Eftirsjá á dánarbeði …..

Þessi frásögn hefur víða farið – enda mikilvæg lexía okkur öllum.

Áströlsk kona, Bronnie Ware hefur nú skrifað bók um eftirsjá fólks á dánarbeði en hún hefur undanfarin ár unnið við að hjúkra deyjandi fólki. Hún hefur rætt við sjúklingana um hvað þeir sjá mest eftir í lífinu og skrifað bók um fimm algengustu atriðin sem fólk nefnir.

Hvað er annars EFTIRSJÁ? –  Það liggur í orðanna hljóðan að það er að sjá eftir einhverju,  hafa ekki sagt JÁ  þegar við hefðum átt að segja já og kannski ekki sagt NEI þegar við hefðum átt að segja nei. –   Til þess þarf hugrekki,  vegna þess að stundum þýðir það að yfirgefa öryggisfarveginn sinn – sem er sá farvegur sem við þekkjum, jafnvel þó það vegur  sem okkur finnst ekki gott að þræða, – og í því felst  stíga yfir landamæri sem við höfum e.t.v. ekki prófað áður. –  Að gera eitthvað nýtt – án öryggisnets og að vita hvernig það fer – jafnvel að stíga út í óttann! –

Eftirfarandi tilvitnun er höfð eftir Mark Twain:

Twenty years from now you will be more disappointed by the things that you didn’t do than by the ones you did so. So throw off the bowlines. Sail away from the safe harbor. Catch the trade winds in your sails. Explore. Dream. Discover.

Fimm algengustu atriðin sem fólk sér eftir

1. Ég vildi að ég hefði haft hugrekki til að vera trú sjálfri eða sjálfum mér en ekki því sem aðrir væntu af mér.

(stundum förum við líka inní hausinn á öðrum og höldum að aðrir vænti einhvers sem þeir eru í raun ekkert að vænta).
2. Ég vildi að ég hefði ekki unnið svona mikið.
Karlmennirnir í hópnum iðrast þess sérstaklega að hafa misst af uppvexti barna sinna en fleiri konur í hópnum voru heimavinnandi  og sáu ekki eftir þessu í sama mæli.

(Við þurfum að skoða forsendur þess að við séum að vinna mikið, – er það bara til að hafa í okkur og á, eða er það vegna hluta (dauðra hluta) sem við bara verðum að eignast?  Er það vegna gjafa fyrir aðra sem við teljum okkur þurfa að gefa? – Það má nefna það að það besta sem við gefum börnum er tími og samvera, – það langbesta reyndar). –
3. Ég vildi að ég hefði haft kjark til að tala um tilfinningar mínar.
Margir segjast hafa byrgt inni tilfinningar sínar til að forðast átök og uppskorið biturð sem gekk yfir heilsuna.

(Flestir sitja uppi með einhvers sársauka, ótta eða skömm, og það getur virkað eins og eitur fyrir líkamann. –  Við getum sleppt því að yrða tilfinningar okkar upphátt og við getum flúið þær, en það þýðir að við förum þá í staðinn í afneitun eða fíkn. – Tilfinningar sem ekki eru viðurkenndar og leyft að koma fram verða bældar og koma sér fyrir eins og tilfinningahnútur innra með þér, – nokkurs konar æxli. – Þetta æxli minnkar við tjáningu. – Þess vegna m.a. er svo mikilvægt að tala um tilfinningar, losa sig við leyndarmál sem er þungt að bera og við erum stundum að bera fyrir þá sem hafa beitt okkur ofbeldi). –
4. Ég vildi að ég hefði haldið sambandi við vini mína
Allir sakna vina sinna þegar þeir liggja fyrir dauðanum, segir hjúkrunarfræðingurinn.

(Við erum líka býsna gjörn á að bíða eftir því að vinir okkar hafi samband við okkur, ef allir hugsa svoleiðis hefur enginn samband við neinn! )
5. Ég vildi að ég hefði leyft mér meiri hamingju.
Flestir líta á hamingjuna sem val þegar þeir eru á grafarbakkanum. Óttinn við breytingar og sókn í þægindi hefur valdið því að margir þorðu ekki að grípa tækifærin þegar þau gáfust og breyta lífi sínu til hins betra.

(Hamingjan er ákvörðun, – eins og fram kemur í pistlinum sem ég skrifaði á unan,  heldur þú á lyklinum að eigin hamingju, – hann fæst ekki útí bæ í BYKO eða í annarri manneskju, við getum ekki bara staðið og beðið eftir að hamingjan detti í fangið okkar í formi annars fólks,  hamingjan er sjálfsköpuð). –

Hugrekki og hamingja fylgjast að …. það að lifa af heilu hjarta (skv. Brené Brown) er að hafa hugrekki til að fylgja sínum vegi, vera maður sjálfur – vera náttúruleg – eðlileg – orginal …

Það er að vera til … á meðan við erum til

Ég skrifaði nýlega pistil um það hvernig mér leið í heimsókn hjá mömmu á Droplaugarstöðum, þar sem fólkið er í raun komið á biðstofu ..  og ég ákvað að taka það sem hvatningu fyrir mig, sem hef val,  val um það hvort ég álíti lífið biðstofu dauðans,  eða hvort ég er enn stödd í hringiðu lífsins og fjörsins …

Ég komst að því að ég hef val … og þú hefur val –

Viltu gefast sjálfum/sjálfri þér ….. í dag? –

Titillinn er vísun í hugmynd sem kviknaði hjá mér við undirbúning námskeiðisins „Lausn eftir skilnað“ –  Ég trúi því nefnilega að ein af ástæðunum fyrir því að samband/hjónaband renni út í sandinn sé að við höfum aldrei trúlofast né gefist sjálfum okkur.   Það sé grunnforsenda góðs sambands,  að byrja á því að elska sjálfa/n sig,  virða og treysta. – 

Það er pinku merkilegt að við séum tilbúin að lýsa yfir ást, trausti og virðingu við aðra manneskju – e.t.v. fyrir augliti Guðs, en það er það sem gert er í kirkjunni, – en eiga mjög erfitt með að gefast okkur sjálfum. –

Í hjónavígslu spyr prestur brúðhjónin hvort þau vilji vera hvort öðru trú. –

Hvernig liti þetta út ef við værum að giftast eða gefast sjálfum okkur? –
Nú spyr ég þig:  Er það einlægur ásetningur þinn að ganga að eiga þig?  –  Vilt þú með Guðs hjálp reynast þér trú/r, elska þig og virða í hverjum þeim kjörum sem Guð lætur þér að höndum bera? –

Til að taka þetta alla leið, – þá gætir þú dregið þér hring á hönd til vitnisburðar um ást og trúfesti þína við sjálfa/n þig. – 😉

Þetta er ekki sjálfs-elska, þessi sem við köllum eigingirni,  þetta er hin raunverulega elska,  því að eftir því sem við náum að þykja vænna um okkur sjálf, – hafa meira sjálfstraust og sjálfsvirðingu verðum við færari um að gefa af okkur og elska, virða og treysta öðrum. –

Lélegt sjálfstraust og léleg sjálfsvirðing skapar óöryggi gagnvart okkur sjálfum OG gagnvart maka okkar eða þeim sem við erum í samskipti við og veikir því sambandið. –

Alveg eins og við viljum að maki okkar sé heilbrigður og hamingjsamur – vill hann að við séum heilbrigð og hamingjusöm.  Það er líka miklu auðveldara að óska öðrum hamingju þegar við erum sjálf hamingjusöm.

Þetta gildir líka um samskipti foreldra og barna.  Alveg eins og við viljum að börnin séu heilbrigð og hamingjusöm,  óska þau  einskis fremur foreldrum sínum til handa.  – Það er niðurstaða mín eftir að hafa tekið viðtöl við hóp unglinga hvers þau óskuðu sér. –  Bein tilvitnun í eina 15 ára stelpu, sem foreldrar sendu í viðtal til mín vegna þess að henni gekk illa í skóla

„Ég vildi bara óska þess að mamma væri glaðari“ –

En hvernig verðum við glöð og hamingjusöm? –  Ég er oft spurð um „tæki“ til þess og það var bara á þessu ári sem ég komst að þessari merku niðurstöðu að hamingjan dregur vagninn en ekki vagninn hamingjuna.

– Þ.e.a.s. við verðum að koma okkur í „gírinn“  …byrjunin er að:

elska sig – virða sig – treysta sér – samþykkja sig – fyrirgefa sér og síðast en ekki síst,  þakka fyrir! – (okkur þykir stundum að við höfum ekki neitt til að þakka fyrir, aðstæður okkar séu ómögulegar,  „allt í volli“ – en þá þurfum við að líta betur og veita því athygli sem er þakkarvert og ég lofa því að við getum alltaf fundið eitthvað og við byggjum svo ofan á það). –

En ég var að tala um tæki, – sjálf nota ég hugleiðslu og kenni, en tæki sem allir geta notað eru það sem við köllum „daglegar staðhæfingar“ – og þær virka! –  Já,  auðvitað virka þær og þú veist það því þú ferð með þær daglega nú þegar.  Því miður eru þær oft neikvæðar.  – „Hvað þykist þú vera?“ – „Þú ert nú meira fíflið“ –  „Mikið er nú ömurlegt veður“ –  „Ég er að þrauka lífið“ – blablabla… alls konar neikvæðar staðhæfingar förum við með á hverjum degi, – kannski ekki alltaf upphátt,  en svona undir niðri.  Stundum förum við í vorkunnargírinn, „Alltaf er ég að gera allt fyrir alla og enginn að gera neitt fyrir mig“ .. „Af hverju hringir enginn?“  „Af hverju er maðurinn minn svona leiðinlegur og gerir mig ekki hamingjusama?“ ..

Ég ætla ekki að halda áfram. – En síðasta setningin skiptir máli, þ.e.a.s. þessi setning um að ætlast til að aðrir hvort sem það er maki eða vinir geri okkur hamingjusöm.  Enn og aftur komum við að því að við VERÐUM að byrja á okkur sjálfum. –  Hamingjan kemur innan frá – fyrst og fremst,  umhverfið hjálpar til,  það er óþarfi að neita því,  – en t.d. manneskja sem virðir sig og elskar, hún lætur ekki bjóða sér neitt bull og óvirðingu og setur mörk.

En nú er komið að jákvæðu staðhæfingunum,  staðhæfingunum til að geta farið að elska sig og virða. – Það þarf að endurforrita, – taka út það gamla sem hefur virkað til niðurrifs og e.t.v. einstaka vírusa sem hafa læðst inn á harða diskinn! –  Við þurfum að fara að tileinka okkur það sem við höfum lesið í öllum sjálfshjálparbókunum og smellum upp á vegginn okkar á Facebook.  Því að það er sama hvað við lesum mikið – ef við notum það ekki,  er það svipað og að mæta í líkamsræktarsal og horfa bara á tækin og vera svo þvílíkt stolt af okkur að mæta í ræktina.

– Hugrækt vinnur eins.

(já frá þessum tímapunkti ef þú ert ekki þegar byrjuð/byrjaður,  getur þú valið að taka yfir hugsun þína og breyta henni frá neikvæðri yfir í jákvæða). –  Þú þarft að sortéra frá það sem er uppbyggilegt og það sem er niðurbrjótandi og setja það síðarnefnda í svartan plastpoka og fara með það í  Sorpu eða endurvinnsluna. – Tíminn er kominn til að endurbyggja sjálfa/n sig.

Endurtaktu jákvæðar staðhæfingar, aftur og aftur og gerðu þær að þínum sannleika. –  Dropinn holar steininn. –

Hættu viðnáminu, líka gagnvart öðrum – hættum að vera dómhörð í eigin garð og annarra.  Samhygð er mesti þroskinn. Samhugur með sjálfum sér og öðrum.  Það tekur svaka orku að vera sífellt neikvæður í eigin garð og annarra og það er svo mikil hindrun í því að vera hamingusöm og að elska okkur! –

Kannski ekki skrítið að mörgum finnist þau þreytt, úrvinda og tóm.  Það er svo mikil orka sem fer í það að elska okkur EKKI! ..

Nú er tíminn til að setja orkuna í það að elska og leyfa kærleikanum – ástinni –  að flæða. –

Við þurfum að vera þolinmóð,  þó þetta komi ekki eins og barbabrella.  Við erum búin að taka okkar tíma í að elska okkur ekki og því getur það tekið  tíma að snúa við ferlinu. –

Leyfum okkur að hugleiða jákvæðu staðhæfingarnar og upplifa þær. – En veitum því líka athygli þegar við förum að finna ástæður til að trúa þeim ekki. –  (Er þetta fíflalegt? Kjánalegt? Væmið?)

Er ekki allt í lagi að nota ný „meðul“ ef að þau leiða til hamingju þinnar? –  Við megum ekki berja okkur niður þegar við förum að vinna að gleðinni, hamingjunni – elskunni í eigin garð. –

Hið náttúrulega og eðlilega er að elska sig. – Þannig vorum við sem börn, en það gerðist bara eitthvað á leiðinni.  Einhver sagði eitthvað sem varð til þess að við fórum að efast að við værum ekki elsku verð.  –  Stefnan er að komast í okkar eðlilega ástand. – Ástand þar sem við dæmum okkur ekki,  ekki frekar en barnið sem liggur í vöggunni og virðir fyrir sér fingur sinna.  – Það er ekki að dæma þá vonda eða góða,  bara að virða þá fyrir sér því þeir eru þarna. –

(Sjálfs)hatur og niðurbrot getur verið hið algenga þó það sé ónáttúrulegt  – en ástin  er hið eðlilega eða náttúrulega ástand.

Eftirfarandi eru svo staðhæfingar sem þarf að hafa yfir á hverjum degi til að koma sér í eðlilegt/náttúrulegt ástand. – (mæli með því að prenta  þessar staðhæfingar út og lesa þær upphátt fyrir sjálfa/n sig á hverjum morgni og helst kvöldi líka, en bara ef þú vilt!) .

1. Ég samþykki mig af fyllstu einlægni
2. Ég fyrirgef mér fyrir mistök mín og neikvæðar hugsanir í fortíð, nútíð og framtíð
3. Ég elska mig skilyrðislaust
4. Ég elska sál mína
5. Ég elska huga minn
6. Ég elska líkama minn
7. Ég samþykki að nota mistök mín og óhöpp sem dýrmæt tækifæri til að læra
8. Ég geri mitt besta og mitt besta er nógu gott
9. Ég á skilið að vera hamingjusöm/hamingjusamur
10. Ég á allt gott skilið
11.  Ég á skilið að elska sjálfa/n mig
12. Ég á skilið að þiggja ást frá öðrum
13. Ég er minn besti vinur/ mín besta vinkona
14.  Ég tek gagnrýni af æðruleysi og þakklæti
15. Ég er sjálfsörugg/ur og hef góða sjálfsvirðingu
16. Ég fagna því að vera einstök manneskja
17.  Ég geri það besta úr hverri stund og úr hverjum aðstæðum
18.  Ég treysti sjálfum/sjálfri mér
19.  Ég nýt þess að vera með sjálfum/sjálfri mér
20.  Ég tek ábyrgð á eigin líðan
21.  Ég er stolt/ur af sjálfri/sjálfum mér
22.  Ég er siguvegari
23.  Ég er stolt/ur af árangri  mínum í lífinu og líður vel með bæði það sem hefur gengið vel og illa.
24.  Ég er skemmtileg/ur og ég skemmti mér
25.  Ég er góð manneskja.

Hamingjan er lykilinn – og lykillinn er ekki einhvers staðar þarna úti eða í annarri manneskju,  – þú ert lykillinn. –

Þess vegna megum við ekki fókusera svona á að aðrir geri eitthvað fyrir okkar hamingju, – heldur taka ábyrgð á eigin hamingju og eigin lífi. –

„Success is not the key to happiness. Happiness is the key to success. If you love what you are doing, you will be successful.“
– Albert Schweitzer

Þessi pistill er blanda af eigin hugleiðingum og því sem ég hef pikkað upp af netinu,  listinn er t.d. fenginn að láni, með smá breytingum – en öll erum við í þessu saman, og hamingja mín er hamingja þín.  – Svo skínum fyrir hvert annað! –

Því spyr ég aftur:

–  Vilt þú með Guðs hjálp reynast þér trú/r, elska þig og virða í hverjum þeim kjörum sem Guð lætur þér að höndum bera? –

Tími fyrir ástina … í hatursumræðu

„Karlar sem hata konur“ – „Konur sem hata karla“ – „Hatursframboð gegn forseta“ …   Þetta er eitthvað af því sem ég minnist þess að hafa lesið undanfarna daga án þess að ég hafi nennu til að fletta því upp. –

Mér finnst fólk verið farið að fara býsna frjálslega með orðið „hatur“ – en ég geri mér auðvitað grein fyrir uppruna yfirskriftarinnar „karlar sem hata konur“ –  en þar er um skáldsögu að ræða og skáldsagnapersónur. –

Ég hef enga trú á því að nokkur af þeim karlmönnum sem settir voru undir þennan hatt í umræðunni hér á Íslandi  hati í raun og veru konur, – eða séu einhver illmenni yfirhöfuð. –  Ef að ummæli í garð kvenna,  eða fólks almennt eru niðrandi, niðurlægjandi o.s.frv. eru þau miklu frekar sett fram af vankunnáttu eða hugsunarleysi, enda eru fordómar fáfræði. –  Hatur er ekki orðið sem kemur í huga. –

Ég skil líka að margir (karlar og konur) séu orðin þreytt á niðrandi ummælum og að svona dramatískar aðgerðir séu gerðar til að vekja, – en hverju skal fórnað til? –  Fórna einhverjum á hatursaltari til að vekja athygli. –  Merkja ákveðna karlmenn með stjörnu sem kvennahatara? –

Ég er á móti því að vinna að elsku með hatri –  friði með ófriði – og minna þannig aðgerðir oft á senurnar í bandarísku bíómyndunum þar sem hetjan keyrir niður alla sem á vegi  verða til að bjarga þeim sem hann elskar. –   Bjargvættur og þeim sem bjargað er standa uppi sem sigurvegarar en þegar litið er yfir senuna stendur eftir sviðin jörð og margir liggja í valnum – meira og minna sært fólk  (sem oft er að vísu falið og áhorfendur fá ekki að fylgjast með þeirra sögu). –

—-

Góðu fréttirnar eru að svo var komin upp síðan „Karlar sem elska konur“- og var það auðvitað jákvæð framkvæmd.

–  Góð framkvæmd að vekja athygli á því sem vel er gert, og það má gera á svo miklu fleiri stöðum. –

Ég minnist líka á orðið „hatursframboð“ – en það var orðið sem var notað yfir þá sem óskuðu eftir framboði gegn sitjandi forseta.  Það dæmir sig bara sjálft, ég held ég þurfi ekki að hafa fleiri orð um það. –  Eða jú, – ef okkur líka ekki vinnubrögð embættismanns þýðir það ekki að við hötum hann. –

Hatur er bara allt of gróft orð og yfirdrifið og að gera fólki upp þær tilfinningar að hata einhvern – hvort sem það eru konur eða karlar almennt eða ákveðnir einstaklingar. –

Geri orð Páls Óskars að mínum; 

„Út með hatrið inn með ástina“

Óvinurinn hið innra – Paulo Coelho

Mig dreymdi skrítinn draum í nótt, – ég var að fæða barn, það var sársaukalaust og ég tók sjálf á móti því.  Mér fannst það ekki sérlega fallegt, eða a.m.k. eitthvað skrítið – en einhver hvíslaði því að mér að það væri eðlilegt svona nýfætt að það sæist aðeins á því. – Í morgun opnaði ég svo fésbókina og sá eftirfarandi blogg Paulo Coelho´s og fannst það tengjast drauminum. –  Kannski var þetta barn mitt „other“ – en hvort sem það er tenging eða ekki,  þurfti ég á þessari sögu að halda. –  Ég er voða hugfangin af hugmyndafræði Paulo Coelho, og reyndar allra sem hugsa djúpt.  –

Bloggið er brot úr sögunni:

„By the River Piedra I sat Down and Wept (Na margem do rio Piedra eu sentei e chorei)

Nafnið á bókinni er vísun í Davíðssálm 137 „Við Babýlonsfljót þar sátum vér og grétum“ – en margir þekkja líka „By the Rivers of Babylon“ ..  með Boney M.  – sem er að sjálfsögðu líka vísun í sálminn.

Sagan fjallar  um sjálfstæða unga konu; Pilar,  sem er eitthvað ófullnægð með háskólalífið og leitar að æðri eða dýpri tilgangi. – Líf Pilar breytist til muna þegar hún hittir æskuástina,  sem er orðinn andlegur leiðbeinandi, heilari og kraftaverkamaður. –  Hvorki meira né minna! …
En hér kemur bloggið hans  Paulo´s

Óvinurinn hið innra

by Paulo Coelho on March 9, 2012

(lausl. þýðing JM)

Maður var staddur á krá ásamt félögum sínum, þegar að gamall vinur hans kom inn. –  Hann hafði lifað lífinu í leit að réttum vegi, en án árangurs. „Ég ætti að gefa honum smá peninga“, hugsaði hann með sjálfum sér.

En vinurinn var nú ríkur, og kom á krána þetta kvöld aðeins til að borga allar skuldirnar sem hann hafði stofnað til í gegnum árin.  Til viðbótar við að borga lánin,  bauð hann öllum upp á drykk.

Þegar hann var spurður hvernig honum hefði tekist að ná svona góðum árangri,  svaraði hann, að þar til fyrir einhverjum dögum hefði hann lifað eins og „Hinn“.

„Hvað er Hinn?“  spurði Pilar.

„Hinn trúir að maður eigi að verja æfinni í að hugsa upp hvernig þú  byggir upp öryggisnet til að deyja ekki úr hungri þegar þú verður gamall.  Þannig að þegar þú lifir sem Hinn,  nærð þú ekki að uppgötva að Líið hefur sín plön, og þau geta verið öðruvísi.“

„En það er hætta. Og það eru þjáningar“,  sagði fólkið á barnum sem var byrjað að hlusta.

„Enginn sleppur við þjáningarnar. Svo það er betra að tapa nokkrum orrustum við að berjast fyrir draumum sínum, en að vera sigraður án þess að vita fyrir hverju þú ert að berjast.  Þegar ég uppgötvaði þetta, vaknaði ég ákveðinn í að vera það sem mig langaði alltaf að vera.  Hinn stóð í herberginu og horfði á.

Þó Hinn sæktist stundum eftir því að hræða mig, leyfði ég honum ekki að koma aftur.  Frá þeirri stund sem ég ýtti Hinum út úr lífi mínu, vann hinn æðri máttur kraftaverk sín.“

Spurningarnar sem eftir sitja fyrir okkur öll, – hver vil ég vera (hver er ég?)  og fyrir hvaða drauma vil ég berjast? –

Hægt að lesa orginal blogg með að smella á

http://paulocoelhoblog.com/2012/03/09/the-enemy-within/

Megrunarkúrar ein aðal ástæða offitu? …

Samstæða

Þetta er slatta langur pistill, en ef þú vilt fá „summary“ eða útdrátt þá er hann hér í næstu fimm línum. – Njóttu meðvitað hvers munnbita! ….. Þú getur ekki notið nema að vera almennilega svöng/svangur Þú getur aðeins notið … Halda áfram að lesa

Bros er betra en bótox

Einhvern tímann var ég búin að safna þessum upplýsingum um bros – verst að ég hef ekki brosað nógu mikið til að halda flensunni í burtu … en bæti kannski úr því. –

„Wrinkles should merely indicate where smiles have been.“ ~Mark Twain

old-woman.jpg

Bros er aðlaðandi

Bros breytir geðinu

Bros er smitandi

Bros brýtur niður áhyggjur

Bros styrkir ónæmiskerfið

Bros fælir burt flensu og kvef

Bros lækkar blóðþrýstinginn

Bros losar um endorfín, náttúruleg verkjalyf og serótónin

Bros er besta dópið

Bros er ókeypis andlitslyfting Wizard

 

(safnað saman hér og þar af netinu)

Besta ræða allra tíma ..

I’m sorry but I don’t want to be an Emperor – that’s not my business. I don’t want to rule or conquer anyone. I should like to help everyone if possible, Jew, gentile, black man, white. We all want to help one another, human beings are like that.

We all want to live by each other’s happiness, not by each other’s misery. We don’t want to hate and despise one another. In this world there is room for everyone and the earth is rich and can provide for everyone.

The way of life can be free and beautiful.

But we have lost the way.

Greed has poisoned men’s souls – has barricaded the world with hate; has goose-stepped us into misery and bloodshed.

We have developed speed but we have shut ourselves in: machinery that gives abundance has left us in want. Our knowledge has made us cynical, our cleverness hard and unkind. We think too much and feel too little: More than machinery we need humanity; More than cleverness we need kindness and gentleness. Without these qualities, life will be violent and all will be lost.

The airplane and the radio have brought us closer together. The very nature of these inventions cries out for the goodness in men, cries out for universal brotherhood for the unity of us all. Even now my voice is reaching millions throughout the world, millions of despairing men, women and little children, victims of a system that makes men torture and imprison innocent people. To those who can hear me I say “Do not despair”.

The misery that is now upon us is but the passing of greed, the bitterness of men who fear the way of human progress: the hate of men will pass and dictators die and the power they took from the people, will return to the people and so long as men die [now] liberty will never perish…

Soldiers – don’t give yourselves to brutes, men who despise you and enslave you – who regiment your lives, tell you what to do, what to think and what to feel, who drill you, diet you, treat you as cattle, as cannon fodder.

Don’t give yourselves to these unnatural men, machine men, with machine minds and machine hearts. You are not machines. You are not cattle. You are men. You have the love of humanity in your hearts. You don’t hate – only the unloved hate. Only the unloved and the unnatural. Soldiers – don’t fight for slavery, fight for liberty.

In the seventeenth chapter of Saint Luke it is written ” the kingdom of God is within man ” – not one man, nor a group of men – but in all men – in you, the people.

You the people have the power, the power to create machines, the power to create happiness. You the people have the power to make life free and beautiful, to make this life a wonderful adventure. Then in the name of democracy let’s use that power – let us all unite. Let us fight for a new world, a decent world that will give men a chance to work, that will give you the future and old age and security. By the promise of these things, brutes have risen to power, but they lie. They do not fulfill their promise, they never will. Dictators free themselves but they enslave the people. Now let us fight to fulfill that promise. Let us fight to free the world, to do away with national barriers, do away with greed, with hate and intolerance. Let us fight for a world of reason, a world where science and progress will lead to all men’s happiness.

Soldiers – in the name of democracy, let us all unite!

Look up! Look up! The clouds are lifting – the sun is breaking through. We are coming out of the darkness into the light. We are coming into a new world. A kind new world where men will rise above their hate and brutality.

The soul of man has been given wings – and at last he is beginning to fly. He is flying into the rainbow – into the light of hope – into the future, that glorious future that belongs to you, to me and to all of us. Look up. Look up.”

*****

Hér er ræðan sem  Charlie Chaplin hélt á sjötugsafmæli sínu

As I Began to Love Myself

As I began to love myself I found that anguish and emotional suffering
are only warning signs that I was living against my own truth.
Today, I know, this is “AUTHENTICITY.”
As I began to love myself I understood how much it can offend somebody
As I try to force my desires on this person,
even though I knew the time was not right and the person was not ready for it,
and even though this person was me.
Today I call it “RESPECT.”
As I began to love myself I stopped craving for a different life,
and I could see that everything that surrounded me was inviting me to grow.
Today I call it “Maturity,”
As I began to love myself I understood that at any circumstance,
I am in the right place at the right time,
and everything happens at the exactly right moment.
So I could be calm.
Today I call it “SELF-CONFIDENCE.”
As I began to love myself I quit stealing my own time,
and I stopped designing huge projects for the future.
Today, I only do what brings me joy and happiness, things I love to do
and that make my heart cheer, and I do them in my own way and in my own rhythm.
Today I call it “SIMPLICITY.”
As I began to love myself I freed myself of anything that is no good for my health—
food, people, things, situations, and everything the drew me down and away from myself.
At first I called this attitude a healthy egoism.
Today I know it is “LOVE OF ONESELF,”
As I began to love myself I quit trying to always be right,
and ever since I was wrong less of the time.
Today I discovered that is “MODESTY.”
As I began to love myself I refused to go on living in the past and worry about the future.
Now, I only live for the moment, where EVERYTHING is happening.
Today I live each day, day by day, and I call it “FULFILLMENT,”
As I began to love myself I recognized that my mind can disturb me
and it can make me sick.
But as I connected it to my heart, my mind became a valuable ally.
Today I call this connection “WISDOM OF THE HEART.”
We no longer need to fear arguments, confrontations or any kind of problems
with ourselves or others.
Even stars collide, and out of their crashing new worlds are born.
Today I know THAT IS “LIFE”!

(fann þetta HÉR  – svo ég geti heimilda.  Mun þýða þetta við fyrsta tækifæri. – )