„Ertu með nóg?“ ….

Ég satt að segja hélt að mæður með barn á brjósti væru hættar að þurfa að sitja undir svona spurningum,  en heyrði eina slíka reynslusögu í gær.

„Ætti barnið ekki að fara að fá graut?“

„Er hann ekki svangur?“

„Er hún ekki óróleg af því hún fær ekki nóg hjá þér?“

Mæður þurfa að hafa gott sjálfstraust og stuðning ef þær eiga að standast svona gagnrýni og vantraustsyfirlýsingar, – allt sagt í þeirri góðu trú að það sé verið að huga að heilsu barnsins, eins og mamman hafi ekki heilsu barnsins í huga? –

Stjórnsamar „velviljaðar“  mæður eða tengdamæður eru þarna oft á mjög hálum ís.

Ef við værum að vinna verkefni og einhver stæði fyrir aftan okkur og klifaði á því hvort við gætum þetta nokkuð,  hvort við hefðum eitthvað í þetta o.s.frv.  þá getur verið að okkur fari að förlast.

Brjóstagjöf er mjög tilfinningalegur hlutur, mjólkin t.d. flæðir fram þegar barnið grætur.  Kannski bara stíflast hún við þennan utanaðkomandi efasemdargrát?

En hvað um það, – það sem kviknaði í kollinum hjá mér var hvort að þarna væri ein af rótunum komin að margar konur upplifi að þær séu ekki nóg og hafi ekki nóg. –  Séu ekki nógu grannar, geti ekki gert nógu vel, hafi ekki nóg að gefa o.s.frv. –

Að vera nóg – í sjálfri sér – skiptir mjög miklu máli.

Það þarf ekki að vera að kona hafi alið barn við brjóst sér til að upplifa það að vera ekki nóg.  Mæður hafa tilhneygingu að setja eigin vanmátt yfir á dætur sína og e.t.v. syni,  en það er algengara að móðir sé fyrirmynd dóttur og faðir fyrirmynd sonar þó það sé ekki algilt.  Foreldrar eru bæði fyrirmyndir, þeirra hegðun, viðhorf og sjálfstal.

Pælum aðeins í þessu með mæðurnar og brjóstagjöfina, sérstaklega ungar óreyndar mæður – sem hafa lítið sjálfstraust fyrir. Sem betur fer fá þær fræðslu sem vinnur gegn úreltum hugmyndum,  en stundum dugar það ekki til.

Það skiptir miklu máli að trúa því að hafa nóg og vera nóg,  það getur skipt öllu máli.

i_am_enough

Að koma nakin fram …

Hér er ég ekki að ræða líkamlega nekt, heldur hina andlegu.  En já, ég viðurkenni að ég ákvað að hafa titilinn svona því það vekur, af einhverjum ástæðum,  alltaf athygli blessuð nektin.

Við tölum um líkamlegt ofbeldi og við tölum um andlegt ofbeldi.  Í skólanum töluðum við kennarar oft um að nemendur væru andlega fjarverandi.

Það er nefnilega ekki alltaf það sama að vera á staðnum og að vera á staðnum,  en förum ekki lengra út í þá sálma.

Brené Brown flutti frægan fyrirlestur um „Power of Vulnerability“  eða mátt berskjöldunar eins og það hefur verið þýtt á ensku, – þið skrifið bara Power of Vulnerability – á Youtube eða Ted.com  ef þið viljið kíkja á hann og ef þið hafið ekki hlustað mæli ég sterklega með því.

Þarna er Brené að tala um máttinn sem fylgir því að hafa ekki leyndarmál, segja það sem manni býr í brjósti og lifa þannig í rauninni „nakin/n“  með sig og sitt líf – játa ófullkomleika sinn,  ótta sinn, vanmátt sinn o.s.frv.

EIns og lesendur pistlanna minna og þau sem hafa mætt á námskeið eða fyrirlestra hafa orðið vör við,  þá tala ég mjög mikið á persónulegum nótum og ber tilfinningar mínar hiklaust á torg.  Það er eitt af þessum einkennum berskjöldunar – og að játa kannski á sig eitthvað sem við skömmumst okkar fyrir,  svo dæmi sé tekið.

Þetta er ekki bara máttugt og auðvelt – því stundum fylgja þessu „Vulnerability Hangovers“  eða berskjöldunartimburmenn.  –

Þeir felast í því að eitthvað prógram kikkar inn, sem segir: „Hvað varstu að gera manneskja“ –  „hugsar þú bara um sjálfa þig, hefur þetta ekki áhrif á aðra og bla, bla, bla“ .  eða þá hugsunin um að einhver notfæri sér það sem ég opinbera gegn mér.

En þessir timburmenn koma ekki oft, – ég fer varlega í „vínið“ ..

Ef ég hef óttaleysi sem grunn, þá óttast ég ekki að segja upphátt það sem mér býr í brjósti, – og ég veit líka að stundum virkar það sem leiðarljós fyrir annað fólk að gera það sama.

Það er því bara hressandi og felsandi að koma nakin fram!

21-the-world

Já þetta segja þeir allir – gúrúarnir …

Grein eftir Robert Holden

Þó að við hræðumst að eitthvað vanti hið innra förum við út á við að leita að hamingjunni.  Við horfum framhjá því sem er nú þegar „HÉR“ á meðan við eltumst við „ÞAR“ og við missum af hinu heilaga „NÚI“ um leið og við íhugum „NÆSTA SKREF“ gleymum við að þakka fyrir það sem „ER“ um leið og við biðjum um „MEIRA.“  Við leitum, hömumst og þraukum, en við komumst aldrei á áfangastað vegna þess að við komumst ekki yfir hugsunina að eitthvað vanti.

Getum við séð að allur okkar sársauki kemur frá þeirri hugmynd eða trú að uppspretta hamingju okkar sé utan við okkur?  Þessi eina ranghugmynd – þessi litli ótti – er það sem er okkar andlega ruslfæði,  við lærðum óverðugleika, og að vera ekki „nógu góð“ ruslið.

Veitum því eftirtekt  hvernig öllum okkar hugsunum um ótta og skort er umsnúið um leið og við samþykkjum að hver arða alheimsgleðinnar hvílir nú þegar í hjörtum okkar.

Finnum  fyrir þessu – núna. 

Getur þú séð þetta fyrir þér?

Okkar tvö líffræðilegu augu sjá eitt og annað.  Þau sjá hluta af litrófinu, hluta af landslagi, hluta af sjónum, hluta af himninum.  Þau sjá eitthvað af þér og eitthvað af mér.  En þau sjá ekki heildarmyndina.  Það er aðeins þegar þú horfir með hjartanu að þú getur byrjað að skilja möguleikann á sönnum heilindum, sannri fegurð og sannri einingu.

Ímyndum okkur að hvað sem við viljum sé hér og nú.  Hvað vilt þú?
Visku?  Hún er hér nú þegar?  Frið?  Hann er hér.

Innblástur? Hann er nú þegar hér.  Þetta er allt hér,  vegna þess að þú ert hér. Þetta er heildarmyndin.  Þetta er það sem hið ótakmarkaða Sjálf þitt sér.

Við erum það sem við leitum að. Það þýðir að sú gleði sem við vonuðumst eftir  „AÐ FÁ“  eftir að við fyndum okkar sanna félaga, fengjum draumastarfið, keyptum óskahúsið, og þénuðum næga peninga er nú þegar til staðar innra með okkur!

Þegar við leitum að ást, gleði, mætti, peningum, Himnaríki, og Guði, erum við í raun að leita eftir upplifuninni af hinu óskilyrta Sjálfi sem er ekki haldið niðri með ótta,  aðsklnaði og skorti.

VIð erum ekki hér til að finna hamingjuna, við erum hér til að útvíkka hana. VIð erum  eldmóðs-pökkuð,  visku-innblásin, sköpuð með ást, og blessuð með gleði. Og þannig erum við öll. Til að vera frjáls er eina sem við þurfum að gera að gera okkur sjálf móttækileg því sem er nú þegar hið innra. Raunveruleg heilun er að gefa upp mótstöðuna við hinu skilyrðislausa Sjálfi.

„Ég er það sem ég leita.“  –  Sannleikurinn er hér, innblásturinn er hér, ástin er hér, friðurinn er hér, hjálpin er hér,  vegna þess að þú ert hér. Sannleikurinn er land án vega,  og hamingjan er ferðalag án fjarlægðar.

by Robert Holden  (þýðing Jóhanna Magnúsdóttir).

IMAGINE WHATEVER YOU WANT IS HERE RIGHT NOW. WHAT DO YOU WANT?

Titillinn er að þetta segja þeir allir gúrúarnir – en mér skilst að orðið gú-rú þýði frá myrkri til ljóss. –  Kannski þurfum við ljós hið innra til að sjá þetta allt saman? –   Það eru mörg trúarbrögð og ekki trúarbrögð sem segja sama hlutinn,  það er að segja að leita inn á við.

„Himnaríki (og allt hitt) er hið innra“ –

Þá er bara að loka augunum og sjá með hjartanu.

draft_lens8964771module79056571photo_1263444833the_little_prince2

Er alltaf sælla að gefa en að þiggja?

Ef það er alltaf sælla að gefa en þiggja, erum við þá ekki eigingjörn að vilja vera þau sem er alltaf á þeim endanum að gefa? – Vera hin sælli?

Erum við að setja okkur á háan hest að vera þau sem gefa?  Erum við eitthvað merkilegri að gefa en að þiggja?  Hvað segir það um okkur?

Einhver verður að taka að sér að þiggja. Og eins og við vitum erum við öll jöfn

Við erum e.t.v. að hindra gjafir lífsins, því við teljum að við þurfum að gefa en megum ekkert þiggja? –

Eigum við ekki að hætta að hindra gjafir frá alheiminum, eða þær gjafir sem annars kæmu til okkar.

Kannski eigum við bara skilið að fá gjafir.

Kannski er bara okey að taka á móti,  vegna þess að þegar ég þigg er ég líka að gefa öðrum sæluna við að gefa og þess meira sem ég leyfi mér að þiggja þess meira á ég að gefa, og þá get ég gefið enn meira.

Þess vegna er mjög gott að þiggja og hreinsa út öll gömul forrit sem segja að svo sé ekki.

Segja bara Já takk 🙂

Hér er hægt að gera „tapping“ á þetta.

Sjö reglur lífsins

1) Semdu frið við fortíðina
svo hún trufli ekki nútíðina

2) Hvað öðrum finnst um þig 
kemur þér ekki við

3) Tíminn læknar næstum allt
gefðu því tíma

4) Engin/n er við stjórn 
hvað þína hamingju varðar,  nema þú.

5) Ekki bera líf þitt saman við annarra 
og ekki dæma þau,  þú veist ekkert hvað liggur í þeirra ferðalagi

6)  Hættu að hugsa of mikið, 
það er allt í lagi að vita ekki öll svörin,  þau munu koma þegar þú átt síst      von á þeim.

7) Brostu
Öll vandamál heimsins eru ekki þín vandamál.

1157520_508813015865094_1698554319_n

Skilur mig einhver? – námskeið, „Lausn eftir skilnað“

Við höfum flest ef ekki öll óendanlega þörf fyrir að einhver skilji það sem við erum að ganga í gegnum.  Skilji sársauka okkar, reiði, og sérstaklega ef okkur þykir að á okkur sé brotið. – 

Það eru oft tilfinningar fólks eftir skilnað,  – mikil sorg, höfnunartilfinning, skömm, reiði, trúnaðarbrestur, einmanaleiki og svona má lengi telja. 

Ef síðan makinn nær sér í annan eða aðra, bætist í tilfinningaflóruna, afbrýðisemi, og kannski hefnigirni, –  „af hverju getur hann/hún verið hamingjusöm/samur en ekki ég“ .. 

Fyrrverandi á að skilja sársaukann, skilja vanlíðanina og ef hann/eða hún gerir það ekki fara stundum bréfasendingar í gang  –  á hinn og þennan. 

Sorgin er sannarlega til staðar, sársaukinn og allar þessar ofangreindu tilfinningar.   Og það sem makann vantar er skilningur. 

Ef makinn skilur ekki, eða vill ekki dragast inn í sársauka hins,  þá verður oft reiði og stjórnsemi ofan á og þá kemur þetta „þú átt að skilja mig – no matter what“  eða  „Ef ég er ekki glöð/glaður mátt þú ekki vera það heldur“ –   „Af hverju ertu glöð/glaður með þessum/þessari en ekki með mér?“ 

Einhvers staðar hér á blogginu er hægt að finna pistilinn „Er fókusinn á fyrrverandi“ –  sem fjallar um það að meðan fókusinn er á fyrrverandi maka, þeim sem þú ert skilin/n við og hans/hennar nýja maka og hans/hennar nýja lífi þá lifir þú ekki þínu lífi og ert ekki að byggja upp þína hamingju. 

„The Blaming Game“ er allsráðandi og það þýðir að viðkomandi er föst eða fastur í bakkgír.  „Stuck in Reverse“ eins og sungið er um hjá Cold-Play. 

When you try your best, but you don’t succeed
When you get what you want, but not what you need
When you feel so tired, but you can’t sleep
Stuck in reverse

And the tears come streaming down your face
When you lose something you can’t replace
When you love someone, but it goes to waste
Could it be worse?

Lights will guide you home
And ignite your bones
And I will try to fix you

And high up above or down below
When you’re too in love to let it go
But if you never try you’ll never know
Just what you’re worth

Á námskeiðinu „Lausn eftir skilnað“ förum við í gegnum alla tilfinningaflóruna – og skoðum leiðir að bata. Ég „fixa“ enga/n en bendi á „fix“ –  Við sleppum tökum á fyrrverandi eins og það er hægt,  og yfirleitt eru lágmarkssamskipti ráðlögð, og þá aðeins ef um börn er að ræða, til að fara yfir þeirra mál. 

Það er mikilvægt að hin fráskildu gleymi heldur ekki börnunum í stundum leiðindamálum sem upp koma á milli þeirra.  Börnin verða oft stærstu fórnarlömbin í skilnaðarmálum,  ekki vegna skilnaðarins sjálfs,  heldur vegna vondra samskipta foreldra eftir skilnað. 

En hvað skiptir stærstu máli? – Jú, að einhver skilji þig,  einhver geti sett sig í þín spor,  þú skoðir hvað gerðist og hvað gerðist ekki.  Takir þína ábyrgð á skilnaðinum því það þarf undantekingalaust tvo til að skilja.  Þar er ekki um að ræða tvo vonda eða illa aðila, heldur tvo aðila sem ekki kunnu betri samskipti sín á milli en það fór sem fór. 

Það getur vel verið að annar aðilinn hafi farið alveg eftir bókinni og gert allt „rétt“ en hinn ekki.  En sama hvernig það er –  við berum ábyrgð á eigin hamingju,  það er ekki hægt að sækja hana til makans í sambandinu og ekki heldur eftir að sambandinu lýkur.   Því fyrr sem við sleppum tökunum á þessum sem við erum skilin við því fyrr skapast pláss fyrir nýjan vöxt.  

Eins og við alla sorg og við öll vonbrigði þarf að viðurkenna þau og gráta þau, fara í gegnum tilfinningarnar og ræða þær – en ekki dvelja þar að eilífu, því þetta er eins og fenjasvæði.  Ef við stoppum of lengi erum við föst.  Ekki reisa hús í dimmu feninu.  Leyfum ljósinu að lýsa okkur heim,  „Lights will guide you home“ – 

Við erum í þessu námskeiði sem öðrum í Lausninni að koma heim til okkar sjálfra,  heila okkur,  læra að við þurfum ekki hamingju frá öðrum því hún er hið innra. 

Næsta námskeið,  Lausn eftir skilnað – fyrir konur,  er áætlað 21. september kl. 9:00 – 15:00 

Lausninni,  Síðumúla 13 

Eftirfylgni er í fjögur skipti – á fimmtudögum kl. 17:15 – 19:00

Leiðbeinandi:  Jóhanna Magnúsdóttir, ráðgjafi Lausnarinnar

Verð:  29.900.-   (hægt að skipta greiðslum).  

(Ath! þær sem komu á örnámskeið – Lausn eftir skilnað fá það gjald frádregið). 

Hámark 10 konur í hóp.  

Umsagnir um námskeiðið Lausn eftir skilnað.

 

skilnadur-500x248

 

 

„Í september 2012 stóð ég frammi fyrir þeirri ákvörðun að skilja við manninn minn eftir 14 ára samband.  Allt í einu var ég orðin einstæð þriggja barna móðir og fannst ég alein. Vinkona mín benti mér þá á Lausnina og þar fékk ég upplýsingar um að innan skamms hæfist námskeið fyrir konur sem stæðu í sömu sporum og ég. Ég var niðurbrotin og ringluð og fannst ég virkilega þurfa að byggja mig upp. Þess vegna ákvað ég að skrá mig á þetta námskeið og sé sko alls ekki eftir því. Leiðbeinandinn á námskeiðinu, miðlaði af sinni reynslu og hvatti okkur endalaust áfram. Hún fékk mig til þess að horfa öðruvísi á hlutina og gaf mér von um að það væri betra líf handan við hornið ég þyrfti bara að trúa því sjálf. Á námskeiðinu kynntist ég frábærum konum og eftir að námskeiðinu lauk héldum við sjálfar áfram að hittast og hittumst einu sinni í mánuði. Þetta veitir mér mikinn stuðning og það er gott að finna að maður stendur ekki einn. Mér finnst þetta námskeið hafa hjálpað mér mjög mikið á þessum erfiðu tímamótum í lífi mínu og ég stend tvímælalaust uppi sem sterkari kona. Ég hvet því alla sem eru að ganga í gegnum skilnað eða hafa gengið í gegnum skilnað að fara á þetta námskeið vegna þess að mun hjálpa ykkur að komast yfir þennan erfiða kafla í lífi ykkar.“

 35 ára kona
 
—————————————————————————————

„Mesta áfall í lífi mínu var að skilja. Mér fannst mér hafa mistekist, þetta var ekki ætlunin, ég var uppfull af sorg og skömm og föst þar. Ég hafði engar aðferðir og engin tæki til að vinna úr þessu áfalli. Á námskeiðinu Lausn eftir skilnað með Jóhönnu Magnúsdóttur kom léttirinn, því ég var ekki ein og til var leið til úrvinnslu. Lausn eftir skilnað er réttnefni námskeiðsins, það var mér ómetanlegt á leið minni til betra lífs.“

44 ára kona 

SKRÁNING OPNAR Á VEF LAUSNARINNAR Í NÆSTU VIKU. 

ath! – Þetta námskeið er ætlað konum,  en við höfum verið með námskeiðið fyrir karla og voru þeir mjög sáttir.  Ég skora á karla að hafa samband ef þeir hafa áhuga á svona námskeiði og ég mun setja upp námskeið! – 

Nánari upplýsingar hjá johanna@lausnin.is 

„Takk“ .. er kraftaverkaorðið ..

Sagan sem ég sagði oftast í sunnudagaskólanum, var um tvo engla sem stóðu á skýi og voru að hífa upp bænir í körfu. – 

Annar fékk óskir og hinn þakkir. 

Engillinn sem fékk óskirnar tók á móti hverri körfunni á fætur annari, á meðan engillinn sem tók á móti þökkunum fékk hálftómar körfur. 

Sagan segir að það sé mikilvægt að þakka meira, – en af hverju? 

Af hverju?  Af hverju?  Af hverju?  – Já, Af hverju? 

Og haldið ykkur nú fast. 

Þakklætið er forsenda þess að óskir rætist.  Við byrjum ekki á öfugum enda. –  Og nú skal það útskýrt hvernig það virkar. 

ÞAKKLÆTIÐ VEKUR GLEÐI OG GLEÐIN LEIÐIR TIL ÁRANGURS

VANÞAKKLÆTIÐ SKAPAR ÓÁNÆGJU SEM LEIÐIR TIL ÞESS AÐ NÁ EKKI ÁRANGRI. 

Við verðum að „praktisera“ þakklætið til að það virki.  Veita því eftirtekt sem við erum þakklát fyrir og skrifa litlar bænir fyrir englakörfuna,  þakklætisbænir.  

–  Sniðugt að eiga eina svona heima, hvort sem við erum einstaklingar eða fjölskylda.   Það er líka gaman og gott að eiga litla þakklætisdagbók og skrifa á hverju kvöldi nokkur atriði sem við erum þakklát fyrir.  –  Ekki endilega stór og mikil – bara byrja smátt. 

Ekki gleyma að þakka fyrir okkur sjálf og líf okkar.  Fyrir andardráttinn, vatnið og einfalda hluti sem við tökum sem sjálfsögðum. 

Þakka fyrir að heyra hurðarskell þegar vinur kemur í heimsókn, þakka fyrir þegar þú hlóst að brandara – o.s.frv. 

Gleði er orkugjafi  – gleði er líka þannig að þegar við erum glöð er svo erfitt að reiðast við aðra, vera í fýlu, eða hreinlega vera að pæla í því hvað náunginn er að gera,  svona eitthvað sem okkur kemur e.t.v. ekki við.  

Takmark hinna fráskildu er að finna til gleði, – svo þau hætti að lifa í hausnum og lífi fyrrverandi maka síns – og stilli fókusinn inn á við.  Úff það er svo vont að lifa í gremju, reiði og ásökun og æða um í sársauka og vilja særa aðra.  Sársaukinn verður að fá útrás á annan hátt. Sorgin er eðlileg, reiði er líka eðlileg,  en bræði og hefndargirni er ekki eðlileg. Sönn gleði fæst aldrei með því að draga aðra niður í sína eigin vanlíðan.  

(Verð með námskeið „Lausn eftir skilnað í lok september – fylgist vel  með á http://www.lausnin.is). 

Takk – er kraftaverkaorðið,  – og þá þarf að stilla fókusinn á það sem við erum þakklát fyrir.  

Hefur þú eitthvað til að vera þakklát/ur fyrir? .. 

Hvað nú ef við vitum þetta leyndarmál þakklætisins?  

Að forsenda þess er ekki árangur, heldur bara að þakka fyrir tilveru sína,  –  allir sem eru að lesa þetta geta t.d. þakkað það að geta lesið.

Það er ekkert lítið í raun. 

Hversu margir eru það í heiminum sem ekki hafa tækifæri á að lesa?    

Hvað er það sem við upplifum við fæðingu barns, – kemur gleðin fyrst? – Eða upplifum við þakklæti og kemur ekki gleðin í framhaldi. 

Þakklæti og gleðin haldast í hendur. 

Tilgangur lífsins er gleði og ást. 

Gerum það sem við gerum af ást til heimsins og þökkum það sem okkur er gefið í staðinn fyrir að senda endalausar óskir – það þarf að vera jafnvægi þar á milli. –

❤  ❤  ❤ 

TAKK  

p.s. af því þetta er persónulega heimasíða mín – ætla ég að þakka hér fyrir allt yndislega fólkið í lífi mínu,  þakka fyrir náðargáfuna að geta skrifað,  þakka fyrir heilsuna mína,  þakka fyrir að ég get unnið við ástríðu mína að hjálpa fólki til sjálfshjálpar og síðast en ekki síst (svona í dag) þakka fyrir mig og líf mitt.

Ég finn fyrir gleði og ljósi í hjartanu bara við að skrifa svona. Ég hugsa:  Ég óska þess að fleiri finni fyrir gleði og ljósi í hjartanu – því fleiri sem finna það því betra. 

TAKK  (aftur) 

Gleðin og sorgin eru systur

Að vera sterk í erfiðum aðstæðum þýðir ekki að við bítum bara á jaxlinn, setjum hausinn undir okkur, skellum í lás á tilfinningarnar og höldum áfram. – Svoleiðis virkar aldrei vel og endar að mínu mati oftar en ekki í vanlíðan og/eða veikindum.

Að vera sterk er að fara í gegnum sorgina þannig að við mætum henni, virðum hana og viðurkennum. Grátum þegar við þurfum að gráta, en um leið ætlum við ekki að dvelja í henni að eilífu vegna þess að við erum meðvituð um það að það hjálpar okkur ekki tli bata eða til að lifa við hlið hennar. –

Gleðin og sorgin eru systur – og hægt og varlega förum við að taka á móti gleðinni. Allt í æðruleysi og trausti.

Við afneitum ekki sorginni – en við afneitum ekki heldur gleðinni.

Við vitum af báðum systrum, og snúum okkur oftar og oftar að gleðinni og röbbum við hana á lífsleiðinni. Við sættum okkur við sorgina líka – afneitum henni ekki – því að þá erum við farin að lifa í blekkingu en ekki sannleika

Það er, enn og aftur, sannleikurinn sem frelsar.

„When you are at the your lowest point, you are open to the greatest change. Strength doesn’t come from what you can do, it comes from overcoming the things you thought you couldn’t do.“

1185179_423218941120300_1002824657_n

 

Hið innra verðmæti … ef aðeins…

Þegar ég fór að lesa um meðvirkni og læra, var einn af fyrstu lærdómunum að fara að elska sjálfa mig og meta skilyrðislaust.  Að sjálfsögðu kom annað fólk í framhaldi af því.

Án allra merkimiða, stöðu, stéttar, kyns, kynþáttar,  kynhneigðar,  útlits, fjölskyldu, maka o.s.frv. –

Í bókinni „Facing Codependence“ er talað um „Self-esteem“ og „Other-esteem“ – en við erum að mestu að byggja á þessu „Other“ dags daglega.

Sjálf-svirðing – sjálfs-traust  eða utanaðkomandi -virðing, utanaðkomandi- traust.

Hvað ég ég án titils – stöðu, stéttar,  atvinnu  o.s.frv. –

Hvað er ég ef ég stend eftir ein, nakin og allslaus?  Með ekkert utanaðkomandi?   Er ég einhvers virði?

„Að sjálfsögðu“  myndu margir segja,  en það eru samt önnur skilaboð sem samfélagið sendir oft og virðingin vill oft hanga á merkimiðunum – og ríkidæmið líka.  Við erum rík ef við eigum hús og bíl, fallegan maka og börn.

Hvað með þau sem eiga ekki neitt og ekki heldur börn.  Eru þau fátæk?

Konungsríki Guðs er innra með þér.  Það fæðast allir jafn ríkir og haldast allir jafn ríkir, allt sem kemur að utan er að láni,  eitthvað sem við höfum meðan við lifum þessari jarðvist,   meira að segja „hylkið“ okkar,  líkaminn er fenginn að láni.

Við erum sálir – og sálin er konungsríkið. 

733833_10201743643821718_1138113304_n

Í guðfræðideildinni las ég um mann sem hét Job. Sagan er frekar ljót í raun þar sem Guð og Djöfullinn eru að veðja sín á milli hvort að Job muni formæla Guði. .

Job var talinn réttlátur maður og Job gerði allt rétt,  Job átti fjölskyldu, hús, akur o.s.frv.  og taldi blessun sína vera m.a. þá að hann var trúrækinn.

En í stuttu máli þá missti Job allt sem verðmæti hans og hamingja byggðist á,  fjölskylduna, heimilið,  heilsuna  og meira að segja útlitið því hann var alsettur kaunum.

Job fór í gegnum alls konar ferli, með vinum sínum og með sjálfum sér,  en þessi var hans lokaniðurstaða:

„Ég þekkti þig af afspurn en nú hefur auga mitt litið þig.“ (Job 42.5)

Hann sá ekki Guð fyrr en allt var tekið burtu.

En þurfum við að missa allt til að sjá Guð? –

Nei,  við þurfum bara að líta í spegil – horfast í augu við sjálf okkur, djúpt, djúpt og þakka fyrir.  Horfa inn í sálina og sjá konungsríkið sem er þar.

Trúa. og sjá.

Skáldið Rumi er í miklu uppáhaldi hjá mér og ég sá skilaboð á sivpuðum nótum frá honum,  bara núna í morgun.

I Lost Everything,
I Have Found Myself.

1002176_10151862634988185_1494377873_n

Þetta þýðir ekki að við getum ekki fundið okkur sjálf,  eða komið heim til okkar sjálfra – nema að missa allt hið ytra.  En til þess þarf skilning á að við erum ekki líkami, við erum ekki hið ytra.

Við erum sál.

Mjög verðmæt sál.

Við þurfum ekki að leita langt yfir skammt að verðmæti okkar og ríkidæmi.

Líkami okkar þjónar sálinni og það er okkar að fara vel með þennan þjón,  tala fallega til hans og aldrei, aldrei kalla hann ljótan eða fara styggðaryrðum um hann.  Ekki fremur en við værum að tala við annað fólk.  „Sæl vinkona mín ertu með ljótuna í dag“?  – „Voðalega ertu eitthvað hrukkótt“? –  „Viðbjóðslegt þetta spik á þér“? – 

Hvernig líður okkur eftir svona tal ? –

Sjálfs-ást og virðing er lykill að farsæld – og síðasti lykillinn á kippunni er lykill þakklætis.  Þakklætis fyrir það sem við erum,  jafnvel þó það sé aðeins þessi sál og ekkert annað.

1098040_10151768472411211_208404344_n

Hugsanir eru trú –  „Thoughts are belief“ –  Hverju trúir þú um þig? –

Ef þú trúir ekki að þú sért yndisleg sál – með fullt af tilgangi – tilgangi sem er gleði – gleðina sem vex dag frá degi þegar við þökkum tilveru sálarinnar og við þökkum allt hið smáa,  eins og kom fram í pistlinum hér á undan.

Ef þú trúir ekki á þig og guðsríkið hið innra með þér – getur verið að þú þurfir að skipta  út hugsunum þínum um þig – að þú þurfir að skipta um trú? – 

Ef aðeins þú sæir verðmæti þitt og fegurð með augum þessa máttar – þessarar orku og uppsprettu alls,  sem sum okkar kalla Guð,  þá er óþarfi að missa nokkurn skapaðan og óskapaðan hlut úr lífinu – þá nærðu að sjá.

Takk fyrir að lesa verðmæta sál.

Já þú  ❤

Erum við hrædd við gleðina? …

Gleðin og þakklætið haldast í hendur. –

Þegar við upplifum að allt er farið að ganga vel – og byrjum að finna gleðina vella fram, förum við mörg að óttast.

Við förum að setja í gang viðbragðsáætlanir,  því eins og margir segja eða hugsa „þetta er of gott til að vera satt“ –  og þá förum við að skemma fyrir og erum ekki glöð lengur.  Reynum að leita að einhverju sem gæti mögulega skemmt gleðina, leitum að einhverju til að óttast – ef við bara skemmum ekki sjálf fyrir eða höfnum gleðinni áður en hún hafnar okkur (eða við höldum að hún hafni okkur).

Ef við venjum okkur á það að þakka það sem veitir okkur gleði, –  ekki bara stóru hlutina, heldur litlu fallegu daglegu hlutina,  hversdagslegu hlutina, sem við svona dags dagleg teljum sjálfsagða förum við að ná að gleðjast án þess að óttast.

Þessi hugmyndafræði kemur m.a. frá Brené Brown sem segir:

„There is no joy without gratitude“ – 

Rithöfundurinn Paulo Coelho segir að ef vð ættum bara eina bæn væri hún:   „Takk“ – eða „Thank you“ –

Það gerðist pinkulítið skrítið í sturtu í morgun, – ég fann allt í einu svo vel fyrir vatninu, það mynduðust dropar á augnahárunum og hrundu svo niður. Mér fannst eins og ég væri komin í ævintýri – og langaði ekki að hætta.

Nei, nei  – ég er ekki að klikkast,  bara að taka eftir litlu ævintýrunum – og ég hugsaði að ég þyrfti ekki að fara í Disney World til að upplifa ævintýrin.

Um leið hugsaði ég líka hversu heppin ég væri að geta verið í sturtu og ekki þurft að pæla í hvað vatnið kostaði – og að það væri nóg af því.  Já, ég þakkaði það og þakka það enn.

Á hverju kvöldi er gott að fara yfir daginn í huganum, skrifa niður hversdagslega hluti sem við erum þakklát fyrir og sjá hvort við verðum ekki pinku glaðari dag frá degi.

Einu sinni dreymdi mig um að búa í gömlu steinhúsi í Vesturbænum í Reykjavík.  Nú er það raunveruleiki, – og vá hvað ég er þakklát.  Ég á ekki þetta hús, en hef það til leigu í tvö ár og hvað sem gengur á þá ætla ég að eiga fyrir leigunni,  þó ég eigi ekki endilega fyrir öllu hinu. –

Heimilið heldur vel utan um mig, börnunum mínum finnst gott að koma hingað og hér er góður andi, enda kalla ég húsið „hús andanna.“

Ég er að komast aftur í þann „fullnægjugír“ að opna fataskápinn og segja „vá hvað ég á mikið“  í stað þess að segja „oh ég hef ekkert að fara í“ –  en langflest fötin mín eru orðin margra ára gömul.   Kona slítur ekki fötunum sínum.   Ég get verið þakklát fyrir að hafa ekki vaxið upp úr þeim.

Þakklæti og gleði – það er eins og hestur og kerra.  Þakklæti dregur gleðina áfram. 

Ég þakka fyrir – og gleðst í framhaldi af því.  Ég óttast ekki að eitthvað dásamlegt gerist , ég ætla að leyfa því að gerast og gleðjast óhindrað.

„Fearless og free“ er markmiðið mitt.

Ég þakka fyrir meðbyrinn sem ég fæ frá samferðafólki,  þið eruð vissulega vindurinn minn. –  Líka þakka ég mótbyrinn, því mótbyrinn gefur mér innblástur,  eins og til að skrifa pistla.  Hann lyftir mér eins og flugvél – og setur á loft.  Þannig varð t.d. pistillinn sem ég skrifaði í morgun til, pistill um skömm og stolt.

Það er alltaf hægt að finna eitthvað til að vera þakklát fyrir og þá um leið gleðjast yfir því. 

26774_402195742058_4384603_n