Hugleiðsla í Lausninni – á mánudögum kl. 18:30 – 20:00

Þegar þú tekur frá nokkrar mínútur á hverjum degi til að kyrra hugann,  munt þú uppgötva svolítið gott;  hið hversdagslega lif mun fara að virka mun óhversdagslegt.  Þú munt fara að njóta hins smáa og hversdagslega sem þú tókst ekki eftir áður. – Þú verður frekar fullnægð/ur,  og bara almennt hamingjusamari/söm. –

Í stað þess að fókusera á það sem gengur illa í lífi þínu og er í ólagi, ferðu að veita athygli og hugsa um það sem sem gengur vel og er í lagi. –

Veröldin mun ekki breytast, en sýn þín á hana.  Þú ferð að veita athygli velvild og hlýju annars fólks,  í stað neikvæðni þeirra og reiði. –

(Jack Canfield)

Ég hef verið með hugleiðslunámskeið undanfarna mánuði,  sem hafa gefist vel. Hver tími verður 90 mínútur – (Einn og hálfur tími) á mánudögum frá 18:30 – 20:00.

Næsta námskeið er hið fjórða í röðinni,  en þau eru öll sjálfstæð svo það er alltaf hægt að stökkva með á lestina. –

Við byrjum 16. apríl og verður námskeiðið 3 skipti og kostar 4.500.- krónur.

Ég er með disk í bílnum mínum  sem heitir „Faðmur“ – í sorg og gleði þar sem Kristín Erna Blöndal flytur. – Mér líður alltaf vel í umferðinni með hana syngjandi með sinni blíðu rödd, sem er að vísu stundum trufluð með minni eigin þegar ég tek undir! – 😉 .. Eftirfarandi er ljóð sem er eitt af mínum uppáhalds og ætla ég að textann í hugleiðslunni sem grunn.

16. apríl
Eigi stjörnum ofar
á ég þig að finna,
meðal bræðra minna
mín þú leitar, Guð.

23. apríl
Nær en blærinn, blómið,
barn á mínum armi,
ást í eigin barmi,
ertu hjá mér, Guð.

30. apríl
Hvar sem þrautir þjaka,
þig ég heyri biðja:
Viltu veikan styðja,
vera hjá mér þar?

Já, þinn vil ég vera,
vígja þér mitt hjarta,
láta ljós þitt bjarta
leiða, blessa mig.

(Frostenson – Sigurbjörn Einarsson)

Nánari upplýsingar johanna@lausnin.is

Skráningarform opnar fljótlega á heimasíðu Lausnarinnar, annars er hægt að senda mér póst og gefa upp nafn, kt. og símanúmer. 😉

 

Framhald um meðvirkni og góðmennsku ..

Þessi pistill, er í raun framhald af fyrri pistli, sem ég birti undir heitinu „Meðvirkni er ekki góðmennska“ – og má lesa hér á undan þessum.  Þessi er þó sjálfstæður. –

Ef að gjörðir okkar snérust aðeins um mig, eða aðeins um þig, þá væri þetta ekkert voðalega erfitt. –  Stundum eru dæmin miklu flóknari, og oftast – því að þegar við förum að tjá okkur um sögu OKKAR, erum við ekki ein í heiminum, heldur er fullt af fólki þarna í kring.  „Hvað ef ég segi frá þessu, er ég að rjúfa leyndarmál ekki bara mitt, heldur hinna og hvernig verða viðbrögðin?“ – Verð ég bara einhvers konar hornreka í eigin fjölskyldu? –

Orð hafa áhrif, og það er því nauðsynlegt að biðja aðstoðar Guðs/æðri máttar,  eins og gert er í æðruleysisbæninni,  þar sem við biðjum um hjálp um sátt við það sem er og við getum ekki breytt,  hugrekki til að breyta því sem við getum breytt og vit eða visku til að greina þar  á milli. –

Það er e.t.v. fyrsta skrefið, en svo að leita sér hjálpar ekki bara æðri máttar, heldur mannlegs máttar,  en til þess eru sálfræðingar, geðlæknar, prestar og auðvitað við starfsfólk Lausnarinnar,  sem erum búin að kafa djúpt í orsakir meðvirkni,  okkar eigin og annarra. –  Þeir eru þó reyndari samstarfsfélagar mínir,  enda ég frekar nýgræðingur á svæðinu. –  (Skoh, byrja ég: „I´m not good, and not worthy“ 😉 .. )

Ég er þó ekki nýgræðingur í að vera meðvirk!

Meðvirkni er svoooo smitandi,  eða afleiðingar hennar.  Ég ætla að halda áfram að segja frá sýndarveruleikakonunni henni Önnu.    Eins og fram hefur komið var maður Önnu bæði búinn að halda framhjá henni og svo átti hann við drykkjuvandamál að stríða, – var með öðrum orðum virkur alkóhólisti og hún virkur meðvirkill. –

Anna var búin að kyngja gremju sinni, – fletta upp í „gullkornakistunni“  – Já, já, sá vægir er vitið hefur meira, – hún ætlaði ekki að halda til streitu neinum  leiðindum gagnvart Tedda. –  Fyrirgefa honum bara sem sannkristin manneskja, – ekki vera að ýfa upp meiri öldur,  enda var Teddi í þokkalegu jafnvægi þessa vikuna, –  fyrir utan þarna þegar hann kom heim drukkinn í leigubílnum um nóttina og hafði týnt veskinu sínu,  svo hún þurfti að koma út, „svona getur nú komið fyrir besta fólk“! ..      Svona var sjálfssefjunartal Önnu, en inní henni var kvika, – kvika gremju og reiði,  kvika skammar fyrir að standa ekki með sjálfri sér,  kvika sem hún fann að stækkaði í maganum hennar. –

Anna hafði haldið því leyndu fyrir fjölskyldunni hvernig Teddi hafði komið fram við hana.  Ekki bara til að hlífa honum, – Ekki bara til að hlífa öðrum fjölskyldumeðlimum .. hmmm? – Hvað meina ég með þessu? –

Hún var að hlífa sjálfri sér,  því hún skammaðist sín innst inni fyrir að hafa leyft honum að komast upp með allt sem á hafði gengið í gegnum árin.  Þegar hann henti út í brjálæðiskastinu og ölæðinu  um miðja nótt á náttfötunum. –  Þegar hann reif  í blússuna hennar og hún rifnaði – þegar hann var að ásaka hana um að vera of glyðrulega klædd. –   Þegar dóttir þeirra hafði séð blússuna sagðist hún hafa krækt henni í krók útí gróðurhúsi og blússan rifnað. –   Hún var að ljúga fyrir pabbann,  fyrir sjálfa sig til að fela skömm sem hún taldi sína og var að „hlífa“ dótturinni svo hún vissi ekki hvernig pabbi hennar kom fram við hana. –

En allt þetta og meira til hafði haft niðurbrjótandi áhrif á Önnu,  hún var farin að skammast sín fyrir tilveru sína, – og þurfti því enn meira á að halda að hún fengi utanaðkomandi klapp á bakið og að heyra að hún væri nógu góð. – Vítahringurinn versnar og vernsar. –

En Anna mætti í vinnunna, – hún var skólaritari í grunnskóla og hún var venjulega hress og kát og setti jafnvel upp sparibrosið, – henni leið oftast  vel í vinnunni, en hún fann að kvikan var orðin henni næstum ofviða. –  Hún hvæsti þá á nemanda sem kom of seint, – gekk um og skammaðist og reifst. –  Það voru allir sem voru farnir að finna fyrir vanlíðan Önnu og sumir kölluðu hana herforingjann, þegar hún fór yfir strikið í skapofsanum. –  Dóttirin sem hún hafði verið að hlífa heima fann líka fyrir vanlíðan mömmu sinnar. – Því að auðvitað fann hún spennuna,  en skildi engan veginn hvað var þar á bakvið.

Engar tilfinningar ræddar og það ruglaði auðvitað tilfinningaástandi dótturinnar.  Af hverju var sagt að allt væri í lagi þegar ekki var allt í lagi? – jú það var einu sinni þegar að ekki var hægt að fela,  dóttirin hafði séð ástandið.  Þá ræddu þau um að halda þessu fyrir sig, innan fjölskyldunnar,  og halda síðan áfram eins og ekkert hefði í skorist.

En það hafði „í skorist“  og skoran fór ekki í burtu. –  Þarna var dóttirin búin að fá „kennslustund“ í því að halda leyndarmál, jafnvel eitthvað sem hún hefði þurft að ræða,  en virti heiður hússins, þ.e.a.s. fjölskyldunnar, sem var þó bara gerviheiður. –

Anna ber ekki virðingu fyrir eigin tilfinningum,  hún virðir ekki sín mörk, henni finnst aðrir merkilegri en hún sjálf, en á vissum stöðum verður hún alvitur og best og er því æðri öðrum,  en Anna er óhamingjusöm,  því að kvikan og skömmin vex innra með henni. –

Hvað getur Anna gert? –

Hvar á hún að fá hjálp? –

Hvað ef þessi kvika væri krabbamein? –  Myndi Anna bara hunsa hana? –

Eflaust ekki.

Þegar kvikan er orðin svona sterk,  hraunið utan um sálina farið að skyggja á útgeislunina og þá um leið lífsneistann,  þá er auðvitað lífs-nauðsynlegt að leita sér hjálpar. –

Það þarf fyrst og fremst að segja frá.  Þó ekki sé sagt öllum heiminum,  þá þeim sem kemur þetta við og það hefur áhrif á. –  Svo er hægt að leita til trúnaðarmanneskju sem hefur vit á meðvirkni. –

Enginn á að sitja einn með leyndarmál eða skömm. –  Það er alltaf einhver þarna úti sem gæti hlustað án þess að dæma.  Það er mjög mikilvægt að hlustandinn sé fær um það.  Hversu hrikalegt sem málið hljómar og er,  þá er það svo skrítið að við það að deila með öðrum þá léttir á. –

Margir halda að þeir séu að missa vitið  þegar þeim er farið að líða svona illa út af meðvirkninni,  og það vantar oft ekki að t.d. maki haldi því að viðkomandi að hinn aðilinn sé í raun bara geggjaður! ..

Það er alveg rétt að sá meðvirki verður týndur,  týnir spegilmynd sinni.  Sér í speglinum flesta aðra en sjálfa sig og jafnvel löngu farna forfeður og mæður, – en kannski sér hann engan í speglinum.  Bara tóm. –

Það er mikilvægt að hér komi fram að bæði Teddi og Anna eru meðvirk. – Og sambandið er aldrei heilbrigðara en veikari aðilinn er.  Í raun eins og fyrirtæki er jafn sterkt og veikasti hlekkurinn.  –  Hjónaband þeirra er svokallað þarfasamband,  þar sem þau eru háð (codependent)  hvoru öðru. –  Teddi er voða fegin að Anna er svona opin og skemmtileg og sér um samskiptin við aðra, hann er það bara þegar hann er í glasi, – en í raun er hann hrikalega lokaður og feiminn,  enda sjálfur með þannig „forritun“ frá bernsku.

Hann var barnið sem kom heim með 9.5 í einkunn úr smíðakennslunni, og þegar hann var 12 ára kom hann heim með þennan flotta skjöld sem hann hafði smíðað.   Pabbi hans hafði litið á skjöldinn og sá á einum stað að vantaði að pússa betur, og sagði – „já, ég skil af hverju þú fékkst ekki 10“ .. og ekki orð um það meir! – (Börnum var ekki hrósað, því þau gætu orðið of montin) – Pabbi Tedda var jafnframt þessi harða týpa sem „beit á jaxlinn“ – og „vældi ekki eins og kerling.“ – Mamma hans var aftur á móti róleg týpa sem stjórnaði umhverfinu með píslarvotta hegðun og  samviskustjórnun. –

Teddi gerði aldrei neitt nógu vel,  að eigin mati – hann hélt s.s. við mati föður síns,  og þráði eins og Anna að fá hrós, viðurkenningu, athygli á réttum forsendum, þó hann skildi það kannski ekki sjálfur.  Honum leið ekki skár en Önnu og lét það bitna óspart á henni. –   Hann ræddi ekki tilfinningar sínar, „bar ekki sín vandamál á torg“ –  Hann var ekki að leita sér hjálpar eða ræða við einhvern „Gvöð“ –  heldur drakk hann úr flösku. –

Anna leitaði aftur á móti í súkkulaðið,  sem flóttaleið þegar kvikan gerði vart við sig, –  hún gat ekki gengið í gegnum tilfinningarnar, hún fór frekar að baka eða borða. –  Það var ekki í boði að ræða neitt. –

Óyrtar tilfinningar,  ósögð orð, upphlaðin skömm og sektarkennd,  hausinn fullur af súrum og útrunnum skilaboðum frá bernsku sem er viðhaldið af innri rödd sem er ekki lengur þín eigin. –

„You have to see your pain to change“  sagði sálfræðingurinn Sophie Chiche þegar hún var að segja frá leið sinni að komast frá A til B í lífinu og þar sem hún lenti alltaf í svartholi. –

Við þurfum að þekkja einkennin og virða þau til að breyta.

Við höfum notað þessar útrunnu hugsanir um okkur sjálf allt of lengi:  „Hver þykist þú vera“ – „Þú ert ekki verðug/ur“  „Þú ert algjör lúser“ –  „Þú átt ekkert gott skilið“ – „Þú gerir aldrei nógu vel“ … og svo framvegis og svo framvegis. –

Ástæðan fyrir því að ég hef verið að prédika fyrir fólki að tala jákvætt við sjálft sig,  koma með jákvæðar staðhæfingar,  er vegna þess að það er sem móteitur við þessari neikvæðu útrunnu rödd. –

Fólki finnst væmið, skrítið og óeðlilegt að tala fallega um sig, og jú, því finnst það ekki eiga það skilið! –  Hringir þetta einhverjum bjöllum? –

Ef við höfum hatað okkur næstum allt okkar líf, hafnað okkur, óvirt og vantreyst,  þá er viðsnúningur aldrei of seinn.   NÚNA er punkturinn að snúa við tannhjóli neikvæðninnar,  – tala fallega í eigin garð, líka um líkamann okkar,  aldrei hata neinn part af okkur. –  Heldur sættast við hann. –  Öll eitruðu spjótin í eigin garð virka sem eitur. –  Öll eitruðu spjótin í garð annarra virka líka sem eitur á okkur,  vegna þess að þau eru eins og bjúgverpill,  – það er karmað, það er bergmál lífsins.  – Ef við tölum illa um aðra, erum við að tala illa um okkur sjálf,  því að við erum þegar upp er staðið ÖLL EITT mannkyn. –

Öll vorum við saklaus börn, – það gerðist eitthvað á leiðinni, – og skyggja eitthvað á perluna okkar,   sálina okkar.   Okkur batnar ekki við að kenna öðrum um,  okkur batnar ekki við að óska öðrum óhamingju.  Okkar hamingja bætist ekki við það,  það er amk ekki raunveruleg hamingja að sjá aðra engjast um.  Það er hefndarþorstinn sem ræður. –

Drykkurinn sem svalar þeim þorsta er ekki hollur. –

Þegar við komumst svo út úr hausnum á öðrum,  og náum að dvelja í sjálfum okkur, – virða, elska og treysta,  fara að veita sjálfum okkur athygli. –  Þá erum við komin á ágætan stað. –

Leiðin er að tjá sig,  nota fallegt tungumál, velja sér vini og holla andlega næringu (líka í fjölmiðlum)  virða sín mörk,  samþykkja sig sem ófullkomna manneskju og fyrirgefa sér það af einlægni,  – líka þegar við gerum mistök,  ekki dæma, ekki fyllast sektarkennd því það startar vítahringnum aftur. –

Við þurfum að komast upp úr gamla farveginum, – breyta viðhorfum okkar til sjálfra okkar og tilverunnar.  Æfa okkur í hamingjunni. –

Sophie Chiche, sálfræðingurinn franski,  sem ég minntist á hér fyrr,  var spurð hvernig hún hefði farið að því að losa sig við 40 kíló,  – en hún svaraði að bragði  „I didn´t DO anything I shifted my state of BEING“ –    Hún breytti tilveru sinni en GERÐI ekki neitt, – að sama skapi er hægt að losna við andleg 40 kíló sem hvíla eins og hraunið á sálinni,  – offita hugans, eða í sumum tilfellum þegar við glímum við of mikla stjórnsemi og erum með of strangar reglur gagnvart okkur sjálfum: anorexía hugans. –

Hugleiðsla er leið inn á við,  náttúran er leið til að kynnast okkur sjálfum,  að einfalda líf sitt og sortéra er ein aðferð. –

Hér ætla ég að staðnæmast í dag, en munum það að við megum vera og eigum að vera ófullkomin, engin/n mannleg vera getur verið fullkomin – nema hin fullkomna útgáfa af sjálfum sér.

Við eigum ekki að þurfa að óttast að gera mistök, – eflaust kæmumst við upp með það að gera aldrei mistök ef við gerðum aldrei neitt, eða tækjum okkur aldrei neitt fyrir hendur, tækjum aldrei áhættu. –  En það er uppskrift af leiðindum. –

Núna er tíminn okkar allra til að njóta lífsins, við skulum verja tíma okkar vel. – Meðalhófið er best, – að komast í sátt og jafnvægi er best. –  Of eða Van eru hættumörkin, –  ef það er eðlilegt að sveiflast pinku þegar við förum að breyta.  Foreldrar sem aldrei hafa fengið hrós eða elsku,  eiga það stundum til að ofvernda börnin sín, ofhrósa, ofelska,  en þessi „ofelska“  Ofelska er ekki raunveruleg elska,  það er elska á röngum forsendum. –  E.t.v. hræðsla við að missa börnin,  hræðsla við að þau lendi í því sama og við,  en við verðum að leyfa þeim að fljúga úr hreiðrinu, – því að þeim eru gefnir vængir til að fljúga. – Ef við stöðvum þau, gætum við eins vel vængstíft þau. –

Eigum góðan dag og njótum hans sem við, í elsku til okkar sjálfra og í elsku til annarra. –  Einlægri elsku.

Biðjum fyrir OKKUR

Lífið er okkar, himininn, jörðin, vatnið er okkar og  við erum himinn, jörð og vatn

Við erum öll tengd líffræðilega, við erum öll tengd jörðinni efnafræðilega

Við erum öll eitt, eitt með hvert öðru og eitt með jörðu og himni

Eitt með Guði

Uppsprettan er óendanleg

Gefum henni frelsi til að flæða

Hið ytra og hið innra

Leyfum lífsins orku  að flæða um okkur

Heila, lækna og frelsa

Upplifum gleðina og hugrekkið í hversdeginum

Tökum í hendur okkar sjálfra og segjum “Takk”

Öndum djúpt, hugsum fallegar hugsanir, drekkum meira vatn og lifum:

HAMINGJUSÖM

Hægt er að skoða meira um meðvirkni og aðferðir á http://www.coda.is  og http://www.lausnin.is  en þar starfa ég. –

Hlæðu með þér, gráttu með þér, stattu með þér …. alla leið – það má!

Hver og ein manneskja ber ábyrgð á sínum viðbrögðum,  líðan og farsæld,  – en að sjálfsögðu eru þarna undantekningar eða ákveðinn „afsláttur“ af ábyrgð ef að um t.d. barn er að ræða eða brotna eða sjúka manneskju. –  Foreldrar og samfélag bera saman ábyrgð á börnum og þeim sem ekki geta borið fulla ábyrgð,  – og okkur ber ábyrgð,  þegar við finnum að við treystum okkur ekki til að bera hana ein, að leita okkur hjálpar þegar á því er þörf.

Það skal taka fram að við þurfum sérstaklega að varast að taka ekki ábyrgðina af fólki sem á að hafa hana, getur það og vill.  Börn hafa alltaf einhverja ábyrgð og hún eykst með hverju árinu.  Við megum ekki og eigum ekki að gerast þjófar á þroska þeirra með að taka af þeim þá ábyrgð sem þau geta tekið sjálf. –

Við vitum alveg að tveir einstaklingar geta lent í svipuðu áreiti en annar tekur því vel (eða bara lætur það fram hjá sér fara) en hinn fer alveg í klessu. –  Hvað veldur því að tuttugu hrós geta gufað upp og orðið verðlaus fyrir einni gagnrýni? –  Er það ekki viðhorf þess og viðkvæmni þess sem tekur við,  að veita athygli því neikvæða og samþykkja það?  –  Líka ef að gagnrýnin er réttmæt, hvernig væri að taka henni – fyrirgefa sér og vinna úr því í framhaldi? –  Er betra að sökkva sér niður í sjálfsvorkunn, reiði, gremju,  út í sjálfa/n sig og/eða aðra? –  Og hvað varð um öll tuttugu jákvæðu atriðin.  Eru þau ekki lengur samþykkt? –

Við getum hugsað okkur samskipti,  þar sem annar aðilinn er með leiðinlegar athugasemdir og hinn aðilinn þegir bara og tekur allt inn á sig og brotnar hægt og bítandi niður.  Stundum reiðist hann gífurlega þegar dropinn fyllir mælinn,  springur – en svo byrjar allt upp á nýtt. –

Við getum séð þetta fyrir okkur sem veiðimann sem veifar veiðistöng með agni á önglinum.  Okkar verkefni er þá að vera ekki eins og fiskurinn sem bítur á og engist um, heldur að hafa skynsemi til að gera okkur grein fyrir því sem gerist EF við bítum á.  Við segjum því „nei takk“ – þetta er mér ekki bjóðandi, eða hreinlega látum öngulinn dingla og veiðimanninn engjast því að hann nær engu. –

Þegar við erum farin að upplifa gremju í samskiptum við annað fólk,  þá erum við farin úr „presence“ – úr jafnvæginu okkar, – og það er ekki það sem við viljum.  Þess vegna er mikilvægt að við setjum okkur mörk,  við tökum gagnrýni og nýtum það sem er uppbyggilegt en hendum hinu.  Ef við tökum gagnrýni illa,  í staðinn fyrir að nýta hana uppbyggilega þá erum við að leyfa öðrum að stjórna okkar lífi og verðum eins og strengjabrúður umhverfisins.   Stundum er talað um að vera með leigjanda í höfðinu sem borgar ekki leigu! –   Hver er leigusalinn? – Hver hleypti honum þarna inn. – Hvers er ábyrgðin? –

Hér þarf líka að minnast á hinn gullna meðalveg. –  Við eigum ekki að þurfa að tipla á tánum í kringum fólk  „walking on eggshells“ – er það kallað á útlenskunni. –   En á móti, gilda orð Einars Benediktssonar „Aðgát skal höfð í nærveru sálar“ –

EN ekki gleyma því,  enn og aftur,  að þú ert líka þessi sál. –

Af hverju gerir ekki einhver eitthvað,  spyrjum við oft og bendum í allar áttir.   Hvað með mig,  hvað með þig? – Erum við ekki einhver? –   Við getum ekki breytt fólki,  en við getum breytt sjálfum okkur og við getum valið okkur viðbrögð.  Það tekur að sjálfsögðu tíma,  en ef við hugsum í hvert skipti sem við upplifum gremju út í einhvern eða einhverjar aðstæður til veiðimannsins og öngulsins, – því að  veiðimaðurinn þarf ekkert bara að vera einhver persóna,  heldur geta það verið aðstæður sem eru okkur skaðlegar og við þurfum að velja okkur frá. –   Ath!  Aðstæður geta bæði verið huglægar og veraldlegar. –  Það er ekki nóg að flýja úr húsi ofbeldismannsins ef að hann fær enn leyfi til að gista í hausnum á okkur. –

Niðurstaða mín eftir vinnu með fólki er því að því fyrr sem við gerum okkur grein fyrir ábyrgð á eigin líðan, eigin hamingju og að horfa inn á við,  því betra taki náum við á tilverunni,  verðum sterkari.  Förum ekki í fýlu eða gremju – því að það bitnar mest á okkur sjálfum og smitar reyndar oft út í ranga aðila,  þá sem okkur þykir vænst um.

Viljum við það? –

Hamingja og farsæld virkar eins,  hún smitar til okkar nánustu.

Hamingja þín er hamingja mín og öfugt.  Ef við getum ekki láð annarri manneskju það að vera hamingjusöm,  þá þurfum við að líta í eigin barm. –   Erum við þá upptekin af okkur sjálfum, eða erum við í raun uppteknari af hinni manneskjunni – leigjandanum í hausnum á okkur? –

„Get a grip“ –  eða taktu þér tak og leyfðu þér að upplifa hamingju dagsins í dag,  hamingjunni með að búa í þér og hafa leyfi og val til að reka út alla óæskilega leigjendur úr þínum kolli. –  Líka þá sem sitja þar enn frá bernskunni,  frá unglingsárum eða einhverja sem valda þér vanlíðan í dag. –   Svo þarf að halda vöku sinni, – ekki gleyma sér eins og sá sem flýtur sofandi með opinn munninn,  svo að agn veiðimannsins hefur greiða leið. –

Við verðum að lifa með vitund – ekki án vitundar. –

Gráttu með þér,  hlæðu með þér,  stattu með þér … alla leið. –   Það má!

Um æðri mátt …

Margir sem leita til mín eru að íhuga það sem kallað er æðri máttur, – en það er það sem ég og margir kalla dags daglega Guð. –  Ástæðan fyrir því að fólki „líkar betur“ við hugtakið æðri máttur en Guð er að guðsmyndin er oft orðin fyrir þeim hálfónýt,  þar sem það er mynd af dæmandi Guði,   Guði hefndar – og jafnvel mjög fjarlægum Guði. –

Í lokuðum hópi í gær fór umræðan um almætti Guðs og kærleikann hátt, og sýndist sitt hverjum og allir höfðu rétt fyrir sér (að mínu mati) –  því að í raun getur engin/n sagt okkur hvernig Guð er,  eða æðri máttur,  en það er hægt að segja frá sinni mynd og þegar við förum að tengja okkur við ákveðna mynd og skilja/þekkja æðri mátt þurfum við ekki að spyrja lengur,  við bara finnum og skynjum. –

Nýlega heyrði ég þá tilgátu að þegar við létum annað fólk eða leyfðum því að vekja með okkur gremju,  og þá stjórna lífi okkar og tilfinningum, værum við að gera það að okkar æðra mætti og þá væri ekki pláss hinn raunverulega æðri mátt. –

Ég hef vanið mig á að byrja daginn með einhverju fallegu, hlusta á fallegan boðskap á Youtube,  lesa bæn, hugleiða – og í morgun dró ég úr „Fjársjóði hjartans“ en það eru spjöld sem nýbúið er að gefa út og fást í Kirkjuhúsinu, – þar sem falleg ritningarvers leiða mann inn í daginn og aftan á spjaldinu er bæn. – Tilviljun? – Ég sem var að ræða Guð og æðri mátt í gær, og þar að auki að skrifa um mikilvægi þekkingar/reynslu í pistli á mbl.is –

Spjaldið sem ég dró segir: „Því að Guð er meiri en hjarta okkar og þekkir allt.“ –  1. Jóh. 3:20

Í huga mér kom upp mynd af okkur krökkunum í kringum pabba, – en ég minnist þess að hann var að lesa framhaldssögu fyrir okkur, en hún heitir einmitt „Mamma skilur allt“ –

Börn upplifa oft Guð sem foreldri sem klikkar ekki, sem elskar þau skilyrðislaust og þannig á það auðvitað að vera. – En við þekkjum auðvitað að þar getur brugðið útaf. –  Guð hefur það fram yfir mömmur og pabba – og hvern sem er að hann getur sett sig algjörlega í okkar spor. – Það sem er enn mikilvægara er að almætti hans felst í því að gera það sem við getum oftast ekki,  það er að elska okkur og náungann skilyrðislaust og fyrirgefa. –

.. Þegar börnin mín voru lítil sagði ég við þau að ef að þau bæðu bænirnar fyrir svefninn, myndi þau dreyma vel. – En svo gerðist auðvitað hið óumflýjanlega, að barnið sem var fullt af trúnaðartrausti til móður og til Guðs, vaknaði einn morguninn og sagði „mig dreymdi illa, SAMT bað ég bænirnar mínar.“ – Ég hafði s.s. lofað upp í ermina á sjálfri mér og Guði sjálfum og barnið varð auðvitað eitt spurningarmerki, bað ég ekki nógu heitt? – Elskar Guð mig ekki nógu mikið? Er mamma að plata? Á ég ekki skilið að dreyma fallega? .. o.s.frv.

– Það hefði verið  réttara að segja við barnið að við biðjum Guð að vera með okkur í draumunum okkar, og ef okkur dreymir illa, fáum jafnvel martröð, er Guð þar líka og upplifir hana með okkur, þannig að við séum aldrei ein og Guð skilji okkur 100% hvort sem okkur líður vel eða illa. –

Bænin aftan á spjaldinu sem ég dró er eftirfarandi:

„Guð, ég þakka þér fyrir allt sem þú getur gert i okkur og fyrir allt sem þú getur gert án okkar,  Hjálpaðu okkur að hvíla í þér. -“ 

Þetta er það sem kallað er að gefa sig æðra mætti, – „Surrender to God“…   Ég vil ekki kalla það uppgjöf,  í hefðbundnum skilningi, heldur er það miklu líkara sátt.  Að sættast við Guð,  í stað þess að glíma við Guð. –

Eins og ég tók fram í upphafi, þá er engin/n sem getur sagt okkur hver okkar æðri máttur er eða hver Guð er fyrir OKKUR. –

Það er mikill friður og frelsun að hvíla í Guði/æðra mætti, – eða jafnvel því sem sumir kalla og talað er um í Biblíunni því sem ER.  Því Guð bara er.   „I AM“ –   „ÉG ER“  –  og það er alveg nóg.

-Mamma verður aldrei Guð,  pabbi verður aldrei Guð,  þú verður aldrei Guð, – manneskja verður aldrei Guð,  því að manneskja getur aldrei þekkt allt eða skilið allt,  hversu mikið sem hún leggur sig fram.  En eftir því sem manneskja hefur meiri samhug, sýnir meiri einlægan skilning sýnir hún meiri þroska. – Dómharka er aftur á móti andstæðan, dómharkan er þroska- eða þekkingarleysi – og þá líka dómharka í eigin garð.  –

Sá sem hefur þroska og þekkingu hefur líka skilning. –

Sumir telja að eina leiðin til að öðlast þennan þroska og öðlast visku sé í gegnum lífsreynsluna – jafnvel sársaukann,  en við getum lagt okkur fram við að skilja og dæma ekki, án þess að þurfa að hafa gengið í gegnum alla þjáninguna sjálf. – Við náum langt og við náum þroska, en við getum aldrei og viljum aldrei þurfa að ganga í gegnum alla mögulega þjáningu. –

Við getum ekki verið okkar eigin æðri máttur, – eða okkar Guð, vegna þess að það liggur í orðanna hljóðan.  Æðri máttur er máttur sem hefur gengið í gegnum allar sorgir mannlegs lífs og alla gleði og er enn að.  –  Enginn mannlegur máttur hefur möguleika á því. –  Engin manneskja er fullkomin og engin manneskja getur ætlast til þess að hún sé fullkomin og við megum ekki dæma okkur fyrir það að geta ekki allt sem Guð eða æðri máttur getur. –  Við erum mannleg og eigum að fagna mennsku okkar og virða það að við erum takmörkuð,  en fagna því jafnframt að geta hvílt í Guði eða æðra mætti og skilyrðislausri elsku hans. –

Eftirfarandi er bútur úr kærleiksóð Páls Postula, en margir upplifa það að Guð sé kærleikur og ég leyfi mér hér að skipta út orðinu kærleikur og setja Guð í staðinn. –

Guð er langlyndur, hann er góðviljaður. Guð öfundar ekki.
Guð er ekki raupsamur, hreykir sér ekki upp.
Guð hegðar sér ekki ósæmilega, leitar ekki síns eigin,
hann reiðist ekki, er ekki langrækinn.
Guð gleðst ekki yfir óréttvísinni en samgleðst sannleikanum.
Hann breiðir yfir allt, trúir öllu, vonar allt, umber allt.
Guð fellur aldrei úr gildi.

Ef þú smellir hér er tengill á pistil sem ég vitna í að ofan og tengist þessum pælingum um þekkinguna og skilninginn. –

Óvinurinn hið innra – Paulo Coelho

Mig dreymdi skrítinn draum í nótt, – ég var að fæða barn, það var sársaukalaust og ég tók sjálf á móti því.  Mér fannst það ekki sérlega fallegt, eða a.m.k. eitthvað skrítið – en einhver hvíslaði því að mér að það væri eðlilegt svona nýfætt að það sæist aðeins á því. – Í morgun opnaði ég svo fésbókina og sá eftirfarandi blogg Paulo Coelho´s og fannst það tengjast drauminum. –  Kannski var þetta barn mitt „other“ – en hvort sem það er tenging eða ekki,  þurfti ég á þessari sögu að halda. –  Ég er voða hugfangin af hugmyndafræði Paulo Coelho, og reyndar allra sem hugsa djúpt.  –

Bloggið er brot úr sögunni:

„By the River Piedra I sat Down and Wept (Na margem do rio Piedra eu sentei e chorei)

Nafnið á bókinni er vísun í Davíðssálm 137 „Við Babýlonsfljót þar sátum vér og grétum“ – en margir þekkja líka „By the Rivers of Babylon“ ..  með Boney M.  – sem er að sjálfsögðu líka vísun í sálminn.

Sagan fjallar  um sjálfstæða unga konu; Pilar,  sem er eitthvað ófullnægð með háskólalífið og leitar að æðri eða dýpri tilgangi. – Líf Pilar breytist til muna þegar hún hittir æskuástina,  sem er orðinn andlegur leiðbeinandi, heilari og kraftaverkamaður. –  Hvorki meira né minna! …
En hér kemur bloggið hans  Paulo´s

Óvinurinn hið innra

by Paulo Coelho on March 9, 2012

(lausl. þýðing JM)

Maður var staddur á krá ásamt félögum sínum, þegar að gamall vinur hans kom inn. –  Hann hafði lifað lífinu í leit að réttum vegi, en án árangurs. „Ég ætti að gefa honum smá peninga“, hugsaði hann með sjálfum sér.

En vinurinn var nú ríkur, og kom á krána þetta kvöld aðeins til að borga allar skuldirnar sem hann hafði stofnað til í gegnum árin.  Til viðbótar við að borga lánin,  bauð hann öllum upp á drykk.

Þegar hann var spurður hvernig honum hefði tekist að ná svona góðum árangri,  svaraði hann, að þar til fyrir einhverjum dögum hefði hann lifað eins og „Hinn“.

„Hvað er Hinn?“  spurði Pilar.

„Hinn trúir að maður eigi að verja æfinni í að hugsa upp hvernig þú  byggir upp öryggisnet til að deyja ekki úr hungri þegar þú verður gamall.  Þannig að þegar þú lifir sem Hinn,  nærð þú ekki að uppgötva að Líið hefur sín plön, og þau geta verið öðruvísi.“

„En það er hætta. Og það eru þjáningar“,  sagði fólkið á barnum sem var byrjað að hlusta.

„Enginn sleppur við þjáningarnar. Svo það er betra að tapa nokkrum orrustum við að berjast fyrir draumum sínum, en að vera sigraður án þess að vita fyrir hverju þú ert að berjast.  Þegar ég uppgötvaði þetta, vaknaði ég ákveðinn í að vera það sem mig langaði alltaf að vera.  Hinn stóð í herberginu og horfði á.

Þó Hinn sæktist stundum eftir því að hræða mig, leyfði ég honum ekki að koma aftur.  Frá þeirri stund sem ég ýtti Hinum út úr lífi mínu, vann hinn æðri máttur kraftaverk sín.“

Spurningarnar sem eftir sitja fyrir okkur öll, – hver vil ég vera (hver er ég?)  og fyrir hvaða drauma vil ég berjast? –

Hægt að lesa orginal blogg með að smella á

The enemy within

Lífsteppið ..

„In many oral traditions, wisdom is represented by a temple, with two columns at its entrance: Fear and Desire. When a man stands at this entrance, he looks at the column of Fear and thinks: “my God, what will I find further ahead?” Then he looks at the column of Desire and thinks: “my God, I’m so accustomed to that which I have, I wish to continue living as I have always lived.” And he remains still; this is what we call tedium.“ Paulo Coelho
Gróf þýðing – velkomið að koma með betri: –
Í margri söguhefðinni, er viskunni líkt við musteri, með tveimur súlum við innganginn: – Ótta og Löngun. – Þegar að einhver stendur við innganginn, lítur hann á súlu Óttans og hugsar: „Guð, hvað finn ég þarna lengra inni?“ – Síðan lítur hann á súlu Löngunar og hugsar: „Guð, ég er svo vanur því sem ég hef, ég vel að lifa eins og ég hef alltaf lifað.“  Hann heldur því kyrru fyrir; þetta er það sem við köllum leiðindi. –
Það er sorglegt ef við látum óttasúluna verða ráðandi. – Við þurfum líka að skoða af hverju óttumst við? – Hvað getur gerst – og hvað er það versta?  –
Það eru voða margir sem fylgja ekki draumum sínum, virða ekki þrár og langanir af ótta við mistök, að þeir velji rangt og að það gangi ekki upp það sem við ætluðum að láta ganga upp. –  Sá ótti tengist oft, hvað aðrir halda um okkur, við skömmumst okkar, búin að fara í nám aftur og aftur, eða í samband aftur og aftur og það gengur ekki upp.  – En auðvitað þurfum við að prófa til að vita. –
Sumir eru mjög brenndir eftir sambönd og lýsa því yfir að ætla aldrei aftur í samband, og það er vegna þess að þeir eru hræddir við að lenda í því sama aftur. –  Það sem við þurfum að gera er að vinna í okkur sjálfum,  það er sambandið við okkur sjálf sem skiptir öllu máli og þegar við förum að geta borið virðingu fyrir okkur og treyst okkur, þá fylgir yfirleitt virðing á móti og traust. –
Það má spyrja sig hvort sé verra, vonbrigði eða eftirsjá?
Ef við upplifum vonbrigði, þá höfum við a.m.k. prófað og sannreynt.
Ef við upplifum eftirsjá, að hafa ekki dveljum við oft í því að horfa til baka og hugsum „oh ef ég hefði“ .. – Það er auðvitað ekki rétta leiðin, við verðum að fyrirgefa okkur ef við gerðum ekki,  því eftirsjá er vondur staður að búa á. –
Enginn vill leiðinlegt líf. – Þegar nemendur voru að koma til mín og íhuga hvað þeir vildu læra í háskóla og voru ekki vissir, hvatti ég þau til að prófa, því að nám er aldrei eyðsla á tíma. – Þó að við klárum ekki viðkomandi nám, þá höfum við a.m.k. prófað og það verður oft bara trappa að því næsta eða bútur í bútasaumsteppið okkar. –  Það sama gildir um blessuð samböndin.   Það er vont að þora ekki í samband, og lifa í hræðslu við að eitthvað gæti mögulega farið úrskeiðis. –
Þess vegna þurfum við að vera svolítið hugrökk og láta eftir löngunum okkar til að vita hvað bíður inn í musteri viskunnar. – Því að það sem þar gerist verður auðvitað alltaf lærdómur,  stundum erfiður og ef það er ekki það sem hentar okkur,  þá höfum við a.m.k. lært af því. –
Viljum við eiga litlaust og einfalt líf – fullt af öryggi þar sem við hreyfum okkur ekki spönn frá rassi. Erum örugg í sófanum, eða viljum við eiga skrautlegt líf.
Sum reynsla kemur til okkar án þess að við biðjum um hana, henni er bara „dembt“ á okkur og við höfum ekki val. –  Önnur reynsla er sú sem við getum valið, sú leið sem er inn í musterið þar sem við fylgjum löngunum okkar. –
„Faith or Fear“ – eða Trú eða Ótta“  –  Það er gott að hafa trúna með eða traustið í farteskinu þegar við höldum af stað í átt að draumum og löngunum. –  Ég hef yfirleitt litið á elskuna sem andstæðu óttans, – og skrifaði grein þar sem ég talaði um að næra elskuna og svelta óttann. –  Það má alveg eins næra trúna/traustið og svelta óttann. –
Við komumst ekki framhjá óttanum, – við nálgumst hann með því að horfast í augu við hann og fara í gegnum hann. – Við segjum: „Þetta var erfið lífsreynsla að fara í gegnum“ – við förum semsagt í gegnum reynsluna og í gegnum lífið, en ekki framhjá því,  eða bíðum við dyrnar og látum okkur leiðast.  Nú eða hlaupa í burtu og gera allt annað, en það er flóttinn frá lífinu og tilfinningunum og kallast í daglegu tali: fíkn. –
Allt sem við gerum verður eins og bútur í bútasaumsteppinu okkar, það má kalla það „Lífsteppið“ – og þessi teppi geta litið út á mismunandi hátt. –  Sum eru komin hingað til að fara í gegnum lífið létt – og þá verður reynslan eins og úr leikskóla, segir Louise L. Hay, sem hefur reynt mikið. – Ef við fáum stóran pakka að glíma við, erum við eins og í háskóla. – Við útskrifumst þá úr þessu lífi með e.t.v. fimm háskólagráður eða meira. –
Mér finnst gott að líta á þetta svona, – ég deili lífsskoðunum Louise L. Hay og fleiri sem hugsa þetta svona. – Ég virði þá sem hugsa öðru vísi. –  Það léttir mér að takast á við sársaukann sem ég hef upplifað,  léttir mér líka að fella varnir  og leyfa mér að vera berskjölduð og grímulaus.
Það er vandlifað, en ég er þakklát því að ég veit að mitt lífsteppi verður mjög skrautlegt, og er reyndar orðið mjög skrautlegt,  bæði vegna þeirra erfiðu verkefna sem ég hef fengið í lífinu (og skemmtilegu)  og vegna þeirra sem ég hef valið og ákvarðana sem ég hef þorað að taka. –
Sagt „já“ á réttum stöðum og „nei“ á réttum (og oft röngum ;-)).
Skelli hér videóinu hennar Brené Brown með um „The Power of vulnerability“ –

Stundum þurfum við að stoppa til að skynja lífið ..

Þessi pistill er skrifaður af „sjúkrabeði“ – já er með flensu,  en ekki það illa haldin að geta ekki skrifað eða spekúlerað! –  Pistillinn er innblásinn af videói með Paulo Coelho sem hægt er að sjá í lok pistilsins þar sem hann lýsir upplifun sinni af því að festa jeppa sinn í eyðimörk og hvernig hann og samferðafólk vann úr því. – Ég hef sjálf verið að nota svipaða líkingu,  þegar ég hef verið að útskýra fyrir fólki setningu Eckhart Tolle:

“Accept – then act. Whatever the present moment contains, accept it as if you had chosen it. Always work with it, not against it.”

Þetta er líka það sem felst í sáttinni við aðstæður. – Það er ekki það sama og uppgjöf og langt í frá. –  þetta er munurinn á að vinna með aðstæður en ekki gegn þeim. –  Að gera það besta úr því sem komið er. – Það þýðir ekki að fara í að ásaka hvorki sjálfan sig né aðra fyrir að vera komin í ákveðnar aðstæður. – Það hjálpar engum, en við getum lært af aðstæðum,  skoðað af hverju við erum komin þangað sem við erum komin. –

Hvað gerum við þegar við festumst í eyðimörk?-

Ekki að það sé algeng lífsreynsla fólks á Íslandi, en þetta getur átt við hvað sem er.  Að lenda í hindrunum á lífsleiðinni,  bæði raunverulegum og hindrunum hugans. –

Jeppi Paulo og samferðamanna festist s.s. í eyðimörkinni. –  Þá talar hann um að gera það besta úr aðstæðum. –

„Surrender your self to God, but you do it with faith, – you are never alone“..

Þetta er svipuð upplifun og úr texta 23. Davíðssálms,  „Þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert því þú ert hjá mér“ ..

Fólk segist ekki þurfa hjálp, en Paulo segist alltaf þurfa fólk, ekki vegna einmanakenndar heldur vegna þess að það er svo gott að hafa einhvern við hlið sér. –

Hann tekur þetta dæmi úr eigin lífi, – að lenda á eða í hindrun, – og eins og áður sagði gera það besta úr því sem komið er. – Njóta samferðafólksins, og íhuga líf sitt. –  Það er í raun að sætta sig við aðstæður, og vinna þaðan úr þeim. –

„Every time I go astray please take me back“ er bæn Paulo til Guðs.

Texti sem ég nota sem bæn mína til Guðs er úr sálmabók

„Leið mig Guð eftir þinu réttlæti, gjör sléttan veg þinn fyrir mér því að þú, Drottinn, lætur mig búa óhulta í náðum.“ –
Í þessum dimma dal sem við göngum, gengur Guð með okkur og býr okkur borð frammi fyrir fjendum okkar og sleppir aldrei af okkur hendinni. En við njótum ekki öryggis hans ef við finnum ekki fyrir því af því að við stoppum aldrei nógu lengi til að muna að við getum ekki barist ein heldur Guð/æðri máttur fyrir okkur og með okkur. –

Stundum þurfa hlutir að gerast til að við áttum okkur á að „við erum“ segir Paulo Coelho. –  Við getum þotið í gegnum lífið án þess að stoppa og hugsa,  eða veita lífinu eða sjálfum okkur athygli. –

Sjá betur í sögu Paulo:

Guð minn almáttugur! ..

Fyrirsögnin er algeng upphrópun, – yfirleitt þegar eitthvað alvarlegt hefur gerst eða hneykslanlegt jafnvel – og hefur sjaldnast eitthvað með Guð að gera, eða kannski allt með Guð að gera? –  Gaman að Eckhart Tolle sem hefur sagt að hugtakið Guð sé ónýtt,  en í raun sé allt hans spjall, spjall um Guð. –

En ég skil vel við hvað hann á – og ég held við vitum það öll og á Guði eru til álíka margar skilgreiningar og mennirnir eru margir og það talar hver og ein/n út frá sinni guðsmynd. –

Það er því rétt að ég taki hér fram að ég tala út frá minni guðsmynd, ekki fyrirframgefinni af reiðum Guð eða Guð dómhörku. –  Guðsmynd mín byggist á Guði  kærleika og samhygðar,  „Guð í alheimsgeimi og Guð í sjálfri mér“ – sbr. ljóð Steingrímst Thorsteinsson, en að sjálfsögðu er þar aðeins um einn Guð að ræða en ekki tvo. –

Það eru margir sem velt hafa fyrir sér almætti Guðs, – af hverju deyja og veikjast börn ef Guð er almáttugur, af hverju er svona mikil sorg og af hverju svona mikið óréttlæti? –

Auðvitað hef ég líka velt þessu fyrir mér eins og margir aðrir, – en ég hef komist að minni niðurstöðu, og það kemst hver að sinni. – Sumir hafa komist að þeirri niðurstöðu að Guð sé bara hreint ekkert almáttugur, en svo er e.t.v. ekki til neitt sem heitir almáttugur, því að aldrei er hægt að uppfylla allar óskir, – eins og tekið er fyrir í kvikmyndinni „Bruce Almighty“  þar sem allir óska sér að vinna stóra vinninginn í Lottóinu.-

Almætti Guðs liggur – á allt öðru plani en að uppfylla allar óskir eða svara öllum bænum. –

Almætti Guðs liggur í hinu skilyrðislausa. – 

Guð verður mér alltaf meiri og stærri vegna þessa eiginleika.  Eiginleikans að fyrirgefa og elska án skilyrða. –  Þar liggur almætti Guðs og þess vegna er m.a. talað um „Æðri mátt“ –

„Þekktu sjálfa/n þig, og þú munt þekkja alheiminn og Guð“ ..  þessi „sjálfur eða sjálf þú, ert ekki það sem þú gerir eða framkvæmir, heldur barnið sem fæddist í þennan heim, barnið sem gat horft á fingur sér og dáðst að þeim án dómhörku –  barninu sem hugsaði ekki „oh hvað ég er með ljóta og feita putta, eða hvað hafa þessar hendur gert til að vera stoltar af?“ – Heldur einungis virt fingur sína fyrir sér án þess að dæma og sem hluta af sjálfu sér. –

Ég held ég komist næst því að skilja elsku Guðs þegar ég lít til minna nánustu – og þá helst barnanna minna. –  Sama hvað börnin mín gera, hvað þau starfa, hvaða einkunnir þau fá, eða hverju þau klúðra, elskan til þeirra er alltaf til staðar.. –

Eftir því sem við eigum auðveldara með að elska fleiri án skilyrða, svo ekki sé talað um okkur sjálf.  Við þurfum ekki alltaf að sanna okkur, eða tilverurétt okkar til að þiggja ást, heldur aðeins að vera tilbúin að þiggja hana.  Að við eigum fyrirgefningu skylda, við þurfum aðeins að biðja um hana. –  Það gerum við með því að iðrast og vera auðmjúk. –

Lífið er flæði og Guð er flæði eða orka. Í Biblíunni er talað um „lifandi vatn“ og eilífa lind. –  Það er talað um barmafullan bikar, sem þýðir það að hafa nóg, en ekki hafa fengið allt of mikið af verkefnum – eða vera yfirkominn af sorg eins og sumir hafa mistúlkað þessi orð í 23. Davíðssálmi.

Það er mikilvægt að stöðva ekki þetta flæði, en það stöðvast þegar við leyfum ekki tilfinningunum okkar að fara í gegnum okkur. –  Þegar við leyfum þeim að taka bólfestu innra með okkur. – Þær verða eins og hrúður á sálinni. –  Fyrirgefningin er ekki síst mikilvæg í eigin garð. – Ekkert okkar hefur lifað fullkomnu lífi, og við höfum e.t.v. eitthvað sem okkur líður illa með, – það hafa allir. – Það er mikilvægt að muna að það er þarna æðri máttur: Guð,  sem er tilbúin/n að samþykkja þig eins og þú ert,  en þú þarft líka að gera það sjálf/ur. –  Þess vegna er oft talað um að fela okkur æðri mætti,  þegar við viðurkennum þennan vanmátt okkar gagnvart sjálfum okkur og öðrum. –

„La, la, la, la Life goes on“ .. sungu Bítlarnir og margir textarnir þeirra er skemmtilega einföld lífsfílósófía. –

Hið ákjósanlega ástand okkar í lífinu er heilbrigði sem felst í jafnvægi og flæði. –  Sumir segja að veikindi og vandamál séu stíflur, og oft hafa þessar stíflur myndast (og oftast) vegna tilfinninga, – athugið að barn í móðurkviði skynjar tilfinningar móður og börn skynja andrúmsloft á heimili. –

Heilbrigði og hamingja móður og föður og allra sem í kringum eru er því mikilvæg fyrir heilsu barnsins og þess vegna er líka svo mikilvægt að þó að foreldrar skilji að þau biðji fyrir hamingju hins, því að ekkert barn á skilið óhamingjusama foreldra. –  Ég hef heyrt af fólki sem hefur óskað hinu óhamingju, – óskað barnsföður sínum eða barnsmóður óhamingju. –   Þá erum við komin langt frá skilyrðislausri fyrirgefningu og kærleika og langt frá Guði. –

En við erum ekki almáttug, en það er gott að skilja þetta – að þegar við óskum öðrum óhamingju þá virkar það eins og bjúgverpill og getur hitt aðra á leiðinni. –

Guð óskar ekki neinum óhamingju.

Guð elskar þig og mig skilyrðislaust, hefur trú á okkur og allt sem við þurfum að gera er að taka á móti og segja „takk“

Já, þar liggur almætti Guðs. –

Ég talaði um ójafnvægi og óréttlæti í heiminum, – hinn hungraði heimur kemur þá oft upp í hugann, – hvers vegna er hluti heimsins að deyja úr offitu á meðan hluti er að deyja úr hungri? –  Getum við eitthvað gert í því? –

Á meðan að auði heimsins er svona misskipt, á meðan við erum svona ófullkomin sjálf og treystum okkur ekki til að bjóða náunganum jafnan hlut, þá verður ójafnvægið.   (Ekki fara í sektarkenndina eða ásökun á hina .. við erum bara mannleg). –   Fyrst er að sjá hvað er að og síðan er kannski agnarsmár möguleiki á að fara að breyta. –

Við byrjum á að breyta okkur sjálfum, ná innra flæði, ná innra jafnvægi og ró. –  Prófa að elska alla skilyrðislaust og óska öllum hamingju og ástar. – Finna orkuna í sjálfum okkur hvernig hún breytist, og ef þetta gengur vel þá smitar það út frá okkur.

Skilyrðislaus ást, skilyrðislaus elska og skilyrðislaus hamingja.

Þá er bikarinn barmafullur og lífsfyllingu náð. –  Í bikarinn er flæði inn og út – „áin er djúp og breið og hún rennur til mín og hún rennur til þín.“ .. Tárin okkar eru gjöf Guðs og merki þess að losna sé um flæðið. –  Við tökum inn tilfinningar og við birtum þær með hlátri eða gráti,  sorgin og gleðin verða þannig systur sem styðja við flæðið. –  Milli þessara systra þarf að ríkja jafnvægi, alveg eins og í heiminum öllum. – …..

„The greatest wisdom is in simplicity. Love, respect, tolerance, sharing, gratitude, forgiveness. It’s not complex or elaborate. The real knowledge is free. It’s encoded in your DNA. All you need is within you. Great teachers have said that from the beginning. Find your heart, and you will find your way.“

Úr speki Maya indjána.

„Guðs ríki er innra með yður.“

Úr Biblíu kristinna manna.

Set hér í lokin eitt af uppáhalds ljóðunum mínum, sem ég finn styrk í þegar ég á erfitt eða líður illa. – og segi bara takk. –

Eigi stjörnum ofar
á ég þig að finna,
meðal bræðra minna
mín þú leitar, Guð.

Nær en blærinn, blómið,
barn á mínum armi,
ást í eigin barmi,
ertu hjá mér, Guð.

Hvar sem þrautir þjaka,
þig ég heyri biðja:
Viltu veikan styðja,
vera hjá mér þar?

Já, þinn vil ég vera,
vígja þér mitt hjarta,
láta ljós þitt bjarta
leiða, blessa mig.

(Sigurbjörn Einarsson)

„Ég óska þess heitast að sjá mömmu mína oftar glaða“ ..

Endurbirtur pistill, en ég skrifaði þennan 4. mars 2012. 

Ég horfði á þáttinn um Sundhöllina nýlega þar sem fylgst var með fullorðnum manni,  Kjartani. – Myndin var hæg en fangaði hugann og sýndi lífið eins og það var.  Fólk með stóra og litla drauma. Venjulegt og óvenjulegt fólk. – Ég tengist sundhöllinni reyndar tilfinningaböndum, þar sem mamma starfaði þar þegar ég var lítil stelpa og á sjálf margar nostalgískar minningar þaðan. –  Í viðtalinu við Kjartan kom fram að hann hafði misst einkason sinn,  Jón Finn Kjartansson,  en þar var um að ræða ljúfan dreng sem hafði farið á undan,  farið á undan í blóma lífsins. –  Mynd þessa drengs hefur fylgt mér.

Ég fann um hann minningargreinar, og í einni þeirra, sem systir hans skrifar er þetta fallega ljóð:

Þú hvarfst á braut með fangið fullt af blómum

að fagna jörð, er virtist björt að sjá,

en gættir ei að myrkum manna dómum,

er meiða saklaus bros á ungri brá.

Því var það svo, að veröldin þig grætti,

þó víst þú kysir bros í tára stað.

En hugur þinn, er ávallt góðs eins gætti,

gat ei komið brosum sínum að.

(Rúnar Hafdal Halldórsson, „Sólris“.)

Við þekkjum flest einhvern sem hefur valið að fara á undan.

Ég kalla það að fara á undan, þegar við styttum þessa lífsvist. – Ég þekki fólk, og hugsa til þessa fólks, og jú ég tárast. –  Yfirleitt eru þetta svo fallegar sálir, „viðkvæm blóm“ – sem þrífast illa í okkar vitskertu veröld. –  Veröldin er nefnilega þeirrar gerðar að hún ýtir okkur fram og til baka og út úr jafnvæginu okkar. –  Stundum svo langt út fyrir að við erum komin yfir hættumörkin,  alveg langt, langt. –

Það er vont, og í raun óbærilegt fyrir aðstandendur og vini sem sitja eftir og við megum ekki ásaka neinn.  Hvorki okkur sjálf né ferðalanginn. –  Það særir hann og það særir okkur.   Það fór sem fór, – við snúum ekki við tímanum en við lærum af þessu eins og öðru. Skóli lífsins er vissulega strembnari en nokkur skóli. –

Hjálp og takk, eru orð sem Paulo Coehlo rithöfundur segir að séu þau tvö orð sem við þurfum að kunna til að týnast aldrei. –

Ég held að það láti mjög nærri lagi. – Þegar við yrðum ekki líðan okkar nógu skýrt –  þá er ekki víst að einhver viti hvernig okkur líður eða finni okkur.  Að biðja um hjálp er t.d. að láta vita um aðstæður sínar, – við þekkjum það að sumir geta ekki beðið um hjálp, heldur henda sér frekar á brún hengiflugsins og vonast til að einhver sjái. –  Vonast til að einhver viti án þess að segja „hjálp.“  En við erum ekki ofurmannleg og eigum ekki að gera ofurmannlegar kröfur á okkur né aðra.

Við höfum flest verið á þessum stað, – það er að segja að þrá að vera séð og fá athygli. –

Það er vonleysið sem rekur fólk alla leið fram af bjargbrúninni. Þegar sýnin hverfur sjónum eða þegar skömmin fær valdið. –

Það er mikilvægt að muna það að veröldin sem er skökk, en ekki við.

Það er gott að vita það að þau sem farin eru vilja ekki að við þjáumst þeirra vegna, það er það síðasta sem þau vilja.  Þau vilja að við séum hamingjusöm og höldum áfram á okkar ferðalagi, og þau vilja láta vita að þau eru komin í nýtt ferðalag og við þurfum ekki að hafa áhyggjur af þeim.  Þau elska okkur,  þykir vænt um okkur og biðja okkur um að fyrirgefa sér og sleppa. –

Við hittumst fyrir hinum megin, við þurfum bara að vera þolinmóð og lifa í því trausti. –  Njóta lífsins okkar og samferðafólksins sem við höfum núna, því það gæti verið farið einn daginn og þá værum við farin að sakna þeirra sem við höfum núna. –

Horfum ekki langt yfir skammt, horfum heim til okkar,  við munum öll sameinast aftur og aftur, við lifum öll í hvoru örðu og með hvoru öðru. –   Lítil börn fæðast og eru með persónuleika þeirra sem farin eru, það er ekkert skrítið 😉 ..

Ég held það sé ekki mikill munur á þeim sem velja sér að fara og þeim sem velja sér ekki að fara. –  Oft höfum við lifað þannig að óhjákvæmilega endar það með því að við flýtum fyrir okkar dauða. –

Við reykjum þó að á sígarettupakkanum standi „Tóbak drepur“ –

Við borðum óhollt og of mikið þó að við séum komin í lífsættulega yfirvigt ..

Við lifum á alls konar krabbameinsvaldandi fæði og förum með batteríin okkar og varaorkuna líka, þó að við vitum að stress stytti lífi okkar. –

Teljum það jafnvel til dyggða að gera hálf út af við okkur i vinnu. –

Ég er ekki að benda, ég er ein af „okkur“  –  Ég hef verið í svona sjálfseyðandi aðstæðum oftar en ekki. –  Farið langt yfir andlegt og líkamlegt þanþol. – Brunnið út í vinnunni vegna þess að ég var svo „ómissandi“ – og þegar ég var greind með sortuæxli og þurfti að vera frá í stuttan tíma,  spurði ég lækninn fyrst af öllu hvort ég þyrfti að vera mikið frá vinnu.

Það var hann sem sagði þá: „Þú veist að í kirkjugörðum heimsins hvílir ómissandi fólk“ …Þessi sami læknir sagði reyndar: „Kvíðinn og áhyggjurnar geta gert þig veikari en krabbameinið“

– Hann vissi hvað hann var að segja. –

Dæmum ekki þá sem taka eigið líf, við erum öll í sama pakkanum.  Jafnvel þó að við séum að hugsa vel um okkur, lifa eins heilbrigt og okkur sé mögulegt, dæmum ekki. –

Virðum hvert annað, látum þau sem eru í kringum okkur vita að við erum með opinn faðminn,  að við séum tilbúin í að hlusta. – Stundum er það nóg, en stundum er ekkert sem við ráðum við og þá er það ekki lengur í okkar mætti, ekki frekar en að ætla okkur að stöðva vindinn þegar hann blæs. –

Við verðum að lifa í sátt við vindinn, og reifa seglin eða þenja (eða hvað sem þetta er kallað á sjóaramáli)  eftir því sem vindur blæs og hvert við stefnum. – En vindinum getum við aldrei breytt.  Við verðum bara lúin ef við ætlum að halda áfram að rembast við það. –

Sættumst við það sem er,  eftirsjá og gremja er barátta við vindinn. – Virðum það sem er og gerum það að okkar stað til að halda áfram en ekki til að fara til baka. – Leiðin er fram á við. –

Þessi færsla er innblásin af  fólki sem mér var kært, og af fólki sem ég veit að ykkur var og er kært. –  Sum voru komin hálfa leið á bjargbrúnina og sum fóru alla leið.

Sendum þeim öllum hlýju, kærleika og ljós, en ekki halda aftur af þeim með söknuði okkar. –

Ég minnist þess úr samtali við ungling sem átti erfitt og foreldrarnir höfðu áhyggjur af honum,  en hann sagði:

„Ég óska þess heitast að sjá mömmu mína oftar glaða“

„Þú hvarfst á braut með fangið fullt af blómum

að fagna jörð, er virtist björt að sjá,

en gættir ei að myrkum manna dómum,

er meiða saklaus bros á ungri brá.“

„En hugur þinn, er ávallt góðs eins gætti,

gat ei komið brosum sínum að.“

Hleypum brosum þeirra að NÚNA.

Er hægt að njóta (kyn)lífsins og lesa Moggann á sama tíma? ..

Ímyndaðu þér að þú sért að elskast með maka þínum og lesa um leið nýjustu fréttir í Mogganum, Fréttablaðinu eða DV –  í leiðinni. Eða verið að skipuleggja næstu skíðaferð í huganum.   Gætir þú notið kynlífsins? –

Hvar er hugur þinn, hvar er líkami þinn, hvar ert þú?

Ertu í líkama þínum eða í fólkinu í fréttunum?

Það sama gildir um að borða mat og lesa, horfa á sjónvarp, vera í tölvunni o.s.frv.  Ef við erum að gera eitthvað annað en að borða erum við ekki að njóta. –

Maki okkar á skilið fulla athygli og við sjálf eigum skilið fulla athygli – okkar sjálfra.

Geneen Roth, höfundur bókarinnar “Women, Food and God” – segir að hvernig við borðum segi allt um hvaða jafnvægi við höfum í lífi okkar. –

Jafnvægi eða æðruleysi er grundvöllur farsældar okkar. –  Það er eðlilegt að sveiflast og það þýðir ekki að lífstakturinn eigi að vera flatur.  Hann Á að sveiflast en þegar hann fer of langt upp eða of langt niður erum við komin út fyrir  hættumörk.  Það má sjá þegar líkamsþyngd er farin að hafa áhrif á heilsufar okkar, í báðar áttir. Of feit eða of mjó. –  Andlega getum við líka verið of feit eða of mjó. –  Við getum verið með ofstjórn eða vanstjórn. –

Öfgarnar ganga í báðar áttir og þá erum við komin að hófsemdinni, eða meðalveginum.   Meðalvegurinn er ekki þröngur, heldur eins og áður sagði, þar eiga að vera sveiflur en ekki dýfur og kúfar – ökkla eða eyra.  – Best að lifa u.þ.b. við miðju og sveiflast mátulega. –

Það best er auðvitað að njóta þess sem er. – Það er hluti af því að lifa í núinu.

Þegar við erum að borða að vera viðstödd,  veita matnum athygli, borða hægt, njóta hvers munnbita, finna bragð, áferð o.s.frv. –

Hvernig við borðum er síðan birtingarmynd af því hvernig er farsælast að lifa, þ.e.a.s. að njóta stundarinnar,  eins og svo margir hafa sagt í gegnum aldirnar, en við bara lesum, kinkum kolli en gerum svo annað,  kannski vegna þess að við höfum tileinkað okkur annað.  Við höfum ekki tileinkað okkur að njóta.

Ef við erum að leika við börnin okkar og hugsa um bankareikninginn erum við ekki að njóta barnanna.  Ef við erum að hitta vini okkar, en að óska þess að við séum í sólarlandaferð á meðan erum við ekki að njóta samverunnar.  Ef við erum að lesa blöðin á meðan við borðum erum við ekki að njóta matarins,  svo ekki sé minnst á fyrirsögn þessa pistils! ..

Nú hef ég verið að leiðbeina í námskeiði undir heitinu “Í kjörþyngd með kærleika” í allnokkurn tíma.  Konurnar sem hafa mætt hafa kennt mér mikið og ég sjálf lært af hverju námskeiði.  –  Markmiðið er frelsun frá vigt og auðvitað að komast í kjörþyng og ekki síst andlega kjörþyngd,  en það er forsenda hinnar líkamlegu. –

Þetta er ekki kúr, ekki fix,  og þrátt fyrir heitið á námskeiðinu er stærsta keppikeflið ekki að komast í kjörþyngd,  a.m.k. ekki á röngum forsendum. – Kjörþyngdin er í raun aukaatriði. 

Markmiðið er að fara að njóta lífsins.  Njóta þess sem við borðum og njóta lífsins alls.  Komast að sínum kjarna, ná sátt við sjálfa/n sig – en sáttin er besti byrjunarreiturinn,  og reyndar er sáttin allir reitirnir upp frá því. –  

Ég kem ekki allri hugmyndafræðinni í þennan pistil, – en hún er á leið í bók, það er augljóst! –

Niðurstaðan er:  Besta leiðin til að komast í kjörþyngd er að fara að njóta, njóta þess sem við erum að gera, veita því athygli og vera í meðvitund. –  Hvort sem við erum að lesa Moggann eða stunda kynlíf,  bara ekki gera bæði í einu.

Súkkulaðimoli sem við veitum athygli og bráðnar í munni hægt og rólega,  er miklu betri en heil plata af sama súkkulaði sem við gleypum í okkur í meðvitundarleysi. –   

Við borðum stundum í veislum eins og við munum aldrei fá að borða aftur. Búið er að nostra við veitingar,  laða fram rétta bragðið í kökurnar og skreyta,  setja ferskar rækjur í rækjusalatið og krydda. – Svo hlöðum við þessu öllu saman á einn disk og rækjusalatið og rjóminn af kökunni renna saman og svo er allt borðað á methraða og yfirleitt önnur ferð farin,  kannski með samviskubit eða skömm í maga. –  Skömmin er krabbamein hugans eins og ég skrifað um í samnefndum pistli,  svo ekki bætir í! –

Ég mæli reyndar með því að við losum okkur við allt sem heitir skömm,  því hún brýtur bara niður en byggir aldrei upp. – Skömmin er líka ein stærsta orsök fíknar og að við einmitt upplifum okkur aldrei nóg eða leitum út fyrir okkur en ekki inn á við.

En hvað um það – Þetta er ekki spurning um magn heldur gæði. –

Kvöldstund í fjörunni  í Hvalfirði þar sem við tökum inn sólarlagið, öndum að okkur andvaranum og jafnvel stingum tánum í sjóinn – getur gefið okkur meiri lífsfyllingu en við fáum við að keyra hringinn í kringum landið ef við stoppum aldrei og virðum ekki fyrir okkur náttúruna. –   Við verðum miklu fyrr búin að fá nóg ef við njótum.  Við getum keyrt marga hringi í kringum Ísland og aldrei fengið fullnægju, þegar við erum í raun týnd okkur sjálfum. –

Eftir hversu fljótt við áttum okkur á því hvað er nóg,  að fleiri hringir, hvort sem það er í kringum landið eða á fingur,   bæta ekki líf okkar –  heldur hringur sem er heill og traustur og sem við getum notið. –

Hvað hindrar þig í að njóta?  Er spurningin sem stendur eftir. –

Ég byrja með nýtt og endurskoðað námskeið,  Í kjörþyngd með kærleika –  Námskeið fyrir konur sem vilja fara að njóta.

  Njóta ___________________  (Settu það sem ÞÚ vilt njóta á línuna. -)

Fyrirkomulagið er fyrirlestrar,  hópavinna og hugleiðsla,  auk sjálfstyrkingaræfinga.

Dagskrá:

Laugardagur 24. mars

 

13:00  Mæting og kynning

14:00  Fyrirlestur   Frelsun frá megrun og kúrum

15:00  Pása

15:15  Fyrirlestur í formi íhugunar og hugleiðslu  – perlan

16:00  Umræður og samantekt

17:00  Lok

Kaffi, te, hamingjuvatn og ávextir innifalið – og eitthvað óvænt!  *hamingjuvatn= sódavatn.

Hámark 20 konur 

Sex  hópfundir 90 mín í senn á þriðjudögum (hægt að velja milli morgun- eða eftirmiðdagsfunda)   

morgunhópur 10:00 – 11:30   eftirmiðdagshópur  17:30-19:00

 (Drög að dagskrá)

Þriðjudagur 27. mars  – æðruleysið, jafnvægið

Þriðjudagur 3. apríl  – sáttin, samþykkið.

Þriðjudagur 10. apríl – kjarkurinn, hugrekkið

Þriðjudagur 17. apríl – vitið, viljinn.

Þriðjudagur 24. apríl –  trúin, traustið

Þriðjudagur 1. maí –   út í lífið a njóta

 

Verð fyrir námskeiðið er 25.900.-     (greiða þarf námskeiðið fyrirfram, nema ef um annað sé samið, – greiðslukortaþjónusta. -)

 Skráning opnar fljótlega á heimasíðu Lausnarinnar –

Nánari upplýsingar og ef þið viljið skrá ykkur beint hjá mér – sendið mér póst á johanna@lausnin.is   eða hafið samband í síma 8956119

 Þangað til mæli ég með “möntrunni”  Ég elska mig, ég samþykki mig, ég virði mig og ég fyrirgef mér 😉