Æi .. þetta átti ekki að fara svona :-/ .. (auglýsing um næsta námskeið „Lausn eftir skilnað“)

Lífið er eins og á – og stundum koma óvæntar flúðir, fossar í ánna – eitthvað sem erfitt er að undirbúa sig undir.

Jú, við getum græjað okkur svo við lendum í sem minnstu hnjaski en við sleppum ekki við að sigla ánna.

Stundum óskum við þess að geta séð ánna fyrir, þá förum við til spákonu eða einhvers sem við trúum að sjái okkar framtíð – okkar á.

Áin er þarna, en hún er eflaust misbreið og kannski hægt að sigla hana á misjafnan máta – fara hægra megin eða vinstra megin, en henni stjórnum við ekki.

Stundum hvolfir bátnum og þá súpum við hveljur, – réttum af bátinn og skríðum aftur uppí.  Kannski höfum við steytt á steini og erum sár eftir, við erum köld og hrakin og stundum berum við sár – og ör eftir.  En áfram siglir báturinn.

Við erum með samferðafólk í bátnum, – fjölskyldu, vini, stundum maka.

Eins og ég sagði – er margt óvænt sem getur komið uppá, ekki endilega bara í ánni.  Samferðafólkið getur ákveðið að skipta um bát. Maki þinn sér að annar bátur er áhugaverðari en ykkar og hann svissar yfir. –  Æ, þetta átti ekki að fara svona.   Kannski er hann búinn að pæla lengi í að hann sé óánægður í ykkar báti,  og verst er þegar hann læðist að nóttu til yfir í annan bát og þú ert algjörlega grandalaus þegar að einn daginn segist hann bara vera ánægðari í einhverjum öðrum báti! ..

Trúnaðarbrestur – höfnun – skömm – reiði – gremja .. 

Hvað er í gangi?

Æ, þetta átti ekki að fara svona!

Hvað getur þú gert í þínum báti? –

Jú, þú þarft auðvitað að jafna þig eftir uppgötvunina,  hvort sem hún kom hægt og hljóðlega eða eins og þruma úr heiðskíru lofti.  Þetta var ekki planið,  en úr því svona fór þá er ekki að mæna yfir á hinn bátinn, bátinn sem maki (nú fyrrverandi maki) þinn fór yfir í – heldur halda fókusnum á þínum báti.  Þú getur fengið hjálp við að róa, við að stýra – í flúðunum,  en því fyrr sem þú sleppir tökunum á þeim sem vill ekki vera með þér í bátnum og hættir að reyna að senda til hans línu sem hann neitar að grípa í – og hefur engan áhuga á,  því betra,  því þá getur þú haldið áfram.

Nýtt námskeið:  „Lausn eftir skilnað“  verður haldið í Lausninni http://www.lausnin.is Síðumúla 13, 3. hæð  Laugardaginn 7. september nk.  9:00 -15:00 og síðan 4 tímar í eftirfylgni,  mánudaga kl. 17:15 – 18:45.

Ekki er farið að skrá á námskeiðið en ef þú hefur áhuga á að fá tilkynningu um skráningu sendu þá póst á johanna@lausnin.is

Námskeiðsgjald verður 31.900.-  (hægt að skipta greiðslu).

Að sama skapi er í boði námskeið  „Lausn eftir skilnað“ fyrir karlmenn – og þegar nógu margir (lágmark 8) hafa komið á lista verður send út tilkynning hvenær það verður.  Það hefur gefið góða raun. –

Aðal leiðbeinandi er ykkar einlæg – Jóhanna Magnúsdóttir!..

Fyrirgefning og foreldrar ..

Mér hefur ekki reynst erfitt að fyrirgefa í gegnum árin, þó að örli stundum í langrækni sporðdrekans í mér.

Það sem særir mig allra mest í framkomu fólks er þegar hún bitnar á þeim sem minna mega sín, þegar hún bitnar á börnum sem eru varnarlaus og stundum erum við að ræða hér framkomu foreldra við börn.

Foreldrar hafa svo mikið vald og svo lengi fram eftir aldri trúum við að mamma og pabbi séu óskeikul. Því vigta öll brot foreldris gegn barni margfalt á við það sem aðrir gera á hlut þess. Það hefur meiri áhrif og virkar oft sem „forritun“ til framtíðar.

Tilfinningar eins og höfnun og skömm ná oft að festa rætur hjá ungum börnum og fullorðið fólk er að glíma við þetta allt lífið í gegn og tekur þær með sér í sambönd, í hjónabandið og e.t.v. í samskipti í vinnu.

Óöryggið og vanlíðan er stundum „home-made“

Því miður.

En hvað gerum við í þessu?

Ef þú ert foreldri þá er að líta í eigin barm,  skoða hvort að eitthvað af þínum orðum, verkum, hegðun er niðurbrjótandi,  hvort að þú mögulega stundir ofbeldi í stað uppeldis.  Hvað segir barnið þitt? –  Hlustar þú á það?

Ef þú færð samviskubit af þessum lestri þá dokaðu við.  Samviskubit er hvorki gott þér né öðrum.  Það sem við gerum þegar við uppgötvum vankunnáttu, misktök eða að við vorum bara að nota sömu „uppeldis“ aðferðir og foreldrarnir,  stundum án þess að vilja það og við höfðum jafnvel lofað okkur að gera það aldrei,  er að við förum að gera öðru vís héðan í frá.  Við getum ekki breytt fortíð.

Fyrirgefningin er því til okkar sjálfra sem foreldra,  við fyrirgefum okkur vegna þess að við kunnum ekki betur eða vissum ekki betur, en þegar við vitum betur og sjáum hvað er rétt og hvað er rangt er tækifæri komið til að breyta.  Ekki halda áfram því sem byggir ekki upp, ekki halda áfram meðvirkni með barni á þann hátt að þú takir frá því þroska þess eða ofdekrir.  Það er ofbeldi líka og skemmir samskiptahæfni barns til framtíðar og hæfni til sjálfsbjargar.

Ef þú áttar þig á því að foreldrar þínir hafi ekki alltaf kunnað, hafi sagt og/eða gert hluti sem valda því að í dag ertu óörugg manneskja, týnd, upplifir oft höfnun – eða sektarkennd,  svona til að nefna dæmi,  þýðir það ekki að þú elskir ekki foreldra þína, ekkert öðruvísi en að þú elskar börnin þín.  Þú þarft bara að sjá og viðurkenna ef það var eitthvað sem var vont og særandi og tók þig úr náttúrulegum farvegi barnssálarinn sem er alltaf frjáls og þarf ekki að aðlaga sig og tipla á tánum eftir dyntum mishæfra foreldra.

Þegar við skoðum fortíð er það ekki til að dæma heldur til að skilja af hverju hlutirnir eru eins og þeir eru, af hverju við erum eins og við erum og af hverju við bregðumst við eins og við gerum.  Við þurfum að „grafa“ svolítið til að geta breyst.  Það þurfa ekki að hafa verið nein áfölll, fjölskyldan getur hafa verið nokkuð „normal“ svona útávið.  En í fæstum fjölskyldum hefur allt verið fullkomið og óaðfinnanlegt.

Við erum ekki að dæma, aðeins skilja.

Svo það þarf líka að fyrirgefa foreldrum ef þeir hafa sýnt einhverja vankunnáttu – vegna þess að þeir notuðu það sem fyrir þeim var haft.

Það sem við gerum með að læra og breyta öðruvísi er að rjúfa keðjuverkun.

Margir eiga oft í mesta strögglinu við að fyrirgefa sjálfum sér.  Það er vegna þess að einhvers staðar (eflaust í bernsku og svo er því stundum viðhaldið af vankunnandi maka, af fjölskyldu,  eða af samfélaginu í heild) að þeir séu ekkert endilega fyrirgefningarinnar virði? –

En hvað sagði ég í upphafi pistilsins?

„Það sem særir mig allra mest í framkomu fólks er þegar hún bitnar á þeim sem minna mega sín, þegar hún bitnar á börnum sem eru varnarlaus og stundum erum við að ræða hér framkomu foreldra við börn.“

Einhvers staðar þarna innra með þér er barn sem þarfnast fyrirgefningar þinnar,  ekki láta þína eigin framkomu bitna á þessu barni, því í raun er það varnarlaust gagnvart þessum fullorðna aðila sem þú ert orðin/n.

Láttu þér umhugað um barnið innra með þér – og hættu að brjóta það niður.

Fyrirgefning er lykill og friðurinn fæst með fyrirgefningunni.

Auðmýkt, heiðarleiki og einlægni er síðan undirstaðan sem síðan er byggt á.

1012212_10151602313439247_1396616360_n

Þessi yfirþyrmandi tilfinning að vilja ekki vera hérna lengur …

„Hérna“ .. þýðir lifandi á þessari jörðu.

Ef þú hefur upplifað það einhvern tímann að vilja flýta fyrir, vonast eftir slysi, óskað eftir að eitthvað gerðist svo þú fengir bara „short cut“ á þetta allt saman – þá ertu ekki ein/n.

Þegar bjátar á, þegar okkur leiðist, þegar við finnum engan tilgang – þá verður þessi tilfinning oft sú sem er á toppnum.

Af fenginni reynslu veit ég að það sem vantar er innri friður.  Það er svo skrítið að innri og ytri friður hafa áhrif á hvorn annan.  Áhyggjur af fjármálum hafa áhrif,  áhyggjur af fólki, – að vera fjarri fólki, að hafa engan til að knúsa – eða einhver vill knúsa mann of mikið kannski?

Það vantar eitthvað jafnvægi,  yfirvegun, ró.

Eins og söngkonan sagði einhvern tímann þá er líkaminn verkfærið.

Okkur vantar því ekki verkfæri – heldur vantar okkur að nota verkfærið.

Verkfærið til að fá innri ró.

Tjá okkur, sjá okkur og hlusta ..

Veita athygli því sem við einu sinni var bara á óskalista og eigum í dag? – Er eitthvað svoleiðis í lífinu okkar?

Tónlist getur spilað stóra rullu í lífinu, hún gerir það í mínu og textarnir gera það.

Í morgun var ég sorgmædd þegar ég keyrði frá Keflavík og var búin að skila af mér barnabörnunum.  Ég veit samt að þau eru í góðum höndum hjá föður sínum og kærastan hans virðist vera þeim kær líka.  Þegar ég horfi á það frá óeigingjörnu sjónarhorni þá er ég ofboðslega ánægð með það.

Í útvarpinu kom svo fallegt lag að það var eins og mér væri gefin sprauta og mér líður ennþá eins og ég sé í vímu 😉 ..  notalegri vímu sáttar og fullvissu um að allt sé eins og það á að vera.

Gerum okkar besta með það sem við höfum,  „hérna“ – ekki sitja ein uppi með vanlíðan og hugsanir,  tjáum okkur við þau sem við treystum.

Það skritna er að þegar við erum búin að segja eitthvað upphátt þá verður það yfirleitt minna þungbært.  Það er þó best að segja það einhverjum sem er ekki of tilfinningalega tengdur því að hann gæti tekið byrðina þína á sig,  – ráðgjafar, sálfræðingar og fólk sem gefur sig út fyrir að vera andlegir leiðbeinendur,  já ekki gleyma prestunum og djáknunum,  er fólkið sem er gott að opna sig við og létta á hjarta sínu.

Alls konar samtök eins og Alanon, coda, AA, þar sem fólk talar og hlustar gera kraftaverk fyrir svo marga.   Þar er samhygðin svo mikil.

Samhygð – samhugur er það sem er svo gott að finna.

Já, ég sagði það – við erum aldrei ein.

Það er eitt af því mikilvægasta sem við þurfum að vita í þessum heimi þegar við erum með yfirþyrmandi tilfinningar – og sérstaklega í þeim dúr að vilja bara ekkert vera hérna lengur.

Það er alltaf einhver sem elskar þig,  ástæðan fyrir að ég skrifa þennan pistil er að ég finn að það eru svo margir sem glíma við sársauka og halda að þeir séu einir …  en nei, nei þú ert ekki ein/n ..  leyfðu traustinu á að betri tíð sé að birtast innra með þér verða stærra og meira en tilfinningunni að tíðin sé að þyngjast.

75985_466203706726737_155458597801251_1954778_1509319669_n

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

12 skref að sjálfsrækt …

1014093_549281085109778_432690481_n

 

1.  Ef þú hefur á tilfinningunni að það sé rangt, ekki framkvæma það 

2. Segðu nákvæmlega það sem þú meinar

3. Ekki fara í þóknunarhlutverkið. 

4. Treystu á eigið innsæi. 

5.  Aldrei tala illa um sjálfa/n þig. 

6.  Aldrei gefast upp á draumum þínum 

7.  Aldrei vera hrædd/ur við að segja „Nei“ 

8.  Aldrei vera hrædd/ur við að segja „Já“ 

9.  Vertu góð/ur við sjálfa/n þig 

10. Slepptu tökunum á því sem þú getur ekki stjórnað

11. Haltu þig frá drama og neikvæðni

12. Elskaðu ❤

Ég held reyndar að það sem er skráð hér sem 12 sé rúsínan í pylsuendanum,  það að elska sé grunnurinn að þessu öllu, elska sjálfan sig, elska aðra, elska lífið.

Við höfum val hvernig við förum í gegnum lífið – þó að lífið mæti okkur með alls konar uppákomum,   þá er eins og stendur einhvers staðar, ein versta fötlun mannlegrar tilveru er það að hafa neikvætt viðhorf. 

Listum upp það og veitum athygli því sem við höfum og því sem við erum þakklát fyriir – „count our blessings“ – en ekki liggja í listunum yfir það sem okkur vantar eða skortir.

Það sem við veitum athygli vex – og því er besta sjálfsræktin að veita sjálfum/sjálfri sér jákvæða athygli og vaxa og þroskast þannig.

Markþjálfun með englum – „englaþerapía“ ..

Ég ætla að bjóða upp á nýja „þerapíu“ sem er reyndar engin þerapía heldur frekar nokkurs konar markþjálfun.

Þú dregur eitt af englaspilum „Doreen Virtue“ –  segjum til dæmis „Freedom“ og þú færð afhent blað með teikningu þar sem markmiðið er „Freedom“ – síðan skoðum við saman hindranirnar (innri og ytri)  að því að öðlast frelsið,  hvað þýðir frelsi fyrir þig og af hverju þarftu frelsi – og frá hverju?

doreen

Við skoðum aðferðirnar þínar – hvað þú þarft að gera til að vera frjáls.

Þetta er algjörlega óhefðbundið og ósannað og þú pantar tíma á eigin ábyrgð – en þrátt fyrir að ég segi þetta á undan trúi ég að þarna sé hægt að sjá ýmsar leiðir, og hef reyndar lært fullt af þeim – til að  átta sig á því hvað heldur aftur af þeim sem ekki ná markmiðum sínum,   ekki bara frelsinu, heldur svo mörgu öðru. – 😉

Þú færð teikningu með þér heim þar sem þú hefur markað leiðina – skoðað hindranirnar og væntanlega aukið trú þína á að markmiðin þin náist, þegar þú veist hvað heldur aftur af þér. 

Aðeins er um að ræða að taka lágmark 3 skipti, vegna þess að ákveðið aðhald liggur í því að þurfa að koma aftur og segja frá hvað er búið að gera og hvað ekki – ef svo er.

„Englaþerapían“  er 30 mínútur x 3 skipti á 2 vikna fresti.  

Kynningarverð kr. 12.000.-  

Vinsamlega panta hvort sem um hefðbundið viðtal er að ræða (60 mín) eða svona englapakki, –  í gegnum einkaviðtalskerfi Lausnarinnar:

Tengill hér:  http://www.lausnin.is/?page_id=2385

Fyrstu fimm sem panta tíma fá hugvekjudiskinn Ró 😉 í kaupbæti! ..

Fjórir mánuðir …

Það fyrsta sem yfir móður kemur sem missir er að hana langar að fylgja á eftir.  Ég get ekki alhæft fyrir allar mæður,  en tala fyrir mig sem móður.

Ég sagði prestinum mínum frá þessari hugsun og hún sagði að það væru algeng fyrstu viðbrögð.   Ég viðurkenni líka alveg að það sem gerir lífið bærilegt er sú trú að við komum til með að sameinast á ný, einhvers staðar, einhvern tímann aftur.

Í dag eru liðnir fjórir mánuðir síðan að dóttir mín var úrskurðuð látin,  eftir gífurlega erfiðan aðdraganda.  Dauðinn kom ekki bara á einu augabragði,  heldur tók yfir líf hennar smátt og smátt á nokkrum vikum.

Við sem eftir erum og syrgjum hana lifum þetta einhvern veginn af,  þó oft sé mjög þung aldan.

Ég hef unnið í því með sjálfa mig að „rísa yfir“ dauðann.   Þ.e.a.s. njóta þeirra sem eru lifandi og þess sem lífið hefur að bjóða.  Ég á jú yndislega að,  fjölskyldu og vini,  dásamleg hugsandi og þroskuð börn og falleg og dugleg barnabörn.

Það hefur ekki alltaf verið rými fyrir sorgina,  fólk,  atburðir, og lífið sjálft togar í,  stundum af ótrúlegu tillitlsleysi en við það verður ekki ráðið.

Æðruleysisbænin minnir mig á að ég get breytt ýmsu,  en af því ég veit hversu svakalega erfitt getur verið að breyta sjálfri mér og hugsunum mínum,  læt ég mig ekki dreyma um að breyta öðru fólki eða hvernig það hugsar eða hagar sínum málum. –   Það velur hver fyrir sig og fólk situr uppi með sjálft sig og gjörðir sínar.

Mín innri barátta hefur falist í því að velja kærleikann og trúna fram yfir reiði eða ótta.  Sjá elskuna innra með mér en forðast hatur og gremju.

Það reynir mjög á,  vegna þess að þó ég vilji trúa að góðir hlutir gerist,  sem vissulega gerast,  þá gerast líka vondir hlutir og erfiðir.   Þeim verðum við að taka á móti,  – ráðum þeim ekki – taka á móti þeim,  líka af æðruleysi.

Þær hörmungarfréttir bárust okkur sl. laugardag að bróðir mannsins míns hefði kvatt þessa jarðvist.

Það er of stutt á milli í einni fjölskyldu,  án þess að ég hafi um það fleiri orð hér.

Þrátt fyrir djúpa sorg og þetta stóra áfall sem hefur nú dunið á,  þá eru líka góðir hlutir að gerast.

Lítið hús,  heimili í Vesturbænum,  er í pípunum – og þá hef ég möguleika að safna saman þeim sem finnst of langt að keyra hingað á Hvanneyri í heimsókn. –   Þá er stutt fyrir börnin mín og börnin bóndans að koma í sunnudagslæri eða grill í sumarsólinni.

Ég veit fátt yndislegra en sameinaða fjölskyldu.

Henrik kemur til Íslands í byrjun júlí með barnabörnin og verða þau tvær vikur,  og ég er búin að taka frá yndislegu Lindarbrekku í viku.  Ég kíkti þangað uppeftir um páskana,  opnaði handahófskennt eina af gestabókunum og þar var ljóð eftir Evu Lind, – tilviljun?

Ég trúi ekki á tilviljanir – og kannski þarf ég ekki að bíða eftir sameiningunni,  kannski eru hin látnu með okkur,  þó sú birtingarmynd sé öðruvísi en við þekkjum.

Fjórir mánuðir eru ekki langur tími,  en samt eilífð.  Margir þröskuldar yfirstignir,  og margir enn óyfirstignir,  en með hjálp engla,  bæði mennskra og guðlegra er allt hægt.

Bóndi minn stendur í ströngu núna á erlendri grund og treysti ég því að englarnir séu hans verndarar á göngunni  ❤

Við göngum aldrei ein. 

heart-hands

Hamingjan er innri friður …

Vellíðan, hamingja, friður, sátt, ró, friður … allt gildishlaðin orð sem kannski hver getur skilgreint fyrir sig.

Hamingja er eflaust svolítið ofnotað orð, og þá líka af mér,  því að í raun erum við kannski ekki að ætlast til að vera blússandi hamingjusöm alla daga, bara ekki óhamingjusöm.  Eða með frið innra með okkur,  í órólegum heimi og órólegum ytri aðstæðum e.t.v. 

Í kringum mjög órólegt fólk sem á ekki SINN innri frið getur þú átt ÞINN innri frið. 

Það á ekki að þýða að við getum ekki slakað á og þegið okkar innri frið, nú eða hamingju.

Og ekkert „ef“ eða  „þegar“  … heldur NÚNA.

BJARTSÝNI eftir Kristján Hreinsson:

Yndi lífsins átt þú hér
undir þykkum hjúpi
og fágæt perla falin er
… í fögru hjartans djúpi.

Þegar opnast þessi skel
þjáning öll mun dvína
því lífsins unun ljómar vel
ef ljósið fær að skína.

Í hverri raun því ræður þú
að réttust leið sé valin,
já, hamingjan er hér og nú
í hjarta þínu falin.

 
419760_399582396722202_155458597801251_1749816_1666267657_n

Vertu breytingin …..

„Be the Change you want to see in the World“ ..   held þetta sé tilvitnun í Gandhi. –

Þetta þýðir að við horfum inn á við,  upphafið er hjá okkur,  stundum kallað fiðrildaáhrif.

Ég er í mikilli innri baráttu núna sem mig langar að deila,  innri baráttu við að láta mótlætið ekki sigra,   því það er ekki bara eitt,  og ekki bara tvennt,  heldur  eru þær margar bylgjur mótlætis sem ganga yfir mig þessa dagana. –

Auðvitað er það stærsta og mesta sú gríðarlega sorg sem ég er að ganga í gegnum við dótturmissinn,   og það eru aðeins liðnir liðlega tveir mánuðir.

Ég ætla ekki að upplýsa um allt það sem á gengur,  því þá væri ég að brjóta trúnað við aðra í kringum mig,  en það sem lýtur að mér persónulega er þá að munnur minn brennur.   Mér tókst að verða mér út um eitthvað heilkenni – sjálfsóþol sem heitir „Burning Mouth Syndrome“  sem virðist vera eitthvað svo exótískt að læknarnir áttuðu sig ekki á því þrátt fyrir að ég kvartaði undan að tunga mín logaði. –

Það sem olli mér mestu áhyggjum var í raun að lesa að þetta tæki í flestum tilfellum 6 – 7 ÁR (já ár)  að fara.   3 % losna við þetta fyrr (jeii).   En þetta er s.s. í ferli og það var tannlæknirinn minn og vinkona sem sendi mér upplýsingar um einkenni og ástæður þessa heilkennis og það virðist smella allt við það sem ég er að ganga í gegnum.   Mikil sorg,  eins og missir náins ástvinar getur „triggerað“  þetta í gang,  stóð m.a.  í skjalinu sem hún sendi mér.    Næst er að fara til sérfræðings til að staðfesta,  nú eða óstaðfesta greiningu.   Á meðan – og mér skilst í framtíðinni þarf ég að læra að lifa með þessu.

Nóttin í nótt var erfið,  logandi sviði og eins og pílur upp í haus,  en ég er þrjóskari en verkurinn og engar svefntöflur – engar verkjatöflur,  heldur talaði ég við líkamann og bauð honum að sofna aftur og ég gerði það.

Nú bý ég að því sem ég hef lært hvað varðar slökun og hugleiðslu.

En eins og ég sagði hér að ofan,  þá er barátta.   Ég vil ekki baráttu,  ég þarf að „lifa“ með þessu og ekki vera í baráttu við það.

Ég er að byrja að vinna aftur,  hjálpa fólki og það hefur gengið mjög vel hingað til.  Mér tekst að setja til hliðar króníska vanlíðan – svo skrítið sem það er og verki og detta í gírinn.

En ég skil að fólki langi stundum að gefast upp,  og játa alveg að undanfarnir stormar hafa komið mér í vorkunnsemisgírinn af og til.

„Af hverju ég“ – gírinn.    En kannski ætti maður að spyrja sig „Af hverju ekki ég“ .. í veröld sem er hvort sem er óréttlát?

Í fullkominni veröld myndu börnin ekki deyja á undan foreldrum sínum,  eða foreldrar deyja frá ungum börnum.

Við getum alveg fengið fullt af reynslu og lærdómi án þess að það gerist,  fjandakornið!!!! …

En ætla ég að gefast upp? –

Ég hef alla tíð sagt að veraldleg áföll séu mun skárri áföll heldur en heilsufarsleg.   En veraldleg áföll hjálpa ekki til og ég fékk „greiningu“ á tölvunni minni að hún væri s.s. ekki viðgerðarhæf og er núna í lánstölvu.  Það er fleira af þessum toga sem ég gæti kvartað yfir en það er nóg komið í bili.

Nú þarf ég að VELJA hvaða leið ég tek,  til góðs eða ills.

Einhvers staðar stendur að við höfum alltaf eitthvað til að vera þakklát fyrir og það hef ég svo sannarlega.  Eins og ég sagði,  þó tölvan mín sé biluð (ónýt) er ég með lánstölvu sem var lánuð með miklum kærleika og fékk ég meira að segja senda engla með henni 😉 ..

Ég er núna stödd í húsnæði  sem vinkona mín bauð mér að gista í þegar það er laust,  en er annars í útleigu.   Það er gott að geta kastað sér niður í Reykjavík þegar vinnutíminn er til 22:00.  Mér, og okkur hefur verið boðin gisting á fjölmörgum stöðum.

Aldrei fyrr hef ég fundið eins mikið af velvild og vináttu eins og sl. tvo til þrjá mánuði.  Endalaus kort, tölvupóstar, skilaboð og hringingar frá fólki sem vill sýna hlýhug í verki og í anda.

TAKK

Ég er líka svo þakklát fyrir líf barnanna minna,  barnabörnin mín og auðvitað fjölskylduna alla.

Það er alltaf eitthvað til að vera þakklát fyrir.   Það er alveg rétt.

Um leið og ég skrifa þetta minnir sársaukinn á sig,  líkamlegi sársaukinn er meira áberandi núna en sá andlegi,  en því miður er talað um að krónískur sársauki og verkir geti orðið til persónuleikabreytingar og flestir sem eiga við þessa BMS (burning mouth syndrome) að glíma eru meðhöndlaðir með einhvers konar þunglyndis- eða kvíðalyfjum.

Ég ætla ekki að láta þetta ná mér,  ég vil ekki sjá dimmari veröld eða erfiðari,  heldur bjartari og hugsa því áfram á björtu nótunum,  nýti andlega lærdóminn til að fara fram á við og upp en ekki sogast inn í þennan hvirfilbyl  sem hefur stundum læðst inn í brjóstið mitt.

Vá hvað þetta er að verða dramatískt …

Takk segi ég enn og aftur,   það skiptir mig SVO miklu máli að við erum ÖLL í þessu saman.   Ég veit ég er ekki ein með sorgir,  ekki ein með kvalir eða áhyggjur.  Það eru allir með sitt.

Takk fyrir að vera til.

425125_10150991208683141_2145683887_n

Ertu fastur/föst í fórnarlambshlutverkinu? …

“The primary cause of unhappiness is never the situation but your thoughts about it.”
Eckhart Tolle, A New Earth
(Grunnorsök óhamingju er aldrei ástandið,  heldur hugsanir þínar um það.)
 
———————————

„Að hvíla í ásökun þýðir að þú trúir að vandi þinn sé vegna einhvers sem einhver gerði þér, það gefur ofbeldismanninum valdið, og skilur þig, fórnarlambið – eftir valdalaust, án möguleika til að verjast eða að breytast. Þess vegna heldur það að ásaka þér föstum/fastri í sjúkleikanum og verður líklega til að þér versnar.“

En þetta er lausleg þýðing á þessum texta úr bókinni „Breaking Free, eftir Pia Mellody og Andrea Wells Miller.

„Blame means you believe you have the problem you have because of what somebody else did to you, this gives power to the offender, and renders you, the victim – powerless, without the ability to protect your self or change. Therefore blaming will keep you stuck in the disease and will probably make you worse.“Ef við viljum ná bata, eða bara fara að ná að finna innri frið,  þá þurfum við hreinlega að sleppa tökum á því fólki,  eða aðstæðum sem urðu til þess að við urðum fórnarlömb. 

Ekki leita út á við eftir ófriði til að ná innri friði ..   það gengur ekki upp.  

Það mikilvægasta er að safna sjálfum/sjálfri sér saman, læra að lifa í sátt við sjálfa/n sig.  Stilla fókusinn heim og inn í eigin kjarna.

Og svona rétt í restina – endum líka á speki Tolles sem hvetur okkur til að vera vakandi og vera okkar eigin áhorfendur. 

“What a liberation to realize that the “voice in my head” is not who I am. Who am I then? The one who sees that.”
Eckhart Tolle, A New Earth 
 
(Hvílíkt frelsi að átta mig á því að „röddin í höfðinu á mér“ er ekki sá/sú sem ég er.  Hver er ég þá?  Sá/sú sem sér það!“  😉
 
479969_212909205514142_2108425776_n

Starfsdagur í þínum skóla eða fyrirtæki? … Hópefli, fræðsla um meðvirkni og jákvæð samskipti.

Heil og sæl þið sem lesið, – ég hef í boði dagskrá fyrir leikskóla, grunnskóla, háskóla eða fyrirtæki,  þar sem ég kynni  kjarnaatriði meðvirkni,  fjalla um samskipti.

Eftirfarandi er dagskrá sem ég var með á starfsdegi í leikskólanum Andabæ á Hvanneyri,  föstudag 1. mars og líkaði það vel,  bæði mér og starfsfólki skólans sem tók þátt af einlægni og með opnum hug – og hjarta!

Leiðbeinandi Jóhanna Magnúsdóttir,  guðfræðingur og fv. aðstoðarskólastjóri

9:00 – 12:00

Kynning á dagskrá, fyrirlesara og þátttakendum

Hugleiðsla – ljósið tekið inn og „strandarferð“ ..

Að læra og „aflæra“ ..  hvað er það og hvers vegna?

Kjarnaatriði meðvirkni? – (Fyrirlestur,  spuni og spurningar)

12:00 – 12:45     Hádegishlé

12:45  – 16:00

Hamingjustuðullinn   (Fræðsla og spurningar)

Meðvirkni er ekki góðmennska,  pistill lesinn og fjallað um meðvirkni og hvar hún kemur fram í lífi eða í kringum einstaklinga.
Jákvæð samskipti:  “Þú ert svo neikvæð” ..  hvernig get ég látið aðra manneskju vita að mér finnist hún neikvæð án þess að móðga hana? –

Framtíðardagbók og sýn.

Hópeflisæfing

Kynning á „Tapping“ ..

16:00   LOK

—————————————–

Ég get sérsniðið dagskrá (styttri eða lengri)  eftir hvaða  áherslum er óskað eftir,  hópar geta tekið sig saman eða félagasamtök. 

Leitið endilega upplýsinga.    Tölvupóstur  johanna.magnusdottir@gmail.com eða í síma 895-6119  😉 … Tek vel á móti ykkur.

image-1