Andaðu inn, andaðu út ….

´Eg keypti mér bók og disk með staðfestingum Louise Hay í fyrradag.  Ég hlusta á diskinn í bílnum og í gærkvöldi á heimleið úr vinnunni,  var verið að ræða hvað væri okkur mikilvægast.  –

Það er ekki mikilvægast að eiga peninga, þó þeir veiti ýmislegt – það sem er mikilvægast í lífinu er andardrátturinn.  Að geta andað.  Það er eiginlega undirstaðan,  því að til að líkaminn starfi þarf hann að geta andað.

Andardrátturinn kemur yfirleitt að sjálfu sér, við þurfum ekki áminningu að anda, en við þurfum kannski áminningu að anda djúpt.

Andardrátturinn segir margt um okkar líðan.

Góð ráð eru að anda djúpt og veita andardrættinum athygli.  Það er einfaldasta form hugleiðslu og gefur líkamanum til kynna að hann megi vera rólegur.  Stuttur andardráttur fylgir oft stressi og kvíða

Það er gott að anda mjög djúpt inn – halda andardrættinumí smá stund og anda svo hægt og lengi út. og tæma lungun.

Þetta er ekki flókin líkams- eða hugarrækt en mjög áhrifarík og undirstaða að svo mörgu.

Þrjú einföld hamingjuráð:

1. Hugsaðu fallegar hugsanir

2.  Drekktu meira vatn

3. Andaðu djúpt

Þó við gerðum aðeins þetta þrennt og forðuðumst ljótu hugsanirnar – að sjálfsögðu – þá færi okkur að líða betur – og betur – og betur.

Andaðu inn – andaðu út,

1016429_499231890156540_1902102223_n

Gleði, gleði, gleði ….

Þau sem hafa verið í sunnudagaskólanum (og kannski fleiri) munu örugglega syngja þennan status,  en það er einmitt með okkar eigin bakgrunni og reynslu sem við lesum allt og tökum inn það sem við skynjum. –

Við lesum nefnilega með okkar eigin innblæstri og anda en ekki þess sem skrifar.

Ef einhver sem er þarna úti þolir mig ekki, les hann/hún með svolítið samanklemmdum  huga allt sem ég skrifa á meðan aðrir lesa með opnum hug.

Þetta gildir ekkert bara um mig og mín skrif – þetta gildir líka t.d. um Biblíuna,  – ef vantrúarmaður les Biblíuna leitar hann uppi eitthvað til að setja út á,  en trúaður leitar eftir því sem er gott og uppbyggilegt.  (Nema að þarna sé um að ræða rannsóknarvinnu og verið sé að lesa á öðrum forsendum en að leita að einhverju mannbætandi, – þá er auðvitað sjálfsagt að gagnrýna (jákvæð/neikvæð gagnrýni hvort sem er).

En hvað um það „Gleði, gleði, gleði,  var yfirskriftin,  – ég týni mér stundum í eigin pistlum!

Mig langaði að deila þeirri speki sem ég fékk að heyra einu sinni á námskeiði sem ég sótti hjá Endurmenntun Háskóla Reykjavíkur.

Þar kom einn af kennurunum, man ekki hver það var,  með spurningu til okkar um hvað það væri sem fólk þyrfti helst á að halda til að ná árangri í námi/starfi/íþróttum/listum o.s.frv.

Einhver hafði tekið það að sér að „yfirheyra“ afreksfólk – hvert á sínu sviði, námsmenn, listamenn, íþróttafólk,  viðskiptajöfra o.s.frv. –  Við sem vorum í náminu vorum beðin um að nefna hvað við héldum að væri sem fólkið nefndi sem samnefnara til að ná árangri.

Orðin sem flugu voru „Þrautseigja“ – „Skipulag“ – „Fókus“ .. og ýmislegt í þeim dúr,  en kennarinn upplýsti að samnefnarinn sem fólkið nefndi væri „GLEÐI“ ..

Gleði eða Hamingjuvegurinn er eitthvað sem við getum alltaf valið,  það er ekki eins og það komi ekki hindranir á þann veg eins og á aðra vegi,  en spurning hvað nær að feykja okkur burtu.  Við getum þurft að leita skjóls um stund eða þurft að fara „vetrarveg“ ef fennir á leiðinni,  en muna eftir að það er alltaf hægt að koma inn á brautina aftur.

Það er ekki flókið að velja veg Gleðinnar,  það er bara ein ákvörðun og hún er ákvörðun þess sem hana tekur, það velur hver fyrir sig. –

Ég hef tekið þá ákvörðun að velja Gleði,  kemur þú með?  😉 

Happiness-is-the-Way

Af hverju skammast ég mín? …

Getur verið að þú hafir lent í einhverju sem þú segir ekki frá – ekki sálu?

Af hverju segir þú ekki frá því?

Gerði einhver eitthvað á þinn hlut? – Finnst þér að þú hafir kannski leyft það? – Samþykkt það að einhverju leyti? – Boðið upp á það? –

Ofbeldi er aldrei ásættanleg.

Það getur vel verið að þú hafir ekki kunnað mörkin, hvað þá ef þú varst barn.  Það getur vel verið að þú hafir ekki þorað að segja neitt og jafnvel sem fullorðin, en það var samt gengið yfir þig.

Það er vont þegar farið er inn fyrir okkar mörk og við frjósum, getum ekkert sagt, eða þegar við höfum hreinlega ekki kraft hvorki andlegan né líkamlegan til að berjast gegn því.

Við eigum samt sem áður ekki að sitja uppi með skömmina.

Hlutir gerast, vondir hlutir þegar fólk kann ekki eðlileg samskipti.  Það eru særð börn að meiða særð börn.  Við erum öll særð börn særðra barna.  Þar sem ofbeldi kemur við sögu er yfirleitt undirliggjandi sársauki.

Ekki skammast þín, því skömmin skyggir á sálina þína.  Hún fær ekki að skína eins og hún á að gera.

Ekki hafa leyndamálið ein/n  – deildu því hvort sem þú ert gerandi eða þolandi, þó það sé ekki með nema einum aðila sem þú treystir,  til að byrja með.   Það er fyrsta skrefið í eigin frelsun, úr þessu fangelsi skammarinnar.

Skömmin þrífst á leyndinni sem umlykur hana – um leið og við tjáum okkur um hana minnkar hún. Við þurfum að minna okkur á að við erum jafn veik og leyndarmálin okkar segja til um.
Rannsóknir hafa sýnt fram á að fólk sem verður fyrir áföllum í lífinu (sérstaklega þeir sem verða fyrir kynferðislegu ofbeldi) og deila ekki reynslu sinni – eiga á hættu að leyndin geti orsakað meiri skaða en áfallið sjálft. Við höfum oft orðið vitni af því hvernig fólk talar um að þungu fargi er af því létt við það að tala um erfiða atburði.  (Brené Brown/Anna Lóa).
Það mikilvægasta í heimi hér er að vita að við erum ekki ein,  og það er alltaf einhver sem elskar þig.
Við viljum halda andliti,  við viljum ekki fella grímuna. Viljum að allir haldi að það sé allt í lagi þegar það er ekki í lagi.  Það er eins og að sópa undir mottuna og láta eins og ekkert sé þar.   Hversu miklu er hægt að koma undir eina mottu?
Er ekki betra að sópa því fram,  eða koma ruslinu þangað sem það á heima?
Þegar gengið er gegn lífsgildum okkar og prinsipum og við gefum eftir, aftur og aftur,  þá brotnum við hægt og rólega niður,  við förum að skammast okkar.
Skömmin getur birst á svo marga vegu.
Einhver talar endalaust niður til þín,  og ÞÚ skammast þín.
Af hverju?
Kannski vegna þess að þú kannt ekki að svara til baka, eða ert farin/n að trúa því að þetta „niðurtal“ sé satt.   Já, þú telur að þú eigir það bara skilið.   Hver ert þú svo sem?
Þú trúir því kannski því einhvers staðar lærðir þú að trúa því.  Trúa því að þú værir ekkert svo verðmæt/ur eða mikilvæg/ur.
Einhvers staðar á lífsleiðinni og yfirleitt í bernsku byrjum við að fá svona ranghugmyndir um þessa annars dýrmætu perlu sem hvert og eitt okkar er.
Hvernig á perlan að skína ef að hún er ötuð tjöru?
Tjöruna hreinsum við með því að tala um hana,  því eins og skömmin hatar hún að láta tala um sig því með því minnkar hún.
Þú ert perla og þú átt að skína.

Þegar ég byrja að borða ofan í tilfinningarnar :- /

Fyrir nokkrum árum las ég bók sem heitir „Women, Food and God, eftir Geneen Roth, – og undirtitill er „an unexpected path to almost everything“ ..

Þessi bók breytti viðhorfi mínu og losaði mig undan því sem kalla má „þráhyggjumegrun“ ..

Á sama hátt og við lærum að umgangast mat lærum við að umgangast lífið. –  Með því að njóta og það sem er aðalatriðið að umgangast mat með meðvitund.  „Awareness“ – Taka eftir því hvað við erum að setja upp í okkur og íhuga „af hverju?“

– Er það vegna hungurs, vana eða vanliðunar kannski? –

Eftir að ég losnaði undan þessu þunga fargi „þráhyggjumegrunar“ – stóð vigtin mín í stað og ég hætti reyndar að vigta mig því ég passaði í fötin mín og pældi ekkert í þessu.  Vigtin var bara truflandi.   Það var ekki þetta „jójó“  sem hafði verið áður,  þar sem ég fór í átak, lifði á fræum og baunum og grenntist og þyngdist svo aftur.

Mitt át hefur oft verið í hálfgerðu meðvitundarleysi,  – ég er búin að stinga upp í mig kexi eða einhverju án þess að vera viðstödd í raun.  –  Síðan hef ég borðað of mikið, tekið of stóra skammta því ég er að reyna að fylla upp í tilfinningalegt tóm, en að sjálfsögðu verðum við aldrei södd af því.

Það er hægt að fara að lifa með meðvitund, læra að elska sjálfa/n sig nógu mikið til að vilja að líkaminn sé í því kjörástandi sem honum er hollast.  Að ekki sé of mikil vigt á hnjánum, of mikið álag á bakið vegna þungs maga o.s.frv. –

Ég varð fyrir gríðarlegu andlegu áfalli í janúar þegar ég missti dóttur mína, – og ég uppgötvaði bara nýlega að ég var gjörsamlega búin að tína farveginum,   þessum farvegi meðvitundar sem ég hafði áður verið á.  Það er ekki skrítið,  – en það sem er að hjálpa mér núna að komast upp á hann aftur,  er sú mikla sjálfsvinna sem ég hef stundað og að vakna á ný að ég þurfi að láta mér þykja vænt um sjálfa mig til að ofbjóða ekki sjálfri mér og líkama mínum með óhollustu og ofgnótt.

Hluti af því að komast aftur á góða farveginn er breyting á viðhorfi,  breyting á fókus.  Ég er þakklát fyrir breyttan fókus og er nú þegar farin að vera minn eiginn áhorfandi, veita sjálfri mér athygli,  og líður svo miklu, miklu betur með það.

Athygli er yfirleitt það sem við sækjumst eftir hjá öðrum en gleymum að sækja til okkar sjálfra.

Til að koma mér upp á „meðalveginn“ á ný skrifa ég niður allt sem ég borða og deili því með einum aðila. –  Það er um leið „heiðarleikapróf“ –  Um leið og ég veit að ég geri það,  veiti ég því athygli þegar „úps“ ég er búin að stinga upp í mig kexkökum eða Prins Póló eða hvað sem það er.

Það þarf ekki að bíða eftir sáttinni,  en sátt er ástand sem við flest viljum vera í.  Um leið og við höfum tekið ákvörðun erum við farin að lifa í sátt.   Um leið og við breytum viðhorfinu.

Athygli er skemmtilegt orð,  en við förum að veita okkur athygli.  Athygli er komið af því að athuga eða huga að.  Okkur verður umhugað um okkur sjálf,  umhugað um heilsu okkar.

Aldrei fara að huga að okkur á röngum forsendum,  þ.e.a.s. að við séum einungis að borða minna eða vinna í heilsu okkar vegna utanaðkomandi áhrifa,  heldur einmitt vegna þess að okkur er umhugað um okkur.

Við erum gjörn á að dæma fólk fyrir alls konar ofneyslu, kaupæði, áfengisnotkun, framhjáhald,   en margt sem við gerum þegar við hugum ekki að heilsunni og mataræðinu þá erum við að ofneyta, og eiginlega halda framhjá sjálfum okkur.

Verum góð .. við okkur sjálf.   Vertu breytingin sem þú vilt sjá í heiminum. 

Ef þú værir umhverfisverndarsinni og elskaðir heiminn byðir þú honum ekki upp á margt af því sem þú býðir sjálfum/sjálfri þér uppá er það?

Þú ert þinn eigin heimur.  Vertu breytingin sem þú vilt sjá í heiminum. 

Ég ætla ekki að skrifa nánar um þetta hér, en þar sem ég er komin sjálf í farveginn minn aftur býð ég öðrum upp á aðstoð/námskeið.  Nota þekkingu mína, menntun og reynslu til að styðja.  Það má lesa nánar um það á facebook síðunni „Í kjörþyngd með kærleika“ og á síðunni sem heldur utan um samnefnd námskeið:   http://elskamig.wordpress.com/

– Hafið samband 😉 ..

21-the-world

Æi .. þetta átti ekki að fara svona :-/ .. (auglýsing um næsta námskeið „Lausn eftir skilnað“)

Lífið er eins og á – og stundum koma óvæntar flúðir, fossar í ánna – eitthvað sem erfitt er að undirbúa sig undir.

Jú, við getum græjað okkur svo við lendum í sem minnstu hnjaski en við sleppum ekki við að sigla ánna.

Stundum óskum við þess að geta séð ánna fyrir, þá förum við til spákonu eða einhvers sem við trúum að sjái okkar framtíð – okkar á.

Áin er þarna, en hún er eflaust misbreið og kannski hægt að sigla hana á misjafnan máta – fara hægra megin eða vinstra megin, en henni stjórnum við ekki.

Stundum hvolfir bátnum og þá súpum við hveljur, – réttum af bátinn og skríðum aftur uppí.  Kannski höfum við steytt á steini og erum sár eftir, við erum köld og hrakin og stundum berum við sár – og ör eftir.  En áfram siglir báturinn.

Við erum með samferðafólk í bátnum, – fjölskyldu, vini, stundum maka.

Eins og ég sagði – er margt óvænt sem getur komið uppá, ekki endilega bara í ánni.  Samferðafólkið getur ákveðið að skipta um bát. Maki þinn sér að annar bátur er áhugaverðari en ykkar og hann svissar yfir. –  Æ, þetta átti ekki að fara svona.   Kannski er hann búinn að pæla lengi í að hann sé óánægður í ykkar báti,  og verst er þegar hann læðist að nóttu til yfir í annan bát og þú ert algjörlega grandalaus þegar að einn daginn segist hann bara vera ánægðari í einhverjum öðrum báti! ..

Trúnaðarbrestur – höfnun – skömm – reiði – gremja .. 

Hvað er í gangi?

Æ, þetta átti ekki að fara svona!

Hvað getur þú gert í þínum báti? –

Jú, þú þarft auðvitað að jafna þig eftir uppgötvunina,  hvort sem hún kom hægt og hljóðlega eða eins og þruma úr heiðskíru lofti.  Þetta var ekki planið,  en úr því svona fór þá er ekki að mæna yfir á hinn bátinn, bátinn sem maki (nú fyrrverandi maki) þinn fór yfir í – heldur halda fókusnum á þínum báti.  Þú getur fengið hjálp við að róa, við að stýra – í flúðunum,  en því fyrr sem þú sleppir tökunum á þeim sem vill ekki vera með þér í bátnum og hættir að reyna að senda til hans línu sem hann neitar að grípa í – og hefur engan áhuga á,  því betra,  því þá getur þú haldið áfram.

Nýtt námskeið:  „Lausn eftir skilnað“  verður haldið í Lausninni http://www.lausnin.is Síðumúla 13, 3. hæð  Laugardaginn 7. september nk.  9:00 -15:00 og síðan 4 tímar í eftirfylgni,  mánudaga kl. 17:15 – 18:45.

Ekki er farið að skrá á námskeiðið en ef þú hefur áhuga á að fá tilkynningu um skráningu sendu þá póst á johanna@lausnin.is

Námskeiðsgjald verður 31.900.-  (hægt að skipta greiðslu).

Að sama skapi er í boði námskeið  „Lausn eftir skilnað“ fyrir karlmenn – og þegar nógu margir (lágmark 8) hafa komið á lista verður send út tilkynning hvenær það verður.  Það hefur gefið góða raun. –

Aðal leiðbeinandi er ykkar einlæg – Jóhanna Magnúsdóttir!..

Fyrirgefning og foreldrar ..

Mér hefur ekki reynst erfitt að fyrirgefa í gegnum árin, þó að örli stundum í langrækni sporðdrekans í mér.

Það sem særir mig allra mest í framkomu fólks er þegar hún bitnar á þeim sem minna mega sín, þegar hún bitnar á börnum sem eru varnarlaus og stundum erum við að ræða hér framkomu foreldra við börn.

Foreldrar hafa svo mikið vald og svo lengi fram eftir aldri trúum við að mamma og pabbi séu óskeikul. Því vigta öll brot foreldris gegn barni margfalt á við það sem aðrir gera á hlut þess. Það hefur meiri áhrif og virkar oft sem „forritun“ til framtíðar.

Tilfinningar eins og höfnun og skömm ná oft að festa rætur hjá ungum börnum og fullorðið fólk er að glíma við þetta allt lífið í gegn og tekur þær með sér í sambönd, í hjónabandið og e.t.v. í samskipti í vinnu.

Óöryggið og vanlíðan er stundum „home-made“

Því miður.

En hvað gerum við í þessu?

Ef þú ert foreldri þá er að líta í eigin barm,  skoða hvort að eitthvað af þínum orðum, verkum, hegðun er niðurbrjótandi,  hvort að þú mögulega stundir ofbeldi í stað uppeldis.  Hvað segir barnið þitt? –  Hlustar þú á það?

Ef þú færð samviskubit af þessum lestri þá dokaðu við.  Samviskubit er hvorki gott þér né öðrum.  Það sem við gerum þegar við uppgötvum vankunnáttu, misktök eða að við vorum bara að nota sömu „uppeldis“ aðferðir og foreldrarnir,  stundum án þess að vilja það og við höfðum jafnvel lofað okkur að gera það aldrei,  er að við förum að gera öðru vís héðan í frá.  Við getum ekki breytt fortíð.

Fyrirgefningin er því til okkar sjálfra sem foreldra,  við fyrirgefum okkur vegna þess að við kunnum ekki betur eða vissum ekki betur, en þegar við vitum betur og sjáum hvað er rétt og hvað er rangt er tækifæri komið til að breyta.  Ekki halda áfram því sem byggir ekki upp, ekki halda áfram meðvirkni með barni á þann hátt að þú takir frá því þroska þess eða ofdekrir.  Það er ofbeldi líka og skemmir samskiptahæfni barns til framtíðar og hæfni til sjálfsbjargar.

Ef þú áttar þig á því að foreldrar þínir hafi ekki alltaf kunnað, hafi sagt og/eða gert hluti sem valda því að í dag ertu óörugg manneskja, týnd, upplifir oft höfnun – eða sektarkennd,  svona til að nefna dæmi,  þýðir það ekki að þú elskir ekki foreldra þína, ekkert öðruvísi en að þú elskar börnin þín.  Þú þarft bara að sjá og viðurkenna ef það var eitthvað sem var vont og særandi og tók þig úr náttúrulegum farvegi barnssálarinn sem er alltaf frjáls og þarf ekki að aðlaga sig og tipla á tánum eftir dyntum mishæfra foreldra.

Þegar við skoðum fortíð er það ekki til að dæma heldur til að skilja af hverju hlutirnir eru eins og þeir eru, af hverju við erum eins og við erum og af hverju við bregðumst við eins og við gerum.  Við þurfum að „grafa“ svolítið til að geta breyst.  Það þurfa ekki að hafa verið nein áfölll, fjölskyldan getur hafa verið nokkuð „normal“ svona útávið.  En í fæstum fjölskyldum hefur allt verið fullkomið og óaðfinnanlegt.

Við erum ekki að dæma, aðeins skilja.

Svo það þarf líka að fyrirgefa foreldrum ef þeir hafa sýnt einhverja vankunnáttu – vegna þess að þeir notuðu það sem fyrir þeim var haft.

Það sem við gerum með að læra og breyta öðruvísi er að rjúfa keðjuverkun.

Margir eiga oft í mesta strögglinu við að fyrirgefa sjálfum sér.  Það er vegna þess að einhvers staðar (eflaust í bernsku og svo er því stundum viðhaldið af vankunnandi maka, af fjölskyldu,  eða af samfélaginu í heild) að þeir séu ekkert endilega fyrirgefningarinnar virði? –

En hvað sagði ég í upphafi pistilsins?

„Það sem særir mig allra mest í framkomu fólks er þegar hún bitnar á þeim sem minna mega sín, þegar hún bitnar á börnum sem eru varnarlaus og stundum erum við að ræða hér framkomu foreldra við börn.“

Einhvers staðar þarna innra með þér er barn sem þarfnast fyrirgefningar þinnar,  ekki láta þína eigin framkomu bitna á þessu barni, því í raun er það varnarlaust gagnvart þessum fullorðna aðila sem þú ert orðin/n.

Láttu þér umhugað um barnið innra með þér – og hættu að brjóta það niður.

Fyrirgefning er lykill og friðurinn fæst með fyrirgefningunni.

Auðmýkt, heiðarleiki og einlægni er síðan undirstaðan sem síðan er byggt á.

1012212_10151602313439247_1396616360_n

„Key Habits“ – „Old Habits“ …

Við förum á námskeið og lesum bækur,  vitum allt, kunnum allt – en gerum ekkert af þessu?

Hljómar kunnuglega?

Jú,  byrjum kannski en hættum.

Af hverju?

Vegna þess að þó við lærum nýja siði þá virðast þessir gömlu alltaf ná yfirhöndinni aftur.

Við erum skepnur vanans.

Lengi býr að fyrst gerð og allt það.

Hvað er hægt að gera?

Við þurfum að aflæra gömlu siðina, „deleta“ gamla forritinu áður eða meðfram því að taka inn nýtt.

Hvernig gerum við það?

Jú,  við förum í rannsóknarleiðangur inn á við og skoðum siðina okkar,  þessa sem við erum ekkert voða sátt við, eða þessa sem við höldum að við séum sátt við en erum það í raun ekki – og hvað þá þeir sem þurfa að umgangast okkur daglega! ..

Kannski erum við bara með alls konar stjórnun, augngotur, stunur, orð sem særa eða vekja sektarkennd hjá viðkomandi?

Hin hliðin:

Kannski felast gömlu siðirnir í því að við erum viðkvæm gagnvart gagnrýni annarra,  tiplum á tánum í kringum fólk, erum í því að geðjast og þóknast og gleðja alla aðra á svo sjálfsaggressívan máta að við erum alveg búin á því eftir á.  Búin að gefa og gefa og bara tóm eftir?

Það eru alls konar duldir siðir og hugsanir – hugsanir eins og að við eigum ekki gott skilið, skoðanir annarra séu merkilegri en okkar,  við eigum ekkert upp á dekk o.s.frv.  sem gætu leynst þarna einhvers staðar.

Við verðum auðvitað að uppgötva hvaða siði við viljum losna við og hverjum við viljum halda til að geta sorterað.

Það þýðir ekki bara að stinga hendinni inn í fataskápinn með lokuð augun til að sortéra það út sem er of lítið – of stórt – of þröngt – of vítt – of slitið o.s.frv.  – heldur skoðum við hverja flík fyrir sig og vegum og metum hvort hún sé að gagnast okkur eða bara taka pláss í skápnum.  Kannski er föst svitalykt í henni eða eitthvað álíka ólekkert og við viljum ekkert hafa svoleiðis flík meðal hinna. –

Ekki spara að losa okkur við,  það verður svo miklu rýmra um flíkurnar sem gagnast og loftar betur ef ekki er of hlaðið í skápnum.

Já, svona eru siðirnir okkar líka.

Bestu flíkurnar – og stundum nýjar eru þá „Key Habits“ –   „Old Habits“  geta líka verið góðir en eitthvað af þeim er algjörlega úr sér gengið.

Það þarf að sjá til að geta sorterað.

Það er gert hjá Lausninni  www.lausnin.is   og gott er t.d. að byrja á því að prófa að mæta á  „Örnámskeið um meðvirkni“  sem eru orðin næstum mánaðarlegur viðburður,  undantekning núna í júlí v/sumarleyfa.

Ég verð með kynningu á Lausninni nk. fimmtudag, 18. júlí   kl. 18:00 – 20:00 í  Síðumúla 13, 3. hæð og ætla um leið aðeins að ræða hvað það er að njóta lífsins. –

Enn eru laus 10 sæti af 25  – skráning er nauðsynleg en kynningin er ókeypis.

Sendu tölvupóst á johanna@lausnin.is  – og þú færð svar númer hvað þú ert,  en skráningin er líka happdrætti.   Dregin verða út 3 númer og vinningurinn er Hugleiðslu-og hugvekjudiskurinn Ró sem ég útbjó út frá Æðruleysisbæninni, en þar fjalla ég um hugtök bænarinnar sem eru grundvallandi fyrir þetta val (þessa sorteringu úr skápnum).

1. Æðruleysi  2. Sátt  3. Kjarkur  4. Viska  = 5. Ró

(Hægt er að panta diskinn með því að senda mér póst – johanna@lausnin.is – og kostar hann 2000.- krónur,  ef þú sendir mér heimilisfang með sendi ég greiðsluupplýsingar til baka og sendi hann síðan  í pósti).

Á disknum er m.a. talað um þessa athöfn „að sleppa“ – en við eigum stundum voðalega erfitt að sleppa tökunum á gömlu siðunum,  t.d. eins og stjórnsemi og vantrausti.

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

 

Þessi yfirþyrmandi tilfinning að vilja ekki vera hérna lengur …

„Hérna“ .. þýðir lifandi á þessari jörðu.

Ef þú hefur upplifað það einhvern tímann að vilja flýta fyrir, vonast eftir slysi, óskað eftir að eitthvað gerðist svo þú fengir bara „short cut“ á þetta allt saman – þá ertu ekki ein/n.

Þegar bjátar á, þegar okkur leiðist, þegar við finnum engan tilgang – þá verður þessi tilfinning oft sú sem er á toppnum.

Af fenginni reynslu veit ég að það sem vantar er innri friður.  Það er svo skrítið að innri og ytri friður hafa áhrif á hvorn annan.  Áhyggjur af fjármálum hafa áhrif,  áhyggjur af fólki, – að vera fjarri fólki, að hafa engan til að knúsa – eða einhver vill knúsa mann of mikið kannski?

Það vantar eitthvað jafnvægi,  yfirvegun, ró.

Eins og söngkonan sagði einhvern tímann þá er líkaminn verkfærið.

Okkur vantar því ekki verkfæri – heldur vantar okkur að nota verkfærið.

Verkfærið til að fá innri ró.

Tjá okkur, sjá okkur og hlusta ..

Veita athygli því sem við einu sinni var bara á óskalista og eigum í dag? – Er eitthvað svoleiðis í lífinu okkar?

Tónlist getur spilað stóra rullu í lífinu, hún gerir það í mínu og textarnir gera það.

Í morgun var ég sorgmædd þegar ég keyrði frá Keflavík og var búin að skila af mér barnabörnunum.  Ég veit samt að þau eru í góðum höndum hjá föður sínum og kærastan hans virðist vera þeim kær líka.  Þegar ég horfi á það frá óeigingjörnu sjónarhorni þá er ég ofboðslega ánægð með það.

Í útvarpinu kom svo fallegt lag að það var eins og mér væri gefin sprauta og mér líður ennþá eins og ég sé í vímu 😉 ..  notalegri vímu sáttar og fullvissu um að allt sé eins og það á að vera.

Gerum okkar besta með það sem við höfum,  „hérna“ – ekki sitja ein uppi með vanlíðan og hugsanir,  tjáum okkur við þau sem við treystum.

Það skritna er að þegar við erum búin að segja eitthvað upphátt þá verður það yfirleitt minna þungbært.  Það er þó best að segja það einhverjum sem er ekki of tilfinningalega tengdur því að hann gæti tekið byrðina þína á sig,  – ráðgjafar, sálfræðingar og fólk sem gefur sig út fyrir að vera andlegir leiðbeinendur,  já ekki gleyma prestunum og djáknunum,  er fólkið sem er gott að opna sig við og létta á hjarta sínu.

Alls konar samtök eins og Alanon, coda, AA, þar sem fólk talar og hlustar gera kraftaverk fyrir svo marga.   Þar er samhygðin svo mikil.

Samhygð – samhugur er það sem er svo gott að finna.

Já, ég sagði það – við erum aldrei ein.

Það er eitt af því mikilvægasta sem við þurfum að vita í þessum heimi þegar við erum með yfirþyrmandi tilfinningar – og sérstaklega í þeim dúr að vilja bara ekkert vera hérna lengur.

Það er alltaf einhver sem elskar þig,  ástæðan fyrir að ég skrifa þennan pistil er að ég finn að það eru svo margir sem glíma við sársauka og halda að þeir séu einir …  en nei, nei þú ert ekki ein/n ..  leyfðu traustinu á að betri tíð sé að birtast innra með þér verða stærra og meira en tilfinningunni að tíðin sé að þyngjast.

75985_466203706726737_155458597801251_1954778_1509319669_n

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Segir þú „já takk“ við ógeðisdrykk? …

Við eigum mörg erfitt með að segja „Nei takk“  og segjum stundum „Já takk“ þegar við meinum Nei.  Já, því miður er það þannig.

Við borðum matinn hennar ömmu því við viljum ekki særa tilfinningar hennar, jafnvel þó hann sé ótrúlega vondur. – Eða hvað?

Hér ætla ég þó ekki að ræða samskipti við ömmur, heldur á milli para eða hjóna.

Oft býður makinn upp á hegðun sem þér mislíkar.  Oft, eða stundum skulum  við segja. –

Því oftar sem þú segir „já takk“ – ekki upphátt endilega en þó í huganum við einhverju sem þér mislíkar, þvi´meira mislíkar þér við sjálfa/n þig.  Þetta er keðjuverkandi og þú verður allta lélegri og lélegri í að segja nei takk og ferð að taka við ýmsu sem þú átt í raun ekkert að taka á móti.

Hvað ef að maki þinn blandaði nú drykk fyrir þig,  edik, lýsi, súrmjólk og engifer skulum við segja og rétti þér hann og byði þér, eða jafnvel ætlaðist til að þú drykkir.  Hvert væri svarið? –   myndi það vera „já takk?“   eða „nei takk?“    Það þarf nú varla að spyrja að því.

Í þessu tilfelli væri nú varla um það að ræða að þú værir að sýna kurteisi eða vernda tilfinningar,  þú værir kannski að gera þetta til að halda friðinn,  makinn yrði til friðs ef þú bara drykkir drykkinn sem hann blandaði fyrir þig.

Stundum er ákveðin framkoma eins og ógeðisdrykkur,  þér líður a.m.k. eins og eftir að hafa drukkið slíkan.  Þá er að átta sig, virða sig nógu mikils til að segja „Nei takk, þetta er mér nú ekki bjóðandi.“

Kannski eru bragðlaukarnir orðnir dofnir? – Erfitt að skynja eða átta sig á hvað er ógeð og hvað er bara gott.  Er ekki lýsi hollt?  Er ekki engifer hollt?  Drekka ekki sumir edik til að grennast?  Súrmjólk, það þarf nú enginn að kvarta undan henni, eða kannski er hún full súr?

Kannski veistu bara ekkert í þinn haus og ekki viss hvað þér er bjóðandi og hvað ekki? –

Stundum erum við búin að venjast einhverju sem er vont.

Stundum þurfum við að leita ráða og biðja aðra um að smakka, ef að bragðlaukarnir eru orðnir dofnir af ógeðisdrykknum.  Þá er gott að fá lánaða dómgreind,  eða hitta einhvern sem er tilbúin/n að segja þér sitt álit.   Ekki einhvern sem tiplar á tánum í kringum ykkur parið og þorir ekki að skipta sér af,  heldur einhvern ómeðvirkan sem er tilbúin/n að segja hlutina hreint út.

Þá þarf líka að koma heiðarlega fram, heiðarlega við sjálfa/n sig og heiðarlega við þann sem um ræðir.

Það þarf yfirleitt tvo til að klúðra sambandi – það er sjaldnast bara einn sem ekki kann á samskiptin.  Einn getur ýtt undir ókosti annars, að sjálfsögðu óvart og vegna kunnáttuleysis.

Hluti af því að stöðva slikt ferli er að átta sig á hvað manni er bjóðandi, hluti af því er að segja „Nei takk“ .. og sjá svo hvað gerist! …

„Ég er vinnufíkill, hvað á ég að gera?“ ..sagði maðurinn ..

Vinnufíkn er ein af þeim fíknum sem við stundum tilkynnum að við höfum – og erum bara þokkalega stolt af því.   Jú,  það þýðir að við erum dugleg og öflum jafnvel vel.  Við erum ekki hangandi uppí sófa eða að mæla göturnar. –  Það er dyggð að vinna „und arbeit macht frei“  eins og stendur einhvers staðar á kannski ekki svo góðum stað.

Það eru sannleikskorn í flestu, eins og að vinnan frelsi.  Við þurfum að vinna til að alfa tekna til að hafa frelsti til að gera ýmsa hluti eins og að ferðast,  frelsi til að eiga þak yfir höfuðið og annað slíkt.  Frelsti til að geta leyft okkur ýmisllegt sem annars væri ekki hægt.

En í þessu gildir hinn gullni meðalvegur, – það er t.d. óþarfi að vinna svo mikið að við höfum  efni á að fylla bílskúra eða geymslur af ónauðsynlegum hlutum sem kannski virka spennandi um stundarsakir.   Eða eiga 50 pör af skóm sem við aldrei náum að nýta.  Vinna svo mikið að hægt sé að kaupa allt fyrir börnin sem auglýst er – nýjasta dót sem fylgir nýjustu bíómyndinni – eða nýjasta forrit í tölvuna.

Það sem oft vill gleymast er forgangsröðin.   Hvað skiptir þig raunverulega máli?

Hvað skiptir börnin þín raunverulega máli – eða hvað skiptir makann þig raunverulega máli?

Er það ekki tíminn þinn – er það ekki miklu frekar samvera með þér, en að þú sért stansllaust fjarverandi að „meika það?“ –   og hvað er verið að meika?

Besta setning sem svona varðar er:

„Hvað gagnast það manninum að eignast heiminn en glata sálu sinni“ ..

Ef að vinnan er orðin flótti – flótti frá heimili – flótti frá samskiptum við fjölskyldu – flótti frá sjálfum sér jafnvel þá er hún orðin fíkn.

Ef þú ert komin/n með samviskubit yfir því að vera að vinna,  þá er það slæmt mál,  því þá getur vinnan varla verið að veita þér gleði.  Hvað sem við erum að gera, við eigum að njóta þess.

Bókin „Munkurinn sem seldi sportbílinn sinn“  fjallar um mann sem gleymdi sér í vinnu og vaknaði upp of seint.   Hann glataði tækifærinu á að umgangast fjölskyldu sína.  Þessi bók er reyndar miklu miklu meira.

Fjölskyldan – maki – börn,  nú eða stórfjölskylda og vinir er eitthvað sem aldrei skyoli taka sem sjálfsögðum hlut.  Enda ekki hlutir.

Fólk er eins og blóm – og samskipti við fólk er eins og blóm,  það þarf að vökva samskiptin,  vissulega misjafnlega mikið.

Gjafir,  stórar gjafir koma aldrei í stað samveru og tíma.

Mér var sögð sagan af stráknum sem spurði pabba sinn hvað hann fengi á tímann í vinnunni sinni. –  Pabbinn svaraði  ca.  3.800.- krónur.

Viku seinna kom stráksi aftur til pabba með lófann fullan af peningum sem hann hafði safnað,  með 3.800.- krónur nákvæmlega og spurði:  „Pabbi má ég kaupa hjá þér einn tíma?“ –

Hvað er þörf og hvað er nauðsyn?

Það má ekki gera lítið úr vinnusemi og dugnaði og við þurfum ölll salt í grautinn. Við þurfum húsaskjól, farartæki, möguleika á einhverjum kósýheitum,  en íhugum vandlega hvort verið sé að vinna fyrir ónauðsynjum og þá hvort að sá tími fari til spillis.

Hver og einn þarf að átta sig á því þegar komið er yfir strikið,  þegar vinnustaðurinn er orðinn „skálkaskjól“ fyrir að fara ekki heim – og þá felst afneitunin oft í því að þú verðir að vinna fyrir heimilinu og sért að draga björg í bú.

Eflaust ertu bara að vinna fyrir skilnaðinum þínum,  því það er rándýrt að skilja bæði andlega og veraldlega.

Stundum er það þannig að sá sem er í burtu löngu stundum í vinnu reynir að bæta fjölskyldunni það upp með dýrum gjöfum.   Svo er fjölskyldan aldrei nógu þakklát og sá vinnusami skilur ekkert í því og allir sitja uppi óánægðir.

Stóra spurningin er:  „Hvað skiptir þig raunverulega máli?“ –

Ekki láta hluti – og það að eignast þá verða að stóra málinu í lífi þínu.  Jú, kannski ef þú gerir það í samvinnu við fjölskyldunna,  þið t.d. eruð saman að byggja húsið ykkar og hafið gaman af því.  En allt sem sundrar fjölskyldum eða pörum þarf að skoða með gagnrýnum gleraugum.

Stóru spurningunum þarf að svara:

Af hverju er ég að vinna svona mikið og er það nauðsynlegt? –

Þarf ég að sanna eitthvað?

Þarf ég viðurkenningu vegna verka minna,  hvað ef ég vinn minna – er ég þá nógu „merkileg/ur?“ ..

Hvað er verið að kaupa?

Hvernig er staðan á geymslunni – bílskúrnum – háaloftinu – fataskápunum.

Hvað vantar – raunverulega?

601106_10150952639181740_36069728_n