Þinn hinsti dagur … hugvekja

Hvað myndir þú gera ef þú vissir að í dag væri þinn hinsti dagur í þessu jarðlífi?

Þessi dagur 13. mars 2013 og þú ert eins og þú ert í dag?

Við hverja myndir þú tala,  með hverjum viltu vera?

Hvað áttu ósagt sem þú ert að geyma til betri tíma og vilt ekki skilja eftir?

Ég var að hlusta á fréttaskot þar sem fréttakonan sagði:

„Live each day as it was your last day“ ..

Það komu strax í mig efasemdir,  færi einhver í vinnuna ef hann eða hún vissi að það´væri síðasti dagurinn? –  Myndi viðkomandi fara á milli ættingja og kveðja og knúsa?    Eða hvað? …

Ég held ég hafi tekið þetta of bókstaflega.

Það er eflaust átt við það að gera það besta úr hverjum degi og kannski hafa þessar spurningar í huga sem ég hóf pistilinn á.

Svo er gott að setjast niður með sjálfri/sjálfum sér og sortéra það sem maður vill hafa í lífinu og hvað ekki.  –

Þetta er svolítið dramatískt – en bara raunhæft.

Ágætt að enda þessa morgunhugvekju með heimspeki  Pooh.  😉  og ég óska þér góðs dags.

images

Er sumt fólk eins og rjómatertur? …

Ef þú ert komin/n í hættulega yfirþyngd og læknirinn þinn er búinn að vara þig við rjómatertum en þú sækir samt í þær hvað segir það þér? …

Ef þú ert orðin/n veik/ur í lungum og læknirinn búinn að vara þig við reykingum en þú reykir samt hvað segir það þér?

Ef þú ert í sambandi með einstakling sem beitir þig ofbeldi, hvort sem er andlegu eða líkamlegu en sækir samt í viðkomandi einstakling hvað segir það þér?

Ertu stjórnandi í eigin lífi,  eða er það rjómatertan, sígarettan eða önnur manneskja?

Veistu hvað þú vilt og veistu hvað þú vilt ekki,  hvaðan kemur mótstaðan við að vera og gera það sem þú vilt?

Starf mitt í Lausninni hefur byggst m.a. á ofangreindum spurningum,  námskeiðin „Í kjörþyngd með kærleika“ –  „Lausn eftir skilnað“ – hópavinna og einstaklingsviðtöl.  

Af hverju geri ég ekki eins og ég vil? –  Kannski veit ég ekki hvað ég vil,  eða einhver annar er að segja mér hvað ég vil? ..

Einstaklingur með brotna eða jafnvel týnda sjálfsmynd veit ekki endilega hvað hann vill.

Við getum verið „misþroska“ hvað þetta varðar. 

Við getum tekið dæmi um flotta framakonu sem virkar sterk og sjálfsörugg í starfi,  en er í raun afskaplega lítil innra með sér,  er bara eins og lítil týnd stelpa.  

Aðferðin er m.a. að hin þroskaða kona mæti litlu stelpunni og leiði hana út úr þeim aðstæðum þar sem hún er föst,  þar sem hún er föst sem ósjálfstæð og stjórnlaus hvað eigin líf varðar.

Sjálfsvirðing – sjálfstraust – sjálfsást – sjálfsþakklæti – sjálfsfyrirgefning eru lykilorð í því að ná inn í sjálfið sitt. 

Athygli er annað lykilorð,  þ.e.a.s. að veita sjálfum/sjálfri sér athygli og spyrja sig spurninga  –

„Af hverju geri ég það sem ég geri,  þó það þjóni mér ekki“ .. 

Sumt getur þjónað í skamman tíma;

Marengstertan er góð – akkúrat meðan marengsinn er að bráðna í munninum.

Sígarettan er góð – akkúrat á meðan verið er að reykja hana (held ég).

(Rangur) maki getur veitt þér eitthvað sem þig vantar tímabundið.

En allt ofantalið má flokka undan „skammgóðan vermi“ – eins og að missa piss í skóna.   Fljótlega fer að kólna.

554686_407899162593882_1674255432_n

Fullkomleiki er 20 tonna skjöldur …

Af hverju leitumst við eftir að vera fullkomin? ..

Brené Brown svarar því m.a. á eftirfarandi hátt:

Við sogumst inn í fullkomleikann af einfaldri ástæðu:  Við teljum að fullkomleikinn muni vernda okkur.

Fullkomleiki er sú hugmyndafræði að ef við lifum fullkomin, lítum fullkomlega út, og hegðum okkur fullkomlega, getum við forðast eða gert sem minnst úr sársaukanum við gagnrýni, áfellisdóm og skömm.

Við verðum öll að upplifa að við séum einhvers virði og tilheyrum einhverjum, og verðmæti okkar er í húfi þegar við erum aldrei nógu _____________ (þú getur fyllt í eyðuna: mjó/r, falleg/ur, greind/ur, sérstök/sérstakur, hæfileikarík/ur, dáð/ur, vinsæl/l, rík/ur, upphafin/n).

Fullkomleiki er ekki það sama og að gera okkar besta. Fullkomleiki er ekki um að ná heilbrigðum markmiðum og vexti;    Fullkomleiki er 20 tonna skjöldur, skjöldur sem við dröslum með okkur, og ímyndum okkur að hann muni vernda okkur, þegar hann í raun er hluturinn sem hindrar okkur í að ná athygli og að ná flugi.

Fullkomleikinn er það sem heldur aftur af okkur að ná árangri.
Þegar við búum í samfélagi þar sem yfir flæða óuppfyllanlegar væntingar í öllu mögulegu,  frá því hversu mörg kíló við eigum að vera til þess hversu oft í viku við eigum að stunda kynlíf, er ógnvekjandi að leggja frá sér varnarskjöldinn.  Að finna hugrekkið, ástríðuna og tenginguna við að flytja sig frá hugsuninni

 “Hvað ætli fólk hugsi”?  yfir í  “Ég er nóg.”  það er ekki auðvelt.  En hversu hrædd sem við erum við breytingar, kemur að því að við verðum að svara eftirfarandi:

Hvort er meiri áhætta?  Að sleppa því sem fólk hugsar – eða að sleppa því hvernig mér líður,  hvernig ég trúi, og hver ég er?

to be yourself in a world that is constantly trying to make you something else is the greatest accomplishment copy

Framhjáhald er ekki orsök hjónaskilnaða …

Já, já, ég veit ég tek stórt upp í mig þarna.  Í raun ætti að standa þarna „grunn-orsök“ –  því framhjáhald er einhvers konar milliorsök ef svo mætti að orði komast. 

Framhjáhald er frekar afleiðing en orsök.

Ef einhver heldur framhjá maka sínum þá er augljóslega eitthvað að.  Það er eitthvað að samskiptum,  það er eitthvað að þeim sem leitar út fyrir samband eða hjónaband. 

Viðkomandi þarf að fá þarfir (fíknir stundum) uppfylltar sem hann eða hún fær ekki í sambandinu.  

Hverjum er um að kenna?

Getum við kennt makanum um framhjáhaldið? –  „Ég er ekki að fá það heima hjá mér svo ég verð að leita út á við“ .. ?   

Stundum er þetta bara spennufíkn – og þá enn og aftur er þetta afleiðing.

Af hverju þarf einhver að leita í spennu? –  Er ekki eitthvað sem þarf að skoða þar?

Ég skrifaði um þau hjónakornin Önnu og Tedda í greininni „Meðvirkni er ekki góðmennska:“

Eiginmaður Önnu, hann Teddi var ánægður með Önnu sína, enda hin þægilegasta eiginkona. En Teddi fann að eitthvað vantaði, í vinnunni var þessi frísklega kona sem veitti honum athygli, hafði blikkað hann og tekið eftir hvað hann var flottur,  en Anna hafði ekki haft orð á því í mörg ár, hvað þá veitt honum almennilega athygli í rúminu! -Hann fór þvi  að halda fram hjá Önnu,  þó að honum þætti ofurvænt um hana.

– Hann vildi ekki sjá Önnu særða og reyndi því í lengstu lög að segja henni ekki frá framhjáhaldinu og ætlaði sér það aldrei.   Það sem Anna vissi ekki myndi nú ekki særa hana. –  Anna komst að framhjáhaldinu þegar Teddi hafði verið kærulaus og skilið Facebook eftir opna. – Anna var særð,  en Teddi hélt dauðahaldi í það að minnka sársauka Önnu og sagði allt byggt á misskilningi.

Teddi þurfti tenginguna við Önnu og allt sem hún veitti honum,  hann vildi ekki missa hana.  Hann ætlaði bara að taka hliðarspor,  ekki neitt meira.

Ástæðan fyrir því að Teddi sagði Önnu ekki að hann væri óánægður í sambandinu var hræðsla við að missa Önnu, – missa tengingun sem hann þurfti á að halda.  Ástæðan var líka sú að hann vildi ekki þurfa að upplifa að sjá konu sína særða.  Það hefði hann reyndar átt að hugsa um fyrr. –

Við skulum segja að þau Anna og Teddi hafi skilið, og opinber ástæða gefin upp að Teddi hafi haldið framhjá Önnu,  en í raun var grunnorsökin miklu dýpri.  

Vankunnátta í samskiptum?    Léleg sjálfsmynd?   Ótti?  

Kannski allt þetta, en eins og ég leyfði mér að halda fram í fyrirsögn er framhjáld ekki orsök,  eða alls ekki grunnorsök.  

Ég er ekki að afsaka framhjáhald,  –  og langt í frá, – því það að halda fram hjá er viss tegund óheiðarleika – og óheiðarleiki er skapaður af því að hafa ekki hugrekki til að vera heiðarlegur.  

Hugrekki til að láta í ljós tilfinningar við maka sinn, af ótta við að jafnvel missa hann eða særa.  

525912_10150925020918460_1818531631_n

Syndin … og skömmin …

Þennan pistil birti ég upphaflega á bloggi mínu „Naflaskodun“ í nóvember 2011, en hann er enn í fullu gildi:

Úr Rómverjabréfinu:

15Ég skil ekki hvað ég aðhefst. Það sem ég vil geri ég ekki, hitt sem ég hata, það geri ég. 16Fyrst ég geri það sem ég vil ekki er ég samþykkur lögmálinu, að það sé gott. 17En þá er það ekki framar ég sjálfur sem geri þetta heldur syndin sem í mér býr.

Ég hef verið að kynna mér leiðina að kjarna mannsins, að hinu innra og ósnertanlegu verðmæti sálarinnar, sem ekki verður vegið eða metið eftir diplómum, tölum á vigt, eignum, kyni, kynþætti, fjölda barna o.s.frv., því allar sálir eru jafngildar. 

Ég hef m.a. hlustað á Brené Brown sem er rannsóknarprófessor sem hefur aðallega rannsakað skömm og berskjöldun (vulnerability) – og samhygð (emphathy).  

Hún spyr ekki aðeins hvernig við komumst að innra verðmæti, heldur hvað stöðvar okkur í því að ná þangað. 

Sá/sú sem lifir af heilu hjarta lifir af opnu hjarta. Hann/hún viðurkennir bresti sína, en um leið þarf hann/hún ekki að lifa í óttanum við að aðrir komast að þeim.  Þessi mannvera sýnir hugrekkið við að vera hún sjálf.  Hún þarf ekki að vera í því hlutverki sem er ætlast til af henni. 

Um leið og við erum við sjálf,  þá erum við að samþykkja okkur en ekki afneita okkur.  

Það er afskaplega ríkt hjá okkur að leita í hlutverk. 

Spurningar vakna: 

„Tekur einhver mark á mér ef ég er ekki í hlutverki“ – úff – hvað gerist ef ég fer að vera ég sjálf/ur! 

Við þekkjum flest söguna af Pétri þegar hann afneitaði Jesú, – hann var að verja sjálfan sig. 

Þegar við afneitum okkur, förum í hlutverkið okkar þá erum við að verja okkur – því að í raun erum við að skammast okkar fyrir að vera við. 

„Skammastu þín“ – segir aðeins eitt: „Skammastu þín fyrir sál þína“ –  Skömm er svo vond vegna þess að hún segir okkur að við séum ekki verðmæt, og við trúum því.  Tökum orðin og tileinkum okkur orðin.  Lifum í skömm yfir þessu og hinu. 

Skömm fyrir að vera of feit, of löt, of leiðinleg, of vitlaus, of vond ……. 

eða ekki nógu mjó,  ekki nógu dugleg, ekki nógu gáfuð …

Skömminni yfir að vera ekki fullkomin.. 

Brené Brown gerir mikinn mun á að að vera mistök eða gera mistök 

Skömmin gefur okkur þá tilfinningu að við séum mistök 

Alveg frá því við fæðumst þurfum við á snertingu að halda og umönnum.  Barn sem ekki fær snertingu veslast upp, –  

Það sem heldur okkur stundum frá því að þora að vera við sjálf, er oft hræðslan við að missa tenginguna við annað fólk. Hræðslan við höfnun og hræðslan við að einhver elski okkur ekki. 

Það er ekki skrítið þar sem samfélagið er með mælikvarðana;  rétt útlit, rétt hegðun, rétt prófgráða. Fólk sækir verðmæti sitt í það sem samfélagið vegur og metur það með.  Það áttar sig ekki á því að sálin er alltaf verðmæt. 

Þess vegna er alveg óhætt að segja við sig, „Ég elska mig, ég samþykki mig, ég virði mig“ – allar sálir eru verðmætar og allar manneskjur því með ríkt manngildi og jafnt“ –  en það þýðir ekki að allir geti bara beitt ofbeldi eða framið glæpi og komist upp með það,  því það ber hver og ein manneskja ábyrgð á því sem hún gerir.  

„En hvað segir í Rómverjabréfinu: „Ég skil ekki hvað ég aðhefst, það sem ég vil geri ég ekki, hitt sem ég hata það geri ég.“ 

Er þetta ekki  bara fjarlægð mannsins frá sálu sinni, frá sjálfum sér? –  Er það ekki syndin/skömmin sem er við völd en ekki maðurinn sjálfur

Hljómar þetta ekki eins og að „vera viti sínu fjær“? — 

Þegar konurnar koma til mín í námskeið, klárar konur með fullt af upplýsingum sem þær hafa aflað sér í gegnum nám og/eða lífsreynslu – þá segja þær einmitt þetta: 

Ég veit þetta allt en ég geri það bara ekki! ..  Ég fæ mér sykur sem gerir mér illt, – ég borða brauð sem ég blæs upp af, ég borða þangað til að mig verkjar og ég borða mat sem ég fæ mígreni af. 

Af hverju? – 

Vantar ekki einhverja tengingu þarna milli vits og vilja? –  Einhverja framkvæmd sem er sprottin af löngun til þess að gera sjálfri sér gott.  

Af hverju nær viljinn ekki dýpra? 

Getur það verið að hann komi ekki frá kjarnanum, heldur að utan. Sé ekki sannur vilji?

Hvar á lífsleiðinni hófst þessi aftenging við okkur sjálf og hvenær byrjuðum við að óttast það að fá ekki elsku annarra og óttast höfnunina? – Hvenær varð skömmin svona ríkjandi og hvers vegna? – Hver skammaði þig og hvenær fórstu að skammast þín fyrir þig? – Ertu nógu góð/ur?  Er til einhver sem er fullkomin/n? – 

Þurfum við ekki bara öll að koma út úr skápnum sem við sjálf, særð börn, tilfinningaverur, ófullkomið fólk, játast sjálfum okkur og samþykkja og hætta að skamma okkur

 – við erum öll í þeim pakka .. annað er afneitun  

Hvenær fer okkur í alvöru að langa til að vera góð við okkur,  vera þannig góð við okkur að við gefum okkur ekki sígarettu til að sýna góðmennsku í eigin garð, gefum okkur ekki sjúss, nammi eða verðlaunum með mat … 

… hugsum þetta saman … 

562085_364664146931546_146189222112374_996249_1945055447_n

Ertu fastur/föst í fórnarlambshlutverkinu? …

“The primary cause of unhappiness is never the situation but your thoughts about it.”
Eckhart Tolle, A New Earth
(Grunnorsök óhamingju er aldrei ástandið,  heldur hugsanir þínar um það.)
 
———————————

„Að hvíla í ásökun þýðir að þú trúir að vandi þinn sé vegna einhvers sem einhver gerði þér, það gefur ofbeldismanninum valdið, og skilur þig, fórnarlambið – eftir valdalaust, án möguleika til að verjast eða að breytast. Þess vegna heldur það að ásaka þér föstum/fastri í sjúkleikanum og verður líklega til að þér versnar.“

En þetta er lausleg þýðing á þessum texta úr bókinni „Breaking Free, eftir Pia Mellody og Andrea Wells Miller.

„Blame means you believe you have the problem you have because of what somebody else did to you, this gives power to the offender, and renders you, the victim – powerless, without the ability to protect your self or change. Therefore blaming will keep you stuck in the disease and will probably make you worse.“Ef við viljum ná bata, eða bara fara að ná að finna innri frið,  þá þurfum við hreinlega að sleppa tökum á því fólki,  eða aðstæðum sem urðu til þess að við urðum fórnarlömb. 

Ekki leita út á við eftir ófriði til að ná innri friði ..   það gengur ekki upp.  

Það mikilvægasta er að safna sjálfum/sjálfri sér saman, læra að lifa í sátt við sjálfa/n sig.  Stilla fókusinn heim og inn í eigin kjarna.

Og svona rétt í restina – endum líka á speki Tolles sem hvetur okkur til að vera vakandi og vera okkar eigin áhorfendur. 

“What a liberation to realize that the “voice in my head” is not who I am. Who am I then? The one who sees that.”
Eckhart Tolle, A New Earth 
 
(Hvílíkt frelsi að átta mig á því að „röddin í höfðinu á mér“ er ekki sá/sú sem ég er.  Hver er ég þá?  Sá/sú sem sér það!“  😉
 
479969_212909205514142_2108425776_n

Starfsdagur í þínum skóla eða fyrirtæki? … Hópefli, fræðsla um meðvirkni og jákvæð samskipti.

Heil og sæl þið sem lesið, – ég hef í boði dagskrá fyrir leikskóla, grunnskóla, háskóla eða fyrirtæki,  þar sem ég kynni  kjarnaatriði meðvirkni,  fjalla um samskipti.

Eftirfarandi er dagskrá sem ég var með á starfsdegi í leikskólanum Andabæ á Hvanneyri,  föstudag 1. mars og líkaði það vel,  bæði mér og starfsfólki skólans sem tók þátt af einlægni og með opnum hug – og hjarta!

Leiðbeinandi Jóhanna Magnúsdóttir,  guðfræðingur og fv. aðstoðarskólastjóri

9:00 – 12:00

Kynning á dagskrá, fyrirlesara og þátttakendum

Hugleiðsla – ljósið tekið inn og „strandarferð“ ..

Að læra og „aflæra“ ..  hvað er það og hvers vegna?

Kjarnaatriði meðvirkni? – (Fyrirlestur,  spuni og spurningar)

12:00 – 12:45     Hádegishlé

12:45  – 16:00

Hamingjustuðullinn   (Fræðsla og spurningar)

Meðvirkni er ekki góðmennska,  pistill lesinn og fjallað um meðvirkni og hvar hún kemur fram í lífi eða í kringum einstaklinga.
Jákvæð samskipti:  “Þú ert svo neikvæð” ..  hvernig get ég látið aðra manneskju vita að mér finnist hún neikvæð án þess að móðga hana? –

Framtíðardagbók og sýn.

Hópeflisæfing

Kynning á „Tapping“ ..

16:00   LOK

—————————————–

Ég get sérsniðið dagskrá (styttri eða lengri)  eftir hvaða  áherslum er óskað eftir,  hópar geta tekið sig saman eða félagasamtök. 

Leitið endilega upplýsinga.    Tölvupóstur  johanna.magnusdottir@gmail.com eða í síma 895-6119  😉 … Tek vel á móti ykkur.

image-1