„Ekkert, ég var bara að hjálpa honum að gráta“ …

Fimm ára strákur bjó í næsta húsi við mann,  sem nýlega hafði misst konuna sína.  Maðurinn var úti í garði og strákurinn sá að maðurinn var leiður, hann rölti yfir til hans og tók í hendina á honum og stóð hjá honum drykklanga stund.  Mamma hans hafði staðið álengdar og spurði son sinn þegar hann kom til baka hvað hann hefði eiginlega sagt við manninn,  en strákurinn svaraði; „Ekkert, ég var bara að hjálpa honum að gráta.“ –

Þessa sögu, eða líka sögu sá ég á netinu, – hvort hún er sönn eða ekki skiptir engu máli. –

Þessi saga lýsir samhygð. –

Margir lenda í klemmu með hvernig þeir eiga að nálgast þau sem eru í sorg. Stundum gengur óöryggið svo langt að við forðum okkur.  Það er við engan að sakast, við viljum öll vel,  en stundum kunnum við bara ekki betur.

Oftast er betra að segja minna en meira. – Og alls ekki fara að segja eigin reynslusögur, nema um þær sé spurt,  þannig að það endi ekki með því að syrgjandinn upplifi að hann þurfi að fara að hugga okkur. –  Þær geta vel dugað síðar, þegar að fer að líða á sorgarferli, en fyrst á eftir er fókusinn á þann sem er í sorg. –

Faðmlag er stundum alveg nóg og/eða samvera, – að drekka kaffibolla saman og leyfa syrgjandanum að ráða ferðinni.  Kannski þarf hann að gráta, eða kannski bara að gleyma sér aðeins og tala um eitthvað allt annað.

Við sýnum best samhug með því að vera til staðar fyrir viðkomandi.

Í sumum tilfellum er líka notalegt að færa fólki mat, meðlæti, kökur – því að margir vilja oft heimsækja og í staðinn fyrir að fylla allt af blómum,  er fallegt að bjóðast til að ljá hjálparhönd við að þjónusta eða elda fyrir syrgjendur. –

Þessir praktísku hlutir geta þvælst fyrir. –

Þessi saga í upphafi snerti mig og varð til þess að mig langaði að deila þessu, eflaust upplifa þetta ekki allir eins.

Litli strákurinn þurfti engin orð en fann það hjá sér að það að nærvera hans hjálpaði manninum að gráta. –

Börn eru þau sjálf,  við þurfum bara að vera við sjálf. –

Horfum til sólar ..

  

Blómin hafa vit á því að snúa sér að sólu. –  Við höfum val, vilja og vit, en það er þetta með viljann og vitið sem er enn að bögglast fyrir mér og fleirum. –

Blóm er ekki alltaf að hugsa, – það bara snýr sér eðlislægt að sólu. 

Ég hlustaði á Sirrý í morgunútvarpi Bylgjunnar í gær og talaði hún um manninn sem sat á naglanum. –  Það er þessi fúli á móti sem lifir og hrærist í holræsinu,  sá sem gagnrýnir allt og alla en kemur aldrei með lausnir. – Reiði maðurinn sem horfir ekki til sólar og situr á nagla. –  (Við eigum þetta flest öll til).

Það hlýtur að vera sárt að sitja á nagla, og það þýðir auðvitað að allt eða flest sem maðurinn segir er sagt út frá sársauka. –

„Af hverju gerir ekki einhver eitthvað?“  Öskrar hann,  en áttar sig ekki á því að hann er einhver. –

Við getum fordæmt sóðaskapinn í umhverfinu,  en göngum kannski eins og algjörir slúbbertar um líkama okkar og sál. –  Um heimilið eða bílinn. –   Þetta byrjar alltaf heima og heima er þar sem hjarta okkar er.

Jákvæðni leiðir af sér jákvæðni
Neikvæðni leiðir af sér neikvæðni

Það er þessi ítrekun á bergmáli lifsins,  „What goes around comes around“ –

Það er okkar að horfa til sólar, standa upp úr stólnum (ég tala nú ekki um ef að það er nagli í honum), okkar að reita arfann úr blómabeði lífs okkar,  gefa blómunum rými,  sá nýjum fræjum og leyfa svo sólinni, vindinum og rigningunni vinna sitt verk í friði  (það er að sleppa tökunum og treysta). –

Með ósk um  GLEÐILEGT SUMAR  í hjartanu þínu  ♥

ÉG SAMÞYKKI MIG – ÉG FYRIRGEF MÉR – ÉG TREYSTI MÉR – ÉG ELSKA MIG – ÉG VIRÐI MIG

Image   Er að láta framleiða  svona bolla (hjartað mun að vísu vera hinum megin á bollanum)  fyrir mig sem koma til með að fylgja á námskeiðum þeim tengdum.  Ég býð þá líka  til sölu, – á bollanum er hjarta og inni í því stendur áminning um ýmislegt sem er gott að drekka með kaffi, kakó eða te, nú eða bara með vatni i bolla! 😉  en það eru þessar jákvæðu staðhæfingar:

ÉG SAMÞYKKI MIG  (við erum nefnilega meistarar í að afneita sjálfum okkur og Guðni Gunnarsson hjá Rope Yoga stöðinni segir að við afneitum okkur 800 sinnum á dag – sel það ekki dýrara en ég keypti það)

ÉG FYRIRGEF MÉR  (já, já, við megum gera mistök – megum missa okkur, klikka og vera ófullkomin, eftir því lengur sem við erum í ásökun, samviskubiti eða sektarkennd, svo ekki sé talað um skömminni því verr líður okkur,  svo fyrirgefning er bráðnauðsynleg gjöf)

ÉG TREYSTI MÉR  (Sjálfstraust er grundvöllur þess að aðrir treysti okkur – og við byggjum á trausti í eigin garð)

ÉG ELSKA MIG  (En ekki hvað? –  Elskaðu náungann EINS OG sjálfan þig, ekkert meira eða minna, og því er mikilvægt að elska sjálfa/n sig til að akkúrat geta verið farvegur elskunnar, ég hlustaði á lækni segja það nýlega að væntumþykja til sjálfs sín væri ein besta leiðin til bættrar líkamlegrar og andlegrar heilsu, þetta er ekki bara eitthvað „vúhúhú“)  ..

ÉG VIRÐI MIG   (Sjálfsvirðing er eitthvað sem skiptir gífurlega miklu máli, og um þetta gildir sama og um annað hér,  ef við virðum okkur ekki sjálf af hverju ættu aðrir að gera það? – Þú ert verðmæt sköpun og átt virðingu skilið, ekki síst af sjálfum/sjálfri þér, – virða t.d. mörk þín og virða þarfir þínar og langanir og ekki setja þig alltaf aftast í forgangsröðina)

Ath! Auðvitað stendur ekki það á bollanum sem er í svigunum! 

 Það tekur frá einum degi upp í viku að fá afhenta bolla, – ég kem til með að eiga alltaf nokkra á lager en þá ekki með nafni. –

VERÐ

Ef keyptur er

1 stk  1250 pr. stk     (1500 m/nafni)  

2 stk  1200  pr. stk   (1450 m/nöfnum)

3 stk  1150  pr. stk   (1400 m/nöfnum)

4 stk  1100  pr. stk   (1350 m/nöfnum)

5 stk  1050 pr. stk   (1300 m/nöfnum)

6 stk  1000  pr. stk  (1250 m/nöfnum)

Bollarnir eru keyrðir heim á höfuðborgarsvæðinu,  einnig hægt að nálgast hjá mér  á Holtsgötu 3, 101 Reykjavík eða Síðumúla 13. 3. hæð þar sem ég er með skrifstofu  – hafið bara samband í síma 8956119 eða johanna.magnusdottir@gmail.com  

Þetta er bara eigið framtak til styrktar, –  „johannamagnúsdóttir kompaní“ –  því  þó að gangi rífandi með námskeiðin og viðtöl  sem ég er með og fólk sátt í hjarta og sinni svona allflest,  er það ekki nema ca. 50% starf.  Sumir selja Herbalife, aðrir plástur og enn aðrir (aðrar) bolla 😉 ..

Bolla með nafni verður að greiða fyrirfram, – sendið mér þá pöntun og hvaða nafn á að vera á bolla, tilvalin gjöf fyrir fólk sem er ekki nógu ástfangið af sjálfu sér eða mætti vera í betra sambandi við sjálft sig.

Leggið inn á reikning 0303-26-189   kt. 211161-7019   og látið gjarnan koma tilkynningu á johanna.magnusdottir@gmail.com 

Aðeins er hægt að greiða með peningum eða leggja inn á reikning, er ekki með kreditkortaþjónustu (ennþá). –

Ath! –  Ef að fyrirtæki pantar 40 bolla eða fleiri,  fylgir með klukkutíma pepp-fyrirlestur fyrir starfsfólk skv. samkomulagi! –  Hamingjusamt starfsfólk = betri afköst og rekstur. –  Allir vinna (og vinna). –

Ertu fangi ástar (haturs?) eða í fangi ástar? …

Eftirfarandi er (gróf)  þýðing mín á pistli sem ég held reyndar að sé tekinn beint frá Eckhart Tolle. –  Þarna er m.a. farið inn á lausnina frá meðvirkni, hvorki meira né minna,  og þarna eru líka afskaplega mikilvæg skilaboð til okkar allra. –  Að lifa í meðvitund, að veita sjálfum okkur athygli og hugsunum okkar. –  Skynja ástina innra með okkur, gleðina og friðinn og láta hvorki utanaðkomandi né innri hávaða trufla það. –

En hér er pistillinn. –

Ástar/haturssambönd

Án þess að komast og þangað til að þú kemst í meðvitað viðveruástand,  verða öll sambönd, og sérstaklega náin sambönd, verulega gölluð og að lokum vanvirk.  Þau geta litið út fyrir að vera fullkomin um tíma, eins og þegar þú ert „ástfangin/n“  en óhjákvæmilega verður þessi sýnilega fullkomnun trufluð þegar að rifrildi, árekstrar, óánægja og andlegt eða jafnvel líkamlegt ofbeldi fer að eiga sér stað í auknum mæli.

Það virðist vera svo að flest „ástarsambönd“  verði ástar/haturssambönd fyrr en varir.  Ástin getur þá snúist í alvarlega árás,  upplifun fjarlægðar eða algjöra uppgjöf á ástúð  eins og að slökkt sé á rofa.  Þetta er talið eðlilegt.

Í samböndum upplifum við bæði „ást“ og andhverfu ástar – árás, tilfinningaofbeldi o.s.frv. – þá er líklegt að við séum að rugla saman egó sambandi og þörfinni fyrir að líma/festa sig við einhvern við ást. –  Þú getur ekki elskað maka þinn eina stundina og svo ráðist á hann hina.  Sönn ást hefur enga aðra hlið. –  Ef „ást“ þín hefur andstæðu  þá er hún ekki ást heldur sterk þörf sjálfsins fyrir heilli og dýpri skilning á sjálfinu, þörf sem hin persónan mætir tímabundið.   Það er það sem kemur í staðinn fyrir hjálpræði sjálfsins og í stuttan tíma upplifum við það sem hjálpræði. –

En það kemur að því að maki þinn hegðar sér á þann hátt að hann mætir ekki væntingum þínum eða þörfum,  eða réttara sagt væntingum sjálfsins.  Tilfinningar ótta, sársauka og skorts sem eru inngrónar í meðvitund sjálfsins,  en höfðu verið bældar í „´ástarsambandinu“  koma aftur upp á yfirborðið. –

Alveg eins og í öllum fíknum,  ertu hátt uppi þegar fíkniefnið er til staðar, en óhjákvæmilega kemur sá tími að lyfið virkar ekki lengur fyrir þig.

Þegar þessar sársaukafullu tilfinningar koma aftur,  finnur þú jafnvel enn sterkar fyrir þeim en áður,  og það sem verra er,  að þú sérð núna maka þinn sem orsök þessara tilfinninga.  Það þýðir að þú sendir þær út og ræðst á hann með öllu því ofbeldi sem sársauki þinn veldur þér.

Þessi sársauki getur kveikt upp sársauka maka þíns, og hann ræðst á þig til baka.  Á þessu stigi er sjálfið meðvitað að vona að þessi árás eða þessar tilraunir við stjórnun verði nægileg refsing til að minnka áhuga maka þíns á því að breyta hegðun sinni, svo að sjálfið geti notað árásirnar aftur til að dylja eða bæla sársauka þinn. –

Allar fíknir kvikna vegna ómeðvitaðrar afneitunar á að horfast í augu við og fara í gegnum eigin sársauka.  Allar fíknir byrja með sársauka og enda með sársauka.  Hverju sem þú ert háð/ur – alkóhóli – mat – löglegum eða ólöglegum fíkniefnum eða manneskju – ertu að nota eitthvað eða einhvern til að hylja sársauka þinn. –

Þess vegna – þegar bleika skýið er farið framhjá –  er svona mikil óhamingja,  svo mikill sársauki í nánum samböndum. –   Þau draga fram sársauka og óhamingju sem er fyrir í þér.  Allar fíknir gera það.  Allar fíknir ná stað þar sem þær virka ekki fyrir þig lengur,  og þá finnur þú enn meiri sársauka.

Þetta er ein af ástæðum þess að flestir eru að reyna að sleppa frá núinu – frá stundinni sem er núna – og eru að leita að hjálpræði í framtíðinni. –  Hið fyrsta sem það gæti mætt ef fókus athygli þeirra er settur á Núið er þeirra eigin sársauki og það er það sem það óttast.  Ef það aðeins vissi hversu auðvelt það er að ná mættinum í Núinu,  mættinum af viðverunni sem eyðir fortíðinni og sársauka hennar,  raunveruleikinn sem eyðir blekkingunni. –

Ef við aðeins vissum hversu nálægt við erum okkar eigin raunveruleika, hversu nálægt Guði. –

Að forðast sambönd er tilraun til að að forðast sársauka og er því ekki svarið. – Sársaukinn er þarna hvort sem er.  Þrjú misheppnuð sambönd á jafn mörgum árum eru líklegri til að þvinga þig inn í að vakna til meðvitundar heldur en þrjú ár á eyðieyju eða lokuð inni í herberginu þínu.  En þú gætir fært ákafa viðveru inn í einmanaleika þinn,  sem gæti líka virkað. –

Frá þarfasambandi  til upplýsts sambands. 

Hvort sem við búum ein eða með maka,  er lykilinn að vera meðvituð og auka enn á vitund okkar með því að beina athyglinni enn dýpra í Núið.

Til þess að ástin blómstri,  þarf ljós tilvistar þinnar að vera nógu sterkt til að þú látir ekki hugsuðinn í þér eða sársaukalíkama þinn taka yfir og og ruglir þeim ekki saman við hver þú ert.

Að þekkja  sjálfa/n sig sem Veruna á bak við hugsuðinn, kyrrðina á bak við hinn andlega hávaða,  ástina og gleðina undir sársaukanum,  er hjálpræðið, heilunin, upplýsingin.

Að aftengja sig sársaukalíkamanum er að færa meðvitund inn í sársaukann og með því stökkbreyta honum.  Að aftengja sig hugsun er að vera hinn þögli áhorfandi hugsana þinna og hegðunar, sérstaklega hins endurtekna mynsturs huga þíns og hlutverkanna sem sjálfið leikur.

Ef þú hættir að bæta á „selfness“  missir hugurinn þennan áráttueiginleika,  sem er í grunninn áráttan til að DÆMA, og um leið að afneita því sem er,  sem skapar átök, drama og nýjan sársauka.  Staðreyndin er sú að á þeirri stundu sem þú hættir að dæma,  með því að sættast við það sem er, hver þú ert,  ertu frjáls frá huganum.  þá hefur þú skapað rými fyrir ást, fyrir gleði og fyrir frið.

Fyrst hættir þú að dæma sjálfa/n þig, og síðan maka þinn.  Besta hvatningin til breytinga í sambandi er að samþykkja maka sinn algjörlega eins og hann er,  án þess að þurfa að dæma hann eða breyta honum á nokkurn hátt.

Það færir þig nú þegar úr viðjum egósins.  Allri hugarleikfimi og vanabindandi „límingu“ við makann er þá lokið.  Það eru engin fórnarlömb og engir gerendur lengur,  engin/n ásakandi og engin/n ásökuð/ásakaður.

ÞETTA ERU LÍKA ENDALOK ALLRAR MEÐVIRKNI,  að dragast inn í ómeðvitað hegðunarmynstur annarrar persónu og þannig að ýta undir að það haldi áfram.

Þá munuð þið annað hvort skilja –  í kærleika – eða færast SAMAN dýpra inn í Núið,  inn í Verundina.  Getur þetta verið svona einfalt? –  Já það er svona einfalt.  (segir Tolle)

Ást er tilveruástand.  „State of Being“ –  Ást þín er ekki fyrir utan; hún er djúpt innra með þér.  Þú getur aldrei tapað henni, og hún getur ekki yfirgefið þig.  Hún er ekki háð öðrum líkama,  einhverju ytra formi.

Í kyrrð meðvitundar þinnar,  getur þú fundið hinn formlausa og tímalausa veruleika eins og hið óyrta lif  (andann?) sem kveikir í þínu líkamlega formi.  Þú getur þá fundið fyrir þessu sama lífi djúpt innra með öllum öðrum manneskjum og öllum verum.  Þú horfir á bak við slæðu forms og aðskilnaðar.  Þetta er upplifun einingarinnar.   Þetta er ást.

Jafnvel þó að einhverjar glætur séu möguleikar, getur ástin ekki blómstrað nema þú sért endanlega laus við að skilgreina þig í gegnum hugann og að meðvitund þín verði nógu sterk til að eyða sársaukalíkamanum –  eða þú getir a.m.k. verið meðvituð/meðvitaður sem áhorfandi.  Þá getur sársaukalíkaminn ekki yfirtekið þig og með því farið að eyða ástinni.  Eða vera eyðileggjandi fyrir ástina. –

Smellið hér til að lesa Orginalinn

Og hér er tengill á Eckhart Tolle sjálfan þar sem hann les þennan texta upp úr bók sinni „The Power of Now“ –

(Ath! þeir sem kannast ekki við hugtakið „sársaukalíkami“  þá er það líkaminn sem laðar að sér vonda hluti sem þú undir niðri veist að koma bara til með að auka á vansæld þína. –   Offitusjúklingur leitar í það sem fitar hann,  sá sem er að reyna að hætta að reykja fær sér sígarettu,   sá sem þarf að byggja sig upp andlega leitar eftir vandamálum og leiðindafréttum og „nærist“ þannig – nærir sársaukalíkama sinn.  –   Þekkir þú einhvern sem hegðar sér svona? –

Það að koma sér úr skaðlegum aðstæðum,  getur bæði verið líkamlegt og huglægt.  Að sjálfsögðu lætur enginn bjóða sér árásir annarra eða ofbeldi, – og því er sjálfsagt að koma sér þaðan.  En meginatriði er að komast úr skaðlegum aðstæðum sjálfs sín,  þegar við erum okkar eigin verstu skaðvaldar. –   Fylgjumst með hvað við gerum,  verum okkar eigin áhorfendur,  sjáum,  viðurkennum og lærum.

En með samhug en ekki dómhörku. –

Tómarúmið er fullt af ást, gleði og friði ..

Ég er búin að eiga bókina „Mátturinn í núinu“ í mörg ár.  Reyndar á ég hana í ensku útgáfunni „The Power of Now.“

Fyrst þegar ég las hana skildi ég smá, en samt mmmm… ekki nóg.

Í eirðarleysi mínu í gærkvöldi, dustaði ég rykið af henni og tók með mér upp í (tóma) rúmið og  þurfti ekki að lesa lengi til að skilja að allt það sem ég er að vinna við liggur í þessari bók, og því skildi ég hana mjög vel. –

En hún opnaði enn meira fyrir mér, þetta er bók sem ekki á að lesa bara einu sinni. –   Alla veganna ekki ég. –

Ég upplifði í raun það sem Eckhart Tolle var að segja.  Upplifði fjársjóðinn innra með mér. –   Fann fyrir friðnum, ástinni og gleðinni í núinu. –

Og það hoppar þarna og skoppar enn eins og lítil stelpa í gulum sumarkjól.

Tóma-rúmið sem mér hefur verið tíðrætt um.  Tóma stundin sem við reynum oft að fylla,  tómu tilfinningapokarnir eru ekki tómir. –

Tóma rúmið er fullt af friði, ást og gleði. –

Ég gat ekki séð það, og kannski þú ekki heldur,  vegna þess að hugsanir yfirskyggja það og trufla. –

Friður, ást og gleði er dýpra en tilfinningar.  Tilfinningar geta truflað, Eckhart Tolle segir þær vera truflun, – disturbance. –

Friður, ást og gleði er til staðar,  en það þarf að sjá þessa þrenningu, veita henni athygli. –  Ekki þrengja svo að henni með hugsunum að hún verði pinku pinku lítil. –

Í upphafi bókarinnar segir Tolle söguna af betlaranum við þjóðveginn, sem sat á kassa og betlaði peninga til að lifa. –

Maður nokkur gengur þar hjá og spyr betlarann hvað sé í kassanum. Betlarinn segist ekki vita það,  en maðurinn bendir honum á að kíkja. Til allrar furðu sér betlarinn að kassinn er fullur af gulli. –

Það er dásamleg tilfinning að fara að sjá gullið innra með sér, sjá og upplifa frið, ást og gleði innra með sér.  Að tómarúmið sé alls ekki tómt. –

„Gleðin er besta víman.“  og er grunnurinn að því að ná yfirhöndinni yfir annarri vímu, vímu sem kemur að utan.

Þegar ég finn þessa tilfinningu, einhvers konar „Enlightenment“ eða uppljómun,  þá langar mig svo að deila henni með fleirum og það er það sem ég þrái að kenna og gera að mínu ævistarfi, hvort sem það er innan kirkju eða bara í heimskirkjunni.

Ég veit þó að mín uppljómun verður aldrei annarra,  en kannski innblástur.  Það sem ég les hjá Eckhart Tolle, hef ég lesið og lært hjá mörgum öðrum, les það líka í Biblíunni, les það í náttúrunni,  úr ljóðum, úr samveru með fólki, börnum, gamalmennum og allt þar á milli.  þetta er allt sami grautur, misjafnlega borinn fram. –  Stundum hversdagslegur, stundum með möndlum, stundum með rjóma.  –  Enda skrifaði ég pistil á sínum tíma undir heitinu. „Lífið er hafragrautur“ –  og lagði áherslu á það að við nytum þess að borða hann, ilmsins, bragðsins o.s.frv. – og því má bæta við að borða (lifa) með og af ást, gleði og friði.

Verði okkur að góðu. –

 

Hvenær velur fólk það að skilja? – Fyrirlestur um aðdraganda skilnaðar, orsök og afleiðingar, sorgina sem situr eftir þrátt fyrir það að við veljum að skilja. –

Á hvaða tímapunkti er ákvörðunin tekin,  væri kannski nærri lagi að spyrja. –

Er hún kannski tekin áður en sambandið hefst? 

Er hún kannski tekin þegar fyrsti trúnaðarbresturinn verður?

Er hún kannski tekin þegar þú uppgötvar að heiðarleikinn er ekki til staðar?

Er hún kannski tekin þegar hugrekkið skortir til að tjá sig um líðan sína, langanir, þarfir og væntingar til makans og farið er að leita annað?

Er hún kannski tekin þegar þú tjáir þig við makann,  eða reynir það og hann gerir lítið úr tilfinningum þínum? –

Þessar spurningar vekja örugglega upp aðrar spurningar, sérstaklega sú fyrsta, –  hvernig getum við verið búin að taka ákvörðun um eitthvað áður en við hefjum það? –  Auðvitað er sú ákvörðun ekki meðvituð, – en það getur verið eitthvað sem við höfum lært eða tileinkað okkur úr æsku og tökum því með okkur sem farangur inn í samband,  sem verður til þess að sambandið brestur.  En endilega mæta á svæðið ef það eru spurningar, en ekki sitja uppi með þær. –  

Fyrirlestur um aðdraganda skilnaðar,  orsök og afleiðingar,  sorgina sem situr eftir þrátt fyrir að vera e.t.v. sá/sú sem tók endanlega ákvörðun um skilnað. –  

Lausnin hefur haldið námskeiðið Lausn eftir skilnað, fyrir konur,  í nokkur skipti og er með slík á dagskrá áfram. –   Nú hefur bæst við „Lausn eftir skilnað, fyrir karla“ –  En við veljum að hafa þetta aðgreint. –

Fyrirlesturinn verður þó fyrir alla,  og líka þau sem ekki eru fráskilin en eru e.t.v. að íhuga skilnað eða vilja bara vita meira um skilnað og orsakir hans og afleiðingar.  Kannski forða skilnaði? –

Dagsetning:  þriðjudagskvöldið 17. apríl kl. 20:30 – 22:00  (Ath! breyttur tími)

Staður:   Lausnin,  Síðumúla 13, 3. hæð

Verð:   2000.-  krónur    (vinsamlega greiðið fyrirfram v/takmarkaðs fjölda – vinsamlega leggið inn á reikning 0303-26-189  kt. 211161-7019)

(Greiðslan gildir sem afsláttur ef fólk vill skrá sig á námskeið, „Lausn eftir skilnað“  síðar hjá Lausninni). –

Sendið skráningu á netfangið johanna@lausnin.is  (og staðfestingu á greiðslu)

Ert þú til í að hlýða kalli vorsins, leggja hönd á plóg og rækta nýjan skóg?

Ert þú til í að brosa til sólar taka þér plóg í hönd og rækta nýjan skóg? 

Ég hef yfirleitt notað líkinguna af því að vera í farvegi og skipta um farveg, en fæ þessa skemmtilegu líkingu lánaða hjá vini mínum – að breyta um skóg. –

Kannski erum við að púla í röngum skógi?-

Það hafa margir verið að spyrja um „tæki“ til að breyta hugsunarhætti eða siðum. – Það er fólkið sem yfirleitt er búið að sjá að breytinga er þörf, finnur að það er komið í rangan farveg, hvort sem er andlega eða líkamlega. –

Marga langar í tilbreytingu, – en orðið skiptist í tvö orð til-breyting og felur í sér hreyfingu.  Lífið er orka og lífið er hreyfing. –

Stundum er nóg að þessi hreyfing sé aðeins að breyta um viðhorf.  Hugsa út fyrir kassann, fara út fyrir þægindarammann eða fara upp á nýjan (sjónar)hól. –

Þetta er nú alveg helling 😉

Við getum hugsað okkur að við séum að íhuga draumana okkar, – sjáum fyrir okkur sýnina,  trúum á hana,  en ekki nóg því við sitjum alltaf kyrr.   Það gengur ekki alveg upp.  Við verðum að hætta að horfa upp í stofuloftið, – standa upp úr sófanum, e.t.v. bara nokkur skref og horfa upp í himinn, anda djúpt og fylla lungun af fersku lofti. –  Þá erum við tilbúin í slaginn. –

Á sama hátt þurfum við að fylla huga okkar af ferskum hugsunum.  Leyfa hinum stöðnuðu og jafnvel að skoða dagsetningar á sumum þeirra, hvort þær séu ekki komnar langt yfir síðasta neysludag og þv´verða þær að víkja.

Útrunnar hugsanir geta verið stórhættulegar! 

 

 

 

Vertu til er vorið kallar á þig,
vertu til að leggja hönd á plóg.
Komdu út því að sólskinið vill sjá þig
sveifla haka’, og rækta nýjan skóg.

Ert þú til í að hlýða kalli vorsins,  leggja hönd á plóg og rækta nýjan skóg?

Gagnkvæm ást, traust og VIRÐING í hjónabandi ..

Ég skrifaði pistil nýlega um mikilvægi því að „giftast“ eða gefast sjálfum sér. –   Með því undirliggjandi sem þarf til að hjónaband virki. –  Ég held það fari varla á milli mála að þar þarf að ríkja ást – virðing og traust. –  

Mikilvægi sjálfsvirðingar – sjálfstraust og að elska sjálfa/n sig verður seint dregið í efa. Þ.e.a.s. að þykja vænt um sjálfa/n sig en ekki í hefðbundinni merkingu eða eigingirni. –

Í framhaldi af því segjum við oft að við verðum að elska okkur sjálf, virða og treysta til að aðrir geri það.  Sú staðhæfing er góð og gild eins langt og hún nær. –

En lífið er svo skemmtilega (leiðinlega?)  flókið – og það er staðreynd að margir eiga í erfiðleikum með að elska sig, virða og treysta og það þýðir ekki að við megum ekki eða eigum ekki að elska, virða og treysta þeim sem eru í vandræðum með það. –

Við getum nefnilega elskað, treyst og virt án skilyrða. – Þ.e.a.s. við getum fókuserað á að allar manneskjur séu elsku, virðingar og trausts verðar. –  Ef þær eru brotnar er erfitt fyrir þær að byggja upp elsku, virðingu og traust án utanaðkomandi aðstoðar. –

„Ég fór að trúa að ég gæti þetta af því að þú trúðir á mig!“ –  

Þetta er raunveruleg setning úr bréfi nemanda til námsráðgjafa.

Þó að umhverfið, eða í þessu tilfelli námsráðgjafinn,  hafi áhrif,  er það í raun alltaf nemandinn sem þarf að taka ákvörðun eða velja að hlusta á ráðgjafann,  að samþykkja það sem hann segir og gera það að sínu.  Þ.e. að fara að hafa trú eða traust á sjálfum sér eða getu sinni. 

Margir hafa heyrt söguna um froskana sem voru að keppast um að klifra upp í mastrið. – 

Hópur af froskum lagði af stað,  en niðri var hópur sem kallaði, „þetta er ekki hægt“ – „Þetta tekst aldrei“  .. o.s.frv. –  einn af öðrum gafst upp þar til einn froskur varð eftir og kláraði alla leið á toppinn. –   Af hverju gafst hann ekki upp? –

Froskurinn var heyrnalaus. –

Það mætti líka snúa þessari sögu við, þar sem liðið á jörðinni væri að hvetja áfram og kalla hvatningar.  Hvað hefði gerst þá? –

Hvernig tengist hjónaband með undirliggjandi ást, trausti og virðingu inn í þetta froskadæmi? –

Jú, við hjónavígslu lofar parið hvort öðru gagnkvæmri virðingu, ást og trausti. –

Gagnkvæmnin felur í sér að gefa og þiggja virðingu, ást og traust.

Á sama hátt og hver manneskja þarf að rækta sjálfa sig og það er eflaust grunnforsendan (eins og að elska sjálfa sig, virða og treysta) þá þurfa tveir aðilar að rækta hvern annan, og – hjónabandið þarf að rækta. –

Þarna fer oft ýmislegt að fara úrskeiðis. –  Af hverju rakna hjónabönd upp? –

Það er þegar jafnvægið klikkar. –  Þræðirnir ná ekki að spinnast saman eða liturinn fer að leka úr öðrum yfir í hinn. –  Hjónabandið er úr tveimur heilum þráðum, sem þurfa að haldast heilir og vefja saman eitt sterkt band. –

Í upphafi getur pari liðið eins og algjört jafnvægi ríki,  – það er þegar ástin er allsráðandi og eins og sagt er þá getur ástin blindað,  þessi ástríðufulla ást, – ekki þessi sem varir, þessi sem er meira eins og djúp væntumþykja. –

Þegar fólk fer að upplifa mannlegu hliðarnar, – þá fara hlutir sem voru jafnvel krúttlegir áður að fara í taugarnar á hinum. –

Við getum tekið dæmi af konu sem er lengi að gera sig klára, og er af þeim orsökum alltaf of sein.  Í tilhugalífinu þótti manninum hennar þetta krúttlegt, að hún tæki langan tíma að undirbúa sig fyrir hann og bara fyndið að mæta of seint í matarboð eða í leikhúsið.   Seinna þegar þau eru gift, er þetta að hans mati einn af hennar stærstu ókostum og farið að taka mjög á taugarnar,  og orðinn orsakavaldur margra uppákoma og rifrilda.

Seinlæti og það að koma of seint eða láta bíða eftir sér er í raun óvirðing við tíma annarra.  Sá aðili sem lætur bíða eftir sér er því að sýna bæði maka og öðrum „þolendum“ óvirðingu. –   Óstundvísi er oft ávani eða lærð hegðun sem þarf að aflæra.  En til þess þarf viljann til þess. –

Kona sem er búin að segja manni sínum að henni finnist dásamlegt að hann færi henni blóm við og við, – og hann færir henni aldrei blóm,  er að óvirða langanir konunnar með að hlusta ekki á hana. –

Við verðum að yrða óskir okkar, langanir og þrár – og makinn á móti að virða þessar óskir, langanir og þrár (að sjálfsögðu á meðan það gengur ekki á virðingu makans). –

Þessar dæmisögur eru bara brotabrot og virka kannski einfaldar, en geta í raun verið upphafið að óánægjuferli. – 

Þó að við eigum ekki að þrífast á viðurkenningum né hrósi, blómum eða hegðun annarra,  þá komumst við ekki hjá því að slíkt hefur áhrif.  Við þurfum ekki að láta eins og að við séum ónæm fyrir hrósi eða viðurkenningu,  það er líka gott í hófi, eins og súkkulaði eða rauðvín er gott í hófi 😉

  –  Við þurfum að sýna tillitssemi og virðingu, – við erum tilfinningaverur og það er nú þannig að t.d. samlífið sem endar í rúminu á kvöldin hefst oft að morgni. – 

Náin og falleg samskipti yfir daginn byggja upp áhugann fyrir kvöldið – á meðan vond samskipti og óvirðing brýtur niður áhugann. –  Merkilegt þegar sumir halda að það sé hægt að vera leiðinleg/ur við maka sinn og fjarlæg/ur allan daginn jafnvel gera lítið úr – og svo eigi allt að „gerast“ um kvöldið.

Auðvitað eru undantekningar – en þær eru ekki reglan. –

Hjón deila næstum öllu með hvort öðru, lífi sínu og tilfinningum.  Það er mjög mikilvægt að virða tilfinningar hvers annars, annars er ekki hægt að tjá sig um þær og þær safnast bara upp í hnút. –

Að sjálfsögðu þarf fólk að komast að samkomulagi, hvað er eðlilegt og hvað ekki og hafa sameiginlegar reglur og gildi fyrir heimilið, og þá ekki síst þegar börn eru í spilinu. –

Æ oftar heyri ég af körlum í hjónabandi sem vilja skoða klámsíður á netinu, – konan biður þá um að hætta, en ekki hættir maðurinn og unglingar á heimilinu komast jafnvel í efnið.  – Þetta er raunveruleikinn. –

Ef að hjón eru ekki fær um að virða langanir, þrár, væntingar eða skoðanir hvers annars,  þá fer að fjara undan. – 

Hvað þá að virða hvort annað bara sem manneskjur. –

Mörg hjón stunda það, annað hvort bæði eða annað að gera lítið úr hinu og ýta oft á viðkvæmustu takkana, og það geta þau vegna þess að þau þekkjast svo vel. –

Sá aðili sem gerir þetta,  notar það að hæðast að maka sínum, jafnvel fyrir framan annað fólk er yfirleitt sjálfur í vanlíðan.  Þetta er því keðjuverkandi. –

Ég þekki þetta af eigin raun, – bæði að vera gert lítið úr og að gera lítið úr. –  

Þetta kallast gagnkvæm óvirðing. –

Gagnkvæm óvirðing kemur þegar báðir aðilar eru brotnir, líður illa og stundum þarf bara einn að byrja og svo hefst vítahringurinn. –

Hjónabandið er því,  eins og fyrirtæki,  ekki sterkara en veikari hlekkurinn eða aðilinn. –

Fólk getur viljað vel, upplifir jafnvel væntumþykju – en kann ekki samskipti. – Kann ekki umgengi og skilur ekki hvað er eiginlega í gangi. –

Af hverju vill hún/hann ekki elskast með mér í kvöld? –

Af hverju er hún/hann í fýlu? –

Af hverju er hann/hún farin/n að leita í aðrar áttir?

Við verðum að spyrja af hverju,  en ekki bara að ráðast á afleiðingarnar. –

Ef hjón vilja bæta samband sitt,  þarf að:

Virða sig, virða maka sinn, virða hjónaband sitt, virða mörk sín o.s.frv. –

Það þarf að taka tillit til eigin langana og þarfa og yrða þær,  ekki bara vona að makinn fatti,  því að það er ekkert víst að hann hafi alist upp í þannig umhverfi.   Á móti þarf sá sem tekur við að hlusta á langanir og þarfir og virða þær. –

Ekki gera lítið úr,  ekki hæðast að.   Ef fólk er ekki sammála þá verður að komast að samkomulagi eða niðurstöðu.

Stundum er það þannig að forsendurnar fyrir hjónabandinu eða sambandinu voru alltaf rangar og því er erfitt að bjarga,  stundum hefur annar aðilinn beitt það miklum rangindum eða ofbeldi að því er erfitt að bjarga og þeim sem beittur var ofbeldinu bjóðandi að halda áfram. –

En þegar BÁÐIR aðilar sjá möguleika á því, og langar til að byggja upp gagnkvæmt traust, virðingu og  elsku, þá ber að hafa það í huga að:

Það er dýrara og oft mun sársaukafyllra að skilja en að leita sér hjálpar eða fá ráðgjöf.

Þrátt fyrir ofan sagt, er forsendan alltaf að elska sig, virða og treysta.  Því sá sem gerir það lætur ekki bjóða sér óvirðingu, yrðir tilfinningar sínar langanir og þarfir, setur eðlileg mörk í samskiptum og lítur ekki á sig sem stærri eða minni en aðrar manneskjur, heldur jafningja. – 

Jafnframt:  Það er sagt að við getum ekki breytt fólki og það er satt svo langt sem það nær. – Við breytum ekki fólki,  það breytir sjálfu sér. – Þegar við segjum við einhvern að við treystum viðkomandi getur hann valið sjálfur hvort hann trúir því eða ekki.  Við ákveðum það ekki fyrir hann. –  

Við getum haft áhrif á fólk með því að breyta okkur, framkomu okkar, viðmóti og hvernig við umgöngumst það. 

Við getum haft áhrif með því að vera fyrirmyndir,  fyrirmyndir í elsku, virðingu og trausti. –   Bæði á sjálfum okkur og öðrum. –

Þetta er búið að vera átakamikið umræðuefni, – set hér í restina trailerinn úr „Steiktir grænir tómatar“ – þar sem frúin var óánægð með sjálfa sig og ónærð í hjónabandinu og var farin að leita huggunar í  konfektkassa og eiginmaðurinn í íþróttunum í sjónvarpinu. –  Hún var að reyna að fá athygli hans, m.a. á tragikómískan hátt með að vefja sig inn í sellófan,  en í raun var það endurnýjað sjálfstraust hennar í gegnum samtöl við fullorðna konu sem vakti athygli og áhuga eiginmannsins. –

Þú getur valið hvort þér þykir þetta trúverðugt.

Að lokum,  það er aldrei uppbyggilegt að fara í ásökunargír hvorki gagnvart sjálfum sér eða maka, – miklu betra að setja sig í þann gír að vilja sýna sjálfum sér skilning, skilja maka sinn og skilja sjálfa/n sig.     

Lokaspurning:

Hvað átt þú skilið og hvað ætlar þú að gera í því?

Upp, upp mín sál og allt mitt geð – úr kviksyndi neikvæðra tilfinninga ..

Stutta útgáfan af pistlinum:

1) Slepptu tökunum af neikvæðum hugsunum sem sökkva þér dýpra í kviksyndið,  hættu að hugsa þig niður.

2) Klifraðu upp með jákvæðum hugsunum,  farðu að hugsa þig upp.

3) Haltu við jákvæðninni með því að gera það að nýjum sið. 

Og svo lengri útgáfan:

Ég rifjaði upp kynni mín af bókinni, „Women who think too much“ – en systir mín lánaði mér hana eða gaf, nú man ég ekki hvort, fyrir mörgum árum síðan. – Hvers vegna skyldi það nú vera? – 😉

Það er ekki neikvætt að hugsa mikið, rökrétt eða djúpt svona almennt talað, en þegar hugsanirnar eru farnar að snúast um: „Hvað ef?“  áhyggjur af því sem kannski aldrei verður og niðurbrot eru þær farnar að vinna gegn þér.  Það er þegar við erum farin að hugsa t.d. samtöl fyrirfram,  eins og sagan sem margir þekkja um manninn og tjakkinn. –

Þó bókin sem ég minntist á í upphafi fjalli um konur sem hugsa of mikið, þá á það svo sannarlega við um karla líka eins og hann Lárus:

Lárus var á ferð upp í sveit og lenti í því að það sprakk dekk á bílnum. Það var leiðindaveður og þegar hann ætlaði að skipta um dekkið uppgötvaði hann að tjakkinn vantaði.

Nú voru góð ráð dýr! Lárus ákvað að ganga að næsta bæ til að fá lánaðan tjakk. Afleggjarinn heim að bænum var nokkuð langur og hann fór að hugsa. Fyrst fór hann að velta fyrir sér hvort einhver væri heima og ef einhver væri heima hvort það væri til tjakkur á bænum. Það var komið kvöld og hann hafði áhyggjur af því að hann myndi vekja heimilsfólkið og bóndinn yrði pirraður því hann þyrfti að vakna snemma um morguninn til að fara í fjósið.

Þessar hugsanir ollu því að það var orðið nokkuð þungt yfir Lárusi og hann bjóst við slæmum viðbrögðum af bóndanum. Hann var sjálfur orðinn pirraður og neikvæður. Bankaði samt á dyrnar og í dyrunum birtist bóndinn. Áður en bóndinn náði að spyrja erindis, hreytti Lárus út úr sér: „Þú getur bara átt þinn helv…. tjakk sjálfur!“ –

Þetta var dæmi um neikvæðan hugsanagang, en hann getur birst í svo mörgum myndum.-

Hugsanir eins og „Ég á þetta ekki skilið“ – „Hvað þykist ég eiginlega vera“ – „Jeminn, hvað fólki á eftir að finnast ég mikið fífl“  – „Mér tekst aldrei neitt“ –   „Hvað eins og að þýði eitthvað fyrir mig að lesa pistil, ég tileinka mér aldrei neitt gott!“ .. grafa okkur dýpra ..  

Þegar við upplifum að við erum stödd á þessum stað, að við séum hreinlega að sökkva,  þurfum við að átta okkur á því að það eru hinar neikvæðu, útrunnu og skemmandi hugsanir sem hafa þessi áhrif. 

En – Hvað get ég gert? –  Horft til himins? – ´eins og svarað er svo skemmtilega í ljóði hljómsveitarinnar Nýdönsk? –

Bölmóðssýki og brestir
bera vott um styggð.
Lymskufullir lestir
útiloka dyggð.
Myrkviðanna melur
mögnuð geymir skaut.
Dulúðlegur dvelur
djúpt í innstu laut.
Dvelur djúpt í myrkviðanna laut.
Varir véku að mér
vöktu spurnir hjá mér.
Hvað get ég gert?
Horfðu til himins
með höfuðið hátt.
Horfðu til heimsins
úr höfuðátt.
Bölmóðssýki og brestir…
Heyrðu heimsins andi
harður er minn vandi.
Hvað get ég gert?
Horfðu til heimsins
berðu höfuðið hátt.
Horfðu til heimsins
úr höfuðátt.

Og það eru til fleiri góðir textar …

Mamma vakti okkur krakkana á morgnana með fyrstu línunni úr passíusálmi Hallgríms Péturssonar:

„Upp, upp, mín sál og allt mitt geð“ …  

Við verðum að sleppa tökum á neikvæðu hugsununum, horfa upp en ekki niður.  

Það getur verið snúið að hætta í neikvæðninni, þegar við áttum okkur á að við erum komin í kviksyndið, – við gætum farið að ásaka okkur fyrir klaufaskapinn,  skammast okkar o.s.frv.  en það sekkur okkur að sjálfsögðu enn dýpra. –

Því er mikilvægt að sætta sig við ástandið, – ekki dæma sig, heldur fyrirgefa,  og ef að neikvæðar hugsanir sökkva okkur, þá hljóta þessar jákvæðu að koma okkur upp! – 

Við getum líka séð þetta eins og við séum nagli í spítu, og við berjum okkur sjálf í hausinn með hamrinum með neikvæðninni eða veljum að nota hamarinn á jákvæðan hátt og togum naglann lausan. –

Þegar við erum laus,  má ekki hætta í viðhaldinu! –

Við höfum val hvernig við nýtum hamarinn,  til góðs eða ills. –

Þessi pistill er skrifaðu á föstudaginn langa, – en þá minnumst við þess að Jesús var krossfestur,  en á páskadag fögnum við upprisu Jesú Krists til eilífs lífs. –

Hvernig væri að þú leyfðir þér að gleðjast yfir þínu eigin lífi og fagna þinni eigin upprisu, sem er reyndar í boði á hverri einustu sekúndu, hverri mínútu, hverjum tíma og hverjum degi og byrja hvern dag með þessum orðum skáldsins:

Upp, upp, mín sál og allt mitt geð“ ..

Hvernig borðar maður fíl? ..

Human affairs usually work best when
we do what we say we are going to do.
We empower ourselves and others
when we follow through on our word.“
          Alan Cohen

Lárus fékk hringingu og var beðinn um að greiða reikning sem hann skuldaði.  Hann svaraði um hæl að það skyldi hann gera, og fór jafnframt að afsaka sig að hann hefði bara steingleymt því.-   Hann vissi þó eins og var að hann ætti ekki peninga fyrir þessum reikningi,  en það var auðveldasta leiðin að segja þeim sem hringdi og til að losna við hann úr símanum, að hann myndi borga strax.  Hann treysti sér ekki til að koma hreint fram og upplýsa um raunverulega stöðu sína, að hann væri bara skítblankur.   Hann vissi sem var að hann var að kaupa sér frest, kannski myndi rukkarinn gefast upp,  eða ekki hringja fyrr en eftir næstu mánaðamót. – 

Hvað segir í auglýsingunni „Ekki gera ekki neitt“ ..

Hversu oft segjumst við ætla að gera eitthvað en gerum það ekki? 

Hversu oft ákveðum við að hætta einhverju en hættum því ekki?

Hversu margar ákvarðanir ganga ekki upp hjá okkur?

Kannski sögðumst við ætla að  reyna að klára eitthvað og það í heyranda hljóði. – Svo dregst það og við vonum að hinir bara gleymi því. –   Við höfðum að vísu dyrnar opnar með því að segja „reyna“ –  Það er flóttaleiðin okkar.

—————————————————–

Svona getum við umgengist aðra, þ.e.a.s. komið með yfirlýsingar að við ætlum að gera eitthvað,  en gera það ekki,  við komum svona fram við aðra og það sem er ekki skárra, við okkur sjálf.  

Við ætluðum e.t.v.  að halda okkur á meðalveginum, lifa með tilgangi, byrja á þessu og hinu og klára þetta og hitt.   Breyta siðum,  hugleiða í 15 mínútur á morgnana, hætta að horfa svona mikið á sjónvarpið,  ekki fara með tölvuna í rúmið, hreyfa okkur meira,   vera minna á facebook o.s.frv.

Síðan gerum við það EKKI.  Og þá förum við að fá samviskubit, og líður illa með það,  en við breytum því ekki heldur;  okkur líður bara illa!

Hvernig getum við brotið upp þennan (vanlíðunar)vítahring, þar sem samviskubitið bítur okkur í rassinn yfir að hlutirnir ganga ekki upp hjá okkur,  við eiginlega svíkjum okkur sjálf? –

Við viljum vera heil, en í staðinn fyrir að byggja okkur upp þá brjótum við okkur niður með því að standa ekki við eigin ákvarðanir. –

Kannski þurfum við að velja betur það sem við ákveðum að gera, hafa það raunhæft og geta sagt sannleikann, bæði við aðra og okkur sjálf,  við því sem þú veist að þú kemur ekki til með að gera,   Lárus varð að sýna það hugrekki að játa það fyrir rukkaranum að hann ætti ekki fyrir reikningnum, nú og kannski fá að semja um að borga eitthvað örlítið inná. –

Ekki setja of miklar klyfjar á okkur, og væntingar þannig og þurfa svo að viðurkenna einn daginn að það gekk ekki upp, eða það var ekki innistæða fyrir yfirlýsingunum. –  Væntingar geta verið ávísun á vonbrigði séu þær ekki uppfylltar.

Við þurfum að lifa af heilindum.

Ef við lofum upp í ermina á okkur, fer það að plaga okkur, og því er best að lofa sem fæstu,  en standa við það fáa sem við lofum eða ákveðum. –

Ekki ætla sér um of,  eins og að fara á fullt í ræktinni og byrja fimm sinnum í viku og springa svo á limminu og fara í vanlíðan aftur.  –

Eitt skref í einu,  eitt sannfærandi skref,  og svo annað sem þú getur staðið við og veitir þér vellíðan og þannig fjölgar skrefunum því að vellíðanin kemur okkur áfram. –

Þetta þýðir ekki að við getum ekki látið okkur dreyma,  að við getum ekki búið til framtíðarsýn til að trúa á,  en aðalmálið er að taka eitt skref í einu. –

Ef að Lárus skuldar  10.000.-   en frestar því alltaf mánuð fyrir mánuð, – og saxar ekkert á skuldar hann enn 50.000.-  (segjum að það séu ekki vextir þarna)   En ef hann borgar 1000.-  krónur  á mánuði hefur hann lokið við að greiða þetta á 10 mánuðum,  nú ef hann borgar enn minna, 500 krónur á mánuði hefur hann lokið þessu eftir 20 mánuði. –  

Góðu fréttirnar:  Hann klárar að borga! –

Þetta sama gildir um verkefnin okkar,  ekki ætla okkur það mikið að það verði yfirþyrmandi og við gefumst upp. – Og þannig verða EKKERT úr verki. – 

Byrjum smátt.  

Það er oft sem ég nenni alls ekki í göngutúr, vegna þess að göngutúrinn í mínum huga er eiginlega alltaf klukkutími lágmark.  Svo hef ég ákveðið að fara bara út og ganga í 5-10 mínútur og þá fer mér oft að líða svo vel að teygist úr göngutúrnum jafnvel upp í klukkutíma eða meira! 😉  

Ég man eftir sjálfri mér í guðfræðideildinni þar sem grískunámið reyndist mér erfitt,  enda var þetta þungur og stór áfangi. –

Ég stundi upp við kennarann að þetta væri svo mikið og eiginlega óyfirstíganlegt, en hann svaraði sposkur á svip: 

Jóhanna mín,  hvernig borðar maður fíl? –  Við tökum bara einn bita í einu. –  

Ég kláraði mitt fimm ára embættispróf í guðfræði í febrúar 2003 og þar voru 10 einingar í grísku,  sem jú höfðust með seiglunni. –

Þetta þýðir ekki að við getum ekki látið okkur dreyma,  eða haft sýn. –    En það er ekki nóg að hafa sýn og hugsa „happy thoughts“ –   hugurinn flytur okkur hálfa leið,  en framkvæmdin restina. –  Skref fyrir skref,  og við verðum að trúa á sýnina.   Ég leyfi mér jafnframt að trúa að í hvert skipti sem ég stíg eitt skref,  komi heimurinn/Guð/æðri máttur til móts við mig og styðji mig næsta.   

Því verður best lýst með gönguferðinni sem ég sagði frá áðan.  Það er mitt að taka fyrsta skrefið,  koma mér út undir bert loft. –  Við getum setið inni og horft upp í stofuloftið og látið okkur dreyma, en komumst fljótlega að því að loftið er hindrun,  en pælið í því að við þurfum ekki að taka mörg skref til að komast út,  horfa upp í himininn þar sem engin takmörk liggja. –

Hamingjan liggur í hverju skrefi – hversu smátt sem það er,  liggur í andartakinu og því að virða fyrir sér himininn. –

Ofangreint fjallar um það að ná árangri, ná persónulegum markmiðum og lifa sýn sína. – Forsendan er þó alltaf að hamingjan er vegurinn,  en ekki hamingjan „þegar“ – „ef“  o.s.frv. – Það er hægt að lesa um það t.d. í greininni hamingjuforskotið.  Smellið HÉR.