Hugleiðsla og slökun á þínum vinnustað … betri tímastjórnun

„Ég hef ekki tíma til að slaka á eða stunda hugleiðslu“ – er viðkvæðið hjá svo mörgum.  En í raun höfum við ekki tíma til að stunda ekki hugleiðslu eða slaka á.“ –

Þegar við spennum okkur of mikið í vinnunni,  er það eins og að þegar við erum að leita að týndu lyklunum í panik-gírnum,  við finnum ekki neitt.   Að sama skapi náum við sjaldan árangri í panik gírnum.

Ef við setjumst niður og slökum aðeins á,  þá birtist oftar en ekki mynd í huga okkar af því sem við leituðum að, alveg eins og með týndu bíllyklana.

Í maímánuði býð ég upp á sérstakt tilboð fyrir vinnustaði, –  „Ró á vinnustað“

Ca. 1/2 tíma hugleiðslu/hugvekju og slökunarstund,  t.d. í hádeginu fyrir starfsmannahópa.

Kynningarverð (á höfuðborgarsvæðinu)  kr. 10.000.-   sama hversu stór hópurinn er 😉 

Upplýsingar og/eða pantanir johanna.magnusdottir@gmail.com

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Frambjóðendur og fyrirmyndir..

Eftirfarandi skilaboðum skellti ég á fésbókarsíðuna mína:

„Afsakið mig fólk, samfélagið þykist allt vera að vinna gegn einelti. Að börn leggi önnur börn í einelti, geri lítið úr eða hæðist að. Nú er allt morandi í háði um frambjóðendur, m.a. á Facebook. Er þetta ekki vandamálið? – Fyrirmyndirnar sem við erum að bjóða börnunum upp á? – Börnin pikka það ekki upp úr einhverju tómarúmi að fara að dæma samnemendur eða hæðast að þeim.“
 
Á sólarhring fékk þessi póstur 65 „like“ og ég tók eftir að þar af var slatti af yngra fólki og sá ég líka, í fljótu bragði,  að þar af afkomendur a.m.k. tveggja sem eru í framboði. –
 
Umræður spunnust á síðunni um að sumt væri skemmtilegt og flestir frambjóðendur ekki viðkvæmir fyrir húmornum,  en það er kannski spurning hvenær húmor verður meinfýsið háð og hvernig eiga börnin að átta sig á þessum mörkum? …
 
Á kostnað hverra eru „skemmtilegheitin“?  
 
Það er sama hversu mörgum eineltisáætlunum er til tjaldað,  ef við hugum ekki að fyrirmyndunum og þá rótum þess að einelti verður til,  þá verður einelti seint upprætt. –  
 
F52E17F2-694E-11E1-94CA-E6AE32D05ADD

Viltu trúlofast ……

…. sjálfri/sjálfum þér? ..

Þetta er vísun í hugmynd sem kviknaði hjá mér við undirbúning námskeiðisins “Lausn eftir skilnað” –  Ég trúi því nefnilega að ein af ástæðunum fyrir því að samband/hjónaband renni út í sandinn sé að við höfum aldrei trúlofast né gefist sjálfum okkur.   Það sé grunnforsenda góðs sambands,  að byrja á því að elska sjálfa/n sig,  virða og treysta. – 

Það er pinku merkilegt að við séum tilbúin að lýsa yfir ást, trausti og virðingu við aðra manneskju – e.t.v. fyrir augliti Guðs, en það er það sem gert er í kirkjunni, – en eiga mjög erfitt með að gefast okkur sjálfum. –

Í hjónavígslu spyr prestur brúðhjónin hvort þau vilji vera hvort öðru trú. –

Hvernig liti þetta út ef við værum að giftast eða gefast sjálfum okkur? –

Nú spyr ég þig:  Er það einlægur ásetningur þinn að ganga að eiga þig?  –  Vilt þú með Guðs hjálp reynast þér trú/r, elska þig og virða í hverjum þeim kjörum sem Guð lætur þér að höndum bera? –

Til að taka þetta alla leið, – þá gætir þú dregið þér hring á hönd til vitnisburðar um ást og trúfesti þína við sjálfa/n þig. – ;-)

Þetta er ekki sjálfs-elska, þessi sem við köllum eigingirni,  þetta er hin raunverulega elska,  því að eftir því sem við náum að þykja vænna um okkur sjálf, – hafa meira sjálfstraust og sjálfsvirðingu verðum við færari um að gefa af okkur og elska, virða og treysta öðrum. –

Lélegt sjálfstraust og léleg sjálfsvirðing skapar óöryggi gagnvart okkur sjálfum OG gagnvart maka okkar eða þeim sem við erum í samskipti við og veikir því sambandið. –

Alveg eins og við viljum að maki okkar sé heilbrigður og hamingjsamur – vill hann að við séum heilbrigð og hamingjusöm.  Það er líka miklu auðveldara að óska öðrum hamingju þegar við erum sjálf hamingjusöm.

Þetta gildir líka um samskipti foreldra og barna.  Alveg eins og við viljum að börnin séu heilbrigð og hamingjusöm,  óska þau  einskis fremur foreldrum sínum til handa.  – Það er niðurstaða mín eftir að hafa tekið viðtöl við hóp unglinga hvers þau óskuðu sér. –  Bein tilvitnun í eina 15 ára stelpu, sem foreldrar sendu í viðtal til mín vegna þess að henni gekk illa í skóla og var vansæl.

“Ég vildi bara óska þess að mamma væri glaðari” –

En hvernig verðum við glöð og hamingjusöm? –  Ég er oft spurð um “tæki” til þess og það var bara á þessu ári sem ég komst að þessari merku niðurstöðu að hamingjan dregur vagninn en ekki vagninn hamingjuna.

– Þ.e.a.s. við verðum að koma okkur í “gírinn”  …byrjunin er að:

elska sig – virða sig – treysta sér – samþykkja sig – fyrirgefa sér og síðast en ekki síst,  þakka fyrir! – (okkur þykir stundum að við höfum ekki neitt til að þakka fyrir, aðstæður okkar séu ómögulegar,  “allt í volli” – en þá þurfum við að líta betur og veita því athygli sem er þakkarvert og ég lofa því að við getum alltaf fundið eitthvað og við byggjum svo ofan á það). –

En ég var að tala um tæki, – sjálf nota ég hugleiðslu og kenni, en tæki sem allir geta notað eru það sem við köllum “daglegar staðhæfingar” – og þær virka! –  Já,  auðvitað virka þær og þú veist það því þú ferð með þær daglega nú þegar!!!  Því miður eru þær oft neikvæðar.  – “Hvað þykist þú vera?” – “Þú ert nú meira fíflið” –  “Mikið er nú ömurlegt veður” – „Ég geri aldrei nógu vel“ – Ég er aldrei nógu _____“  “Ég er að þrauka lífið” – blablabla… alls konar neikvæðar staðhæfingar förum við með á hverjum degi, – kannski ekki alltaf upphátt,  en svona undir niðri.  Stundum förum við í vorkunnargírinn, “Alltaf er ég að gera allt fyrir alla og enginn að gera neitt fyrir mig” .. “Af hverju hringir enginn?”  “Af hverju er maðurinn minn svona leiðinlegur og gerir mig ekki hamingjusama?” ..

Ég ætla ekki að halda áfram. – En síðasta setningin skiptir máli, þ.e.a.s. þessi setning um að ætlast til að aðrir hvort sem það er maki eða vinir geri okkur hamingjusöm.  Enn og aftur komum við að því að við VERÐUM að byrja á okkur sjálfum. –  Hamingjan kemur innan frá – fyrst og fremst,  umhverfið hjálpar til,  það er óþarfi að neita því,  – en t.d. manneskja sem virðir sig og elskar, hún lætur ekki bjóða sér neitt bull og óvirðingu og setur mörk.

En nú er komið að jákvæðu staðhæfingunum,  staðhæfingunum til að geta farið að elska sig og virða. – Það þarf að endurforrita, – taka út það gamla sem hefur virkað til niðurrifs og e.t.v. einstaka vírusa sem hafa læðst inn á harða diskinn! –  Við þurfum að fara að tileinka okkur það sem við höfum lesið í öllum sjálfshjálparbókunum og smellum upp á vegginn okkar á Facebook.  Því að það er sama hvað við lesum mikið – ef við notum það ekki,  er það svipað og að mæta í líkamsræktarsal og horfa bara á tækin og vera svo þvílíkt stolt af okkur að mæta í ræktina.

– Hugrækt vinnur eins.

 (já frá þessum tímapunkti ef þú ert ekki þegar byrjuð/byrjaður,  getur þú valið að taka yfir hugsun þína og breyta henni frá neikvæðri yfir í jákvæða). –  Þú þarft að sortéra frá það sem er uppbyggilegt og það sem er niðurbrjótandi og setja það síðarnefnda í svartan plastpoka og fara með það í  Sorpu eða endurvinnsluna. – Tíminn er kominn til að endurbyggja sjálfa/n sig.

Endurtaktu jákvæðar staðhæfingar, aftur og aftur og gerðu þær að þínum sannleika. –  Dropinn holar steininn. –

Hættu viðnáminu, líka gagnvart öðrum – hættum að vera dómhörð í eigin garð og annarra.  Samhygð er mesti þroskinn. Samhugur með sjálfum sér og öðrum.  Það tekur svaka orku að vera sífellt neikvæður í eigin garð og annarra og það er svo mikil hindrun í því að vera hamingusöm og að elska okkur! –

Kannski ekki skrítið að mörgum finnist þau þreytt, úrvinda og tóm.  Það er svo mikil orka sem fer í það að elska okkur EKKI! ..

Nú er tíminn til að setja orkuna í það að elska og leyfa kærleikanum – ástinni –  að flæða. –

Við þurfum að vera þolinmóð,  þó þetta komi ekki eins og barbabrella.  Við erum búin að taka okkar tíma í að elska okkur ekki og því getur það tekið  tíma að snúa við ferlinu. –

Leyfum okkur að hugleiða jákvæðu staðhæfingarnar og upplifa þær. – En veitum því líka athygli þegar við förum að finna ástæður til að trúa þeim ekki. –  (Er þetta fíflalegt? Kjánalegt? Væmið?)

Er ekki allt í lagi að nota ný “meðul” ef að þau leiða til hamingju þinnar? –  Við megum ekki berja okkur niður þegar við förum að vinna að gleðinni, hamingjunni – elskunni í eigin garð. –

Hið náttúrulega og eðlilega er að elska sig. – Þannig vorum við sem börn, en það gerðist bara eitthvað á leiðinni.  Einhver sagði eitthvað sem varð til þess að við fórum að efast að við værum ekki elsku verð.  –  Stefnan er að komast í okkar eðlilega ástand. – Ástand þar sem við dæmum okkur ekki,  ekki frekar en barnið sem liggur í vöggunni og virðir fyrir sér fingur sinna.  – Það er ekki að dæma þá vonda eða góða,  bara að virða þá fyrir sér því þeir eru þarna. –

(Sjálfs)hatur og niðurbrot getur verið hið algenga þó það sé ónáttúrulegt  – en ástin  er hið eðlilega eða náttúrulega ástand.

Eftirfarandi eru svo staðhæfingar sem þarf að hafa yfir á hverjum degi til að koma sér í eðlilegt/náttúrulegt ástand. – (mæli með því að prenta  þessar staðhæfingar út og lesa þær upphátt fyrir sjálfa/n sig á hverjum morgni og helst kvöldi líka, en bara ef þú vilt!) .

1. Ég samþykki mig af fyllstu einlægni
2. Ég fyrirgef mér fyrir mistök mín og neikvæðar hugsanir í fortíð, nútíð og framtíð
3. Ég elska mig skilyrðislaust
4. Ég elska sál mína
5. Ég elska huga minn
6. Ég elska líkama minn
7. Ég samþykki að nota mistök mín og óhöpp sem dýrmæt tækifæri til að læra
8. Ég geri mitt besta og mitt besta er nógu gott
9. Ég á skilið að vera hamingjusöm/hamingjusamur
10. Ég á allt gott skilið
11.  Ég á skilið að elska sjálfa/n mig
12. Ég á skilið að þiggja ást frá öðrum
13. Ég er minn besti vinur/ mín besta vinkona
14.  Ég tek gagnrýni af æðruleysi og þakklæti
15. Ég er sjálfsörugg/ur og hef góða sjálfsvirðingu
16. Ég fagna því að vera einstök manneskja
17.  Ég geri það besta úr hverri stund og úr hverjum aðstæðum
18.  Ég treysti sjálfum/sjálfri mér
19.  Ég nýt þess að vera með sjálfum/sjálfri mér
20.  Ég tek ábyrgð á eigin líðan
21.  Ég er stolt/ur af sjálfri/sjálfum mér
22.  Ég er siguvegari
23.  Ég er stolt/ur af árangri  mínum í lífinu og líður vel með bæði það sem hefur gengið vel og illa.
24.  Ég er skemmtileg/ur og ég skemmti mér
25.  Ég er góð manneskja.

Hamingjan er lykilinn – og lykillinn er ekki einhvers staðar þarna úti eða í annarri manneskju,  – þú ert lykillinn. –

Þess vegna megum við ekki fókusera svona á að aðrir geri eitthvað fyrir okkar hamingju, – heldur taka ábyrgð á eigin hamingju og eigin lífi. –

“Success is not the key to happiness. Happiness is the key to success. If you love what you are doing, you will be successful.”
– Albert Schweitzer

Þessi pistill er blanda af eigin hugleiðingum og því sem ég hef pikkað upp af netinu,  listinn er t.d. fenginn að láni, með smá breytingum – en öll erum við í þessu saman, og hamingja mín er hamingja þín.  – Svo skínum fyrir hvert annað! –

Því spyr ég aftur:

–  Vilt þú með Guðs hjálp reynast þér trú/r, elska þig og virða í hverjum þeim kjörum sem Guð lætur þér að höndum bera? –

Minni á nýtt námskeið sem byrjar 11. maí – „Lausn eftir skilnað“ fyrir konur –   sjá nánar http://www.lausnin.is

562085_364664146931546_146189222112374_996249_1945055447_n

Játning – og rauður kjóll …

Ég sé svo oft að fólk er að játa ýmislegt – hvernig því hefur liðið, hvernig það hefur hugsað og oft höldum við að við séum þau einu í heiminum sem hugsum eða framkvæmum eitthvað sem í daglegu tali er talið „kjánalegt“ .. eða kannski svolítið „heimskulegt?“ ..  

Sumir játa aldrei þeir horfi á Júróvisjón – en hafa samt lúmskt gaman af, þó ekki sé nema stemmingunni sem myndast í kringum það.

Játningin mín felst í fatakaupum þetta árið.

Síðasta ár var ég svo blönk og um leið svo óþurfandi fyrir fatnað að ég keypti mér ekki snitti á sjálfa mig.  Ekki skó og ekki föt, – jú, sokkabuxur minnir mig að ég hafi keypt.  Held ég sé örugglega ekki að fara með rangt mál.

En hvað um það – ég sagði frá því hér í pistlunum mínum hvernig dótturdóttir mín þriggja ára valdi rauða úlpu á ömmu sína í janúar og amma hafði gott af því að vera i rauðu. 

Sú stutta hafði áður spurt: „amma kan du godt lide sort?“ ..  enda var ég svartklædd frá toppi til táar.

Fyrsti kjóll ársins var þó svartur –  keyptur á Kastrupflugvelli, en það var kjóllinn sem ég notaði í útför dóttur minnar.  – Hann smellpassaði og ég átti akkúrat mátulega margar danskar krónur fyrir honum í veskinu mínu, upp á aur! ..

En nú kemur játningin. 

Ég keypti mér hárauðan,  næstum neonrauðan kjól í vikunni, – og ætla að nota hann í kvöld í Borgarnesi – þar sem ég flyt fyrirlestur á vegum Símenntunar Vesturlands um „Betra líf“  en það er sá sami og ég er búin að flytja í Búðardal og á Grundarfirði. –  Að vísu verður hann aldrei alveg „sá sami“  því að áheyrendur móta líka hvernig fyrirlesturinn verður.  Það er sameiginlegur andi sem myndast milli mín og áheyrenda og/eða þátttakenda.

Kjóllinn verður s.s. frumsýndur! .. og með „Betra Líf“ Páls Óskars í bakgrunni. – 

Innblásturinn af því að kaupa kjólinn var myndin „Love is all you need“ en það var ein af „yndlingsfilmer“ hjá Evu minni sem fór að sjá hana tvisvar í bíó og þar var leikkonan Susanne Bier í þessum fallega rauða kjól, að vísu mun dekkri en mínum.  Þar leikur hún konu sem hefur misst hárið og annað brjóstið eftir krabbameinsmeðferð og þó að minn missir sé ekki sýnilegur utan á mér,  þá er það svolítið svoleiðis að missa barnið sitt.

En eins og ég hef margítrekað ætla ég ekki að hætta að njóta lífsins, eða þess sem er í boði.  Árið mitt verður „Rautt“  en ekki „Svart“ ..

Ég er ekki hrædd við það sem koma skal og ég fer inn í 2013 sterkari en nokkurn tímann. – 

Þeir sem þekkja til skíðamennsku í ölpunum vita að brekkurnar eru merktar bláar – rauðar og svartar.   Svartar eru þær erfiðustu og bröttustu.

Til að fara svartar brekkur þarf að hafa líkamlegan styrk, tækni og ekki síst andlegan styrk.   Þó að líkamlegi styrkurinn og tæknin séu til staðar – þá er vonlaust að fara logandi hrædd/ur í brekkuna.   Sumir taka þá bara skíðin af sér og skríða niður eða snúa við.

Ég fer svörtu brekkuna í rauða kjólnum! .. 😉

Hugrekki er það sem ég tileinka mér núna,  – já, já – það eru alls konar andleg áföll að koma,  erfiðleikar koma,  en vonandi er ég og mín fjölskylda búin með skammtinn í bili – „come what may“ .. 

Ég tek á móti því í rauða kjólnum,  en rautt er litur heilags anda og ég leyfi honum að hjálpa mér við að brjótast undan þungri og stundum kæfandi skel sorgarinnar. heart-of-stone-default

 

 

 

 

 

 

Þrír konfektkassar borðaðir í meðvitundarleysi …

Í fríhöfninni var tilboð á konfekti, þrír fyrir einn og ég taldi það upplagt að kaupa þrjá kassa og ég gæti gefið þá í jólagjafir.

Ég lá í mjúka græna sófanum mínum og horfði á einhverja Disney föstudagsmynd og vorkenndi mér að vera ein,  ég var einmana og taldi að allir aðrir væru að hafa það kósý heima, pör sætu hönd í hönd o.s.frv. – heilinn virkar bara stundum þannig.

Ég átti a.m.k. svolítið bágt (að eigin mati).

Ég gekk eins og í leiðslu inn í eldhús og skimaði eftir einhverju sætu að borða,  ég passaði mig að kaupa ekki kex eða sælgæti því að ég vissi að það færi bara ofan í mig, síðan á rass, maga og læri  og ég yrði óánægð með mig.  Svo var víst talað um að sykur væri eitur og heilinn færi í þoku við þetta,  eða eitthvað svoleiðis.

En hvað um það,  þegar svo kom að því að  ég ætlaði að grípa í konfektkassana þrjá fyrir jólin voru þeir allir tómir uppí skáp.

Ég hafði sem sagt „læðst“ í einn þeirra – ákveðið að fórna honum,  „ég átti það svo skilið“ en einhvern veginn enduðu þeir allir tómir.

Á námskeiði haustið 2010 sá ég fyrst bókina „Women, Food and God“ – og svo hoppaði hún í fangið á mér einhverju síðar.  Þar segir Geneen Roth frá reynslu sinni,  hvernig m.a. hún fyllir í tómu tilfinningapokana með mat,  hvernig hún reyndi m.a. „svarta kúrinn“ til að grennast en hann var „sígarettur, kók og kaffi“ og það tókst – jú hún varð grönn, en auðvitað hvorki heilbrigð né hamingjusöm,  en hún var að leita eftir báðu.   Hún segir frá „Röddinni“  sem glymur inní okkur sem segir að við séum aldrei nógu góð,  hver við þykjumst vera og þar fram eftir götunum.  Hún segir frá ferðalaginu frá okkur og mikilvægi þess að lifa „í okkur sjálfum“.. sem er í anda þess að það að þekkja Guð er að þekkja sjálfa sig.   Hún segir auðvitað margt, margt fleira – og hvernig hún,  með því að ná sátt við sjálfa sig og búa til nýja vana „habit“  sem fólst í því m.a. að borða m. meðvitund náði hún því að vera í sinni „náttúrulegu“ þyngd,  auk þess að hún hætti að vega sig og meta skv. útliti og tölum á vigt.

Þegar ég lokaði þessari bók var eins og ég hefði verið frelsuð,  – frelsuð frá kúrum, frelsuð frá því að skoða hamingju mína út frá tölum á vigt,  og það var dásamlegt.

Ég var mjög grönn sem barn og unglingur,  of grönn og þurfti aldrei að hafa áhyggjur af mataræði, helst að ég reyndi að bæta á mig ef eitthvað var.

Ég man í rauninni ekkert hvenær ég fór að fitna,  ég eignaðist barn 19 ára gömul og kom í þröngu buxunum mínum heim af fæðingardeildinni svo ekki var það þá.

Ég bætti einhverju á mig milli tvítugs og þrítugs – var alltaf grönn en þar byrjaði ég að upplifa það að vera „feit“ – og ekki nógu „flott“ ..  það byrjaði einhver ósátt,  ekki nógu grannt mitti,  ég vildi vera „fullkomin.“ ..

Það voru ytri aðstæður,  erfiðleikar í sambandi, og kannski bara einhver ófullnægja í sjálfri mér sem olli því að ég fór að hugga mig með mat.  Mér þótti alltaf gott að borða en var alltaf, já ég meina alltaf að tala um megrun og að grenna mig.

Ég byrjaði ung að fara í  kúra og „átak“ og þau hafa verið svo mörg sl. 30 ár  (eða þar til ég frelsaðist)  að ég hef ekki tölu á þeim.   Ég las alls konar ráð,  ég tók losandi til að léttast og var meira að segja ánægð ef ég fékk ælupest því þá léttist ég.   Ég náði þó aldrei að fara út í anorexíu eða búlemíu þó að ég hafi verið á jaðrinum.

Ég var haldin þeirri hugmynd að verðmæti mitt fælist í því hvernig ég liti út.   Hversu grönn ég væri.

Þegar ég var unglingur sagði vinkona mín við mig að hún vildi hafa útlit annarrar vinkonu okkar og persónuleikann minn.   Ég móðgaðist.  – Já,  ég var niðurbrotin.  Ég gat ekki verið ánægð með hrósið.  Það sem ég heyrði bara „Þú ert ekki falleg“…  Sjálfstraustið,  hjá þó þessari ungu konu með sterka persónuleikann var ekki meira en það.

Ég var í jójó – megrun í tuga ára.  Það rokkaði upp og niður um einhver kíló.   Geneen Roth segir frá því að hún hafi misst hundruði kílóa í gegnum æfina,  það hef ég líka gert.  Það vita flestir sem hafa reynt megranir – að þegar aftur bætist á bætist meira við en þegar leiðangur hófst,  og þá líður manni eins og að falla í prófi,  eins og fallista.

Síðan ég las „Women, Food and God“  hef ég bætt heilmiklu lesefni og fróðleik  við,  því að sú hugmyndafræði dugar ekki ein og sér.   Ég hef lesið mikið og kynnt mér í sambandi við meðvirkni,  í sambandi við skömm og berskjöldun,  o.fl. o.fl.

Ég hef beint orkunni í að skoða orsakir þess að ég borða þegar ég vil ekki borða.  Hlustað á tilfinningarnar og skilið hvar ég lærði að hugga mig með mat.  Það lærum við að vísu flest í uppeldinu,  það er þessi oral huggun sem kannski byrjar með snuði,  sumir sjúga sígarettur og vindla,  aðrir setja stútinn í munninn og svo er það maturinn eða sælgætið.

Það er bæði þessi huggun og svo hjá sumum er það „fixið“ – því auðvitað líður manni öðruvísi í líkamanum þegar efni eru sett í hann.

Það er skammgóður vermir að missa piss í skóna,  og þessi „huggun“ er álíka því að svo fer pissið að lykta og gerir manni vont.

Ég vildi miðla reynslu minni og uppgötvunum frá Geneen Roth,  og tengja það við grunnmódelið um meðvirkni,  en þá er það líka spurningin „Af hverju?“

„Af hverju geri ég ekki það sem ég vil gera?“ ..

Ég fann gífurlega góðan fyrirlestur frá frönskum sálfræðingi sem heitir Sophie Chiche sem fjallar um nákvæmlega þetta.   Hún talar um „svarthol“ sem við lendum ofan í,  á miðri leið og við snúum við, gefumst upp.

Hún segir að það sem stoppi okkur sé m.a. að við gerum annað fólk að „Guði skoðana okkar“ –  Við teljum okkur ekki eiga skilið að ná árangri (röddin) –  o.fl.

En það sem hún vekur einnig athygli á er „You have to see your pain to change“.. þ.e.a.s. þú verður að sjá sársauka þinn til að breyta.

Sophie missti tugi kílóa og var spurð hvað hún hefði eiginlega gert,  hún svaraði „ég gerði ekkert,  ég bara breytti tilveru minni“ –  eða „I shifted my state of Being“ ..

Hún segir líka frá því að hún hafi verið alin upp við að vera boðið „Nutella“ þegar henni leið illa.

Ég þekki þetta af eigin raun – að borða ofan í tilfinningarnar mínar,  þetta hömluleysi og að verða ekki södd, hversu mikið sem ég borða.   Að gleypa í mig og gleyma að ég hafi verið að borða og njóta þannig ekki matarins.  Að aka í hamborgarabúllu og kaupa hamborgara og franskar þegar ég mætti óréttlæti og deyfði mig þannig með mat í staðinn fyrir að upplifa tilfinningar sem ég þurfti í raun að upplifa.

Ef ég færi eftir leiðarljósum Geneen Roth,  þá myndi ég auðvitað ekki gera það því að eitt af hennar sjö leiðarljósum eða nýjum siðum er að borða alltaf við borð.

Hún og Paul McKenna hafa líka þá sameiginlegu reglu að njóta matarins.  Það að njóta þýðir ekki át eins og þegar við liggjum afvelta á aðfangadagskvöld,  heldur að borða með vitund,  ekki í meðvitundarleysi.   Finna ilminn,  borða hægt,  skynja matinn og já .. njóta.

Hvernig við borðum er í raun ein birtingarmynd af því hvernig við lifum.  Við getum „gleypt“ í okkur heiminn án þess að njóta eða taka eftir því sem við erum að gera. –

Við getum keyrt hringveginn án þess að virða fyrir okkur fjöllin og sólarlagið.  Við erum jú búin að fara hringinn,  en hvað stendur eftir? –

Það er margt í mörgu og líka þessum fræðum.

Ég segi að allir þurfi að taka ákvörðun,  ef þú ætlar að fá þér marengskökusneið ekki borða hana með samviskubiti.

Ekki hugsa við hvern munnbita „ég á ekki að vera að þessu“ –  því þá hleður þú ekki bara á mjaðmirnar, rassinn eða lærinn – heldur hleður þú skömm inn á þig yfir því að ráða ekki við þig,  þú ert farin/n að gera það sem þú vilt ekki gera.

Skömminn er þung að bera og oft þyngri en nokkur kíló.

En til að fara að stytta mál mitt.

Við borðum ekki öll yfir okkur eða of mikið af sömu ástæðum,  en matur og tilfinningar er mjög tengt.   Sumir verða fíklar í mat – og spurningin er þá hvort hún er einungis líffræðilegs eðlis eða líka félagsleg eða andleg? –   Ég held að í mörgum tilfellum sé það bæði.

Ég veit það að þegar ég er í jafnvægi – og lifi í æðruleysi hef ég minni þörf fyrir hið ytra.  Ég er fullnægð,  hef nóg og er nóg.  Ég nýt þess að borða og hætti þegar ég er ekki svöng lengur.   Eftir því sem mér líður betur með mig,  er sáttari við mig og elska mig meira og geri hlutina af því ÉG vil það ekki vegna þess að til þess er ætlast af mér,  eða til að fylla inn í staðla.

Ég hvet líka til þess að fara út að ganga á réttum forsendum, ekki vegna þess að ég Á að fara út eða VERÐ að fara út,  heldur vegna þess að ég elska mig svo mikið og langar að gera mér gott og fá ferskt loft og NJÓTA útiveru. –  Auðvitað þurfum við stundum svolítinn aga til að byrja nýja siði,  að breyta úr gömlum vana yfir í nýjan vana,  en yndislegt ef sá nýi gerir okkur gott.

Markmiðið mitt með námskeiðunum mínum: er m.a.  „heilsa óháð holdarfari“ (Anna Ragna)   og „sjálfstraust óháð llíkamsþyngd“  (Sigga Lund)  .. að fara að njóta matar (lífsins)  (Geneen Roth og Paul McKenna)  Sjá hvað veldur þér sársauka (Sophie Chiche og meðvirknimódelið)  Hreinsa út skömm (Brené Brown).

Hamingjustuðullinn skal upp 😉 ..  hamingjusamari þú:  þarft minna af hinu ytra og lifir í sátt og öðlast innró ró og lífsfyllingu og þarft því ekki lengur að fylla á „tómið“ þegar það er ekki tómt lengur.  Það er fullt af lífi, gleði, ró, ást og trausti .. til þín. 

Námskeiðið „Í kjörþyngd með kærleika“  varð til upp úr þessu öllu saman, –  þar tengi ég saman menntun mína,  þekkingu á meðvirkni og eigin lífsreynslu.   Ég létti engan, ég breyti engum,  það er í höndum þeirra sem taka þátt og stundum er þetta námskeið aðeins fyrsta skrefið að breyttu hugarfari,  sumar hafa náð hugmyndafræðinni og haldið áfram – og ég hef fengið meldingar eins og að þær hafi náð „draumavigtinni“  eða þarna hafi þær áttað sig á því hvað þær raunverulega vildu.  Þetta byggist á þátttakandanum að opna fyrir og vera tilbúin að henda af sér gömlu hugsununum – þessum útrunnu eins og „ég get ekki“ – „ég á ekki allt gott skilið“  „mér mistekst“  o.s.frv. –   Í þessari vinnu eins og allri vinnu þar sem við erum að breyta þurfum við að aflæra og læra upp á nýtt.   Ýta á delete og setja inn nýjan hugbúnað.   Eða eins og Sophie Chiche sagði „I shifted my state of being“ ..

Besta leiðin við að ýta á „delete“ er að tjá sig um tilfinningar sínar,  fá útrás og ekki bæla inni eitt né neitt.  Það er gert í trúnaði og kærleika.

Við verðum líka að vera raunsæ og þekkja okkur, – ef við VITUM að einn súkkulaðimoli veldur því að það verða margir á eftir,  þá verðum við að skera súkkulaði út af okkar lista.  Því sá matur sem við getum engan veginn borðað með meðvitund verður að fara út af okkar matseðli,  alveg eins og áfengissjúklingur tekur alkóhól út af sínum lista.

Nýtt námskeið „Í kjörþyngd með kærleika“  er að hefjast á laugardag kl. 13:00 sjá http://www.lausnin.is  og enn er hægt að skrá sig.

„Mæli með þessu námskeiði. Það gerði mér ótrúlega gott og er stór varða á lífsleið minni :)“ Ólöf María Brynjarsdóttir.

Kannski er svona námskeið aldrei annað en varða á lífsleið,  en hvað er betra en varða þegar maður er svolítið áttavilltur?  Munum líka að fíkn er flótti, hvað ertu að flýja?

Meira lesefni þessu tengt – http://www.elskamig.wordpress.com

21-the-world

Þykir þér vænt um heiminn? –  Hvað viltu gera til að vernda hann? – Myndir þú hella eiturefnum í jörðina? –  Ertu umhverfisverndarsinni? –   Hvað ef að þú værir heimurinn,  myndir þú hugsa betur um þig?

Þú ert heimurinn. 

Vertu breytingin sem þú vilt sjá í heiminum.

Vanmátturinn í ofbeldinu …

Þeim sem líður vel, eru sátt, glöð, hamingjusöm, fullnægð – með sig og sitt,  hafa ENGA ástæðu til að beita ofbeldi.

Þeir sem leggja aðra í einelti, hljóta að vera tómir, leiðir, óöryggir – vegna þess að það að ráðast á eða leggjast á aðra manneskju fyllir upp i eitthvað sem þá vantar.

Dæmi eru til að þeir sem taka þátt í einelti geri það til að beina athyglina frá sjálfum sér svo að þeir verði sjálfir ekki lagðir í einelti.

Það þarf mikinn styrk, – sjálfsstyrk og sjálfsvirðingu til að beita EKKI ofbeldi eða geta sleppt því að gagnrýna eða setja út á annað fólk.

„Vá hvað þessi er feit“ ..  raunverulega er sagt „sjáðu hvað ég er mjó“ ….

Ef þú lemur aðra, hæðir eða níðir þá ertu ósátt/ur við sjálfa/n þig.

Sá sem er sterkastur beitir ekki ofbeldi,  hvorki líkamlegu né andlegu,  hvorki orða né þagnar.

Ofbeldi er í raun vanmáttur og ekkert okkar er algjörlega laust við að beita ofbeldi,  þó við áttum okkur ekkert endilega alltaf á því að við séum að gera það.

Hinar ljúfustu mæður beita ofbeldi – og traustustu feður beita ofbeldi,  yfirleitt vegna vankunnáttu í samskiptum eða eigin vanmáttar.

Ofbeldi er keðjuverkandi.  Pabbi er leiðinlegur við mömmu,  mamma við barnið.  Eða mamma við pabba,  pabbi við barnið.  Skiptir ekki alveg máli hvaða leið,  en þarna eru sömu lögmál og við ástina og kærleikann,  – ef að einhver veitir þér kærleika ertu líklegri til að veita honum áfram.

Þegar við upplifum skömm vegna einhvers,  okkur líður illa, við höfum leyft einhverjum að komast undir skinnið okkar og særa okkur, við upplifum okkur einskis virði, þá  kemur það oftar en ekki fram á kolröngum stöðum, – jafnvel gagnvart saklausum símasölumanni sem slysaðist til að hringja í númerið þitt þó það væri merkt með rauðu.

Þegar rætt er um ofbeldi (og í raun hvað sem er) er alltaf gott að í staðinn fyrir að horfa út fyrir og benda á alla sem eru ómögulegir og eru að beita ofbeldi og leggja í einelti,  að horfa inn á við og spyrja sig:

„Hvaða ofbeldi er ég að beita?“ …

Við verðum að sjá sársauka okkar til að gera breytingar,  viðurkenna þennan vanmátt.

Lausnin er að fara í gang með enn eitt námskeiðið „Lausn eftir skilnað“  – í þetta sinn fyrir konur,  en vonandi hægt að setja upp karlanámskeið með haustinu.

Þessi pistill yrði allt of langur ef ég færi út í að segja frá allri þeirri vanlíðan og öllum þeim vondu og sársaukafullu tilfinningum sem kvikna við skilnað,  hvort sem skilið var „í góðu“ eða illu. –  Vanlíðan leiðir oftar en ekki af sér hegðun sem við erum ekkert endilega stolt af,  hegðun gagnvart maka, og þá bitnar það á þeim sem síst skyldi – börnunum.

Ég leyfi mér að fullyrða að flestir foreldrar beiti börn sín ofbeldi einhvern tímann í skilnaðarferlinu. –  Ofbeldi með orðum í flestum tilfellum.

Reiðin,  jafnvel hatur gagnvart fyrrverandi er því ráðandi afl,  og allt gengur út á það að hann/eða hún megi ekki vera hamingjusamur eða söm,  ef þú ert það ekki.  Þá eru settar hindranir,  truflanir og alls konar töfrabrögð sett í gang.

Töfrabrögð  og truflanir sem oftar en ekki bitna á börnunum,   og auðvitað bitna þessir hlutir á þér sjálfri/sjálfum,  það eru auðvitað heldur ekki alltaf börn í spilinu,  því að reyna að særa eða meiða aðra eða gera þeim lífið erfitt verður manni sjálfum aldrei til framdráttar.

Sjálfsvirðing er lykilorð í þessu, – því það er gott að geta horft til baka eftir skilnað og hugsað;  „Mikið er ég fegin að ég fór ekki út í þennan slag,  eða niður á þennan „level“ ..

Nú er ég búin að skrifa þetta hér að ofan,  en minni þá um leið á það, enn og aftur að við erum mennsk, og særð manneskja hefur tilhneygingu til að særa aðrar manneskjur,  eins og sú sem er full af ást hefur tilhneygingu til að elska aðrar manneskjur.

Fyrirgefðu þér ef þú hefur misst þig, öskrað, sagt ósæmilega hluti sem voru þér ekki samboðnir,  –  en gerðu þér ljóst að það er ekki fyrr en að ásökunarleiknum „the blaming game“  lýkur og þú viðurkennir vanmátt þinn og veikleika að þú ferð að upplifa upprisu sálar þinnar og getur farið að finna fyrir bata í lífi þínu.

ELSKAÐU ÞIG  nógu mikið til að sleppa tökunum á því sem færir þér aðeins óhamingju.

Lifðu ÞÍNU lífi ekki annarra.

Hægt er að skrá sig á námskeiðið „Lausn eftir skilnað“  á http://www.lausnin.is   – einnig minni ég á námskeiðið   „Í kjörþyngd með kærleika“   sem hefst 13. apríl nk. og vinnur í raun með sömu lögmál,   því að halda í fyrrverandi maka eða rangan maka er eins og að halda í mat sem er manni óhollur.

Ath.  Það að segja „Ég elska mig“ hefur ekkert með egóisma eða sjálfsupphafningu að gera, – aðeins það að viðurkenna að við erum okkar eigin elsku verð og það er forsenda fyrir því að geta  elskað aðra á jafningjagrundvelli.

Við erum hvorki meiri né minni en næsta manneskja og „samanburður er helvíti“ eins og Auður jógakennari komst svo skemmtilega að orði akkúrat þegar ég var í hópi liðugra kvenna og var með móral vegna, eigin stirðleika 😉 ..

Fókusinn minn var þá líka týndur,  ég átti ekkert að vera að pæla í hvað hinar gátu eða hvernig þær voru heldur bara að vinna í að styrkja minn líkama og innri konu,  það er víst trixið á svo mörgum stöðum.

Ef við erum tætt útum allt – með hugann í öllu hinu fólkinu þá komumst við seint heim til okkar sjálfra.

En þú veist að þú ert sá/sú sem á hægust heimatökin við að bjóða þér heim til þín sjálfs/sjálfrar.

Bolli til sölu

Konur sem beita ofbeldi ..

Eftirfarandi grein er eftir Dr Tara J. Palmatier, PsyD,  – af einhverjum ástæðum er mun algengara að horfa í ofbeldi af hendi karlmanna gagnvart konum, kannski vegna þess að það er meira uppi á yfirborðinu, augljósara eða kannski er þessi hegðun ekki flokkuð undir ofbeldi?

En greinin er hér í minni endursögn/þýðingu.  Ég skrifa þetta í þeirri fullvissu að það þarf tvo til að deila, – og stundum má segja að báðir aðilar séu „ofbeldismenn“ .. eða kunna a.m.k. alls ekki góð samskipti.

En hér er greinin:

Öskrar kærastan þín á þig, hrópar á þig eða bölvar þér?  Líður þér eins og þú getir ekki talað við neinn um samband ykkar vegna þess að enginn myndi skilja þig?  Líður þér eins og hægt og bítandi sé sambandið að gera þig sturlaðan?

Ef þér líður þannig gæti verið að þú sért í sambandi við konu sem leggur þig í tilfinningalegt einelti (emotional bully).   Flestir karlmenn vilja ekki viðurkenna að þeir séu í ofbeldissambandi. Þeir lýsa sambandinu frekar eins og að konan/kærastan sé brjáluð, tilfinningarík, afskiptasöm eða stjórnsöm, jafnvel að þar séu stanslausir árekstrar.  Ef þú notar svona orð er líklegt að það sé verið að beita þig andlegu ofbeldi.

Þekkir þú eftirfarandi hegðunarmynstur?

1) Stjórnun/einelti (bullying)   Ef hún fær ekki sínu framgengt,  fer allt í bál og brand.  Hún vill stjórna þér og fer út í að lítillækka þig til að gera það. Hún notar ofbeldi orða og hótanir til að fá það fram sem hún vill.  Það lætur henni líða eins og hún sé valdamikil og lætur þér líða illa.*  Fólk með sjálfshverfan  persónuleika stundar oft þessa hegðun.

Afleiðing:  Þú missir sjálfsvirðinguna og upplifir þig sigraðan, sorgmæddan og einmana.  Þú þróar með þér  það sem kallað er Stockholm Syndrome, þar sem þú gengur í lið með andstæðingnum og ferð að verja hegðun hans fyrir öðrum. 

2) Ósanngjarnar væntingar.    Hversu mikið sem þú reynir að gefa, það er aldrei nóg.  Hún ætlast til að þú hættir hverju sem þú ert að gera til að sinna hennar þörfum. Hvaða óþægindum sem það veldur, hún er í fyrsta sæti.  Hún er með ótæmandi væntingalista,  sem enginn dauðlegur maður getur nokkurn tíma uppfyllt.

Algengar kvartanir:  Þú ert aldrei nógu rómantískur, þú verð aldrei nógu miklum tíma með mér,  þú ert ekki nógu tilfinninganæmur, þú ert ekki nógu klár til að fatta hvaða þarfir ég hef, þú ert ekki að afla nægilegra tekna, þú ert ekki nógu.. FYLLTU Í EYÐUNA.  Þú verður aldrei nógu góður vegna þess að það er aldrei hægt að geðjast þessari konu fullkomlega. Enginn mun nokkurn tímann vera nógu góður fyrir hana,  svo ekki taka því persónulega.

Afleiðing:  Þú ert stöðugt gagnrýndur vegna þess að þú getur ekki mætt þörfum hennar og væntingum og upplifun af lærðu hjálparleysi.  Þú upplifir þig vanmáttugan og sigraðan þar sem hún stillir þér upp í vonlausar eða „no-win“ aðstæður.

3) Munnlegar árásir. Þetta útskýrir sig sjálft.   Hún notar alls konar uppnefni,  notar fagorð – vopnuð yfirborðslegri þekkingu á sálfræði.  Notar greiningar, gagnrýnir, hótar, öskrar, blótar, beitir kaldhæðni, niðurlægingu og ýkir galla þína.  Gerir grín að þér fyrir framan aðra, þar með talið börnin þín og aðra sem hún þorir.  Hún myndi ekki gera þetta við þann sem stöðvaði þessa hegðun og segði sér nóg boðið.

Afleiðing:  Sjálfstraust þitt og verðmætamat þitt hverfur.  Þú ferð jafnvel að trúa þessum hræðilegu hlutum sem hún segir við þig.

4) „Gaslighting“ –  „Ég gerði þetta ekki“  „Ég veit ekki hvað þú ert að tala um“  „Þetta var ekki svona slæmt“  „Ég veit ekki um hvað þú ert að tala“ „Þú ert að ímynda þér þetta“ „Hættu að skálda“ .. Ef að konan í sambandinu hefur tilhneygingu til þess að fá köst af „Borderline“ eða sjálfhverfum reiðiköstum –  þar sem æsingurinn verður eins og stormsveipur getur vel verið að hún muni ekki það sem hún sagði eða gerði.  En hvort sem er, ekki efast um að þú munir það sem hún sagði.  Það var sagt og það var vont og ekki efast um geðheilsu þína.  Þetta er það sem kallað er  „crazy-making“ hegðun sem skilur þig eftir í lausu lofti, ringlaðan og hjálparlausan.

mood-swings

5) Óvænt viðbrögð.    Hring eftir hring fer hún.  Hvar hún stoppar veit enginn.  Þennan daginn hegðar hún sér svona og hinn hinsegin. Til dæmis segir hún að það sé allt í lagi að þú sért að senda tölvupóst fyrir framan hana á mánudegi, en á miðvikudegi er þessi hegðun lítillækkandi, tillitslaus, „þú elskar mig ekki“ er sagt og „þú ert vinnualki“ ..en á föstudegi væri þetta allt í lagi aftur.

Að segja að einn daginn að eitthvað sé í lagi og hinn að það sé ekki í lagi er hegðun andlegs ofbeldismanns.  Það er eins og að ganga í gegnum jarðsprengjusvæði þar sem verið er að færa til jarðsprengjurnar.

Afleiðingar:  Þú ert alltaf á nálum, tiplandi á tánum og bíða eftir hvað gerist næst.  Það eru áfallaviðbrögð.  Vegna þess að þú getur ekki spáð fyririrfram i viðbrögð hennar, þar sem þau eru svona ófyrirsjáanleg verður þú ofurnæmur á breytingar í skapinu á henni og mögulegum sprengjum, sem skilja þig eftir í viðvarandi kvíðaástandi og mögulega í ótta.  Það er heilbrigðismerki að vera hræddur við svona ástand. Ekki skammast þín fyrir að viðurkenna það.

6) Stanslaus óreiða.   Hún er háð rifrildum (conflicts). Hún fær orku úr adrenalíninu og dramanu.  Hún gæti mögulega byrjað rifrildi til að forðast nánd,  til að forðast að horfast í augu við ruglið í sér, til að forðast að upplifa sig minni, og hið furðulega, sem tilraun til að forðast að vera yfirgefin.  Hún gæti líka viljandi hafið árekstra til að geta fengið þig til að bregðast við með illu, svo hún fái tækifæri til að kalla ÞIG ofbeldisfullan og HÚN geti leikið fórnarlambið.  Þetta er varnaraðferð sem kölluð er „projective identification“  – eflaust einhvers konar frávarp.

Afleiðing:  Þú verður tilfinningaleg fyllibitta (emotionally punch drunk).   Þú er skilinn eftir ringlaður og skilur ekki upp né niður í hlutunum.  Þetta er mjög stressandi því það þýðir að þú þarft alltaf að vera á verði fyrir árásum.

7) Tilfinningalegar hótanir.  Hún hótar að yfirgefa þig, að enda sambandið, eða snúa við þér bakinu ef þú ferð ekki eftir hennar reglum.  Hún spilar með ótta þinn, berskjöldun þína, veikleika, skömm, gildi, samúð, umhyggju og aðra „hnappa“ til að stjórna þér og fá það sem hún vill.

Afleiðingar:   Þú upplifir þig misnotaðan, þér sé stjórnað og þú notaður.  

8 Höfnun.    Hún virðir þig ekki viðlits, horfir ekki á þig þegar þið eruð í sama herbergi,  það blæs köldu frá henni, heldur sig fjarri, neitar kynlífi, hafnar eða gerir lítið úr hugmyndum þínum, tillögum – og ýtir þér í burtu þegar þú reynir að nálgast.  Þegar hún hefur ýtt þér eins hörkulega í burtu eins og hún getur, reynir hún að verða vingjarnleg við þig, þá ertu enn særður vegna fyrri hegðunar og svarar ekki og þá ásakar hún ÞIG um að vera kaldan og hafna henni.  Þetta notar hún síðar til að halda þér í burtu í framtíðar rifrildi.  

Afleiðingar:  Þér finnst þú óspennandi, og ekki elsku verður.  Þú trúir því að engin önnur myndi vilja þig og heldur þig við þessa ofbeldisfullu konu, þakklátur fyrir hvern jákvæðan umhyggjumola sem af hennar borði sem fellur.

9) Heldur frá þér nánd og kynlífi.   Þetta er einn eitt formið af höfnun og tilfinningalegri kúgun.  Kynlífið er ekki aðal málið, heldur að halda frá þér snertingu, og andlegri næringu.  Undir þetta fellur líka lítill áhugi á því sem skiptir þig máli – á starfinu þínu, fjölskyldu þinni, vinum, áhugamálum og að vera ótengd þér eða lokuð með þér.

Afleiðingar:  Þú ert í  „kaup-kaups“  sambandi þar sem þú verður að gera eitthvað, kaupa handa henni hluti „vera góður við hana“ eða láta eftir kröfum hennar til að fá ást og umhyggju frá henni.  Þú upplifir þig ekki elskaðan fyrir að vera þú, heldur fyrir það sem þú gerir fyrir hana eða kaupir fyrir hana.  

10) Einangrun.   Hún hegðar sér á þann hátt að hún gerir kröfu á að þú fjarlægist fjölskyldu þína, vini þína, eða hvern þann sem gæti borið umhyggju fyrir þér eða veitt þér stuðning.  Undir þetta fellur að tala illa um vini þína og fjölskyldu, vera mjög fráhrindandi við fjölskyldu þína og vini, eða að starta rifrildum fyrir framan þau til að láta þeim líða eins illa og hægt er í kringum ykkur tvö.

Afleiðing:   Þú verður algjörlega háður henni.  Hún fjarlægir utanaðkomandi aðila úr lífi þíni og/eða stjórnar í hversu miklum samskiptum þú ert við þá. Þú upplifir þig innilokaðan og einsamlan, og verður hræddur við að segja nokkrum manni hvað raunverulega gengur á í sambandinu ykkar, vegna þess að þú telur engan trúa þér.

Þú þarft ekki að samþykkja andlegt ofbeldi í sambandi.  Þú getur fengið hjálp eða þú getur endað sambandið.  Flestar ofbeldisfullar konur vilja ekki hjálp.  Þær telja sig ekki þurfa á því að halda.  Þær eru atvinnu fórnarlömb, stunda einelti, – sjálfshrifnar og á jaðrinum. Ofbeldið er í persónuleika þeirra og þær kunna ekki að hegða sér öðru vísi í sambandi.   Eyddu einni sekúndu í viðbót í svona sambandi,  ef að maki þinn viðurkennir ekki að hún eigi við vandamál að stríða og játi að leita sér hjálpar, RAUNVERULEGRAR HJÁLPAR, þá er best fyrir þig að fá stuðning,  fara út og halda þig fjarri.“

Dr Tara J. Palmatier, PsyD

Þetta var grein Dr. Tara J. Palmatier – en eins og þið eflaust sjáið þá virkar þetta í báðar áttir,  ekki þarf að vera um að ræða öll einkennin þarna og ég tek fram að þetta er ekki mín grein, en vissulega væri ég ekki að birta hana nema ég teldi hana eiga fullt erindi.

Karlmenn/konur sem upplifa sig í þessari stöðu geta leitað sér hjálpar hjá Lausninni www.lausnin.is

Það má taka það fram hér að „sjálfhverfan“ gæti verið  sprottin af miklu óöryggi.  Einnig ef að einhverjum tekst að „láta þér líða illa“ ertu ekki að taka ábyrgð á eigin líðan heldur samþykkja það sem hinn aðilinn er að segja um þig.  Ef þú setur ekki mörk og segir STOP ert það þú sjálfur sem ert að „láta þér líða illa“ –  ert s.s. meðvirkur og í grófasta falli haldinn sjálfspíslarhvöt.  Þú telur þig ekki eiga neitt gott skilið, og ert búinn að „kaupa“ það að þú sért ekki verðmætur.

Hlekkur á greinina http://shrink4men.wordpress.com/2009/01/30/10-signs-your-girlfriend-or-wife-is-an-emotional-bully/

Sársauki og ofát …

Ég átti von á barnabarninu mínu í heimsókn, – bjallan hringdi og feðginin voru mætt á svæðið. 

Eva Rós var að koma í pössun og var vön ömmu Jógu, – en í þetta skiptið fór hún að gráta þegar pabbi fór –  því hún var svo nýkomin til hans frá mömmu sinni og fannst þetta skrítið allt og óskiljanlegt.  

Fyrsta hugsun mín? ….

„Hvað get ég gefið henni að borða?“ .. og ætlaði að fara að labba með henni inn í eldhús til að sefa grátinn. 

En sem betur fer var ég „vöknuð“  og áttaði mig alveg á því að hún var ekkert svöng,  hún þurfti bara að fá að gráta smá, fá svo knús og það að amma fullvissaði hana um að pabbi kæmi fljótt aftur – enda virkaði sá pakki alveg ágætlega og fljótlega var hún farin að leika. 

Það þurfti ekki smáköku eða svala sem huggun.

Þegar við finnum til, erum leið eða bara „tóm“ – þá er tilhneygingin að teygja sig í eitthað til að fylla í tómið.  Tómarúmið hið innra sem verður þó seint fyllt með mat eða drykk.

Og þess vegna verðum við ekki södd.

Ég hef verið að bjóða upp á námskeið fyrir konur – ekki komin með karlana ennþá – þar sem farið er í orsakir þess að borðað er þegar við erum ekki svöng. –

Í hefðbundnu aðhaldi, kúrum, átaki eða hvað við viljum kalla það,  er yfirleitt verið að vinna við afleiðingar.  Afleiðingar sem eru umframþyngd. 

Námskeiðið mitt hefur þá nálgun að skoða orsakir eða rætur. 

Ef við vinnum einungis í afleiðingum er það eins og að reita arfa af blómabeði, hann vex aftur.   Það þarf að kafa dýpra, – skoða „Af hverju?“

Sophie Chiche sálfræðingur segir m.a. „You have to see your pain to change“ .. eða „þú þarft að sjá sársauka þinn til að breytast“ .. viðurkenna vandann og átta þig á  honum.  

Markmiðið er s.s. að breyta sjónarhorninu á tilverunni,  upplifa verðmæti sitt án hins ytra og átta sig á því að hamingjan helst ekki í hendur við það að vera mjó/r, hvað þá sjálfstraustið eins og mjög svo oft er hamrað á.

Margar tágrannar manneskjur eru með lélegt sjálfstraust og alls ekki hamingjusamar.

Það er því ekki samasem merki þarna á milli,  en stundum dugar það að ná árangri með kílóin til að fólk upplifi sig sem „sigurvegara“ og þá í einstaka,  ég ítreka einstaka tilfelli nær viðkomandi að hækka sinn hamingjustuðul um leið og þyngdarstuðullinn lækkar.

Málið er að kúrar og átak virka því miður oftast öfugt,  þ.e.a.s. þú nærð mjög líklega tímabundnum „árangri“ hvað kílóin varðar en svo fara þau að hrannast upp aftur og e.t.v. fleiri og þá er stutt í vanlíðan og líða eins og þú sért misheppnuð! .. 

Það þarf því að aftengja vigtina við hamingjustuðulinn!

Ég henti minni vigt fyrir löngu síðan – og það var heilmikil frelsun.

Oft er sársaukaveggur að sannleikanum – en þegar í gegnum hann er komið bíður frelsið. 

Næsta námskeið „Í kjörþyngd með kærleika“  verður haldið laugardag 13. apríl nk.  og í framhaldi eru eftirfylgnihópar  – sem eru nauðsynlegir til að fara í sjálfsskoðun,  orsakir hafa afleiðingar.   Hvað orsakar?  – 

Niðurstaðan í flestum tilfellum er að sú eða sá sem fer að skoða sig er í raun ekki að stunda kærleika í eigin garð og stundar jafnvel hryðjuverk, hvort sem er á líkama eða sál.  

Ath! .. Það að sýna sér kærleika er EKKI að ala sig á mat til að fylla í tómarúm.

Hvað með þig,  þarftu meira að borða (drekka, spila, vinna ..o.s.frv.) eða að umvefja þig kærleika og gefa þér knús?  

Skráning á námskeið er á  www.lausnin.is

403674_246031245475929_123071417771913_546442_1898489367_n

Lúxusvandamál? …

Sá sem er að deyja úr þorsta hefur aðeins eitt vandamál – að hann er þyrstur.

Þegar ég gekk heim úr pósthúsinu í gær, – eftir að hafa skilað af mér tveimur diskum af Ró (sem ég er „by the way“ að selja)  þá hugsaði ég:  „Það er ekkert að“..  öll þessi samskiptavandamál,  að við fólkið getum ekki talað saman án þess að lenda í leiðindum, tala niður til hvers annars, öfundast o.s.frv. – er bara lúxusvandamál. –

Samskipti væru ekki vandamálið ef við værum öll að deyja úr þorsta og það finndist ekkert vatn.  Þá værum við öll bara með það markmið að finna vatn – hugsuðum bara um að fá svalað þorstanum og hugurinn væri upptekinn við það.

En ef hugurinn er ekki upptekinn við að leita vatns,  þá finnur hann eitthvað annað að leita að.  „Líkar þessum við mig?“ –  „Oh hvað þessi er nú leiðinlegur – hann gefur mér aldrei neitt!!“ .. eða við getum hugsað eitthvað vont um okkur sjálf – „Ég er nú meira fíflið“ – eða „Hvað þykist ég vera“ .. „Ég er ekki nógu …… eitthvað“  ..

Við hreinlega framleiðum vandamál í hausnum á okkur,  m.a. vegna þess að við eigum ekki alvöru vandamál.

Þegar við áttum okkur á því HVAÐ SKIPTIR RAUNVERULEGA MÁLI.  Það að fá frískt loft að anda, vatn að drekka, vera verkjalaus…

HAFA HEILSU ..

Þá getum við endurskoðað lífið.

Skiptir það máli hvort einhver gleymir að gefa okkur eitthvað, eða fattar það ekki? –   Skiptir það sem annað fólk gerir eða segir eitthvað máli? –  Getum við ekki bara látið það vera þeirra eigin vandamál, gert okkur grein fyrir því að það er að glíma við sinn huga.

Hvernig losnum við við lúxusvandamál? –

Hættum að ofhugsa – spyrjum hreint út og erum heiðarleg.

Lærum að átta okkur á því sem raunverulega skiptir máli, og rekum burt neikvæðar hugsanir úr kollinum á okkur,  neikvæðar hugsanir um okkur og um aðra.

Eins og segir í laginu „Don´t Worry Be Happy“ ..

Sleppum tökum á því sem ergir okkur,  þurfum ekki að útskýra allt í strimla,  þurfum ekki að vera með „allt á hreinu“ – sættumst við okkur sjálf.

Við hættum að láta annað fólk stjórna tilfinningum okkar,  og vera óörugg um hvað öðrum finnst án þess að fara yfir í öfgar siðblindunnar.   Það er sjálfsagt að taka tillit, en ekki taka þannig tillit að tilvera þín verði afsökun á sjálfri/sjálfum þér.

Ekkert „I´m not Worthy“ eða „Ég er ekki verðmæt/ur“ kjaftæði.   Það er pláss fyrir þig,  þú ert ekki fyrir neinum.   Taktu þitt rými.

Allar manneskjur fæðast með sama verðmiðann, – á því er engin, engin, engin undantekning.   Og ekki reyna að láta segja þér neitt annað.

Stóra vandamálið þitt liggur oftar en ekki í neikvæðri hugsun,  og neikvæð hugsun er lúxusvandamál,  – sem lagast með því að hugsa jákvæðar hugsanir.   Þitt er valið.

Ef það liggja tveir bolir á stólnum þínum á morgnana, annar merktur:

„Fórnarlamb lífsins“  og hinn „Sigurvegari lífsins“ ..  hvorn velur þú?

Auðvitað er fullt af óréttlæti,  en hvað gerir þú það betra með að fara í fórnarlambsbolinn? –

Það eru margar hindranir í lífinu,  – sumar eru mjög raunverulegar, erfiðar, átakanlegar, óbærilegar – ALVÖRU.

En 90 %  af hindrunum eru í kollinum á okkur,  það er enn og aftur hugsanirnar sem hindra, halda aftur af og gera okkur lífið erfitt.

Ef þú losar þig – já hreinlega „dömpar“  þínum lúxusvandamálum,  hver eru þín raunverulegu vandamál? –

Þú gætir spurt;  „hvernig „dömpa“ ég lúxusvandamálunum mínum? – þessum vondu hugsunum í eigin garð og oft annarra?“ –

Þú ferð að elska ÞIG eins og þú ert.  Virða fjársjóðinn innra með þér,  átta þig á því að þú ert jafnverðmæt/ur og allar aðrar manneskjur.   Hvorki meiri né minni.

Hættu að skammast þín fyrir þig og farðu að VIRÐA þig,   því þú ert bara yndisleg,  frábær og náttúruleg manneskja sem er allrar virðingar verð.

Elskaðu þig – samþykktu þig – virtu þig – fyrirgefðu þér – þakkaðu þér … vaknaðu og virtu þig fyrir þér,   mikið ertu dásamleg mannvera.

Dokaðu við,  andaðu djúpt – leyfðu þér að finna það í hjartanu og finndu hvað mörg „vandamál“ leysast upp og verða að engu.

Njóttu þín – þú ert þinn eigin heimur. –

21-the-world

Reka áhyggjur þig í ísskápinn? …

„Einu sinni áleit ég að ef ég hefði nægar áhyggjur væri ég að undirbúa mig undir það versta – svo þegar/ef það gerðist, myndi ekkert koma mér á óvart.  Ég yrði undirbúin.  Hjartasárið yrði ekki eins stórt ef ég hefði áhyggjur.
 
Það sem áhyggjur gera í raun er að þær láta okkur upplifa hið versta aftur og aftur, svo að ef eða þegar það gerist, hefur það gerst tvisvar!   Áhyggjur yfirtaka taugakerfið. 
 
Þær senda þig á harðaspani í ísskápinn til að róa þig niður. Þær halda þér frá því að þú njótir þess sem þú hefur nú þegar á meðan þú ert að hafa áhyggjur af því sem þú hefur ekki.  Haltu áfram að fæla burt áhyggjur, með því að anda djúpt, og svo aftur.  Með því að virða fyrir þér umhverfi þitt. Með því að minna þig á að þessa stundina ertu örugg/ur, elskuð/elskaður og að ÞÚ ert nóg.“
 
(Þýtt frá Geneen Roth, höfundi bókarinnar „Women, Food and God.“  )
 
og minni á námskeiðið „Í kjörþyngd með kærleika“ sem hefst 13. apríl nk.  .. sjá nánar ef smellt er HÉR.
Hjarta