélagið þarf bara að taka sig saman í andlitinu og samþykkja lífið og fólkið eins og það er. –  Það er ekki endilega auðveldasti vegurinn að feta, að ganga veg sannleikans,  en það er vegurinn til frelsis. –

Hvaða veg velur þú? ….

Ath. – Er með einkaviðtöl, fyrirlestra, hugleiðslur, námskeið og hóptíma hjá Lausninni  http://www.lausnin.is  og hægt er að hafa samband í síma 617-3337  eða johanna@lausnin.is til að fá nánari upplýsingar. –

„Þetta er mér ekki bjóðandi“ ….

Karlkyns kennari gengur að kvenkyns samkennara sínum og fer að nudda á henni axlirnar,  hún frýs, rennur kalt vatn milli skinns og hörunds, líður ógeðslega illa og vonar að hann hætti sem fyrst, en…. hún segir ekkert.  Hún jafnvel kvartar ekki til yfirmanna.

Þetta gerist og það er ekki einsdæmi.  Stundum er þetta kennari og nemandi. Og vissulega er hægt að víxla kynjunum þarna líka, þótt eitt sé algengara en hitt. –  Jú, stundum er kvartað en ekki alltaf.

Það vakna margar spurningar.

Í þessu  dæmi sem ég set upp í upphafi. Af hverju leyfir karlinn sér þetta?   – Kannski finnst honum hann bara „næs?“ –  en þetta snýst í raun ekki hvað honum finnst. –  Þetta snýst um upplifun og tilfinningar konunnar. – En á móti er spurt af hverju virðir hún ekki sín mörk og sínar tilfinningar? –  Af hverju segir hún ekki neitt? –

Hana vantar sjálfstraust, hana vantar sjálfsvirðingu og ef til vill að elska sig nógu mikið til að segja upphátt  „Þetta er mér ekki bjóðandi“ – eða bara „Nei takk, sama og þegið ég vil þetta ekki.“ – eða eitthvað í þeim dúr. –

Ef hún segir aldrei neitt, – þá er mjög líklegt að karlinn haldi að henni þyki þetta bara „næs“ eins og hann upphaflega hélt.  Nú kannski hefur hann áhuga fyrir þessari konu og gengur á lagið? –  (Auðvitað vond nálgun, en kannski kann hann ekki aðra leið). –

Ég er með þessari umfjöllun ekki að varpa ábyrgðinni á kynferðisáreitni á þolandann og langt í frá.

Aðeins að vekja athygli á mikilvægi þess að virða tilfinningar sínar, þora að tjá sig, þora að tala upphátt. –  Til þess þarf hugrekki – það þarf nefnilega hugrekki að játa að manni finnist eitthvað óþægilegt, að við séum ekki bara naglar sem sé sama þó að ókunnar hendur fari að nudda á okkur axlirnar.  Við erum kannski hræddar við að vera álitnar teprur eða of viðkvæmar. – En þá erum við heldur ekki að virða það sem við erum.

Styrkleikinn liggur í að viðurkenna viðkvæmnina, að viðurkenna að okkur finnst eitthvað óþægilegt og segja það upphátt. – Ekki láta bjóða sér upp á það sem okkur finnst vont og óþægilegt – og það er ekkert til að skammast sín fyrir að segja „Nei takk“ ekki frekar en að segja „nei takk“  við hákarli eða lifur eða hverju því sem okkur finnst bragðvont. –  Ef við virtum nú ekki bragðlaukana okkar, og myndum pína okkur til að borða það sem hinir réttu að okkur,  einungis til að geðjast þeim, láta ekki vita að okkur þætti þetta vont, myndi okkur ekki þykja við klikk? –   Svona göngum við á okkur sjálf og sjálfsvirðingu okkar, og við förum að safna skömm. – Eins og ég hef skrifað um annars staðar er skömmin krabbamein sálarinnar og hún lagast helst við að tjá sig um hana, eða það sem veldur henni,  sé talað.  Tjáningin er því líka lækning þar. –  Skömmin er svo vond tilfinning að hún lætur okkur skammast okkar fyrir okkur sjálf, það er í grófum dráttum munur á sektarkennd og skömm.  Sektarkennd = ég skammast mín fyrir það sem ég gerði.  Skömm = ég skammast mín fyrir það sem ég er.

Því miður elur samfélagið á þessari skömm þegar það gefur ákveðin skilaboð um hvernig við eigum að vera og hvernig ekki. „Við eigum að vera sterk og ekki bera tilfinningar á torg.“  „Bíta á jaxlinn“  o.s.frv. –

Það er enginn að tala um að við eigum að standa vælandi niðrá torgi, en við eigum að geta talað um tilfinningar okkar alltaf þegar við þurfum á því að halda.  Þegar okkur er mál.    Annars verðum við veik, vond o.s.frv. og það skapast vítahringur.  –

Við þurfum að hjálpa börnunum okkar að virða sínar tilfinningar, þekkja inn á þær og leyfa þeim að tala.  Ekki gera lítið úr þeirra tilfinningum,  þær eru sannar. –  Ekki segja „þér finnst þetta ekki vont“ – þegar barnið segir „mér finnst þetta vont“ …   Þá kennum við því að virða ekki tilfinningar sínar og það fer að efast.

Konan í upphafi sögunnar lærði það í bernsku að virða ekki sínar tilfinningar, það væri jafnvel hallærislegt eða sýndi að hún væri of viðkvæm.

Virðum okkar mörk – svo aðrir virði þau líka. –

Elskum okkur, virðum okkur og treystum okkur svo aðrir geti elskað okkur, virt og treyst. –  

Það er ekki bara eitthvað sem er sniðugt að gera, eða góð hugmynd að prófa að reyna að elska sig,  það er nauðsynlegt fyrir farsæld og hamingju hverrar manneskju að gefa ekki afslátt af sjálfri sér,  þ.e.a.s. af tilfinningum sínum, virðingu eða trausti. –

Allt sem ég fjalla um hér að ofan, gildir fyrir karlmenn sem konur, – að virða tilfinningar sínar. –  Gildir líka í öðrum samskiptum þar sem á okkur er gengið, – að setja okkar mörk og yrða þau upphátt við þá sem í kringum eru. –

Þú átt alla þína elsku skilið – leyfðu þér að trúa því! –

Blái Ópallinn söng „Stattu upp fyrir sjálfum þér“ –  það er nákvæmlega sem við þurfum að gera, – og standa svo með sjálfum okkur og virða. –

„Ég dey ef ég þarf að standa upp og tala“ …

Það var vorið 1998 að ég var stödd í kapellu Háskóla Íslands, hafði drifið mig í guðfræðinám „á gamals aldri“ eins og frænka mín orðaði það svo skemmtilega (ég var aðeins 37 ára og þótti ég ekki gömul).  Þetta var á mínu fyrsta ári og ég sat með opna Biblíu og horfði á ritningartextann sem ég átti að lesa upp, – ég var sveitt, stressuð og skítrhædd (afsakið orbragðið).

Ég átti s.s. að standa upp í nemendamessunni og lesa minn texta.  Virkaði ekki merkilegt, en af einhverjum ástæðum var ég svona ofboðslega hrædd.  Hrædd við að fara að skjálfa og titra, hrædd við að athyglin beindist að mér, hrædd við að klikka, hrædd við að „gera mig að fífli“

.. Ég hafði haft það hugrekki að hefja þetta nám,  fimm ára embættisnám í guðfræði, en þarna var ég í alvörunni að íhuga að hætta við!  Ég sá mig í anda taka sprettinn út úr kapellunni og forða sjálfri mér frá illu!

Var þetta þess virði að upplifa þessa vanlíðan? Vanlíðan við að standa upp og tala fyrir framan allt þetta fólk sem var svo miklu merkilegra en ég? .. (sjálfstraustið ekki upp á marga fiska (né brauð)).

En ég hljóp ekki, – það voru tveir þröskuldar sem ég gat valið á milli þess að komast yfir;  Þröskuldurinn út um dyrnar á Háskólanum eða þröskuldurinn að yfirstíga ótta minn við að standa upp og lesa.  Það var leiðin til frelsis frá óttanum – þ.e.a.s. að ganga inn í hann.

Ég get seint þakkað sjálfri mér fyrir rétta ákvörðun.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan, margar hugvekjur, ræður, og sögur sagðar.

Sjö árum síðar var ég svo  farin að kenna  áfangann tjáningu 103 í framhaldsskóla, og það sem hjálpaði mér einna mest var að ég skildi hræðslu sumra nemendanna, t.d. þeirra sem sváfu varla nóttina áður en þau mættu í tíma.  En ég gaf heldur ekki eftir, – vegna þess að ég vissi að það þyrfti í sumum tilfellum að ýta þeim yfir þröskuldinn.

Við notuðum „GÆS“ – „Ég get, ég ætla og ég skal“ ..  í staðinn fyrir „Ég get ekki, ætla ekki og ég skal ekki“ –  Að þora ekki, var ekki í boði.

Það er vont ef að við förum að halda aftur af möguleikum okkar til náms eða starfs, vegna þess að við óttumst að skína, við óttumst að tala og óttumst að gera mistök. – Það er vont að geta ekki tjáð okkur um málefnin sem liggja okkur á hjarta, jafnvel bara á starfsmannafundinum eða í vinahópnum.

Ég hef ákveðið að bjóða upp á námskeið í framkomu og tjáningu í samvinnu við Lausnina, þar sem farið er í grunninn, – farið er í sjálfstyrkingu,  við byrjum hægt og hljótt, bara á hraða hvers og eins ….og svo er farið yfir þröskuldinn!

Það væri freistandi að segja að ritningartextinn minn þennan örlagaríka dag í kappellunni hafi verið „Ég lifi og þér munuð lifa“  í trausti þess að Guð sé húmoristi ..en auðvitað var það ekki textinn, en eitt er víst að ég dó ekki við að tala fyrir framan fólk og þú gerir það ekki heldur!

Nánari upplýsingar um námskeiðið og skráningu má lesa HÉR.

Býð einnig sérsniðin námskeið fyrir hópa eða vinnustaði. – Námskeiðin hjá Lausninni eru yfirleitt styrkt af stéttarfélögum. –

Hafið samband johanna@lausnin eða í síma 8956119 /6173337