Greinasafn fyrir flokkinn: Meðvirkni
Hamingjan er innri friður …
Vellíðan, hamingja, friður, sátt, ró, friður … allt gildishlaðin orð sem kannski hver getur skilgreint fyrir sig.
Hamingja er eflaust svolítið ofnotað orð, og þá líka af mér, því að í raun erum við kannski ekki að ætlast til að vera blússandi hamingjusöm alla daga, bara ekki óhamingjusöm. Eða með frið innra með okkur, í órólegum heimi og órólegum ytri aðstæðum e.t.v.
Í kringum mjög órólegt fólk sem á ekki SINN innri frið getur þú átt ÞINN innri frið.
Það á ekki að þýða að við getum ekki slakað á og þegið okkar innri frið, nú eða hamingju.
Og ekkert „ef“ eða „þegar“ … heldur NÚNA.
BJARTSÝNI eftir Kristján Hreinsson:
Yndi lífsins átt þú hér
undir þykkum hjúpi
og fágæt perla falin er
… í fögru hjartans djúpi.
Þegar opnast þessi skel
þjáning öll mun dvína
því lífsins unun ljómar vel
ef ljósið fær að skína.
Í hverri raun því ræður þú
að réttust leið sé valin,
já, hamingjan er hér og nú
í hjarta þínu falin.
Er sumt fólk eins og rjómatertur? …
Ef þú ert komin/n í hættulega yfirþyngd og læknirinn þinn er búinn að vara þig við rjómatertum en þú sækir samt í þær hvað segir það þér? …
Ef þú ert orðin/n veik/ur í lungum og læknirinn búinn að vara þig við reykingum en þú reykir samt hvað segir það þér?
Ef þú ert í sambandi með einstakling sem beitir þig ofbeldi, hvort sem er andlegu eða líkamlegu en sækir samt í viðkomandi einstakling hvað segir það þér?
Ertu stjórnandi í eigin lífi, eða er það rjómatertan, sígarettan eða önnur manneskja?
Veistu hvað þú vilt og veistu hvað þú vilt ekki, hvaðan kemur mótstaðan við að vera og gera það sem þú vilt?
Starf mitt í Lausninni hefur byggst m.a. á ofangreindum spurningum, námskeiðin „Í kjörþyngd með kærleika“ – „Lausn eftir skilnað“ – hópavinna og einstaklingsviðtöl.
Af hverju geri ég ekki eins og ég vil? – Kannski veit ég ekki hvað ég vil, eða einhver annar er að segja mér hvað ég vil? ..
Einstaklingur með brotna eða jafnvel týnda sjálfsmynd veit ekki endilega hvað hann vill.
Við getum verið „misþroska“ hvað þetta varðar.
Við getum tekið dæmi um flotta framakonu sem virkar sterk og sjálfsörugg í starfi, en er í raun afskaplega lítil innra með sér, er bara eins og lítil týnd stelpa.
Aðferðin er m.a. að hin þroskaða kona mæti litlu stelpunni og leiði hana út úr þeim aðstæðum þar sem hún er föst, þar sem hún er föst sem ósjálfstæð og stjórnlaus hvað eigin líf varðar.
Sjálfsvirðing – sjálfstraust – sjálfsást – sjálfsþakklæti – sjálfsfyrirgefning eru lykilorð í því að ná inn í sjálfið sitt.
Athygli er annað lykilorð, þ.e.a.s. að veita sjálfum/sjálfri sér athygli og spyrja sig spurninga –
„Af hverju geri ég það sem ég geri, þó það þjóni mér ekki“ ..
Sumt getur þjónað í skamman tíma;
Marengstertan er góð – akkúrat meðan marengsinn er að bráðna í munninum.
Sígarettan er góð – akkúrat á meðan verið er að reykja hana (held ég).
(Rangur) maki getur veitt þér eitthvað sem þig vantar tímabundið.
En allt ofantalið má flokka undan „skammgóðan vermi“ – eins og að missa piss í skóna. Fljótlega fer að kólna.
Framhjáhald er ekki orsök hjónaskilnaða …
Já, já, ég veit ég tek stórt upp í mig þarna. Í raun ætti að standa þarna „grunn-orsök“ – því framhjáhald er einhvers konar milliorsök ef svo mætti að orði komast.
Framhjáhald er frekar afleiðing en orsök.
Ef einhver heldur framhjá maka sínum þá er augljóslega eitthvað að. Það er eitthvað að samskiptum, það er eitthvað að þeim sem leitar út fyrir samband eða hjónaband.
Viðkomandi þarf að fá þarfir (fíknir stundum) uppfylltar sem hann eða hún fær ekki í sambandinu.
Hverjum er um að kenna?
Getum við kennt makanum um framhjáhaldið? – „Ég er ekki að fá það heima hjá mér svo ég verð að leita út á við“ .. ?
Stundum er þetta bara spennufíkn – og þá enn og aftur er þetta afleiðing.
Af hverju þarf einhver að leita í spennu? – Er ekki eitthvað sem þarf að skoða þar?
Ég skrifaði um þau hjónakornin Önnu og Tedda í greininni „Meðvirkni er ekki góðmennska:“
Eiginmaður Önnu, hann Teddi var ánægður með Önnu sína, enda hin þægilegasta eiginkona. En Teddi fann að eitthvað vantaði, í vinnunni var þessi frísklega kona sem veitti honum athygli, hafði blikkað hann og tekið eftir hvað hann var flottur, en Anna hafði ekki haft orð á því í mörg ár, hvað þá veitt honum almennilega athygli í rúminu! -Hann fór þvi að halda fram hjá Önnu, þó að honum þætti ofurvænt um hana.
– Hann vildi ekki sjá Önnu særða og reyndi því í lengstu lög að segja henni ekki frá framhjáhaldinu og ætlaði sér það aldrei. Það sem Anna vissi ekki myndi nú ekki særa hana. – Anna komst að framhjáhaldinu þegar Teddi hafði verið kærulaus og skilið Facebook eftir opna. – Anna var særð, en Teddi hélt dauðahaldi í það að minnka sársauka Önnu og sagði allt byggt á misskilningi.
Teddi þurfti tenginguna við Önnu og allt sem hún veitti honum, hann vildi ekki missa hana. Hann ætlaði bara að taka hliðarspor, ekki neitt meira.
Ástæðan fyrir því að Teddi sagði Önnu ekki að hann væri óánægður í sambandinu var hræðsla við að missa Önnu, – missa tengingun sem hann þurfti á að halda. Ástæðan var líka sú að hann vildi ekki þurfa að upplifa að sjá konu sína særða. Það hefði hann reyndar átt að hugsa um fyrr. –
Við skulum segja að þau Anna og Teddi hafi skilið, og opinber ástæða gefin upp að Teddi hafi haldið framhjá Önnu, en í raun var grunnorsökin miklu dýpri.
Vankunnátta í samskiptum? Léleg sjálfsmynd? Ótti?
Kannski allt þetta, en eins og ég leyfði mér að halda fram í fyrirsögn er framhjáld ekki orsök, eða alls ekki grunnorsök.
Ég er ekki að afsaka framhjáhald, – og langt í frá, – því það að halda fram hjá er viss tegund óheiðarleika – og óheiðarleiki er skapaður af því að hafa ekki hugrekki til að vera heiðarlegur.
Hugrekki til að láta í ljós tilfinningar við maka sinn, af ótta við að jafnvel missa hann eða særa.
Ertu fastur/föst í fórnarlambshlutverkinu? …
― Eckhart Tolle, A New Earth
„Að hvíla í ásökun þýðir að þú trúir að vandi þinn sé vegna einhvers sem einhver gerði þér, það gefur ofbeldismanninum valdið, og skilur þig, fórnarlambið – eftir valdalaust, án möguleika til að verjast eða að breytast. Þess vegna heldur það að ásaka þér föstum/fastri í sjúkleikanum og verður líklega til að þér versnar.“
En þetta er lausleg þýðing á þessum texta úr bókinni „Breaking Free, eftir Pia Mellody og Andrea Wells Miller.
„Blame means you believe you have the problem you have because of what somebody else did to you, this gives power to the offender, and renders you, the victim – powerless, without the ability to protect your self or change. Therefore blaming will keep you stuck in the disease and will probably make you worse.“Ef við viljum ná bata, eða bara fara að ná að finna innri frið, þá þurfum við hreinlega að sleppa tökum á því fólki, eða aðstæðum sem urðu til þess að við urðum fórnarlömb.
Ekki leita út á við eftir ófriði til að ná innri friði .. það gengur ekki upp.
Það mikilvægasta er að safna sjálfum/sjálfri sér saman, læra að lifa í sátt við sjálfa/n sig. Stilla fókusinn heim og inn í eigin kjarna.
Og svona rétt í restina – endum líka á speki Tolles sem hvetur okkur til að vera vakandi og vera okkar eigin áhorfendur.
― Eckhart Tolle, A New Earth
Ertu eins og mamma þín? …
Konur á öllum aldri koma í viðtal – konur á öllum aldri eru í vandræðum með samskiptin við mömmu sína. –
Mér finnst það áberandi.
Ef það er einhver sem pirrar dótturina er það mamma. Einhver sem elur á samviskubiti hennar o.s.frv.
Auðvitað er það ekki að mamma sé í 100% starfi við ofangreint. Svo einfalt er það ekki.
Þessi mamma getur verið yndisleg inn á milli, besta mamma í heimi og þær eru það flestar, en svo kemur eitthvað þarna inn, eitthvað sem mamman hefur lært, e.t.v. frá sinni mömmu. Leiðinda-athugasemd, afskiptasemi, stjórnsemi eða hvað sem það kallast.
Hér er ég ekkert að alhæfa um mömmu-dóttur samband, en jú ég fullyrði að þetta er algengt, þó á séu undantekningar.
Kona kemur og segir frá því hvernig móðir hennar hefur dregið úr sjálfstrausti hennar, – en svo er úrvinnslan og fara að horfa í eigin barm.
Stundum er þessi kona orðin móðir sín, eða þessi veiki hluti móður sinnar. Rödd mömmu er orðin hennar eigin rödd, stundum gagnvart hennar eigin dóttur og gagnvart henni sjálfri.
Konan þarf ekki lengur neina mömmu til að kritisera sig, hún er orðin fullfær um það sjálf.
Eina leiðin til að slíta þessa verkun og stundum keðjuverkun er að HÆTTA að brjóta sjálfa sig niður, hætta að nota „Röddina“ í niðurbrot.
Kveðja þetta óöryggi og pakka því niður í kassa og senda það í forgangspósti til Timbuktu – og vonandi týnist það nú bara á pósthúsinu þar. Því hvers á fólk á Timbuktu að gjalda að fá svona leiðindasendingu? –
Skilaboðin eru þessi, ef þú ert ekki að meika mömmu þína og hennar „ábendingar“ – farðu að hlusta á sjálfa þig og vertu meðvituð um eigin „ábendingar“ í eigin garð og annarra.
Ertu kannski bara mamma þín? –
Sólin brennir ef þú færð of mikið af henni …
Ljóð um meðvirkni – sem ég leyfði mér að þýða yfir á íslensku (eins vel og ég kann), því ég kolféll fyrir ljóðinu.
Ljóðið heitir: „Comes the Dawn“ og er eftir Veronica Shorffstall.
Kannski hægt að kalla það sama nafni og annað ljóð sem margir þekkja, eða:
Líður að dögun …
Skref fyrir skref lærir þú þessi lævísu skil
milli þess að halda í hendi og hefta sál,
og þú lærir að ást þýðir ekki undirgefni
og að félagsskapur þýðir ekki öryggi,
og þú ferð að skilja að kossar eru ekki samningar
og gjafir ekki loforð.
Og þú ferð að viðurkenna ósigra þína
með höfuðið hátt og augun opin,
þú lærir að byggja þér brautir
á deginum í dag vegna þess að grunnur morgundagsins
Eftir nokkurn tíma lærir þú að jafnvel sólin
Því ræktar þú þinn eigin garð og skreytir
eftir að einhver færi þér blóm.og þú lærir að þú hefur þol
„The Blame Game“ …
Í lífi og starfi hef ég tekið eftir því hvað skiptir okkur máli að finna sökudólga. Það er þessi leit að einhverjum sem hægt er að kenna um.
„Það er þessum að kenna, eða hinum að kenna.“
Það er spurning hvort að aðstæðurnar ráði yfir okkur eða við yfir aðstæðum.
Erum við aðeins fórnarlömb aðstæðna? – Tökum við ábyrgð á eigin lífi eða er líf okkar á ábyrgð annarra?
Það að ásaka aðra um hvernig komið er fyrir okkur er ákveðin flóttaleið frá ábyrgð. Það er auðveldara að benda á aðra í stað þess að líta í eigin barm. Ásökun er ekki uppbyggileg, það hjálpar hvorki okkur sjálfum né nokkrum öðrum – það vinnur engin/n í „The Blame Game“ eða ásökunarleiknum.
Af hverju ekki? –
Ef við lítum á okkur sem fórnarlömb aðstæðna eða ákveðins fólks, þá erum við búin að færa aðstæðum/fólkinu valdið yfir okkur.
Þetta virkar í báðar áttir, – þ.e.a.s. við getum ásakað en við getum líka litið á utanaðkomandi sem gerendur í okkar gleði. „Það er þessum aðstæðum/fólki að þakka að mér líður svona vel.
Eftir því sáttari sem við erum í eigin skinni, eftir því sem við erum æðrulausari þess minna látum við aðstæður eða fólk setja okkur út af laginu.
Ef ég er illa fyrirkölluð og einhver gagnrýnir mig, er mun líklegra að ég ásaki þann sem gagnrýnir mig um líðan mína og óánægju. En í raun er það ég sjálf sem þyrfti að skoða, hvað það sé í mínu lífi eða innra með mér sem gerir það að verkum að ég er viðkvæm fyrir gagnrýninni.
Það er auðvelt að sjá þessa hegðun hjá börnum, „hann sagði að ég væri leiðinleg“ .. og þá tekur barnið það að sjálfsögðu til sín, og upplifir vanlíðan og trúir eflaust viðkomandi.
Ef þú kreistir appelsínu færðu út appelsínusafa.
Ef þú kreistir reiða manneskju þá kemur út reiði, ef þú kreistir sátta manneskju kemur út sátt, eða er þetta svona einfalt? …
Bara pæling.
Ef við tökum „The Blame Game“ og skoðum út frá skilnaði, þá virkar það þannig að það þarf tvo aðila til að skilja. Já, já, ég veit alveg að annar aðilinn gæti verið „drullusokkur“ – eða hafi brotið trúnað o.s.frv.- og hinum finnst hann hafa gert allt rétt og sé fórnarlamb aðstæðna, en í fæstum tilvikum er það þannig. Skilnaður er yfirleitt útkoma úr sambandi sem er vanvirkt, meðvirkt, – það er sambandið sjálft sem er vont, eða samskiptin eru vond og skemmandi.
Jafnvel þó við álítum að við höfum gert ALLT RÉTT, – þá sýna niðurstöðurnar annað. Ef við neitum að horfast í augu við þetta gætum við lent í sama sambandinu aftur, eða svipuðu. Sá eða sú sem upplifir sig hafa gert ALLT RÉTT er iðulega meðvirk/ur og hefur í raun tekið þátt í að þróa sambandið í þá átt sem það fór. Þetta er sárt, en aðeins við að sjá meinið eða hvað vanmátturinn liggur og viðurkenna hann getum við breytt.
En svona í lokin, höfum það í huga að ásökun er aldrei uppbyggileg, að sjálfsögðu þurfa allir að höndla sína ábyrgð, og við erum mannleg. Gefum ekki valdið yfir líðan okkar í hendur annarra, hvorki til góðs né ills.
Við höfum val. Val um að þroskast, val um að læra, val um að halda áfram .. en ásakanir eru ávísun á stöðnun.
Nýja hjólið …
Hann var að safna sér fyrir hjóli. Hann gerði ýmis viðvik sem hann fékk greitt fyrir og aðalinnkoman fólst í launum fyrir blaðaútburð. Reikningurinn var að ná tölunni sem hann vantaði: „Fimmtíuogníuþúsundogáttahundruð“ – átti hjólið að kosta. – Staðan á reikningnum var komin yfir fimmtíuþúsund þegar hann kom dasaður heim eftir blaðaútburðinn – en sýnin sem hann sá kom á óvart.
Draumahjólið var komið fyrir framan húsið, og meira að segja með ýmsum aukaútbúnaði. – Afi hans sem vissi að hann langaði í hjólið, og vissi reyndar að hann var að safna fyrir því – en fannst það hafa dregist á langinn, hafði tekið sig til og keypt það fyrir hann.
Af hverju vildi afinn kaupa hjólið?
Var strákurinn ánægður? –
Hvers vegna ætti hann ekki að vera ánægður?
Þessi dæmisaga er svo lýsandi fyrir það hvernig við upplifum að vinna fyrir hlutunum sjálf, og þegar uppskerunni af erfiði okkar er spillt.
Þetta er eins og að vera í fjallgöngu og svo kemur einhver á fjallatrukki og býðst til að keyra þig upp á topp. – Er það sami „sigur“ og að klifra upp á topp sjálfur?
Hvað með átök lífsins, hvað um það þegar við erum að þroskast og læra, hvað um það þegar við erum að heila okkur og fylla upp í skörðin.
Getur verið að einhver góðviljaður komi og spilli fyrir? –
Við verðum að gefa fólki tækifæri á að taka sjálfsábyrgð, að uppskera árangur erfiðis síns, að taka frumkvæði o.s.frv. –
Ef við tökum of oft fram fyrir hendurnar á fólki – tökum af því ábyrgð, eða gerumst þroskaþjófar – eins og við köllum það í Lausninni, getum við orsakað það og stuðlað að því að þetta fólk missi áhugann eða viljann til sjálfsbjargar. –
Við getum verið til stuðnings og látið vita af okkur, við getum hvatt áfram í fjallgöngunni – en við eigum ekki að slengja viðkomandi á bakið og bera hann upp.
Afinn hefði getað keypt lugt á hjólið eftir að strákurinn var búinn að kaupa það sjálfur, eða bara gefið honum eitthvað annað – eins og tíma, athygli, samveru, eyru til að hlusta o.s.frv. –
Við getum verið náunganum ljós, en vörumst að skyggja á hans eigin ljós þannig að hann fái ekki skinið. –
Að elska án væntinga um endurgreiðslu …
Louise Hay er kona komin hátt á níræðisaldur og sem hefur lifað tímana tvenna. Hún gekk í gegnum mikla erfiðleika sem barn og unglingur, og einnig á fullorðinsaldri en hefur ákveðið að snúa viðhorfi sínu til lífsins upp í jákvæðni.
Ég hlusta oft á hana þegar ég vil ýta undir jákvæðni mína og vellíðan, því eitt af því sem Louise Hay segir er að ef að við erum alltaf að spyrja „Þykir þér vænt um mig?“ – „Elskarðu mig?“ og svo framvegis séum við „Co-dependent“ eða meðvirk. Við erum háð því að aðrir elski okkur og þyki vænt um okkur og það sé líka táknrænt fyrir óöryggi að þurfa að spyrja.
Það ætti víst að vera þannig að ef við sjálf erum fullkomlega örugg í eigin skinni, hvort sem við erum börn eða fullorðin, þurfum við ekki að spyrja um samþykki hinna á okkur eða elsku. Við eigum líka að geta greint það með viðmóti og eflaust gerum við það flest.
Margir muna eftir parinu sem birtist í Mogganum í mörg ár undir
„Ást er….“
Ástin hefur nefnilega ýmsar birtingarmyndir og í raun þarf ástin ekkert að sanna sig. En falleg samskipti, snerting, augnatillit segir oft meira en þúsund orð. –
Það er alveg eins hægt að tjá elsku á þennan máta eins og hægt er að tjá ofbeldi eða beita því með þögn, með augnatilliti, með því að hunsa, afskiptaleysi o.s.frv.
Hvort sem við erum börn eða fullorðin þá finnum við hvort að fólki þykir vænt um okkur eða ekki, nema að okkur skorti eitthvað – og auðvitað er það reyndin í mörgum tilfellum.
Það er mikilvægt að tala saman, og auðvitað að hrósa, yrða væntumþykjuna upphátt – en það verður að vera inneign fyrir orðunum. Annars eru þau ekki sönn og við erum ekki sönn eða heiðarleg.
Fyrirsögnin er „Að elska án væntinga um endurgreiðslu“ .. sprautan að því var þessi danska tilvitnun á Facebook:









