„Gættu að …. “

„Ómeðvitaður heimur skapar börnum sínum sársauka, – þess fleiri sem komast til meðvitundar og hætta að viðhalda sársauka bernsku sinnar og yfirfæra hann þar að auki á næstu kynslóð, því minni verður sársauki heimsins. – Þannig slítum við keðjuna.“

Þennan texta setti ég á hjartaáliggjandi fésbókarstatus í gær og fékk  „like-in“ hjá þeim sem skildu hann og voru sammála og fallega umsögn frá mætum manni og líka hjarta frá mætri konu. –

Stundum hittir eitthvað í mark sem við skrifum og segjum og stundum ekki. –

Þessi texti er skrifaður í einlægri ósk minni að við vöknum og förum að sjá eigin sársauka, förum að elska okkur nóg og virða til að leita okkur heilunar, tjá okkur um hann við einhvern eða einhverja sem við treystum og hætta þannig að lifa með hann og þannig varpa honum áfram á næstu kynslóð. –

Það er þegar okkur líður illa sem við segjum vonda og særandi hluti. Það er þegar við erum með grasserandi skömm innra með okkur sem við meiðum okkur og aðra. –

Ég er að vakna, hægt og rólega, og æfa mig að lifa „in presence“ – það er að vera viðstödd og vera áhorfandi að eigin tilfinningum.  Hvað er að gerast þegar ég verð reið,  er það fórnarlambsreiði = gremja,  og af hverju bregst ég svona við? –  Þegar við förum að sjá, vera meðvituð,  getum við breytt.  Eins og þota á flugi sem er komin út af sporinu,  flugmaðurinn stillir hana þá af, og við erum flugmaðurinn en fljúgum ekki á Auto Pilot. –

Stundum er eitthvað utanaðkomandi sem setur okkur alveg út af sporinu, og við, í ófullkomleika okkar getum ekkert að því gert, heldur hrökkvum í gamla farið eftir því sem við erum prógrammeruð.  –  Þá fyrirgefum við okkur það, lærum af því  og höldum áfram.  Hlæjum kannski að því eftir á.  Ég lenti sjálf í því sl. föstudag.

Ég fór til læknis út af verkjum fyrir brjósti, hann tók hjartalínurit sem sýndi að allt var í lagi og fór svo að hlusta mig og rak augun í örið á öxlinni á mér. –  Hann spurði hvað þetta væri og ég sagði eins og var að þarna hefði verið skorið burt sortuæxli 2008. –

Þá sagði hann í beinu framhaldi „Þá er best að senda þig í blóðprufu“  … ( ég var bara nokkuð róleg) …en svo spurði hann, „er eitthvað framundan hjá þér í dag“? –   „Eh, já, ég er að fara í jarðarför klukkan 13:00 í dag“ (klukkan var 11:50).  „Það er best að þú farir fyrir hana,  svo ég fái út úr þessu fyrir klukkan 16:00“ –  (Ég var að missa kúlið..) ..   Hvað hélt maðurinn? – ég vissi alveg hvað hann hélt, eða vildi útiloka a.m.k. – en þetta varð að algjörum úlfalda í hausnum á mér. – Hann klykkti svo út með því að hann myndi hringja og láta mig vita niðurstöðurnar. –   Ég fór auðvitað að fyrirmælum læknisins, fór í blóðprufuna og náði jarðarförinni og fór svo upp í vinnu, en var með lítið annað en úlfaldann í hausnum.  Klukkan varð fjögur og síminn hringdi, – ég hélt það væri læknirinn en það var sonurinn – sem ég næstum „hrinti“ úr símanum því ég væri að bíða eftir símtali frá lækni. –  (Ég var s.s. leiðinleg við soninn, en það gerist yfirleitt ekki þannig að utanaðkomandi áhrif voru farin að segja til sín).   Síminn hringdi EKKI og ég var ekki lengur með úlfaldann í hausnum, ég var úlfaldi. –

Ók heim á leið og þar sem ég ók upp í áttina að Túngötu frá Búllunni,  man ekki hvað gatan heitir,  þá stöðvaði bíll snögglega fyrir framan mig,  algjörlega án viðvörunar“  –  og þá kom það  /&&%$/&&%$  helv…. andsk… erkifífl…  og FLAAAAAAAAAUT …. – ég var brjáluð! …

Öll loforð um að blóta ekki náunganum voru horfin út um gluggann, allt „presence“ – öll viðveran og yfirvegunin rokin í burtu,  og hin óullkomna og skíthrædda Jóhanna öskraði þarna úr sér lungun, – angistin og óttinn  hafði tjáð sig  ….

Ég sem hélt ég væri ekki hrædd við dauðann!

Hvar var nú:  „Þótt ég fari um dimman dal óttast ég ekkert illt“ –  ???

Þegar heim var komið beið sonurinn þar og ég útskýrði fyrir honum af hverju ég hafði verið svona uppspennt í símanum og hann skildi það. –

Læknirinn hringdi svo klukkan sjö með þær fréttir að blóðsýnin sýndu ekkert óeðlilegt,  og léttirinn var mikill, líka í rödd hans.  –   Úlfaldinn hvarf,  varð ekki einu sinni að mýflugu, hann bara hvarf og ég sá,  auðvitað sá ég eftirá hvað hafði gerst.

Í huga mínum hafði ég tekið þetta alla leið, allt var búið – en símtalið var því eins og að fá fréttir um upprisu mína!   (Já, það er hægt að gera grín að þessu eftirá ;-))

Það  er svo margt sem hægt er að læra og nýta af svona reynslu.  Enn og aftur þakka ég fyrir að vera heilbrigð, en það er voðalega mannlegt að líta á heilbrigði sem sjálfsagðan hlut og yfirleitt ekki fyrr en við höfum smakkað á veikindum að við vitum hvers virði heilbrigðið er. –

Það er okkar að lifa með og rækta alla þá möguleika sem við höfum sem heilbrigðar manneskjur. –   Það er líka okkar að lifa með og rækta alla þá möguleika sem við höfum þegar við veikjumst.  Ekki búa til innri hindranir eða ímyndaðar hindranir.  –  Sjá þær sem eru raunverulegar,  sætta okkur við þær en ekki bæta við. –

Ég sjálf er „viðkvæmt blóm“ – en ég tel mig um leið afbragðs sterka, vegna þess að ég þori að viðurkenna það. –  Viðurkenna að ég er reyndar mjög ófullkomin, – og ég gleðst yfir þessum ófullkomleika.

Vegna þess að í ófullkomleika mínum næ ég tengingu við mun fleira fólk en ef ég væri fullkomin, eða réttara sagt léti sem ég væri fullkomin (því engin mannleg vera er fullkomin – nema í áðurnefndum ófullkomleika)  –  Í gegnum sársauka minn, gegnum það sem ég hef gengið í gegnum um læri ég að skilja betur annað fólk.

Líka hrokann í því, því ég er hrokafull.  Líka vonskuna í því því að ég er vond.

Ég á þetta allt til, en ég veit að þetta minnkar og minnkar eftir því sem ég geri mér grein fyrir orsökum þess, af hverju bregst ég svona við? –

Ég hitti einn nemanda minn fyrir utan bankann um daginn sem sagði: „Jóhanna – þú hefðir átt að verða forseti,  því að við þurfum forseta sem skilur fólk“ – (Þetta var ljósgeisli inn í daginn og viðurkenni að ég hef alveg þörf fyrir svona jákvæðni í minn garð við og við).    Ég veit reyndar að heimurinn er alls ekki tilbúinn til að taka við forseta sem er tilbúin/n að leggja tilfinningar sínar á borðið og játa sig ófullkominn, og hugmyndin um forsetaframboðið var meira táknræn en nokkuð annað, svona eftir á að hyggja. –  Að sýna að ég þyrði að bjóða mig fram ófullkomin kona úr ófullkomri fjölskyldu.  Með ófullkomna fortíð. –

Ég kann öll hlutverkin, get farið í hlutverk fínu frúarinnar og kann mig býsna vel.  Ég get leikið býsna margt. –

En mig langar ekki að leika hlutverk, mig langar að vera ég og geri mér grein fyrir því að það er aðeins hluti af heiminum sem tekur mér eins og ég er. – Ég er sátt við það. –  Hluti af heiminum tekur þér eins og þú ert og þú skalt líka vera sátt/ur við það.

Þarna úti er fullt af særðum börnum, við erum öll særð börn særðra barna.  Ekki vegna þess að foreldarar okkar eða við sem foreldrar vildum vera vond eða særa, bara vegna þess að við kunnum ekki betur. –

Þegar við segjum við barnið okkar að það sé frekt, það sé latt o.s.frv.  þá erum við að prógrammera það. –  Orðin eru álög, eins og Sigga Kling segir, – þess vegna er betra að leggja góð álög á börnin en vond og segja við börnin í staðinn að vera góð og vera dugleg, – nota jákvæða uppbyggingu í stað neikvæðrar. –

Þannig er örlítið dæmi um meðvitaðan heim. –

Við megum því vita það að skítkast og niðurrif í annarra garð, kemur ekki úr glöðu eða sáttu hjarta – það kemur frá vanlíðan, líka þegar ég geri það.  Þörf fyrir að meiða, vegna þess að við höfum einhvern tímann verið meidd. –

„Gættu að….  .. sungum við mörg í sunnudagaskólanum…

Gættu að þér litla eyra, hvað þú heyrir…

Gættu að þér litli munnur, hvað þú segir…

Gættu að þér litla hönd, hvað þú gerir…

Gættu að þér litli fótur, hvar þú stígur…

Ómeðvitaður heimur skapar börnum sínum sársauka, – þess fleiri sem komast til meðvitundar og hætta að viðhalda sársauka bernsku sinnar og yfirfæra hann þar að auki á næstu kynslóð, því minni verður sársauki heimsins.

– Þannig slítum við keðjuna ..

Gætum að okkur sjálfum og með því gætum við að náunga okkar. –


Gleðilegan dag jarðar, 22. apríl 2012 – hvað ef þú ert jörðin? –

Hver manneskja er veröld út af fyrir sig.  Hver manneskja er jörð,  a.m.k. efnafræðilega tengd jörðinni segja vísindamennirnir í „Symphony of Science“  en þeir bæta líka við að við séum öll líffræðilega tengd. –  Auðvitað vilja margir bæta við, „andlega tengd“  og þar á meðal ég. –

Við erum s.s. öll skyld og við erum öll tengd jörðinni. –

Öll framkoma okkar ætti að einkennast af virðingu fyrir lífi. – Ég er bara að tala um okkar eigin framkomu, – hver og ein/n setji fókusinn inn á við en ekki út á við núna 😉 –  Okkur hættir iðulega til að fara að hugsa hvernig hinir eru að gera,  hvað hinir eru vondir o.s.frv. –

Ef við förum inn á við, íhugum okkar eigin heim og jörðina okkar – líkama okkar,  hvers konar „umhverfissinnar“  erum við þá? –

Erum við að hella í okkur eitri?

Erum við að borða eitthvað sem veldur okkur vanlíðan?

Eitthvað sem verður til þess að við vöknum með bólgna fingur og hringar sitja fastir?

Eitthvað sem hleður fitu í kringum hjartað, – hjartað sem heldur okkur gangandi?

Eitthvað sem stuðlar að krabbameinsmyndun? –

Er okkur sama um þessa jörð? – Líkama okkar? –

Hvað ef við uppgötvum að við erum í raun umhverfissóðar,  jafnvel hryðjuverkamenn?

Það er skrítið að beina athyglinni svona inn í stað þess að vera með hausinn fullan af hvað hinir eru að gera. –

Auðvitað gildir þessi aðferðafræði líka við inntöku andlegs efnis. – Eftir því meiri „sora“ sem við innbyrðum þess meira rusl hleðst í kringum sálina okkar, – það verður erfiðara fyrir hana að skína, við verðum sorgmædd, þung og e.t.v. veik. –  Við verðum líka veik við neikvæðar hugsanir í eigin garð, dómhörku og skömm.  Skömmin byggir aldrei upp, brýtur bara niður. –  Það er því mikilvægt að það sem við veljum fyrir okkur sé það sem við skömmumst okkar ekki fyrir eða fáum samviskubit yfir, – það er upphafið að vítahring vondra tilfinninga. –  Ef við njótum ekki þess sem við erum að borða, sleppum því frekar. –

Njóttu meðvitað hvers munnbita! …..

  • Þú getur ekki notið nema að vera almennilega svöng/svangur
  • Þú getur aðeins notið þess sem þér finnst í alvöru gott
  • þú hættir að njóta matarins þegar líkaminn er saddur

Við höfum val

Við höfum val um hreyfingu, mat sem örvar hvatberana okkar, hleður á okkur orku en ekki spiki og er fyrirbyggjandi fyrir sjúkdóma,  val um orð til að nota í eigin garð og orð í garð náunga okkar. –  (Orðin sem við beinum að náunganum virkar að sjálfsögðu sem bjúgverpill,  þannig að þegar við formælum öðrum erum við að formæla okkur sjálfum) ..

…………

 „Í allt líf er lögmálið ritað. Þú finnur það í grasinu, í trjánum, í ánni, í fjallinu, í fuglum himins, í fiskum sjávarins; en leitið aðallega að því í ykkur sjálfum“ …….

„Guð skrifaði ekki lögin á blaðsíður bóka, heldur í hjörtu yðar og anda yðar. Þau eru í andardrætti þínum, blóði þínu, beinum þínum; í holdi þínu, maga, augum þínum, eyrum þínum og í hverju smáatriði líkama þíns.“ –

(Texti úr Friðarguðspjalli Essena, að vísu í eigin þýðingu). –

„..en leitið aðallega að því í ykkur sjálfum.“ .. 

Guðs ríki er innra með yður.“ … sagði Jesús Kristur

Byrjum því heima, byrjum á að tína ruslið úr hausnum á okkur (sérstaklega skulum við fjarlægja súrar og útrunnar hugsanir)  og setja í svarta poka til brennslu á Sorpu,  síðan getum við, frá og með deginum í dag,  ef við erum ekki þegar byrjuð, farið að skipta út ruslinu sem við höfum innbyrt fyrir það sem nærir. –

Þegar við förum að næra okkur með góðu verður minna pláss fyrir hið vonda. –

Það sama gildir með hið andlega,  það sem við veitum athygli vex!

Smá frásögn til gamans þessu tengdu:

Ég sótti um embætti prests á Þingeyri. –

Þegar ég fór með umsóknina á pósthúsið, mætti ég manni sem ég hef ekki séð í mörg ár, en mamma hans er fædd og uppalin á: ÞINGEYRI

Þegar ég kom í vinnuna eftir að ég fór með umsóknina beið mín tölvupóstur frá ÞINGEYRI, en þar var aðili sem ég hafði aldrei heyrt né séð áður,  að biðja mig um að halda námskeið. –

Ég kíkti á forsetaframbjóðendasíðu Þóru Arnórs, og það eina sem ég sá þar var að hún var á leiðinni til ÞINGEYRAR.

Og rúsínan í pylsuendanum: Ég fór að heimsækja mömmu á Droplaugarstaði og þar var auglýsing upp á vegg „Harðfiskur frá ÞINGEYRI“ …

Öll þessi athygli vegna þess að ég veitti því athygli! –

Þið þekkið það eflaust einhver að hafa keypt nýjan bíl og þá fyrst takið þið eftir öllum hinum sem eru eins. –

Ef við erum með orð eins og LEIÐINDI í höfðinu á okkur,  þá veitum við vissulega öllu því leiðinlega athygli. –  Ef við erum með orð eins og GLEÐI í höðinu  á okkur þá veitum við gleðinni athygli. –

Hvort viltu hafa JÁ eða NEI í höfðinu? –

Það sem við veitum athygli VEX 

Við getum nært hið jákvæða og við getum að sama skapi nært hið neikvæða.

Við getum nært gleðina og við getum nært sársaukann.

„Be the change … „  sagði Gandhi.

Dagur jarðar er þinn dagur,  hver stund er þín stund,  hver mínúta er þín mínúta og hver sekúnda er þín sekúnda,  tileinkuð þér. – NÚNA –

Jörðin nærir þig, og þú nærir jörðina. –

Verum góð næring fyrir hvort annað.

Móðir vor sem ert á jörðu,
Heilagt veri nafn þitt.
Komi ríki þitt,
Og veri vilji þinn framkvæmdur í oss,
eins og hann er í þér.
Eins og þú
sendir hvern dag þína engla,
sendu þá einnig til oss.
Fyrirgefið oss vorar syndir,
eins og vér bætum fyrir
allar vorar syndir gagnvart þér.
Og leið oss eigi til sjúkleika,
Heldur fær oss frá öllu illu,
því þín er jörðin
Líkaminn og heilsan.

Amen “

(Bæn úr Friðarguðspjalli Essena í þýðingu Ólafs frá Hvarfi)

Gerum hreint fyrir okkar dyrum, gerum hreint innra með okkur.  Komum svo til dyranna eins og við erum klædd, við höfum ekkert til að skammast okkar fyrir. –

Semjum um frið,  hið innra og hið ytra. 

Gefum okkur gaum, gefum náunganum gaum, gefum jörðinni gaum, gefum lífinu gaum… gefum. 

Gleðilegan dag jarðar! 

peace69.jpg

SAMBÖND – STARF – ANDI – KYNLÍF – EFNAHAGUR – UMHVERFI

Hvernig aftengjum við okkur hinu heilaga og missum þannig heilindi okkar?

Stutta útgáfan af pistilinum er þessi:

Allt skiptir máli hvað heilbrigði varðar og vera heil, t.d. hreyfing, mataræði og að hitta lækninn sinn

En það sem raunverulega skiptir máli:

HEILBRIGÐ SAMBÖND 

FARSÆLD Í VINNU 

VERA ANDLEGA TENGD 

HEILBRIGT KYNLÍF 

EFNAHAGSLEG FARSÆLD 

HEILBRIGT UMHVERFI 

ANDLEGT HEILBRIGÐI

                                               ————–

Lengri útgáfan:

Hvernig aftengjum við okkur hinu heilaga og missum þannig heilindi okkar?

How We Separate Ourselves From The Divine – skv. Lissa Rankin

1.     Speaking badly about someone else (regardless of whether or not we’re „right“)

(Að tala illa um aðra, hvort sem við höfum rétt fyrir okkur eða ekki, – ég vil bæta við hér að tala illa um okkur sjálf)

2.     Lashing out in anger

(Að bregðast við með reiði, – við sjáum yfirleitt eftir því, gott að muna eftir stop merkinu eða að telja upp að 10)

3.     Holding a grudge and choosing not to forgive

(Að viðhalda gremju og velja að fyrirgefa ekki, – ef við eigum erfitt með að fyrirgefa sjálf, er mitt ráð að biðja Guð/æðri mátt/hið heilaga að aðstoða mig við það)

4.     Judging others

(Að dæma aðra, dómharka okkar færir okkur að öðrum en ekki að okkur sjálfum – augljóslega)

5.     Excessive busyness that keeps us from feeling a sense of spiritual connection

(Vinnufíkn, við finnum allt til að gera til að flýja tilfinningar okkar, eða stunda andlega iðju eins og að hugleiða og þykjumst ekki hafa tíma, en gefum okkur aftur á móti e.t.v. tíma til að horfa á sjónvarpið marga tíma að kvöldi ;-).. „andleg tenging“ getur verið við fólk, við okkur sjálf og við „hið heilaga“ )

6.     Cheating

(Að svindla – munum að taka okkur sjálf með inní pakkann – verum heiðarleg gagnvart sjálfum okkur og öðrum)

7.     Betraying a confidence

(Að bregðast trúnaðartraust – svipað og númer 6. )

8.     Failing to nurture your body as the temple that it is (smoking, overeating, not exercising, etc)

(Við bregðumst líkama okkar – stundum hryðjuverk á honum jafnvel, – en líkaminn er musteri okkar eins og við vitum – við gerum það með ýmsum hætti; með reykingum, ofáti, hreyfingarleysi o.s.frv)

9.     Overindulging on mind-altering substances that distance you from the Divine (drugs, alcohol, etc.)

(Ofneysla efna sem breyta hugarástandi og fjarlægja okkur frá hinu heilaga (lyfjum, dópi, alkóhóli o.s.frv.)

10.  Telling a little white lie to avoid conflict or get us out of trouble

(Segja hvítar lygar – til að forðast það að lenda í átökum eða koma okkur úr vandræðum, munum að sá sem er trúr í hinu minnsta er líka trúr í hinu stærsta,  gott að hafa í huga þegar við erum að stinga vínberjum upp í okkur í búðinni  og þannig stela frá kaupmanninum;-)) ..

I’m sure there are many more .. segir Dr. Lissa Rankin – en þetta er læknir sem ég er nýbúin að uppgötva og hún hefur svoooo margt mikilvægt að segja og hér er líka hægt að hlusta á hana:

Punktar úr fyrirlestrinum:

Lissa Rankin ítrekar hér mikilvægi þess að setja andann í forgang, – að líkaminn sé aðeins spegill þess hvernig við lifum lífinu.

Hvernig líður okkur þegar við erum í vondu sambandi, vinnu þar sem við erum ekki ánægð?

Hvað er í gangi þegar líkaminn gefst upp? –

Líkaminn hvíslar að okkur, en ef við hlustum ekki á líkamann fer hann að öskra.

Faraldurinn er stress og kvíði, – verkir, sársauki .. og læknirinn finnur stundum ekkert – en það er auðvitað fullt að.

Hvað ef að læknirinn finnur ekki greiningu, – engin pilla sem getur læknað.

Kannski þarf að fara að fella hlutverkagrímurnar?

Mömmugrímuna, læknisgrímuna, listamannsgrímuna …

Lissa gekk í gegnum storm erfiðleika – sem hún lýsir hér.

Þegar lífið hrynur, ferðu annað hvort að vaxa eða æxli fer að vaxa innra með þér.

Þá er tími til að hætta að gera það sem þú „átt að gera“ en ferð að gera það sem þig langar.

Fella grímurnar.

Hún og maður hennar stukku inn í nýtt líf

Það er hægt að hætta í starfinu sínu en ekki hætta við köllun sína

Lissa hafði (andlega) köllun til að vera læknir

Hún vildi samt ekki verða sami læknir og hún var –

Hún vildi enduruppgötva hvað það var sem hún elskaði við læknisfræðin og líka hvað hún hataði við það

Byrjaði að kenna ýmsu um sem hún telur upp í fyrirlestrinum.

En niðurstaðan var ekki að skoða afleiðingar heldur orsakir 

Hún fór að hlusta meira á sjúklingana sína .. prófaði ýmislegt óhefðbundið en sá að það var svipuð aðferðafræði – svarið var fyrir utan sjúklingana en ekki innra með þeim.

En sjúklingarnar læknuðust af einum sjúkdómi – og fengu þá annan.

Þá fór hún að leita að rótinni;  hvað er það sem raunverulega gerir líkamann veikan?

Eitthvað sem enginn kenndi henni í Læknanáminu

Allt skiptir máli, hreyfing, mataræði og að hitta lækninn sinn

En það sem raunverulega skiptir máli telur Lissa upp:

HEILBRIGÐ SAMBÖND 

FARSÆLD Í VINNU 

VERA ANDLEGA TENGD 

HEILBRIGT KYNLÍF 

EFNAHAGSLEG FARSÆLD 

HEILBRIGT UMHVERFI 

ANDLEGT HEILBRIGÐI 

Þetta er verið að sanna, sanna í Harvard og virtum stofnunum

Hún fékk sjúkling sem gerir allt sem læknirinn segir henni, hún hleypur og borðar hollt o.s.frv.

Sjúklingurinn spurði:  Hver er greiningin mín?

Lissa svaraði: Þú ert í hræðilegu hjónabandi, ert óánægð í vinnunni, ert ekki andlega tengd, þú ert enn ekki búin að losna við gremjuna frá æsku .. o.s.frv.

Hvað er þá mikilvægast?

Caring for the heart, soul, mind ..

Við þurfum að næra innra ljósið – ljósið sem veit alltaf hvað er rétt fyrir þig, innsæið þitt.

Þetta ljós er mikilvægara en nokkur læknir (segir Lissa)

Lissa skrifar um sjálfsheilun frá kjarna.

Ást, þakklæti og ánægja (pleasure) er límið sem heldur okkur saman ..

Hvað er úr jafnvægi í mínu lífi?

Hvernig getur þú opnað þig, verið heiðarlegri, um þarfir þínar, hver þú ert? ..

Lissa talar hér um myndband Brené Brown „The Power of Vulnerability“ en ég hef skriað mikið um Brené Brown ..

Skrifum upp á eigin lyfseðil – heilum frá kjarna …

HVAÐ ÞARFT þÚ – HVERJU ÞART ÞÚ AÐ BREYTA?

—-

Allt sem Lissa segir hér að ofan hef ég verið að taka inn, hægt og rólega, það tekur tíma og það þarf að viðhalda.  Í raun er það eins og endurforritun,  því að það er búið að setja svo margt annað inn og það sem hefur hlaðist inn er líka eins og hrúðurkarlar á sálinni, – sálinni sem þarf að fá að skína.

Hlustaðu á hjartað – Fylgdu hjarta þínu – Láttu hjartað ráða för – 

„Ekkert, ég var bara að hjálpa honum að gráta“ …

Fimm ára strákur bjó í næsta húsi við mann,  sem nýlega hafði misst konuna sína.  Maðurinn var úti í garði og strákurinn sá að maðurinn var leiður, hann rölti yfir til hans og tók í hendina á honum og stóð hjá honum drykklanga stund.  Mamma hans hafði staðið álengdar og spurði son sinn þegar hann kom til baka hvað hann hefði eiginlega sagt við manninn,  en strákurinn svaraði; „Ekkert, ég var bara að hjálpa honum að gráta.“ –

Þessa sögu, eða líka sögu sá ég á netinu, – hvort hún er sönn eða ekki skiptir engu máli. –

Þessi saga lýsir samhygð. –

Margir lenda í klemmu með hvernig þeir eiga að nálgast þau sem eru í sorg. Stundum gengur óöryggið svo langt að við forðum okkur.  Það er við engan að sakast, við viljum öll vel,  en stundum kunnum við bara ekki betur.

Oftast er betra að segja minna en meira. – Og alls ekki fara að segja eigin reynslusögur, nema um þær sé spurt,  þannig að það endi ekki með því að syrgjandinn upplifi að hann þurfi að fara að hugga okkur. –  Þær geta vel dugað síðar, þegar að fer að líða á sorgarferli, en fyrst á eftir er fókusinn á þann sem er í sorg. –

Faðmlag er stundum alveg nóg og/eða samvera, – að drekka kaffibolla saman og leyfa syrgjandanum að ráða ferðinni.  Kannski þarf hann að gráta, eða kannski bara að gleyma sér aðeins og tala um eitthvað allt annað.

Við sýnum best samhug með því að vera til staðar fyrir viðkomandi.

Í sumum tilfellum er líka notalegt að færa fólki mat, meðlæti, kökur – því að margir vilja oft heimsækja og í staðinn fyrir að fylla allt af blómum,  er fallegt að bjóðast til að ljá hjálparhönd við að þjónusta eða elda fyrir syrgjendur. –

Þessir praktísku hlutir geta þvælst fyrir. –

Þessi saga í upphafi snerti mig og varð til þess að mig langaði að deila þessu, eflaust upplifa þetta ekki allir eins.

Litli strákurinn þurfti engin orð en fann það hjá sér að það að nærvera hans hjálpaði manninum að gráta. –

Börn eru þau sjálf,  við þurfum bara að vera við sjálf. –

Horfum til sólar ..

  

Blómin hafa vit á því að snúa sér að sólu. –  Við höfum val, vilja og vit, en það er þetta með viljann og vitið sem er enn að bögglast fyrir mér og fleirum. –

Blóm er ekki alltaf að hugsa, – það bara snýr sér eðlislægt að sólu. 

Ég hlustaði á Sirrý í morgunútvarpi Bylgjunnar í gær og talaði hún um manninn sem sat á naglanum. –  Það er þessi fúli á móti sem lifir og hrærist í holræsinu,  sá sem gagnrýnir allt og alla en kemur aldrei með lausnir. – Reiði maðurinn sem horfir ekki til sólar og situr á nagla. –  (Við eigum þetta flest öll til).

Það hlýtur að vera sárt að sitja á nagla, og það þýðir auðvitað að allt eða flest sem maðurinn segir er sagt út frá sársauka. –

„Af hverju gerir ekki einhver eitthvað?“  Öskrar hann,  en áttar sig ekki á því að hann er einhver. –

Við getum fordæmt sóðaskapinn í umhverfinu,  en göngum kannski eins og algjörir slúbbertar um líkama okkar og sál. –  Um heimilið eða bílinn. –   Þetta byrjar alltaf heima og heima er þar sem hjarta okkar er.

Jákvæðni leiðir af sér jákvæðni
Neikvæðni leiðir af sér neikvæðni

Það er þessi ítrekun á bergmáli lifsins,  „What goes around comes around“ –

Það er okkar að horfa til sólar, standa upp úr stólnum (ég tala nú ekki um ef að það er nagli í honum), okkar að reita arfann úr blómabeði lífs okkar,  gefa blómunum rými,  sá nýjum fræjum og leyfa svo sólinni, vindinum og rigningunni vinna sitt verk í friði  (það er að sleppa tökunum og treysta). –

Með ósk um  GLEÐILEGT SUMAR  í hjartanu þínu  ♥

ÉG SAMÞYKKI MIG – ÉG FYRIRGEF MÉR – ÉG TREYSTI MÉR – ÉG ELSKA MIG – ÉG VIRÐI MIG

Image   Er að láta framleiða  svona bolla (hjartað mun að vísu vera hinum megin á bollanum)  fyrir mig sem koma til með að fylgja á námskeiðum þeim tengdum.  Ég býð þá líka  til sölu, – á bollanum er hjarta og inni í því stendur áminning um ýmislegt sem er gott að drekka með kaffi, kakó eða te, nú eða bara með vatni i bolla! 😉  en það eru þessar jákvæðu staðhæfingar:

ÉG SAMÞYKKI MIG  (við erum nefnilega meistarar í að afneita sjálfum okkur og Guðni Gunnarsson hjá Rope Yoga stöðinni segir að við afneitum okkur 800 sinnum á dag – sel það ekki dýrara en ég keypti það)

ÉG FYRIRGEF MÉR  (já, já, við megum gera mistök – megum missa okkur, klikka og vera ófullkomin, eftir því lengur sem við erum í ásökun, samviskubiti eða sektarkennd, svo ekki sé talað um skömminni því verr líður okkur,  svo fyrirgefning er bráðnauðsynleg gjöf)

ÉG TREYSTI MÉR  (Sjálfstraust er grundvöllur þess að aðrir treysti okkur – og við byggjum á trausti í eigin garð)

ÉG ELSKA MIG  (En ekki hvað? –  Elskaðu náungann EINS OG sjálfan þig, ekkert meira eða minna, og því er mikilvægt að elska sjálfa/n sig til að akkúrat geta verið farvegur elskunnar, ég hlustaði á lækni segja það nýlega að væntumþykja til sjálfs sín væri ein besta leiðin til bættrar líkamlegrar og andlegrar heilsu, þetta er ekki bara eitthvað „vúhúhú“)  ..

ÉG VIRÐI MIG   (Sjálfsvirðing er eitthvað sem skiptir gífurlega miklu máli, og um þetta gildir sama og um annað hér,  ef við virðum okkur ekki sjálf af hverju ættu aðrir að gera það? – Þú ert verðmæt sköpun og átt virðingu skilið, ekki síst af sjálfum/sjálfri þér, – virða t.d. mörk þín og virða þarfir þínar og langanir og ekki setja þig alltaf aftast í forgangsröðina)

Ath! Auðvitað stendur ekki það á bollanum sem er í svigunum! 

 Það tekur frá einum degi upp í viku að fá afhenta bolla, – ég kem til með að eiga alltaf nokkra á lager en þá ekki með nafni. –

VERÐ

Ef keyptur er

1 stk  1250 pr. stk     (1500 m/nafni)  

2 stk  1200  pr. stk   (1450 m/nöfnum)

3 stk  1150  pr. stk   (1400 m/nöfnum)

4 stk  1100  pr. stk   (1350 m/nöfnum)

5 stk  1050 pr. stk   (1300 m/nöfnum)

6 stk  1000  pr. stk  (1250 m/nöfnum)

Bollarnir eru keyrðir heim á höfuðborgarsvæðinu,  einnig hægt að nálgast hjá mér  á Holtsgötu 3, 101 Reykjavík eða Síðumúla 13. 3. hæð þar sem ég er með skrifstofu  – hafið bara samband í síma 8956119 eða johanna.magnusdottir@gmail.com  

Þetta er bara eigið framtak til styrktar, –  „johannamagnúsdóttir kompaní“ –  því  þó að gangi rífandi með námskeiðin og viðtöl  sem ég er með og fólk sátt í hjarta og sinni svona allflest,  er það ekki nema ca. 50% starf.  Sumir selja Herbalife, aðrir plástur og enn aðrir (aðrar) bolla 😉 ..

Bolla með nafni verður að greiða fyrirfram, – sendið mér þá pöntun og hvaða nafn á að vera á bolla, tilvalin gjöf fyrir fólk sem er ekki nógu ástfangið af sjálfu sér eða mætti vera í betra sambandi við sjálft sig.

Leggið inn á reikning 0303-26-189   kt. 211161-7019   og látið gjarnan koma tilkynningu á johanna.magnusdottir@gmail.com 

Aðeins er hægt að greiða með peningum eða leggja inn á reikning, er ekki með kreditkortaþjónustu (ennþá). –

Ath! –  Ef að fyrirtæki pantar 40 bolla eða fleiri,  fylgir með klukkutíma pepp-fyrirlestur fyrir starfsfólk skv. samkomulagi! –  Hamingjusamt starfsfólk = betri afköst og rekstur. –  Allir vinna (og vinna). –

Ertu fangi ástar (haturs?) eða í fangi ástar? …

Eftirfarandi er (gróf)  þýðing mín á pistli sem ég held reyndar að sé tekinn beint frá Eckhart Tolle. –  Þarna er m.a. farið inn á lausnina frá meðvirkni, hvorki meira né minna,  og þarna eru líka afskaplega mikilvæg skilaboð til okkar allra. –  Að lifa í meðvitund, að veita sjálfum okkur athygli og hugsunum okkar. –  Skynja ástina innra með okkur, gleðina og friðinn og láta hvorki utanaðkomandi né innri hávaða trufla það. –

En hér er pistillinn. –

Ástar/haturssambönd

Án þess að komast og þangað til að þú kemst í meðvitað viðveruástand,  verða öll sambönd, og sérstaklega náin sambönd, verulega gölluð og að lokum vanvirk.  Þau geta litið út fyrir að vera fullkomin um tíma, eins og þegar þú ert „ástfangin/n“  en óhjákvæmilega verður þessi sýnilega fullkomnun trufluð þegar að rifrildi, árekstrar, óánægja og andlegt eða jafnvel líkamlegt ofbeldi fer að eiga sér stað í auknum mæli.

Það virðist vera svo að flest „ástarsambönd“  verði ástar/haturssambönd fyrr en varir.  Ástin getur þá snúist í alvarlega árás,  upplifun fjarlægðar eða algjöra uppgjöf á ástúð  eins og að slökkt sé á rofa.  Þetta er talið eðlilegt.

Í samböndum upplifum við bæði „ást“ og andhverfu ástar – árás, tilfinningaofbeldi o.s.frv. – þá er líklegt að við séum að rugla saman egó sambandi og þörfinni fyrir að líma/festa sig við einhvern við ást. –  Þú getur ekki elskað maka þinn eina stundina og svo ráðist á hann hina.  Sönn ást hefur enga aðra hlið. –  Ef „ást“ þín hefur andstæðu  þá er hún ekki ást heldur sterk þörf sjálfsins fyrir heilli og dýpri skilning á sjálfinu, þörf sem hin persónan mætir tímabundið.   Það er það sem kemur í staðinn fyrir hjálpræði sjálfsins og í stuttan tíma upplifum við það sem hjálpræði. –

En það kemur að því að maki þinn hegðar sér á þann hátt að hann mætir ekki væntingum þínum eða þörfum,  eða réttara sagt væntingum sjálfsins.  Tilfinningar ótta, sársauka og skorts sem eru inngrónar í meðvitund sjálfsins,  en höfðu verið bældar í „´ástarsambandinu“  koma aftur upp á yfirborðið. –

Alveg eins og í öllum fíknum,  ertu hátt uppi þegar fíkniefnið er til staðar, en óhjákvæmilega kemur sá tími að lyfið virkar ekki lengur fyrir þig.

Þegar þessar sársaukafullu tilfinningar koma aftur,  finnur þú jafnvel enn sterkar fyrir þeim en áður,  og það sem verra er,  að þú sérð núna maka þinn sem orsök þessara tilfinninga.  Það þýðir að þú sendir þær út og ræðst á hann með öllu því ofbeldi sem sársauki þinn veldur þér.

Þessi sársauki getur kveikt upp sársauka maka þíns, og hann ræðst á þig til baka.  Á þessu stigi er sjálfið meðvitað að vona að þessi árás eða þessar tilraunir við stjórnun verði nægileg refsing til að minnka áhuga maka þíns á því að breyta hegðun sinni, svo að sjálfið geti notað árásirnar aftur til að dylja eða bæla sársauka þinn. –

Allar fíknir kvikna vegna ómeðvitaðrar afneitunar á að horfast í augu við og fara í gegnum eigin sársauka.  Allar fíknir byrja með sársauka og enda með sársauka.  Hverju sem þú ert háð/ur – alkóhóli – mat – löglegum eða ólöglegum fíkniefnum eða manneskju – ertu að nota eitthvað eða einhvern til að hylja sársauka þinn. –

Þess vegna – þegar bleika skýið er farið framhjá –  er svona mikil óhamingja,  svo mikill sársauki í nánum samböndum. –   Þau draga fram sársauka og óhamingju sem er fyrir í þér.  Allar fíknir gera það.  Allar fíknir ná stað þar sem þær virka ekki fyrir þig lengur,  og þá finnur þú enn meiri sársauka.

Þetta er ein af ástæðum þess að flestir eru að reyna að sleppa frá núinu – frá stundinni sem er núna – og eru að leita að hjálpræði í framtíðinni. –  Hið fyrsta sem það gæti mætt ef fókus athygli þeirra er settur á Núið er þeirra eigin sársauki og það er það sem það óttast.  Ef það aðeins vissi hversu auðvelt það er að ná mættinum í Núinu,  mættinum af viðverunni sem eyðir fortíðinni og sársauka hennar,  raunveruleikinn sem eyðir blekkingunni. –

Ef við aðeins vissum hversu nálægt við erum okkar eigin raunveruleika, hversu nálægt Guði. –

Að forðast sambönd er tilraun til að að forðast sársauka og er því ekki svarið. – Sársaukinn er þarna hvort sem er.  Þrjú misheppnuð sambönd á jafn mörgum árum eru líklegri til að þvinga þig inn í að vakna til meðvitundar heldur en þrjú ár á eyðieyju eða lokuð inni í herberginu þínu.  En þú gætir fært ákafa viðveru inn í einmanaleika þinn,  sem gæti líka virkað. –

Frá þarfasambandi  til upplýsts sambands. 

Hvort sem við búum ein eða með maka,  er lykilinn að vera meðvituð og auka enn á vitund okkar með því að beina athyglinni enn dýpra í Núið.

Til þess að ástin blómstri,  þarf ljós tilvistar þinnar að vera nógu sterkt til að þú látir ekki hugsuðinn í þér eða sársaukalíkama þinn taka yfir og og ruglir þeim ekki saman við hver þú ert.

Að þekkja  sjálfa/n sig sem Veruna á bak við hugsuðinn, kyrrðina á bak við hinn andlega hávaða,  ástina og gleðina undir sársaukanum,  er hjálpræðið, heilunin, upplýsingin.

Að aftengja sig sársaukalíkamanum er að færa meðvitund inn í sársaukann og með því stökkbreyta honum.  Að aftengja sig hugsun er að vera hinn þögli áhorfandi hugsana þinna og hegðunar, sérstaklega hins endurtekna mynsturs huga þíns og hlutverkanna sem sjálfið leikur.

Ef þú hættir að bæta á „selfness“  missir hugurinn þennan áráttueiginleika,  sem er í grunninn áráttan til að DÆMA, og um leið að afneita því sem er,  sem skapar átök, drama og nýjan sársauka.  Staðreyndin er sú að á þeirri stundu sem þú hættir að dæma,  með því að sættast við það sem er, hver þú ert,  ertu frjáls frá huganum.  þá hefur þú skapað rými fyrir ást, fyrir gleði og fyrir frið.

Fyrst hættir þú að dæma sjálfa/n þig, og síðan maka þinn.  Besta hvatningin til breytinga í sambandi er að samþykkja maka sinn algjörlega eins og hann er,  án þess að þurfa að dæma hann eða breyta honum á nokkurn hátt.

Það færir þig nú þegar úr viðjum egósins.  Allri hugarleikfimi og vanabindandi „límingu“ við makann er þá lokið.  Það eru engin fórnarlömb og engir gerendur lengur,  engin/n ásakandi og engin/n ásökuð/ásakaður.

ÞETTA ERU LÍKA ENDALOK ALLRAR MEÐVIRKNI,  að dragast inn í ómeðvitað hegðunarmynstur annarrar persónu og þannig að ýta undir að það haldi áfram.

Þá munuð þið annað hvort skilja –  í kærleika – eða færast SAMAN dýpra inn í Núið,  inn í Verundina.  Getur þetta verið svona einfalt? –  Já það er svona einfalt.  (segir Tolle)

Ást er tilveruástand.  „State of Being“ –  Ást þín er ekki fyrir utan; hún er djúpt innra með þér.  Þú getur aldrei tapað henni, og hún getur ekki yfirgefið þig.  Hún er ekki háð öðrum líkama,  einhverju ytra formi.

Í kyrrð meðvitundar þinnar,  getur þú fundið hinn formlausa og tímalausa veruleika eins og hið óyrta lif  (andann?) sem kveikir í þínu líkamlega formi.  Þú getur þá fundið fyrir þessu sama lífi djúpt innra með öllum öðrum manneskjum og öllum verum.  Þú horfir á bak við slæðu forms og aðskilnaðar.  Þetta er upplifun einingarinnar.   Þetta er ást.

Jafnvel þó að einhverjar glætur séu möguleikar, getur ástin ekki blómstrað nema þú sért endanlega laus við að skilgreina þig í gegnum hugann og að meðvitund þín verði nógu sterk til að eyða sársaukalíkamanum –  eða þú getir a.m.k. verið meðvituð/meðvitaður sem áhorfandi.  Þá getur sársaukalíkaminn ekki yfirtekið þig og með því farið að eyða ástinni.  Eða vera eyðileggjandi fyrir ástina. –

Smellið hér til að lesa Orginalinn

Og hér er tengill á Eckhart Tolle sjálfan þar sem hann les þennan texta upp úr bók sinni „The Power of Now“ –

(Ath! þeir sem kannast ekki við hugtakið „sársaukalíkami“  þá er það líkaminn sem laðar að sér vonda hluti sem þú undir niðri veist að koma bara til með að auka á vansæld þína. –   Offitusjúklingur leitar í það sem fitar hann,  sá sem er að reyna að hætta að reykja fær sér sígarettu,   sá sem þarf að byggja sig upp andlega leitar eftir vandamálum og leiðindafréttum og „nærist“ þannig – nærir sársaukalíkama sinn.  –   Þekkir þú einhvern sem hegðar sér svona? –

Það að koma sér úr skaðlegum aðstæðum,  getur bæði verið líkamlegt og huglægt.  Að sjálfsögðu lætur enginn bjóða sér árásir annarra eða ofbeldi, – og því er sjálfsagt að koma sér þaðan.  En meginatriði er að komast úr skaðlegum aðstæðum sjálfs sín,  þegar við erum okkar eigin verstu skaðvaldar. –   Fylgjumst með hvað við gerum,  verum okkar eigin áhorfendur,  sjáum,  viðurkennum og lærum.

En með samhug en ekki dómhörku. –