Uppskrift að betra lífi ..

1.  Ástundum þakklæti – því þakklæti leiðir til gleði og gleði til árangurs.

2. Gerum okkur grein fyrir að tilgangur lífsins er gleði,  og alltaf þegar við stöndum frammi fyrir ákvörðunum þá veljum þá sem veitir meiri gleði.

3. Veljum góða andlega næringu,  við förum ekki í jákvæðnikúr, við breytum siðum okkar þannig að góð andleg næring er það sem við kjósum á diskinn okkar allt lífið. –  Þess meira pláss sem við gefum hinu góða því minna pláss er fyrir hið vonda. –

4. Forðumst að vera fórnarlömb,  klæðum okkur ekki í „fórnarlambsbolinn“ á morgnana heldur „sigurvegarabolinn“ –  berum höfuðið hátt.

5. Fyrirgefum, sleppum ásökunum – gerum okkur grein fyrir aðstæðum og skiljum þær, en notum hvorki fólk né aðstæður til að stimpla okkur inn í aðgerðaleysi og eymd.  Eymd er valkostur.

6.  Trúum að við fáum aðstoð lífsins, að þegar við segjum „já takk“ að lífið komi til móts við okkur.  – Trúin er þessi hlekkur sem oft vantar þegar allt hitt er komið.  Þegar við vitum allt – t.d. hvernig við eigum að ná árangri – en við trúum ekki á eigin árangur.  Trúðu á þinn mátt og megin.

7.  Veitum athygli og virðum það góða,  okkar eigin kostum og kostum þeirra sem eru í kringum okkur.  Að veita athygli er svipað og að virða,

8. Ekki leita eftir elsku, gleði, skemmtun eða  þakklæti frá öðrum. Elskum, gleðjumst, skemmtum okkur og þökkum.  Við höfum uppsprettu þessa alls innra með okkur.  Okkur skortir ekkert.  Gleði laðar að sér gleði, elska laðar að sér elsku og þakklæti laðar að sér þakklæti.

9. Leyfum okkur að skína, leyfum okkur að eiga allt gott skilið, verum að-laðandi, það þýðir að við fyllum á okkar eigin bikar – fyllum á hann með heilagleika sem við getum lært við hugleiðslu, yoga, bænir,  útiveru,  fjallgöngur eða annað sem við finnum að gefur okkur nánd við það sem er heilagt og tært.

10.  Gerum okkur grein fyrir því að hið andlega líf, vellíðan hið innra er undirstaða að betra veraldlegu lífi.

11. Verum heiðarleg og sönn,  gagnvart sjálfum okkur og öðrum. Heiðarleiki er grundvöllur góðra samskipta. Tjáum okkur opinskátt og segjum það sem við meinum, en förum ekki fjallabaksleið að efninu.  Tölum út frá hjartanu,  það þýðir að segja ég en ekki þú. „Mér líður svona þegar“ .. í stað þess að ásaka „Þú ert ..“

12.  Sýnum samhug en verum ekki heimshryggðarkrossberar.  Heimurinn hefur ekkert gagn af okkur ef við erum gagntekin af sorg yfir atburðum sem gerast hinum megin á hnettinum.  Þá fjölgar bara fórnarlömbunum ef við erum orðin óstarfhæf eða máttlaus vegna þessarra atburða.

13. Lítum okkur nær.  Dokum við og lítum í eigin barm áður en við förum í það að dæma náungann.  Ef við erum vöknuð ekki dæma þau sem eru enn sofandi.

14. Þegar við lendum í stormi, myrkri, holu  – sem okkur líður illa í – hugsum ekki myrkur, heldur hugsum ljós.  Þá erum við lögð af stað út úr myrkri, holu, sorg.

15. Munum að þó að sælla sé að gefa en þiggja þá þurfum við líka að sýna þá auðmýkt að vera á þeim enda að þiggja. Þiggja hrós og þiggja hjálp. – Ekki vera of stolt,  –

15. Opnum hjörtu okkar, sýnum tilfinningar, höldum ekki leyndarmál sem skaða okkur,  virðum innri frið.

16. Elskum óvini okkar – óttann og skömmina, – „Kill them with kindness“ – það þýðir að við eyðum þeim með elsku.  Rými þeirra minnkar og endar með því að við verðum að mestu óttalaus og förum að lifa af hugrekki. – Stundum elskum við mest með að sleppa tökunum – og af hverju ekki að sleppa tökunum á ótta, kvíða og afbrýðisemi? –   Stjórnsemi – það að treysta ekki er að óttast. „Faith or fear“ –   Við óttumst það sem við þekkjum ekki, við óttumst óvissuna.  Óttinn og vantraustið er grunnur stjórnsemi og stundum verðum við hreinlega að sleppa tauminum því að okkur er farið að verkja – og leyfa lífinu að vera án okkar stjórnunar.

Biðjum um æðruleysi – til að sætta okkur við það sem við getum ekki breytt – sætta okkur við fortíð og fólk og fyrirgefa, okkar vegna. Biðjum um hugrekki til að breyta því sem við getum breytt, um hugekki til betra lífs, til að tjá okkur án ótta.  Biðjum um vit til að greina a milli þess sem við getum breytt og þess sem við getum ekki. –  Fortíð verður ekki breytt og fólki verður ekki breytt.

Sættum okkur við það sem er, eins og við höfum valið það – því út frá sáttinni hefst nýr vöxtur – ekki fyrr. 

Lífskrafturinn er kærleikur,  allt sem við gerum, setjum kærleikann inn í þá jöfnu og munum að meðvirkni er ekki góðmennska,  hún er vankunnátta í góðmennsku og hún er í raun eigingjörn góðmennska. –  Við erum ekki að leyfa fólki að takast á við þeirra eigin áskoranir í lífinu,  við erum að stela sjálfstæði, stela virðingu.

Mesti kærleikurinn getur verið í þvi að setja fólki mörk.

Verum sjálf breytingin sem við viljum sjá hjá öðrum. Ergjum okkur ekki á þeirra vanmætti eða vankunnáttu, – verum okkar eigin bestu fyrirmyndir og þá um leið annarra.

Lifum heil. og höfum trú.  

1185179_423218941120300_1002824657_n

Þetta snýst allt um trú …

Þegar ég skrifa trú, þá er ég ekki að tala um trú sem trúarbrögð,  en við erum svo fátæk í íslenskunni að trú er notað um faith, belief og religion,  kannski fleira.

Trúin sem ég er að tala um hér er hugmyndir eða sú trú sem við höfum um okkur sjálf, getu okkur og um hvernig við erum og hvað við gerum. –

1174682_501815599908980_883015767_n

Snýst um trú á sjálfan sig og trú á að lífið komi til móts við okkur.

Ótti – kvíði – stjórnsemi – óöryggi o.fl eru einkenni þess að skorta trú.

Við trúum ekki á okkar hæfileika, við trúum ekki að við eigum allt gott skilið, við trúum ekki að okkur geti gengið vel,  við trúum ekki að við finnum góðan maka, við trúum ekki á að við finnum starf sem er áhugavert, við trúum ekki að við eignumst draumahúsið o.s.frv. –  Svo er það hið innra, við trúum ekki að við náum heilsu, náum sátt, náum að finna frið o.s.frv. –

Við getum lesið alla „The Secret“ – og allar sjálfshjálparbækur,  en ef við trúum engu sem þar stendur þá gera þær ekkert gagn.

EInhvers staðar stendur að trúin flytji fjöll.

Þau sem hafa trú á markmiðum sínum ná frekar árangri,  þau sem leyfa sér að leggjast í hendi trúarinnar og efast ekki þau uppskera oftast samkvæmt því. –

Það er þessi BELIEF – TRÚ  – eða HUGMYNDAFRÆÐI um okkur sjálf sem skiptir máli. – Ekki hvað aðrir hugsa, og við megum ekki gera það heldur að okkar trú eða hugmyndum – heldur hvað við hugsum í okkar höfði, eða hverju við trúum.  Ef við trúum að við séum heppin erum við fókuseruð á heppni.  Ef við trúum að við séum óheppin þá sjáum við ekki einu sinn þó að það liggi þúsund kall á götunni,  því við erum svo viss um að við séum svo óheppin.

Þetta með trúna og óheppnina sannaði Darren Brown í mynd sem hann gerði um „The Lucky Dog“ –  þar sem hann (ásamt hjálparfólki) náði að sannfæra fólk um að ef það snerti styttu af hundi – sem var algjörlega valin af handahófi,  yrði það heppnara. Og það var reyndin.  Hægt er að sjá heimildarmynd um þetta á Youtube.

Svo það þarf bara að fara að trúa, eða skipta út trúnni.

Í staðinn fyrir að nota alls konar setningar eins og

„Ég ætla að reyna að gera það“

„Ég ætla kannski að gera það“

„Ég vona að ég geti það“

„Ég er ekki viss um að ég geti það“

þá segjum við einfaldlega:

„ÉG GET ÞAГ  .. og við trúum á okkar mátt og megin,  það sem okkur er gefið hið innra. – Losum okkur við það sem íþyngir eins og ótta, skömm og efa – og höldum áfram í góðri trú.

Það munu koma hlykkir á leiðina, – og stormar,  en trúin er lykilatriðið.   Ef við erum í vanda með það,  þá þurfum við að biðja fyrir okkur að öðlast meiri trú – og fá styrk við það.   Trú á kærleika, jákvæðni og gleði. –

Við getum líka þakkað fyrir hvað við erum heppin að svo mörgu leyti. –

Við höfum öll máttinn (og dýrðina),  en við þurfum að læra að nota hann.  Leita inn á við, – leita ekki langt yfir skammt.

Þessi pistill er grundvallandi fyrir því sem ég er að fara að kenna – núna á örnámskeiði kl. 18:00 -20:00 í dag í Lausninni,  Síðumúla 13, 3. hæð.   Sjá http://www.lausnin.is

971218_563124067057884_436886814_n(1)

Afsakanir á afsakanir ofan …

„Ég hef ekki tíma til að fara með þessar jákvæðu staðhæfingar í eigin garð“ …

Mig langar að benda fólki á allan tímann sem það hefur t.d. í bílnum sínum þegar það er að keyra á milli staða, – í staðinn fyrir það að bölva því að lenda í umferðarteppu, getum við hugsað „Já, en frábært nú get ég  æft mig að tala jákvætt við sjálfa/n mig. –

Æfingin skapar meistarann og við höfum „æft“ okkur alveg nógu lengi að rakka okkur niður, – svo það er komin æfing í að tala okkur upp úr kviksyndi neikvæðra staðhæfinga og eina leiðin til þess er andstæðan eða jákvæðar staðhæfingar. –

Í bílnum, í baði, í Bónus .. hvað eru mörg B í því.

ABC  of  Law of Attraction.

A – Attention  ( Athygli við veitum því jákvæða og því sem við viljum athygli – setjum upp sýn.)

B – Belief  (Við trúum að það virki. ef við erum með úrelta trú um að við séum ómöguleg og okkur mistakist þá skiptum við henni út).

C – Consistency (Við þurfum að hafa úthald,  – æfingin skapar meistarann, „ég get það“ verður mantran).

Muna eftir heyrnalausa froskinum sem gat klifið mastrið á meðan allir hinir gáfust upp,  hinir hlustuðu á úrtöluraddirnar.   Ekki vera þín eigin úrtölurödd og ekki byrja að setja hindranir eða að setja upp afsakanir.

Minni á kynningarnámskeiðið á morgun  í Lausninni  „Ég get það“ og svo 9 vikna námskeið sem hefst 9. september „Ég get það“ – byggt á hugmyndafræði Louise L. Hay,   og þessu sem er hér að ofan.

Sjá http://www.lausnin.is

1605_L1

 

Þroski – aldur – þroskaferli – sorgarferli

558544_565506246819666_1881197736_n
Er sammála þessu – nema upphafsorðunum, „as you get older“ – vegna þess að þroski fylgir ekki alltaf aldri. – Hef mætt ungu fólki með mjög mikinn þroska og eldra fólki sem er staðnað. – Setningin „aldur er afstæður“ gildir ekkert bara þegar fólk er í ástarsamböndum þar sem aldursbilið er eins og eitt stykki unglingur eða meira. –

Þroski kemur með lífsreynslu og hvernig við vinnum úr henni. Það eru ekki allir sem læra né þroskast í lífsins skóla, við verðum að vera viðstödd til að læra. Að vera ekki viðstödd þýðir að við flýjum, afneitum eða deyfum tilfinningar okkar. Þroski næst með því að virða tilfinningar okkar. (Virða hér getur líka staðið fyrir að viðurkenna tilfinningar eða sjá þær, „respect“ ). Ef við gerum það ekki er hættan á að við förum í flótta, afneitun, fíknir o.s.frv. – þá verður ekki þroski.

Einhver hundur …

Ég fór og verslaði í matinn sl. föstudag, fyrir „kertaljósakvöldverð“ sem ég var með í bígerð,  en ég hafði boðið nokkrum vinkonum – svona „blandi í poka.“  –

Vala mín var að fara í flug svo ég var að passa hann Simba hennar og hann var s.s. með mér í bílnum. Mér fannst ég orðin ansi sein, en ég átti von á dömunum um kl. 19:00 og fór að stressast.

Simbi  (sem er pinku spes hundur) var alveg að fara að gera mig stressaða – og ég ætlaði að fara að pirrast á vælinu í honum, snöggu geltinu og svo prumpaði hann í þokkabót.  En svo fór ég að hlæja – því ég fattaði að ég væri pirruð vegna þess að ég var sjálf stressuð en það hafði minnst með hann að gera.  Hann er alltaf eins.

Þegar ég kom heim úr verslunarleiðangrinum datt þetta ljóð upp úr mér:

Föstudagsljóð í skeytastíl 

Simbi prumpar í bílnum
geltir líka
elska hann samt
því ég er svo stútfull
af kærleika
eftir að ég uppgötvaði
hina jákvæðu orku lífsins
máttinn og dýrðina
 ❤ LOVE  ❤
Svo þó að einhver prumpi
og þó að einhver gelti
hundur, maður eða kona
elskaðu þau samt
því það hefur ekkert
með þig að gera

það er bara einhver hundur í þeim

🙂

484514_3816273879112_977230617_n

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Mér þótti þetta svo fyndið,  svo ég bætti við athugasemd að „heimskur hlær að sjálfs síns fyndni“ – sem einhver fúll á móti hefur líklegast fundið upp – er það ekki bara?

En hvað um það, kertaljósakvöldverðurinn tókst afburða vel – við sátum,  snæddum, spjölluðum og sötruðum áfenga sem óáfenga drykki fram yfir miðnætti – og hvað eru mörg s í því?

1408_10151567350170382_294181684_n

En aftur hvað um það,  næst þegar fólk er að abbast upp á ykkur þá spyrjið það bara: „Er einhver hundur í þér?“ . 😉  ..

Svo fókusar kona bara á skemmtilega hluti og yndislegt fólk.

Já – gott að setja inn eitthvað svona létt líka!

 

Ég er nóg

Í bata  er best að lifa

og þegar ég kem auga á sársauka minn

tek ég ákvörðun um að breyta um farveg

kveð sárin sem urðu til við rangar hugsanir

vegna þess að ég hef lært að ég er verðmæt

grímulaus og allslaus fyrir Guði og mönnum

og ég á allt gott skilið, eins og við öll

ég reisi mér ekki tjaldbúðir í sorginni

ekki frekar en skömminni

sleppi íþyngjandi  lóðum höfnunar og hefndar

því ég hef frelsað sjálfa mig

og þá þarf ég ekki að spyrna frá botni

heldur  flýg af stað sem fis

inn í nýja og betri tíma

þar sem óttinn fær engu stjórnað

hugrekkið heldur mér á lofti

hjarta mitt er heilt og sátt

ég fyrirgef vegna mín

sleppi tökum á fortíð og fólki

og leyfi því að koma sem koma skal

set ekki upp hindranir og farartálma

og kvíði engu

heldur brosi breiðu brosi eftirvæntingar

við vissum ekki betur

kunnum ekki betur

kærleikurinn kemur og kyssir á bágtið

þakklætið þerrar tárin

Gleðin valhoppar í kringum mig

bíður spennt og segir í sífellu:

„komdu út að leika“  🙂

Mér er frjálst að elska

og þess meira sem ég elska

vex kærleikurinn til lífsins

ég kallaði áður „elskaðu mig!“

en nú þarf ég ekki að betla

bara elska

það er nóg

ég hef nóg

ég er nóg

quote

Já þetta segja þeir allir – gúrúarnir …

Grein eftir Robert Holden

Þó að við hræðumst að eitthvað vanti hið innra förum við út á við að leita að hamingjunni.  Við horfum framhjá því sem er nú þegar „HÉR“ á meðan við eltumst við „ÞAR“ og við missum af hinu heilaga „NÚI“ um leið og við íhugum „NÆSTA SKREF“ gleymum við að þakka fyrir það sem „ER“ um leið og við biðjum um „MEIRA.“  Við leitum, hömumst og þraukum, en við komumst aldrei á áfangastað vegna þess að við komumst ekki yfir hugsunina að eitthvað vanti.

Getum við séð að allur okkar sársauki kemur frá þeirri hugmynd eða trú að uppspretta hamingju okkar sé utan við okkur?  Þessi eina ranghugmynd – þessi litli ótti – er það sem er okkar andlega ruslfæði,  við lærðum óverðugleika, og að vera ekki „nógu góð“ ruslið.

Veitum því eftirtekt  hvernig öllum okkar hugsunum um ótta og skort er umsnúið um leið og við samþykkjum að hver arða alheimsgleðinnar hvílir nú þegar í hjörtum okkar.

Finnum  fyrir þessu – núna. 

Getur þú séð þetta fyrir þér?

Okkar tvö líffræðilegu augu sjá eitt og annað.  Þau sjá hluta af litrófinu, hluta af landslagi, hluta af sjónum, hluta af himninum.  Þau sjá eitthvað af þér og eitthvað af mér.  En þau sjá ekki heildarmyndina.  Það er aðeins þegar þú horfir með hjartanu að þú getur byrjað að skilja möguleikann á sönnum heilindum, sannri fegurð og sannri einingu.

Ímyndum okkur að hvað sem við viljum sé hér og nú.  Hvað vilt þú?
Visku?  Hún er hér nú þegar?  Frið?  Hann er hér.

Innblástur? Hann er nú þegar hér.  Þetta er allt hér,  vegna þess að þú ert hér. Þetta er heildarmyndin.  Þetta er það sem hið ótakmarkaða Sjálf þitt sér.

Við erum það sem við leitum að. Það þýðir að sú gleði sem við vonuðumst eftir  „AÐ FÁ“  eftir að við fyndum okkar sanna félaga, fengjum draumastarfið, keyptum óskahúsið, og þénuðum næga peninga er nú þegar til staðar innra með okkur!

Þegar við leitum að ást, gleði, mætti, peningum, Himnaríki, og Guði, erum við í raun að leita eftir upplifuninni af hinu óskilyrta Sjálfi sem er ekki haldið niðri með ótta,  aðsklnaði og skorti.

VIð erum ekki hér til að finna hamingjuna, við erum hér til að útvíkka hana. VIð erum  eldmóðs-pökkuð,  visku-innblásin, sköpuð með ást, og blessuð með gleði. Og þannig erum við öll. Til að vera frjáls er eina sem við þurfum að gera að gera okkur sjálf móttækileg því sem er nú þegar hið innra. Raunveruleg heilun er að gefa upp mótstöðuna við hinu skilyrðislausa Sjálfi.

„Ég er það sem ég leita.“  –  Sannleikurinn er hér, innblásturinn er hér, ástin er hér, friðurinn er hér, hjálpin er hér,  vegna þess að þú ert hér. Sannleikurinn er land án vega,  og hamingjan er ferðalag án fjarlægðar.

by Robert Holden  (þýðing Jóhanna Magnúsdóttir).

IMAGINE WHATEVER YOU WANT IS HERE RIGHT NOW. WHAT DO YOU WANT?

Titillinn er að þetta segja þeir allir gúrúarnir – en mér skilst að orðið gú-rú þýði frá myrkri til ljóss. –  Kannski þurfum við ljós hið innra til að sjá þetta allt saman? –   Það eru mörg trúarbrögð og ekki trúarbrögð sem segja sama hlutinn,  það er að segja að leita inn á við.

„Himnaríki (og allt hitt) er hið innra“ –

Þá er bara að loka augunum og sjá með hjartanu.

draft_lens8964771module79056571photo_1263444833the_little_prince2

„Takk“ .. er kraftaverkaorðið ..

Sagan sem ég sagði oftast í sunnudagaskólanum, var um tvo engla sem stóðu á skýi og voru að hífa upp bænir í körfu. – 

Annar fékk óskir og hinn þakkir. 

Engillinn sem fékk óskirnar tók á móti hverri körfunni á fætur annari, á meðan engillinn sem tók á móti þökkunum fékk hálftómar körfur. 

Sagan segir að það sé mikilvægt að þakka meira, – en af hverju? 

Af hverju?  Af hverju?  Af hverju?  – Já, Af hverju? 

Og haldið ykkur nú fast. 

Þakklætið er forsenda þess að óskir rætist.  Við byrjum ekki á öfugum enda. –  Og nú skal það útskýrt hvernig það virkar. 

ÞAKKLÆTIÐ VEKUR GLEÐI OG GLEÐIN LEIÐIR TIL ÁRANGURS

VANÞAKKLÆTIÐ SKAPAR ÓÁNÆGJU SEM LEIÐIR TIL ÞESS AÐ NÁ EKKI ÁRANGRI. 

Við verðum að „praktisera“ þakklætið til að það virki.  Veita því eftirtekt sem við erum þakklát fyrir og skrifa litlar bænir fyrir englakörfuna,  þakklætisbænir.  

–  Sniðugt að eiga eina svona heima, hvort sem við erum einstaklingar eða fjölskylda.   Það er líka gaman og gott að eiga litla þakklætisdagbók og skrifa á hverju kvöldi nokkur atriði sem við erum þakklát fyrir.  –  Ekki endilega stór og mikil – bara byrja smátt. 

Ekki gleyma að þakka fyrir okkur sjálf og líf okkar.  Fyrir andardráttinn, vatnið og einfalda hluti sem við tökum sem sjálfsögðum. 

Þakka fyrir að heyra hurðarskell þegar vinur kemur í heimsókn, þakka fyrir þegar þú hlóst að brandara – o.s.frv. 

Gleði er orkugjafi  – gleði er líka þannig að þegar við erum glöð er svo erfitt að reiðast við aðra, vera í fýlu, eða hreinlega vera að pæla í því hvað náunginn er að gera,  svona eitthvað sem okkur kemur e.t.v. ekki við.  

Takmark hinna fráskildu er að finna til gleði, – svo þau hætti að lifa í hausnum og lífi fyrrverandi maka síns – og stilli fókusinn inn á við.  Úff það er svo vont að lifa í gremju, reiði og ásökun og æða um í sársauka og vilja særa aðra.  Sársaukinn verður að fá útrás á annan hátt. Sorgin er eðlileg, reiði er líka eðlileg,  en bræði og hefndargirni er ekki eðlileg. Sönn gleði fæst aldrei með því að draga aðra niður í sína eigin vanlíðan.  

(Verð með námskeið „Lausn eftir skilnað í lok september – fylgist vel  með á http://www.lausnin.is). 

Takk – er kraftaverkaorðið,  – og þá þarf að stilla fókusinn á það sem við erum þakklát fyrir.  

Hefur þú eitthvað til að vera þakklát/ur fyrir? .. 

Hvað nú ef við vitum þetta leyndarmál þakklætisins?  

Að forsenda þess er ekki árangur, heldur bara að þakka fyrir tilveru sína,  –  allir sem eru að lesa þetta geta t.d. þakkað það að geta lesið.

Það er ekkert lítið í raun. 

Hversu margir eru það í heiminum sem ekki hafa tækifæri á að lesa?    

Hvað er það sem við upplifum við fæðingu barns, – kemur gleðin fyrst? – Eða upplifum við þakklæti og kemur ekki gleðin í framhaldi. 

Þakklæti og gleðin haldast í hendur. 

Tilgangur lífsins er gleði og ást. 

Gerum það sem við gerum af ást til heimsins og þökkum það sem okkur er gefið í staðinn fyrir að senda endalausar óskir – það þarf að vera jafnvægi þar á milli. –

❤  ❤  ❤ 

TAKK  

p.s. af því þetta er persónulega heimasíða mín – ætla ég að þakka hér fyrir allt yndislega fólkið í lífi mínu,  þakka fyrir náðargáfuna að geta skrifað,  þakka fyrir heilsuna mína,  þakka fyrir að ég get unnið við ástríðu mína að hjálpa fólki til sjálfshjálpar og síðast en ekki síst (svona í dag) þakka fyrir mig og líf mitt.

Ég finn fyrir gleði og ljósi í hjartanu bara við að skrifa svona. Ég hugsa:  Ég óska þess að fleiri finni fyrir gleði og ljósi í hjartanu – því fleiri sem finna það því betra. 

TAKK  (aftur) 

Gleðin og sorgin eru systur

Að vera sterk í erfiðum aðstæðum þýðir ekki að við bítum bara á jaxlinn, setjum hausinn undir okkur, skellum í lás á tilfinningarnar og höldum áfram. – Svoleiðis virkar aldrei vel og endar að mínu mati oftar en ekki í vanlíðan og/eða veikindum.

Að vera sterk er að fara í gegnum sorgina þannig að við mætum henni, virðum hana og viðurkennum. Grátum þegar við þurfum að gráta, en um leið ætlum við ekki að dvelja í henni að eilífu vegna þess að við erum meðvituð um það að það hjálpar okkur ekki tli bata eða til að lifa við hlið hennar. –

Gleðin og sorgin eru systur – og hægt og varlega förum við að taka á móti gleðinni. Allt í æðruleysi og trausti.

Við afneitum ekki sorginni – en við afneitum ekki heldur gleðinni.

Við vitum af báðum systrum, og snúum okkur oftar og oftar að gleðinni og röbbum við hana á lífsleiðinni. Við sættum okkur við sorgina líka – afneitum henni ekki – því að þá erum við farin að lifa í blekkingu en ekki sannleika

Það er, enn og aftur, sannleikurinn sem frelsar.

„When you are at the your lowest point, you are open to the greatest change. Strength doesn’t come from what you can do, it comes from overcoming the things you thought you couldn’t do.“

1185179_423218941120300_1002824657_n

 

Hið innra verðmæti … ef aðeins…

Þegar ég fór að lesa um meðvirkni og læra, var einn af fyrstu lærdómunum að fara að elska sjálfa mig og meta skilyrðislaust.  Að sjálfsögðu kom annað fólk í framhaldi af því.

Án allra merkimiða, stöðu, stéttar, kyns, kynþáttar,  kynhneigðar,  útlits, fjölskyldu, maka o.s.frv. –

Í bókinni „Facing Codependence“ er talað um „Self-esteem“ og „Other-esteem“ – en við erum að mestu að byggja á þessu „Other“ dags daglega.

Sjálf-svirðing – sjálfs-traust  eða utanaðkomandi -virðing, utanaðkomandi- traust.

Hvað ég ég án titils – stöðu, stéttar,  atvinnu  o.s.frv. –

Hvað er ég ef ég stend eftir ein, nakin og allslaus?  Með ekkert utanaðkomandi?   Er ég einhvers virði?

„Að sjálfsögðu“  myndu margir segja,  en það eru samt önnur skilaboð sem samfélagið sendir oft og virðingin vill oft hanga á merkimiðunum – og ríkidæmið líka.  Við erum rík ef við eigum hús og bíl, fallegan maka og börn.

Hvað með þau sem eiga ekki neitt og ekki heldur börn.  Eru þau fátæk?

Konungsríki Guðs er innra með þér.  Það fæðast allir jafn ríkir og haldast allir jafn ríkir, allt sem kemur að utan er að láni,  eitthvað sem við höfum meðan við lifum þessari jarðvist,   meira að segja „hylkið“ okkar,  líkaminn er fenginn að láni.

Við erum sálir – og sálin er konungsríkið. 

733833_10201743643821718_1138113304_n

Í guðfræðideildinni las ég um mann sem hét Job. Sagan er frekar ljót í raun þar sem Guð og Djöfullinn eru að veðja sín á milli hvort að Job muni formæla Guði. .

Job var talinn réttlátur maður og Job gerði allt rétt,  Job átti fjölskyldu, hús, akur o.s.frv.  og taldi blessun sína vera m.a. þá að hann var trúrækinn.

En í stuttu máli þá missti Job allt sem verðmæti hans og hamingja byggðist á,  fjölskylduna, heimilið,  heilsuna  og meira að segja útlitið því hann var alsettur kaunum.

Job fór í gegnum alls konar ferli, með vinum sínum og með sjálfum sér,  en þessi var hans lokaniðurstaða:

„Ég þekkti þig af afspurn en nú hefur auga mitt litið þig.“ (Job 42.5)

Hann sá ekki Guð fyrr en allt var tekið burtu.

En þurfum við að missa allt til að sjá Guð? –

Nei,  við þurfum bara að líta í spegil – horfast í augu við sjálf okkur, djúpt, djúpt og þakka fyrir.  Horfa inn í sálina og sjá konungsríkið sem er þar.

Trúa. og sjá.

Skáldið Rumi er í miklu uppáhaldi hjá mér og ég sá skilaboð á sivpuðum nótum frá honum,  bara núna í morgun.

I Lost Everything,
I Have Found Myself.

1002176_10151862634988185_1494377873_n

Þetta þýðir ekki að við getum ekki fundið okkur sjálf,  eða komið heim til okkar sjálfra – nema að missa allt hið ytra.  En til þess þarf skilning á að við erum ekki líkami, við erum ekki hið ytra.

Við erum sál.

Mjög verðmæt sál.

Við þurfum ekki að leita langt yfir skammt að verðmæti okkar og ríkidæmi.

Líkami okkar þjónar sálinni og það er okkar að fara vel með þennan þjón,  tala fallega til hans og aldrei, aldrei kalla hann ljótan eða fara styggðaryrðum um hann.  Ekki fremur en við værum að tala við annað fólk.  „Sæl vinkona mín ertu með ljótuna í dag“?  – „Voðalega ertu eitthvað hrukkótt“? –  „Viðbjóðslegt þetta spik á þér“? – 

Hvernig líður okkur eftir svona tal ? –

Sjálfs-ást og virðing er lykill að farsæld – og síðasti lykillinn á kippunni er lykill þakklætis.  Þakklætis fyrir það sem við erum,  jafnvel þó það sé aðeins þessi sál og ekkert annað.

1098040_10151768472411211_208404344_n

Hugsanir eru trú –  „Thoughts are belief“ –  Hverju trúir þú um þig? –

Ef þú trúir ekki að þú sért yndisleg sál – með fullt af tilgangi – tilgangi sem er gleði – gleðina sem vex dag frá degi þegar við þökkum tilveru sálarinnar og við þökkum allt hið smáa,  eins og kom fram í pistlinum hér á undan.

Ef þú trúir ekki á þig og guðsríkið hið innra með þér – getur verið að þú þurfir að skipta  út hugsunum þínum um þig – að þú þurfir að skipta um trú? – 

Ef aðeins þú sæir verðmæti þitt og fegurð með augum þessa máttar – þessarar orku og uppsprettu alls,  sem sum okkar kalla Guð,  þá er óþarfi að missa nokkurn skapaðan og óskapaðan hlut úr lífinu – þá nærðu að sjá.

Takk fyrir að lesa verðmæta sál.

Já þú  ❤