Æðruleysið í storminum

Æðruleysi er ekki frelsi frá storminum heldur friður í miðjum stormi.

Flestir þekkja enska orðið „Serenity“ – sem á íslensku er þýtt æðruleysi.

Orðið Serenity er ættað frá latneska orðinu serenus,  sem þýðir skýr eða heiður (himinn).  Ef skoðað er lengra þýðir það logn eða „án storms“.. Við erum í ró eða logni – þrátt fyrir að stormur geysi allt í kringum okkur.

Æðruleysishugtakið er mikið notað nú til dags, m.a. vegna margra 12 spora prógramma þar sem segja má að æðruleysisbænin sé helsta stuðningstækið.

Nærtækasta gríska orðið hvað „serenity“ varðar eða æðruleysi er γαλήνη (galene)  og er orðið sem Jesús notar þegar hann stendur í bátnum og hastar á vindinn og það lægir.  (Matt 8:26).

Það má túlka þannig að æðruleysi sé gjöf frá æðra mætti.  Því að stormar lífsins geta verið yfirþyrmandi og tekið af okkur öll völd.  Þess vegna þurfum við á æðruleysi að halda frá æðra mætti.

Við getum aðeins fundið æðruleysi fyrir okkur sjálf en ekki aðra,  á sama máta og við getum aðeins breytt okkur sjálfum en ekki öðrum.  Ef aðrir breytast vegna okkar gjörða er það vegna þess að þeir ákveða það eða velja.

„Ef þú vilt innri frið, leitastu við að breyta sjálfum/sjálfri þér, ekki öðru fólki.  Það er auðveldara að vernda iljar þínar með inniskóm, en að teppaleggja allan heiminn.“   (höf. óþekktur)

Breytingin á heiminum byrjar hjá mér.

Það felst æðruleysi í því að halda sig á eigin braut og vinna að eigin málefnum.  Einbeita sér að sjálfum/sjálfri sér frekar en að vera upptekin í höfði eða lífi annarra. 

Það er líka æðruleysi í því að gera sér grein fyrir að það er engin/n fullkomin/n og að sætta sig við ófullkomleika sinn og ekki gera of miklar kröfur til sín né annarra.

Gremja rænir okkur æðruleysi okkar.  Óraunhæfar væntingar til okkar sjálfra og annarra valda oft gremju.

Eitt af stóru leyndarmálum æðruleysisins er að kynnast manninum/ konunni sem Guð/lífið skapaði ÞIG til að vera.

Einfaldlega að verða það sem ÞÉR er ætlað að vera, ÞÚ sjálf/ur,  er dýrmæt uppspretta æðruleysis.

Æðruleysi er að gera ekki úlfalda úr mýflugu, hafa hugarró,  jafnaðargeð – vera róleg/ur í storminum. 

Treysta.

(skrifin eru að mestu leyti endursögn/ frá þessari heimild  http://blog.adw.org/2012/03/what-is-serenity-and-how-can-i-grow-in-it/ auk eigin hugarsmíða).

Æðruleysið, sáttin, kjarkurinn, vitið. – Hugleiðsla í hádeginu.

„Þegar þú tekur frá stund á hverjum degi til að kyrra hugann,  munt þú uppgötva svolítið gott;  hið hversdagslega lif mun fara að virka mun óhversdagslegra.  Þú munt fara að njóta hins smáa og hversdagslega sem þú tókst ekki eftir áður. – Þú verður sáttari og almennt hamingjusamari. 

Í stað þess að fókusera á það sem gengur illa í lífi þínu og er í ólagi, ferðu að veita athygli og hugsa um það sem sem gengur vel og er í lagi. –

Veröldin mun ekki breytast, en sýn þín á hana.  Þú ferð að veita athygli velvild og hlýju annars fólks,  í stað neikvæðni þeirra og reiði.“ 

Jack Canfield

Eftirfarandi auglýsing er væntanleg á síðu Lausnarinnar:  www.lausnin.is

Lausnin býður upp á hádegishugleiðslu út frá Æðruleysisbæninni.  4
skipti.  fimmtudaga  kl. 12:05 – 13:00

ÆÐRULEYSIS – HUGLEIÐSLUNÁMSKEIÐ

Dagskrá:

13. september – Æðruleysið

20. september –  Sáttin

27. september –  Kjarkurinn

4. október  –  Vitið

Fjallað verður um hvert hugtak í upphafi,  og síðan farið í góða og
endurnærandi hugleiðslu og slökun sem tengist efninu.

Tilgangur:  Að öðlast betri skilning á hugtökum æðruleysisbænarinnar,
og vinna um leið að innri hugarró,  en hugarró er af mörgum talin
undirstaða farsældar og vellíðunar.

Hugleiðsla er ein af aðferðum okkar til að komast nær innri markmiðum,
– en við verðum aldrei mett af ytri markmiðum ef að hið innra er
vannært.

Leiðbeinandi er Jóhanna Magnúsdóttir,  guðfræðingur og ráðgjafi, nánari upplýsingar  johanna@lausnin.is

Verð kr.  9.000. –    Innifalið hefti m/umfjöllun um æðri mátt og
æðruleysisbænina og diskur með þremur hugleiðslum lesnum inn af
Jóhönnu

Ath!  Hámark 12 manns.

ÆÐRULEYSISBÆNIN

Guð, gefðu mér æðruleysi, til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli.

Reinhold Niebuhr

 

Einkaráðgjöf og sálgæsla – Vesturland

Þar sem ég er flutt á Hvanneyri hef ég tækifæri til að bjóða upp á einkaviðtöl og sálgæslu fyrir fólk á „Stór-Hvanneyrarsvæðinu.“

Er sjálfstætt starfandi guðfræðingur (með embættispróf í guðfræði) auk þess með kennsluréttindi í framhaldsskóla, fjöldan allan af námskeiðum m.a. úr endurmenntun Háskólans í Reykjavík  og hef verið undanfarin tvö ár með námskeið, fyrirlestra, hugleiðslur, hópfundi og einkaviðtöl undir hatti Lausnarinnar sem eru grasrótarsamtök um sjálfsrækt og vinna aðallega með meðvirknimódelið. –  Sjá www.lausnin.is

(Ath! ég er með viðtalstíma í Lausninni, Síðumúla 13,  Reykjavík á fimmtudögum

Annars verð ég með aðstöðu heima til að byrja með, á Túngötu 20a Hvanneyri.  

Hægt er að panta tíma johanna@lausnin.is   eða í síma 895-6119, vegna alls konar vanlíðunar, kvíða, skilnaðar, hjónabands-sambúðarörðugleika, missi, sorgar,  lélegrar sjálfsmyndar,  samskiptaörðugleika  eða bara almennrar sjálfstyrkingar og til að átta sig á hvað það er sem heldur hamingjustuðli þínum niðri og þá hvað er hægt að gera í því!   (Ég tala um hamingjustuðul sálarinnar, svipað og talað er um þyngdarstuðul líkamans).   

Gjald fyrir einkaviðtal er 8000.-  krónur (60 mín)

Er einnig að fara að kenna á námskeiðum hjá Símenntun Vesturlands,  m.a. um meðvirkni,  hugleiðslu og sjálfstyrkingu – fylgist endilega með þar:  www.simenntun.is   

Lykilorð eru heiðarleiki – hugrekki  – kærleikur 

Hægt er að lesa meira um mig hér á síðunni, og pistla sem ég hef skrifað sem fjalla flestir um efnið sem ég er að vinna með, og eru byggðir að miklu leyti á reynslu minni af því að ræða við og hlusta á fólk.  Við erum öll eins og við erum flest að glíma við svipuð vandamál,  sem verða yfirleitt minni þegar við förum að deila þeim með öðrum, sitjum ekki ein uppi með þau, og áttum okkur á því að við erum ekki ein. –

EINKAVIÐTÖL – KENNSLA – NÁMSKEIÐ – FYRIRLESTRAR

Hafið samband: johanna@lausnin.is  eða s. 895-6119 

Nánd, knús og kynlíf ..

Á námskeiðum Lausnarinnar um „Lausn eftir skilnað“ koma alltaf upp sömu spurningarnar og pælingar um kynlíf. – Sem betur fer er fólk nógu einlægt til að ræða það, því að námskeið þar sem fólk getur ekki verið heiðarlegt og einlægt að spyrja um það sem liggur þeim á hjarta gerir lítið gagn.

Flest fólk hefur þörf fyrir kynlíf, – jafnvel í sorgarferli. –  Stundum bara nánd, snertingu og knús frá gagnstæðu kyni, nú eða sama kyni ef um samkynhneigða er að ræða.   En um leið er það í fæstum tilvikum tilbúið og ekki í stakk búið til að hefja samband.  – Hvað á þá að gera? –

Kynlífið er að sjálfsögðu meira en bara samfarir,  kynlíf er einmitt snerting, nánd og knús – og svo margt, margt meira. –

Í Coda bókinni  þar sem talað er um meðvirkni er sagt að eitt einkenni meðvirkni sé að sætta sig við kynlíf þegar að þú vilt ást. –

Nú flækist málið!

Ég held að þarna verði að mætast tveir aðilar sem eru svipað staddir, – sem eru tilbúnir í kynlíf nú eða knús,  án þess að fara í allan pakkann – eða a.m.k. ekki strax  – en kannski með þeim formerkjum að þessir tveir einstaklingar séu ekki að stunda kynlíf með öðrum einstaklingum líka – eða hvað? –

Verst að þetta er ekki allta svona einfalt,  kannski byrjar þetta svona, en hvað ef vakna tilfinningar hjá öðrum aðilanum en ekki hinum? –  Er hægt að stunda kynlíf saman í langan tíma án ástar? – Það hlýtur a.m.k. að koma einhvers konar væntumþykja.  Þá gæti hin/n meðvirki/meðvirka farið að sætta sig við kynlífið til að halda í elskhugann.   Það væri auðvitað óheiðarlegt og hann væri ekki að virða tilfinningar sínar.

Það mikilvæga er nefnilega að báðir aðilar komi hreint fram, – láti vita hvað þeir vilja, langar og þurfa, og á hvaða forsendum.

Eru forsendur beggja samræmanlegar? –

Hættan við að byrja of brátt í sambandi aftur,   er að fólk sé hreinlega ekki búið að ná áttum og ekki búið að ganga í gegnum sorgarferlið og ætli jafnvel að fresta því eða taka „short cut“  með því að finna sér annan maka of fljótt. – („Short cut“ er þarna að stytta sér leið og hefur ekkert með „shortara“ að gera! 😉 )

E.t.v. er hægt að vinna þetta samhliða, ef fólk fer hægt í sakirnar og gefur hvort öðru tilfinningalegt rými og frelsi.

Margir leita að aðila til að eiga kynlíf með, – en vilja ekki fara í allan fjölskyldu- og ættarmótapakkann svona í sömu vikunni..

Sambönd verða að fá sinn tíma til að þroskast og þróast og við flýtum þeim ekki,  þá er alltaf hætta á að eitthvað bresti.

Sambönd verða að byggja á gagnkvæmni, ekki ótta annars aðilans við að missa hinn,  og alls ekki á lygi.

Ég hlustaði einu sinni á konu sem sagði: „Ég hitti þennan mann, ég var ekki alveg tilbúin en ég var svo hrædd um að ég væri að missa af tækifærinu ef hann væri sá rétti“ …   Ef maðurinn er virkilega sá eini rétti þá gefur hann henni sinn tíma og er þolinmóður og öfugt.   Ef það er til eitthvað sem heitir „Mr. Right“ eða „Mrs. Right“ – fyrir okkur,  þá er þessi aðili hinn rétti og ekkert breytir því. –

Við getum oft ætlað er að vera vitur og gera allt faglega,   „I can´t help falling in love with you“ .. syngur hjartaknúsarinn Julio – og  stundum er bara við ekkert ráðið, – en þá er að vinna úr þeim aðstæðum líka. – Taka það á æðruleysinu eins og annað! ..

Reyndar er hverjum manni hollt að verða ástfanginn af sjálfum sér, og það má líka hlusta á Julio með það í huga, – að komast ekki hjá því að verða ástfanginn af sjálfum sér!  …   Það er auðvitað besti grunnurinn fyrir ást á öðrum einstakling. –

„Love is not something we give or get: it is something that we nurture and grow, a connection that can only be cultivated between two people when it exists within each one of them – we can only love others as much as we love ourselves“ (Brené Brown, PhD).

Jæja, pistill um kynlíf og knús breyttist í pistil um ást .. svona vill þetta fara! ..

Hér er karokee útgáfa svo hægt er að syngja með:

Þroski og breytingar …

Í námskeiðinu „Lausn eftir skilnað“ hef ég flutt fyrirlestur sem ber heitið „Sorgarferli verður að þroskaferli“ –  sem vísar að sjálfsögðu í þroskann sem verður í gegnum sársaukann og ekki síður sem verður við breytinguna. –

Stundum veljum við breytinguna,  en stundum er hún þvinguð upp á okkur. –

Við viljum, að sjálfsögðu, fá að velja okkar breytingar, en þannig gengur heimurinn ekki alltaf fyrir sig.  Um sumt höfum við ekkert val og þá verðum við að læra sáttina. –

Við getum ekki breytt veðrinu,  en við getum klætt okkur út í veðrið og stundum höfum við tækifæri til að færa okkur úr stað, þ.e.a,s. að fara þangað sem veðrið er öðruvísi.  Oftast er það nú frá snjóbyl og myrkri í sól og hita sem hugurinn leitar. –  En það er önnur umræða.

Segjum að við höfum ekki möguleika á að koma okkur „í líkama“ burt úr veðrinu,  þá er eina leiðin að gera það andlega, eða a.m.k. breyta viðhorfi okkar til þess, og þannig upplifa sól og hita innra með okkur,  þessa sem við þráum svo mikið og hugsum til. –

Stundum verða breytingar sem við viljum ekki, þær sem eru þvingaðar upp á okkur, – líka hlutir sem við eiginlega neyðumst til að velja – eins og að velja skilnað frá maka.  Það er aldrei valið á upphafsreit sambands, a.m.k. ekki ef farið er í sambandið á réttum forsendum. –

Stundum er dembt yfir okkur breytingum, – vinnustaðurinn er seldur og við þurfum að skipta um vinnu.  Tækninýjungar hellast yfir og við þurfum að aðlagast og uppfæra okkur,  eins og þær uppfærast.  „Ný útgáfa af Firefox“ – nýtt tölvukerfi o.s.frv. –  Einu sinni vann ég við bókhald og kunni bara vel á kerfið,  svo var ákveðið að taka upp nýtt kerfi og ég fylltist óöryggi og hræðslu, – „Oh, ég kunni svo vel á hitt“ –  en smám saman lærði ég á nýja kerfið. –

Við getum verið farin að mastera einhvern leik hér á Facebook, en ætlum við að hanga endalaust í honum eða prófa nýjan leik og vera eins og byrjendur? –

Ég held mér að vísu frá þessum leikjum því margir eru fíknivaldandi, – held mig bara við fíknina við að tjá mig skriflega 😉 ..  – og reyndar munnlega líka –

Hvað sem er þá höfum við yfirleitt gott af breytingum en erum misvel búin til að aðlagast eða taka  á móti þeim. –  Við vitum að það er til fólk sem gengur alveg úr skaftinu við minnstu breytingar og hvað þá ef þær eru með stuttum fyrirvara.  Reyndar er það einkenni þeirra sem eru með ýmsar greiningar,  eins og ADHD sem þola illa breytingar og hvað þá illa undirbúnar eða óvæntar. – Heimurinn fer á hvolf.

Við þurfum reyndar ekkert að vera með neinar greiningar til að pirra okkur á breytingum sem eru illa undirbúnar eða við upplifum okkur í óhag.

Lífið er breytingum háð og lífið er flæði. –

Breyting er komið af „braut“ – og við flæðum eftir þessari braut breytinga.  Það gerist yfirleitt hægt,  umhverfið breytist, við eldumst, fólkið í kringum okkur breytist og eldist,  sumir deyja og aðrir koma í staðinn,  eins og segir í ljóðinu Hótel Jörð. –

„Lifið er undarlegt ferðalag“ –

Ef við höngum of lengi á sama punktinum, förum við oft að verða óróleg eða fer að leiðast. –

Þá þurfum við að þora að  stokka spilin og sjá hvað við fáum á hendi.  Stundum fáum við góð spil til að spila úr og stundum slæm.  Kannski hendum við því sem við fáum og tökum „mannann“ –  (manninn er aukabunki í spili sem heitir Manni, ef einhver þekkir það ekki).   E.t.v. er manninn betri og e.t.v. verri.  En við sitjum uppi með að spila úr spilunum og gera það besta sem við getum úr þvi. –
 
Svo þegar það spil er búið fáum við aðra gjöf og spilum úr henni. -Svo virðist sem heimurinn sé að breytast hraðar og hraðar.  Heimurinn sem ég ólst upp í var miklu hægari og einfaldari að mörgu leyti.
 
Afþreyingar eru miklu fleiri í dag, fleiri rásir útvarps og sjónvarps og fleiri fjölmiðlar yfir höfuð.  Vegalengdir hafa styst,  firðir brúaðir og göng grafin undir sjó og gegnum fjöll. –  Mataræðið frá soðnum fiski með kartöflum og hamsa yfir í kjúkling, sætar kartöflur og hvítlaukssósu. –
 
Fulllt, fullt af breytingum og á ógnarhraða eiginlega. -Við getum spornað við breytingum, – en að einhverju leyti er betra að fara með flæðinu „go with the flow“ – að sjálsögðu með vitund en ekki í meðvitundaleysi og að sjálfsögðu með athygli en ekki tómlæti.  Bæði í eigin garð og í garð náungans. –
 
Leyfum breytingunum að þroska okkur.  Breytingarnar eru skóli og flest erum við að fara í gegnum margar háskólagráður í þessum lífsins skóla á okkar lífstíð,  með það sem að hendi ber. -Við getum ekki stungið höfðinu í sandinn og sagt að heimurinn sé ekki að breytast, – sem betur fer er mikil vitundarvakning í gangi, – kannski vegna þess að margir vondir hlutir hafa ýtt okkur til að hugsa okkar gang.  Hafa ýtt við þroskaferli heimsins til að fara að sýna meiri samhug og vináttu í garð hvers annars,  í stað samkeppni og dómhörku.
 
Við getum ekki veitt hinu óumbreytanlega viðnám,  það skapar aðeins spennu í okkur sjálfum. –  Viðnám við veðri og viðnám við því sem er skapar vandræði. –
„Accept what is“ segir Tolle og það er það sem hann meinar.   En um leið og við samþykkjum það sem er,  höfum við valið um viðhorf.
 
Ég heyrði góða dæmisögu í gær,  um val- eða ákvörðunarkvíða.
 
Maður var staddur á veitingahúsi,  það var svo margt á matseðlinum sem hann langaði í að hann gat ekki valið.  Hann ákvað því að velja ekki neitt. –   Hann gæti verið að missa af góðum fiski dagsins ef hann veldi Tortillurnar,  eða missa af kjúklingi í Pestó ef hann veldi humarpizzuna. –   Hvað ef að það sem hann veldi væri ekki svo gott? –
 
Ef þessi maður veldi aldrei neitt af matseðli vegna þess að hann óttaðist að hann væri  a) að missa af öðru betra  eða b) veldi vondan rétt,  myndi hann auðvitað deyja úr hungri, –  gefandi okkur að hans eina uppspretta fæðu væri af þessum matseðli (en það má í dæmisögum). –
 
Það sama á við um lífið okkar.  Ef við veljum ekki,  eða veljum að velja ekki,  hvað sitjum við uppi með? –  Leiðindi?  Andlega vannæringu? –
 
Stundum erum við komin á það stig að vera illa vannærð andlega og þá tekur heimurinn sig til og velur fyrir okkur. – Við völdum ekki,  en heimurinn velur að bjóða okkur upp á eitthvað.   Kannski er það uppáhaldsrétturinn en svo getur það verið það sem við hefðum ALDREI valið sjálf,  einhver matur sem okkur finnst ferlega vondur,  jafnvel ógeðisdrykkur.
 
Við erum ekki alltaf tilbún að taka á móti því sem að höndum ber,  hvað þá ef það eru ein vandræðin ofan á önnur? –
 
Þegar við förum í „Why me Lord?“ gírinn.  –
 
Ættum við að spyrja  „Why not somebody else Lord?“ –  slepptu mér.
 
Við spyrjum eflaust sjaldnar  „Why me Lord – why am I so lucky to be born where there is plenty of food, clean water, health care etc… “ –
 
 
Af hverju spyrjum við ekki að því? –
 
Eric Hoffer  skrifaði,
 
 
„Á tímum breytinga eru það þeir sem læra sem erfa jörðina.“
 
 
Sársaukinn er svaðalegur kennari,  það þekkja þeir sem hafa þurft að fara í gegnum hann,  og það þurfum við flest. –
 
Við vitum líka að það fólk sem hefur gengið í gegnum hvað mest – sem hefur ekki flúið sársaukann,  ekki flúið „musteri viskunnar“ ..
 
Musteri viskunnar er gífurleg blanda sorgar og gleði og meira að segja ótta.  Þau hugrökku ganga inn í óttann,  jafnvel þó þau séu hrædd,  hann varir þá skemur  því að það sem við óttumst kemur þá í ljós,  og þegar það er komið í ljós verður það ekki eins óttalegt  (því það er komið í ljós). –
 
Að sama skapi er eina aðferðafræðin að eiga við sorg að ganga í gegnum hana,  ganga í gegnum höfnunardyrnar, reiðidyrnar,  pirringsdyrnar, einmanaleikadyrnar  og hvað sem þær heita,  því að einnig á bak við þær dyr er léttara andrúmsloft. –
 
Ef við veljum að ganga ekki í gegnum þær,  stöndum við fyrir utan en sitjum uppi með allan pakkann, –  við komumst ekki yfir tilfinningarnar öðru vísi en að fara í gegnum þær og leyfa þeim að koma. –
 
Við getum deyft þær og við getum flúið þær.
 
Flóttaleiðirnar eru margar og við köllum þær oft fíknir. –
 
Fíknir eru til að forðast það að horfast í augu við okkur sjálf,  að upplifa okkur sjálf og finna til. –  Fíkn í mat, vinnu, kynlíf, sjónvarp, tölvu eða hvað sem er. –
 
„Súkkulaði er hollt í hófi“ – var fyrirsögn sem nýlega var í blöðunum.
 
Margir lásu bara:  „Súkkulaði er hollt“ –   og mig minnir að rauðvínsglasið eina sem átti að drekka á hverjum degi hafi fengið svipaða meðferð.
 
Flóttaleiðin verður því –  „Rauðvín er hollt“  – „Súkkulaði er hollt“ … en sama hvað er,  það er allt gott í hófi ( undantekningin er auðvitað eitur, eða það sem er eins og eitur fyrir líkama okkar hvers og eins).    Ef við getum ekki umgengist það í hófi þurfum við að skoða hvað er að í lífi okkar,  hvaða tilfinningadyr við erum að forðast. –

Kannski það að svara ekki eigin þörfum, löngunum? – Kannski það að hafa ekki hugrekkið eða þorið að lifa ástríðu sína.  Skrifa bókina? – Stofna sitt eigið? – eða bara hugrekkið við að segja skoðun sína upphátt? 

 Hugrekkið við að leyfa sér að skína og lifa af heilu hjarta? –

   ,,Vísa mér veg þinn Drottinn, að ég gangi í sannleika þínum, gef mér heilt hjarta …… ”   Sl. 86:11

Það tók Brené Brown rannsóknarprófessor mörg ár og mikla menntun,  viðtöl við tugi ef ekki hundruði manna og kvenna til að komast að því að þeir sem lifðu heilbrigðustu lífi í sátt og samlyndi við sjálfa sig væru það sem hún kallar „The Whole hearted People“ – Fólk sem lifir af heilu hjarta. –  

—-

Stundum sitjum við uppi með upplifunina af tómarúmi, – þegar við veljum ekkert af matseðlinum sem lífið hefur að bjóða upp á.  Eða við þorum ekki að þiggja það sem er í boði.- 

Þá teygjum við okkur oft í flöskuna, matinn, annað fólk eða hvað sem það er sem við verðum háð til að fylla í tómið,  sem þó aldrei fyllist, því það er ekki það sem gefur okkur þá lífsfyllingu sem við leitumst eftir. –

Fyrst þurfum við að fylla „tómið“ sem ekki er tómt að vísu – en það eru „gleðifréttirnar“ – af okkar eigin gleði, ást og friði. –  Þá erum við tilbúin í hvað sem er, og að mæta hverju og hverjum sem er. –

Við getum séð ljósið núna, ef við opnum fyrir það. – Fyllum okkur svo af því og leyfum því að skína innra með okkur þannig að við finnum fyrir því sem er nú þegar innra með okkur; rými sem er fullt af friði, ást og gleði. –
 
Þannig förum við meðvituð í gegnum lífið – þannig erum við vakandi. –
 

Ekki standa í skugga annarra þegar það er þitt eigið ljós sem lýsir þér.  Ekki gera annað fólk að þínum æðra mætti og skyggja þannig á þinn æðri mátt. –

Gefðu þér tækifæri á að skína.

Sjálfsræktarhópur … hlúð að jarðveginum.

Ég er að fara af stað með nýjan hóp í Lausninni, – kalla hann bara „sjálfsræktarhóp“ –

Hópurinn fer af stað þegar sjö manns eða fleiri hafa skráð sig í hann, en hámark er 12.  Hópurinn er bæði fyrir karla og konur 18 ára og eldri.

Hópurinn hittist á þriðjudögum kl. 17:15 – 18:45 

Staðsetning  Síðumúli 13, 108 Reykjavík.

Mánaðargjald,  miðað við 4 tíma er 6.800.- krónur  – skuldbinding í mánuð í senn. –

Þátttakendur fá tilkynningu í tölvupósti  þegar nógu margir hafa skráð sig, en sendið mér gjarnan póst ef þið viljið vera með,  johanna@lausnin.is

Byrjum þriðjudag 8. maí nk! 😉

Tímarnir samanstanda af smá innleggi frá leiðbeinanda (mér) í formi hugleiðslu (stuttrar), fyrirlesturs eða „tapping“ (emotional freedom technique) og svo aðalatriðinu:  tjáningu og tengingu þátttakenda. –

Við tengjumst í gegnum ófullkomleikann, þannig að þetta hentar sérstaklega vel fullkomlega ófullkomnu fólki.

Trúnaðar er gætt og tímarnir eru að sjálfsögðu vafðir í ást og umhyggju.

Hópurinn mun starfa a.m.k. maí og júní og e.t.v. lengur, en mun væntanlega taka mér eitthvað frí í júlímánuði. –

Hægt er að lesa um hugmyndafræði mína um sjálfsrækt hér á síðunni og ekki síst í greininni sem er skrifuð á undan þessari –

sjá ef smellt er HÉR

Viðbót:

Tími 1.  Án skilyrða

Tími 2. Sýn og sjón

Tími 3. Bakgarðurinn

Tími 4.  ákvarðanir

Tími 5.  þarfir og langanir

Tími 6.  mörk og markaleysi

Tími 7.  Með meðvitund og athygli

Tími 8.  Þægindahringurinn

Tími 9. ……

SAMBÖND – STARF – ANDI – KYNLÍF – EFNAHAGUR – UMHVERFI

Hvernig aftengjum við okkur hinu heilaga og missum þannig heilindi okkar?

Stutta útgáfan af pistilinum er þessi:

Allt skiptir máli hvað heilbrigði varðar og vera heil, t.d. hreyfing, mataræði og að hitta lækninn sinn

En það sem raunverulega skiptir máli:

HEILBRIGÐ SAMBÖND 

FARSÆLD Í VINNU 

VERA ANDLEGA TENGD 

HEILBRIGT KYNLÍF 

EFNAHAGSLEG FARSÆLD 

HEILBRIGT UMHVERFI 

ANDLEGT HEILBRIGÐI

                                               ————–

Lengri útgáfan:

Hvernig aftengjum við okkur hinu heilaga og missum þannig heilindi okkar?

How We Separate Ourselves From The Divine – skv. Lissa Rankin

1.     Speaking badly about someone else (regardless of whether or not we’re „right“)

(Að tala illa um aðra, hvort sem við höfum rétt fyrir okkur eða ekki, – ég vil bæta við hér að tala illa um okkur sjálf)

2.     Lashing out in anger

(Að bregðast við með reiði, – við sjáum yfirleitt eftir því, gott að muna eftir stop merkinu eða að telja upp að 10)

3.     Holding a grudge and choosing not to forgive

(Að viðhalda gremju og velja að fyrirgefa ekki, – ef við eigum erfitt með að fyrirgefa sjálf, er mitt ráð að biðja Guð/æðri mátt/hið heilaga að aðstoða mig við það)

4.     Judging others

(Að dæma aðra, dómharka okkar færir okkur að öðrum en ekki að okkur sjálfum – augljóslega)

5.     Excessive busyness that keeps us from feeling a sense of spiritual connection

(Vinnufíkn, við finnum allt til að gera til að flýja tilfinningar okkar, eða stunda andlega iðju eins og að hugleiða og þykjumst ekki hafa tíma, en gefum okkur aftur á móti e.t.v. tíma til að horfa á sjónvarpið marga tíma að kvöldi ;-).. „andleg tenging“ getur verið við fólk, við okkur sjálf og við „hið heilaga“ )

6.     Cheating

(Að svindla – munum að taka okkur sjálf með inní pakkann – verum heiðarleg gagnvart sjálfum okkur og öðrum)

7.     Betraying a confidence

(Að bregðast trúnaðartraust – svipað og númer 6. )

8.     Failing to nurture your body as the temple that it is (smoking, overeating, not exercising, etc)

(Við bregðumst líkama okkar – stundum hryðjuverk á honum jafnvel, – en líkaminn er musteri okkar eins og við vitum – við gerum það með ýmsum hætti; með reykingum, ofáti, hreyfingarleysi o.s.frv)

9.     Overindulging on mind-altering substances that distance you from the Divine (drugs, alcohol, etc.)

(Ofneysla efna sem breyta hugarástandi og fjarlægja okkur frá hinu heilaga (lyfjum, dópi, alkóhóli o.s.frv.)

10.  Telling a little white lie to avoid conflict or get us out of trouble

(Segja hvítar lygar – til að forðast það að lenda í átökum eða koma okkur úr vandræðum, munum að sá sem er trúr í hinu minnsta er líka trúr í hinu stærsta,  gott að hafa í huga þegar við erum að stinga vínberjum upp í okkur í búðinni  og þannig stela frá kaupmanninum;-)) ..

I’m sure there are many more .. segir Dr. Lissa Rankin – en þetta er læknir sem ég er nýbúin að uppgötva og hún hefur svoooo margt mikilvægt að segja og hér er líka hægt að hlusta á hana:

Punktar úr fyrirlestrinum:

Lissa Rankin ítrekar hér mikilvægi þess að setja andann í forgang, – að líkaminn sé aðeins spegill þess hvernig við lifum lífinu.

Hvernig líður okkur þegar við erum í vondu sambandi, vinnu þar sem við erum ekki ánægð?

Hvað er í gangi þegar líkaminn gefst upp? –

Líkaminn hvíslar að okkur, en ef við hlustum ekki á líkamann fer hann að öskra.

Faraldurinn er stress og kvíði, – verkir, sársauki .. og læknirinn finnur stundum ekkert – en það er auðvitað fullt að.

Hvað ef að læknirinn finnur ekki greiningu, – engin pilla sem getur læknað.

Kannski þarf að fara að fella hlutverkagrímurnar?

Mömmugrímuna, læknisgrímuna, listamannsgrímuna …

Lissa gekk í gegnum storm erfiðleika – sem hún lýsir hér.

Þegar lífið hrynur, ferðu annað hvort að vaxa eða æxli fer að vaxa innra með þér.

Þá er tími til að hætta að gera það sem þú „átt að gera“ en ferð að gera það sem þig langar.

Fella grímurnar.

Hún og maður hennar stukku inn í nýtt líf

Það er hægt að hætta í starfinu sínu en ekki hætta við köllun sína

Lissa hafði (andlega) köllun til að vera læknir

Hún vildi samt ekki verða sami læknir og hún var –

Hún vildi enduruppgötva hvað það var sem hún elskaði við læknisfræðin og líka hvað hún hataði við það

Byrjaði að kenna ýmsu um sem hún telur upp í fyrirlestrinum.

En niðurstaðan var ekki að skoða afleiðingar heldur orsakir 

Hún fór að hlusta meira á sjúklingana sína .. prófaði ýmislegt óhefðbundið en sá að það var svipuð aðferðafræði – svarið var fyrir utan sjúklingana en ekki innra með þeim.

En sjúklingarnar læknuðust af einum sjúkdómi – og fengu þá annan.

Þá fór hún að leita að rótinni;  hvað er það sem raunverulega gerir líkamann veikan?

Eitthvað sem enginn kenndi henni í Læknanáminu

Allt skiptir máli, hreyfing, mataræði og að hitta lækninn sinn

En það sem raunverulega skiptir máli telur Lissa upp:

HEILBRIGÐ SAMBÖND 

FARSÆLD Í VINNU 

VERA ANDLEGA TENGD 

HEILBRIGT KYNLÍF 

EFNAHAGSLEG FARSÆLD 

HEILBRIGT UMHVERFI 

ANDLEGT HEILBRIGÐI 

Þetta er verið að sanna, sanna í Harvard og virtum stofnunum

Hún fékk sjúkling sem gerir allt sem læknirinn segir henni, hún hleypur og borðar hollt o.s.frv.

Sjúklingurinn spurði:  Hver er greiningin mín?

Lissa svaraði: Þú ert í hræðilegu hjónabandi, ert óánægð í vinnunni, ert ekki andlega tengd, þú ert enn ekki búin að losna við gremjuna frá æsku .. o.s.frv.

Hvað er þá mikilvægast?

Caring for the heart, soul, mind ..

Við þurfum að næra innra ljósið – ljósið sem veit alltaf hvað er rétt fyrir þig, innsæið þitt.

Þetta ljós er mikilvægara en nokkur læknir (segir Lissa)

Lissa skrifar um sjálfsheilun frá kjarna.

Ást, þakklæti og ánægja (pleasure) er límið sem heldur okkur saman ..

Hvað er úr jafnvægi í mínu lífi?

Hvernig getur þú opnað þig, verið heiðarlegri, um þarfir þínar, hver þú ert? ..

Lissa talar hér um myndband Brené Brown „The Power of Vulnerability“ en ég hef skriað mikið um Brené Brown ..

Skrifum upp á eigin lyfseðil – heilum frá kjarna …

HVAÐ ÞARFT þÚ – HVERJU ÞART ÞÚ AÐ BREYTA?

—-

Allt sem Lissa segir hér að ofan hef ég verið að taka inn, hægt og rólega, það tekur tíma og það þarf að viðhalda.  Í raun er það eins og endurforritun,  því að það er búið að setja svo margt annað inn og það sem hefur hlaðist inn er líka eins og hrúðurkarlar á sálinni, – sálinni sem þarf að fá að skína.

Hlustaðu á hjartað – Fylgdu hjarta þínu – Láttu hjartað ráða för – 

Ertu fangi ástar (haturs?) eða í fangi ástar? …

Eftirfarandi er (gróf)  þýðing mín á pistli sem ég held reyndar að sé tekinn beint frá Eckhart Tolle. –  Þarna er m.a. farið inn á lausnina frá meðvirkni, hvorki meira né minna,  og þarna eru líka afskaplega mikilvæg skilaboð til okkar allra. –  Að lifa í meðvitund, að veita sjálfum okkur athygli og hugsunum okkar. –  Skynja ástina innra með okkur, gleðina og friðinn og láta hvorki utanaðkomandi né innri hávaða trufla það. –

En hér er pistillinn. –

Ástar/haturssambönd

Án þess að komast og þangað til að þú kemst í meðvitað viðveruástand,  verða öll sambönd, og sérstaklega náin sambönd, verulega gölluð og að lokum vanvirk.  Þau geta litið út fyrir að vera fullkomin um tíma, eins og þegar þú ert „ástfangin/n“  en óhjákvæmilega verður þessi sýnilega fullkomnun trufluð þegar að rifrildi, árekstrar, óánægja og andlegt eða jafnvel líkamlegt ofbeldi fer að eiga sér stað í auknum mæli.

Það virðist vera svo að flest „ástarsambönd“  verði ástar/haturssambönd fyrr en varir.  Ástin getur þá snúist í alvarlega árás,  upplifun fjarlægðar eða algjöra uppgjöf á ástúð  eins og að slökkt sé á rofa.  Þetta er talið eðlilegt.

Í samböndum upplifum við bæði „ást“ og andhverfu ástar – árás, tilfinningaofbeldi o.s.frv. – þá er líklegt að við séum að rugla saman egó sambandi og þörfinni fyrir að líma/festa sig við einhvern við ást. –  Þú getur ekki elskað maka þinn eina stundina og svo ráðist á hann hina.  Sönn ást hefur enga aðra hlið. –  Ef „ást“ þín hefur andstæðu  þá er hún ekki ást heldur sterk þörf sjálfsins fyrir heilli og dýpri skilning á sjálfinu, þörf sem hin persónan mætir tímabundið.   Það er það sem kemur í staðinn fyrir hjálpræði sjálfsins og í stuttan tíma upplifum við það sem hjálpræði. –

En það kemur að því að maki þinn hegðar sér á þann hátt að hann mætir ekki væntingum þínum eða þörfum,  eða réttara sagt væntingum sjálfsins.  Tilfinningar ótta, sársauka og skorts sem eru inngrónar í meðvitund sjálfsins,  en höfðu verið bældar í „´ástarsambandinu“  koma aftur upp á yfirborðið. –

Alveg eins og í öllum fíknum,  ertu hátt uppi þegar fíkniefnið er til staðar, en óhjákvæmilega kemur sá tími að lyfið virkar ekki lengur fyrir þig.

Þegar þessar sársaukafullu tilfinningar koma aftur,  finnur þú jafnvel enn sterkar fyrir þeim en áður,  og það sem verra er,  að þú sérð núna maka þinn sem orsök þessara tilfinninga.  Það þýðir að þú sendir þær út og ræðst á hann með öllu því ofbeldi sem sársauki þinn veldur þér.

Þessi sársauki getur kveikt upp sársauka maka þíns, og hann ræðst á þig til baka.  Á þessu stigi er sjálfið meðvitað að vona að þessi árás eða þessar tilraunir við stjórnun verði nægileg refsing til að minnka áhuga maka þíns á því að breyta hegðun sinni, svo að sjálfið geti notað árásirnar aftur til að dylja eða bæla sársauka þinn. –

Allar fíknir kvikna vegna ómeðvitaðrar afneitunar á að horfast í augu við og fara í gegnum eigin sársauka.  Allar fíknir byrja með sársauka og enda með sársauka.  Hverju sem þú ert háð/ur – alkóhóli – mat – löglegum eða ólöglegum fíkniefnum eða manneskju – ertu að nota eitthvað eða einhvern til að hylja sársauka þinn. –

Þess vegna – þegar bleika skýið er farið framhjá –  er svona mikil óhamingja,  svo mikill sársauki í nánum samböndum. –   Þau draga fram sársauka og óhamingju sem er fyrir í þér.  Allar fíknir gera það.  Allar fíknir ná stað þar sem þær virka ekki fyrir þig lengur,  og þá finnur þú enn meiri sársauka.

Þetta er ein af ástæðum þess að flestir eru að reyna að sleppa frá núinu – frá stundinni sem er núna – og eru að leita að hjálpræði í framtíðinni. –  Hið fyrsta sem það gæti mætt ef fókus athygli þeirra er settur á Núið er þeirra eigin sársauki og það er það sem það óttast.  Ef það aðeins vissi hversu auðvelt það er að ná mættinum í Núinu,  mættinum af viðverunni sem eyðir fortíðinni og sársauka hennar,  raunveruleikinn sem eyðir blekkingunni. –

Ef við aðeins vissum hversu nálægt við erum okkar eigin raunveruleika, hversu nálægt Guði. –

Að forðast sambönd er tilraun til að að forðast sársauka og er því ekki svarið. – Sársaukinn er þarna hvort sem er.  Þrjú misheppnuð sambönd á jafn mörgum árum eru líklegri til að þvinga þig inn í að vakna til meðvitundar heldur en þrjú ár á eyðieyju eða lokuð inni í herberginu þínu.  En þú gætir fært ákafa viðveru inn í einmanaleika þinn,  sem gæti líka virkað. –

Frá þarfasambandi  til upplýsts sambands. 

Hvort sem við búum ein eða með maka,  er lykilinn að vera meðvituð og auka enn á vitund okkar með því að beina athyglinni enn dýpra í Núið.

Til þess að ástin blómstri,  þarf ljós tilvistar þinnar að vera nógu sterkt til að þú látir ekki hugsuðinn í þér eða sársaukalíkama þinn taka yfir og og ruglir þeim ekki saman við hver þú ert.

Að þekkja  sjálfa/n sig sem Veruna á bak við hugsuðinn, kyrrðina á bak við hinn andlega hávaða,  ástina og gleðina undir sársaukanum,  er hjálpræðið, heilunin, upplýsingin.

Að aftengja sig sársaukalíkamanum er að færa meðvitund inn í sársaukann og með því stökkbreyta honum.  Að aftengja sig hugsun er að vera hinn þögli áhorfandi hugsana þinna og hegðunar, sérstaklega hins endurtekna mynsturs huga þíns og hlutverkanna sem sjálfið leikur.

Ef þú hættir að bæta á „selfness“  missir hugurinn þennan áráttueiginleika,  sem er í grunninn áráttan til að DÆMA, og um leið að afneita því sem er,  sem skapar átök, drama og nýjan sársauka.  Staðreyndin er sú að á þeirri stundu sem þú hættir að dæma,  með því að sættast við það sem er, hver þú ert,  ertu frjáls frá huganum.  þá hefur þú skapað rými fyrir ást, fyrir gleði og fyrir frið.

Fyrst hættir þú að dæma sjálfa/n þig, og síðan maka þinn.  Besta hvatningin til breytinga í sambandi er að samþykkja maka sinn algjörlega eins og hann er,  án þess að þurfa að dæma hann eða breyta honum á nokkurn hátt.

Það færir þig nú þegar úr viðjum egósins.  Allri hugarleikfimi og vanabindandi „límingu“ við makann er þá lokið.  Það eru engin fórnarlömb og engir gerendur lengur,  engin/n ásakandi og engin/n ásökuð/ásakaður.

ÞETTA ERU LÍKA ENDALOK ALLRAR MEÐVIRKNI,  að dragast inn í ómeðvitað hegðunarmynstur annarrar persónu og þannig að ýta undir að það haldi áfram.

Þá munuð þið annað hvort skilja –  í kærleika – eða færast SAMAN dýpra inn í Núið,  inn í Verundina.  Getur þetta verið svona einfalt? –  Já það er svona einfalt.  (segir Tolle)

Ást er tilveruástand.  „State of Being“ –  Ást þín er ekki fyrir utan; hún er djúpt innra með þér.  Þú getur aldrei tapað henni, og hún getur ekki yfirgefið þig.  Hún er ekki háð öðrum líkama,  einhverju ytra formi.

Í kyrrð meðvitundar þinnar,  getur þú fundið hinn formlausa og tímalausa veruleika eins og hið óyrta lif  (andann?) sem kveikir í þínu líkamlega formi.  Þú getur þá fundið fyrir þessu sama lífi djúpt innra með öllum öðrum manneskjum og öllum verum.  Þú horfir á bak við slæðu forms og aðskilnaðar.  Þetta er upplifun einingarinnar.   Þetta er ást.

Jafnvel þó að einhverjar glætur séu möguleikar, getur ástin ekki blómstrað nema þú sért endanlega laus við að skilgreina þig í gegnum hugann og að meðvitund þín verði nógu sterk til að eyða sársaukalíkamanum –  eða þú getir a.m.k. verið meðvituð/meðvitaður sem áhorfandi.  Þá getur sársaukalíkaminn ekki yfirtekið þig og með því farið að eyða ástinni.  Eða vera eyðileggjandi fyrir ástina. –

Smellið hér til að lesa Orginalinn

Og hér er tengill á Eckhart Tolle sjálfan þar sem hann les þennan texta upp úr bók sinni „The Power of Now“ –

(Ath! þeir sem kannast ekki við hugtakið „sársaukalíkami“  þá er það líkaminn sem laðar að sér vonda hluti sem þú undir niðri veist að koma bara til með að auka á vansæld þína. –   Offitusjúklingur leitar í það sem fitar hann,  sá sem er að reyna að hætta að reykja fær sér sígarettu,   sá sem þarf að byggja sig upp andlega leitar eftir vandamálum og leiðindafréttum og „nærist“ þannig – nærir sársaukalíkama sinn.  –   Þekkir þú einhvern sem hegðar sér svona? –

Það að koma sér úr skaðlegum aðstæðum,  getur bæði verið líkamlegt og huglægt.  Að sjálfsögðu lætur enginn bjóða sér árásir annarra eða ofbeldi, – og því er sjálfsagt að koma sér þaðan.  En meginatriði er að komast úr skaðlegum aðstæðum sjálfs sín,  þegar við erum okkar eigin verstu skaðvaldar. –   Fylgjumst með hvað við gerum,  verum okkar eigin áhorfendur,  sjáum,  viðurkennum og lærum.

En með samhug en ekki dómhörku. –

Upp, upp mín sál og allt mitt geð – úr kviksyndi neikvæðra tilfinninga ..

Stutta útgáfan af pistlinum:

1) Slepptu tökunum af neikvæðum hugsunum sem sökkva þér dýpra í kviksyndið,  hættu að hugsa þig niður.

2) Klifraðu upp með jákvæðum hugsunum,  farðu að hugsa þig upp.

3) Haltu við jákvæðninni með því að gera það að nýjum sið. 

Og svo lengri útgáfan:

Ég rifjaði upp kynni mín af bókinni, „Women who think too much“ – en systir mín lánaði mér hana eða gaf, nú man ég ekki hvort, fyrir mörgum árum síðan. – Hvers vegna skyldi það nú vera? – 😉

Það er ekki neikvætt að hugsa mikið, rökrétt eða djúpt svona almennt talað, en þegar hugsanirnar eru farnar að snúast um: „Hvað ef?“  áhyggjur af því sem kannski aldrei verður og niðurbrot eru þær farnar að vinna gegn þér.  Það er þegar við erum farin að hugsa t.d. samtöl fyrirfram,  eins og sagan sem margir þekkja um manninn og tjakkinn. –

Þó bókin sem ég minntist á í upphafi fjalli um konur sem hugsa of mikið, þá á það svo sannarlega við um karla líka eins og hann Lárus:

Lárus var á ferð upp í sveit og lenti í því að það sprakk dekk á bílnum. Það var leiðindaveður og þegar hann ætlaði að skipta um dekkið uppgötvaði hann að tjakkinn vantaði.

Nú voru góð ráð dýr! Lárus ákvað að ganga að næsta bæ til að fá lánaðan tjakk. Afleggjarinn heim að bænum var nokkuð langur og hann fór að hugsa. Fyrst fór hann að velta fyrir sér hvort einhver væri heima og ef einhver væri heima hvort það væri til tjakkur á bænum. Það var komið kvöld og hann hafði áhyggjur af því að hann myndi vekja heimilsfólkið og bóndinn yrði pirraður því hann þyrfti að vakna snemma um morguninn til að fara í fjósið.

Þessar hugsanir ollu því að það var orðið nokkuð þungt yfir Lárusi og hann bjóst við slæmum viðbrögðum af bóndanum. Hann var sjálfur orðinn pirraður og neikvæður. Bankaði samt á dyrnar og í dyrunum birtist bóndinn. Áður en bóndinn náði að spyrja erindis, hreytti Lárus út úr sér: „Þú getur bara átt þinn helv…. tjakk sjálfur!“ –

Þetta var dæmi um neikvæðan hugsanagang, en hann getur birst í svo mörgum myndum.-

Hugsanir eins og „Ég á þetta ekki skilið“ – „Hvað þykist ég eiginlega vera“ – „Jeminn, hvað fólki á eftir að finnast ég mikið fífl“  – „Mér tekst aldrei neitt“ –   „Hvað eins og að þýði eitthvað fyrir mig að lesa pistil, ég tileinka mér aldrei neitt gott!“ .. grafa okkur dýpra ..  

Þegar við upplifum að við erum stödd á þessum stað, að við séum hreinlega að sökkva,  þurfum við að átta okkur á því að það eru hinar neikvæðu, útrunnu og skemmandi hugsanir sem hafa þessi áhrif. 

En – Hvað get ég gert? –  Horft til himins? – ´eins og svarað er svo skemmtilega í ljóði hljómsveitarinnar Nýdönsk? –

Bölmóðssýki og brestir
bera vott um styggð.
Lymskufullir lestir
útiloka dyggð.
Myrkviðanna melur
mögnuð geymir skaut.
Dulúðlegur dvelur
djúpt í innstu laut.
Dvelur djúpt í myrkviðanna laut.
Varir véku að mér
vöktu spurnir hjá mér.
Hvað get ég gert?
Horfðu til himins
með höfuðið hátt.
Horfðu til heimsins
úr höfuðátt.
Bölmóðssýki og brestir…
Heyrðu heimsins andi
harður er minn vandi.
Hvað get ég gert?
Horfðu til heimsins
berðu höfuðið hátt.
Horfðu til heimsins
úr höfuðátt.

Og það eru til fleiri góðir textar …

Mamma vakti okkur krakkana á morgnana með fyrstu línunni úr passíusálmi Hallgríms Péturssonar:

„Upp, upp, mín sál og allt mitt geð“ …  

Við verðum að sleppa tökum á neikvæðu hugsununum, horfa upp en ekki niður.  

Það getur verið snúið að hætta í neikvæðninni, þegar við áttum okkur á að við erum komin í kviksyndið, – við gætum farið að ásaka okkur fyrir klaufaskapinn,  skammast okkar o.s.frv.  en það sekkur okkur að sjálfsögðu enn dýpra. –

Því er mikilvægt að sætta sig við ástandið, – ekki dæma sig, heldur fyrirgefa,  og ef að neikvæðar hugsanir sökkva okkur, þá hljóta þessar jákvæðu að koma okkur upp! – 

Við getum líka séð þetta eins og við séum nagli í spítu, og við berjum okkur sjálf í hausinn með hamrinum með neikvæðninni eða veljum að nota hamarinn á jákvæðan hátt og togum naglann lausan. –

Þegar við erum laus,  má ekki hætta í viðhaldinu! –

Við höfum val hvernig við nýtum hamarinn,  til góðs eða ills. –

Þessi pistill er skrifaðu á föstudaginn langa, – en þá minnumst við þess að Jesús var krossfestur,  en á páskadag fögnum við upprisu Jesú Krists til eilífs lífs. –

Hvernig væri að þú leyfðir þér að gleðjast yfir þínu eigin lífi og fagna þinni eigin upprisu, sem er reyndar í boði á hverri einustu sekúndu, hverri mínútu, hverjum tíma og hverjum degi og byrja hvern dag með þessum orðum skáldsins:

Upp, upp, mín sál og allt mitt geð“ ..

Að segja: „Já“ ….og lifa ástríðu sína. –

Við erum flest farin að átta okkur á mikilvægi þess að setja okkur mörk, – sem þýðir m.a. að segja nei þegar við meinum nei.  Ef við segjum já og meinum nei – þá sitjum við oft uppi með gremju og reiði og þá helst út í okkur sjálf. –

Ástæðan fyrir að við segjum stundum jái þegar við meinum nei getur verið að við viljum ekki virka löt, leiðinleg, taka ekki þátt, særa ekki þann eða þau sem eru að biðja o.s.frv. –   Ástæðan fyrir því að við getum ekki alltaf sagt „já“ er m.a. sú að þá göngum við á orkubrigðirnar okkar og það er hreinlega ekki í mannlegum mætti að játast öllu og öllum. –

Við þurfum að gera það á réttum forsendum og við þurfum að muna að það er til meðalvegur í öllu. –

Sá sem segir of oft já, miðað við orku sína er það sem kallað er markalaus eða með of víð mörk. –  Við þurfum að hafa jafnvægi í jáunum og neiunum.  Auðvitað segjum við ekki bara alltaf „Nei“ – og hjálpum engum og gerum aldrei neitt fyrir aðra..   Það  er best (fyrir okkur sjálf og aðra)  að allt sem við gerum eða flest, stafi af löngun okkar til að framkvæma,  eða það að við vitum að það er þörf á að gera eitthvað og við förum í það á þeim forsendum,  ekki með gremju eða leiðindum.

En hvað er það þegar við segjum aldrei eða sjaldan „já“ – sérstaklega þegar okkur er boðið eitthvað, boðin hærri staða í fyrirtækinu,  boðið að taka þátt í einhverju spennandi,  beðin að tala um eitthvað efni fyrir framan fólk? – Af hverju grípum við ekki gæsina þegar hún gefst? –

Hvað vantar þegar okkur langar að segja „já“ en gerum það ekki í þeim tilfellum? –

Við skulum ekki segja:

„ég kem kannski“

„ég ætla að reyna“

Kannski og reyna eru flóttaleiðir. –  Þú ert að sýna að þig langi og sért jafnvel tilbúin/n en eitthvað hindrar þig.  Hvað er það sem hindrar þig í að segja „já“ – þegar þig innst inni langar? –

Ótti er það sem oftast stoppar okkur,  ótti við hið ókunnuga, ótti við að við stöndum okkur ekki,  ótti við að særast, ótti við höfnun, ótti við að finna til. –

Það eru annars vegar við sem veitum okkur sjálf viðnám og stöðvum okkur með ótta okkar, og/eða fólkið sem er í kringum okkur.  Þegar það er fólkið í kring er það oftast einhver náinn sem heldur að við gætum meitt okkur,  eða gert mistök. –

Kata dóttir Önnu  (En þær mæðgur eru sýndarveruleikakonur sem ég nota sem dæmi) kom heim innblásin af fyrirlestri um náttúruvernd,  og sagði við mömmu sína að hana langaði að beina ferli sínum í þá áttina að læra meira um vistfræði jarðar, og í boði væri helgarnámskeið á Snæfellsnesi, sem hún væri að pæla að skrá sig í.  Og það sem meira væri, henni væri boðið að taka þátt í gjörning sem var partur af dagskránni – þar sem hún fengi að sýna leikræna tilburði. –  Kata kom „búbblandi“ heim.  (Þetta er líking við kolsýrt vatn eða sódavatn, – talað um „sparkling water“ á enskunni). –

Anna sagði þá við dóttur sína með seming í röddinni: „Er þetta nú eitthvað fyrir þig?“ – Heldurðu að þú getir þetta nokkuð elskan mín?“ – „Ert þú með leikræna hæfileika?“ – .. „Viltu ekki bara koma í bústaðinn með mér og pabba þínum um helgina og njóta náttúrunnar þar og takast á við vistfræðina með því  að taka upp lúpínurnar sem eru að kæfa allan gróðurinn?“  –

Nú er spurning hvernig viðbrögð Kötu verða, – heldur hún áfram að vera „sparkling“ eða „búbblandi“  eða verður hún flöt? –

Það er a.m.k. búið að minnka aðeins ánægjuna og auka viðnámið við að Kata fari ekki að gera það sem hugur hennar stefnir til. –  Kannski var hún með smá efasemdir sjálf,  en vonaðist til að mamma hennar myndi taka undir með henni. –

Við erum að tala um Kötu sem er ekki barn, heldur 27 ára,  komin í háskóla. –

Við skulum vona að hún láti ekki slá sig út af laginu og elti draum sinn.

Ástæðurnar fyrir viðbrögðum móður Kötu getur verið að hún telji að Kata geti þetta í alvöru ekki,  þetta sé bara einhver della sem hún eigi eftir að sjá eftir o.s.frv. –  En er það Önnu,  mömmunar að ákveða það fyrir 27 ára dóttur?-

Þetta flokkast undir stjórnsemi – sem er ein af birtingarmyndum meðvirkni og er ekki góðmennska, – þó að mamman upplifi að hún sé að vernda dóttur sína, – vernda hana frá því að ana út í einhverja vitleysu og vernda hana jafnvel frá því að gera sig að fífli ef hún hefur ekki leikhæfileika.

En hvernig á Kata að komast að því ef hún fær ekki að reyna sig? –

Anna er því ekki að gera dóttur sinni gott,  hún er að stjórna henni og hún er að stela af henni ábyrgð og dýrmætum þroska.  Kannski líka gleðinni? –

Ég vona að þrátt fyrir þetta,  þessa hindrun í veginum, láti Kata ekki stöðva sig, heldur haldi áfram,  og ég vona að henni gangi vel og ef ekki,  þá láti mamma hennar vera að segja „ég sagði þér það – þú hefðir átt að hlusta á mig.“ –

Föðurleg og móðurleg ráð eru oftast góð,  en þau mega ekki vera til þess að stöðva þroska og setja hömlur á hamingju barnanna.  –  Þau VERÐA að fá að reyna sig og prófa. –

Að segja „Já“ –

Það er ekki tilviljun hversu margir þurfa á innri hvatningu að halda;

„Þori ég,  get ég, vil ég?“   „JÁ, ég þori, get og vil“ –

Hvað ef að kvenréttindakonurnar hefðu hlustað á úrtöluraddir á sínum tíma? –

Það er eflaust öruggara fyrir Kötu að fara í bústaðinn með foreldrum sínum og hreinsa upp lúpínur. –  Og hún hefði örugglega haft ánægju af því einhverjar helgar, – en að velja það og sleppa tækifærum,  sleppa því sem hún hefur ástríðu fyrir er ekki það að lifa lífinu lifandi. –

Kata hafði val um að hlusta á og taka inn á sig neikvæðar fortölur móður sinnar,  sem voru ekki komnar til af því að mömmu þótti ekki vænt um hana,  ó nei,  mamman „elskaði“ hana OF mikið og vildi hafa hana í öryggi og e.t.v. undir sínum væng. -Ég setti „elskaði“ í gæsalappir vegna þess að þessi elska er á röngum forsendum.  –

Þetta er dæmi um meðvirkni en ekki góðsemi. –

Leyfum okkur að ganga lífið í trausti en ekki ótta, í elsku en ekki ótta, hugrekki en ekki ótta.  –  Mamman þarf að þora að  sleppa tökunum af stelpunni sinni,  stelpan er byrjuð að ganga sjálf en mamman heldur enn í hendur hennar svo hún kemst ekkert áfram! –  Mamman þarf að sleppa tökunum á dótturinni og ótta sínum.  Dóttirin þarf líka að fara að hlusta eftir sínu hjarta og eftir löngunum sínum og sleppa því að taka úrtöluraddir of alvarlega. –

Spyrja sig „Hvað vil ÉG?“ – en ekki hvað vilja hinir og hvað er best fyrir þá o.s.frv.?-  Þegar upp er staðið er oftast það sem best er fyrir dóttur það besta fyrir móður,  það besta fyrir börn það besta fyrir alla foreldra, því að allar heilbrigðir foreldrar vilja sjá börnin sín glöð,  og öll heilbrigð börn vilja sjá foreldra sína glaða. –

Gleði okkar er því það besta sem við getum fært börnunum. – Og jafnframt besta fyrirmyndin. –

– Sá eða sú sem getur sleppt tökunum á þínum ótta er aðeins ein manneskja og það ert þú!

Hvernig og hvar sækir þú andagift, orku, gleði, hamingju? –

Er eitthvað ævintýri sem þú þráir en þorir ekki að segja „já“ við? –  Gerir nokkuð til að prófa, – er ekki eftirsjáin  að prófa ekki verri að hafa aldrei prófað? Það sagði a.m.k. fólkið sem var í viðtali á dánarbeðinu. – Það hefði viljað prófa fleiri hluti og taka meiri áhættu.  –

Hvað lætur þig búbbla?  –