Hugleiðsla og slökun á þínum vinnustað … betri tímastjórnun

„Ég hef ekki tíma til að slaka á eða stunda hugleiðslu“ – er viðkvæðið hjá svo mörgum.  En í raun höfum við ekki tíma til að stunda ekki hugleiðslu eða slaka á.“ –

Þegar við spennum okkur of mikið í vinnunni,  er það eins og að þegar við erum að leita að týndu lyklunum í panik-gírnum,  við finnum ekki neitt.   Að sama skapi náum við sjaldan árangri í panik gírnum.

Ef við setjumst niður og slökum aðeins á,  þá birtist oftar en ekki mynd í huga okkar af því sem við leituðum að, alveg eins og með týndu bíllyklana.

Í maímánuði býð ég upp á sérstakt tilboð fyrir vinnustaði, –  „Ró á vinnustað“

Ca. 1/2 tíma hugleiðslu/hugvekju og slökunarstund,  t.d. í hádeginu fyrir starfsmannahópa.

Kynningarverð (á höfuðborgarsvæðinu)  kr. 10.000.-   sama hversu stór hópurinn er 😉 

Upplýsingar og/eða pantanir johanna.magnusdottir@gmail.com

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Lúxusvandamál? …

Sá sem er að deyja úr þorsta hefur aðeins eitt vandamál – að hann er þyrstur.

Þegar ég gekk heim úr pósthúsinu í gær, – eftir að hafa skilað af mér tveimur diskum af Ró (sem ég er „by the way“ að selja)  þá hugsaði ég:  „Það er ekkert að“..  öll þessi samskiptavandamál,  að við fólkið getum ekki talað saman án þess að lenda í leiðindum, tala niður til hvers annars, öfundast o.s.frv. – er bara lúxusvandamál. –

Samskipti væru ekki vandamálið ef við værum öll að deyja úr þorsta og það finndist ekkert vatn.  Þá værum við öll bara með það markmið að finna vatn – hugsuðum bara um að fá svalað þorstanum og hugurinn væri upptekinn við það.

En ef hugurinn er ekki upptekinn við að leita vatns,  þá finnur hann eitthvað annað að leita að.  „Líkar þessum við mig?“ –  „Oh hvað þessi er nú leiðinlegur – hann gefur mér aldrei neitt!!“ .. eða við getum hugsað eitthvað vont um okkur sjálf – „Ég er nú meira fíflið“ – eða „Hvað þykist ég vera“ .. „Ég er ekki nógu …… eitthvað“  ..

Við hreinlega framleiðum vandamál í hausnum á okkur,  m.a. vegna þess að við eigum ekki alvöru vandamál.

Þegar við áttum okkur á því HVAÐ SKIPTIR RAUNVERULEGA MÁLI.  Það að fá frískt loft að anda, vatn að drekka, vera verkjalaus…

HAFA HEILSU ..

Þá getum við endurskoðað lífið.

Skiptir það máli hvort einhver gleymir að gefa okkur eitthvað, eða fattar það ekki? –   Skiptir það sem annað fólk gerir eða segir eitthvað máli? –  Getum við ekki bara látið það vera þeirra eigin vandamál, gert okkur grein fyrir því að það er að glíma við sinn huga.

Hvernig losnum við við lúxusvandamál? –

Hættum að ofhugsa – spyrjum hreint út og erum heiðarleg.

Lærum að átta okkur á því sem raunverulega skiptir máli, og rekum burt neikvæðar hugsanir úr kollinum á okkur,  neikvæðar hugsanir um okkur og um aðra.

Eins og segir í laginu „Don´t Worry Be Happy“ ..

Sleppum tökum á því sem ergir okkur,  þurfum ekki að útskýra allt í strimla,  þurfum ekki að vera með „allt á hreinu“ – sættumst við okkur sjálf.

Við hættum að láta annað fólk stjórna tilfinningum okkar,  og vera óörugg um hvað öðrum finnst án þess að fara yfir í öfgar siðblindunnar.   Það er sjálfsagt að taka tillit, en ekki taka þannig tillit að tilvera þín verði afsökun á sjálfri/sjálfum þér.

Ekkert „I´m not Worthy“ eða „Ég er ekki verðmæt/ur“ kjaftæði.   Það er pláss fyrir þig,  þú ert ekki fyrir neinum.   Taktu þitt rými.

Allar manneskjur fæðast með sama verðmiðann, – á því er engin, engin, engin undantekning.   Og ekki reyna að láta segja þér neitt annað.

Stóra vandamálið þitt liggur oftar en ekki í neikvæðri hugsun,  og neikvæð hugsun er lúxusvandamál,  – sem lagast með því að hugsa jákvæðar hugsanir.   Þitt er valið.

Ef það liggja tveir bolir á stólnum þínum á morgnana, annar merktur:

„Fórnarlamb lífsins“  og hinn „Sigurvegari lífsins“ ..  hvorn velur þú?

Auðvitað er fullt af óréttlæti,  en hvað gerir þú það betra með að fara í fórnarlambsbolinn? –

Það eru margar hindranir í lífinu,  – sumar eru mjög raunverulegar, erfiðar, átakanlegar, óbærilegar – ALVÖRU.

En 90 %  af hindrunum eru í kollinum á okkur,  það er enn og aftur hugsanirnar sem hindra, halda aftur af og gera okkur lífið erfitt.

Ef þú losar þig – já hreinlega „dömpar“  þínum lúxusvandamálum,  hver eru þín raunverulegu vandamál? –

Þú gætir spurt;  „hvernig „dömpa“ ég lúxusvandamálunum mínum? – þessum vondu hugsunum í eigin garð og oft annarra?“ –

Þú ferð að elska ÞIG eins og þú ert.  Virða fjársjóðinn innra með þér,  átta þig á því að þú ert jafnverðmæt/ur og allar aðrar manneskjur.   Hvorki meiri né minni.

Hættu að skammast þín fyrir þig og farðu að VIRÐA þig,   því þú ert bara yndisleg,  frábær og náttúruleg manneskja sem er allrar virðingar verð.

Elskaðu þig – samþykktu þig – virtu þig – fyrirgefðu þér – þakkaðu þér … vaknaðu og virtu þig fyrir þér,   mikið ertu dásamleg mannvera.

Dokaðu við,  andaðu djúpt – leyfðu þér að finna það í hjartanu og finndu hvað mörg „vandamál“ leysast upp og verða að engu.

Njóttu þín – þú ert þinn eigin heimur. –

21-the-world

Hamingjan er innri friður …

Vellíðan, hamingja, friður, sátt, ró, friður … allt gildishlaðin orð sem kannski hver getur skilgreint fyrir sig.

Hamingja er eflaust svolítið ofnotað orð, og þá líka af mér,  því að í raun erum við kannski ekki að ætlast til að vera blússandi hamingjusöm alla daga, bara ekki óhamingjusöm.  Eða með frið innra með okkur,  í órólegum heimi og órólegum ytri aðstæðum e.t.v. 

Í kringum mjög órólegt fólk sem á ekki SINN innri frið getur þú átt ÞINN innri frið. 

Það á ekki að þýða að við getum ekki slakað á og þegið okkar innri frið, nú eða hamingju.

Og ekkert „ef“ eða  „þegar“  … heldur NÚNA.

BJARTSÝNI eftir Kristján Hreinsson:

Yndi lífsins átt þú hér
undir þykkum hjúpi
og fágæt perla falin er
… í fögru hjartans djúpi.

Þegar opnast þessi skel
þjáning öll mun dvína
því lífsins unun ljómar vel
ef ljósið fær að skína.

Í hverri raun því ræður þú
að réttust leið sé valin,
já, hamingjan er hér og nú
í hjarta þínu falin.

 
419760_399582396722202_155458597801251_1749816_1666267657_n

Ertu fastur/föst í fórnarlambshlutverkinu? …

“The primary cause of unhappiness is never the situation but your thoughts about it.”
Eckhart Tolle, A New Earth
(Grunnorsök óhamingju er aldrei ástandið,  heldur hugsanir þínar um það.)
 
———————————

„Að hvíla í ásökun þýðir að þú trúir að vandi þinn sé vegna einhvers sem einhver gerði þér, það gefur ofbeldismanninum valdið, og skilur þig, fórnarlambið – eftir valdalaust, án möguleika til að verjast eða að breytast. Þess vegna heldur það að ásaka þér föstum/fastri í sjúkleikanum og verður líklega til að þér versnar.“

En þetta er lausleg þýðing á þessum texta úr bókinni „Breaking Free, eftir Pia Mellody og Andrea Wells Miller.

„Blame means you believe you have the problem you have because of what somebody else did to you, this gives power to the offender, and renders you, the victim – powerless, without the ability to protect your self or change. Therefore blaming will keep you stuck in the disease and will probably make you worse.“Ef við viljum ná bata, eða bara fara að ná að finna innri frið,  þá þurfum við hreinlega að sleppa tökum á því fólki,  eða aðstæðum sem urðu til þess að við urðum fórnarlömb. 

Ekki leita út á við eftir ófriði til að ná innri friði ..   það gengur ekki upp.  

Það mikilvægasta er að safna sjálfum/sjálfri sér saman, læra að lifa í sátt við sjálfa/n sig.  Stilla fókusinn heim og inn í eigin kjarna.

Og svona rétt í restina – endum líka á speki Tolles sem hvetur okkur til að vera vakandi og vera okkar eigin áhorfendur. 

“What a liberation to realize that the “voice in my head” is not who I am. Who am I then? The one who sees that.”
Eckhart Tolle, A New Earth 
 
(Hvílíkt frelsi að átta mig á því að „röddin í höfðinu á mér“ er ekki sá/sú sem ég er.  Hver er ég þá?  Sá/sú sem sér það!“  😉
 
479969_212909205514142_2108425776_n

Kvöldstund með nautn og núvitund …

Það er svo gaman að prófa eitthvað nýtt og læra af því um leið.

Það er líka gaman að starfa við eitthvað skemmtilegt.

Mér sýnist að eftirfarandi gæti verið það sem kallað er „Win-Win… vinna –  fyrir bæði mig sem leiðbeinanda/kennara og þátttakendur sem þiggjendur/nemendur. –

Leika og læra.

Það sem verður í boði:

Einn gestgjafi kallar á 6 – 10 aðila til að bjóða í mat m/meiru.

Dagskráin er eftirfarandi:

Kl.  18:00    Mæting – og kynning á þátttakendum og leiðbeinanda,  og leiðbeinandi kynnir sjálfa sig og hvað er í bígerð.

Kl.  18:30   „Hvað vil ég“ .. þátttakendur komast að eigin draumum og vilja.

Kl.  19:00   Borðhald m/fyrirlestri um núvitund og mataræði,  borðhaldið er bæði fyrirlestur og núvitundaræfing, – þar sem listin að njóta matar/lífsins er kynnt fyrir þátttakendum.  Aðalréttur gjarnan léttur réttur,  fiskréttur, kjúklingur eða salat.  Eftir mat er súkkulaðihugleiðsla.

Kl. 20:00   Heimferðarhugleiðsla og slökun,  sest niður í hring og leiðbeinandi leiðir í slökun og fer með hugvekju fyrir hópinn.

Markmið:  Að vekja til vitundar um mikilvægi þess að njóta!   Auk þess er stundinni ætlað að vera afslöppuð, ánægjuleg og laða fram gleði og sátt innra með þátttakendum!

Kynningarverð:

3.500.-   krónur pr.  þátttakanda.

Frítt fyrir gestgjafa,  sem útvegar þó mat og húsnæði.

Gestgjafi fær gjafapoka m hugleiðsludisknum Ró og ýmsu góðu til áminningar um það að njóta og lifa í sátt.

(Lágmark 5 (auk gestgjafa) – hámark 15)

Í boði á virkum dögum eða um helgar,  eftir samkomulagi og möguleiki að færa tímasetningar til.   Er sveigjanleg í samningum.

Hafið samband johanna.magnusdottir@gmail.com til að fá nánari upplýsingar eða panta.  Getur verið í boði á á landsbyggðinni ef samningar nást.

Ath!  Ekki er æskilegt að bera fram vín m/mat, fyrir eða eftir því þá er hætta á að eitthvað skerðist núvitundin!

Byrjar í mars.

p.s. ekki leiðinlegt 😉

Leiðbeinandi: Jóhanna Magnúsdóttir. johanna

Núið – Stærsta gjöfin …

Hvað er þetta Nú?

„Present Moment“

Present þýðir gjöf og Núið er því gjöf.

Núið er svolítið sleipt, og því erfitt að festa hendur á því.

Galdurinn er:  „EKKI REYNA“ …

Um leið og við hættum að reyna,  kemur Núið til okkar,  það kemur ekki ef við fyllumst örvæntingu eða kappi við að elta það, því það liggur í hlutarins eðli að ef við erum að elta þá er það ekki „present“  heldur frjarlægt.

Að reyna gefur okkur útgönguleið, eins og orðið „kannski“ –

Ég ætla að reyna ….

Kannski ætla ég ….

Þar höfum við opnað fyrir möguleikann að gera það ekki.

Ég ætla ekki að reyna að vera til,  heldur ætla ég að vera til.

Það er svo merkilegt að um leið og við hættum að reyna þá fara hlutirnir að gerast.

Ástæðan fyrir þessum pælingum hér að ofan er að ég hef fundið fyrir því að ég hef tapað þessari gjöf,  kannski ekki að ástæðulausu þar sem grunninum hefur verið kippt undan í minni tilveru – sorgin gerir það, og sorginni fylgja allskonar tilfinningar sem skekja tilveruna enn meira.  Pirringur, reiði, leiði, þreyta, magnleysi … þráðurinn er stuttur sem aldrei fyrr.  Fólk er meira pirrandi en nokkru sinni fyrr! ..  Merkilegt nokk!

Auglýsing í útvarpi þar sem Egill Ólafsson segir að ekki verði allir sextugir, stingur eins og hnífur í hjartastað.

Pirringurinn hefur ekkert með þetta fólk að gera. Það hefur ekkert með afmæli Egils Ólafssonar að gera,  eða nokkurt sextugsafmæli.  Það hefur með minn sannleika að gera,  með mína hjartasorg að gera.

Ef þú kreystir appelsínu færðu út appelsínusafa.

En ég veit að besta gjöfin er að komast í Núið,  komast í jafnvægi, jafnvægið sem riðlaðist þegar grunnurinn var hristur.

Það var í gær þegar ég var að keyra inn í Hvalfjarðargöngin og ég var að hugsa um þetta blessað Nú, sem mig langaði svo að eignast,  og ég var að hugsa upp aðferðir, tækni o.fl. til að nálgast Núið að eldingunni laust niður í höfuðið á mér.

„Ekki reyna“ … og um leið og ég „heyrði“ þessi orð eða skynjaði þau,  náði ég innri ró,

..er á meðan er.

Eins og við öll,  þarf ég að taka einn dag í einu.

Ég er þakklát fyrir hvern dag,

þakklát fyrir gjöf stundarinnar,

þakklát fyrir andartakið.

Þakklát fyrir Núið.

codependent-no-more

Er hægt að kaupa Ró? …

Ég hlustaði á viðtal við Neale Donald Walsch – þann sem lenti í samræðum við Guð,  – eða skrifaði bækurnar „Conversation with God“…  en Walsch er einn af mörgum andlegum leiðtogum sem þurfti að „strippa“ sig af öllum veraldlegum gæðum til að ná kjarnanum í því sem skipti máli í lífinu.

Hann var á tímabili orðinn betlari og útigangsmaður.

Þegar sagt var við Walsch að hann hefði nú reynt tímana tvenna og ekki einu sinni átt fyrir grunnþörfum (basic needs)  svaraði hann því til að í raun væri þörfin fyrir hið andlega grunnþörf.   Auðvitað kemur þetta mörgum undarlega fyrir sjónir, – flestir líta á grunnþarfir sem mat, húsaskjól, það að losa sig við úrgang o.fl. eins og fram kemur í hinum fræga Maslow píramída.

450px-Maslow's_hierarchy_of_needs-icelandic.svg

Í píramídanum er kærleikur, vinátta, fjölskylda, ást …-  ekki grunnþörf,  þrátt fyrir að sungið sé:

„All you need is love“ ..  „Love is all you need“ .. o.s.frv. …

Lissa Rankin, læknir telur að hið andlega sé líka grunnurinn að góðu lífi, hægt er að lesa hugmyndir hennar ef smellt er HÉR.

Sama hugmynd, eða svipuð,  kemur fram í Biblíunni:

„Maðurinn lifir ekki á brauði einu saman, heldur sérhverju orði,
sem fram gengur af Guðs munni“ (Matt 4, 4) ..

Hið andlega fæði er grunnur – og hin andlega hugsun er grunnur – að betra lífi.  Ef við erum neikvæð,  ef við tölum okkur niður,  ef við erum dómhörð,  nærumst á reiði, rifrildi og óróleika þá verðum við full af reiði, rifrildi og óróleika.

Við getum valið andlegt fæði alveg eins og við getum valið fasta fæðu,  Hægt er að bera það saman að djúpsteiktur matur,  kokteilsósa og candy floss fari illa í maga – eins þá fara illar hugsanir, blót,  rógburður og ofbeldisefni illa í huga.

Ég tala nú ekki um ef menn kunna sér ekki magamál og borða yfir sig, þá gæti orðið óróleiki í maganum/huganum.

Er hægt að kaupa Ró? – er fyrirsögn þessa pistils.  Það er ekki hægt að kaupa ró,  en diskinn Ró er hægt að kaupa.  Von mín er sú að þú eða þau sem eru að hlusta nái að finna SÍNA innri ró.  Að það að hlusta dragi fram það sem þegar er innra með þeim.

Diskurinn er afrakstur viðtala, námskeiða, samskipta við fólk,  fólk með tilfinningar – þar sem ég hef uppgötvað að við erum öll eða flest að hugsa um og eiga við svipaða hluti.

Sammannlega hluti.

Ég hef komist að því að flest okkar þrá ró,  það þarf bara að ná henni fram,  því auðvitað er hún innra með hverju og einu okkar,  við opnum fyrir skynjunina.

er komin í sölu í Kirkjuhúsinu Laugavegi,  Ró er komin í sölu á Nuddstofu Margrétar, Borgarbraut 61 Borgarnesi,  Ró er til sölu í Lausninni,  Síðumúla 13 og hægt er að panta Ró beint hjá mér með að senda pöntun á johanna@lausnin.is

HÉR er Facebook síða Ró  – og síðan HÉR er pistillinn Hvað er Ró?

Ég er búin að senda póst á Betra líf,  Hagkaup o.fl. aðila án þess að fá svar,  en vonandi rætist úr þvi,  því margir hafa spurt:

Hvar fæst Ró?

OLYMPUS DIGITAL CAMERA