Hugleiðsla í Lausninni – auglýsing …

Hvernig er hægt að lifa í núinu og samt vera að búa sér til markmið og hafa sýn?

Er þetta ekki spurning sem margir spyrja sig? – Sjálf er ég bæði að leiðbeina við líf í núinu og að setja fókus inn á við,  auk þess að hjálpa fólki við að búa sér til stefnu – sýn – og hafa trú á sýninni.  Einhvers konar vísir að markþjálfun.

Svarið er í sinni einföldustu mynd að við þurfum að hafa innri og ytri markmið.  Hið ytra er t.d. þessi klassísku að ná árangri í starfi, finna góðan lífsförunaut, ná árangri félagslega,  eignast draumahúsið o.s.frv.-   En hin innri eru að ná sátt við sjálfa/n sig,  frelsa huga sinn og hjarta, leita inn á við og ná æðruleysi.

Ef að innri markmiðum er ekki náð verðum við aldrei fullkomlega ánægð með ytri markmið. –

„Hvað stoðar það manninn að eignast allan heiminn en glata sálu sinni“

Setjum okkur því endilega sýn –  fallega sýn, leyfum okkur að dreyma og ekki setja upp hindranir,  hvorki innri né ytri hindranir.  Þegar við höfum sett upp sýn – og ég mæli með því að skrifa þessa sýn niður,  þá þurfum við að þekkja það sem hindrar og við þurfum að trúa á sýnina og leyfa henni að verða að veruleika.  Kannski er eitthvað þar sem ekki gengur upp, og þá leyfum við því líka bara að vera – því kannski var það ekki það besta fyrir okkur. –  Það sem verður verður.

Enginn er færari okkur að drepa niður sýnina okkar en við sjálf.  Það geta jú verið ytri hindranir,  fólk, atburðir o.s.frv. en það fer eftir viðbrögðum okkar, hversu trufluð við erum af þessum ytri hindrunum hvort við missum sjónar af sýninni eða ekki.

Því miður skemma margir þessa sýn fyrir sér með því að leyfa henni ekki að rætast, trúa ekki á hana, byggja á fyrri reynslu og segja því „mér mun ekki takast þetta núna, því mér tókst það ekki áður“…  eða eitthvað álíka.   Aðrir segja „ég á ekkert gott skilið“ –

Henry Ford sagði að hvort sem þú heldur að þú getir gert eitthvað eða heldur ekki,  hafir þú rétt fyrir þér.

Já mikill er máttur þinn. –

„Resistance“ – eða mótstaðan við hinu góða sem okkur er ætlað er einn af okkar verstu óvinum. –

Við þurfum að byrja að losa hið innra, losa stíflurnar í líkamanum og huganum.  Losa um allt þetta „ég get ekki röfl“ – Losa um fókusinn á dramanu.  Veita athygli heilbrigða hluta okkar i stað þess að fókusera á það sem er veikt í okkur. –

Besta aðferðin sem ég persónulega þekki og stunda er hugleiðslan, –  að leiða hugann en ekki láta hann leiða okkur.   Ég lærði hugleiðslu fyrir mörgum árum og hef þróað mínar eigin hugleiðslur og kennt.   Einnig nota ég hugleiðslur frá öðrum fyrir sjálfa mig. –  „Guided meditation“ –  Það eru ýmis form af hugleiðslu, hugleiðsla getur verið að borða góðan mat og veita honum athygli, hverjum bita fyrir sig, finna bragð og áferð matarins,  hugleiðsla getur verið að vera við árbakka og veiða fisk,  hugleiðsla getur verið að hlusta á uppáhaldstónlistina þína eða ganga á fjöll. –   Allt sem lætur þér líða vel og kemur þér inn á við,  inn að innri markmiðum og losar um áhyggjur og kvíða sem halda þér spenntri/spenntum.

Innra ljós, friður, gleði, ást, sýn … eru atriði sem hægt er að kalla fram hið innra með hugleiðsluaðferðinni. –   Hugleiðslan er eitt af hliðunum til að komast inn og sjá fjársjóðinn/uppsprettuna hið innra.

Á skipulagsfundi í Lausninni í gær,  lét ég vita að ég yrði með hugleiðslu þrisvar í viku næsta vetur.   Hugleiðslan byrjar um miðjan ágúst og ég setti upp kvöld, morgun – og hádegistíma til að sem flestir gætu fundið eitthvað við sitt hæfi.  Ég ætla að hafa þetta óhefðbundið og hafa eitt mánaðargjald, þannig að þetta verður eins og í líkamsræktinni,  eftir því sem fólk mætir oftar þess ódýrari verður tíminn!.  Hugleiðslumánuðurinn í Lausninni verður frá 15. – 15. hvers mánaðar – þannig að fyrsta hugleiðslan er 15. ágúst nk.

Stakur tími kostar kr. 2000.-

10 tíma „klippi“kort  frjáls mæting kr. 15.000.-

Eins mánaðar kort kr. 10.000.-

Tveggja mán. kort kostar kr. 18.000.-

þriggja mánaða kort kostar kr. 24.000.-

þetta verður betur auglýst þegar nær dregur og hægt verður að kaupa gjafabréf til að gefa sjálfum sér eða öðrum.

Tímarnir í boði verða:

Mánudaga kl.  19:00 – 20:00

Þriðjudaga kl.  11:00 – 12:00

Miðvikudaga kl. 08:00 – 09:00 og  12:00 – 13:00

Fimmtudaga kl. 12:00 – 13:00

Ath!  Hugleiðslan er þvertrúarleg og þverpólitísk, – allt starfið miðast að því að treysta, dæma ekki hvert annað, geta verið við sjálf og komið fram af heiðarleika. –  Ég nýti mér orkustöðvar, liti, ljós – en fyrst og fremst þá náðargjafir sem guð/lífið/heimurinn/mátturinn  hefur gefið  en sannarlega tel ég að allt ofangreint sé þar innifalið. –

Vertu ekki þín innri hindrun, því þú átt allt gott skilið.  

Slepptu, treystu og leyfðu …   þér að skína.

Að segja NEI …

Eftirfarandi er lausleg þýðing á pistli Cheryl Richardson og er alveg í samhljómi við það efni sem notað er þegar verið er að leiðbeina fólki til að taka á meðvirkni sinni:

„Vonbrigði eru óæskileg.  Það er fátt verra en væntingar sem bregðast.  Þess vegna finnst okkur leiðinlegt að valda öðrum vonbrigðum.  Stundum förum við á „auto pilot“  og segjum „já“ þegar við vitum innra með okkur að það er eitthvað sem við samþykkjum sem við ættum ekki að taka að okkur, eða við höfum leitað allra leiða til að neita á viðkunnanlegan hátt, svo fólk upplifi ekki sárindi við neitunina.

Innst inni þolum við fæst að valda fólki vonbrigðum.  Reyndar forðast flestir það eins og heitan eldinn. Eftirfarandi eru dæmi um ástæður hvers vegna:

  • Við viljum forðast sektarkennd.
  • Við þolum ekki sjálf að verða fyrir vonbrigðum eða vera særð, og við viljum forða öðrum frá sársauka.
  • Okkur vantar tungumálið við að segja nei með virðingu og kærleika
  • Við viljum forðast rifrildi svo við gerum allt til að halda friðinn
  • Við viljum að fólki líki vel við okkur

Hinn óþægilegi sannleikur við sjálfsræktina er að þú verður að læra að höndla tilfinningarnar sem koma upp við að valda öðrum vonbrigðum,  særa tilfinningar annarra eða reita aðra til reiði.   Og þú munt læra það.  Þegar þú ákveður að rjúfa vítahring höfnunar á eigin þörfum,  er hluti þess að læra að segja nei, setja mörk, og setja landamæri til að vernda tíma þinn, orku og tilfinningalegar þarfir.

Þetta er gríðarleg áskorun fyrir alla góða einstaklinga sem láta sig náungann varða.  Af hverju?  Vegna þess að óhjákvæmilega endar það t.d. með að valda vinkonu þinni vonbrigðum þegar þú virðir þarfir þínar til að eiga fríhelgi framyfir það að samþykkja að passa börnin hennar.

Einnig er líklegt er að þú særir tilfinningar unglingsins þegar þú segir honum að fá sér göngutúr heim til vina sinna frekar en að keyra eins og einkabílstjóri með hann í 10. skiptið þennan mánuðinn.  Og þú getur verið þess fullviss að þú pirrir maka þinn, sem nú þarf allt í einu að fara að þvo fötin sín, þegar þú ákveður allt í einu að þú ætlir ekki lengur að vera í þjónustuhlutverki fyrir alla undir sama þaki og þú.   Vertu þess fullviss að þegar þú tekur upp á því  að breyta leikreglunum verða ekki allir endilega glaðir.

En mundu það:  Ef þú vilt lifa innihaldsríku lífi sem skiptir máli fyrir líf annara, verður þú að byrja á því að skipta máli í þínu eigin lífi.  Þannig er tilgangur þinn tær.  Óþægindatilfinning, sektarkennd eða ótti eru aðeins hluti af því ferli sem kemur upp þegar þú setur þarfir þínar í forgang.

Það getur komið verulega á óvart til hvaða örþrifaráða við grípum til að forðast að valda öðrum vonbrigðum.

Dæmið um Barböru.

Barbara var meðvituð um tilhneygingu sína við að vera „góð stelpa“ – og hún vissi í raun alveg hvað var að gerast.  Barbara sagði  „Ég er um það bil að fara að gera hinn týpíska „góðu stelpu gjörning“ –   Yfirmaður minn er búinn að vera að berjast fyrir því í sex mánuði að ég fái flutning í starfi,  þar sem ég gæti notið betra veðurs.   En þar sem ég fer í gegnum ráðningarferlið, er ég að gera mér grein fyrir því að þetta starf er ekki í raun og veru það sem mig langaði í og ég er hægt og rólega að átta mig á því  að þarna verð ég ekki hamingjusöm.

Hér kemur hið klikkaða.  Heldur saga Barböru áfam:   „Trúðu því eða ekki, en ég er í alvöru talað að hugleiða það að þiggja starfið,  vegna þess að yfirmaður minn er búin að hafa svo mikið fyrir að redda því og mér finnst leiðinlegt að bregðast honum.“

Þetta er sönn saga úr símaviðtali við Cheryl.  Ef þú hugsar um þitt eigið líf, gætir þú eflaust fundið frásögn um eigin dæmi.

Þú ákveður að taka inn nýjan viðskiptavin,  jafnvel þó að allt innra með þér öskri „Viðvörun! Viðvörun“ – vegna þess að þú vilt ekki að hann upplifi það að sér sé hafnað.  Eða, þú ert loksins búin/n að taka frá tíma fyrir þig og maka þinn að gera eitthvað saman,  þegar þú fórnar því fyrir söfnunarkvöld foreldra í skólanum,  vegna þess að þú vilt láta hina foreldrana vita að þú sért virkur foreldri í foreldrastarfinu.

Á hverjum degi tekur fólk mikilvægar ákvarðanir byggðar á því hvað aðrir vilja, vitandi vits að sumu leyti að það er í bullandi sjálfshöfnun á eigin þörfum eða tilfinningum.   Það er erfitt að venja sig af góðu stelpu (góða stráks) ávananum.

En hvað gerist svo þegar þú ferð að segja nei og valda þannig öðrum vonbrigðum?

Þegar við förum að vinna að eigin sjálfsrækt þurfum við að vita hvað getur gerst í samskiptum:  Það getur vel verið að þú slítir einhverjar tengingar.  Þar til á ákveðnum tímapunkti hefur tilhneygingin verið að gefa of mikið af þér og þvi er mjög líklegt að þú hafir vanið fólkið í kringum þig við að vænta þess.  Núna, með því að setja þarfir þínar oftar í forgang, ertu að breyta leikreglunum.

Ekki vera hissa ef að einhver náinn þér – besti vinur, vinkona, fjölskyldumeðlimur eða maki, reyni að toga þig aftur í gamla farið.  Og það versta sem þú getur gert þegar það gerist er að gefa eftir.  Þegar þú gerir það gefur þú frá þér misvísandi skilaboð og kennir fólki með því að þú sért ekki manneskja orða þinna.  Þess í stað þarft þú að vera hreinskilin/n,  hrein/n og bein/n, og mátulega leið/ur.  Það er það sem til þarf.  Ekki festast í of miklum útskýringum,  fara í vörn eða bjóða upp á rökræður um ákvörðunina þína.  Þess færri orð því betra.

Stattu með þér.

Hægt er að lesa „orginal“ greinina með að smella HÉR.

Facebook eða faðmlag ..

Ég hef verið umvafin fólki undanfarið,  verið í heimsóknum knúsað og kysst, – haldið afmæli og í morgun snæddi ég 17. júní brunch með góðu fólki og í dag vorum við alls 22 hér á Holtsgötunni þar sem ég hýsti tveggja ára afmæli yngsta barnabarnsins.

Ég var að keyra heim úr sveitinni í hádeginu,  þegar ég fór að hugsa um muninn á samfélaginu á facebook, og svo „raunsamfélaginu“ – það er að segja þar sem við sitjum, horfumst í augu, snertumst, með handabandi, kossi og/eða góðu faðmlagi.

Tengingin er svo ólik.

Þetta ofangreint var ég s.s. að hugsa um í dag í bílnum, og jafnframt hvort það gæti verið að við fjarlægðumst hvert annað með allri facebook-eða tölvu væðingunni.  Sumt af henni er auðvitað gott, við uppgötvum gamla vini, skólafélaga, döðrum jafnvel svolítið og það má segja að stundum verði hálfgerðir vísar að „partýi“ á góðum kvöldum á facebook.

Ég var ekkert búin að taka ákvörðun hvort ég ætlaði að skrifa um þetta en sá síðan áðan status frá Paulo Coelho sem var í takt við það sem ég var að hugsa:

„Technology is not an alternative to real life.
Facebook is not an alternative to friendship.
Enjoy both, but don’t forget you need real people around“ –

Annars staðar sá ég tilvitnunina:

„I Love my computer because my friends live in it“ –

Tæknin kemur ekki í staðinn fyrir raunverulegt líf.

Facebook kemur ekki í staðinn fyrir vinskap.

Njótum beggja, en ekki gleyma að þú þarft á alvöru fólki að halda í kringum þig“ –

Svo satt og svo rétt. –

Ég hefði ekki getað orðað þetta betur, og svona virkar eflaust þetta lögmál aðdráttaraflsins,  ég hugsa eitt og síðan les ég það fljótlega annars staðar og það styður hugsun mína.

Fólk þarf fólk.

Fólk þarf nánd.

Facebook er ágæt svo langt sem hún nær en gleymum ekki að:

Fólk þarf faðmlag.

 

Meðvirkni og mataræði – „hvað er að naga þig“ …

Eitt af kjarnaatriðum í meðvirkni er að geta ekki haldið meðalhófið, – það er að gera allt mjög vel eða alls ekki, –  „í ökkla eða eyra“

Megrunarkúrar og átak  er eflaust eitt besta dæmið sem hægt er að hugsa sér, hvað það varðar.

Þegar við erum í kúr eða átaki hvað varðar líkamsþyngd erum við líka yfirleitt að vinna á afleiðingum þess að hafa misst tökin á mataræði,  hafa borðað ofan í tilfinningar okkar og/eða ekki farið að eigin vilja.  Þá meina ég að eflaust vilja flestir vera í heilsusamlegri þyngd og líða vel í líkama sínum,  þannig að umframþyngd t.d. hamli ekki hreyfingu eða fari að hafa áhrif á heilsufar.  Þetta snýst ekki um útlitið nema e.t.v. að örlitlu leyti,  það er að segja að forsendan þarf að vera vellíðan fyrst og fremst.

Ég er búin að vera að kynna mér meðvirkni í tvö ár og vinna með fólki, og þess utan kenna á námskeiðunum „Í kjörþyngd með kærleika“  sem byggjast á því að fara að vinna í orsökum ekki síður en afleiðingum. –

Ekki þurrka alltaf upp pollinn sem myndast allta á sama stað á gólfinu, og stækkar jafnvel í hvert skipti – heldur að athuga hvaðan lekinn kemur.

Það þýðir að farið er í ástæður þess að jafnvel þótt við kunnum allt í sambandi við mataræði og hreyfingu og viljum vera í kjörþyngd náum við SAMT ekki árangri. –

Ég fer í það hvað stöðvar okkur á leiðinni frá A – B.    A er þá umframþyngd og B er óskaþyngd,  eða kjörþyngd.

Mikið er spurt um þessi námskeið,  en ég mun setja næsta upp í ágúst 2012.

Þau sem hafa áhuga á að kynna sér efnið,  og nú segi ég ÞAU,  því að hingað til hef ég aðeins verið að kynna þetta fyrir konum,  geta mætt á fyrirlestur með yfirskriftinni:  Meðvirkni og mataræði „hvað er að éta þig“ –  en þetta síðara er úr myndinni „Hungry for Change“ –   Þar kemur að fram mikið af hugmyndafræðinni sem ég hef notað.  Þar kemur fram þessi setning  „Don´t ask what you are eating,  what´s eating you“..   sem er frasi sem gæti verið á íslensku, „Ekki spyrja hvað þú ert að naga, heldur hvað er að naga þig.“ –

Já, hvað er að naga þig þannig að þú nagar eitthvað sem þú vilt í raun og veru ekki, þegar þú ert ekki svöng/svangur, þegar þú ert pakksödd/saddur en heldur áfram o.s.frv. – ?

Mínir hugmyndafræðingar eru t.d.  Geneen Roth, Paul McKenna, Sophie Chiche, og Lissa Rankin,  auk auðvitað meðvirknispesíalistans Pia Mellody.

Þar að auki spilar allt inn í þetta – allt frá biblíunni – Eckhart Tolle, enda ekkert nýtt undir sólinni.

Fyrsti fyrirlesturinn verður haldinn í Síðumúla 13, 3. hæð – sal Lausnarinnar,  sunnudagskvöldið 1. júlí nk.  kl. 20:00 – 22:00

Verð kr. 3000.- 

Hægt er að taka frá sæti með því að greiða fyrirfram inn á reiknin 0303-26-189 kt. 211161-7019  en aðeins er um 20 sæti að ræða.  Þó er möguleiki að flytja þetta í stærri sal ef ásókn verður mikil 😉

Athugið að margir telja að meðvirkni sé bundin við alkóhólisma,  þ.e.a.s. við séum aðeins meðvirk með alkóhólistum, en meðvirknin birtist í öllum tegundum mannlegra samskipta og líka „samskipta“ okkar við mat. –

Að ofala barn er stundum gert í meðvirkni -, þ.e.a.s. í misskilinni góðmennsku.  Afi eða amma vill fá ást, vera elskað af barnabarni en er að gefa barnabarninu sem e.t.v. glímir við offitu sælgæti og mat sem það hefur ekki gott af, og beinlínis er óhollt fyrir það.  Þau álíta sig „góð“  en eru í raun að kaupa sér ást, ef þau viðhalda þessu,  því auðvitað á barnið að geta fundið væntumþykju til foreldra eða ömmu og afa – þó því sé neitað um það sem er óhollt.  En það er því af ótta við að barninu líki ekki við það að barninu er gefið það sem er slæmt fyrir það og alið á fíkn þess í sælgæti eða mat sem er vont fyrir það.

Þetta er bara eitt dæmi, – svo ekki stinga kexi upp í barn sem grætur vegna vanlíðunar eða söknuðar, heldur gefum því knús, athygli, hlýju – því að annað er bara kennsla í tilfinningaáti.

En nóg um það, ef þið viljið bóka ykkur á fyrirlestur þá eru upplýsingar hér að ofan,  – hægt verður að bóka sig á fyrsta námskeið haustsins „Í kjörþyngd með kærleika“ –  á fyrirlestrinum en það mun hefjast upp úr miðjum ágúst og vera í 8 vikur og væntanlega endum við með helgardvöl í sveit.   Þetta verður endurbætt námskeið,  því að alltaf er ég að uppgötva betur og betur hvernig þetta virkar með orsakirnar og afleiðingarnar.

Verið velkomin! –

Ítreka hér upplýsingar – og ég væri þakklát fyrir ef þið gætuð dreift þessari „auglýsingu“ fyrir mig.

Fyrsti fyrirlesturinn verður haldinn í Síðumúla 13, 3. hæð – sal Lausnarinnar,  sunnudagskvöldið 1. júlí nk.  kl. 20:00 – 22:30

Verð kr. 3000.- 

Hægt er að taka frá sæti með því að greiða fyrirfram inn á reiknin 0303-26-189 kt. 211161-7019  en aðeins er um 20 sæti að ræða.  Þó er möguleiki að flytja þetta í stærri sal ef ásókn verður mikil 😉 – (sendið staðfestingarpóst á johanna@lausnin.is)  og ég sendi staðfestingu um sæti um hæl.

Fyrirspurnir sendast líka  á johanna@lausnin.is

Munum að vera góð við okkur og veita okkur athygli – líkama og sál. –

Ef við náum því markmiði,  erum við á veginum okkar,  því að við erum sjálf vegurinn að hamingju okkar.

Þyrnum fylgja rósir ..

Nú ætla ég að fara inn á viðkvæman völl.

Þannig er að vinsælt er að deila statusum til að minnast þeirra og minna á þau sem hafa fengið eða eru með sjúkdóma, andlega eða líkamlega.  Sjálf hef ég upplifað að fá bæði andlega og líkamlega sjúkdóma allt frá krabbameini til kvíða. 

Mér finnst persónulega ekkert voðalega vænt um að vera minnt á það reglulega. –

Ég er gífurlega lánsöm og þakklát í dag.  Heilbrigð á sál og líkama og er þakklát fyrir það.

Ástæðan er ekki sú að ég fókusera eða fæði líkama minn og sál á fortíðinni eða því sem var.  Ekki á því að vera upptekin af sjúkdóm eða vera sjúkdómurinn minn.  –

Svona eftir á get ég líka verið þakklát fyrir það sem hefur gengið á í mínu lífi, þó að ég hefði fegin viljað losnað við margan beiskan bikarinn.

Ástæðan fyrir því að ég er hamingjusöm í dag er sjálfsvinna og sjálfs-ást, fyrir utan meiri meðvitund, sem m.a.  felst í því að þora að segja „Nei takk“ við því sem dregur mig niður.  Þora að segja nei takk við neikvætt fólk og já takk við það sem kemur gott inn í líf mitt.   Ég vel mér næringu sem nærir lífsneistann minn, og eykur ljósið. –  Ég tek ekki eins nærri mér þegar fólk er að reyna að fella mig (meðvitað eða ómeðvitað) og rækta gleði mína. –

Næri elskuna og trúna en svelti óttann og efann.  

Ekki halda eina sekúndu að ég sé fáfróð um allt sem er í gangi hjá fólki, sjúkdóma, kvíða og vanlíðan.  En þarf að vera að veifa þessum skiltum og velta sér upp úr því í drama? –

Hvað með þá yfirlýsingu og sönnu staðreynd að það sem við veitum athygli vex? –   Virkar það þá ekki öfugt líka? –

Veitum fólki athygli en ekki fókusera á sjúkdóminn þeirra.  Fólkið er alltaf það sama,  þó það sé með sjúkdóm.

Ég veit að það meina allir vel, og vilja sýna samhygð með því að birta til virðingar við fólk upplýsingar um veikindi.  En ég held að þetta fólk sem veiktist og veikist eigi líka til svo margt annað til að minnast en að því sé minnst vegna þess að það var veikt. 

Veitum gleðinni athygli, sáttinni og því sem er gott, eða eins og einhver sagði:  kvörtum ekki yfir því að rósir hafi þyrna heldur gleðjumst yfir því að þyrnum fylgi rósir. –

Munum eftir fallegu sálunum í lífi okkar, öllum perlunum og minnumst þeirra sem farin eru þar sem minningin lifir sem ljós.  Hvers vegna þau veiktust, hvernig þau dóu er ekki aðalatriðið, og veikindi okkar í dag – hver svo sem þau eru, eru ekki við. 

Auðvitað berum við virðingu fyrir hvert öðru, veikum eða heilbrigðum, – ég verð að viðurkenna að stundum hafa þessi „skilti“ sem verið er að dreifa á facebook alið á sektarkennd minni, – er ég ekki góð manneskja ef ég deili þessu ekki á minn vegg? –  –  oft byrjar þetta á „Ég veit hverjir myndu dreifa þessu …. og það eru bara 2 % facebookvina minna“ .. eða eitthvað í þá áttina –  og undirliggjandi er að þeir sem ekki dreifa séu þá þeir sem hafi ekki samhug með þeim sem hafa annað hvort fallið fyrir sjúkdómi eða eru með hann.“ – 

Ég missti æskuvinkonu mína úr krabbameini, missti líka frænku – báðar í blóma lífsins.  Ég þekki líka marga sem eru að glíma við alls konar sjúkdóma.  Allt þetta fólk eru rósir í mínu lífi.

Fólk er sem ilmandi rósir.  Þær skipta meira máli en þyrnarnir og missum ekki sjónar á fegurð þeirra og ilmi vegna þyrnanna. 

 

Viðhorfið mótar veröldina ..

Viðhorf þitt mótar veröld þína og allt sem þú gerir.  Það skilgreinir orkuna sem þú sendir út og tekur inn, og mótast og litast í aðstæðum þínum.

Ef þú hefur jákvætt viðhorf, tekur fólk frekar á móti þér og laðast að þér.  Jákvæðnin opnar flæði lífsins.  Ef við erum vansæl, reið eða gröm laðar þú ekki að þér fólk.  Þú fælir fólk og tækifæri frá þér.

Til að laða að sér, jákvæðar, gleðilegar og frjósamar aðstæður,  verður þú að vera þannig sjálf/ur –  að hafa jákvætt, opið og elskandi viðhorf.  Það er skapað af hugsunum okkar.  Á hverjum degi höfum við val um það hvernig við ætlum að vera.  Allt sem er okkur byrði í lífinu er hægt að létta.  Þess vegna er mikilvægt að gera sér grein fyrir skapi sínu. Við höfum val, á hverjum degi, hvernig skapi við ætlum að vera í og hvernig við hegðum okkur

Þannig að ef að þú vilt eitthvað í lífinu, verður þú fyrst að hugsa það (hugsunin er sköpunin), og styddu það með ásetningi þínum og haltu fókus.  Það er næstum eins og að baka köku.  Hugsunin er í ofninum og þú bakar hana með trú.  Þú verður að sjá hugsunina þína myndast og verða að veruleika.

Fylgdu hjarta þínu og vertu samkvæm/ur sjálfum þér.  Lifðu aldrei lífi annarra. Þú verður að skapa þinn eigin veg.  Þú hefur þeim skyldum að gegna að vera besta eintakið af sjálfum/sjálfri þér,  svo haltu huga og hjarta opnu fyrir hinni æðri verund þinni.  Og þú munt öðlast kraft til að lifa elskandi og fullnægjandi lífi með viðhorfi þínu. –

James Van Praagh  – þýðing Jóhanna Magnúsdóttir

Elsku ég ..

…eða elsku þú sem lest.

Það er ekkert alltaf einfalt að vera ég eða vera þú.  Þá er ég að tala um að vera algjörlega við „Authentic“ eða ekta/upprunaleg sjálf,  án þess að tipla á tánum í kringum fólk,  án þess að geðjast, þóknast eða sveigja okkur og beygja þannig að við pössum í form sem okkur er ætlað í.   Form sem e.t.v. ekki passar okkur.

Ef við finnum „skekkju“ í okkur sem við viljum leiðrétta er ekkert víst að heimurinn taki  á móti.

Við getum líkt þessu við þegar samkynhneigðir fóru fyrst að koma út úr skápnum, hvað gerðist? – Og hvað er enn að gerast?  Er heimurinn að samþykkja eðli þeirra?   Erum við komin nógu langt í því?

Að sama skapi, þegar að við, án tillits til kynhneigðar eða hvers sem er,  förum að koma út úr skápnum sem bara við,  hressa glaða barnið, prakkarinn, viðkvæma barnið, ófullkomna barnið eða hvaða barn sem við höfum lokað þarna inni einhvers staðar, barnið sem má dansa án þess að einhver gagnrýni, barnið sem má hlæja þó að öðrum líði illa útí heimi,  barnið sem segir „ég má“ – og barnið sem má njóta athygli – hvað sem á gengur.

Þegar við förum að koma út,  hætta að vera önnur en við erum og leiðrétta þannig skekkjuna, þá bregst heimurinn stundum við sem skakkur heimur,  með ákveðnar væntingar til okkar,  sem við vissulega vorum búin að blekkja hann með – og láta vita að við værum öðruvísi en við værum.  Alveg eins og sá sem er gay telur öðrum trú – eða lætur í það skína að hann sé straight. –  (Afsakið slangið)

Stundum er fólk alls ekkert visst hvað það er og hver það er.  Það er þessi týnda spegilmynd.  En þegar við erum búin að átta okkur,  þá verðum við að hafa hugrekki til að stíga út,  „hér er ég“ – og standa með okkur sjálfum.

Það felst m.a. í mættinum að elska sjálfan sig.  Elska sig nógu mikið til að vera við sjálf.  Við erum best þannig, því ef við erum að reyna að vera einhverjir aðrir erum við að takmarka okkur sjálf,  því við getum aldrei verið fullkomin aðrir.

Bara fullkomin í ófullkomleika okkar, sem við sjálf.

Ef við óskum þess að vera ekki við sjálf, að vera eins og einhver annar eða að vera öðruvísi en við erum erum við að afneita sjálfum okkur og það lætur okkur líða illa.  Þá verðum við verri útgáfa af okkur og vítahringurinn hefst.

Elskaðu þig, líkama þinn, anda og sál.  Því þú ert elsku þinnar verð/ur. –

Hvernig aðrir taka því er þeirra mál.

En góðu fréttirnar eru auðvitað að það er fullt af fólki sem elskar þig eins og þú ert í raun og veru og hlakkar til að hitta þig.

Að hafa trú …

Eftirfarandi er næstum bein þýðing á grein sem má lesa ef smellt er „HÉRNA“  en ef þú vilt lesa þýðinguna þá er hún hér fyrir neðan.

Enginn gengur hindranalaust í gegnum lífið.

En ekki mikla hindranirnar fyrir þér, og ekki halda að þú getir ekki komist yfir þær, vegna þess að þú getur það.

Þú gætir efast um sjálfa/n þig einstaka sinnum, eða jafnvel oft,  en þú mátt vita það að ef þú hefur trúna hefur þú allt.

Trúin er lykill velgengninnar.  (Hér er verið að tala um „faith“ að hafa trú (ekki er átt hér við neina sérstaka trú eða trúarbrögð, „religion“).

Ef þú veist (trúir) að þú getir allt vegna þess hver þú ert, nærðu alltaf áfangastað.

Það verður ekki alltaf auðvelt,  en það verður þess virði.

Líttu fram á við,  ekki horfa aftur fyrir þig.

Hafðu trú á þér sjálfri/sjálfum.

Ef þú leyfir þér það,  mun það koma þér skemmtilega á óvart hverju þú getur áorkað.

Ef við eigum sýn er mikilvægt að missa ekki trú á sýninni, – auk þess að gera okkur grein fyrir hverjar hindranirnar eru til að við getum unnið með þær.

Muna að berjast ekki við hindranir, heldur fara í gegnum þær eða komast yfir þær.   „Aint no mountain high enough, aint no river wide enough, „aint no walley deep enough“ .. to keep me away from ………..

We either make ourselves miserable, or we make
ourselves strong.  The amount of work is the same.

Carlos Castaneda

There’s only one corner of the universe you can be certain of improving, 
and that’s your own self.

Aldous Huxley

Wakan Tanka, Great Mystery,
teach me how to trust my heart,
my mind, my intuition,
my inner knowing,
the senses of my body,
… the blessings of my spirit.
Teach me to trust these things
so that I may enter my Sacred Space
and love beyond my fear,
and thus Walk in Balance
with the passing of each glorious Sun.
~ Lakota Prayer

Skín þú fagra sál ..

Nýlega skrifaði ég um 12 einkenni andlegrar vakningar, og eitt af þeim var meiri tenging manna á milli og meiri tenging við náttúruna.

Fyrir mér er þetta eitt, þar sem við mannfólkið erum náttúra.

Vísindamenn segja að við séum stjörnuryk – við skulum bara taka þetta alla leið og að við séum stjörnur.

Hver og ein manneskja hefur þann möguleika að skína sem stjarna og í bibliunni er hreint og beint mælst til þess að við „setjum ekki ljós okkar undir mæliker“ –

Fólk verður oft fegið að heyra þetta, – „ha, má ég skína?“ –

Auðvitað megum við skína, og eigum að skína með því að halda vökunni, glæða lífsneistann innra með okkur.

LJósið kemur innan frá.  Birtan kemur svo sannarlega þaðan og þess vegna er það svo yndislegt að sjá þegar fólki líður vel hvernig það skín.

Í Idolinu er talað um „útgeislun“ .. og það fer ekki eftir hinu ytra hver útgeislunin er.  Farðinn getur jafnvel falið útgeislunina ef ekki er að gætt.  Bótóxfylltar varir eða gelneglur hafa ekkert með útgeislun að gera. –

Það er sjálfsögð viðbót fyrir þær (yfirleitt konur) sem það þurfa, en auðvitað er það ljóminn sem kemur af góðri líðan sem stendur eftir.

Það sem er raunverulegt er sálin – og óhagganlegt.  Við komum óhjákvæmilega til með að eldast, fá hrukkur, appelsínuhúð, missa unglegt útlit,  það er hverfult.

Ég er svo lánsöm að vera að starfa með fólki og þess vegna tengjast fólki.

Ég hvet fólk til að horfast í augu við sig í speglinum og sjá sálina sína í gegnum augun. –  Brosa til sín,  jafnvel þó að hárið sé eins og heysáta, baugar undir augum eða einhverjar krumpur í kringum munninn.

Fegurð sálarinnar er ódauðleg og ekta.

Hún lifir alltaf og lýsir alltaf.

Brosið hjálpar til við að lýsa upp tilveruna.

Svo skín þú fagra sál og leyfðu þér að trúa á fegurð þína.

Jessica Tandy – ein af mínum uppáhalds leikkonum.

Óttinn við að elska eða óttinn við að missa?

BERSKJÖLDUÐ

Þegar við leyfum okkur að vera berskjölduð,  eða komum út úr „skrápnum“ eins og ég kalla það þá erum við aftur orðin eins og börnin, – en börn eru vissulega auðsæranleg.  Börn eru viðkvæm, og í sjálfsvinnu erum við samt að stefna að því að ná hreinleika og náttúrulegri einlægni barnsins, en því fylgir það að fella varnirnar og leyfa okkur að finna til.  Þær tilfinningar eru óhjákvæmilega bæði vondar og góðar. –

Til að hafa möguleikann á að upplifa einlæga ást þurfum við að hafa hleypt lífinu að,  við verðum að hafa sagt „já“ við lífið, og við þurfum að hafa opnað fyrir amorsörvarnar,  því að þær komast sömu leið og vondu pílurnar. –

Ef við lokum á allar tilfinningar,  þá getum við endað sem „flatliners“ eða dofin.  Það væri óskandi að einu tilfinningar okkar væru góðar tilfinningar,  við gætum verið með skrápinn eða skjöldinn gegn hinu vonda,  en svo gjörsamlega opin fyrir hinu góða,  en svoleiðis virkar það ekki.

Að vísu höfum við möguleika á því að styrkja okkur – okkar raunverulega sjálf,  þannig að þegar okkur líður vel þá fara vondu pillurnar og pílurnar að breytast í gúmmíkúlur og við tökum þær ekki eins nærri okkur og áður.   Það er þegar við erum stödd á réttri leið,  í okkar rými, í móðurlífi heimsins, sem ver okkur þannig að við heyrum ekki hið vonda fyrir indælum nið legvatnsins.  (Nú er ég orðin virkilega skáldleg).

Ég er að meina að þegar okkur fer að líða betur, við leyfum sárunum að gróa og finnum fyrir lífsfyllingu og lífsneista þá er allt í lagi að fella varnir,  því að við upplifum þrátt fyrir allt og allt öryggið í sjálfum okkur,  og þessu móðurlífi.

ER ÓHÆTT AÐ ELSKA AFTUR – EFTIR HJARTASORG? 

Það er mikilvægt að átta sig á því  við hvað við erum hrædd.  Það gæti verið að þú sért ekki hrædd/ur við ástina sjálfa, heldur eitthvað tengt henni.  Til dæmis, þegar þú heldur að þú sért  hrædd/ur við að vera elskaður/elskuð, ertu í raun að upplifa óttann við að kynnast manneskju sem hefur áhuga á þér og kann að meta þig.  Þig eins og þú ert,  ekki bara þig sem geranda. Kannski er það óvenjulegt og nýtt? –  Kannski upplifir þú þig ekki verðuga/n ástar eða þér sé sýndur áhugi?

Kannski heldur þú að þú sért hrædd/ur við að verða ástfangin/n, þegar í raun þú ert hrædd/ur við að missa stjórn á lífi þínu.  Eitt af einkennum meðvirkni er mikil stjórnsemi og að treysta ekki lífinu fyrir sér, – þurfa helst að vita hvað er handan við hornið.

FRÆIN Í GARÐINUM

Ein besta dæmisagan um stjórnsama fólkið er þegar það treystir ekki því að fræin í garðinum komi upp.  Það er kannski búið að planta fræjum í lífsins blómabeð og ef við treystum æðri mætti þá treystum við að sólin skíni á það og regnið vökvi.  Við treystum að lífið taki við.  Hinn stjórnsami  fer út í beð og fer að róta í moldinni, toga upp spírurnar og jafnvel skemmir fyrir,  og tekur þannig stundum fram fyrir hendur lög náttúrunnar, eða  „tekur fram fyrir hendurnar á Guði“  og skemmir þannig fyrir sér.   Manneskjan fer þá í pakkann „Verði minn vilji“ í  stað þess að leyfa „Verði Guðs vilji“ –  Því að það er ákveðin hæfni að sleppa tökunum og leyfa Guðs vilja að ganga fram. –

Í sumum tilfellum, höfnum við áður en okkur er hafnað – bara til að hafa stjórn á hlutunum. –  En auðvitað sitjum við þá eftir með sárt ennið,  e.t.v. í sömu sporum og fyrr, búin að skella í lás,  skella á okkar eigið búr.  Sitjum þar örugg – en ein, og hleypum engum að.

ORSAKIR ÓTTANS

Það er gott að gera sér grein fyrir orsökum óttans, -en  eins og meðvirkni verður til í bernsku, eða á upptök sín í bernsku verða flestar óttatilfinningar,  eins og hræðsla við að missa, hræðsla við höfnun o.s.frv.  til í bernsku,  og svo er henni e.t.v. viðhaldið í vanvirkum samböndum,  samböndum þar sem fólk er ekki meðvitað um viðbrögð sín.

Mörg sambönd eru byggð á óttanum við að vera EKKI elskuð,  og það er samband byggt á sandi, því auðvitað er óttinn sandur sem ekki er gott að byggja á.   Hvað segir í sunnudagaskólatextanum?-  „Á bjargi byggði hygginn maður hús“

KYNNUMST OKKUR SJÁLFUM

Pýþagóras sagði „Þegar þú þekkir þig þekkir þú Guð“..

Skrápurinn þykki sem ég talaði um í upphafi útilokar okkur ekki bara frá öðrum hann útilokar okkur frá sjálfum okkur.  –

Annar veggur sem fólk setur upp er falinn í hlutum, því sem við kaupum til að forðast okkur sjálf.  Þess meira af dóti í geymslunni, fleiri skór, föt og fleira af því sem við kaupum – eða hinu ytra sem við leitum í því lengra komumst við frá okkur. –

Það er engin tilviljun að frægir „gúrúar“ – urðu fyrir uppljómun þegar þeir höfðu misst allt veraldlegt.  Eckhart Tolle bjó lifði einhvers konar umrenningslífi og hugsaði,  Neale Donald Walsh heyrði í Guði í örvæntingu sinni þegar hann hafði misst allt frá sér.    Margir þekkja söguna af Job í Biblíunni. Góður og grandvar maður missir allt sitt,  ekki bara veraldlegt, heldur líka heilsuna og fjölskylduna.   Ein mikilvægasta setning þeirrar umdeildu sögu felst í orðum Jobs þegar hann segir að áður hafi hann þekkt Guð af afspurn (eflaust lesið um hann)  en nú hafi augu hans litið Guð. –   Í berskjöldun sinni, þegar allt er af honum tekið sér hann Guð. –  Sér hann sjálfan sig gætum við líka sagt.

„Fagnaðarerindið“ er það að við þurfum ekki að missa allt til að þekkja okkur sjálf.   Við höfum ákveðin hlið til þess,  – hlið einlægninnar, að fella grímur, að hætta að hafa leyndarmál og lifa í lygi,  játast sjálfum okkur,  ekki þykjast og ekki sýnast heldur VERA. –  Lifa verandi ekki síður en gerandi. –  Leyfa okkur að finna til hjartans.

RÓT ÓTTANS

Þá komum við aftur að óttanum,  líka óttanum við að elska.  Þegar við höfum áttað okkur á hvað það er í raun sem við erum hrædd við og hvaðan sá ótti er upprunninn.  –

„You have to see your pain to change“ – eða  „Þú þarft að sjá meinið til að breyta“-   Af hverju ertu hrædd/ur? –

Í flestum tilfellum er óttinn byggður á fyrri reynslu, kannski varstu svikin/n, upplifðir trúnaðarbrest eða varðst fyrir miklum sárum og miklu niðurbroti sem þú gast ekki varist,  því þú hafðir ekki kunnáttuna.  Kannski varstu einhvern tímann brjálæðislega ástfangin/n og settir þig og þínar þarfir langanir aftast í forgangsröðina til að þóknast þeim sem þú elskaðir eða þráðir að þiggja ást frá.

Við förum oft í þetta þóknara/geðjara hlutverk þegar við erum hrædd við að missa.   Þess vegna verður það að vera (ítreka þetta)  einlægur ásetningur að elska sjálfan sig, virða og treysta.  Það er grunnurinn fyrir góðu sambandi að elska sjálfan sig,  eins öfugsnúið og það gæti hljómað.

En viljum við ekki öll að lífsförunautur okkar hafi sjálfsvirðingu, sjálfstraust og upplifi sig elsku verða/n? –   Ég held það.

Það er líka besta fyrirmyndin sem hægt er að gefa börnum sínum.  Foreldrar og bara hverjum sem þykir vænt um börn,  vilja að þau hafi til að bera sjálfstraust, séu með gott sjálfsmat o.s.frv. –  það kennum við best með því að leyfa þeim að spegla sig í okkur.   Einhver sagði að fyrirmyndin væri ekki bara besti kennarinn,  hún væri eini kennarinn.   Ég held það sé Albert Schweitzer.

Það er engum í hag að við gefum afslátt af þörfum okkar og löngunum.  Við verðum líka að yrða þær upphátt og vera sam-skaparar frá upphafi.  Deila tilfinningum,  segja hvernig okkur líður og ekki byrgja inni.

Innibyrgðar tilfinningar,  óuppfylltar langanir og þrár eru ávísun á tjah.. „disaster“

Hvernig á makinn að vita hvað þú vilt ef þú segir honum það ekki? –

Vond samskipti eru orsök þess að sambönd bresta og líka orsök þess að fyrirtæki ganga illa.  – Góð samskipti eru gríðarlega mikilvæg,  og alveg eins og í góðum „buisness“ – er niðurstaðan „win-win“  alltaf hin besta.  Að allir/báðir aðilar fari sáttir frá borði.  En ekki að annar standi sigri hrósandi á meðan hinn upplifir sig sigraðan.   Kannski til skiptis.

Það má segja að par sé „co-creators“ – eða samskaparar að sambandi sínu.  Það þarf að gera það frá upphafi.   Búa sér til sýn,  hvernig viljum við lifa og hafa lífið. –   Ef sýnin er sameiginleg,  þá eins og í markþjálfun skoða helstu hindranir og gera sér grein fyrir þeim,  og svo er það þetta stóra  BJARGIÐ sem byggja má á,  TRÚIN á sýnina.   Að leyfa ekki hindrununum verða stóra málið,  – jú vita af þeim (sjá þær)  en fókusinn á ekki að vera á þeim og við eigum ekki að fara að trúa á þær,  – en það er eins og að trúa á óttann, eins og að trúa á fyrri reynslu og láta hana hefta sig.

Nýja sýnin og núið er það sem er í dag.

Við þurfum að sleppa hinum neikvæða tilfinningalega farangri sem við oft drögnumst með.  Við erum þau einu sem getum sleppt því,  hann þyngir okkur á vegferð okkar,  ekki síður en skjöldurinn eða skrápurinn gerir það.  Brené Brown kallar þetta 20 tonna skjöldinn.  Við komumst hreinlega ekkert áfram í þroska eða í lífinu – og talar hún jafnframt um mátt berskjöldunar,  eða „Power of vulnerability“ –  það er hægt að „gúgla“  það og horfa á þann fyrirlestur sem er býsna magnaður. –

Eins og áður sagði,  þá erum við ekki komin í heiminn til að dæma náungann né okkur sjálf.

Við eigum það til að berja okkur niður.  „Af hverju kom ég mér ekki úr skaðlegum aðstæðum miklu miklu fyrr?“ –  „Hvað er að mér að láta þetta yfir mig ganga.“  Eða  „Ég var orðin/n svo vond/ur“ ..   Í vanlíðan verðum við sár, vond og veik og við förum að hegða okkur í takt við það.  Við hlaupum á milli stjórnsemi og þess að þóknast,  af því við kunnum ekki annað. –

Þarna þurfum við að fyrirgefa sjálfum okkur fyrir kunnáttuleysið, við vissum ekki betur, kunnum ekki betur.  Foreldrar okkar kunnu ekki heldur betur,  og við lærðum af þeim sem fyrirmyndum. –

Ástæðan fyrir því að við skoðum fortíðina er EKKI til að lifa þar, og ekki til að fara í ásökun yfir hegðun okkar.  Heldur til að læra af því og gera ekki það sama aftur.

Sönn saga: Ég kannaðist við mann sem  átti fornbíl sem pabbi hans hafði átt.  Bíllinn var búinn að vera í fjölskyldunni frá upphafi og maðurinn hafði haldið honum við og hafði gaman af því að keyra hann á sunnudögum.   Þessi maður kynntist konu og varð ástfanginn,  þau ákváðu að gifta sig, en konan setti skilyrði að hann losaði sig við bílinn.  Hún vildi ekki láta fornbíl standa í nýja bílskúrnum.

Maðurinn seldi fornbílinn sinn til að þóknast konunni,  eflaust í óttanum við að ef hann gerði það ekki væri hún ánægð.

Þetta er einföld saga, og næstum ótrúleg.  En það er svo margt rangt í henni.  Það er þessi skilyrta ást,  og að maðurinn þurfi að gefa eftir.  Varla var konan afbrýðisöm út í bílinn? –  Ekki veit ég það,  en samband sem byrjar á því að þvinga annan aðilann til breytinga,  eða að sleppa sínu áhugamáli hljómar ekki sem traustur grunnur.   Þetta var bara ein saga,  en þær eru til margar þar sem fólk er að gefa afslátt af lífi sínu, afslátt af þörfum og löngunum og afslátt af sjálfu sér.  Stundum er það að þóknast því sem það heldur að makinn vilji, en spyr aldrei.  Það þýðir að það annað hvort kann ekki eða fær ekki að vera það sjálft – makinn vill að það sé eitthvað annað en það er eða viðkomandi þorir ekki að vera hann/hún sjálf/ur. –  Það er,  enn og aftur,  ávísun á óhamingju.

Það er best að koma fram strax sem við sjálf, með kosti og galla.  Við erum öll mannleg og eins og segir í textanum

„I´m only human, born to make mistakes“ –  (Þetta hlustaði ég á í bílnum á heimleiðinni úr vinnunni í gærkvöldi). –   Veitum endilega athygli skilaboðunum sem lífið er að senda okkur.  Þau koma í formi alls konar sendiboða og skilaboða.  Koma í formi fólks og frétta.

Ef þú elskar einlæglega reynir þú ekki að koma viðkomandi í fyrirframgefið (piparköku)mót, sem þú hefur ákveðið.  –  Þá tekur þú viðkomandi eins og hann/hún er.   Auðvitað stillum við sjálf upp betri hliðinni fyrst, það er í mannlegu eðli,  en það er líka gott að vera heiðarleg og einlæg og koma fram grímulaus.  Ekki koma fram sem Mr. Hyde og umbreytast í Mr. Jekyll þegar fer að líða á.

Ekki fela þig.   Það þarf hugrekki til þess,  og það þarf að fella varnir (enn og aftur).

—-

Við getum sigrast á óttanum,  með því að vita hvað veldur honum.  Það gerum við með elskunni og trúnni.  Það gerist ekki á einni nóttu og ekki reyna það því það getur virkað yfirþyrmandi, umskiptin verða of snögg og það tekur í hjartað. Ekki ætlast til of mikils af þér.   Leyfðu elskunni að drippa inn dropa fyrir dropa, og um leið lekur óttinn út dropa fyrir dropa.  Leyfðu þér að finna þessi umskipti koma yfir þig hægt og rólega þar til að einn daginn þú vaknar upp og óttinn er farinn,  og umskiptin hafa orðið.

„Realize that it’s all right if you fail at love. Everyone fails at love at some point or another so you’re not alone.“

Gerðu þér grein fyrir því að það er allt í lagi að verða ástfangin/n.  Allir verða ástfangnir einhvern tímann, og það er sorglegt ef svo er ekki, því að elska er að lifa. –

Gefðu fræjunum tíma og þolinmæði til að vaxa. – Leyfðu.

Ofangreint er innblásið af  erlendri grein, eða atriðum sem talin eru upp.  Að sjálfsögðu er þessi grein eins og aðrar úr mínu berskjaldaða hjarta,  sem er að upplifa allskonar tilfinningar sem ég er að venjast,  og ég bið ykkur að taka mjúklega við henni. –   Hægt er að smella hér til að lesa erlendu atriðin.

Þú ert GJÖF Guðs/heimsins til þín, þér er treyst fyrir gjöfinni. –