Að setja heilbrigð mörk …

Að setja sér eða öðrum mörk,  þýðir ekki að við séum að breyta öðru fólki.  Það að setja mörk er að ákvarða hversu mikið þú ert tilbúin/n að láta bjóða þér og síðan að koma þessum mörkum til skila með ákveðni og festu og halda þig við þau.
Ef þú átt erfitt með að setja mörk,  getur verið að þú sért farin/n að taka á þig ábyrgð á tilfinningum annarra og vandamál þeirra.  Líf þitt gæti orðið ein ringulreið og fullt af dramatík.  Þér finnst kannski erfitt að segja „nei“ vegna þess að þú hræðist höfnun.  Þú gætir verið annað hvort yfirmáta stjörnsöm/samur og ábyrgðarfull/ur,  eða afskiptalaus og háð/ur í  samskiptum þínum við aðra.   Þú hefur mikið langlundargeð gagnvart hegðun sem er ofbeldisfull í þinn garð. Þú fórnar gildum þínum til að þóknast eða geðjast einhverjum og/eða forðast átök.

Hjálpleg ráð vð að setja mörk:

Settu mörk jafnvel þó þér finnist þú eigingjörn/gjarn eða sek/ur.  Þú átt rétt á því að hugsa um sjálfa/n þig.
Byrjaðu á auðveldustu mörkunum/fólkinu
Settu þau skýrt fram og án tilfinninga og í eins fáum orðum og mögulegt er.
Ekki fara að afsaka þig eða réttlæta.
Aðrir MUNU reyna þig – þau sem eru vön að geta stjórnað þér eða manipulera með þig.  Stattu við þitt eða gakktu í burtu.
Fáðu aðra í lið með þér,  þau sem virða þín mörk.

Það tekur tíma að setja heilbrigð mörk.
EF þú hefur óheilbrigð mörk,  laðar þú að þér þau sem sjá sér leik að borði og fara að misnota sér það.  Farðu því að laða inn í líf þitt heilbrigðara fólk.

 

1170720_498620266895180_1106913787_n

Að koma nakin fram …

Hér er ég ekki að ræða líkamlega nekt, heldur hina andlegu.  En já, ég viðurkenni að ég ákvað að hafa titilinn svona því það vekur, af einhverjum ástæðum,  alltaf athygli blessuð nektin.

Við tölum um líkamlegt ofbeldi og við tölum um andlegt ofbeldi.  Í skólanum töluðum við kennarar oft um að nemendur væru andlega fjarverandi.

Það er nefnilega ekki alltaf það sama að vera á staðnum og að vera á staðnum,  en förum ekki lengra út í þá sálma.

Brené Brown flutti frægan fyrirlestur um „Power of Vulnerability“  eða mátt berskjöldunar eins og það hefur verið þýtt á ensku, – þið skrifið bara Power of Vulnerability – á Youtube eða Ted.com  ef þið viljið kíkja á hann og ef þið hafið ekki hlustað mæli ég sterklega með því.

Þarna er Brené að tala um máttinn sem fylgir því að hafa ekki leyndarmál, segja það sem manni býr í brjósti og lifa þannig í rauninni „nakin/n“  með sig og sitt líf – játa ófullkomleika sinn,  ótta sinn, vanmátt sinn o.s.frv.

EIns og lesendur pistlanna minna og þau sem hafa mætt á námskeið eða fyrirlestra hafa orðið vör við,  þá tala ég mjög mikið á persónulegum nótum og ber tilfinningar mínar hiklaust á torg.  Það er eitt af þessum einkennum berskjöldunar – og að játa kannski á sig eitthvað sem við skömmumst okkar fyrir,  svo dæmi sé tekið.

Þetta er ekki bara máttugt og auðvelt – því stundum fylgja þessu „Vulnerability Hangovers“  eða berskjöldunartimburmenn.  –

Þeir felast í því að eitthvað prógram kikkar inn, sem segir: „Hvað varstu að gera manneskja“ –  „hugsar þú bara um sjálfa þig, hefur þetta ekki áhrif á aðra og bla, bla, bla“ .  eða þá hugsunin um að einhver notfæri sér það sem ég opinbera gegn mér.

En þessir timburmenn koma ekki oft, – ég fer varlega í „vínið“ ..

Ef ég hef óttaleysi sem grunn, þá óttast ég ekki að segja upphátt það sem mér býr í brjósti, – og ég veit líka að stundum virkar það sem leiðarljós fyrir annað fólk að gera það sama.

Það er því bara hressandi og felsandi að koma nakin fram!

21-the-world

Gleðin og sorgin eru systur

Að vera sterk í erfiðum aðstæðum þýðir ekki að við bítum bara á jaxlinn, setjum hausinn undir okkur, skellum í lás á tilfinningarnar og höldum áfram. – Svoleiðis virkar aldrei vel og endar að mínu mati oftar en ekki í vanlíðan og/eða veikindum.

Að vera sterk er að fara í gegnum sorgina þannig að við mætum henni, virðum hana og viðurkennum. Grátum þegar við þurfum að gráta, en um leið ætlum við ekki að dvelja í henni að eilífu vegna þess að við erum meðvituð um það að það hjálpar okkur ekki tli bata eða til að lifa við hlið hennar. –

Gleðin og sorgin eru systur – og hægt og varlega förum við að taka á móti gleðinni. Allt í æðruleysi og trausti.

Við afneitum ekki sorginni – en við afneitum ekki heldur gleðinni.

Við vitum af báðum systrum, og snúum okkur oftar og oftar að gleðinni og röbbum við hana á lífsleiðinni. Við sættum okkur við sorgina líka – afneitum henni ekki – því að þá erum við farin að lifa í blekkingu en ekki sannleika

Það er, enn og aftur, sannleikurinn sem frelsar.

„When you are at the your lowest point, you are open to the greatest change. Strength doesn’t come from what you can do, it comes from overcoming the things you thought you couldn’t do.“

1185179_423218941120300_1002824657_n

 

Hið innra verðmæti … ef aðeins…

Þegar ég fór að lesa um meðvirkni og læra, var einn af fyrstu lærdómunum að fara að elska sjálfa mig og meta skilyrðislaust.  Að sjálfsögðu kom annað fólk í framhaldi af því.

Án allra merkimiða, stöðu, stéttar, kyns, kynþáttar,  kynhneigðar,  útlits, fjölskyldu, maka o.s.frv. –

Í bókinni „Facing Codependence“ er talað um „Self-esteem“ og „Other-esteem“ – en við erum að mestu að byggja á þessu „Other“ dags daglega.

Sjálf-svirðing – sjálfs-traust  eða utanaðkomandi -virðing, utanaðkomandi- traust.

Hvað ég ég án titils – stöðu, stéttar,  atvinnu  o.s.frv. –

Hvað er ég ef ég stend eftir ein, nakin og allslaus?  Með ekkert utanaðkomandi?   Er ég einhvers virði?

„Að sjálfsögðu“  myndu margir segja,  en það eru samt önnur skilaboð sem samfélagið sendir oft og virðingin vill oft hanga á merkimiðunum – og ríkidæmið líka.  Við erum rík ef við eigum hús og bíl, fallegan maka og börn.

Hvað með þau sem eiga ekki neitt og ekki heldur börn.  Eru þau fátæk?

Konungsríki Guðs er innra með þér.  Það fæðast allir jafn ríkir og haldast allir jafn ríkir, allt sem kemur að utan er að láni,  eitthvað sem við höfum meðan við lifum þessari jarðvist,   meira að segja „hylkið“ okkar,  líkaminn er fenginn að láni.

Við erum sálir – og sálin er konungsríkið. 

733833_10201743643821718_1138113304_n

Í guðfræðideildinni las ég um mann sem hét Job. Sagan er frekar ljót í raun þar sem Guð og Djöfullinn eru að veðja sín á milli hvort að Job muni formæla Guði. .

Job var talinn réttlátur maður og Job gerði allt rétt,  Job átti fjölskyldu, hús, akur o.s.frv.  og taldi blessun sína vera m.a. þá að hann var trúrækinn.

En í stuttu máli þá missti Job allt sem verðmæti hans og hamingja byggðist á,  fjölskylduna, heimilið,  heilsuna  og meira að segja útlitið því hann var alsettur kaunum.

Job fór í gegnum alls konar ferli, með vinum sínum og með sjálfum sér,  en þessi var hans lokaniðurstaða:

„Ég þekkti þig af afspurn en nú hefur auga mitt litið þig.“ (Job 42.5)

Hann sá ekki Guð fyrr en allt var tekið burtu.

En þurfum við að missa allt til að sjá Guð? –

Nei,  við þurfum bara að líta í spegil – horfast í augu við sjálf okkur, djúpt, djúpt og þakka fyrir.  Horfa inn í sálina og sjá konungsríkið sem er þar.

Trúa. og sjá.

Skáldið Rumi er í miklu uppáhaldi hjá mér og ég sá skilaboð á sivpuðum nótum frá honum,  bara núna í morgun.

I Lost Everything,
I Have Found Myself.

1002176_10151862634988185_1494377873_n

Þetta þýðir ekki að við getum ekki fundið okkur sjálf,  eða komið heim til okkar sjálfra – nema að missa allt hið ytra.  En til þess þarf skilning á að við erum ekki líkami, við erum ekki hið ytra.

Við erum sál.

Mjög verðmæt sál.

Við þurfum ekki að leita langt yfir skammt að verðmæti okkar og ríkidæmi.

Líkami okkar þjónar sálinni og það er okkar að fara vel með þennan þjón,  tala fallega til hans og aldrei, aldrei kalla hann ljótan eða fara styggðaryrðum um hann.  Ekki fremur en við værum að tala við annað fólk.  „Sæl vinkona mín ertu með ljótuna í dag“?  – „Voðalega ertu eitthvað hrukkótt“? –  „Viðbjóðslegt þetta spik á þér“? – 

Hvernig líður okkur eftir svona tal ? –

Sjálfs-ást og virðing er lykill að farsæld – og síðasti lykillinn á kippunni er lykill þakklætis.  Þakklætis fyrir það sem við erum,  jafnvel þó það sé aðeins þessi sál og ekkert annað.

1098040_10151768472411211_208404344_n

Hugsanir eru trú –  „Thoughts are belief“ –  Hverju trúir þú um þig? –

Ef þú trúir ekki að þú sért yndisleg sál – með fullt af tilgangi – tilgangi sem er gleði – gleðina sem vex dag frá degi þegar við þökkum tilveru sálarinnar og við þökkum allt hið smáa,  eins og kom fram í pistlinum hér á undan.

Ef þú trúir ekki á þig og guðsríkið hið innra með þér – getur verið að þú þurfir að skipta  út hugsunum þínum um þig – að þú þurfir að skipta um trú? – 

Ef aðeins þú sæir verðmæti þitt og fegurð með augum þessa máttar – þessarar orku og uppsprettu alls,  sem sum okkar kalla Guð,  þá er óþarfi að missa nokkurn skapaðan og óskapaðan hlut úr lífinu – þá nærðu að sjá.

Takk fyrir að lesa verðmæta sál.

Já þú  ❤

„Elskan mín, ástin mín ….skammastu þín“..

Þessi orð rifjuðust upp fyrir mér í morgun, – vegna þess að þetta er kjarninn í aðferðafræði margs ofbeldismannsins – og kvendisins.

Laða að sér viðkomandi með fallegu orðfæri og skjóta svo í návígi.

Svona tala lika margir í umræðunni um samkynhneigð.

„Ég elska samkynhneigða, margir eru vinir mínir, – en ojbara það sem þeir gera.  Það misbýður mér.“.

Andlegt ofbeldi er dauðans alvara.

Gay Pride gangan – sem útleggst Gleðigangan á Íslandi,  er ganga gengin í stolti yfir – sað fólk fái að vera það sem það er ..   og þar með talið: „Gay“  .. Gangan er ÝKT – það fer ekki á milli mála,  Ýkt í litum, áróðri og gleði fyrir mannréttindum hinsegin fólks.

Fólks sem er ekki „svona“  – heldur „hinsegin“ og  sem  þarf vonandi ekki lengur  að pæla í því hvort það leðir maka sinn, kyssir eða faðmar á almannafæri.

Það er ekki langt síðan að ég var með unga konu í viðtali sem var kvalin af skömm yfir að vera að koma út úr skápnum sem samkynhneigð.  Hún var í sambandi við aðra sem var enn inni í skápnum og gat ekki hugsað sér að mæta samfélaginu eða fjölskyldunni.

Samt hrópar fólk að öllu sé náð,  samkynhneigð hafi fengið sína jafngildu hjónavígslu viðurkennda og þá eigi það bara að vera heima hjá sér.  Púnktur.

Þrátt fyrir þessi lög eru enn prestar INNAN þjóðkirkju sem hafa samviskufrelsi til að vígja ekki samkynheigð pör.

Það eru komin ýmis lög sem eiga að tryggja jafnrétti kvenna og karla en er jafnrétti náð? –  Getum við lagt hendur í skaut og bara andað léttar?

Hvað með launamun?   Jafnfrétti er ekki náð og þar er víða pottur brotinn og takið eftir að það er líka gagnvart karlmönnum.  Jafnréttisbaráttan er ekki bara kvennabarátta.

Nei,  við viljum ekki að fólk þurfi að ganga um bæinn með hauspoka vegna kynhneigðar sinnar.

Ég sagði áðan að gangan væri ýkt – hún er ganga gleði og stolts,  sem er andstæðan við óhamingju og skömm.

Ég hef skrifað ófáa pistlana um áhrif skammar á fólk, það að skammast sín fyrir sjálfan sig er eins og að vera með krabbamein á sálinni.

Sjálfsvígshugsanir eru algengar hjá fólki sem lifir með skömm,  og ef ekki það þá er það oft farið að finna alls konar verki og einkenni,  – hvers kyns eða kynhneigðar sem það er.

Skömmin lækkar ánægjuvogina – og gleðin og hamingjan er skert.

Þessi pistill er m.a. ákall til þeirra sem ekki þola Gay Pride og hafa áhyggjur af upprennandi kynslóð að sú ganga muni skemma börnin, eins og fram hefur komið í umræðunni.  Ákall til þeirra sem eru enn að veifa viðvörunarflagginu gagnvart hommum, lesbíum, transgender o.s.frv.

EInn af fyrstu hommunum sem kom út úr skápnum á Íslandi flúði land.  Við höfum sannarlega komið langa leið – en göngunni er ekki lokið.

Börnin verða ekki samkynheigð við það að horfa á tvo karlmenn kyssast, ekki frekar en að verða gagnkynheigð yfir því að horfa á konu og karl kyssast. –

Fólk sem á erfitt með Gay Pride gönguna er oft fólk sem hefur alist upp við fordóma gagnvart því að vera hinsegin og er hreinlega ekki vant því og finnst það óþægilegt.

Er það vandamál hverra?

Ég styð Gay Pride – sem er andsvar við Gay-Shame, eða skömminni sem troðið hefur verið upp á fólk vegna kynhneigðar.

Skömmin er það sem skemmir – það að skammast sín fyrir sjálfa/n sig. 

Elskan mín,  ástin mín,  þú þarft ekki að skammast þín – þú ert elskuð/elskaður „all the way“ .. 

Já líka þú sem finnur til þegar að Gay Pride gengur fram hjá þér,  því kannski líður þér bara illa og þarft að skoða af hverju þér finnst þetta óþægilegt.  Prógrammið þitt er þannig,  þú hefur verið þannig alin/n upp – en þær tilfinningar eru ekki þú,  fordómar eru ekki meðfæddir.  Hvorki i eigin garð né annarra.

Kynhneigð er meðfædd.

Hörðustu gagnrýnendur eru oft þau sem enn eru inni í skápnum.

Virðum litrófið. 

Elskum meira og óttumst minna.

Rainbow_flag_and_blue_skies

Viltu auka flæðið? …

Hver er þín innri stífla?

Ekki veit ég hvort það er til mælikvarði á innri hindranir – en sumir segja að hindranir í lífi okkar séu að mestu leyti þær sem koma innan frá.

Við leyfum hinu góða ekki að gerast – vegna þess að einhvers staðar í undirmeðvitund trúm við ekki að við eigum gott skilið, og við spyrnum því oft við eða skemmum fyrir sjálfum okkur.

Það er líka kúnst að sleppa tökunum á því sem þjónar okkur ekki lengur.

Að sjálfsögðu kemur margt að utan sem við höfum ekki neinn möguleika á að breyta,  og besta dæmið um það er veðrið.  Við getum ekki stjórnað veðrinu, en við getum – eða höfum möguleika – á að kyrra storminn hið innra eða bæta á sólina hið innra.

Við tölum oft um það að tala frá hjartanu – eða láta hjartað ráða.

Hvernig eigum við að gera það ef við erum stífluð niður í hjarta?

Nú fer haust í hönd,  og námskeiðatíminn að byrja.

Ég ætla að bjóða upp á hugleiðslunámskeið þar sem fókusinn verður á hið aukna flæði.

Flæðið felst í því að vera ekki sín eigin hindrun,  losa um þetta „ég“  ..

Lifa í óttaleysi – trausti – kærleika.

Námskeiðið styður aðra almenna sjálfsrækt, þar sem verið er að vinna að innri frið, ánægju, elsku og gleði.

Markmið:  Meiri lífsfylling og gleði. 

Boðið verður upp á tvær tímasetningar:

Þriðjudagskvöld kl. 16:45 – 17:45.

eða

Miðvikudagskvöld kl. 16:45 – 17:45

vinsamlegast takið fram (við pöntun hvorn tímann þið veljið)

Námskeiðið verður 4 skipti  og verður fyrsti tími  þriðjudag  10. september og miðvikudag 11. september nk.

Staðsetning: Síðumúli 13, 3. hæð

Verð:  6.800.-  

Leiðbeinandi:  Jóhanna Magnúsdóttir,  guðfræðingur og ráðgjafi hjá Lausninni.

Skráning fer fram á heimasíðu Lausnarinnar –  www.lausnin.is og verður opnað fyrir hana eftir helgina (13. ágúst)

Nánari fyrirspurnir á johanna(hja)lausnin.is

Ath!  ef þú hefur ekki tök á að koma á námskeið hef ég diskinn Ró til sölu þar sem farið er í hugtök æðruleysisbænarinnar,  hægt er að nálgast hann hjá Lausninni Síðumúla 13,  eða hjá mér – sendið póst á johanna(hja)lausnin.is og ég sendi hvert á land (eða utanlands) sem er.

Verð á disknum er 2000.-  krónur

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

„Hvað þykist þú geta?“ ….

Þessi spurning er smá stuðandi, er það ekki? ..

„Ég get það“ – er nýtt námskeið sem ég hannaði úr reynslu/þekkingar/menntunarkörfu minni með djúpum áhrifum frá Louise L. Hay.

„Ég get það“ – er góð staðfesting .. og gott að hafa hana sterka, sérstaklega þegar úrtöluraddir segja „Þú getur það ekki“ – og enn verra er þegar úrtöluröddinn kemur úr eigin huga.

Það er áhugavert að hugsa hvort að þú talar við þig í 1. eða 2. persónu.

Hvort heyrir þú frekar hljóma í höfði þínu, svona þegar þú ætlar þér eitthvað stórt eða breyta til,  „hver þykist þú vera?“  eða „hver þykist ég vera?“  –  „Hvað þykist þú geta?“ eða „Hvað þykist ég geta?“

Af hverju ætli sumir heyri „þú“ –  jú, kannski vegna þess að einhver „velviljaður“ eða „velviljuð“ hefur komið því inn í kollinn þinn – eflaust með þínu leyfi.  Einhver önnur persóna en þú,  en það er óþarfi að álása þessari annari persónu,  því að persónan sem viðheldur þessu ert þú,  en því er hægt að breyta.

Þegar við erum börn erum við voðalega varnarlaus, við erum þó frjáls lengi vel og pælum ekki mikið í því hvað aðrir eru að hugsa eða segja.

Tökum dæmi um tveggja ára barn sem heyrir tónlist, það fer að dilla sér og er svo farið að dansa úti á miðju gólfi.  Barnið nýtur sín og nýtur  tónlistarinnar.  Það er varla að hugsa: „ætli einhver sé að horfa á magann á mér, hann er nú svolitið útstæður“ –  eða „er ég með asnalegar hreyfingar“ – eða „ætli einhver sé nú að dást að mér“ –  en svo gerist það að við förum að vera vegin og metin, og vera viðkvæm fyrir áliti og skoðunum annarra.  Þá annað hvort hættum við að njóta þess að dansa – eða við dönsum bara ef við erum flinkir dansarar með samþykktar hreyfingar.

Já, að minnsta kosti fyrir framan aðra.

Þetta er bara eitt dæmi af mörgum,  en frelsið er þegar við förum að hætta að vera svona upptekin af því hvað öðrum finnst.  Þegar við dönsum, tölum, leikum og lifum án þess að vera með stanslausar áhyggjur af áliti annarra.

„ÉG GET ÞAГ   –  er námskeið fyrir alla/r sem vilja frelsi tl að vera þeir sjálfir – þær sjálfar  (best að nota bæði kynin).

Þegar við erum að koma fram er líka grundvallarregla að vera við sjálf og ekki fara í hlutverk eða setja upp grímu,  – nema við séum hreinlega i leikriti.

Ég ætla að leiðbeina á þessu námskeiði,  en ég hef reynslu af því að kenna tjáningu í framhaldsskóla – reynslu af því að kenna á fjölmörgum sjálfsræktarnámskeiðum hjá Lausninni.

Námskeiðið verður því “ framkomunámskeið með dýpt.“  😉

Hægt er að skrá sig á síðu Lausnarinnar:

http://www.lausnin.is

http://www.lausnin.is/?p=3576

Aldrei og seint að bjarga barni frá neikvæðu hugsanaferli! ..

Þetta er þín lífsganga …

Einu sinni voru froskar að keppa um hverjir gæti klifið upp á topp á ljósastaur.  Þeir lögðu nokkrir af stað upp staurinn og fyrir neðan var hópur froska sem kallaði: „Þetta er ekki hægt,  hættið þessu, þetta er stórhættulegt“ – og fleira í þessum dúr.  Einn af öðrum gáfust þeir upp,  nema einn froskur sem hélt ótrauður áfram og náði toppnum. –  Hann kom sigri hrósandi niður.  –  Hvað hafði þessi froskur sem hinir höfðu ekki? –  Jú hann var víst heyrarnlaus!

Þessi lífsganga er þín, og aðeins þín.  Aðrir geta gengið hana með þér, en engin/n getur gengið hana fyrir þig.  Þú ert ekki bundin/n við mörkin sem aðrir setja þér.  Þú hefur fullt vald yfir eigin lífi, frá og með deginum í dag. 

  1. Það getur aðeins verið ég. –  Hættu að reyna að passa inn í hugmyndir annarra um fullkominn þig.  Vertu hinn fullkomlega ófullkomni þú.  Vertu ÞÚ.   Þegar hlegið er að þér fyrir að vera öðruvísi, hlæðu að viðhlægjendum fyrir að vera öll eins.  Judy Garland sagði:  „Vertu frekar fyrsta flokks útgáfa af sjálfum þér heldur en að vera annars flokks útgáfa af einhverjum öðrum.“   Lifðu eftir þessari yfirlýsingu.  Það er ekki hægt að ganga í annarra manna skóm.  Einu skórnir sem þú getur notað eru þínir eigin.  Ef þú ert ekki þú sjálf/ur,  ertu ekki að lifa lífinu lifandi – þú ert bara  að þrauka lífið.
  2. Þetta er mitt líf og draumar mínir eru þess virði.  – Lífið er annað hvort gengið í  hugrekki eða ekki.  Við getum ekki orðið þau sem við viljum vera með því að halda áfram að gera nákvæmlega það sem við höfum verið að gera. Ef þú hefur ástríðu fyrir einhverju, fylgdu henni eftir, sama hvað öllum öðrum finnst. Þannig rætast draumar.    Vertu heyrnarlaus þegar fólk er að segja þér að þú getir ekki uppfyllt drauma þína.  Eini staðurinn sem markmið þín og draumar eru ómögulegir er í höfðinu á þér.  Hugurinn flytur þig hálfa leið.  Svo haltu áfram og kláraðu þetta.  Láttu drauma þína vera stærri en ótta þinn og gjörðir háværari en orð þín.   Fylgjdu hjarta þínu án tillits til þess sem aðrir segja þér að gera.  Þegar upp er staðið ert það þú sem þarft að lifa við þínar ákvarðanir, ekki þeir.
  3. Allt, bæði gott og illt, eru lexíur lífsins. – Allir sem þú hittir, allt sem þú mætir o.s.frv. – það er allt hluti af þessari lærdómsreynslu sem við köllum líf.  Aldrei gleyma að virða þessa lexíu,  sérstaklega þegar hlutirnir fara ekki eftir þínu höfði.  Ef þú færð ekki starfið sem þú vildir, eða samband gengur ekki upp,  þýðir það aðeins að eitthvað betra býður þín þarna úti.  Og lexían sem þú varst að læra er fyrsta skrefið að því.  Mundu, það eru engin mistök, aðeins lærdómur.   Elskaðu sjálfan þig, treystu á val þitt,  mundu hvað þú átt skilið og haltu áfram.

Grein eftir:  ANGEL CHERNOFF  í minni þýðingu.  Froskasagan í upphafi er eftir einhvern ókunnan og bætti ég henni framan við.

„Ég get það“ … nýtt námskeið í sjálfsrækt ;-)

Vegna fjölda fyrirspurna hef ég ákveðið að vera með sjálfstyrkingar-og tjáningarnámskeið fyrir fullorðna.  (18 ára og eldri).

Námskeiðið er æfing í framkomu, tjáningu um leið og því að nota jákvæðar staðfestingar. –

Ég mun nota bók Louise L. Hay

„ÉG GET ÞAÐ – HVERNIG ER HÆGT AÐ NOTA STAÐFESTINGAR TIL AÐ BREYTA LÍFI SÍNU“     

sem kennslubók, auk þess nota ég eigið efni.

Hvar?  Lausnin, Síðumúla 13, 3 hæð. 

Hvenær?  9. september – 4. nóvember  

Klukkan hvað?  –   17:00 – 19:00  

Hversu oft? 9 skipti x 2 klukkustundur

Hvað verður gert?  Fyrirlestur, æfingar, verkefni, tjáning æfð, framkoma, spuni o.fl.

Hver leiðbeinir?  Jóhanna Magnúsdóttir, guðfræðingur og ráðgjafi Lausnarinnar

Hvað kostar?  Námskeiðið kostar 39.900.-  Námsgögn innifalin.

Dagskrá:

1. vika 9. september –   Kynning Máttur staðfestinga

2. vika 16. september –   Heilsa  (1. kafli) 

3. vika 23. september –   Fyrirgefning (2.kafli)

4. vika  30. september – Velmegun (3. kafli) 

5. vika  7. október – Sköpunargáfa  (4. kafli)

6. vika  14. október – Ástir og sambönd (5. kafli) 

7. vika  21. október – Starfsframi (6. kafli)

8. vika 28. október –   Kvíðalaust líf (7.kafli)

9. vika 4. nóvember – Sjálfsvirðing (8. kafli) 

Louise L. Hay er einn vinsælasti fyrirlesari og lífsráðgjafi í Bandaríkjunum . Louise L. Hay hefur hjálpað fólki um allan heim að bæta lífsgildi sín og viðhorf með því að nota mátt jákvæðra staðfestinga.

Úr bókinni:

„Sumir segja að staðfestingar virki ekki, sem er staðfesting í sjálfu sér,  þegar þeir meina í raun að þeir kunni ekki að nota þær á réttan hátt. Þeir segja ef til vill: „Efnahagur minn fer síbatandi,“  en hugsa samtímis: „Úff, þetta er heimskulegt, ég veit þetta mun aldrei virka.“ 

Hvor staðfestingin haldið þið að verði ofan á?  Sú neikvæða auðvitað vegna þess að hún er hluti af gamalli vanabundinni hugsun um lífið.“ 


„Ef við viljum bæta lífsgildi okkar og viðhorf þurfum við að þjálfa hugann og vera jákvæðari í tali. Staðfestingar eru lykillinn. Þær eru byrjunin á leið okkar til breytingar.“ – 
                                                              – Louise L. Hay

Markmið námskeiðsins er að aflæra gamla vanabundna hugsun, og læra nýja hugsun.

Markmiðið er „Jákvæðari og ánægðari þú og sterk trú á eigin getu.  Trúin á það að eiga allt gott skilið og mega skína. –

Skráning fer fram á vef Lausnarinnar http://www.lausnin.is  en opnað verður fyrir skráningu á næstu dögum. –  Sendið mér tölvupóst johanna@lausnin.is ef þið hafið áhuga á að vera með,   og ég læt vita þegar búið er að opna skráninguna.

Æi .. þetta átti ekki að fara svona :-/ .. (auglýsing um næsta námskeið „Lausn eftir skilnað“)

Lífið er eins og á – og stundum koma óvæntar flúðir, fossar í ánna – eitthvað sem erfitt er að undirbúa sig undir.

Jú, við getum græjað okkur svo við lendum í sem minnstu hnjaski en við sleppum ekki við að sigla ánna.

Stundum óskum við þess að geta séð ánna fyrir, þá förum við til spákonu eða einhvers sem við trúum að sjái okkar framtíð – okkar á.

Áin er þarna, en hún er eflaust misbreið og kannski hægt að sigla hana á misjafnan máta – fara hægra megin eða vinstra megin, en henni stjórnum við ekki.

Stundum hvolfir bátnum og þá súpum við hveljur, – réttum af bátinn og skríðum aftur uppí.  Kannski höfum við steytt á steini og erum sár eftir, við erum köld og hrakin og stundum berum við sár – og ör eftir.  En áfram siglir báturinn.

Við erum með samferðafólk í bátnum, – fjölskyldu, vini, stundum maka.

Eins og ég sagði – er margt óvænt sem getur komið uppá, ekki endilega bara í ánni.  Samferðafólkið getur ákveðið að skipta um bát. Maki þinn sér að annar bátur er áhugaverðari en ykkar og hann svissar yfir. –  Æ, þetta átti ekki að fara svona.   Kannski er hann búinn að pæla lengi í að hann sé óánægður í ykkar báti,  og verst er þegar hann læðist að nóttu til yfir í annan bát og þú ert algjörlega grandalaus þegar að einn daginn segist hann bara vera ánægðari í einhverjum öðrum báti! ..

Trúnaðarbrestur – höfnun – skömm – reiði – gremja .. 

Hvað er í gangi?

Æ, þetta átti ekki að fara svona!

Hvað getur þú gert í þínum báti? –

Jú, þú þarft auðvitað að jafna þig eftir uppgötvunina,  hvort sem hún kom hægt og hljóðlega eða eins og þruma úr heiðskíru lofti.  Þetta var ekki planið,  en úr því svona fór þá er ekki að mæna yfir á hinn bátinn, bátinn sem maki (nú fyrrverandi maki) þinn fór yfir í – heldur halda fókusnum á þínum báti.  Þú getur fengið hjálp við að róa, við að stýra – í flúðunum,  en því fyrr sem þú sleppir tökunum á þeim sem vill ekki vera með þér í bátnum og hættir að reyna að senda til hans línu sem hann neitar að grípa í – og hefur engan áhuga á,  því betra,  því þá getur þú haldið áfram.

Nýtt námskeið:  „Lausn eftir skilnað“  verður haldið í Lausninni http://www.lausnin.is Síðumúla 13, 3. hæð  Laugardaginn 7. september nk.  9:00 -15:00 og síðan 4 tímar í eftirfylgni,  mánudaga kl. 17:15 – 18:45.

Ekki er farið að skrá á námskeiðið en ef þú hefur áhuga á að fá tilkynningu um skráningu sendu þá póst á johanna@lausnin.is

Námskeiðsgjald verður 31.900.-  (hægt að skipta greiðslu).

Að sama skapi er í boði námskeið  „Lausn eftir skilnað“ fyrir karlmenn – og þegar nógu margir (lágmark 8) hafa komið á lista verður send út tilkynning hvenær það verður.  Það hefur gefið góða raun. –

Aðal leiðbeinandi er ykkar einlæg – Jóhanna Magnúsdóttir!..