„Ég er vinnufíkill, hvað á ég að gera?“ ..sagði maðurinn ..

Vinnufíkn er ein af þeim fíknum sem við stundum tilkynnum að við höfum – og erum bara þokkalega stolt af því.   Jú,  það þýðir að við erum dugleg og öflum jafnvel vel.  Við erum ekki hangandi uppí sófa eða að mæla göturnar. –  Það er dyggð að vinna „und arbeit macht frei“  eins og stendur einhvers staðar á kannski ekki svo góðum stað.

Það eru sannleikskorn í flestu, eins og að vinnan frelsi.  Við þurfum að vinna til að alfa tekna til að hafa frelsti til að gera ýmsa hluti eins og að ferðast,  frelsi til að eiga þak yfir höfuðið og annað slíkt.  Frelsti til að geta leyft okkur ýmisllegt sem annars væri ekki hægt.

En í þessu gildir hinn gullni meðalvegur, – það er t.d. óþarfi að vinna svo mikið að við höfum  efni á að fylla bílskúra eða geymslur af ónauðsynlegum hlutum sem kannski virka spennandi um stundarsakir.   Eða eiga 50 pör af skóm sem við aldrei náum að nýta.  Vinna svo mikið að hægt sé að kaupa allt fyrir börnin sem auglýst er – nýjasta dót sem fylgir nýjustu bíómyndinni – eða nýjasta forrit í tölvuna.

Það sem oft vill gleymast er forgangsröðin.   Hvað skiptir þig raunverulega máli?

Hvað skiptir börnin þín raunverulega máli – eða hvað skiptir makann þig raunverulega máli?

Er það ekki tíminn þinn – er það ekki miklu frekar samvera með þér, en að þú sért stansllaust fjarverandi að „meika það?“ –   og hvað er verið að meika?

Besta setning sem svona varðar er:

„Hvað gagnast það manninum að eignast heiminn en glata sálu sinni“ ..

Ef að vinnan er orðin flótti – flótti frá heimili – flótti frá samskiptum við fjölskyldu – flótti frá sjálfum sér jafnvel þá er hún orðin fíkn.

Ef þú ert komin/n með samviskubit yfir því að vera að vinna,  þá er það slæmt mál,  því þá getur vinnan varla verið að veita þér gleði.  Hvað sem við erum að gera, við eigum að njóta þess.

Bókin „Munkurinn sem seldi sportbílinn sinn“  fjallar um mann sem gleymdi sér í vinnu og vaknaði upp of seint.   Hann glataði tækifærinu á að umgangast fjölskyldu sína.  Þessi bók er reyndar miklu miklu meira.

Fjölskyldan – maki – börn,  nú eða stórfjölskylda og vinir er eitthvað sem aldrei skyoli taka sem sjálfsögðum hlut.  Enda ekki hlutir.

Fólk er eins og blóm – og samskipti við fólk er eins og blóm,  það þarf að vökva samskiptin,  vissulega misjafnlega mikið.

Gjafir,  stórar gjafir koma aldrei í stað samveru og tíma.

Mér var sögð sagan af stráknum sem spurði pabba sinn hvað hann fengi á tímann í vinnunni sinni. –  Pabbinn svaraði  ca.  3.800.- krónur.

Viku seinna kom stráksi aftur til pabba með lófann fullan af peningum sem hann hafði safnað,  með 3.800.- krónur nákvæmlega og spurði:  „Pabbi má ég kaupa hjá þér einn tíma?“ –

Hvað er þörf og hvað er nauðsyn?

Það má ekki gera lítið úr vinnusemi og dugnaði og við þurfum ölll salt í grautinn. Við þurfum húsaskjól, farartæki, möguleika á einhverjum kósýheitum,  en íhugum vandlega hvort verið sé að vinna fyrir ónauðsynjum og þá hvort að sá tími fari til spillis.

Hver og einn þarf að átta sig á því þegar komið er yfir strikið,  þegar vinnustaðurinn er orðinn „skálkaskjól“ fyrir að fara ekki heim – og þá felst afneitunin oft í því að þú verðir að vinna fyrir heimilinu og sért að draga björg í bú.

Eflaust ertu bara að vinna fyrir skilnaðinum þínum,  því það er rándýrt að skilja bæði andlega og veraldlega.

Stundum er það þannig að sá sem er í burtu löngu stundum í vinnu reynir að bæta fjölskyldunni það upp með dýrum gjöfum.   Svo er fjölskyldan aldrei nógu þakklát og sá vinnusami skilur ekkert í því og allir sitja uppi óánægðir.

Stóra spurningin er:  „Hvað skiptir þig raunverulega máli?“ –

Ekki láta hluti – og það að eignast þá verða að stóra málinu í lífi þínu.  Jú, kannski ef þú gerir það í samvinnu við fjölskyldunna,  þið t.d. eruð saman að byggja húsið ykkar og hafið gaman af því.  En allt sem sundrar fjölskyldum eða pörum þarf að skoða með gagnrýnum gleraugum.

Stóru spurningunum þarf að svara:

Af hverju er ég að vinna svona mikið og er það nauðsynlegt? –

Þarf ég að sanna eitthvað?

Þarf ég viðurkenningu vegna verka minna,  hvað ef ég vinn minna – er ég þá nógu „merkileg/ur?“ ..

Hvað er verið að kaupa?

Hvernig er staðan á geymslunni – bílskúrnum – háaloftinu – fataskápunum.

Hvað vantar – raunverulega?

601106_10150952639181740_36069728_n

„Ég á líf, ég á líf“ ….

Já, já, ég veit það – sumir eru bara orðnir mjög þreyttir á þessu lagi, en mikið svakalega er textinn góður og boðskapurinn eftir því.

Því miður eru ekki allir sem kunna að meta það að þeir eigi líf,  og það er svolítið sorglegt að horfa upp á fólk sem hefur val um lif að þiggja ekki lífið sem þeim er gefið.

Til að „kunna“ að meta þurfum við að læra að meta og kennararnir eru að sjálfsögðu við eldra fólkið – fyrirmyndirnar sem kennum börnunum.

Börnin læra það sem fyrir þeim er haft.  Þau horfa á hvernig mamma lifir sínu lífi og  þau horfa á pabba hvernig hann lifir sínu lífi.  Þau horfa líka til afa og ömmu, e.t.v frænku eða frænda – þau horfa á kennarana sína í skólanum, vissulega skólafélaga líka, og svo ýmissa fyrirmynda sem birtast í frægu fólki eða þeirra sem eru áberandi almennt í samfélaginu.

Þau horfa líka á samskipti þessa fólks,  samskipti pabba og mömmu, samskipti foreldra e.t.v. við stjúpforeldra o.s.frv. –   Allt hefur áhrif á val barnanna og síðar unglinganna hvernig þau lifa lífinu og hvort þau lifa lífinu lifandi og meta.

Lífsgangan er langt ferðalag,  fyrir flesta.   Það velur sér hver og einn sinn farveg þó að hann horfi á þau sem á undan ganga og sjái e.t.v. einhverja leið sem honum líst á að sé farsæl.

En farvegurinn skiptir kannski ekki öllu máli,  það er hvernig hann er genginn.  Hvaða nesti við veljum með í ferðalagið.  Þar læra börnin af þeim sem á undan fara.  Hvernig ganga þau? –  Eru þau að njóta ferðalagsins, virða fyrir sér útsýnið, brosa til samferðamanna, hjálpa þeim sem á hjálp þurfa að halda,  eru þau að ganga í gleði?

Eða?

Eru þau álút og með hettuna dregna upp á höfuð – líta sjaldan upp og ganga leiðina eins og leiðslu og næstum sofandi? –  Sjá þau útsýnið?

Það er ekkert sjálfsagður hlutur að eiga líf og því er yndislegt að syngja óð til lífsins og þakka lífið sem gefið er.   Ég sá frétt um mann sem sagðist hafa farið á „Get a life“ kúrinn,  en hann hafði verið einn af þeim sem var að vinna gegn lífinu,  með því að bæla það og deyfa með mat og var orðinn allt of þungur.  Hann þurfti líka að komast upp úr sófanum.  Það getur verið átak.  En þessi maður var heppinn,  hann hafði val og hann notaði valið.  Kannski hefur hann séð einhvern samferðamann sem átti gleðilegra líf en hann sjálfur og sá að það ER hægt að eiga gleðilegt líf, að lifa lífinu lifandi en ekki bara þrauka.   Það er auðvitað það sem við flest hljótum að vilja.

Þegar við erum að nöldra yfir smámunum eða stofna til rifrilda út af hlutum sem raunverulega skipta engu máli,  eða gera rellu út af því,  þá eru margir sem svara því einmitt því að segja „Get að life“  – og það sorglega er að ef að fólk er fast í hlutum sem skipta ekki máli, er fast í gremju eða smámunasemi þá er það að vinna gegn lífinu.  Ef lífið er leiðinlegt þá er stundum farið í það að búa til vandamál eða veita þeim allt of mikla athygli.  Fara í sjálfsvorkunn og í raun hafna lífinu.  –

Ég talaði um það í upphafi að sumir kunna ekki að lifa lífinu,  það eru í sumum tilfellum fólkið sem hefur ekki fengið tækifæri til að fljúga úr hreiðrinu frá foreldrunum – hefur ekki fengið leyfi til að breiða út vængina og fljúga, já og detta nokkrum sinnum.   Læra að reyna aftur þegar þau detta o.s.frv.   Það eru hin ofvernduðu og ofdekruðu og þá meina ég „of“ – og þetta „of“ er ekki gott ekki frekar en „van“ ..

Það er alveg eins og ofvökvuð planta … hún nær ekki að dafna og stundum ekki að lifa. Lífsgangan er þá farin með þeim hætti að þau eru borin í bakpoka foreldranna eða samferðafólksins og það er hvorki gott fyrir  þann sem ber eða þann sem er borinn.  Hvorugur nýtur göngunnar.

Það að komast á fjalltoppinn á eigin gleði og eigin orku er ekki sambærilegt við það að komast þangað keyrandi í bíl og e.t.v sitjandi í aftursætinu.

Lagði ég af stað í það langa ferðalag
Ég áfram gekk í villu eirðarlaus
Hugsaði ekki um neitt, ekki fram á næsta dag
Einveru og friðsemdina kaus

Ég á líf, ég á líf yfir erfiðleika svíf
Ég á líf, ég á líf vegna þín
Þegar móti mér blæs, yfir fjöllin há ég klíf
Ég á líf, ég á líf, ég á líf

Ég skildi ekki ástina sem öllu hreyfir við
Þorði ekki að faðma og vera til
Fannst sem ætti ekki skilið að opna huga minn
Og hleypa bjartri ástinni þar inn

Ég á líf, ég á líf yfir erfiðleika svíf
Ég á líf, ég á líf vegna þín
Þegar móti mér blæs, yfir fjöllin há ég klíf
Ég á líf, ég á líf vegna þín

Og ég trúi því, já, ég trúi því
Kannski opnast fagrar gáttir himins
Yfir flæðir fegursta ástin
Hún umvefur mig alein

Ég á líf… yfir erfiðleika svíf
Ég á líf, ég á líf vegna þín
Þegar móti mér blæs, yfir fjöllin há ég klíf
Ég á líf, ég á líf vegna þín

Ég á líf, ég á líf, ég á líf

masada9

Neikvæð – jákvæð … fýla kemur ekki utan frá!

Einu sinni voru nokkrar konur í hópi að tala saman. Þ.m.t. Arnlaug og Geirlaug. Arnlaug kom með alls konar hugmyndir og var að tala um uppbyggilega hluti, en Geirlaug reif þá niður jafnóðum og sá hindranir í öllum hugmyndum Arnlaugar.

Arnlaug varð mjög pirruð og sagði við Geirlaugu: „Þú ert svo neikvæð“ – Geirlaug fór í vörn og mikla fýlu og ætlaði að rjúka út. –

Hvað gerist þegar að fólk (sem telur sig almennt jákvætt) umgengst neikvætt fólk? – Jú, neikvæða fólkið kallar fram neikvæðnina í öðrum, og e.t.v. efasemdir. Í stað þess að ásaka Geirlaugu um neikvæðni hefði verið rétt af Arnlaugu að nota „ég“ samskipti (sem meistari Hugó er þekktastur fyrir að kenna í samskiptum foreldra og barna)  og segja. „Ég finn til svo mikillar neikvæðni innan í mér í þessum samskiptum okkar.“ – Það er nefnilega þannig að neikvætt fólk kallar fram okkar neikvæðni og jákvætt fólk kallar fram okkar jákvæðni.

Við eigum þetta flest – ef ekki öll – innan í okkur,  neikvæðnina,  en bara spurning hvort við erum meðvituð um það og hvernig við „tæklum“ tilfinningarnar. Verum vakandi yfir því sem er að gerast.

Fýla kemur ekki utan frá, hún kemur innan frá. Þannig að ef við förum í fýlu þá er búið að kveikja á einhverju innan með okkur, sem við höfum ekki passað upp á eða kunnum ekki að gæta að.  E.t.v. eru það lærð viðbrögð sem þarf að aflæra. 

Meðvitundin er eins og slökkvitæki, þ.e.a.s. um leið og við áttum okkur á því að verið er að kveikja á eða ræsa neikvæðnitakkana þá er það okkar að sjá það og viðurkenna að það hafi tekist og bara hreinlega slökkva á þeim aftur. 😉 ..

Við verðum að athuga það að eflaust er ástæða þess að okkur langar svo mikið að breyta öðrum og hjálpa sú að okkur langar að öllum líði vel,  því að ef öðrum líður vel líður okkur vel.  Hitt er líka til að við viljum að aðrir finni til óhamingju,  en oftast er það vegna þess að þeir hafa með einu eða öðru móti sært okkur og við viljum að þeir finni sársauka okkar.

Við erum svo óendanlega mikið tengd.  Munum að við „græðum“ aldrei á óhamingju annarra,   og skiljum af hverju okkur líður eins og okkur líður.   Ef við erum í fýlu út í einhvern munum það líka að fýlan kemur ekki utan frá.

Við berum ábyrgð á okkar eigin líðan.

Já, já, þetta var morgunhugleiðingin.

Gott að átta sig á eigin ljósi. –

1045095_10151570470523141_187147723_nJákvæða fólk!

Við heppin að hafa jákvæðnineista líka og leyfum honum endilega að loga!

Af hverju er í lagi að bera tilfinningar sínar á torg í dag en ekki áður?

Ég hlustaði á svo góðan fyrirlestur hjá Sigursteini Mássyni fyrir nokkrum árum, þegar hann var formaður Geðhjálpar.

Þá talaði hann um þessi gömlu gildi sem teljast að miklu leyti útrunnin í dag, eins og „að bera ekki tilfinningar sínar á torg.“

Fólk átti bara að hafa tilfinningar sínar heima hjá sér og helst bíta á jaxlinn og bera harm sinn í hljóði.

Reynslan hefur sýnt að það að bera harm sinn í hljóði þýðir ekki að harmurinn láti sig hverfa, eða að því fólki líði betur.  Reynslan er að harmurinn og tilfinningarnar sitja fastar og loka á svo margt.  E.t.v. á hjartað og það er vont að lifa með lokað hjarta.  Um það skrifaði ég greinina „Að koma út úr skrápnum“ –  því málið er að skrápurinn eða skjöldurinn sem er fyrir hjartanu verður þungur og oft óbærilegur (óberandi). –

Leyfum okkur því að bera tilfinningarnar á torg.  Deilum sorginni – deiling er eins og í stærðfræði hún gerir minna.

Sigursteinn Másson þekkti mikilvægi þess að hætta að halda á lofti frösum eins og að bera ekki tilfinningar sínar á torg,  það var vegna þess að það þýðir það sama og að bæla inni og bæling er vond og skaðleg heilsu, bæði andlegri og líkamlegri.  Við erum gerð fyrir flæði og útrás.  Það þarf líka hugrekki til „bera sig“  sýna sig nakinn tilfinningalega en við eigum ekki að þurfa að hafa neitt að fela.  Það er eitt af leyndarmálum lífshamingjunnar að hafa ekki leyndarmál.

Ef okkur hefur verið innprentað að bæla tilfinningar, finna þær ekki þegar þær koma er hættan sú að deyfa þær eða bæla –  en við finnum að við höfum þörf fyrir eitthvað en vitum ekki hvað.

 Það þarf hugrekki til að ganga inn í erfiðar tilfinningar, við eigum það til að svæfa þær eða deyfa með neyslu, fá okkur tvo bjóra, rauðvínsglas, of mikið af mat. En málið er að það skilar okkur ekki hamingjusömum. 

Til að geta upplifað hamingju, gleði, ást – þá þurfum við líka að hafa hugrekki til að ganga inn í andstæðuna; óhamingju, sorg, reiði o.s.frv. Það er það sem það þýðir að vera tilfinningavera.

Að fara inn í sorgarferli krefst því hugrekkis. Einu sinni las ég grein þar sem var talað um að fólki væri gefið lyf við sorg. Það er ekki lækning, aðeins deyfing.

Hugrekki – er þá þor til að takast á við tilfinningarnar, horfast í augu við þær, vera sýnilegur þeim og fólki út á við. Jafnvel bera þær á torg, sem þótti mikið tabú hér áður.

Við höfum sem betur fer þroskast og vitum betur núna.

253506_350874451667461_85735021_n

Eruð þið þrjú í sambandinu? –

Hvað myndir þú gera ef að karlinn þinn flytti konu inn á heimilið ykkar? –

Færi með hana út í bílskúr og léti vel að henni,  kæmi svo hálfmeðvitundarlaus í vímunni yfir að hafa verið með henni inn aftur? –

Hvað ef hann sæti með henni, héldi utan um hana og gældi við hana fyrir framan sjónvarpið í sófanum ykkar og virti þig ekki viðlits.  Ylti síðan útaf dauðþreyttur eftir samneytið við hana,  hún tæki af honum orku – svo hann gagnaðist þér ekki í rúminu? –   Vegna hennar væri hann fjarlægur.

Myndir þú ekki segja eitthvað?  Myndir þú ekki segja: „Nei takk þetta er mér ekki bjóðandi“ .. 

Myndir þú láta eins og ekkert væri og reyna að gera sem minnst úr þessu og umfram allt passa upp á að vinir og kunningjar vissu ekki af þessu „ástarsambandi“ sem færi fram inni á ykkar heimili. 

Á einu af námskeiðunum „Lausn eftir skilnað“ – var okkur bent á það að það væri í raun hægt að halda fram hjá með flösku.   Þá skiptum við bara út flöskunni og í staðinn kæmi kona/maður – eftir því sem við á.

Hvað ef þið eruð þrjú í sambandinu?  – Par eða hjón  og flaska – gengur það upp?  Ef að áfengi er farið að stjórna eða taka yfir líf annars aðilans, þá er það farið að verða ráðandi um hvernig sambandið er. 

Það er miklu auðveldara að sjá þetta sem manneskju,  við myndum aldrei leyfa neinni manneskju að hreiðra um sig sem þriðja hjólið í sambandið. 

Eða hvað?

Hvað er þér bjóðandi og hvað áttu skilið?  

Spurningar sem eru alltaf viðeigandi.

bjórkona

Hin sanna móðir …

„You is Kind“ – „You is Smart“ – „You is Important“ .. 

Ég datt aðeins inn í bíómyndina „The Help“ í gærkvöldi,  þar sem aðskilnaðarhyggja mismunandi kynþátta var m.a. tekin fyrir,  en það sem vakti helst athygli mína var barnfóstran sem var að hvetja litla stelpu til dáða,  segja henni hversu yndisleg hún væri og hvetja hana áfram á meðan móðir hennar var sýnd sem grimm og uppeldisaðferðir vægast sagt umdeildar.

Að sjálfsögðu var þetta eflaust „þeirra tíma uppeldi“ – að einhverju leyti,  þó að það mætti spyrja sig hvers vegna barnfóstran notaði það þá ekki líka? –

Dómur Salómons þar sem hann dæmir í máli kvennanna sem rífast um barnið hefur oft komið upp í huga minn. –  Salómon var talinn vitur og dómur hans réttlátur, en stundum hef ég (já litla ég) leyft mér að efast um viskuna á bak við þennan dóm.

Dómur Salómons:

  • „Þá sagði konungur: „Önnur ykkar segir: Það er sonur minn sem er á lífi en sonur þinn sem er dáinn. En hin segir: Þinn sonur er dáinn en minn er á lífi.“ Og hann hélt áfram: „Færið mér sverð.“ Þegar sverð hafði verið sótt sagði konungur: „Höggvið barnið, sem lifir, í tvennt og fáið hvorri sinn helming.“ Þá sagði konan, sem átti lifandi barnið, við konunginn því að móðurástin brann í brjósti hennar: „Æ, herra minn! Fáðu henni barnið sem lifir, láttu ekki deyða það.“ En hin sagði: „Það er best að hvorki ég né þú fáir það. Höggvið barnið í tvennt.“ Konungur svaraði og sagði: „Fáið hinni konunni barnið sem lifir og deyðið það ekki því að hún er móðir þess.“ Er allir Ísraelsmenn heyrðu um dóminn, sem konungurinn hafði kveðið upp, fylltust þeir lotningu fyrir honum því að þeir skildu að guðleg viska bjó í brjósti hans þegar hann kvað upp dóma.“

Við erum ekki svo græn að vita ekki að það að vera líffræðilega móðir tryggi elskuna til barnsins.  Það er ekki langt um liðið að barn fannst í ruslafötu á Íslandi.

Sem betur fer er ég að tala hér um algjört undantekningatilfelli og það er hreinlega vont að skrifa svona setningu eins og er hér á undan.

Þó að mæður komi ekki börnunum sínum fyrir á þennan hátt,  þá reynast þær þeim þó oft ekki eins og ætla mætti að móðir myndi gera, eða við höldum að hún myndi gera.   Hin skilyrðislausa ást móður til barns er ekki fyrir hendi í einhverjum tilvikum.  Barnið þarf að þóknast móður og sýna fram á að það sé elskunnar virði.  Allt of oft kvarta, sérstaklega stelpur og konur langt fram á fullorðinsaldur að mæður geri lítið úr þeim, gagnrýni þær og þeim líður illa eftir að hafa verið í samneyti við móður sína.

Margþekkt dæmi eru þar sem mæður nota börn sín í deilum við feður þeirra.  Þær standast ekki freistinguna að „valda“ sig með barninu,  því það getur verið sterkasta tæki þeirra.

Hvar er móðurástin og umhyggjan fyrir barninu þá? –

Hvað myndi Salómon segja?

Hver er hin sanna móðiir?

Ég sit ekki hér og þykist saklaus.   Ég er sjálf sek um að hafa sagt hluti við börnin mín sem voru á eigingjörnum nótum og líka verið allt of upptekin af sjálfri mér kringum skilnaðinn við föður þeirra og ég sagði meira að segja vonda hluti um hann þó það væri akkúrat það sem ég ætlaði mér ekki.   Börnin eru nefnilega hluti af föður og hluti af móður og líta á sig sem slík.  Illt tal um móður – eða föður bitnar því á börnunum.

Ég er líka sek um samviskustjórnun,  enda það sem ég lærði.

„Ég er ekki reið, ég er bara leið“ ..  „Já, já, farðu bara ég verð bara ein heima“ eða eitthvað álíka. –   Samviskustjórnun felst í því að planta samviskubiti í börn.

Margt af því sem mæður gera og eflaust flest sem þær gera rangt er vegna vankunnáttu, eða vegna þess að þær nota það sem fyrir þeim var haft.

Allar mæður þurfa að líta í eigin barm,  – það er alltaf tækifæri til að breyta, til að vega og meta hvort að hegðun gagnvart barni er vegna elsku til barnsins eða vegna eigingirni.

Munum t.d. að meðvirkni er ekki góðmennska, eins og margoft er tuggið.   Stundum þrá mæður að fá elsku eða samþykki frá barninu sínu og fara að gera hluti fyrir það sem það á að geta gert sjálft og stuðlar að þroska þess.   Kannski verður barnið reitt út í mömmu þegar hún setur mörk,  en þannig virkar oft þessi óeigingjarna elska.

Að sjálfsögðu með þá trú í brjósti að barnið muni átta sig á því fyrr en síðar að það var með hag þess í brjósti sem móðirin sagði „Nei“ í það skiptið,  eða hvað það nú var sem hún gerði.

Börnin vaxa úr grasi og verða að lokum fullorðnir einstaklingar og þau eru ekkert illa gefin.  Þau átta sig á foreldrum sínum,   hvort sem um ræðir móður eða föður.  En margt af því sem hér er skrifað um mæður gildir að sjálfsögðu um föðurinn líka.

Sönn móðir veit að barnið hennar verður alltaf barnið hennar, – því börn eru nú flest þeirrar gerðar að þau elska mæður sínar skilyrðislaust.   Þó þau fjarlægist eða finnist mamma erfið eru einhver tengsl þarna á milli,  eflaust runnin frá því að vera í móðurlífi hennar sem er ekki hægt að slíta.

Hinn ósýnilegi naflastrengur. 

Hin sanna móðir þarf ekki að efast,  notar ekki barnið sitt í valdatafli í skilnaðarferli, heldur hefur það að markmiði að kljúfa ekki barnið heldur að halda því heilu.

Hin sanna móðir er því eins og barnfóstran í „The Help“  sú sem plantar eftirfarandi hjá barni sínu:

„You is Kind“ – „You is Smart“ – „You is Important“ .. 

Fagnaðarerindið í þessum pistli er að þessi orð hér að ofan gilda ekki einungis til barna,  heldur til mæðranna líka, – þeirra sem fengu ekki að heyra þessi orð í bernsku.  Til þess að við séum hæfar til að bera þetta áfram,  þurfum við að tileinka okkur þetta.  Ef við upplifum að við höfum ekki haft getu eða kunnáttu til að sinna börnunum okkar eins vel og við vildum, eða að halda þeim heilum,  þá er gott að vita að þegar við áttum okkur þá byrjum við frá þeim punkti.  Börnin verða alltaf börn og mæður (og feður) fyrirmyndir,  það hættir aldrei að mínu mati.

„Þú ert Góð“ – „Þú ert Gáfuð“ – „Þú ert Mikilvæg“ 

424816_387786877901754_155458597801251_1714720_1712323506_n

Af hverju viðheldur þú ofbeldishegðun? …

Nú gætu margir orðið argir. – Ha, viðheldur einhver ofbeldishegðun? ..

Það gera þeir sem eru meðvirkir,  eða a.m.k. sumir hverjir.

„Enabler“ er það kallað á ensku –  sá sem auðveldar – viðheldur – „meðvirkill“ ? …

Ef að fíkill/ofbeldismaður eða hvort tveggja og meðvirkill lenda saman (yfirleitt eru reyndar báðir meðvirkir sem lenda saman, svona til að flækja málin) þá eru samskiptin vond.

Slæma hegðunin eða siðirnir eru í raun „studd“ af þeim sem er meðvirkur eða „enabler“ ..

Það er ekki beint hægt að kenna hinum meðvirka um hegðun hins, en hegðunin er studd af honum, eða leyfð, því hún hefur engar afleiðingar fyrir þann sem er fíkill eða beitir ofbeldi.  Honum eru ekki sett mörk og hann kemst upp með hegðunina – ítrekað.

Lögmál orsaka og afleiðinga er brotið.

Þetta er m.a. skýringin á því að einhver fer ítrekað í samband þar sem hún/hann verður fyrir ofbeldi – vegna eigin meðvirknihegðunar – ofbeldið er hreinlega stutt ef ofbeldismanninum eru ekki sett mörk, eða hann upplifir engar afleiðingar.

Oft er sjálfmynd þess sem verður fyrir ofbeldinu það brengluð brotin að honum/henni þykir að hann/hún eigi ofbeldið skilið :-/ ..

Stundum talað um sjálfspíslarhvöt, eða að viðkomandi sæki í það að vera fórnarlamb, jafnvel til að fá athygli eða vorkunn frá umhverfinu.

Já – ég veit að ég tek djúpt í árinni, en ég held það þurfi til að við áttum okkur á því að sem fullorðnar manneskjur berum við ábyrgð á eigin hegðun.

Nema að við séum þess veikari og þurfi að svipta okkur ábyrgð.

Það er því lífsspursmál að taka ábyrgð á sjálfum/sjálfri sér og leita sér hjálpar eða forða sér úr sambandi þar sem ofbeldi, niðurlæging, skömm, alkóhólismi eða hvað sem er óhollt er ríkjandi.

Það skal líka tekið fram að ekki skal dæma hinn meðvirka eða „viðhaldarann/auðveldarann“  – aðalmálið er að vakna til meðvitundar um sjálfa/n sig,  spyrja sig hvað við eigum skilið – en allar manneskjur eiga gott eitt skilið.

Á meðan einhverjum þykir hann/eða hún ekki eiga gott skilið og jafnvel skilið sambúð í ofbeldi er hún/hann veik/ur.   Það er eins og að samþykkja að drekka ógeðisdrykk.

Það að viðurkenna veikleika sinn, vanmátt sinn er í raun fyrsta skrefið í að verða sterk/ur og taka ábyrgð – það er hugrekki að játa að við ráðum ekki við eitthvað, og það er hugrekki að leita að hjálp við því. –  Um leið er það skref í átt að bættri sjálfsvirðingu að samþykkja ekki ákveðna hegðun og játa að sumt er okkur alls ekki bjóðandi.

Ekki gera ofbeldismanninum auðvelt fyrir og „leyfa“ honum ítrekað og án afleiðinga að meiða þig,  ekki gera alkóhólistanum auðvelt fyrir að stunda sína drykkju með því að þrífa upp eftir hann eða ljúga fyrir hann.

Sambönd eru aldrei alveg „svart/hvítt“  einn góður aðili og einn vondur,  báðir aðilar geta upplifað ofbeldi af hendi hins, báðir aðilar geta litið á sig sem fórnarlömb hins og báðir geta haft rétt fyrir sér! ..

Taktu ábyrgð á eigin lífi.  Það gerir það enginn annar fyrir þig,  en það krefst kjarks og vilja til að breyta.

„Aðaleinkenni meðvirks fólks er að því finnst það bera sjúklega ábyrgð á hegðun, hugsunarhætti og tilfinningum fullorðinnar manneskju. Þá er óumflýjanlegt að illa fari. Afleiðingarnar eru vanræksla á sjálfum sér, reiði, kvíði, sektarkennd og örvænting.

Við þekkjum það eflaust flest, að sá/sú sem lifir í vanlíðan getur lítið gefið, og fer jafnvel út í það að meiða eða beita ofbeldi – það þarf ekki að vera meðvitað,  en stundum langar okkur að meiða og særa ef við erum meidd.

Eitt lítið dæmi um „dulið“ ofbeldi í sambandi – er þegar par eru sífellt að gera lítið úr eða hæðast að  hvort öðru jafnvel fyrir framan aðra, eða upphefja sig á kostnað maka síns.   Stundum fer hið „góðlátlega“ grín út fyrir mörkin og er ekki lengur góðlátlegt – heldur grátlegt og særandi.   Þá er að opna munninn í staðinn fyrir að sitja uppi með gremjuna og segja:  „Ég upplifi særindi þegar þú grínast með þessa hluti“ – og ef að viðkomandi tekur ekki mark á þér eða heldur áfram gríninu, virðir ekki orð þín –  hvað gerir þú þá? ..

Munum líka að börnin læra það sem fyrir þeim er haft, þau læra samskiptin af foreldrunum.

Sýnum því sjálfum okkur virðingu og sýnum náunganum virðingu.

Það gerum við m.a. með því að segja „hingað og ekki lengra“ – setja eðlileg mörk og hætta að styðja ofbeldishegðun eða vonda siði.

„Bendi á http://www.coda.is   og http://www.lausnin.is

Mynd_0552720

Þrír konfektkassar borðaðir í meðvitundarleysi …

Í fríhöfninni var tilboð á konfekti, þrír fyrir einn og ég taldi það upplagt að kaupa þrjá kassa og ég gæti gefið þá í jólagjafir.

Ég lá í mjúka græna sófanum mínum og horfði á einhverja Disney föstudagsmynd og vorkenndi mér að vera ein,  ég var einmana og taldi að allir aðrir væru að hafa það kósý heima, pör sætu hönd í hönd o.s.frv. – heilinn virkar bara stundum þannig.

Ég átti a.m.k. svolítið bágt (að eigin mati).

Ég gekk eins og í leiðslu inn í eldhús og skimaði eftir einhverju sætu að borða,  ég passaði mig að kaupa ekki kex eða sælgæti því að ég vissi að það færi bara ofan í mig, síðan á rass, maga og læri  og ég yrði óánægð með mig.  Svo var víst talað um að sykur væri eitur og heilinn færi í þoku við þetta,  eða eitthvað svoleiðis.

En hvað um það,  þegar svo kom að því að  ég ætlaði að grípa í konfektkassana þrjá fyrir jólin voru þeir allir tómir uppí skáp.

Ég hafði sem sagt „læðst“ í einn þeirra – ákveðið að fórna honum,  „ég átti það svo skilið“ en einhvern veginn enduðu þeir allir tómir.

Á námskeiði haustið 2010 sá ég fyrst bókina „Women, Food and God“ – og svo hoppaði hún í fangið á mér einhverju síðar.  Þar segir Geneen Roth frá reynslu sinni,  hvernig m.a. hún fyllir í tómu tilfinningapokana með mat,  hvernig hún reyndi m.a. „svarta kúrinn“ til að grennast en hann var „sígarettur, kók og kaffi“ og það tókst – jú hún varð grönn, en auðvitað hvorki heilbrigð né hamingjusöm,  en hún var að leita eftir báðu.   Hún segir frá „Röddinni“  sem glymur inní okkur sem segir að við séum aldrei nógu góð,  hver við þykjumst vera og þar fram eftir götunum.  Hún segir frá ferðalaginu frá okkur og mikilvægi þess að lifa „í okkur sjálfum“.. sem er í anda þess að það að þekkja Guð er að þekkja sjálfa sig.   Hún segir auðvitað margt, margt fleira – og hvernig hún,  með því að ná sátt við sjálfa sig og búa til nýja vana „habit“  sem fólst í því m.a. að borða m. meðvitund náði hún því að vera í sinni „náttúrulegu“ þyngd,  auk þess að hún hætti að vega sig og meta skv. útliti og tölum á vigt.

Þegar ég lokaði þessari bók var eins og ég hefði verið frelsuð,  – frelsuð frá kúrum, frelsuð frá því að skoða hamingju mína út frá tölum á vigt,  og það var dásamlegt.

Ég var mjög grönn sem barn og unglingur,  of grönn og þurfti aldrei að hafa áhyggjur af mataræði, helst að ég reyndi að bæta á mig ef eitthvað var.

Ég man í rauninni ekkert hvenær ég fór að fitna,  ég eignaðist barn 19 ára gömul og kom í þröngu buxunum mínum heim af fæðingardeildinni svo ekki var það þá.

Ég bætti einhverju á mig milli tvítugs og þrítugs – var alltaf grönn en þar byrjaði ég að upplifa það að vera „feit“ – og ekki nógu „flott“ ..  það byrjaði einhver ósátt,  ekki nógu grannt mitti,  ég vildi vera „fullkomin.“ ..

Það voru ytri aðstæður,  erfiðleikar í sambandi, og kannski bara einhver ófullnægja í sjálfri mér sem olli því að ég fór að hugga mig með mat.  Mér þótti alltaf gott að borða en var alltaf, já ég meina alltaf að tala um megrun og að grenna mig.

Ég byrjaði ung að fara í  kúra og „átak“ og þau hafa verið svo mörg sl. 30 ár  (eða þar til ég frelsaðist)  að ég hef ekki tölu á þeim.   Ég las alls konar ráð,  ég tók losandi til að léttast og var meira að segja ánægð ef ég fékk ælupest því þá léttist ég.   Ég náði þó aldrei að fara út í anorexíu eða búlemíu þó að ég hafi verið á jaðrinum.

Ég var haldin þeirri hugmynd að verðmæti mitt fælist í því hvernig ég liti út.   Hversu grönn ég væri.

Þegar ég var unglingur sagði vinkona mín við mig að hún vildi hafa útlit annarrar vinkonu okkar og persónuleikann minn.   Ég móðgaðist.  – Já,  ég var niðurbrotin.  Ég gat ekki verið ánægð með hrósið.  Það sem ég heyrði bara „Þú ert ekki falleg“…  Sjálfstraustið,  hjá þó þessari ungu konu með sterka persónuleikann var ekki meira en það.

Ég var í jójó – megrun í tuga ára.  Það rokkaði upp og niður um einhver kíló.   Geneen Roth segir frá því að hún hafi misst hundruði kílóa í gegnum æfina,  það hef ég líka gert.  Það vita flestir sem hafa reynt megranir – að þegar aftur bætist á bætist meira við en þegar leiðangur hófst,  og þá líður manni eins og að falla í prófi,  eins og fallista.

Síðan ég las „Women, Food and God“  hef ég bætt heilmiklu lesefni og fróðleik  við,  því að sú hugmyndafræði dugar ekki ein og sér.   Ég hef lesið mikið og kynnt mér í sambandi við meðvirkni,  í sambandi við skömm og berskjöldun,  o.fl. o.fl.

Ég hef beint orkunni í að skoða orsakir þess að ég borða þegar ég vil ekki borða.  Hlustað á tilfinningarnar og skilið hvar ég lærði að hugga mig með mat.  Það lærum við að vísu flest í uppeldinu,  það er þessi oral huggun sem kannski byrjar með snuði,  sumir sjúga sígarettur og vindla,  aðrir setja stútinn í munninn og svo er það maturinn eða sælgætið.

Það er bæði þessi huggun og svo hjá sumum er það „fixið“ – því auðvitað líður manni öðruvísi í líkamanum þegar efni eru sett í hann.

Það er skammgóður vermir að missa piss í skóna,  og þessi „huggun“ er álíka því að svo fer pissið að lykta og gerir manni vont.

Ég vildi miðla reynslu minni og uppgötvunum frá Geneen Roth,  og tengja það við grunnmódelið um meðvirkni,  en þá er það líka spurningin „Af hverju?“

„Af hverju geri ég ekki það sem ég vil gera?“ ..

Ég fann gífurlega góðan fyrirlestur frá frönskum sálfræðingi sem heitir Sophie Chiche sem fjallar um nákvæmlega þetta.   Hún talar um „svarthol“ sem við lendum ofan í,  á miðri leið og við snúum við, gefumst upp.

Hún segir að það sem stoppi okkur sé m.a. að við gerum annað fólk að „Guði skoðana okkar“ –  Við teljum okkur ekki eiga skilið að ná árangri (röddin) –  o.fl.

En það sem hún vekur einnig athygli á er „You have to see your pain to change“.. þ.e.a.s. þú verður að sjá sársauka þinn til að breyta.

Sophie missti tugi kílóa og var spurð hvað hún hefði eiginlega gert,  hún svaraði „ég gerði ekkert,  ég bara breytti tilveru minni“ –  eða „I shifted my state of Being“ ..

Hún segir líka frá því að hún hafi verið alin upp við að vera boðið „Nutella“ þegar henni leið illa.

Ég þekki þetta af eigin raun – að borða ofan í tilfinningarnar mínar,  þetta hömluleysi og að verða ekki södd, hversu mikið sem ég borða.   Að gleypa í mig og gleyma að ég hafi verið að borða og njóta þannig ekki matarins.  Að aka í hamborgarabúllu og kaupa hamborgara og franskar þegar ég mætti óréttlæti og deyfði mig þannig með mat í staðinn fyrir að upplifa tilfinningar sem ég þurfti í raun að upplifa.

Ef ég færi eftir leiðarljósum Geneen Roth,  þá myndi ég auðvitað ekki gera það því að eitt af hennar sjö leiðarljósum eða nýjum siðum er að borða alltaf við borð.

Hún og Paul McKenna hafa líka þá sameiginlegu reglu að njóta matarins.  Það að njóta þýðir ekki át eins og þegar við liggjum afvelta á aðfangadagskvöld,  heldur að borða með vitund,  ekki í meðvitundarleysi.   Finna ilminn,  borða hægt,  skynja matinn og já .. njóta.

Hvernig við borðum er í raun ein birtingarmynd af því hvernig við lifum.  Við getum „gleypt“ í okkur heiminn án þess að njóta eða taka eftir því sem við erum að gera. –

Við getum keyrt hringveginn án þess að virða fyrir okkur fjöllin og sólarlagið.  Við erum jú búin að fara hringinn,  en hvað stendur eftir? –

Það er margt í mörgu og líka þessum fræðum.

Ég segi að allir þurfi að taka ákvörðun,  ef þú ætlar að fá þér marengskökusneið ekki borða hana með samviskubiti.

Ekki hugsa við hvern munnbita „ég á ekki að vera að þessu“ –  því þá hleður þú ekki bara á mjaðmirnar, rassinn eða lærinn – heldur hleður þú skömm inn á þig yfir því að ráða ekki við þig,  þú ert farin/n að gera það sem þú vilt ekki gera.

Skömminn er þung að bera og oft þyngri en nokkur kíló.

En til að fara að stytta mál mitt.

Við borðum ekki öll yfir okkur eða of mikið af sömu ástæðum,  en matur og tilfinningar er mjög tengt.   Sumir verða fíklar í mat – og spurningin er þá hvort hún er einungis líffræðilegs eðlis eða líka félagsleg eða andleg? –   Ég held að í mörgum tilfellum sé það bæði.

Ég veit það að þegar ég er í jafnvægi – og lifi í æðruleysi hef ég minni þörf fyrir hið ytra.  Ég er fullnægð,  hef nóg og er nóg.  Ég nýt þess að borða og hætti þegar ég er ekki svöng lengur.   Eftir því sem mér líður betur með mig,  er sáttari við mig og elska mig meira og geri hlutina af því ÉG vil það ekki vegna þess að til þess er ætlast af mér,  eða til að fylla inn í staðla.

Ég hvet líka til þess að fara út að ganga á réttum forsendum, ekki vegna þess að ég Á að fara út eða VERÐ að fara út,  heldur vegna þess að ég elska mig svo mikið og langar að gera mér gott og fá ferskt loft og NJÓTA útiveru. –  Auðvitað þurfum við stundum svolítinn aga til að byrja nýja siði,  að breyta úr gömlum vana yfir í nýjan vana,  en yndislegt ef sá nýi gerir okkur gott.

Markmiðið mitt með námskeiðunum mínum: er m.a.  „heilsa óháð holdarfari“ (Anna Ragna)   og „sjálfstraust óháð llíkamsþyngd“  (Sigga Lund)  .. að fara að njóta matar (lífsins)  (Geneen Roth og Paul McKenna)  Sjá hvað veldur þér sársauka (Sophie Chiche og meðvirknimódelið)  Hreinsa út skömm (Brené Brown).

Hamingjustuðullinn skal upp 😉 ..  hamingjusamari þú:  þarft minna af hinu ytra og lifir í sátt og öðlast innró ró og lífsfyllingu og þarft því ekki lengur að fylla á „tómið“ þegar það er ekki tómt lengur.  Það er fullt af lífi, gleði, ró, ást og trausti .. til þín. 

Námskeiðið „Í kjörþyngd með kærleika“  varð til upp úr þessu öllu saman, –  þar tengi ég saman menntun mína,  þekkingu á meðvirkni og eigin lífsreynslu.   Ég létti engan, ég breyti engum,  það er í höndum þeirra sem taka þátt og stundum er þetta námskeið aðeins fyrsta skrefið að breyttu hugarfari,  sumar hafa náð hugmyndafræðinni og haldið áfram – og ég hef fengið meldingar eins og að þær hafi náð „draumavigtinni“  eða þarna hafi þær áttað sig á því hvað þær raunverulega vildu.  Þetta byggist á þátttakandanum að opna fyrir og vera tilbúin að henda af sér gömlu hugsununum – þessum útrunnu eins og „ég get ekki“ – „ég á ekki allt gott skilið“  „mér mistekst“  o.s.frv. –   Í þessari vinnu eins og allri vinnu þar sem við erum að breyta þurfum við að aflæra og læra upp á nýtt.   Ýta á delete og setja inn nýjan hugbúnað.   Eða eins og Sophie Chiche sagði „I shifted my state of being“ ..

Besta leiðin við að ýta á „delete“ er að tjá sig um tilfinningar sínar,  fá útrás og ekki bæla inni eitt né neitt.  Það er gert í trúnaði og kærleika.

Við verðum líka að vera raunsæ og þekkja okkur, – ef við VITUM að einn súkkulaðimoli veldur því að það verða margir á eftir,  þá verðum við að skera súkkulaði út af okkar lista.  Því sá matur sem við getum engan veginn borðað með meðvitund verður að fara út af okkar matseðli,  alveg eins og áfengissjúklingur tekur alkóhól út af sínum lista.

Nýtt námskeið „Í kjörþyngd með kærleika“  er að hefjast á laugardag kl. 13:00 sjá http://www.lausnin.is  og enn er hægt að skrá sig.

„Mæli með þessu námskeiði. Það gerði mér ótrúlega gott og er stór varða á lífsleið minni :)“ Ólöf María Brynjarsdóttir.

Kannski er svona námskeið aldrei annað en varða á lífsleið,  en hvað er betra en varða þegar maður er svolítið áttavilltur?  Munum líka að fíkn er flótti, hvað ertu að flýja?

Meira lesefni þessu tengt – http://www.elskamig.wordpress.com

21-the-world

Þykir þér vænt um heiminn? –  Hvað viltu gera til að vernda hann? – Myndir þú hella eiturefnum í jörðina? –  Ertu umhverfisverndarsinni? –   Hvað ef að þú værir heimurinn,  myndir þú hugsa betur um þig?

Þú ert heimurinn. 

Vertu breytingin sem þú vilt sjá í heiminum.

Vanmátturinn í ofbeldinu …

Þeim sem líður vel, eru sátt, glöð, hamingjusöm, fullnægð – með sig og sitt,  hafa ENGA ástæðu til að beita ofbeldi.

Þeir sem leggja aðra í einelti, hljóta að vera tómir, leiðir, óöryggir – vegna þess að það að ráðast á eða leggjast á aðra manneskju fyllir upp i eitthvað sem þá vantar.

Dæmi eru til að þeir sem taka þátt í einelti geri það til að beina athyglina frá sjálfum sér svo að þeir verði sjálfir ekki lagðir í einelti.

Það þarf mikinn styrk, – sjálfsstyrk og sjálfsvirðingu til að beita EKKI ofbeldi eða geta sleppt því að gagnrýna eða setja út á annað fólk.

„Vá hvað þessi er feit“ ..  raunverulega er sagt „sjáðu hvað ég er mjó“ ….

Ef þú lemur aðra, hæðir eða níðir þá ertu ósátt/ur við sjálfa/n þig.

Sá sem er sterkastur beitir ekki ofbeldi,  hvorki líkamlegu né andlegu,  hvorki orða né þagnar.

Ofbeldi er í raun vanmáttur og ekkert okkar er algjörlega laust við að beita ofbeldi,  þó við áttum okkur ekkert endilega alltaf á því að við séum að gera það.

Hinar ljúfustu mæður beita ofbeldi – og traustustu feður beita ofbeldi,  yfirleitt vegna vankunnáttu í samskiptum eða eigin vanmáttar.

Ofbeldi er keðjuverkandi.  Pabbi er leiðinlegur við mömmu,  mamma við barnið.  Eða mamma við pabba,  pabbi við barnið.  Skiptir ekki alveg máli hvaða leið,  en þarna eru sömu lögmál og við ástina og kærleikann,  – ef að einhver veitir þér kærleika ertu líklegri til að veita honum áfram.

Þegar við upplifum skömm vegna einhvers,  okkur líður illa, við höfum leyft einhverjum að komast undir skinnið okkar og særa okkur, við upplifum okkur einskis virði, þá  kemur það oftar en ekki fram á kolröngum stöðum, – jafnvel gagnvart saklausum símasölumanni sem slysaðist til að hringja í númerið þitt þó það væri merkt með rauðu.

Þegar rætt er um ofbeldi (og í raun hvað sem er) er alltaf gott að í staðinn fyrir að horfa út fyrir og benda á alla sem eru ómögulegir og eru að beita ofbeldi og leggja í einelti,  að horfa inn á við og spyrja sig:

„Hvaða ofbeldi er ég að beita?“ …

Við verðum að sjá sársauka okkar til að gera breytingar,  viðurkenna þennan vanmátt.

Lausnin er að fara í gang með enn eitt námskeiðið „Lausn eftir skilnað“  – í þetta sinn fyrir konur,  en vonandi hægt að setja upp karlanámskeið með haustinu.

Þessi pistill yrði allt of langur ef ég færi út í að segja frá allri þeirri vanlíðan og öllum þeim vondu og sársaukafullu tilfinningum sem kvikna við skilnað,  hvort sem skilið var „í góðu“ eða illu. –  Vanlíðan leiðir oftar en ekki af sér hegðun sem við erum ekkert endilega stolt af,  hegðun gagnvart maka, og þá bitnar það á þeim sem síst skyldi – börnunum.

Ég leyfi mér að fullyrða að flestir foreldrar beiti börn sín ofbeldi einhvern tímann í skilnaðarferlinu. –  Ofbeldi með orðum í flestum tilfellum.

Reiðin,  jafnvel hatur gagnvart fyrrverandi er því ráðandi afl,  og allt gengur út á það að hann/eða hún megi ekki vera hamingjusamur eða söm,  ef þú ert það ekki.  Þá eru settar hindranir,  truflanir og alls konar töfrabrögð sett í gang.

Töfrabrögð  og truflanir sem oftar en ekki bitna á börnunum,   og auðvitað bitna þessir hlutir á þér sjálfri/sjálfum,  það eru auðvitað heldur ekki alltaf börn í spilinu,  því að reyna að særa eða meiða aðra eða gera þeim lífið erfitt verður manni sjálfum aldrei til framdráttar.

Sjálfsvirðing er lykilorð í þessu, – því það er gott að geta horft til baka eftir skilnað og hugsað;  „Mikið er ég fegin að ég fór ekki út í þennan slag,  eða niður á þennan „level“ ..

Nú er ég búin að skrifa þetta hér að ofan,  en minni þá um leið á það, enn og aftur að við erum mennsk, og særð manneskja hefur tilhneygingu til að særa aðrar manneskjur,  eins og sú sem er full af ást hefur tilhneygingu til að elska aðrar manneskjur.

Fyrirgefðu þér ef þú hefur misst þig, öskrað, sagt ósæmilega hluti sem voru þér ekki samboðnir,  –  en gerðu þér ljóst að það er ekki fyrr en að ásökunarleiknum „the blaming game“  lýkur og þú viðurkennir vanmátt þinn og veikleika að þú ferð að upplifa upprisu sálar þinnar og getur farið að finna fyrir bata í lífi þínu.

ELSKAÐU ÞIG  nógu mikið til að sleppa tökunum á því sem færir þér aðeins óhamingju.

Lifðu ÞÍNU lífi ekki annarra.

Hægt er að skrá sig á námskeiðið „Lausn eftir skilnað“  á http://www.lausnin.is   – einnig minni ég á námskeiðið   „Í kjörþyngd með kærleika“   sem hefst 13. apríl nk. og vinnur í raun með sömu lögmál,   því að halda í fyrrverandi maka eða rangan maka er eins og að halda í mat sem er manni óhollur.

Ath.  Það að segja „Ég elska mig“ hefur ekkert með egóisma eða sjálfsupphafningu að gera, – aðeins það að viðurkenna að við erum okkar eigin elsku verð og það er forsenda fyrir því að geta  elskað aðra á jafningjagrundvelli.

Við erum hvorki meiri né minni en næsta manneskja og „samanburður er helvíti“ eins og Auður jógakennari komst svo skemmtilega að orði akkúrat þegar ég var í hópi liðugra kvenna og var með móral vegna, eigin stirðleika 😉 ..

Fókusinn minn var þá líka týndur,  ég átti ekkert að vera að pæla í hvað hinar gátu eða hvernig þær voru heldur bara að vinna í að styrkja minn líkama og innri konu,  það er víst trixið á svo mörgum stöðum.

Ef við erum tætt útum allt – með hugann í öllu hinu fólkinu þá komumst við seint heim til okkar sjálfra.

En þú veist að þú ert sá/sú sem á hægust heimatökin við að bjóða þér heim til þín sjálfs/sjálfrar.

Bolli til sölu

Konur sem beita ofbeldi ..

Eftirfarandi grein er eftir Dr Tara J. Palmatier, PsyD,  – af einhverjum ástæðum er mun algengara að horfa í ofbeldi af hendi karlmanna gagnvart konum, kannski vegna þess að það er meira uppi á yfirborðinu, augljósara eða kannski er þessi hegðun ekki flokkuð undir ofbeldi?

En greinin er hér í minni endursögn/þýðingu.  Ég skrifa þetta í þeirri fullvissu að það þarf tvo til að deila, – og stundum má segja að báðir aðilar séu „ofbeldismenn“ .. eða kunna a.m.k. alls ekki góð samskipti.

En hér er greinin:

Öskrar kærastan þín á þig, hrópar á þig eða bölvar þér?  Líður þér eins og þú getir ekki talað við neinn um samband ykkar vegna þess að enginn myndi skilja þig?  Líður þér eins og hægt og bítandi sé sambandið að gera þig sturlaðan?

Ef þér líður þannig gæti verið að þú sért í sambandi við konu sem leggur þig í tilfinningalegt einelti (emotional bully).   Flestir karlmenn vilja ekki viðurkenna að þeir séu í ofbeldissambandi. Þeir lýsa sambandinu frekar eins og að konan/kærastan sé brjáluð, tilfinningarík, afskiptasöm eða stjórnsöm, jafnvel að þar séu stanslausir árekstrar.  Ef þú notar svona orð er líklegt að það sé verið að beita þig andlegu ofbeldi.

Þekkir þú eftirfarandi hegðunarmynstur?

1) Stjórnun/einelti (bullying)   Ef hún fær ekki sínu framgengt,  fer allt í bál og brand.  Hún vill stjórna þér og fer út í að lítillækka þig til að gera það. Hún notar ofbeldi orða og hótanir til að fá það fram sem hún vill.  Það lætur henni líða eins og hún sé valdamikil og lætur þér líða illa.*  Fólk með sjálfshverfan  persónuleika stundar oft þessa hegðun.

Afleiðing:  Þú missir sjálfsvirðinguna og upplifir þig sigraðan, sorgmæddan og einmana.  Þú þróar með þér  það sem kallað er Stockholm Syndrome, þar sem þú gengur í lið með andstæðingnum og ferð að verja hegðun hans fyrir öðrum. 

2) Ósanngjarnar væntingar.    Hversu mikið sem þú reynir að gefa, það er aldrei nóg.  Hún ætlast til að þú hættir hverju sem þú ert að gera til að sinna hennar þörfum. Hvaða óþægindum sem það veldur, hún er í fyrsta sæti.  Hún er með ótæmandi væntingalista,  sem enginn dauðlegur maður getur nokkurn tíma uppfyllt.

Algengar kvartanir:  Þú ert aldrei nógu rómantískur, þú verð aldrei nógu miklum tíma með mér,  þú ert ekki nógu tilfinninganæmur, þú ert ekki nógu klár til að fatta hvaða þarfir ég hef, þú ert ekki að afla nægilegra tekna, þú ert ekki nógu.. FYLLTU Í EYÐUNA.  Þú verður aldrei nógu góður vegna þess að það er aldrei hægt að geðjast þessari konu fullkomlega. Enginn mun nokkurn tímann vera nógu góður fyrir hana,  svo ekki taka því persónulega.

Afleiðing:  Þú ert stöðugt gagnrýndur vegna þess að þú getur ekki mætt þörfum hennar og væntingum og upplifun af lærðu hjálparleysi.  Þú upplifir þig vanmáttugan og sigraðan þar sem hún stillir þér upp í vonlausar eða „no-win“ aðstæður.

3) Munnlegar árásir. Þetta útskýrir sig sjálft.   Hún notar alls konar uppnefni,  notar fagorð – vopnuð yfirborðslegri þekkingu á sálfræði.  Notar greiningar, gagnrýnir, hótar, öskrar, blótar, beitir kaldhæðni, niðurlægingu og ýkir galla þína.  Gerir grín að þér fyrir framan aðra, þar með talið börnin þín og aðra sem hún þorir.  Hún myndi ekki gera þetta við þann sem stöðvaði þessa hegðun og segði sér nóg boðið.

Afleiðing:  Sjálfstraust þitt og verðmætamat þitt hverfur.  Þú ferð jafnvel að trúa þessum hræðilegu hlutum sem hún segir við þig.

4) „Gaslighting“ –  „Ég gerði þetta ekki“  „Ég veit ekki hvað þú ert að tala um“  „Þetta var ekki svona slæmt“  „Ég veit ekki um hvað þú ert að tala“ „Þú ert að ímynda þér þetta“ „Hættu að skálda“ .. Ef að konan í sambandinu hefur tilhneygingu til þess að fá köst af „Borderline“ eða sjálfhverfum reiðiköstum –  þar sem æsingurinn verður eins og stormsveipur getur vel verið að hún muni ekki það sem hún sagði eða gerði.  En hvort sem er, ekki efast um að þú munir það sem hún sagði.  Það var sagt og það var vont og ekki efast um geðheilsu þína.  Þetta er það sem kallað er  „crazy-making“ hegðun sem skilur þig eftir í lausu lofti, ringlaðan og hjálparlausan.

mood-swings

5) Óvænt viðbrögð.    Hring eftir hring fer hún.  Hvar hún stoppar veit enginn.  Þennan daginn hegðar hún sér svona og hinn hinsegin. Til dæmis segir hún að það sé allt í lagi að þú sért að senda tölvupóst fyrir framan hana á mánudegi, en á miðvikudegi er þessi hegðun lítillækkandi, tillitslaus, „þú elskar mig ekki“ er sagt og „þú ert vinnualki“ ..en á föstudegi væri þetta allt í lagi aftur.

Að segja að einn daginn að eitthvað sé í lagi og hinn að það sé ekki í lagi er hegðun andlegs ofbeldismanns.  Það er eins og að ganga í gegnum jarðsprengjusvæði þar sem verið er að færa til jarðsprengjurnar.

Afleiðingar:  Þú ert alltaf á nálum, tiplandi á tánum og bíða eftir hvað gerist næst.  Það eru áfallaviðbrögð.  Vegna þess að þú getur ekki spáð fyririrfram i viðbrögð hennar, þar sem þau eru svona ófyrirsjáanleg verður þú ofurnæmur á breytingar í skapinu á henni og mögulegum sprengjum, sem skilja þig eftir í viðvarandi kvíðaástandi og mögulega í ótta.  Það er heilbrigðismerki að vera hræddur við svona ástand. Ekki skammast þín fyrir að viðurkenna það.

6) Stanslaus óreiða.   Hún er háð rifrildum (conflicts). Hún fær orku úr adrenalíninu og dramanu.  Hún gæti mögulega byrjað rifrildi til að forðast nánd,  til að forðast að horfast í augu við ruglið í sér, til að forðast að upplifa sig minni, og hið furðulega, sem tilraun til að forðast að vera yfirgefin.  Hún gæti líka viljandi hafið árekstra til að geta fengið þig til að bregðast við með illu, svo hún fái tækifæri til að kalla ÞIG ofbeldisfullan og HÚN geti leikið fórnarlambið.  Þetta er varnaraðferð sem kölluð er „projective identification“  – eflaust einhvers konar frávarp.

Afleiðing:  Þú verður tilfinningaleg fyllibitta (emotionally punch drunk).   Þú er skilinn eftir ringlaður og skilur ekki upp né niður í hlutunum.  Þetta er mjög stressandi því það þýðir að þú þarft alltaf að vera á verði fyrir árásum.

7) Tilfinningalegar hótanir.  Hún hótar að yfirgefa þig, að enda sambandið, eða snúa við þér bakinu ef þú ferð ekki eftir hennar reglum.  Hún spilar með ótta þinn, berskjöldun þína, veikleika, skömm, gildi, samúð, umhyggju og aðra „hnappa“ til að stjórna þér og fá það sem hún vill.

Afleiðingar:   Þú upplifir þig misnotaðan, þér sé stjórnað og þú notaður.  

8 Höfnun.    Hún virðir þig ekki viðlits, horfir ekki á þig þegar þið eruð í sama herbergi,  það blæs köldu frá henni, heldur sig fjarri, neitar kynlífi, hafnar eða gerir lítið úr hugmyndum þínum, tillögum – og ýtir þér í burtu þegar þú reynir að nálgast.  Þegar hún hefur ýtt þér eins hörkulega í burtu eins og hún getur, reynir hún að verða vingjarnleg við þig, þá ertu enn særður vegna fyrri hegðunar og svarar ekki og þá ásakar hún ÞIG um að vera kaldan og hafna henni.  Þetta notar hún síðar til að halda þér í burtu í framtíðar rifrildi.  

Afleiðingar:  Þér finnst þú óspennandi, og ekki elsku verður.  Þú trúir því að engin önnur myndi vilja þig og heldur þig við þessa ofbeldisfullu konu, þakklátur fyrir hvern jákvæðan umhyggjumola sem af hennar borði sem fellur.

9) Heldur frá þér nánd og kynlífi.   Þetta er einn eitt formið af höfnun og tilfinningalegri kúgun.  Kynlífið er ekki aðal málið, heldur að halda frá þér snertingu, og andlegri næringu.  Undir þetta fellur líka lítill áhugi á því sem skiptir þig máli – á starfinu þínu, fjölskyldu þinni, vinum, áhugamálum og að vera ótengd þér eða lokuð með þér.

Afleiðingar:  Þú ert í  „kaup-kaups“  sambandi þar sem þú verður að gera eitthvað, kaupa handa henni hluti „vera góður við hana“ eða láta eftir kröfum hennar til að fá ást og umhyggju frá henni.  Þú upplifir þig ekki elskaðan fyrir að vera þú, heldur fyrir það sem þú gerir fyrir hana eða kaupir fyrir hana.  

10) Einangrun.   Hún hegðar sér á þann hátt að hún gerir kröfu á að þú fjarlægist fjölskyldu þína, vini þína, eða hvern þann sem gæti borið umhyggju fyrir þér eða veitt þér stuðning.  Undir þetta fellur að tala illa um vini þína og fjölskyldu, vera mjög fráhrindandi við fjölskyldu þína og vini, eða að starta rifrildum fyrir framan þau til að láta þeim líða eins illa og hægt er í kringum ykkur tvö.

Afleiðing:   Þú verður algjörlega háður henni.  Hún fjarlægir utanaðkomandi aðila úr lífi þíni og/eða stjórnar í hversu miklum samskiptum þú ert við þá. Þú upplifir þig innilokaðan og einsamlan, og verður hræddur við að segja nokkrum manni hvað raunverulega gengur á í sambandinu ykkar, vegna þess að þú telur engan trúa þér.

Þú þarft ekki að samþykkja andlegt ofbeldi í sambandi.  Þú getur fengið hjálp eða þú getur endað sambandið.  Flestar ofbeldisfullar konur vilja ekki hjálp.  Þær telja sig ekki þurfa á því að halda.  Þær eru atvinnu fórnarlömb, stunda einelti, – sjálfshrifnar og á jaðrinum. Ofbeldið er í persónuleika þeirra og þær kunna ekki að hegða sér öðru vísi í sambandi.   Eyddu einni sekúndu í viðbót í svona sambandi,  ef að maki þinn viðurkennir ekki að hún eigi við vandamál að stríða og játi að leita sér hjálpar, RAUNVERULEGRAR HJÁLPAR, þá er best fyrir þig að fá stuðning,  fara út og halda þig fjarri.“

Dr Tara J. Palmatier, PsyD

Þetta var grein Dr. Tara J. Palmatier – en eins og þið eflaust sjáið þá virkar þetta í báðar áttir,  ekki þarf að vera um að ræða öll einkennin þarna og ég tek fram að þetta er ekki mín grein, en vissulega væri ég ekki að birta hana nema ég teldi hana eiga fullt erindi.

Karlmenn/konur sem upplifa sig í þessari stöðu geta leitað sér hjálpar hjá Lausninni www.lausnin.is

Það má taka það fram hér að „sjálfhverfan“ gæti verið  sprottin af miklu óöryggi.  Einnig ef að einhverjum tekst að „láta þér líða illa“ ertu ekki að taka ábyrgð á eigin líðan heldur samþykkja það sem hinn aðilinn er að segja um þig.  Ef þú setur ekki mörk og segir STOP ert það þú sjálfur sem ert að „láta þér líða illa“ –  ert s.s. meðvirkur og í grófasta falli haldinn sjálfspíslarhvöt.  Þú telur þig ekki eiga neitt gott skilið, og ert búinn að „kaupa“ það að þú sért ekki verðmætur.

Hlekkur á greinina http://shrink4men.wordpress.com/2009/01/30/10-signs-your-girlfriend-or-wife-is-an-emotional-bully/