Ég er ….

Ég er …

Ég er sterk þegar ég tek
sorg mína og kenni henni að brosa

 

Ég er hugrökk …. þegar ég yfirstíg
ótta minn og hjálpa öðrum að gera það sama.

Ég er hamingjusöm… þegar ég sé
blóm og er þakklát fyrir þá blessun.

Ég er kærleiksrík… þegar minn eiginn sársauki
blindar ekki augu mín fyrir sársauka annarra.

Ég er vitur … þegar ég
þekki takmörk visku minnar.

Ég er sönn… þegar ég viðurkenni
að stundum er ég að blekkja sjálfa mig.

Ég er lifandi … þegar von morgundagsins er
mikilvægari en mistök gærdagsins. 

Ég er vaxandi… þegar ég veit hvað ég er
en ekki hvað ég mun verða.

Ég er frjáls … þegar ég stjórna sjálfri mér
og óska þess ekki að stjórna öðrum.

Ég er heil … þegar ég átta mig á að
það að heiður minn felst í að heiðra aðra.

Ég er gjafmild…þegar ég get
tekið eins fallega á móti eins og ég gef.

Ég er auðmjúk…. þegar ég
veit ekki hversu auðmjúk ég er.

Ég er umhyggjusöm … þegar ég tek þér
eins og þú ert og elska þig eins og  sjálfa mig.

Ég er full náðar…. þegar ég fyrirgef
öðrum gallana sem ég sé í sjálfri mér. 

Ég er falleg… þegar ég
þarf ekki spegil til að segja mér það.

Ég er rík…þegar ég þarf aldrei
meira en ég á.

Ég er ég… þegar ég er sátt
við að vera það sem ég er ekki.

(Þýtt og endursagt úr ensku, höf. ókunnur).

602371_10152884125350106_294953154_n

„Ég get það“ … nýtt námskeið í sjálfsrækt ;-)

Vegna fjölda fyrirspurna hef ég ákveðið að vera með sjálfstyrkingar-og tjáningarnámskeið fyrir fullorðna.  (18 ára og eldri).

Námskeiðið er æfing í framkomu, tjáningu um leið og því að nota jákvæðar staðfestingar. –

Ég mun nota bók Louise L. Hay

„ÉG GET ÞAÐ – HVERNIG ER HÆGT AÐ NOTA STAÐFESTINGAR TIL AÐ BREYTA LÍFI SÍNU“     

sem kennslubók, auk þess nota ég eigið efni.

Hvar?  Lausnin, Síðumúla 13, 3 hæð. 

Hvenær?  9. september – 4. nóvember  

Klukkan hvað?  –   17:00 – 19:00  

Hversu oft? 9 skipti x 2 klukkustundur

Hvað verður gert?  Fyrirlestur, æfingar, verkefni, tjáning æfð, framkoma, spuni o.fl.

Hver leiðbeinir?  Jóhanna Magnúsdóttir, guðfræðingur og ráðgjafi Lausnarinnar

Hvað kostar?  Námskeiðið kostar 39.900.-  Námsgögn innifalin.

Dagskrá:

1. vika 9. september –   Kynning Máttur staðfestinga

2. vika 16. september –   Heilsa  (1. kafli) 

3. vika 23. september –   Fyrirgefning (2.kafli)

4. vika  30. september – Velmegun (3. kafli) 

5. vika  7. október – Sköpunargáfa  (4. kafli)

6. vika  14. október – Ástir og sambönd (5. kafli) 

7. vika  21. október – Starfsframi (6. kafli)

8. vika 28. október –   Kvíðalaust líf (7.kafli)

9. vika 4. nóvember – Sjálfsvirðing (8. kafli) 

Louise L. Hay er einn vinsælasti fyrirlesari og lífsráðgjafi í Bandaríkjunum . Louise L. Hay hefur hjálpað fólki um allan heim að bæta lífsgildi sín og viðhorf með því að nota mátt jákvæðra staðfestinga.

Úr bókinni:

„Sumir segja að staðfestingar virki ekki, sem er staðfesting í sjálfu sér,  þegar þeir meina í raun að þeir kunni ekki að nota þær á réttan hátt. Þeir segja ef til vill: „Efnahagur minn fer síbatandi,“  en hugsa samtímis: „Úff, þetta er heimskulegt, ég veit þetta mun aldrei virka.“ 

Hvor staðfestingin haldið þið að verði ofan á?  Sú neikvæða auðvitað vegna þess að hún er hluti af gamalli vanabundinni hugsun um lífið.“ 


„Ef við viljum bæta lífsgildi okkar og viðhorf þurfum við að þjálfa hugann og vera jákvæðari í tali. Staðfestingar eru lykillinn. Þær eru byrjunin á leið okkar til breytingar.“ – 
                                                              – Louise L. Hay

Markmið námskeiðsins er að aflæra gamla vanabundna hugsun, og læra nýja hugsun.

Markmiðið er „Jákvæðari og ánægðari þú og sterk trú á eigin getu.  Trúin á það að eiga allt gott skilið og mega skína. –

Skráning fer fram á vef Lausnarinnar http://www.lausnin.is  en opnað verður fyrir skráningu á næstu dögum. –  Sendið mér tölvupóst johanna@lausnin.is ef þið hafið áhuga á að vera með,   og ég læt vita þegar búið er að opna skráninguna.

Af hverju skammast ég mín? …

Getur verið að þú hafir lent í einhverju sem þú segir ekki frá – ekki sálu?

Af hverju segir þú ekki frá því?

Gerði einhver eitthvað á þinn hlut? – Finnst þér að þú hafir kannski leyft það? – Samþykkt það að einhverju leyti? – Boðið upp á það? –

Ofbeldi er aldrei ásættanleg.

Það getur vel verið að þú hafir ekki kunnað mörkin, hvað þá ef þú varst barn.  Það getur vel verið að þú hafir ekki þorað að segja neitt og jafnvel sem fullorðin, en það var samt gengið yfir þig.

Það er vont þegar farið er inn fyrir okkar mörk og við frjósum, getum ekkert sagt, eða þegar við höfum hreinlega ekki kraft hvorki andlegan né líkamlegan til að berjast gegn því.

Við eigum samt sem áður ekki að sitja uppi með skömmina.

Hlutir gerast, vondir hlutir þegar fólk kann ekki eðlileg samskipti.  Það eru særð börn að meiða særð börn.  Við erum öll særð börn særðra barna.  Þar sem ofbeldi kemur við sögu er yfirleitt undirliggjandi sársauki.

Ekki skammast þín, því skömmin skyggir á sálina þína.  Hún fær ekki að skína eins og hún á að gera.

Ekki hafa leyndamálið ein/n  – deildu því hvort sem þú ert gerandi eða þolandi, þó það sé ekki með nema einum aðila sem þú treystir,  til að byrja með.   Það er fyrsta skrefið í eigin frelsun, úr þessu fangelsi skammarinnar.

Skömmin þrífst á leyndinni sem umlykur hana – um leið og við tjáum okkur um hana minnkar hún. Við þurfum að minna okkur á að við erum jafn veik og leyndarmálin okkar segja til um.
Rannsóknir hafa sýnt fram á að fólk sem verður fyrir áföllum í lífinu (sérstaklega þeir sem verða fyrir kynferðislegu ofbeldi) og deila ekki reynslu sinni – eiga á hættu að leyndin geti orsakað meiri skaða en áfallið sjálft. Við höfum oft orðið vitni af því hvernig fólk talar um að þungu fargi er af því létt við það að tala um erfiða atburði.  (Brené Brown/Anna Lóa).
Það mikilvægasta í heimi hér er að vita að við erum ekki ein,  og það er alltaf einhver sem elskar þig.
Við viljum halda andliti,  við viljum ekki fella grímuna. Viljum að allir haldi að það sé allt í lagi þegar það er ekki í lagi.  Það er eins og að sópa undir mottuna og láta eins og ekkert sé þar.   Hversu miklu er hægt að koma undir eina mottu?
Er ekki betra að sópa því fram,  eða koma ruslinu þangað sem það á heima?
Þegar gengið er gegn lífsgildum okkar og prinsipum og við gefum eftir, aftur og aftur,  þá brotnum við hægt og rólega niður,  við förum að skammast okkar.
Skömmin getur birst á svo marga vegu.
Einhver talar endalaust niður til þín,  og ÞÚ skammast þín.
Af hverju?
Kannski vegna þess að þú kannt ekki að svara til baka, eða ert farin/n að trúa því að þetta „niðurtal“ sé satt.   Já, þú telur að þú eigir það bara skilið.   Hver ert þú svo sem?
Þú trúir því kannski því einhvers staðar lærðir þú að trúa því.  Trúa því að þú værir ekkert svo verðmæt/ur eða mikilvæg/ur.
Einhvers staðar á lífsleiðinni og yfirleitt í bernsku byrjum við að fá svona ranghugmyndir um þessa annars dýrmætu perlu sem hvert og eitt okkar er.
Hvernig á perlan að skína ef að hún er ötuð tjöru?
Tjöruna hreinsum við með því að tala um hana,  því eins og skömmin hatar hún að láta tala um sig því með því minnkar hún.
Þú ert perla og þú átt að skína.

Þegar ég byrja að borða ofan í tilfinningarnar :- /

Fyrir nokkrum árum las ég bók sem heitir „Women, Food and God, eftir Geneen Roth, – og undirtitill er „an unexpected path to almost everything“ ..

Þessi bók breytti viðhorfi mínu og losaði mig undan því sem kalla má „þráhyggjumegrun“ ..

Á sama hátt og við lærum að umgangast mat lærum við að umgangast lífið. –  Með því að njóta og það sem er aðalatriðið að umgangast mat með meðvitund.  „Awareness“ – Taka eftir því hvað við erum að setja upp í okkur og íhuga „af hverju?“

– Er það vegna hungurs, vana eða vanliðunar kannski? –

Eftir að ég losnaði undan þessu þunga fargi „þráhyggjumegrunar“ – stóð vigtin mín í stað og ég hætti reyndar að vigta mig því ég passaði í fötin mín og pældi ekkert í þessu.  Vigtin var bara truflandi.   Það var ekki þetta „jójó“  sem hafði verið áður,  þar sem ég fór í átak, lifði á fræum og baunum og grenntist og þyngdist svo aftur.

Mitt át hefur oft verið í hálfgerðu meðvitundarleysi,  – ég er búin að stinga upp í mig kexi eða einhverju án þess að vera viðstödd í raun.  –  Síðan hef ég borðað of mikið, tekið of stóra skammta því ég er að reyna að fylla upp í tilfinningalegt tóm, en að sjálfsögðu verðum við aldrei södd af því.

Það er hægt að fara að lifa með meðvitund, læra að elska sjálfa/n sig nógu mikið til að vilja að líkaminn sé í því kjörástandi sem honum er hollast.  Að ekki sé of mikil vigt á hnjánum, of mikið álag á bakið vegna þungs maga o.s.frv. –

Ég varð fyrir gríðarlegu andlegu áfalli í janúar þegar ég missti dóttur mína, – og ég uppgötvaði bara nýlega að ég var gjörsamlega búin að tína farveginum,   þessum farvegi meðvitundar sem ég hafði áður verið á.  Það er ekki skrítið,  – en það sem er að hjálpa mér núna að komast upp á hann aftur,  er sú mikla sjálfsvinna sem ég hef stundað og að vakna á ný að ég þurfi að láta mér þykja vænt um sjálfa mig til að ofbjóða ekki sjálfri mér og líkama mínum með óhollustu og ofgnótt.

Hluti af því að komast aftur á góða farveginn er breyting á viðhorfi,  breyting á fókus.  Ég er þakklát fyrir breyttan fókus og er nú þegar farin að vera minn eiginn áhorfandi, veita sjálfri mér athygli,  og líður svo miklu, miklu betur með það.

Athygli er yfirleitt það sem við sækjumst eftir hjá öðrum en gleymum að sækja til okkar sjálfra.

Til að koma mér upp á „meðalveginn“ á ný skrifa ég niður allt sem ég borða og deili því með einum aðila. –  Það er um leið „heiðarleikapróf“ –  Um leið og ég veit að ég geri það,  veiti ég því athygli þegar „úps“ ég er búin að stinga upp í mig kexkökum eða Prins Póló eða hvað sem það er.

Það þarf ekki að bíða eftir sáttinni,  en sátt er ástand sem við flest viljum vera í.  Um leið og við höfum tekið ákvörðun erum við farin að lifa í sátt.   Um leið og við breytum viðhorfinu.

Athygli er skemmtilegt orð,  en við förum að veita okkur athygli.  Athygli er komið af því að athuga eða huga að.  Okkur verður umhugað um okkur sjálf,  umhugað um heilsu okkar.

Aldrei fara að huga að okkur á röngum forsendum,  þ.e.a.s. að við séum einungis að borða minna eða vinna í heilsu okkar vegna utanaðkomandi áhrifa,  heldur einmitt vegna þess að okkur er umhugað um okkur.

Við erum gjörn á að dæma fólk fyrir alls konar ofneyslu, kaupæði, áfengisnotkun, framhjáhald,   en margt sem við gerum þegar við hugum ekki að heilsunni og mataræðinu þá erum við að ofneyta, og eiginlega halda framhjá sjálfum okkur.

Verum góð .. við okkur sjálf.   Vertu breytingin sem þú vilt sjá í heiminum. 

Ef þú værir umhverfisverndarsinni og elskaðir heiminn byðir þú honum ekki upp á margt af því sem þú býðir sjálfum/sjálfri þér uppá er það?

Þú ert þinn eigin heimur.  Vertu breytingin sem þú vilt sjá í heiminum. 

Ég ætla ekki að skrifa nánar um þetta hér, en þar sem ég er komin sjálf í farveginn minn aftur býð ég öðrum upp á aðstoð/námskeið.  Nota þekkingu mína, menntun og reynslu til að styðja.  Það má lesa nánar um það á facebook síðunni „Í kjörþyngd með kærleika“ og á síðunni sem heldur utan um samnefnd námskeið:   http://elskamig.wordpress.com/

– Hafið samband 😉 ..

21-the-world

„Key Habits“ – „Old Habits“ …

Við förum á námskeið og lesum bækur,  vitum allt, kunnum allt – en gerum ekkert af þessu?

Hljómar kunnuglega?

Jú,  byrjum kannski en hættum.

Af hverju?

Vegna þess að þó við lærum nýja siði þá virðast þessir gömlu alltaf ná yfirhöndinni aftur.

Við erum skepnur vanans.

Lengi býr að fyrst gerð og allt það.

Hvað er hægt að gera?

Við þurfum að aflæra gömlu siðina, „deleta“ gamla forritinu áður eða meðfram því að taka inn nýtt.

Hvernig gerum við það?

Jú,  við förum í rannsóknarleiðangur inn á við og skoðum siðina okkar,  þessa sem við erum ekkert voða sátt við, eða þessa sem við höldum að við séum sátt við en erum það í raun ekki – og hvað þá þeir sem þurfa að umgangast okkur daglega! ..

Kannski erum við bara með alls konar stjórnun, augngotur, stunur, orð sem særa eða vekja sektarkennd hjá viðkomandi?

Hin hliðin:

Kannski felast gömlu siðirnir í því að við erum viðkvæm gagnvart gagnrýni annarra,  tiplum á tánum í kringum fólk, erum í því að geðjast og þóknast og gleðja alla aðra á svo sjálfsaggressívan máta að við erum alveg búin á því eftir á.  Búin að gefa og gefa og bara tóm eftir?

Það eru alls konar duldir siðir og hugsanir – hugsanir eins og að við eigum ekki gott skilið, skoðanir annarra séu merkilegri en okkar,  við eigum ekkert upp á dekk o.s.frv.  sem gætu leynst þarna einhvers staðar.

Við verðum auðvitað að uppgötva hvaða siði við viljum losna við og hverjum við viljum halda til að geta sorterað.

Það þýðir ekki bara að stinga hendinni inn í fataskápinn með lokuð augun til að sortéra það út sem er of lítið – of stórt – of þröngt – of vítt – of slitið o.s.frv.  – heldur skoðum við hverja flík fyrir sig og vegum og metum hvort hún sé að gagnast okkur eða bara taka pláss í skápnum.  Kannski er föst svitalykt í henni eða eitthvað álíka ólekkert og við viljum ekkert hafa svoleiðis flík meðal hinna. –

Ekki spara að losa okkur við,  það verður svo miklu rýmra um flíkurnar sem gagnast og loftar betur ef ekki er of hlaðið í skápnum.

Já, svona eru siðirnir okkar líka.

Bestu flíkurnar – og stundum nýjar eru þá „Key Habits“ –   „Old Habits“  geta líka verið góðir en eitthvað af þeim er algjörlega úr sér gengið.

Það þarf að sjá til að geta sorterað.

Það er gert hjá Lausninni  www.lausnin.is   og gott er t.d. að byrja á því að prófa að mæta á  „Örnámskeið um meðvirkni“  sem eru orðin næstum mánaðarlegur viðburður,  undantekning núna í júlí v/sumarleyfa.

Ég verð með kynningu á Lausninni nk. fimmtudag, 18. júlí   kl. 18:00 – 20:00 í  Síðumúla 13, 3. hæð og ætla um leið aðeins að ræða hvað það er að njóta lífsins. –

Enn eru laus 10 sæti af 25  – skráning er nauðsynleg en kynningin er ókeypis.

Sendu tölvupóst á johanna@lausnin.is  – og þú færð svar númer hvað þú ert,  en skráningin er líka happdrætti.   Dregin verða út 3 númer og vinningurinn er Hugleiðslu-og hugvekjudiskurinn Ró sem ég útbjó út frá Æðruleysisbæninni, en þar fjalla ég um hugtök bænarinnar sem eru grundvallandi fyrir þetta val (þessa sorteringu úr skápnum).

1. Æðruleysi  2. Sátt  3. Kjarkur  4. Viska  = 5. Ró

(Hægt er að panta diskinn með því að senda mér póst – johanna@lausnin.is – og kostar hann 2000.- krónur,  ef þú sendir mér heimilisfang með sendi ég greiðsluupplýsingar til baka og sendi hann síðan  í pósti).

Á disknum er m.a. talað um þessa athöfn „að sleppa“ – en við eigum stundum voðalega erfitt að sleppa tökunum á gömlu siðunum,  t.d. eins og stjórnsemi og vantrausti.

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

 

Þessi yfirþyrmandi tilfinning að vilja ekki vera hérna lengur …

„Hérna“ .. þýðir lifandi á þessari jörðu.

Ef þú hefur upplifað það einhvern tímann að vilja flýta fyrir, vonast eftir slysi, óskað eftir að eitthvað gerðist svo þú fengir bara „short cut“ á þetta allt saman – þá ertu ekki ein/n.

Þegar bjátar á, þegar okkur leiðist, þegar við finnum engan tilgang – þá verður þessi tilfinning oft sú sem er á toppnum.

Af fenginni reynslu veit ég að það sem vantar er innri friður.  Það er svo skrítið að innri og ytri friður hafa áhrif á hvorn annan.  Áhyggjur af fjármálum hafa áhrif,  áhyggjur af fólki, – að vera fjarri fólki, að hafa engan til að knúsa – eða einhver vill knúsa mann of mikið kannski?

Það vantar eitthvað jafnvægi,  yfirvegun, ró.

Eins og söngkonan sagði einhvern tímann þá er líkaminn verkfærið.

Okkur vantar því ekki verkfæri – heldur vantar okkur að nota verkfærið.

Verkfærið til að fá innri ró.

Tjá okkur, sjá okkur og hlusta ..

Veita athygli því sem við einu sinni var bara á óskalista og eigum í dag? – Er eitthvað svoleiðis í lífinu okkar?

Tónlist getur spilað stóra rullu í lífinu, hún gerir það í mínu og textarnir gera það.

Í morgun var ég sorgmædd þegar ég keyrði frá Keflavík og var búin að skila af mér barnabörnunum.  Ég veit samt að þau eru í góðum höndum hjá föður sínum og kærastan hans virðist vera þeim kær líka.  Þegar ég horfi á það frá óeigingjörnu sjónarhorni þá er ég ofboðslega ánægð með það.

Í útvarpinu kom svo fallegt lag að það var eins og mér væri gefin sprauta og mér líður ennþá eins og ég sé í vímu 😉 ..  notalegri vímu sáttar og fullvissu um að allt sé eins og það á að vera.

Gerum okkar besta með það sem við höfum,  „hérna“ – ekki sitja ein uppi með vanlíðan og hugsanir,  tjáum okkur við þau sem við treystum.

Það skritna er að þegar við erum búin að segja eitthvað upphátt þá verður það yfirleitt minna þungbært.  Það er þó best að segja það einhverjum sem er ekki of tilfinningalega tengdur því að hann gæti tekið byrðina þína á sig,  – ráðgjafar, sálfræðingar og fólk sem gefur sig út fyrir að vera andlegir leiðbeinendur,  já ekki gleyma prestunum og djáknunum,  er fólkið sem er gott að opna sig við og létta á hjarta sínu.

Alls konar samtök eins og Alanon, coda, AA, þar sem fólk talar og hlustar gera kraftaverk fyrir svo marga.   Þar er samhygðin svo mikil.

Samhygð – samhugur er það sem er svo gott að finna.

Já, ég sagði það – við erum aldrei ein.

Það er eitt af því mikilvægasta sem við þurfum að vita í þessum heimi þegar við erum með yfirþyrmandi tilfinningar – og sérstaklega í þeim dúr að vilja bara ekkert vera hérna lengur.

Það er alltaf einhver sem elskar þig,  ástæðan fyrir að ég skrifa þennan pistil er að ég finn að það eru svo margir sem glíma við sársauka og halda að þeir séu einir …  en nei, nei þú ert ekki ein/n ..  leyfðu traustinu á að betri tíð sé að birtast innra með þér verða stærra og meira en tilfinningunni að tíðin sé að þyngjast.

75985_466203706726737_155458597801251_1954778_1509319669_n

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

„Ég er vinnufíkill, hvað á ég að gera?“ ..sagði maðurinn ..

Vinnufíkn er ein af þeim fíknum sem við stundum tilkynnum að við höfum – og erum bara þokkalega stolt af því.   Jú,  það þýðir að við erum dugleg og öflum jafnvel vel.  Við erum ekki hangandi uppí sófa eða að mæla göturnar. –  Það er dyggð að vinna „und arbeit macht frei“  eins og stendur einhvers staðar á kannski ekki svo góðum stað.

Það eru sannleikskorn í flestu, eins og að vinnan frelsi.  Við þurfum að vinna til að alfa tekna til að hafa frelsti til að gera ýmsa hluti eins og að ferðast,  frelsi til að eiga þak yfir höfuðið og annað slíkt.  Frelsti til að geta leyft okkur ýmisllegt sem annars væri ekki hægt.

En í þessu gildir hinn gullni meðalvegur, – það er t.d. óþarfi að vinna svo mikið að við höfum  efni á að fylla bílskúra eða geymslur af ónauðsynlegum hlutum sem kannski virka spennandi um stundarsakir.   Eða eiga 50 pör af skóm sem við aldrei náum að nýta.  Vinna svo mikið að hægt sé að kaupa allt fyrir börnin sem auglýst er – nýjasta dót sem fylgir nýjustu bíómyndinni – eða nýjasta forrit í tölvuna.

Það sem oft vill gleymast er forgangsröðin.   Hvað skiptir þig raunverulega máli?

Hvað skiptir börnin þín raunverulega máli – eða hvað skiptir makann þig raunverulega máli?

Er það ekki tíminn þinn – er það ekki miklu frekar samvera með þér, en að þú sért stansllaust fjarverandi að „meika það?“ –   og hvað er verið að meika?

Besta setning sem svona varðar er:

„Hvað gagnast það manninum að eignast heiminn en glata sálu sinni“ ..

Ef að vinnan er orðin flótti – flótti frá heimili – flótti frá samskiptum við fjölskyldu – flótti frá sjálfum sér jafnvel þá er hún orðin fíkn.

Ef þú ert komin/n með samviskubit yfir því að vera að vinna,  þá er það slæmt mál,  því þá getur vinnan varla verið að veita þér gleði.  Hvað sem við erum að gera, við eigum að njóta þess.

Bókin „Munkurinn sem seldi sportbílinn sinn“  fjallar um mann sem gleymdi sér í vinnu og vaknaði upp of seint.   Hann glataði tækifærinu á að umgangast fjölskyldu sína.  Þessi bók er reyndar miklu miklu meira.

Fjölskyldan – maki – börn,  nú eða stórfjölskylda og vinir er eitthvað sem aldrei skyoli taka sem sjálfsögðum hlut.  Enda ekki hlutir.

Fólk er eins og blóm – og samskipti við fólk er eins og blóm,  það þarf að vökva samskiptin,  vissulega misjafnlega mikið.

Gjafir,  stórar gjafir koma aldrei í stað samveru og tíma.

Mér var sögð sagan af stráknum sem spurði pabba sinn hvað hann fengi á tímann í vinnunni sinni. –  Pabbinn svaraði  ca.  3.800.- krónur.

Viku seinna kom stráksi aftur til pabba með lófann fullan af peningum sem hann hafði safnað,  með 3.800.- krónur nákvæmlega og spurði:  „Pabbi má ég kaupa hjá þér einn tíma?“ –

Hvað er þörf og hvað er nauðsyn?

Það má ekki gera lítið úr vinnusemi og dugnaði og við þurfum ölll salt í grautinn. Við þurfum húsaskjól, farartæki, möguleika á einhverjum kósýheitum,  en íhugum vandlega hvort verið sé að vinna fyrir ónauðsynjum og þá hvort að sá tími fari til spillis.

Hver og einn þarf að átta sig á því þegar komið er yfir strikið,  þegar vinnustaðurinn er orðinn „skálkaskjól“ fyrir að fara ekki heim – og þá felst afneitunin oft í því að þú verðir að vinna fyrir heimilinu og sért að draga björg í bú.

Eflaust ertu bara að vinna fyrir skilnaðinum þínum,  því það er rándýrt að skilja bæði andlega og veraldlega.

Stundum er það þannig að sá sem er í burtu löngu stundum í vinnu reynir að bæta fjölskyldunni það upp með dýrum gjöfum.   Svo er fjölskyldan aldrei nógu þakklát og sá vinnusami skilur ekkert í því og allir sitja uppi óánægðir.

Stóra spurningin er:  „Hvað skiptir þig raunverulega máli?“ –

Ekki láta hluti – og það að eignast þá verða að stóra málinu í lífi þínu.  Jú, kannski ef þú gerir það í samvinnu við fjölskyldunna,  þið t.d. eruð saman að byggja húsið ykkar og hafið gaman af því.  En allt sem sundrar fjölskyldum eða pörum þarf að skoða með gagnrýnum gleraugum.

Stóru spurningunum þarf að svara:

Af hverju er ég að vinna svona mikið og er það nauðsynlegt? –

Þarf ég að sanna eitthvað?

Þarf ég viðurkenningu vegna verka minna,  hvað ef ég vinn minna – er ég þá nógu „merkileg/ur?“ ..

Hvað er verið að kaupa?

Hvernig er staðan á geymslunni – bílskúrnum – háaloftinu – fataskápunum.

Hvað vantar – raunverulega?

601106_10150952639181740_36069728_n

Að eignast maka .. upp úr miðjum aldri.

Þegar við erum ung og verðum kærustupar þá er lífið þokkalega einfalt.  Það er bara þú og hann,  eða þú og hún,  svona eiginlega bara svoleiðis.

Svo gerist það svo oft,  því miður alllt of oft, að þetta par með einfalda lífið fer að flækja það því það kann ekki alveg að vinna saman eða lifa saman og endar sambandið þá oftar en ekki með skilnaði,  ef þau þá ekki hanga á óánægjunni einni saman  – nú eða af gömlum vana.

Annað hvort ætti fólk að leita sér hjálpar hvað sambandið varðar og finna sátt í sambandinu eða slíta því.  Svona hvorki né, er varla neitt til að hrópa húrra fyrir.

En hvert vorum við komin, jú, þegar flæða svona fyrrverandi út á „sambandsmarkaðinn“  þá eru þessir fyrrverandi oftar en ekki komin með börn – og fyrrverandi eiga fyrrverandi í misgóðu andlegu jafnvægi eða stuði til að láta fyrrverandi í friði.  Fókusinn er allt of oft stilltur á fyrrverandi,  hvað hún/hann er að gera,  o.s.frv.   Annað hvort er að vera eða ekki vera í sambandi, er það ekki?

Það er ekkert auðvelt að byrja í nýju sambandi,  en fólk tekur áhættuna því það er gott að elska og vera elskuð.  Snerta og vera snert.   En vegna þess að fólk kemur með farangur inn í sambönd vill farangurinn oft verða of þungur að dröslast með og þá verður að kunna að losa sig við þannig að það passi í ferðatöskuna.  „Hámarkvigt 20 kg“ .. eins og í flugvélunum!

Það þarf að sortera – svo vélin geti flogið! ..

Farangur getur þýtt ýmislegt,  eins og áður hefur komið fram; fyrrverandi – það er engin spurning að það má alveg losa sig við hann/hana,  börn eru líka farangur en það skilur enginn við börnin sín, eða ætti ekki að gera það þó sumir geri því miður.   Þau eru hluti farangurs sem verður að taka með í reikninginn og læra að púsla þeim inn í nýja sambandið.   Hljómar einfalt? – Það er það ekki og sérstaklega ekki þegar fyrrverandi hefur ítök og reynir að spilla fyrir.  Skil ekki að fólk hafi ekki meiri sjálfsvirðingu en að vera að böggast í fyrrverandi og nýja sambandinu? –   Eða jú ég skil það,  þetta eru særðar manneskjur sem oft hafa upplifað mikla höfnun og vanlíðanin er slík að þær vilja skemma fyrir – „Ef ég finn ekki hamingjuna má hann/hún ekki finna hana“ –

„Hann/hún á ekki gott skilið eftir það sem hann/hún gerði – og ég ætla að skemma fyrir“ …

En ojbara – af hverju ekki sleppa tökum á þessum „njóla“ sem fyrrverandi hlýtur að vera og fara að lifa í eigin lífi en ekki hans/hennar?

Snúið?

Svona vesen er allt of algengt – og ég hvet alla/r til að líta í eigin barm.

Fyrirsögnin er „Að eignast maka … upp úr miðjum aldri“ ..  það þarf ekkert að vera „miðjum“ aldri .. það er bara hvenær sem er.

Það getur verið um þrítugt – fertugt – fimmtugt og uppúr ..

Ég talaði við konu á sjötugsaldri og hún saknaði þess að eiga „partner“ –   þegar þú segir „ping“ – þá er einhver annar sem segir „pong“ ..  Það er koddahjal og knús og svona „hvernig var dagurinn hjá þér“  rabbið sem margir sakna.   Einhver sem deilir með þér lífinu,  þú kastar og það er einhver sem grípur,  kastar til baka og þú grípur.

Einhver sem nýtur með þér sólarlagsins. 

Það er ekki þannig að það sé alltaf skemmtilegra að eiga partner – sérstaklega ef þeir eru leiðinlegir 😉 .. eiga við drykkjuvandamál að stríða eða með einhver önnur vandræði þá dregur þessi partner, eða það sem fylgir honum úr þinni eigin lífsgleði.. þá sannast hið forkveðna að betra er autt rúm en illa skipað.

Það er dýrmætt að eiga góðan maka – sem mætir þér á miðri leið, þarf ekki að vera í samkeppni við þig,  þið styðjið hvort annað,  hafið kósý saman á köflóttum náttbuxum – og dekrið hvort annað til skiptis.  Undirstaða góðs sambands er að vera í góðu sambandi við sjálfa/n sig.  Það er gott að vera í góðu sambandi og njóta sólarlagsins.

Eigum við það ekki öll skilið?

556212_332315983512626_1540420215_n

Hin eilífa orka lífsins ..

Þó þú takir eitthvað tæki úr sambandi þýðir það ekki að orkan sé ekki enn til staðar.

Rafmagnið.

Líkaminn okkar er tæki – en við erum tengd ósýnilegum straumi – orku, lífsorku sem aldrei deyr.  Það þýðir að þó að líkaminn, eða hulstrið okkar og líffærin sem halda líkamanum gangandi deyji þá höldum við áfram „við“ – sem orka –  sem sál – höldum áfram.

Við höfum þá möguleika á að vera sannir sálufélagar, því við verðum ekki aðeins við hlið þeirra sem við elskum – við verðum með þeim alltaf og alla daga og í þeim.

Við getum ekki sinnt þeirra líkamlegu þörfum en við erum 100% til staðar fyrir þau andlega,  þau þurfa bara að finna það og skynja.

Þau sem eru „skilin eftir“ geta valið að ganga áfram í gleði eða sorg.  Aðsklnaðurinn er erfiður svo það kemur alltaf sorg,  en sorgin má ekki vara að eilífu,  það þolir enginn, ekki heldur þeir sem fóru – það finnst þeim vont.  Allir hafa sitt hlutverk og einhver verður að hafa gleði og gæfu til að sinna sjálfum sér og þeim sem þurfa hendi til að halda í.

Ekki spyrja mig hvaðan þetta kemur, en eflaust kemur þetta bara frá sama stað og flest mín skrif sem bara koma og ég veit ekkert hvaðan.

Annars…

Jú, ég veit það og þú kannski líka.

WEBBizCardFront

Alkóhólismi … Tortímandinn

„What is wrong in my life, that I must get drunk every night“ .. Johnny ..  sungu þeir í Fine Young Cannibals, – þessi spurning „What is wrong in my life“ – er grundvallarspurning.

Af hverju drekkur fólk? –

Stundum til að gera sér glaðan dag,  eins og kallað er,  en stundum til að deyfa, flýja og jafnvel hverfa.

Flýja hvað?

Sársauka?

Sannleikann?

Sannleikurinn getur stundum verið sár,  en hann frelsar.

Ef við förum ekki í gegnum sársaukann þá finnum við eflaust ekki sannleikann og því síður frelsið.

Alkóhólistinn getur verið grimmur við sína nánustu,  sagt vonda hluti vegna þess að orðin hans fæðast í sársauka.   Svo veit hann að hann mun leggja sársaukann í alkóhól og deyfa hann – en aðeins um stund – því svo kemur hann aftur og þá finnur hann aftur til.

Er ekki til önnur leið til að nálgast þessi sár?   Er ekki til önnur leið til að lifa lífinu heldur en að leggja sig í alkóhólbað?

Ég sé sorgina sem hann veldur,  sé tortíminguna,

Fjölskyldur hrynja eins og dóminó kubbar fyrir áhrif alkóhólisma,  því það er nóg að það sé einn sem er háður – allir sem þykir vænt um viðkomandi eru snertir á einn eða annan hátt.  Jafnvel þó þeir slíti sig frá alkóhólistanum,  það hefur áhriif að slíta sig frá ástvini.

Alkóhólistinn sem er annars dagfarsprúður breytist í skrímsli – breytist í aumingja – breytist í einhvern sem er sama um þig og sama um sjálfan sig.

Sama um lífið.

„Maðurinn minn er alkóhólisti og það vita það allir nema hann sjálfur“  ..

„Mér finnst vont þegar mamma drekkur,  því hún breytist, en ég þori ekki að segja henni það.“

„You have to see your pain to change“ .. (Sophie Chiche)

Þú verður að sjá sársauka þinn til að breyta – eða vilja breyta.
Af hverju ættir þú að vilja breyta ef þér finnst þú allt í lagi? –

Kemur einhverjum við hvað þú drekkur og hvernig?

Er ekki betra að hvíla í faðmi Tortímandans en faðmi fjölskyldu eða vina?

Er ekki í lagi að hrekja frá sér ástvini,  meðvitað eða ómeðvitað,  þegar þú veist að þú getur gripið í flöskuna,  flöskuna sem þú þekkir svo vel og er ekki með neitt vesen eða kjaftæði?

Alkóhólismi er Tortímandinn.

485819_203030436495113_521866948_n