Hið innra verðmæti … ef aðeins…

Þegar ég fór að lesa um meðvirkni og læra, var einn af fyrstu lærdómunum að fara að elska sjálfa mig og meta skilyrðislaust.  Að sjálfsögðu kom annað fólk í framhaldi af því.

Án allra merkimiða, stöðu, stéttar, kyns, kynþáttar,  kynhneigðar,  útlits, fjölskyldu, maka o.s.frv. –

Í bókinni „Facing Codependence“ er talað um „Self-esteem“ og „Other-esteem“ – en við erum að mestu að byggja á þessu „Other“ dags daglega.

Sjálf-svirðing – sjálfs-traust  eða utanaðkomandi -virðing, utanaðkomandi- traust.

Hvað ég ég án titils – stöðu, stéttar,  atvinnu  o.s.frv. –

Hvað er ég ef ég stend eftir ein, nakin og allslaus?  Með ekkert utanaðkomandi?   Er ég einhvers virði?

„Að sjálfsögðu“  myndu margir segja,  en það eru samt önnur skilaboð sem samfélagið sendir oft og virðingin vill oft hanga á merkimiðunum – og ríkidæmið líka.  Við erum rík ef við eigum hús og bíl, fallegan maka og börn.

Hvað með þau sem eiga ekki neitt og ekki heldur börn.  Eru þau fátæk?

Konungsríki Guðs er innra með þér.  Það fæðast allir jafn ríkir og haldast allir jafn ríkir, allt sem kemur að utan er að láni,  eitthvað sem við höfum meðan við lifum þessari jarðvist,   meira að segja „hylkið“ okkar,  líkaminn er fenginn að láni.

Við erum sálir – og sálin er konungsríkið. 

733833_10201743643821718_1138113304_n

Í guðfræðideildinni las ég um mann sem hét Job. Sagan er frekar ljót í raun þar sem Guð og Djöfullinn eru að veðja sín á milli hvort að Job muni formæla Guði. .

Job var talinn réttlátur maður og Job gerði allt rétt,  Job átti fjölskyldu, hús, akur o.s.frv.  og taldi blessun sína vera m.a. þá að hann var trúrækinn.

En í stuttu máli þá missti Job allt sem verðmæti hans og hamingja byggðist á,  fjölskylduna, heimilið,  heilsuna  og meira að segja útlitið því hann var alsettur kaunum.

Job fór í gegnum alls konar ferli, með vinum sínum og með sjálfum sér,  en þessi var hans lokaniðurstaða:

„Ég þekkti þig af afspurn en nú hefur auga mitt litið þig.“ (Job 42.5)

Hann sá ekki Guð fyrr en allt var tekið burtu.

En þurfum við að missa allt til að sjá Guð? –

Nei,  við þurfum bara að líta í spegil – horfast í augu við sjálf okkur, djúpt, djúpt og þakka fyrir.  Horfa inn í sálina og sjá konungsríkið sem er þar.

Trúa. og sjá.

Skáldið Rumi er í miklu uppáhaldi hjá mér og ég sá skilaboð á sivpuðum nótum frá honum,  bara núna í morgun.

I Lost Everything,
I Have Found Myself.

1002176_10151862634988185_1494377873_n

Þetta þýðir ekki að við getum ekki fundið okkur sjálf,  eða komið heim til okkar sjálfra – nema að missa allt hið ytra.  En til þess þarf skilning á að við erum ekki líkami, við erum ekki hið ytra.

Við erum sál.

Mjög verðmæt sál.

Við þurfum ekki að leita langt yfir skammt að verðmæti okkar og ríkidæmi.

Líkami okkar þjónar sálinni og það er okkar að fara vel með þennan þjón,  tala fallega til hans og aldrei, aldrei kalla hann ljótan eða fara styggðaryrðum um hann.  Ekki fremur en við værum að tala við annað fólk.  „Sæl vinkona mín ertu með ljótuna í dag“?  – „Voðalega ertu eitthvað hrukkótt“? –  „Viðbjóðslegt þetta spik á þér“? – 

Hvernig líður okkur eftir svona tal ? –

Sjálfs-ást og virðing er lykill að farsæld – og síðasti lykillinn á kippunni er lykill þakklætis.  Þakklætis fyrir það sem við erum,  jafnvel þó það sé aðeins þessi sál og ekkert annað.

1098040_10151768472411211_208404344_n

Hugsanir eru trú –  „Thoughts are belief“ –  Hverju trúir þú um þig? –

Ef þú trúir ekki að þú sért yndisleg sál – með fullt af tilgangi – tilgangi sem er gleði – gleðina sem vex dag frá degi þegar við þökkum tilveru sálarinnar og við þökkum allt hið smáa,  eins og kom fram í pistlinum hér á undan.

Ef þú trúir ekki á þig og guðsríkið hið innra með þér – getur verið að þú þurfir að skipta  út hugsunum þínum um þig – að þú þurfir að skipta um trú? – 

Ef aðeins þú sæir verðmæti þitt og fegurð með augum þessa máttar – þessarar orku og uppsprettu alls,  sem sum okkar kalla Guð,  þá er óþarfi að missa nokkurn skapaðan og óskapaðan hlut úr lífinu – þá nærðu að sjá.

Takk fyrir að lesa verðmæta sál.

Já þú  ❤

Viltu auka flæðið? …

Hver er þín innri stífla?

Ekki veit ég hvort það er til mælikvarði á innri hindranir – en sumir segja að hindranir í lífi okkar séu að mestu leyti þær sem koma innan frá.

Við leyfum hinu góða ekki að gerast – vegna þess að einhvers staðar í undirmeðvitund trúm við ekki að við eigum gott skilið, og við spyrnum því oft við eða skemmum fyrir sjálfum okkur.

Það er líka kúnst að sleppa tökunum á því sem þjónar okkur ekki lengur.

Að sjálfsögðu kemur margt að utan sem við höfum ekki neinn möguleika á að breyta,  og besta dæmið um það er veðrið.  Við getum ekki stjórnað veðrinu, en við getum – eða höfum möguleika – á að kyrra storminn hið innra eða bæta á sólina hið innra.

Við tölum oft um það að tala frá hjartanu – eða láta hjartað ráða.

Hvernig eigum við að gera það ef við erum stífluð niður í hjarta?

Nú fer haust í hönd,  og námskeiðatíminn að byrja.

Ég ætla að bjóða upp á hugleiðslunámskeið þar sem fókusinn verður á hið aukna flæði.

Flæðið felst í því að vera ekki sín eigin hindrun,  losa um þetta „ég“  ..

Lifa í óttaleysi – trausti – kærleika.

Námskeiðið styður aðra almenna sjálfsrækt, þar sem verið er að vinna að innri frið, ánægju, elsku og gleði.

Markmið:  Meiri lífsfylling og gleði. 

Boðið verður upp á tvær tímasetningar:

Þriðjudagskvöld kl. 16:45 – 17:45.

eða

Miðvikudagskvöld kl. 16:45 – 17:45

vinsamlegast takið fram (við pöntun hvorn tímann þið veljið)

Námskeiðið verður 4 skipti  og verður fyrsti tími  þriðjudag  10. september og miðvikudag 11. september nk.

Staðsetning: Síðumúli 13, 3. hæð

Verð:  6.800.-  

Leiðbeinandi:  Jóhanna Magnúsdóttir,  guðfræðingur og ráðgjafi hjá Lausninni.

Skráning fer fram á heimasíðu Lausnarinnar –  www.lausnin.is og verður opnað fyrir hana eftir helgina (13. ágúst)

Nánari fyrirspurnir á johanna(hja)lausnin.is

Ath!  ef þú hefur ekki tök á að koma á námskeið hef ég diskinn Ró til sölu þar sem farið er í hugtök æðruleysisbænarinnar,  hægt er að nálgast hann hjá Lausninni Síðumúla 13,  eða hjá mér – sendið póst á johanna(hja)lausnin.is og ég sendi hvert á land (eða utanlands) sem er.

Verð á disknum er 2000.-  krónur

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

„Ég get það“ – örnámskeið og kynning

Mánudaginn 9. september fer í gang sjálfstyrkingar-og framkomunámskeið með „dýpt“ –  námskeiðið er byggt á bók Louise Hay,  þar sem unnið er með staðfestingar og ber námskeiðið heiti bókarinnar „Ég get það“..

Við höfum ákveðið að setja upp stutt kynningarnámskeið fyrir þetta námskeið,  þar fá viðkomandi bókina „Ég get það“ – og hljóðdiskinn,  auk þess að fá góða innsýn inn í þessa aðferðafræði að bættu og betra lífi.

Verð á örnámskeiðinu er  5.500.-  bók innifalin.  Skráning fer fram á vef Lausnarinnar – bæði á þetta námskeið og stærra námskeiðið sem stendur yfir í 9. vikur eða til 4. nóvember.  – Æfingin skapar meistarann. –

Staðsetning er Síðumúli 13. Reykjavík  3. hæð.

Skráning fer í gang fljótlega og mun ég bæta við tengli hér, en hægt að láta mig vita af áhuga á að sækja þetta örnámskeið með að senda póst á johanna(hja)lausnin.is.

Örnámskeiðið er fimmtudagskvöldið 22. ágúst kl. 18:00 – 20:00,  þau sem síðan skrá sig á fullt námskeið  fá gjaldið fyrir örnámskeiðið frádregið frá heildargjaldi. (fá þó ekki aðra bók).

Hér er svo hægt að skoða/skrá sig á stóra námskeiðið

http://www.lausnin.is/?p=3576

Ef við erum föst …

Ef við erum föst í einhverju fari – leiðindafari,  þá þurfum við í flestum tilfellum að sleppa tökum á því sem er að halda okkur þar.

Það getur verið fólk, atburðir,  einhver tilfinning o.s.frv.

Við þurfum að átta okkur á því hvað það er og svo kemur það stóra:

SLEPPA TÖKUNUM ..

Annað fólk og atburðir voru vissulega þess valdandi að okkur leið verr – en af hverju að halda í þetta fólk og þessa atburði?

Svo þú getir haldið áfram að vera fórnarlamb aðstæðna?

Svo þú getir afsakað þig með því að það séu aðrir sem hafa komið þér í þessa aðstöðu og þú getir bara ekkert gert þessvegna?

Ekki nota þetta sem afsökun endalaust fyrir eigin bjargarleysi,  því þá heldur þú áfram að vera bjargarlaus.

Það getur vel verið að einhver hafi fellt þig – en þú verður sjálf/ur að standa upp.

Þetta er algeng hugsun hjá nemendum sem gengur illa í námi.  Það er að segja að kennarinn sé ómögulegur, skólinn, foreldrarnir  o.s.frv. –  horfa ekkert í eigin barm og hugsa;  getur verið að ég hafi ekki verið nógu dugleg/ur við að læra? –  Hvað gerði ég sjálf/ur?

Jú, ef við kjósum að vera einhver eilífðar fórnarlömb þá dveljum við við það að kenna aðstæðum og öðru fólki um okkar stöðu,  en ef við viljum halda áfram þá látum við það ekki stoppa okkur.

Að hjakka í sama fari er valkostur og að halda áfram er valkostur.

Hvort velur þú?

479969_212909205514142_2108425776_n

 

Ertu að bíða eftir að Brad Pitt geri þig hamingjusama?

Ég las grein nýlega um samband hjónakornanna Angelínu og Brads, þar sem látið var að því liggja að þar væri komin yfirlýsing frá Brad um það hvernig hann bjargaði konu sinni þegar hún var orðin andlegt hrak, allt of horuð og sinnulaus,  með því að baða hana í gjöfum, hrósi, láta alla vita hvað honum finndist hún æðisleg og greinin klykkti út með því að hún Angelína væri spegilmynd hans!  – eða réttara sagt að konan væri spegilmynd mannsins síns.  Hér er hægt að smella á greinina:   Spegilmynd manns síns.

Þessi grein hljóðaði svona (með 1.7 þús læk á BLEIKT)

„Konan mín varð veik. Hún var sífellt á taugum annaðhvort vegna vandamála í vinnunni, sínu persónulega lífi, vegna misstaka sinna og barnanna. Hún tapaði 15 kílóum og var orðin aðeins 40 kíló. Hún varð horuð og grét án afláts. Hún var ekki hamingjusöm kona. Hún þjáðist vegna tíðra höfuðverkja, verkja fyrir hjartanu og klemmdum taugum í baki og í rifbeinum. Hún svaf ekki vel, var að sofna undir morgunn og varð fljótlega þreytt á daginn. Við vorum á barmi skilnaðar, fegurð hennar yfirgaf hana eitthvert, hún hafði mikla bauga og hætti að hugsa um sjálfa sig. Hún neitaði að fara í kvikmyndatökur og neitaði öllum hlutverkum sem henni buðust. Ég missti vonina og hugsaði sem svo að senn myndum við skilja […] En þá ákvað ég að gera eitthvað. Þrátt fyrir allt á ég fallegustu konu heims. Hún er átrúnaðargoð yfir meira en helming karla og kvenna í heiminum, og ég var sá maður sem naut þeirra forréttinda að sofna við hlið hennar og faðma hana. Ég byrjaði að baða hana í blómum, kossum og hrósum. Ég kom henni á óvart og gladdi hana hverja mínútu. Ég gaf henni fjölmargar gjafir og lifði aðeins fyrir hana eina. Ég talaði aðeins um hana opinberlega. Ég aðlagaði allar samræður og öll umræðuþemu að einhverju um hana. Ég hrósaði henni í návist vina sinna og í návist okkar sameiginlegu vina. Þú munt ekki trúa því, en hún blómstraði. Henni batnaði. Hún þyngdist, var ekki lengur á taugum og elskaði mig jafnvel meir en nokkru sinni fyrr. Ég hafði ekki hugmynd um að hún gæti elskað svo heitt.Og þá uppgötvaði ég einn hlut: konan er spegilmynd eiginmanns síns. Ef þú elskar hana af öllu hjarta, þá verður hún það.“

Hmm… Ég veit varla hvar ég ætti að byrja,  en langar fyrst og fremst að vara við því að við hengjum ábyrgð á okkar (fullorðins) lífi á herðar maka okkar eða annars samferðafólks.   „Make Me Happy“ ..  Hvað ef að Brad félli frá,  hvað sæi Angelína í speglinum? –

Það er eitthvað mikið skakkt við þessa hugmyndafræði og mér finnst hún ýta undir þessi eilífðarvæntingavandamál í samböndum.  Þ.e.a.s. að leggja ábyrgðina á hamingju sinni og heilbrigði á herðar maka síns.

Það er engin/n að segja að það megi ekki hvetja og hrósa og gefa, en það á ekki að þurfa að hvíla 100% á makanum, eins og áður segir því þá er 0% eftir ef makinn fellur frá.

Samband samanstendur – eða á að samanstanda af tveimur 100% einstaklingum.   Við minnkum ekki niður í 50% þegar við förum í samband.

Skoðum grein sem ég fann á síðunni Ascended Relationship í þessu samhengi:

Getur samband gert þig hamingjusama/n?

Ef þú ert ekki hamingjusöm/samur einhleyp, verður þú aldrei hamingjusöm/samur í sambandi.  Að vænta annars,  þýðir það að einhver önnur/annar á að gera þig hamingjusama/n, og þó að fólk geti vissulega stuðlað að hamingjutilfinningu þinni upp að einhverju marki, getur engin/n, og ekki á nokkurn máta – verið algjörlega (100%) ábyrg/ur fyrir þinni eigin hamingju.

Ef þú ferð inn í samband með þær væntingar að hin persónan geti gert þig hamingjusama/n eða gefið þér ástina sem þú heldur að þig vanti  – setur þú í gang meðvirkt samband.  Meðvirkni er eins og orku(blóð)suga og tekur frá okkur orku á mismunandi vegu.

Meðvirknin fer í gang þegar þú reynir að fá út úr einhverjum það sem þú telur þig ekki hafa.

Meðvirkni er í grunninn þannig að hún stafar af skorti á sjálfsást, að mistakast að upplifa sína eigin dýrð og sitt  eigið verðmæti, sem leiðir til þess að þú þarft samþykki annarrar persónu, og vegna þess að þú þarfnast elsku annarrar manneskju til að sanna þitt sjálfs-virði (að þú sért verðmæt/ur) – verður þetta DRAMATÍSKUR leikur – þar sem þú ert að draga að þér eða soga út elsku, samþykki og viðurkenningu frá öðru fólki.  „Elskaðu mig!!!

Ef sett á annað plan þá býður þetta upp á stjórnunarvandamál – og ákveðna „ráðsmennsku“  þar sem þú gerir hinn aðilann í sambandinu ábyrgan fyrir ÞINNI hamingju,  þannig að undirmeðvitundin upplifir að þú sért að missa tök á eigin lífi (stuðlar að ósjálfstæði)  svo það að þú farir að ráðskast með persónuna sem ber ábyrgð á þinni hamingju (þú ert búin/n að afhenda valdið) skapar auðvitað mikið drama.

Meiri hluti fólks telur að það sé einungis hamingjusamt ef það er í sambandi.  Það er víst fjarri sannleikanum.  Samband er ekki svarið við hamingju þinni,  Annað fólk getur ekki „gert þig hamingjusama/n“ – einungis ÞÚ berð ábyrgð á hamingju þinni.  Á þeirri stundu sem þú áttar þig á því að hamingjan kemur innan frá og að þú getir verið „happy“  einhleyp/ur – aðeins þá ertu tilbúin/n í heilbrigt, virkt og skemmtilegt samband.

Hamingjan er val, svo hættu að leita út fyrir sjálfa/n þig eftir hamingjunni.  Veldu hamingjuna NÚNA – og þá munt þú senda frá þér þannig strauma sem munu laða að þér farsælt samband.

(Mæli með greininni „Hamingjuforskotið“ – en þar er sýnt fram á að það er hamingjan sem er forsenda árangurs – en ekki öfugt!).  Hér fyrir neðan er mynd af bolla – á honum staðhæfingar,  en til að trúa þessum staðhæfingum þurfum við stundum að aflæra gamalt forrit um okkur sjálf þar sem við í raun erum að staðhæfa hið gagnstæða, en það er það sem byrjaði að lærast í bernsku og við höldum við í meðvirku sambandi.

Ef þú ert sannfærð/ur um að þú sért yndisleg og verðmæt manneskja þá er mun líklegra að aðrir trúi því. – Hvaða skilaboð ert þú að gefa út í alheiminn?

Ef þú gefur út að þú sért einmana og þurfandi og einhver þurfi að fylla upp í þín skörð, þá vissulega kemur einhver riddari sem getur fyllt upp í skörðin – en þá skapast þetta ójafnvægi sem er akkúrat kjarninn í þessum meðvirku og ég kalla stundum „eitruðu“ samböndum.  Samböndum sem litast af því að annar aðilinn eða báðir eru að biðja hinn um að fylla í skörðin en verða aldrei ánægð – vegna þess að ánægjan felst í því að ganga fjallið sjálf/ur og standa á toppnum ánægð með árangurinn,  en ekki að láta bera sig heilu og hálfu leiðina.

Tveir aðilar – heilir – jafningjar – ganga hlið við hlið.  E.t.v. þarf að styðja einstaka sinnum,  en það er leiðinleg að þurfa að láta bera sig heilu og hálfu leiðina og sá/sú sem ber verður líka lúin/n og þreytt/ur.

Báðir aðilar verða óhamingjusamir og kenna hinum um.  Arrrgg..

Horfðu í spegil – ef þú sérð BRAD ertu í meðvirku sambandi,  þú átt að sjá ÞIG.

—-

Viltu læra/vita meira? –  Sjáðu hvað er í boði hjá: http://www.lausnin.is

Bolli til sölu

Breyttu um viðhorf – NÚNA

Þetta er ekki skipun 😉 .. bara tillaga og tillagan fjallar um það að fara að sjá hlutina upp á ýtt og að breyta um fókus.

  • Þakka það sem við höfum í stað þess að kvarta undan því sem við höfum ekki
  • Leita að jákvæðum eiginleikum í öllu og öllum í stað þess að leita að hinum neikvæðu
  • Sjá glasið hálffullt í stað þess að sjá það hálftómt
  • Lesa fleiri góðar fréttir en vondar fréttir
  • Velja jákvæðar hugsanir „ég get það“ í stað neikvæðra „ég get það ekki“
  • Leita uppi gleði og góða hluti í stað þess að leita eftir vandræðum (pick you battles).

Hér á undan voru bara nokkur dæmi hvernig er hægt að skipta um fókus eða viðhorf. Við vitum að það sem við veitum athygli vex ,  ekki festast í því að vera fórnarlamb,  hversu mikið sem þú ert að eiga við í lífinu,  spurðu ekki „hvað geta aðrir gert fyrir mig“  heldur „hvað get ég gert fyrir sjálfa mig og aðra“?

Ásakanir – eða svokallað „blaming game“ stiflar lífsgöngu þína, ef þér finnst þú föst eða fastur í lífinu – þá skoðaðu hverju eða hverjum þú ert að kenna um?  Kerfinu?  Maka?  Mömmu?  Systkinum?  Fv. maka? …  hver eða hvað er það sem þú ert hlekkjaður við og heldur aftur af þér? –

SLEPPTU og fyrirgefðu,  fyrirgefðu sjálfs/sjálfrar þín vegna en ekki vegna hins aðilans eða vegna kerfisins.  Fókusinn þinn nær aldrei að verða rétt stilltur ef hann er fastur á gjörðir einhvers eða einhverra.

Þú getur tekið ákvörðun NÚNA um breyttan fókus,  og þessi ákvörðun getur fleygt þér áfram í lífinu – upp úr kviksyndi vondra hugsana – því þær komu þér þangað niður.  Móteitrið er góðar hugsanir og fókusinn upp úr holunni þar sem ljósið skín en ekki niður í hana.

Taktu svo eftir þegar þú ferð að horfa upp þegar stjörnunarnar fara að skína og þær blikka þig, – svona til að láta þig vita að þú sért búin/n að stilla fókusinn rétt!

Stilltu fókusinn inn á við – veittu þessu kraftaverki athygli, kraftaverkinu þér,  sem hefur öll tæki til að láta kraftaverkið rætast um betra líf. Hugurinn þinn er verkfæri þitt og eina sem þú þarft að gera er að skipta um viðhorf. Þessa fötlun: hið neikvæða viðhorf er nefnilega hægt að lækna með einu kraftaverki,  NÚNA,  já skipta um og horfa á allt það dásamlega sem þú hefur en ekki það sem þig vantar eða skortir.  Þannig lifum við út frá sjónarhóli þess sem hefur nóg,  og drögum að okkur meira,  í stað þess að lifa í skorthugsun og finnast allt vera að þverra.

Það er gott að gera þakkarlista yfir það sem við höfum, það sem við höfum gert,  jákvæða kosti okkar o.fl. –   Það stækkar rýmið fyrir þakklæti í höfðinu á okkur. –

Öndum djúpt og þökkum fyrir andardráttinn, en án hans hefðum við ekki líf.

183597_498062303613115_340400539_n

Hvað átt þú skilið? …..

  • Ein af ástæðum þess að við náum ekki árangri – eða náum ekki að uppfylla eigin væntingar er að einhvers staðar innra með okkur er „rödd“ eða lærdómur sem við höfum tileinkað okkur um að eiga ekki gott skilið.   Þetta er lúmskt.
    Við fáum aðeins það sem við í undirmeðvitundinni trúum að við eigum skilið og ekkert meira en það!
    Þegar við fáum meira eða betra en það,  þá skemmum við það eða hrindum við því ómeðvitað í burtu.
    Við gerum þetta á öllum sviðum lífs okkar,  lika í fjarmálum og samböndum.  Lögmál þess að „Eiga skilið“ – er enn sterkara heldur en lögmál aðdráttaraflsins,  vegna þess að ef að einhver trúir því ómeðvitað að hann  eigi ekki hið góða skilið – og ekki skilið að ná markmiðum sínum,  gerir hann ekki neitt, eyðileggur það þegar það kemur – eða fær enga ánægju út úr þeirri upplifun.
    Ef þú vilt vita hverju þú ert að trúa svona ómeðvitað,  líttu á líf þitt.  Hvernig eru sambönd þín, bankareikningur eða önnur svið?  Þetta er endurvarp af því hvað þér finnst þú ómeðvitað eiga skilið.

    Ef þú hefur ekki staðfest draumasambandið þitt eða eitthvað sem þig langar, er kominn tími til að orkuhreinsa og losa um allar hindranir og stíflur – og þá „trú“ sem tengist UPPRUNA þess að eiga ekki gott skilið, að vera ekki nógu góð/ur eða ekki nógu verðmæt/ur.

    Það er aðeins þá sem þú getur hækkað tíðnina – þannig að hún passi við löngun þína,  lögmál aðdráttaraflsins kemur við hlið lögmál þess að eiga skilið (Law of Deservedness) og sýn þín mun verða staðfest.

    (þýtt af síðunni „Ascended Relationships“ )

    Is what you THINK you deserve in ALIGNMENT with what you FEEL you deserve?</p>
<p>The Law of Deservedness states: </p>
<p>We get only what we subconsciously believe we deserve and no more. When we get more than what we believe we deserve, we will sabotage it or push it away. </p>
<p>We do this in every area of our life – including finances and relationships. The Law of Deservedness is much more powerful than the Law of Attraction because if one does not believe that he subconsciously deserves his desire and vision he will either take no action, sabotage it when he does get it, or simply get no enjoyment from its realization.</p>
<p>If you want to know what you subconsciously believe you deserve then take a look at your life. How are your relationships, your bank account or any other area? That is a reflection of what you subconsciously feel you deserve.</p>
<p>So if you haven't manifested the relationship of your dreams or anything you want it's time to energetically clear any blockages and subconscious beliefs related to the SOURCE of unworthiness, not being good enough and undeservedness. Only then will you be able to raise your frequency and match it to that which you desire, the Law of Attraction will be aligned with the Law of Deservedness and you will manifest what you envision.

„Hvað þykist þú geta?“ ….

Þessi spurning er smá stuðandi, er það ekki? ..

„Ég get það“ – er nýtt námskeið sem ég hannaði úr reynslu/þekkingar/menntunarkörfu minni með djúpum áhrifum frá Louise L. Hay.

„Ég get það“ – er góð staðfesting .. og gott að hafa hana sterka, sérstaklega þegar úrtöluraddir segja „Þú getur það ekki“ – og enn verra er þegar úrtöluröddinn kemur úr eigin huga.

Það er áhugavert að hugsa hvort að þú talar við þig í 1. eða 2. persónu.

Hvort heyrir þú frekar hljóma í höfði þínu, svona þegar þú ætlar þér eitthvað stórt eða breyta til,  „hver þykist þú vera?“  eða „hver þykist ég vera?“  –  „Hvað þykist þú geta?“ eða „Hvað þykist ég geta?“

Af hverju ætli sumir heyri „þú“ –  jú, kannski vegna þess að einhver „velviljaður“ eða „velviljuð“ hefur komið því inn í kollinn þinn – eflaust með þínu leyfi.  Einhver önnur persóna en þú,  en það er óþarfi að álása þessari annari persónu,  því að persónan sem viðheldur þessu ert þú,  en því er hægt að breyta.

Þegar við erum börn erum við voðalega varnarlaus, við erum þó frjáls lengi vel og pælum ekki mikið í því hvað aðrir eru að hugsa eða segja.

Tökum dæmi um tveggja ára barn sem heyrir tónlist, það fer að dilla sér og er svo farið að dansa úti á miðju gólfi.  Barnið nýtur sín og nýtur  tónlistarinnar.  Það er varla að hugsa: „ætli einhver sé að horfa á magann á mér, hann er nú svolitið útstæður“ –  eða „er ég með asnalegar hreyfingar“ – eða „ætli einhver sé nú að dást að mér“ –  en svo gerist það að við förum að vera vegin og metin, og vera viðkvæm fyrir áliti og skoðunum annarra.  Þá annað hvort hættum við að njóta þess að dansa – eða við dönsum bara ef við erum flinkir dansarar með samþykktar hreyfingar.

Já, að minnsta kosti fyrir framan aðra.

Þetta er bara eitt dæmi af mörgum,  en frelsið er þegar við förum að hætta að vera svona upptekin af því hvað öðrum finnst.  Þegar við dönsum, tölum, leikum og lifum án þess að vera með stanslausar áhyggjur af áliti annarra.

„ÉG GET ÞAГ   –  er námskeið fyrir alla/r sem vilja frelsi tl að vera þeir sjálfir – þær sjálfar  (best að nota bæði kynin).

Þegar við erum að koma fram er líka grundvallarregla að vera við sjálf og ekki fara í hlutverk eða setja upp grímu,  – nema við séum hreinlega i leikriti.

Ég ætla að leiðbeina á þessu námskeiði,  en ég hef reynslu af því að kenna tjáningu í framhaldsskóla – reynslu af því að kenna á fjölmörgum sjálfsræktarnámskeiðum hjá Lausninni.

Námskeiðið verður því “ framkomunámskeið með dýpt.“  😉

Hægt er að skrá sig á síðu Lausnarinnar:

http://www.lausnin.is

http://www.lausnin.is/?p=3576

Aldrei og seint að bjarga barni frá neikvæðu hugsanaferli! ..

Þetta er þín lífsganga …

Einu sinni voru froskar að keppa um hverjir gæti klifið upp á topp á ljósastaur.  Þeir lögðu nokkrir af stað upp staurinn og fyrir neðan var hópur froska sem kallaði: „Þetta er ekki hægt,  hættið þessu, þetta er stórhættulegt“ – og fleira í þessum dúr.  Einn af öðrum gáfust þeir upp,  nema einn froskur sem hélt ótrauður áfram og náði toppnum. –  Hann kom sigri hrósandi niður.  –  Hvað hafði þessi froskur sem hinir höfðu ekki? –  Jú hann var víst heyrarnlaus!

Þessi lífsganga er þín, og aðeins þín.  Aðrir geta gengið hana með þér, en engin/n getur gengið hana fyrir þig.  Þú ert ekki bundin/n við mörkin sem aðrir setja þér.  Þú hefur fullt vald yfir eigin lífi, frá og með deginum í dag. 

  1. Það getur aðeins verið ég. –  Hættu að reyna að passa inn í hugmyndir annarra um fullkominn þig.  Vertu hinn fullkomlega ófullkomni þú.  Vertu ÞÚ.   Þegar hlegið er að þér fyrir að vera öðruvísi, hlæðu að viðhlægjendum fyrir að vera öll eins.  Judy Garland sagði:  „Vertu frekar fyrsta flokks útgáfa af sjálfum þér heldur en að vera annars flokks útgáfa af einhverjum öðrum.“   Lifðu eftir þessari yfirlýsingu.  Það er ekki hægt að ganga í annarra manna skóm.  Einu skórnir sem þú getur notað eru þínir eigin.  Ef þú ert ekki þú sjálf/ur,  ertu ekki að lifa lífinu lifandi – þú ert bara  að þrauka lífið.
  2. Þetta er mitt líf og draumar mínir eru þess virði.  – Lífið er annað hvort gengið í  hugrekki eða ekki.  Við getum ekki orðið þau sem við viljum vera með því að halda áfram að gera nákvæmlega það sem við höfum verið að gera. Ef þú hefur ástríðu fyrir einhverju, fylgdu henni eftir, sama hvað öllum öðrum finnst. Þannig rætast draumar.    Vertu heyrnarlaus þegar fólk er að segja þér að þú getir ekki uppfyllt drauma þína.  Eini staðurinn sem markmið þín og draumar eru ómögulegir er í höfðinu á þér.  Hugurinn flytur þig hálfa leið.  Svo haltu áfram og kláraðu þetta.  Láttu drauma þína vera stærri en ótta þinn og gjörðir háværari en orð þín.   Fylgjdu hjarta þínu án tillits til þess sem aðrir segja þér að gera.  Þegar upp er staðið ert það þú sem þarft að lifa við þínar ákvarðanir, ekki þeir.
  3. Allt, bæði gott og illt, eru lexíur lífsins. – Allir sem þú hittir, allt sem þú mætir o.s.frv. – það er allt hluti af þessari lærdómsreynslu sem við köllum líf.  Aldrei gleyma að virða þessa lexíu,  sérstaklega þegar hlutirnir fara ekki eftir þínu höfði.  Ef þú færð ekki starfið sem þú vildir, eða samband gengur ekki upp,  þýðir það aðeins að eitthvað betra býður þín þarna úti.  Og lexían sem þú varst að læra er fyrsta skrefið að því.  Mundu, það eru engin mistök, aðeins lærdómur.   Elskaðu sjálfan þig, treystu á val þitt,  mundu hvað þú átt skilið og haltu áfram.

Grein eftir:  ANGEL CHERNOFF  í minni þýðingu.  Froskasagan í upphafi er eftir einhvern ókunnan og bætti ég henni framan við.

„Ég get það“ … nýtt námskeið í sjálfsrækt ;-)

Vegna fjölda fyrirspurna hef ég ákveðið að vera með sjálfstyrkingar-og tjáningarnámskeið fyrir fullorðna.  (18 ára og eldri).

Námskeiðið er æfing í framkomu, tjáningu um leið og því að nota jákvæðar staðfestingar. –

Ég mun nota bók Louise L. Hay

„ÉG GET ÞAÐ – HVERNIG ER HÆGT AÐ NOTA STAÐFESTINGAR TIL AÐ BREYTA LÍFI SÍNU“     

sem kennslubók, auk þess nota ég eigið efni.

Hvar?  Lausnin, Síðumúla 13, 3 hæð. 

Hvenær?  9. september – 4. nóvember  

Klukkan hvað?  –   17:00 – 19:00  

Hversu oft? 9 skipti x 2 klukkustundur

Hvað verður gert?  Fyrirlestur, æfingar, verkefni, tjáning æfð, framkoma, spuni o.fl.

Hver leiðbeinir?  Jóhanna Magnúsdóttir, guðfræðingur og ráðgjafi Lausnarinnar

Hvað kostar?  Námskeiðið kostar 39.900.-  Námsgögn innifalin.

Dagskrá:

1. vika 9. september –   Kynning Máttur staðfestinga

2. vika 16. september –   Heilsa  (1. kafli) 

3. vika 23. september –   Fyrirgefning (2.kafli)

4. vika  30. september – Velmegun (3. kafli) 

5. vika  7. október – Sköpunargáfa  (4. kafli)

6. vika  14. október – Ástir og sambönd (5. kafli) 

7. vika  21. október – Starfsframi (6. kafli)

8. vika 28. október –   Kvíðalaust líf (7.kafli)

9. vika 4. nóvember – Sjálfsvirðing (8. kafli) 

Louise L. Hay er einn vinsælasti fyrirlesari og lífsráðgjafi í Bandaríkjunum . Louise L. Hay hefur hjálpað fólki um allan heim að bæta lífsgildi sín og viðhorf með því að nota mátt jákvæðra staðfestinga.

Úr bókinni:

„Sumir segja að staðfestingar virki ekki, sem er staðfesting í sjálfu sér,  þegar þeir meina í raun að þeir kunni ekki að nota þær á réttan hátt. Þeir segja ef til vill: „Efnahagur minn fer síbatandi,“  en hugsa samtímis: „Úff, þetta er heimskulegt, ég veit þetta mun aldrei virka.“ 

Hvor staðfestingin haldið þið að verði ofan á?  Sú neikvæða auðvitað vegna þess að hún er hluti af gamalli vanabundinni hugsun um lífið.“ 


„Ef við viljum bæta lífsgildi okkar og viðhorf þurfum við að þjálfa hugann og vera jákvæðari í tali. Staðfestingar eru lykillinn. Þær eru byrjunin á leið okkar til breytingar.“ – 
                                                              – Louise L. Hay

Markmið námskeiðsins er að aflæra gamla vanabundna hugsun, og læra nýja hugsun.

Markmiðið er „Jákvæðari og ánægðari þú og sterk trú á eigin getu.  Trúin á það að eiga allt gott skilið og mega skína. –

Skráning fer fram á vef Lausnarinnar http://www.lausnin.is  en opnað verður fyrir skráningu á næstu dögum. –  Sendið mér tölvupóst johanna@lausnin.is ef þið hafið áhuga á að vera með,   og ég læt vita þegar búið er að opna skráninguna.