Einkaráðgjöf og sálgæsla – Vesturland

Þar sem ég er flutt á Hvanneyri hef ég tækifæri til að bjóða upp á einkaviðtöl og sálgæslu fyrir fólk á „Stór-Hvanneyrarsvæðinu.“

Er sjálfstætt starfandi guðfræðingur (með embættispróf í guðfræði) auk þess með kennsluréttindi í framhaldsskóla, fjöldan allan af námskeiðum m.a. úr endurmenntun Háskólans í Reykjavík  og hef verið undanfarin tvö ár með námskeið, fyrirlestra, hugleiðslur, hópfundi og einkaviðtöl undir hatti Lausnarinnar sem eru grasrótarsamtök um sjálfsrækt og vinna aðallega með meðvirknimódelið. –  Sjá www.lausnin.is

(Ath! ég er með viðtalstíma í Lausninni, Síðumúla 13,  Reykjavík á fimmtudögum

Annars verð ég með aðstöðu heima til að byrja með, á Túngötu 20a Hvanneyri.  

Hægt er að panta tíma johanna@lausnin.is   eða í síma 895-6119, vegna alls konar vanlíðunar, kvíða, skilnaðar, hjónabands-sambúðarörðugleika, missi, sorgar,  lélegrar sjálfsmyndar,  samskiptaörðugleika  eða bara almennrar sjálfstyrkingar og til að átta sig á hvað það er sem heldur hamingjustuðli þínum niðri og þá hvað er hægt að gera í því!   (Ég tala um hamingjustuðul sálarinnar, svipað og talað er um þyngdarstuðul líkamans).   

Gjald fyrir einkaviðtal er 8000.-  krónur (60 mín)

Er einnig að fara að kenna á námskeiðum hjá Símenntun Vesturlands,  m.a. um meðvirkni,  hugleiðslu og sjálfstyrkingu – fylgist endilega með þar:  www.simenntun.is   

Lykilorð eru heiðarleiki – hugrekki  – kærleikur 

Hægt er að lesa meira um mig hér á síðunni, og pistla sem ég hef skrifað sem fjalla flestir um efnið sem ég er að vinna með, og eru byggðir að miklu leyti á reynslu minni af því að ræða við og hlusta á fólk.  Við erum öll eins og við erum flest að glíma við svipuð vandamál,  sem verða yfirleitt minni þegar við förum að deila þeim með öðrum, sitjum ekki ein uppi með þau, og áttum okkur á því að við erum ekki ein. –

EINKAVIÐTÖL – KENNSLA – NÁMSKEIÐ – FYRIRLESTRAR

Hafið samband: johanna@lausnin.is  eða s. 895-6119 

Sam-skaparar

„Hin nýja kona og hinn nýi karl eru félagar í andlegum þroska.  Þau vilja fara í ferðalagið saman.  Ást þeirra og traust heldur þeim saman. Innsæi þeirra vísar þeim veginn.  Þau ráðfæra sig við hvort annað.  Þau eru vinir.  Þau hlæja mikið.  Þau eru jafningjar. 
Eftirfarandi er samband andlegra félaga:  samband milli jafningja þar sem tilgangur er andlegur þroski.“  –  Gary Zukav

„Co-creators er orð sem Esther Hicks notar mikið.  Eða samsköpun ef ég þýði það beint.  Öll erum við sköpuð til að skapa, hvert og eitt,  saman erum við samskaparar.  Reyndar segir Esther að allt sé nú þegar skapað,  en mikilvægi okkar sé að hindra það ekki að sköpunin nái fram að ganga.  Sköpunin liggur eflaust í þroskanum,  m.a. að þroska andann sem okkur er gefinn.

Það velkist eflaust enginn í vafa um mikilvægi jöfnuðar manna á milli og hvað þá í sambandi para eða hjóna.  Ójafnvægi í sambandi þar sem annar aðili er, eða telur sig meiri/minni hinum er ein af orsökum þess að samband verður ekki farsælt.  Jafnvægi og það að þroskast saman, deila með hinu er því virkilega mikilvægt.  Heiðarleiki, traust og virðing – og ekki síst sjálfsvirðing.

„Saman skuluð þið verða, þegar hvítir vængir dauðans leggjast yfir daga ykkar.

Já, saman skuluð þið verða jafnvel í þögulli minningu guðs.

En verið þó sjálfstæð í einingu ykkar, og látið vinda himinsins leika milli ykkar.

Elskið hvort annað, en látið ástina ekki verða að fjötrum.

Látið hana heldur verða síkvikan sæ milli ykkar sálarstranda.

Fyllið hvort annars bikar, en drekkið ekki af sömu skál.

Gefið hvort öðru brauð ykkar, en borðið ekki af sama hleifi.

Syngið og dansið saman og verið glöð, en leyfið hvort öðru að vera einu, eins og strengir fiðlunnar eru einir, þótt þeir leiki sama lag.

Gefið hvort öðru hjarta ykkar, en setjið það ekki í fangelsi.

Og standið saman, en ekki of nærri hvort öðru.

Því að það er bil á milli musterissúlnanna og eikin og kýprusviðurinn vaxa ekki hvort í annars skugga.“  Kahlil Gibran

 

 

 

 

 

Ef smellt er hér má lesa aðra grein á þessum nótum,  um að skapa saman.

„Forða oss frá illu“…

VIRTU ÞIG NÆGILEGA
TIL ÞESS
AÐ GANGA BURT
FRÁ ÞVÍ SEM EKKI
GAGNAST
ÞÉR LENGUR,
LÆTUR ÞIG VAXA
EÐA VEITIR ÞÉR HAMINGJU
.

Þegar við förum með „faðirvorið“ og segjum „forða oss frá illu“ – þá gætum við verið að biðja um hjálp til að forða okkur úr skaðlegum aðstæðum,  kannski þurfum við að gera meira af því að biðja um þá hjálp? –

Margir spyrja sig eftir á:

„Af hverju fór ég eða gerði ekkert fyrr“ –

„Hvað var eiginlega að mér?“

Það er ekkert að þér,  þú trúir bara að það sé eitthvað að þér því  það var bara búið að innprenta í þig að þú ættir e.t.v. ekki betra skilið, ættir skömmina, ættir að þrauka, halda friðinn o.s.frv.

Nú, ef það er búið að innprenta svoleiðis hugsun, þá þarftu hjálp við að „útprenta“ hana.

Það er sjálfsvirðingin sem ber skaða þegar að við förum að lifa lífi annarra, þóknast, geðjast eða hylma yfir á eigin kostnað. –

Fullorðnir einstaklingar eiga að bera ábyrgð á sjálfum sér. Ef einhver „lætur“ þér líða illa þarftu að skoða hvað ÞÚ getur gert í því og hvort þú átt að samþykkja það eða ekki.  Ef við getum ekki borið ábyrgðina þurfum við að spyrja okkur „af hverju ekki?“ – getur verið að við séum enn með viðbrögð barnsins, unglingsins og þá raddirnar sem innprentuðu í okkur að við ættum það vonda skilið sem yfir okkur gengi? –

Um leið og þú játar að þú eigir allt gott skilið, eða játar viljann til að eiga allt gott skilið hefur þú tekið fyrsta skrefið í að forða þér frá illu.

Vittu til,  það er alltaf einhver sem elskar þig.

Facebook eða faðmlag ..

Ég hef verið umvafin fólki undanfarið,  verið í heimsóknum knúsað og kysst, – haldið afmæli og í morgun snæddi ég 17. júní brunch með góðu fólki og í dag vorum við alls 22 hér á Holtsgötunni þar sem ég hýsti tveggja ára afmæli yngsta barnabarnsins.

Ég var að keyra heim úr sveitinni í hádeginu,  þegar ég fór að hugsa um muninn á samfélaginu á facebook, og svo „raunsamfélaginu“ – það er að segja þar sem við sitjum, horfumst í augu, snertumst, með handabandi, kossi og/eða góðu faðmlagi.

Tengingin er svo ólik.

Þetta ofangreint var ég s.s. að hugsa um í dag í bílnum, og jafnframt hvort það gæti verið að við fjarlægðumst hvert annað með allri facebook-eða tölvu væðingunni.  Sumt af henni er auðvitað gott, við uppgötvum gamla vini, skólafélaga, döðrum jafnvel svolítið og það má segja að stundum verði hálfgerðir vísar að „partýi“ á góðum kvöldum á facebook.

Ég var ekkert búin að taka ákvörðun hvort ég ætlaði að skrifa um þetta en sá síðan áðan status frá Paulo Coelho sem var í takt við það sem ég var að hugsa:

„Technology is not an alternative to real life.
Facebook is not an alternative to friendship.
Enjoy both, but don’t forget you need real people around“ –

Annars staðar sá ég tilvitnunina:

„I Love my computer because my friends live in it“ –

Tæknin kemur ekki í staðinn fyrir raunverulegt líf.

Facebook kemur ekki í staðinn fyrir vinskap.

Njótum beggja, en ekki gleyma að þú þarft á alvöru fólki að halda í kringum þig“ –

Svo satt og svo rétt. –

Ég hefði ekki getað orðað þetta betur, og svona virkar eflaust þetta lögmál aðdráttaraflsins,  ég hugsa eitt og síðan les ég það fljótlega annars staðar og það styður hugsun mína.

Fólk þarf fólk.

Fólk þarf nánd.

Facebook er ágæt svo langt sem hún nær en gleymum ekki að:

Fólk þarf faðmlag.

 

Óttinn við að elska eða óttinn við að missa?

BERSKJÖLDUÐ

Þegar við leyfum okkur að vera berskjölduð,  eða komum út úr „skrápnum“ eins og ég kalla það þá erum við aftur orðin eins og börnin, – en börn eru vissulega auðsæranleg.  Börn eru viðkvæm, og í sjálfsvinnu erum við samt að stefna að því að ná hreinleika og náttúrulegri einlægni barnsins, en því fylgir það að fella varnirnar og leyfa okkur að finna til.  Þær tilfinningar eru óhjákvæmilega bæði vondar og góðar. –

Til að hafa möguleikann á að upplifa einlæga ást þurfum við að hafa hleypt lífinu að,  við verðum að hafa sagt „já“ við lífið, og við þurfum að hafa opnað fyrir amorsörvarnar,  því að þær komast sömu leið og vondu pílurnar. –

Ef við lokum á allar tilfinningar,  þá getum við endað sem „flatliners“ eða dofin.  Það væri óskandi að einu tilfinningar okkar væru góðar tilfinningar,  við gætum verið með skrápinn eða skjöldinn gegn hinu vonda,  en svo gjörsamlega opin fyrir hinu góða,  en svoleiðis virkar það ekki.

Að vísu höfum við möguleika á því að styrkja okkur – okkar raunverulega sjálf,  þannig að þegar okkur líður vel þá fara vondu pillurnar og pílurnar að breytast í gúmmíkúlur og við tökum þær ekki eins nærri okkur og áður.   Það er þegar við erum stödd á réttri leið,  í okkar rými, í móðurlífi heimsins, sem ver okkur þannig að við heyrum ekki hið vonda fyrir indælum nið legvatnsins.  (Nú er ég orðin virkilega skáldleg).

Ég er að meina að þegar okkur fer að líða betur, við leyfum sárunum að gróa og finnum fyrir lífsfyllingu og lífsneista þá er allt í lagi að fella varnir,  því að við upplifum þrátt fyrir allt og allt öryggið í sjálfum okkur,  og þessu móðurlífi.

ER ÓHÆTT AÐ ELSKA AFTUR – EFTIR HJARTASORG? 

Það er mikilvægt að átta sig á því  við hvað við erum hrædd.  Það gæti verið að þú sért ekki hrædd/ur við ástina sjálfa, heldur eitthvað tengt henni.  Til dæmis, þegar þú heldur að þú sért  hrædd/ur við að vera elskaður/elskuð, ertu í raun að upplifa óttann við að kynnast manneskju sem hefur áhuga á þér og kann að meta þig.  Þig eins og þú ert,  ekki bara þig sem geranda. Kannski er það óvenjulegt og nýtt? –  Kannski upplifir þú þig ekki verðuga/n ástar eða þér sé sýndur áhugi?

Kannski heldur þú að þú sért hrædd/ur við að verða ástfangin/n, þegar í raun þú ert hrædd/ur við að missa stjórn á lífi þínu.  Eitt af einkennum meðvirkni er mikil stjórnsemi og að treysta ekki lífinu fyrir sér, – þurfa helst að vita hvað er handan við hornið.

FRÆIN Í GARÐINUM

Ein besta dæmisagan um stjórnsama fólkið er þegar það treystir ekki því að fræin í garðinum komi upp.  Það er kannski búið að planta fræjum í lífsins blómabeð og ef við treystum æðri mætti þá treystum við að sólin skíni á það og regnið vökvi.  Við treystum að lífið taki við.  Hinn stjórnsami  fer út í beð og fer að róta í moldinni, toga upp spírurnar og jafnvel skemmir fyrir,  og tekur þannig stundum fram fyrir hendur lög náttúrunnar, eða  „tekur fram fyrir hendurnar á Guði“  og skemmir þannig fyrir sér.   Manneskjan fer þá í pakkann „Verði minn vilji“ í  stað þess að leyfa „Verði Guðs vilji“ –  Því að það er ákveðin hæfni að sleppa tökunum og leyfa Guðs vilja að ganga fram. –

Í sumum tilfellum, höfnum við áður en okkur er hafnað – bara til að hafa stjórn á hlutunum. –  En auðvitað sitjum við þá eftir með sárt ennið,  e.t.v. í sömu sporum og fyrr, búin að skella í lás,  skella á okkar eigið búr.  Sitjum þar örugg – en ein, og hleypum engum að.

ORSAKIR ÓTTANS

Það er gott að gera sér grein fyrir orsökum óttans, -en  eins og meðvirkni verður til í bernsku, eða á upptök sín í bernsku verða flestar óttatilfinningar,  eins og hræðsla við að missa, hræðsla við höfnun o.s.frv.  til í bernsku,  og svo er henni e.t.v. viðhaldið í vanvirkum samböndum,  samböndum þar sem fólk er ekki meðvitað um viðbrögð sín.

Mörg sambönd eru byggð á óttanum við að vera EKKI elskuð,  og það er samband byggt á sandi, því auðvitað er óttinn sandur sem ekki er gott að byggja á.   Hvað segir í sunnudagaskólatextanum?-  „Á bjargi byggði hygginn maður hús“

KYNNUMST OKKUR SJÁLFUM

Pýþagóras sagði „Þegar þú þekkir þig þekkir þú Guð“..

Skrápurinn þykki sem ég talaði um í upphafi útilokar okkur ekki bara frá öðrum hann útilokar okkur frá sjálfum okkur.  –

Annar veggur sem fólk setur upp er falinn í hlutum, því sem við kaupum til að forðast okkur sjálf.  Þess meira af dóti í geymslunni, fleiri skór, föt og fleira af því sem við kaupum – eða hinu ytra sem við leitum í því lengra komumst við frá okkur. –

Það er engin tilviljun að frægir „gúrúar“ – urðu fyrir uppljómun þegar þeir höfðu misst allt veraldlegt.  Eckhart Tolle bjó lifði einhvers konar umrenningslífi og hugsaði,  Neale Donald Walsh heyrði í Guði í örvæntingu sinni þegar hann hafði misst allt frá sér.    Margir þekkja söguna af Job í Biblíunni. Góður og grandvar maður missir allt sitt,  ekki bara veraldlegt, heldur líka heilsuna og fjölskylduna.   Ein mikilvægasta setning þeirrar umdeildu sögu felst í orðum Jobs þegar hann segir að áður hafi hann þekkt Guð af afspurn (eflaust lesið um hann)  en nú hafi augu hans litið Guð. –   Í berskjöldun sinni, þegar allt er af honum tekið sér hann Guð. –  Sér hann sjálfan sig gætum við líka sagt.

„Fagnaðarerindið“ er það að við þurfum ekki að missa allt til að þekkja okkur sjálf.   Við höfum ákveðin hlið til þess,  – hlið einlægninnar, að fella grímur, að hætta að hafa leyndarmál og lifa í lygi,  játast sjálfum okkur,  ekki þykjast og ekki sýnast heldur VERA. –  Lifa verandi ekki síður en gerandi. –  Leyfa okkur að finna til hjartans.

RÓT ÓTTANS

Þá komum við aftur að óttanum,  líka óttanum við að elska.  Þegar við höfum áttað okkur á hvað það er í raun sem við erum hrædd við og hvaðan sá ótti er upprunninn.  –

„You have to see your pain to change“ – eða  „Þú þarft að sjá meinið til að breyta“-   Af hverju ertu hrædd/ur? –

Í flestum tilfellum er óttinn byggður á fyrri reynslu, kannski varstu svikin/n, upplifðir trúnaðarbrest eða varðst fyrir miklum sárum og miklu niðurbroti sem þú gast ekki varist,  því þú hafðir ekki kunnáttuna.  Kannski varstu einhvern tímann brjálæðislega ástfangin/n og settir þig og þínar þarfir langanir aftast í forgangsröðina til að þóknast þeim sem þú elskaðir eða þráðir að þiggja ást frá.

Við förum oft í þetta þóknara/geðjara hlutverk þegar við erum hrædd við að missa.   Þess vegna verður það að vera (ítreka þetta)  einlægur ásetningur að elska sjálfan sig, virða og treysta.  Það er grunnurinn fyrir góðu sambandi að elska sjálfan sig,  eins öfugsnúið og það gæti hljómað.

En viljum við ekki öll að lífsförunautur okkar hafi sjálfsvirðingu, sjálfstraust og upplifi sig elsku verða/n? –   Ég held það.

Það er líka besta fyrirmyndin sem hægt er að gefa börnum sínum.  Foreldrar og bara hverjum sem þykir vænt um börn,  vilja að þau hafi til að bera sjálfstraust, séu með gott sjálfsmat o.s.frv. –  það kennum við best með því að leyfa þeim að spegla sig í okkur.   Einhver sagði að fyrirmyndin væri ekki bara besti kennarinn,  hún væri eini kennarinn.   Ég held það sé Albert Schweitzer.

Það er engum í hag að við gefum afslátt af þörfum okkar og löngunum.  Við verðum líka að yrða þær upphátt og vera sam-skaparar frá upphafi.  Deila tilfinningum,  segja hvernig okkur líður og ekki byrgja inni.

Innibyrgðar tilfinningar,  óuppfylltar langanir og þrár eru ávísun á tjah.. „disaster“

Hvernig á makinn að vita hvað þú vilt ef þú segir honum það ekki? –

Vond samskipti eru orsök þess að sambönd bresta og líka orsök þess að fyrirtæki ganga illa.  – Góð samskipti eru gríðarlega mikilvæg,  og alveg eins og í góðum „buisness“ – er niðurstaðan „win-win“  alltaf hin besta.  Að allir/báðir aðilar fari sáttir frá borði.  En ekki að annar standi sigri hrósandi á meðan hinn upplifir sig sigraðan.   Kannski til skiptis.

Það má segja að par sé „co-creators“ – eða samskaparar að sambandi sínu.  Það þarf að gera það frá upphafi.   Búa sér til sýn,  hvernig viljum við lifa og hafa lífið. –   Ef sýnin er sameiginleg,  þá eins og í markþjálfun skoða helstu hindranir og gera sér grein fyrir þeim,  og svo er það þetta stóra  BJARGIÐ sem byggja má á,  TRÚIN á sýnina.   Að leyfa ekki hindrununum verða stóra málið,  – jú vita af þeim (sjá þær)  en fókusinn á ekki að vera á þeim og við eigum ekki að fara að trúa á þær,  – en það er eins og að trúa á óttann, eins og að trúa á fyrri reynslu og láta hana hefta sig.

Nýja sýnin og núið er það sem er í dag.

Við þurfum að sleppa hinum neikvæða tilfinningalega farangri sem við oft drögnumst með.  Við erum þau einu sem getum sleppt því,  hann þyngir okkur á vegferð okkar,  ekki síður en skjöldurinn eða skrápurinn gerir það.  Brené Brown kallar þetta 20 tonna skjöldinn.  Við komumst hreinlega ekkert áfram í þroska eða í lífinu – og talar hún jafnframt um mátt berskjöldunar,  eða „Power of vulnerability“ –  það er hægt að „gúgla“  það og horfa á þann fyrirlestur sem er býsna magnaður. –

Eins og áður sagði,  þá erum við ekki komin í heiminn til að dæma náungann né okkur sjálf.

Við eigum það til að berja okkur niður.  „Af hverju kom ég mér ekki úr skaðlegum aðstæðum miklu miklu fyrr?“ –  „Hvað er að mér að láta þetta yfir mig ganga.“  Eða  „Ég var orðin/n svo vond/ur“ ..   Í vanlíðan verðum við sár, vond og veik og við förum að hegða okkur í takt við það.  Við hlaupum á milli stjórnsemi og þess að þóknast,  af því við kunnum ekki annað. –

Þarna þurfum við að fyrirgefa sjálfum okkur fyrir kunnáttuleysið, við vissum ekki betur, kunnum ekki betur.  Foreldrar okkar kunnu ekki heldur betur,  og við lærðum af þeim sem fyrirmyndum. –

Ástæðan fyrir því að við skoðum fortíðina er EKKI til að lifa þar, og ekki til að fara í ásökun yfir hegðun okkar.  Heldur til að læra af því og gera ekki það sama aftur.

Sönn saga: Ég kannaðist við mann sem  átti fornbíl sem pabbi hans hafði átt.  Bíllinn var búinn að vera í fjölskyldunni frá upphafi og maðurinn hafði haldið honum við og hafði gaman af því að keyra hann á sunnudögum.   Þessi maður kynntist konu og varð ástfanginn,  þau ákváðu að gifta sig, en konan setti skilyrði að hann losaði sig við bílinn.  Hún vildi ekki láta fornbíl standa í nýja bílskúrnum.

Maðurinn seldi fornbílinn sinn til að þóknast konunni,  eflaust í óttanum við að ef hann gerði það ekki væri hún ánægð.

Þetta er einföld saga, og næstum ótrúleg.  En það er svo margt rangt í henni.  Það er þessi skilyrta ást,  og að maðurinn þurfi að gefa eftir.  Varla var konan afbrýðisöm út í bílinn? –  Ekki veit ég það,  en samband sem byrjar á því að þvinga annan aðilann til breytinga,  eða að sleppa sínu áhugamáli hljómar ekki sem traustur grunnur.   Þetta var bara ein saga,  en þær eru til margar þar sem fólk er að gefa afslátt af lífi sínu, afslátt af þörfum og löngunum og afslátt af sjálfu sér.  Stundum er það að þóknast því sem það heldur að makinn vilji, en spyr aldrei.  Það þýðir að það annað hvort kann ekki eða fær ekki að vera það sjálft – makinn vill að það sé eitthvað annað en það er eða viðkomandi þorir ekki að vera hann/hún sjálf/ur. –  Það er,  enn og aftur,  ávísun á óhamingju.

Það er best að koma fram strax sem við sjálf, með kosti og galla.  Við erum öll mannleg og eins og segir í textanum

„I´m only human, born to make mistakes“ –  (Þetta hlustaði ég á í bílnum á heimleiðinni úr vinnunni í gærkvöldi). –   Veitum endilega athygli skilaboðunum sem lífið er að senda okkur.  Þau koma í formi alls konar sendiboða og skilaboða.  Koma í formi fólks og frétta.

Ef þú elskar einlæglega reynir þú ekki að koma viðkomandi í fyrirframgefið (piparköku)mót, sem þú hefur ákveðið.  –  Þá tekur þú viðkomandi eins og hann/hún er.   Auðvitað stillum við sjálf upp betri hliðinni fyrst, það er í mannlegu eðli,  en það er líka gott að vera heiðarleg og einlæg og koma fram grímulaus.  Ekki koma fram sem Mr. Hyde og umbreytast í Mr. Jekyll þegar fer að líða á.

Ekki fela þig.   Það þarf hugrekki til þess,  og það þarf að fella varnir (enn og aftur).

—-

Við getum sigrast á óttanum,  með því að vita hvað veldur honum.  Það gerum við með elskunni og trúnni.  Það gerist ekki á einni nóttu og ekki reyna það því það getur virkað yfirþyrmandi, umskiptin verða of snögg og það tekur í hjartað. Ekki ætlast til of mikils af þér.   Leyfðu elskunni að drippa inn dropa fyrir dropa, og um leið lekur óttinn út dropa fyrir dropa.  Leyfðu þér að finna þessi umskipti koma yfir þig hægt og rólega þar til að einn daginn þú vaknar upp og óttinn er farinn,  og umskiptin hafa orðið.

„Realize that it’s all right if you fail at love. Everyone fails at love at some point or another so you’re not alone.“

Gerðu þér grein fyrir því að það er allt í lagi að verða ástfangin/n.  Allir verða ástfangnir einhvern tímann, og það er sorglegt ef svo er ekki, því að elska er að lifa. –

Gefðu fræjunum tíma og þolinmæði til að vaxa. – Leyfðu.

Ofangreint er innblásið af  erlendri grein, eða atriðum sem talin eru upp.  Að sjálfsögðu er þessi grein eins og aðrar úr mínu berskjaldaða hjarta,  sem er að upplifa allskonar tilfinningar sem ég er að venjast,  og ég bið ykkur að taka mjúklega við henni. –   Hægt er að smella hér til að lesa erlendu atriðin.

Þú ert GJÖF Guðs/heimsins til þín, þér er treyst fyrir gjöfinni. –

 

Sköpum SAMAN nýjan heim …

„Það sem þú veitir athygli vex“ – þetta er staðreynd sem fæstir andmæla.

Ég var að hlusta á áhugaverða hugmyndafræði um eina af tilgátum þess að sambönd eru betri í upphafi og fari síðan að versna og svo jafnvel að verða bara hreinlega vond sambönd.

Þegar fólk er ástfangið horfir það á og dásamar það sem er gott í fari maka síns.  Alls konar kækir og vondir siðir verða aukaatriði,  fókusinn er ekki á því heldur öllu þessu dásamlega.  Spékoppanum,  fallegu augunum,  hvernig hann/hún snertir þig o.s.frv. –

Hvernig makinn kreystir tannkremstúpuna,  spýtir  út í vindinn, eða klórar sér í rassinum (ef út í það er farið)  er ekki í fókus og skiptir hreinlega engu máli eða er bara sætt í þessu tilviki jafnvel,  vegna þess að það sem hann gerir sem er fallegt verður aðalatriðið. –

Svo ef að þessari athygli á hið jákvæða er ekki viðhaldið,  eða ef við förum að láta atriðin sem voru aukaatriði í upphafi skipta meira máli,  oft vegna þess að við sjálf erum ekkert voða glöð, eða sátt,  þá förum við að setja fókusinn á þau og þau vaxa og VAXA og verða allt í einu orðin að aðalatriði og hið góða jafnvel hverfur í skuggann.

Það sem ég skrifa hér er mjög mikil einföldun,  en ég held að þetta sé rétt.

Þetta gerist sérstaklega ef við höfum farið í sambandið á röngum forsendum, til að bjarga hinum aðilanum frá sjálfum sér (stundum) eða  erum ekki sátt í eigin skinni, – ef við sinnum okkur ekki sjálf, en ætlumst til að hamingja okkar, gleði og friður séu öll færð okkur af makanum.    Þá förum við í hlutverk betlarans og við fáum ekki það sem við viljum. –  Ef við erum í hlutverki þess sem veit að hann hefur nóg og er nóg.  Förum í sambandið af sjónarhóli fullnægjunnar.  Af sjónarhóli þess sem  er með lífsfyllingu, gerir sér grein fyrir að hann/hún þarf að hafa  ástina í hjartanu, gleðina og friðinn,  innra með sér,  þá er mun auðveldara að fókusera og vera þakklát fyrir það sem makinn hefur fram að færa.

Á yndisleika hans og um leið eykst öryggi makans. –

Því auðvitað dregur það fólk niður að vera stanslaust undir gagnrýnisaugum, og það er verið að efast um það.

Það er verið að röfla um þetta og tauta um hitt. –

Annað sem ég hlustaði á,  það var um mikilvægi þess að taka sameiginlegar ákvarðanir.   Það er að vera „co-creators“ –   Ef að konan fær þá hugmynd um að þessa helgi vilji HÚN að farið sé í garðvinnu,  þá er uppsprettan ekki hjá manninum og þá gæti vantað innspýtinguna og löngunina til að fara að vinna í garðinum.   Þetta gæti verið akkúrat öfugt ef að maðurinn hefði SJÁLFUR fengið hugmyndina,  eða hugmyndin hefði fæðst í notalegu spjalli:  „Hvað ættum við að gera saman um helgina“ – og hún hefði eins og stendur þarna „fæðst“ í spjallinu.

Þá væru hjónn orðin sam-skaparar.

Ef við ætlum að troða okkar sköpun upp á hinn þá erum við farin að hefta frelsi hins og við erum verur frelsisins.

Það er grundvallandi að við upplifum frelsi í sambandi,  og það gerum við ekki ef að það er verið að troða upp á okkur „Þú skalt“ – „Þú átt“ – „Mér finnst að þú ættir að gera það sem ÉG vil. –

Þetta er einhvers konar þvingun á mér eða minni sköpun upp á þig og öfugt.

Mér finnst þetta útskýra býsna margt, – þess vegna finnst mér alveg frábær t.d. hugmynd konu sem var á námskeiði hjá mér,  konu sem var búin að vera í hjónabandi í 40 ár sem sagði að fjölskyldan,  ekki bara hún og maðurinn, heldur börnin þegar þau voru heima,  hefðu haldið fund vikulega þar sem þau ræddu hvað væri framundan,  óskir, langanir, þarfir og bjuggu til plan fyrir vikuna.   Þar settu þau líka fjölskyldureglur sem ALLIR fengu að taka þátt í. –

Við erum alltaf að læra,  og læra að skilja líka.  Skilja hvert annað.

Best er að við getum skapað þannig og unnið út frá löngun og eigin vilja,  ekki einhverju sem er þvingað upp á okkur,  ekki einhverju sem kemur sem valdboð frá maka.   Svo er það ekki unnið, viðkomandi uppsker bæði nöldur og samviskubit  eða unnið í gremju, og samviskubit allt sem unnið er í gremju lætur okkur líða illa.   Þetta er vonlaus staða. –

Veitum athygli því sem vel er gert, hæfileika og yndisleika þeirra sem eru í kringum okkur,  ekki bara í sambandi heldur alls fólks.  Og þökkum fyrir það líka.

Það sem við veitum athygli vex.

Verum skaparar,  en líka sam-skaparar,  en ekki þvinga okkar sköpun upp á aðra,  leyfum okkur að skapa saman.   Er það ekki SAM-VISKA okkar? –

Góð sam-viska? –

Veröldin er okkar, ef við viljum.

Að elska sig innan frá ….

Ég sat í sólinni með Tolle um helgina, – nánar tiltekið með bókina „Mátturinn í Núinu“ – en það er eiginlega sama hvar ég opna hana, það er alltaf eitthvað gott sem talar til mín. –

„Þú getur ekki eyðilagt það sem er raunverulegt“  – og þarna var hann að tala m.a. um sambönd.

Samband byggt á ótta, afbrýðisemi, óöryggi er ekki raunverulegt.

Samband er ekki hundaól.

Ef að þarf að binda annan niður, þá er sambandið ekki raunverulegt. – 

Til  að eiga í heilu sambandi þurfa báðir aðilar að vera þar af heilindum, langa til þess og ekki bara fyrir hinn aðilann.

Ekki af vorkunnsemi, ekki sem einhvers konar „compromise“ –

Svo ég vitni í Brené Brown, „vinkonu“ mína,  þá eru það manneskjur sem lifa af heilu hjarta sem blómstra í lífinu og blómstra þá líka í samskiptum, og að lifa af heilu hjarta er að hafa hugrekki til að tjá sig um langanir, þarfir og tilfinningar við hinn aðilann. –  Að segja sögu sína.  

Að lifa af heilu hjarta er að hafa sjálfstraust og leyfa ljósi sínu að skína,  jafnvel við erfiðustu aðstæður.  

Að lifa af heilu hjarta er að elska sig innan frá.  –

bætti þessu svo við þegar ég var að pósta þessu á vegginn á Facebook.

„Litla“ stelpan mín Jóhanna Vala,  bauð mér í „lunch“ í hádeginu og við ræddum margt og mikið,  á heimleiðinni í bílnum  bar m.a.  þetta á góma. „Það er ekki hægt að eyðileggja það sem er raunverulegt.“ –   Mér finnst svo gaman þegar ég dett í samræður við börnin mín og ég finn að þau eru með miklu meiri skilning á lífinu og tilverunni en ég hafði á þeirra aldri. –   Að þau þroski sig andlega er mér mesta gleðin, því að það er eitthvað sem ekki verður af tekið og mölur og ryð fá eigi grandað. – 

Það er raunverulegt. –

Nánd, knús og kynlíf ..

Á námskeiðum Lausnarinnar um „Lausn eftir skilnað“ koma alltaf upp sömu spurningarnar og pælingar um kynlíf. – Sem betur fer er fólk nógu einlægt til að ræða það, því að námskeið þar sem fólk getur ekki verið heiðarlegt og einlægt að spyrja um það sem liggur þeim á hjarta gerir lítið gagn.

Flest fólk hefur þörf fyrir kynlíf, – jafnvel í sorgarferli. –  Stundum bara nánd, snertingu og knús frá gagnstæðu kyni, nú eða sama kyni ef um samkynhneigða er að ræða.   En um leið er það í fæstum tilvikum tilbúið og ekki í stakk búið til að hefja samband.  – Hvað á þá að gera? –

Kynlífið er að sjálfsögðu meira en bara samfarir,  kynlíf er einmitt snerting, nánd og knús – og svo margt, margt meira. –

Í Coda bókinni  þar sem talað er um meðvirkni er sagt að eitt einkenni meðvirkni sé að sætta sig við kynlíf þegar að þú vilt ást. –

Nú flækist málið!

Ég held að þarna verði að mætast tveir aðilar sem eru svipað staddir, – sem eru tilbúnir í kynlíf nú eða knús,  án þess að fara í allan pakkann – eða a.m.k. ekki strax  – en kannski með þeim formerkjum að þessir tveir einstaklingar séu ekki að stunda kynlíf með öðrum einstaklingum líka – eða hvað? –

Verst að þetta er ekki allta svona einfalt,  kannski byrjar þetta svona, en hvað ef vakna tilfinningar hjá öðrum aðilanum en ekki hinum? –  Er hægt að stunda kynlíf saman í langan tíma án ástar? – Það hlýtur a.m.k. að koma einhvers konar væntumþykja.  Þá gæti hin/n meðvirki/meðvirka farið að sætta sig við kynlífið til að halda í elskhugann.   Það væri auðvitað óheiðarlegt og hann væri ekki að virða tilfinningar sínar.

Það mikilvæga er nefnilega að báðir aðilar komi hreint fram, – láti vita hvað þeir vilja, langar og þurfa, og á hvaða forsendum.

Eru forsendur beggja samræmanlegar? –

Hættan við að byrja of brátt í sambandi aftur,   er að fólk sé hreinlega ekki búið að ná áttum og ekki búið að ganga í gegnum sorgarferlið og ætli jafnvel að fresta því eða taka „short cut“  með því að finna sér annan maka of fljótt. – („Short cut“ er þarna að stytta sér leið og hefur ekkert með „shortara“ að gera! 😉 )

E.t.v. er hægt að vinna þetta samhliða, ef fólk fer hægt í sakirnar og gefur hvort öðru tilfinningalegt rými og frelsi.

Margir leita að aðila til að eiga kynlíf með, – en vilja ekki fara í allan fjölskyldu- og ættarmótapakkann svona í sömu vikunni..

Sambönd verða að fá sinn tíma til að þroskast og þróast og við flýtum þeim ekki,  þá er alltaf hætta á að eitthvað bresti.

Sambönd verða að byggja á gagnkvæmni, ekki ótta annars aðilans við að missa hinn,  og alls ekki á lygi.

Ég hlustaði einu sinni á konu sem sagði: „Ég hitti þennan mann, ég var ekki alveg tilbúin en ég var svo hrædd um að ég væri að missa af tækifærinu ef hann væri sá rétti“ …   Ef maðurinn er virkilega sá eini rétti þá gefur hann henni sinn tíma og er þolinmóður og öfugt.   Ef það er til eitthvað sem heitir „Mr. Right“ eða „Mrs. Right“ – fyrir okkur,  þá er þessi aðili hinn rétti og ekkert breytir því. –

Við getum oft ætlað er að vera vitur og gera allt faglega,   „I can´t help falling in love with you“ .. syngur hjartaknúsarinn Julio – og  stundum er bara við ekkert ráðið, – en þá er að vinna úr þeim aðstæðum líka. – Taka það á æðruleysinu eins og annað! ..

Reyndar er hverjum manni hollt að verða ástfanginn af sjálfum sér, og það má líka hlusta á Julio með það í huga, – að komast ekki hjá því að verða ástfanginn af sjálfum sér!  …   Það er auðvitað besti grunnurinn fyrir ást á öðrum einstakling. –

„Love is not something we give or get: it is something that we nurture and grow, a connection that can only be cultivated between two people when it exists within each one of them – we can only love others as much as we love ourselves“ (Brené Brown, PhD).

Jæja, pistill um kynlíf og knús breyttist í pistil um ást .. svona vill þetta fara! ..

Hér er karokee útgáfa svo hægt er að syngja með:

Sjálfs-álit, eða annað-álit? …

Eftirfarandi pistill er að mestu leyti þýddur upp úr pistli Mel Schwarts – frumheimildina má lesa með því að smella HÉR.   Ég hef bætt inn og tekið úr,  en þetta er ekki í fyrsta skipti sem ég les um eða fjalla um muninn á self-esteem og other-esteem.  Þetta skiptir gríðarlega miklu máli til að skilja t.d. af hverju við verðum háð áliti annarra eða skoðunum,  eða gerum fólk að dómurum okkar.  Hvernig aðrir „láta okkur líða,  þegar að í raun erum það við sjálf sem eigum að stjórna líðan okkar.

„Hann lét mig fá samviskubit“ –

Ha? – hver lét þig fá samvisubit og hver hefur það vald yfir þér? – Það er þessi hugsun eða upplifun sem við svo sannarlega erum búin að tileinka okkur frá bernsku,  en þurfum nú að aflæra til að koma sjálfstraustinu og innra verðmætamati í eðlilegt horf. –

Að vera virt, samþykkt og tekin gild af öðrum er eðlileg þörf okkar, en við verðum að passa okkur á því að svíkja ekki sjálf okkar til að ná þeirri niðurstöðu.  Við verðum að samþykkja okkur SJÁLF.  

Hvað ef það sem við höfum byggt sjálfstraustið á er fjarlægt?

Sjálfsöryggi, sjálfstraust, sjálfsmat,  og sjálfsálit eru allt orð sem byrja á

SJÁLF

Í raun er þetta svolítið rangt, því að yfirleitt er sjálfsálit í daglegu tali ekkert sjálfsálit, heldur álit annarra.   Sjálfálit eða sjálfsmat ætti að vera byggt á verðmæti okkar og mannhelgi sem lifandi mannvera sem hafa allan rétt á að teljast verðmætar. –

Verðmiði á lífi eða sjálfi  verður ekki settur á  með prófum, afrekum, hverra manna við erum, eða hvernig maki okkar eða barn,  er eða hagar sér.

Móðir unglings sem stendur höllum fæti í samfélaginu er ekki minna verðmæt en móðir unglings sem skarar framúr.  Barnlaus kona er ekki minna verðmæt en kona sem eignast mörg börn.

Á traust eða verðmæti sjálfsins að vaxa eða minnka eftir námsárangri nemandans eða við stöðuhækkun starfsmannsins?

Er það þá ennþá sjálfstraust?   Er það ekki traust á eitthvað annað og það sem kemur að utan,  en ekki traust á sjálfið sem er hið innra?

Samfélagið samþykkir yfirleitt að sjálfstraust sveiflist við einkunnir eða stöðu í þjóðfélaginu,  en það er nauðsynlegt að átta sig á því að það er varla hægt að tala um eitthvað sjálfs þarna,  það er einhvers konar annað-traust, eða traust fengið út á hið ytra.

Pia Mellody, höfundur bókarinnar Facing Codependence talar um self-esteem og other-esteem.

Vegna þess að við gerum okkur ljóst að  traustið er sótt út á við,  getum við líka séð að við gætum haft tilhneygingu til að breyta persónuleikanum og hegðun okkar til að fá fleiri viðurkenningar.

Að vera virt, samþykkt og tekin gild af öðrum er eðlileg þörf okkar, en við verðum að passa okkur á því að svíkja ekki sjálf okkar til að ná þeirri niðurstöðu.

Hvað ef að þetta gengur ekki upp, við fáum ekki góðar einkunnir eða stöðuhækkunina sem við vonuðumst eftir? –

Hvað ef það sem við höfum byggt sjálfstraustið á er fjarlægt?

Hvað ef við missum vinnuna?  Missum við þá sjálfstraustið, vegna þess að það var byggt á starfinu okkar?

Ef að skortur á viðurkenningu eða hrósi, eða jafnvel gagnrýni minnkar sjálfsálit okkar eða sjálfstraust,  er það augljóst að traustið er ekki frá sjálfinu, – heldur er það frá öðru eða öðrum. –  Einhverju að utan, en ekki innan.

Alvöru SJÁLFStraust er ekki háð ytri aðstæðum eða áliti annarra.  Slíkt sjálfsöryggi er staðfesting á sambandi okkar við okkur sjálf.  Kjarni sjálfstrausts er það sem bærist innra með okkur.
Ef við stæðum eftir nakin og berskjölduð,  klæddum af okkur starfið,  fjölskylduna, vinina, eigningar og afrekin,  heilsuna jafnvel – hvað er eftir af okkur?
Hvernig líður okkur með það?  Fyrir utan það sem við höfum misst, líkar okkur við okkur og virðum við þau sem við erum, þegar við tökum ekki lengur tillit til álits annarra? Við mótum og aðlögum svo mikið af hegðun okkar til að eginast „other-esteem“ eða annað traust. -Við bókstaflega sköpum persónuleikagrímur,  sem við sýnum þeim sem við umgöngumst svo þeim líki við okkur.  Í slíkum tilvikum erum við að yfirgefa okkar sanna sjálf til að öðlast samþykki annarra eða fá viðurkenningu frá öðrum.
Þessi hegðun er ekki aðeins sjálfsblekking, heldur eyðileggur samskipti okkar,  vegna þess að hún er langt frá þvi að vera sönn eða ekta.
Hún er í raun ekki heiðarleg.   Þegar við gerum þetta erum við bókstaflega að taka okkar velferð og bjóða hana öðru fólki.  Það kemur þá í hlut þess sem tekur á móti að ákvarða hvort við erum verðug eða verðmæt.  Þetta er ekki heilbrigð staða og er til þess að vinna að eyðingu sálarinnar. Við ættum aldrei að dæma okkur sjálf á grundvelli þess sem við höldum að aðrir sjái okkur.

Hver er dómarinn? –

Sannleikurinn í sinni tærustu mynd er að það eru ekki hinir sem dæma okkur.  Þeir gætu haft skoðanir á okkur,  en það er í raun fáránlegt að upphefja skoðun þeirra sem dóm.

Engin/n getur dæmt þig nema þú gefir honum eða henni  leyfi eða vald til að vera dómari þinn.  Af hverju ættir þú að setja venjulega manneskju í dómaraskikkju og gefa henni algjört vald?  Eina persónan sem þú gætir þurft að gefa slíkt vald er dómari sem vinnur í réttarsal; allir aðrir eru bara fólk með skoðanir.

Með heilbrigðara  sjálfstrausti,  gætum við átt auðveldara með að þola skoðanir hvers annars,   án þess að uppfæra þær í þungan áfellisdóm.

Traust eða öryggi verður að skapast að innan, og getur síðan skinið út á við.  Þegar við setjum fókusinn út á við til að fá samþykki,  erum við að leita á röngum stað.  Með þvi að gera það erum við að gera lítið úr uppruna okkar í veikri tilraun til að öðlast hamingju.  Slík fullnægja verður háð hinu ytra og yfirborðskennd og gerir lítið úr persónulegum þroska okkar.  Þessi stígandi ytri viðurkenningar er annað traust „other -esteem.“ 

Sjálfstraust er ekki háð öðrum. –

Þegar við setjum upp þetta drama til að fá samþykki, sköpum við vandamál sem tengjast upplifun af höfnun.  – Þetta málefni höfnunar er hægt að leiða á rangan veg.  Með heilbrigt sjálfstraust,  upplifir viðkomandi ekki að honum sé hafnað.  Það er í raun höfnun á eigin sjálfi sem hvetur fólk til að leita samþykkis hjá öðrum, –  Í slíkum tilfellum erum við ekki sátt við okkur sjálf og við leitum eftir samþykkinu frá öðrum.  Ef við fáum ekki þetta samþykki,  stundum við það að segja að okkur hafi verið hafnað.

Raunveruleikinn er sá að við höfnum  okkur sjálfum þegar við bjóðum öðrum að dæma.  Hversu mikið við erum móttækileg fyrir áliti annarra á okkur er líklega í samræmi við stigið eða planið  sem sjálfstraust okkar liggur á.

Að hugsa upp á nýtt um skilning okkar á sjálfstrausti gæti verið hjálplegt við að endurmeta menningarlegar væntingar okkar til hamingju.

Næstum allir foreldrar myndu segja að þeir ættu stóran hlut í sjálfstrausti barna sinna.  Kennarar og annað fagfólk leggja mikla áherslu á þroska sjálfsverðmætis eða sjálfsvirðingu barna.  Samt má mótmæla því að flestir aðilar eru ekki farnir að skilja sjálfs-traust.

Ef að nemandi sem er vanur að fá A verður þunglyndur yfir því að fá B,  er það mjög skýrt að einkunnirnar eru það sem breyta sjálfsörygginu (eða réttara sagt ytra-örygginu).

Þegar þetta ytra minnkar,  einkunn lækkar upplifir nemandinn sig verðminni. – Það kemur augljóslega að utan.

Vellíðan  nemandans er þá háð ytri þáttum.  Sama má segja um iþróttaafrek og fleira sem við skiljanlega hvetjum börnin okkar til.

Það er þó gagnrýnivert að afrekin eða einkunnirnar verði það sem þau hengja sjálfstraust sitt á,  því þá er viðkomandi orðin/n nokkurs konar fangi lágs sjálfstrausts. –

Sjálfstraust er hinn sanni grunnur heilbrigðra samskipta við okkur sjálf og við aðra.  Alvöru sjálfs-traust umbreytir sambandi sem byggt er á þörf, sem er svo algengt í flestum samböndum.  Það frelsar okkur þannig að við förum að þrífast almennilega, þegar að hlutir eins og höfnun og dómharka víkja.

Þegar þú áttar þig á því og sérð að verðmæti þitt kemur innan frá,  opnast líf þitt eins og lótusblóm sem hefur legið í dvala. –

Gott er í framhaldi af þessum pistli að lesa pistilinn sem segir að við séum ekki skemmd,  sjá hér.

„Sjáðu þig og tjáðu þig“ .. sólarhingsnámskeið í Skorradal fyrir konur

Við ráðgjafar hjá Lausninni, sjálfsræktarsamtökum;  Ragnhildur Birna Hauksdóttir, fjölskyldumeðferðarfræðingur og sú sem þetta ritar,  Jóhanna Magnúsdóttir, guðfræðingur – erum að fara að leggja saman krafta okkar, – og langar að gera eitthvað frumlegt og skemmtilegt fyrir konur og stillum því upp námskeiði utan borgarmörkin.

Það er gaman að geta boðið upp á námskeið þar sem fólk kemst „í tæri“ við sjálft sig og tilfinningar sínar og tengja það við náttúruna, því að í náttúrunni tengjumst við okkur sjálfum og auðveldara að tengja við aðra. – Vaða í vatni, leggjast í laut, vinna verkefni og  hugleiða undir berum himni o.s.frv. –

sumarhúsin við vatnið ..en bæði verður unnið inni og úti – á opnu svæði og inní dásmlegu skógarsvæði þar sem snætt verður um kvöldið úti palli við sumarhús sem er eins og í dularfullu ævintýri. –  Klæðum okkur eftir veðri 😉

Námskeiðið er byggt upp af fyrirlestrum, verkefnavinnu, hugleiðslu og fleiru sem við Ragnhildur höfum að bjóða úr okkar þekkingar-og reynslubrunni, unnið verður bæði innan- og utandyra.

Markmiðið er m.a.  að ná betri tengingu við sjálfa sig og tilfinningar sínar,  njóta sín og upplifa sig. 

Traust, trúnaður og samhugur eru leiðarljós slíkrar vinnu.

„Að sjá sig og tjá sig“  –  en það er mikilvægt að átta sig á því að heilun okkar felst fyrst og fremst i því að setja fókusinn inn á við.

Námskeiðið verður haldið á Indriðastöðum í Skorradal í samstarfi við staðarhaldara.   Frá mánudegi 25. júní kl. 14:00 – þriðjudags 26. júní kl. 12:00.

Auk þess fylgja þrír tímar í hópeftirfylgni í húsnæði Lausnarinnar,  Síðumúla 13 í Reykjavík.

(þátttakendur fá senda dagskrá og ítarlegri upplýsingar  við skráningu)

Innifalið:  Gisting í  sumarhúsi m/heitum potti (fjögur hús í boði).  Leiðsögn/ kennsla reyndra ráðgjafa og námskeiðsgögn,   kaffi og kvöldmatur á mánudag,  morgunverður á þriðjudag,  ávextir og millibitar.

Fjögur sérherbergi í boði og fjögur tveggja manna (kojur). –

Verð:   24.900.-  (tvær í herbergi)  eða  27.900.-  (sérherbergi)

Aðeins 12 konur komast að á námskeiðið í einu.

Staðfestingargjald er 10.000.-  en ekki er bókað að komast að fyrr en búið er að greiða gjaldið og fá staðfestingu að það sé laust.

Þátttakendur koma á eigin bílum,  en möguleiki á að við höfum milligöngu um að sameina í bíla ef óskað er.

Auglýsing um námskeiðið og skráningarform verður sett inn á síðu Lausnarinnar  http://www.lausnin.is, á næstu dögum,  en hægt að hafa samband við okkur  johanna@lausnin.is eða ragnhildur@lausnin.is  ef vantar nánari upplýsingar. –

Einnig er hægt að „forskrá“  hjá johanna@lausnin.is