Hið innra verðmæti … ef aðeins…

Þegar ég fór að lesa um meðvirkni og læra, var einn af fyrstu lærdómunum að fara að elska sjálfa mig og meta skilyrðislaust.  Að sjálfsögðu kom annað fólk í framhaldi af því.

Án allra merkimiða, stöðu, stéttar, kyns, kynþáttar,  kynhneigðar,  útlits, fjölskyldu, maka o.s.frv. –

Í bókinni „Facing Codependence“ er talað um „Self-esteem“ og „Other-esteem“ – en við erum að mestu að byggja á þessu „Other“ dags daglega.

Sjálf-svirðing – sjálfs-traust  eða utanaðkomandi -virðing, utanaðkomandi- traust.

Hvað ég ég án titils – stöðu, stéttar,  atvinnu  o.s.frv. –

Hvað er ég ef ég stend eftir ein, nakin og allslaus?  Með ekkert utanaðkomandi?   Er ég einhvers virði?

„Að sjálfsögðu“  myndu margir segja,  en það eru samt önnur skilaboð sem samfélagið sendir oft og virðingin vill oft hanga á merkimiðunum – og ríkidæmið líka.  Við erum rík ef við eigum hús og bíl, fallegan maka og börn.

Hvað með þau sem eiga ekki neitt og ekki heldur börn.  Eru þau fátæk?

Konungsríki Guðs er innra með þér.  Það fæðast allir jafn ríkir og haldast allir jafn ríkir, allt sem kemur að utan er að láni,  eitthvað sem við höfum meðan við lifum þessari jarðvist,   meira að segja „hylkið“ okkar,  líkaminn er fenginn að láni.

Við erum sálir – og sálin er konungsríkið. 

733833_10201743643821718_1138113304_n

Í guðfræðideildinni las ég um mann sem hét Job. Sagan er frekar ljót í raun þar sem Guð og Djöfullinn eru að veðja sín á milli hvort að Job muni formæla Guði. .

Job var talinn réttlátur maður og Job gerði allt rétt,  Job átti fjölskyldu, hús, akur o.s.frv.  og taldi blessun sína vera m.a. þá að hann var trúrækinn.

En í stuttu máli þá missti Job allt sem verðmæti hans og hamingja byggðist á,  fjölskylduna, heimilið,  heilsuna  og meira að segja útlitið því hann var alsettur kaunum.

Job fór í gegnum alls konar ferli, með vinum sínum og með sjálfum sér,  en þessi var hans lokaniðurstaða:

„Ég þekkti þig af afspurn en nú hefur auga mitt litið þig.“ (Job 42.5)

Hann sá ekki Guð fyrr en allt var tekið burtu.

En þurfum við að missa allt til að sjá Guð? –

Nei,  við þurfum bara að líta í spegil – horfast í augu við sjálf okkur, djúpt, djúpt og þakka fyrir.  Horfa inn í sálina og sjá konungsríkið sem er þar.

Trúa. og sjá.

Skáldið Rumi er í miklu uppáhaldi hjá mér og ég sá skilaboð á sivpuðum nótum frá honum,  bara núna í morgun.

I Lost Everything,
I Have Found Myself.

1002176_10151862634988185_1494377873_n

Þetta þýðir ekki að við getum ekki fundið okkur sjálf,  eða komið heim til okkar sjálfra – nema að missa allt hið ytra.  En til þess þarf skilning á að við erum ekki líkami, við erum ekki hið ytra.

Við erum sál.

Mjög verðmæt sál.

Við þurfum ekki að leita langt yfir skammt að verðmæti okkar og ríkidæmi.

Líkami okkar þjónar sálinni og það er okkar að fara vel með þennan þjón,  tala fallega til hans og aldrei, aldrei kalla hann ljótan eða fara styggðaryrðum um hann.  Ekki fremur en við værum að tala við annað fólk.  „Sæl vinkona mín ertu með ljótuna í dag“?  – „Voðalega ertu eitthvað hrukkótt“? –  „Viðbjóðslegt þetta spik á þér“? – 

Hvernig líður okkur eftir svona tal ? –

Sjálfs-ást og virðing er lykill að farsæld – og síðasti lykillinn á kippunni er lykill þakklætis.  Þakklætis fyrir það sem við erum,  jafnvel þó það sé aðeins þessi sál og ekkert annað.

1098040_10151768472411211_208404344_n

Hugsanir eru trú –  „Thoughts are belief“ –  Hverju trúir þú um þig? –

Ef þú trúir ekki að þú sért yndisleg sál – með fullt af tilgangi – tilgangi sem er gleði – gleðina sem vex dag frá degi þegar við þökkum tilveru sálarinnar og við þökkum allt hið smáa,  eins og kom fram í pistlinum hér á undan.

Ef þú trúir ekki á þig og guðsríkið hið innra með þér – getur verið að þú þurfir að skipta  út hugsunum þínum um þig – að þú þurfir að skipta um trú? – 

Ef aðeins þú sæir verðmæti þitt og fegurð með augum þessa máttar – þessarar orku og uppsprettu alls,  sem sum okkar kalla Guð,  þá er óþarfi að missa nokkurn skapaðan og óskapaðan hlut úr lífinu – þá nærðu að sjá.

Takk fyrir að lesa verðmæta sál.

Já þú  ❤

„Elskan mín, ástin mín ….skammastu þín“..

Þessi orð rifjuðust upp fyrir mér í morgun, – vegna þess að þetta er kjarninn í aðferðafræði margs ofbeldismannsins – og kvendisins.

Laða að sér viðkomandi með fallegu orðfæri og skjóta svo í návígi.

Svona tala lika margir í umræðunni um samkynhneigð.

„Ég elska samkynhneigða, margir eru vinir mínir, – en ojbara það sem þeir gera.  Það misbýður mér.“.

Andlegt ofbeldi er dauðans alvara.

Gay Pride gangan – sem útleggst Gleðigangan á Íslandi,  er ganga gengin í stolti yfir – sað fólk fái að vera það sem það er ..   og þar með talið: „Gay“  .. Gangan er ÝKT – það fer ekki á milli mála,  Ýkt í litum, áróðri og gleði fyrir mannréttindum hinsegin fólks.

Fólks sem er ekki „svona“  – heldur „hinsegin“ og  sem  þarf vonandi ekki lengur  að pæla í því hvort það leðir maka sinn, kyssir eða faðmar á almannafæri.

Það er ekki langt síðan að ég var með unga konu í viðtali sem var kvalin af skömm yfir að vera að koma út úr skápnum sem samkynhneigð.  Hún var í sambandi við aðra sem var enn inni í skápnum og gat ekki hugsað sér að mæta samfélaginu eða fjölskyldunni.

Samt hrópar fólk að öllu sé náð,  samkynhneigð hafi fengið sína jafngildu hjónavígslu viðurkennda og þá eigi það bara að vera heima hjá sér.  Púnktur.

Þrátt fyrir þessi lög eru enn prestar INNAN þjóðkirkju sem hafa samviskufrelsi til að vígja ekki samkynheigð pör.

Það eru komin ýmis lög sem eiga að tryggja jafnrétti kvenna og karla en er jafnrétti náð? –  Getum við lagt hendur í skaut og bara andað léttar?

Hvað með launamun?   Jafnfrétti er ekki náð og þar er víða pottur brotinn og takið eftir að það er líka gagnvart karlmönnum.  Jafnréttisbaráttan er ekki bara kvennabarátta.

Nei,  við viljum ekki að fólk þurfi að ganga um bæinn með hauspoka vegna kynhneigðar sinnar.

Ég sagði áðan að gangan væri ýkt – hún er ganga gleði og stolts,  sem er andstæðan við óhamingju og skömm.

Ég hef skrifað ófáa pistlana um áhrif skammar á fólk, það að skammast sín fyrir sjálfan sig er eins og að vera með krabbamein á sálinni.

Sjálfsvígshugsanir eru algengar hjá fólki sem lifir með skömm,  og ef ekki það þá er það oft farið að finna alls konar verki og einkenni,  – hvers kyns eða kynhneigðar sem það er.

Skömmin lækkar ánægjuvogina – og gleðin og hamingjan er skert.

Þessi pistill er m.a. ákall til þeirra sem ekki þola Gay Pride og hafa áhyggjur af upprennandi kynslóð að sú ganga muni skemma börnin, eins og fram hefur komið í umræðunni.  Ákall til þeirra sem eru enn að veifa viðvörunarflagginu gagnvart hommum, lesbíum, transgender o.s.frv.

EInn af fyrstu hommunum sem kom út úr skápnum á Íslandi flúði land.  Við höfum sannarlega komið langa leið – en göngunni er ekki lokið.

Börnin verða ekki samkynheigð við það að horfa á tvo karlmenn kyssast, ekki frekar en að verða gagnkynheigð yfir því að horfa á konu og karl kyssast. –

Fólk sem á erfitt með Gay Pride gönguna er oft fólk sem hefur alist upp við fordóma gagnvart því að vera hinsegin og er hreinlega ekki vant því og finnst það óþægilegt.

Er það vandamál hverra?

Ég styð Gay Pride – sem er andsvar við Gay-Shame, eða skömminni sem troðið hefur verið upp á fólk vegna kynhneigðar.

Skömmin er það sem skemmir – það að skammast sín fyrir sjálfa/n sig. 

Elskan mín,  ástin mín,  þú þarft ekki að skammast þín – þú ert elskuð/elskaður „all the way“ .. 

Já líka þú sem finnur til þegar að Gay Pride gengur fram hjá þér,  því kannski líður þér bara illa og þarft að skoða af hverju þér finnst þetta óþægilegt.  Prógrammið þitt er þannig,  þú hefur verið þannig alin/n upp – en þær tilfinningar eru ekki þú,  fordómar eru ekki meðfæddir.  Hvorki i eigin garð né annarra.

Kynhneigð er meðfædd.

Hörðustu gagnrýnendur eru oft þau sem enn eru inni í skápnum.

Virðum litrófið. 

Elskum meira og óttumst minna.

Rainbow_flag_and_blue_skies

Viltu auka flæðið? …

Hver er þín innri stífla?

Ekki veit ég hvort það er til mælikvarði á innri hindranir – en sumir segja að hindranir í lífi okkar séu að mestu leyti þær sem koma innan frá.

Við leyfum hinu góða ekki að gerast – vegna þess að einhvers staðar í undirmeðvitund trúm við ekki að við eigum gott skilið, og við spyrnum því oft við eða skemmum fyrir sjálfum okkur.

Það er líka kúnst að sleppa tökunum á því sem þjónar okkur ekki lengur.

Að sjálfsögðu kemur margt að utan sem við höfum ekki neinn möguleika á að breyta,  og besta dæmið um það er veðrið.  Við getum ekki stjórnað veðrinu, en við getum – eða höfum möguleika – á að kyrra storminn hið innra eða bæta á sólina hið innra.

Við tölum oft um það að tala frá hjartanu – eða láta hjartað ráða.

Hvernig eigum við að gera það ef við erum stífluð niður í hjarta?

Nú fer haust í hönd,  og námskeiðatíminn að byrja.

Ég ætla að bjóða upp á hugleiðslunámskeið þar sem fókusinn verður á hið aukna flæði.

Flæðið felst í því að vera ekki sín eigin hindrun,  losa um þetta „ég“  ..

Lifa í óttaleysi – trausti – kærleika.

Námskeiðið styður aðra almenna sjálfsrækt, þar sem verið er að vinna að innri frið, ánægju, elsku og gleði.

Markmið:  Meiri lífsfylling og gleði. 

Boðið verður upp á tvær tímasetningar:

Þriðjudagskvöld kl. 16:45 – 17:45.

eða

Miðvikudagskvöld kl. 16:45 – 17:45

vinsamlegast takið fram (við pöntun hvorn tímann þið veljið)

Námskeiðið verður 4 skipti  og verður fyrsti tími  þriðjudag  10. september og miðvikudag 11. september nk.

Staðsetning: Síðumúli 13, 3. hæð

Verð:  6.800.-  

Leiðbeinandi:  Jóhanna Magnúsdóttir,  guðfræðingur og ráðgjafi hjá Lausninni.

Skráning fer fram á heimasíðu Lausnarinnar –  www.lausnin.is og verður opnað fyrir hana eftir helgina (13. ágúst)

Nánari fyrirspurnir á johanna(hja)lausnin.is

Ath!  ef þú hefur ekki tök á að koma á námskeið hef ég diskinn Ró til sölu þar sem farið er í hugtök æðruleysisbænarinnar,  hægt er að nálgast hann hjá Lausninni Síðumúla 13,  eða hjá mér – sendið póst á johanna(hja)lausnin.is og ég sendi hvert á land (eða utanlands) sem er.

Verð á disknum er 2000.-  krónur

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Að sleppa – að leyfa – að treysta … lykill að innra friði

Við verðum aldrei ánægð nema að eiga frið innra með okkur.

Tileinkað þér sem þarft á því að halda:

Við höfum tilhneygingu til að leita að þessum frið hið ytra.

Þegar við verðum tóm hið innra,  þá er svo skrítið að við förum út á við að leita í staðinn fyrir að leita inn á við.

Leggðu hönd þína á brjóst þér og leyfðu henni að vera þar í a.m.k. mínútu.  Lyftu hendinni svo frá brjóstinu og segðu: „Ég leyfi“ ..

Það er þarna einhvers staðar sem „tómið“ er sem þarf að heila og virkja og sjá,  tómið sem ekki er tómt.  Þú þarft bara að fylla það af sjálfri/sjálfum þér.

Vitandi það að ástvinir þínir, farnir sem lifandi gefa þér sína orku um leið og þú leyfir það og vitandi það að Guð gefur þér sína orku um leið og þú leyfir það.

Ekki loka!

Með því að segja „Ég leyfi“ – ertu að hleypa hinu góða að, þessu sem þú ert búin/n að hindra allt of lengi.  Hleypa því inn í líf þitt sem er gott og virkja líka þína eigin innri orku og getu.

Þú ert kraftaverk. 

Leyfðu þér að vera það.

Slepptu tökunum á því sem hindrar þig og heldur aftur af þér.  Slepptu og sjáðu að þegar þú sleppur þá grípur Guð keflið – hættu að halda í það og streðast svona.

Treystu Æðra mætti – þú getur ekki borið heiminn á herðum þér, eða alla sorg heimsins.

Þú þarft að fá tækifæri til að vera þú svo þú þjónir þínum tilgangi á jörðinni,  allir hafa tilgang með því að vera einstakir – ekki með því að líkja eftir eða reyna að vera eins og einhverjir aðrir.

Þakka fyrir þig – og LEYFÐU þér að finna þinn frið og Guðs frið.

Sleppum – Leyfum og Treystum

Ekki vera með þann hroka að treysta sjálfum/sjálfri þér betur en Guði eða reyna að stjórna Guði.

„Verði þinn vilji“ er eina bænin og við bjóðum Guðs vilja velkominn og þökkum þá heilun sem við fáum,  þökkum þegar við finnum að það fer að streyma um okkur,  þökkum þegar stíflurnar losna, verkirnir minnka, sorgin sefast, vonin vaknar.

Við erum ekki ein.

Við erum ljós af ljósi.

Ljósið er sterkara en myrkrið,  því að um leið og þú kveikir á ljósinu er ekki lengur myrkur.

Ekki fela ljósið þitt – mig langar að biðja þig um að sýna mér það,  ég þarf á því að halda. 

Takk  – þú ert yndi.

„Hvað þykist þú geta?“ ….

Þessi spurning er smá stuðandi, er það ekki? ..

„Ég get það“ – er nýtt námskeið sem ég hannaði úr reynslu/þekkingar/menntunarkörfu minni með djúpum áhrifum frá Louise L. Hay.

„Ég get það“ – er góð staðfesting .. og gott að hafa hana sterka, sérstaklega þegar úrtöluraddir segja „Þú getur það ekki“ – og enn verra er þegar úrtöluröddinn kemur úr eigin huga.

Það er áhugavert að hugsa hvort að þú talar við þig í 1. eða 2. persónu.

Hvort heyrir þú frekar hljóma í höfði þínu, svona þegar þú ætlar þér eitthvað stórt eða breyta til,  „hver þykist þú vera?“  eða „hver þykist ég vera?“  –  „Hvað þykist þú geta?“ eða „Hvað þykist ég geta?“

Af hverju ætli sumir heyri „þú“ –  jú, kannski vegna þess að einhver „velviljaður“ eða „velviljuð“ hefur komið því inn í kollinn þinn – eflaust með þínu leyfi.  Einhver önnur persóna en þú,  en það er óþarfi að álása þessari annari persónu,  því að persónan sem viðheldur þessu ert þú,  en því er hægt að breyta.

Þegar við erum börn erum við voðalega varnarlaus, við erum þó frjáls lengi vel og pælum ekki mikið í því hvað aðrir eru að hugsa eða segja.

Tökum dæmi um tveggja ára barn sem heyrir tónlist, það fer að dilla sér og er svo farið að dansa úti á miðju gólfi.  Barnið nýtur sín og nýtur  tónlistarinnar.  Það er varla að hugsa: „ætli einhver sé að horfa á magann á mér, hann er nú svolitið útstæður“ –  eða „er ég með asnalegar hreyfingar“ – eða „ætli einhver sé nú að dást að mér“ –  en svo gerist það að við förum að vera vegin og metin, og vera viðkvæm fyrir áliti og skoðunum annarra.  Þá annað hvort hættum við að njóta þess að dansa – eða við dönsum bara ef við erum flinkir dansarar með samþykktar hreyfingar.

Já, að minnsta kosti fyrir framan aðra.

Þetta er bara eitt dæmi af mörgum,  en frelsið er þegar við förum að hætta að vera svona upptekin af því hvað öðrum finnst.  Þegar við dönsum, tölum, leikum og lifum án þess að vera með stanslausar áhyggjur af áliti annarra.

„ÉG GET ÞAГ   –  er námskeið fyrir alla/r sem vilja frelsi tl að vera þeir sjálfir – þær sjálfar  (best að nota bæði kynin).

Þegar við erum að koma fram er líka grundvallarregla að vera við sjálf og ekki fara í hlutverk eða setja upp grímu,  – nema við séum hreinlega i leikriti.

Ég ætla að leiðbeina á þessu námskeiði,  en ég hef reynslu af því að kenna tjáningu í framhaldsskóla – reynslu af því að kenna á fjölmörgum sjálfsræktarnámskeiðum hjá Lausninni.

Námskeiðið verður því “ framkomunámskeið með dýpt.“  😉

Hægt er að skrá sig á síðu Lausnarinnar:

http://www.lausnin.is

http://www.lausnin.is/?p=3576

Aldrei og seint að bjarga barni frá neikvæðu hugsanaferli! ..

Það er ekki langt að fara til Reykhóla – Hugvekja flutt í léttmessu á Reykhóladögm.

Sól inni, sól úti, sól í hjarta, sól í sinni.

Og Gleði, Gleði, Gleði … allur pakkinn bara.

Hug-vekja er það sem ég er komin til að flytja í dag,  og þar sem ég á það til að taka hlutina mjög bókstaflega,  þá er það það sem markmiðið mitt er með því með því að tala hér í dag,  það er að vekja hugann.  En mig langar að bæta um betur og vekja ekki aðeins hugann,  heldur líka uppáhaldið mitt og það er hjartað.

Kannski er ég bara að vekja mitt eigið hjarta með að tala svona beint út frá því og vonandi um leið ykkar hjörtu. –

Ég lagði af stað frá Húsi andanna á föstudagseftirmiðdag,  en það kalla ég litla húsið mitt á Framnesveginum sem er statt í bæjarhluta hinna „Lattelepjandi lopatrefla“ eins og sumir kalla 101 Reykjavík.

Ferðinni var heitið á Hvanneyri þar sem fjarbúðarmakinn minn býr ásamt tveimur heimasætum og einum hundi,  en á leiðinni keypti ég tvær ljósaperur skv. fyrirskipun bóndans því bæði framljósin tóku upp á því að gefa upp öndina nokkurn veginn samtímis og hef ég ekki lent í eins miklu blikki síðan ég var sautján ára!

Þegar komið var á Hvanneyri greip bóndinn perurnar og fór með perurnar út, en ég skellti mér bara í sófann hjá eldri heimasætunni að horfa á Ellen.  Einhvern tíma tók þetta,  enda veit ég að það þarf að taka framhjólin undan til að skipta um þessar perur  og þá fór ég út og sá þá að bíllinn var kominn á tjakkinn hjá nágrannanum á móti,  og ég fór yfir til að fylgjast með.   Þessi nágranni hefur oftar en ekki reynst hjálplegar í hinum ólíkustu aðstæðum,  og þegar ég fór að ræða þetta við bóndann,  rifjaði hann það upp með mér að fólk væri bara svona á svæðinu! –  Já,  það er rétt,  það eru einhvern veginn allir að rétta hvorum öðrum hjálparhönd.   Það er okkar upplifun af Borgarfirðinum – og Skorradal.

Um kvöldið, eftir grill og „chill“ – í Skorradalnum,   rúllaði konan á bílnum með nýju ljósunum upp í Munaðarnes til systra sinna og átti með þeim gott kvöld.  –  Gerðum sólarhyllingu úti á palli,  enda erum við þakklátar sólinni sem biður aldrei um neitt,  og skín á okkur án þess að ætlast til nokkurs í staðinn.

Sólin biður ekki um endurgjald fyrir geisla sína.

En hvert erum við komin? – Enn í Munaðarnesi – eigum við ekki að drífa okkur til Reykhóla?   Jú,  – ég lagði af stað frá Huldukoti, sumarbústað samnefndrar Huldu systur nákvæmlega 12:07  (en ég ákvað að taka tímann því ég hélt þetta yrði svo svaaaakalega langt).

Veðrið var náttúrulega bara dásemd, og ég fékk fiðring í ljósmyndafingurinn,  en það er fingurinn sem ég nota á símann minn til að taka myndir,  og fyrsta stopp var í Grábrókarhrauni við afleggjarann að sumarbústað stórfjölskyldunnar og þar tók ég mynd og smellti beina leið inn á fésbókina – með yfirskriftinni „On my way“ – en hefði kannski átt að bæta við nánari upplýsingum – eða „to Smokey Hills“ – 😉

Það fór ekki á milli mála að hátíð var í gangi í Reykhólasveitinni því að þegar ég fór að nálgast sá ég plastaðar heyrúllur skreyttar rauðum hjörtum.  –   Reyndar hafði ég rekist á algjörlega náttúrulega hjartamynd fyrr á ferðalaginu,  þar sem ég sá hjartalagaða snjódyngju í einu fjallinu.   Ég ákvað að það væri „merki“ til mín.

Það er nefnilega svo gaman að fara að „vakna“ þ.e.a.s. að horfa í kringum sig og sjá allt það fallega.  Sjá skýin,  sjá fjöllin og himininn.  Það er hægt að keyra allan hringinn í kringum Ísland án þess að sjá nokkurn skapaðan hlut! –

Í fyrirlestrunum mínum hef ég verið að sýna fram á þennan mun og mikilvægi að njóta þess sem við erum að gera.  Ef við erum t.d. að borða,  þá eigum við helst að njóta þess að borða.  Ekki borða marengstertuna með skömm og samviskubiti.  –

Taka einn bita – segja svo: „ég ætti ekki að vera að þessu“ – taka annan bita – „oh nú verð ég alltof feit“ –  taka þriðja bitann – „æ sykur fer svo illa í mig.“  ..

Fyrir utan að þetta er hundleiðinlegt,  þá er óhollt að vera með samviskubit.  Svo annað hvort er að gera og njóta eða sleppa því alveg! –   Já,  líka að keyra hringinn!

En ég var sem betur fer ekki að keyra hringinn, ég var að keyra til Reykhóla og svo var ég bara komin! – Á slaginu 13:45.  Það er sko ekki langt að fara til Reykhóla! 😉

Það fer auðvitað allt eftir á hvernig það er litið.  Það er t.d. lengra að keyra hringinn,  það er lengra að keyra frá Reykjavík til Egilsstaða, svo það er bara stutt svona „miðað við“ ýmislegt annað.   Svo er það bara stutt þegar það er svona gaman á leiðinni,  verið að hlusta á hugvekjudisk og semja hugvekju á leiðinni! ..   Það er stutt þegar þú ákveður að njóta ferðarinnar í staðinn fyrir að væla og kvarta yfir hversu langt þetta er.

Það er þetta með blessað viðhorfið og valið.  Neikvætt viðhorf er ein mesta fötlun mannlegrar tilveru.  Það er svo miklu, miklu betra að gera alltaf það besta úr aðstæðum hverju sinni.  Sætta sig við það sem er og vinna út frá því svo við fáum nýjan vöxt.

Á leiðinni hugsaði ég nefnilega líka svolítið um fyrirgefninguna –  þessa gjöf sem við gefum sjálfum okkur til að sleppa fólki og til að sleppa undan aðstæðum sem okkur líkar illa.   Að fyrirgefa þýðir ekki að við samþykkjum einhverja gjörð,  við bara sleppum henni því við getum engu breytt svona aftur í tímann.

Gleði, gleði, gleði og sagði ég ekki áðan að við værum komin til Reykhóla?  Þar er fjólubláa hverfið með Tinky Winky og appelsínugula hverfið með alls konar appelsínugulu dóti og sveitin fyrir utan er rauða hverfið meðal annars með hjartaskreyttum heyrúllum eins og áður hefur komið fram.

Heimafólk hefur virkilega lagt sig fram við undirbúning, keppt er í alls konar greinum og ég mæti Elínu vinkonu minni og presti staðarins þar sem dráttarvélafimin er að fara í gang.  Það skal tekið fram að dráttarvélar eru ekki að keppa,  heldur fólk á dráttarvélum.

Við fengum okkur göngu um svæðið og fljótlega varð ég  vör við að ég var ekki aðeins komin til Smokey Hills eða Reykhóla,  heldur til Beverly Hills því að búið var að strengja borða yfir eina götuna með númerinu 90210 eða „nænótúvonó“  sem er tákn fyrir samnefnda sjónvarpsþætti.

Gleði, gleði, gleði – það er gleði að hoppa í hoppukastala, það er gleði að keppa í baggakasti og gleði að skreyta hús og götur í alls konar litum.

En stundum dugar ekkert svona,  stundum ertu bara í fýlu í hoppukastala og litirnir gleðja ekki tilveru þína.  Af hverju er það?

Ef þú kreystir appelsínu færðu ekki út bláberjasaft,  svo við notum nú litina í hverfunum á Reykhólum!

Ef þú kreystir appelsínu færðu út appelsínusafa.

Það skiptir máli hvað við höfum hið innra.  Erum við með gleði hið innra,  eða erum við kannski bara reið eða sorgmædd? –   Kannski full af gremju, eða hefnigirni vegna þess að við höfum ekki náð að sleppa tökunum á einhverju? –

Hver manneskja, svona nokkurn veginn komin á aldur,  segjum bara 18 ára aldurstakmark eins og var á dinnernum og ballinu í íþróttahúsinu í gærkvöldi,  hver svona manneskja ber ábyrgð á sinni gleði.    Það er hægt að skemmta sér eða láta skemmta sér.   Reyndar minntist veislustjórinn á kvöldskemmtuninni í gær á það að honum finndist fólkið á Reykhólum tilbúið til að skemmta sér en væri ekki í þessum „skemmtu mér“ gír.  Gaman að hann skildi taka það fram.

Viðhorfið okkar skiptir máli, – við þurfum stundum að „rísa yfir“ leiðindin og sjá í gegnum fingur okkar.   Stilla fókusinn á það sem er jákvætt og af hinu neikvæða.  Stilla fókusinn á það sem við höfum en ekki það sem okkur vantar.  Stilla fókusinn á það sem við viljum en ekki það sem við viljum ekki.

Viðhorf – fókus,  það er nokkurn veginn það sama.  Það er hvernig við horfum,  með jákvæðni og uppbyggingu í huga eða með neikvæðni og niðurbroti.   Hugsum aðeins út í það.

Það vilja fæstir fá á sig stimpilinn „fúll á móti“ – vera sá eða sú sem sér hindranir í öllum sköpuðum hlutum.   Á prestsetrinu sá ég blað með biskupnum okkar á forsíðunni,  reyndar var það hið feykivinsæla tímarit „Fréttabréf Biblíufélagins“ og þar stendur:  „Sá getur allt sem trúir“.. er það ekki bara?

Auðvitað skiptir máli á hvað þessi aðili trúir.

Sum okkar hafa tamið sér að trúa á óttann.  Þau óttast alla skapaða hluti.  Önnur trúa á efann og eru í sífellu að sá efasemdarfræjum,  það er auðvitað eins og þessi neikvæði einstaklingu sem sér hindranirnar.

En það var víst hann Henry Ford sem sagði: „Hvort sem þú trúir því að þú getir það eða getir það ekki hefur þú rétt fyrir þér.“ –   Þegar við setjum okkur markmið þá er svo mikilvægt að trúa því að það gangi upp.   Það þýðir ekki að við þurfum eitthvað að rembast,  heldur akkúrat öfugt.  Við tökum ákvörðun og förum af stað að vinna í því sem okkur langar,  ekki í örvæntingu eða einhverjum látum,  heldur bara af yfirvegun og LEYFUM hlutunum að koma til okkar,  því þegar við treystum og gerum hlutina af öryggi þá er mun líklegra að þeir gangi vel,  heldur en þegar við erum í vafa eða vantrausti og förum að vera okkar eigin hindrun.

Þetta er pinku „djúpt“ – en einfaldasta leiðin til að útskýra þetta er að sjá lífsfarveginn okkar sem blómabeð.  Með ákvörðunum okkar sáum við fræum og við ræktum beðið okkar og hugsum um það.  En við verðum að treysta Guði sem elskar okkur skilyrðislaust,  bara svona eins og sólin,  til að sjá um vöxtinn og treysta því að upp úr jörðinni spretti blóm og jafnvel tré.   Ef við erum óþolinmóð förum við auðvitað að krafsa í jörðina og kíkja í beðin og kannski skemma fyrir.

Gleði, gleði, gleði og enn erum við á Reykhólum og stödd í kirkjunni á þessum fallega sumardegi.

Það þurfti að taka hjólin af Hondunni minni til að setja í ljósin perurnar.   Ég held að það sé ekki svo djúpt í „perurnar“ okkar,  og ekki svo flókið að vekja okkur,  hver og ein og hver og einn þarf í raun að kveikja á sinni peru,  þó stundum þurfi góðan „nágranna“ til að aðstoða.

Við getum kallað það að vakna – eða að kveikja á perunni þegar við erum að átta okkur, eða verða meðvitaðri.  Þegar við förum að taka eftir,  taka eftir okkur sjálfum og veita okkur athygli.  Þegar við förum að sjá það sem við eigum ÖLL innra með okkur,  en lokum sum hver á það.   Þegar við lokum á það er eins og það sé slökkt á því og því náum við alls ekki að skína eða finna það sem við eigum hið innra.

Við eigum ÖLL, hvert og eitt okkar,  GLEÐI, ÁST og FRIÐ  –  en til að njóta lífsins út í ystu æsar þurfum einmitt að eiga þetta.

Þetta er mikilvægasta eign okkar fyrir utan andardráttinn sem Guð gaf.

Við Íslendingar höfum svo sannarlega kynnst því að það er ekki alltaf sól úti.   Við höfum enga stjórn á hinni ytri sól,  en við getum valið að taka sólina inn í hjartað og við getum valið að hleypa sólinni í hugann.

Gleði, gleði, gleði ..

Gleði er valkostur

Hvort sem við erum í kirkju eða hoppukastala – njótum lífsins.

Sól úti, sól inni, sól í hjarta, sól í sinni, sól bara sól.

995746_10201078032966742_569294661_n

Þetta er þín lífsganga …

Einu sinni voru froskar að keppa um hverjir gæti klifið upp á topp á ljósastaur.  Þeir lögðu nokkrir af stað upp staurinn og fyrir neðan var hópur froska sem kallaði: „Þetta er ekki hægt,  hættið þessu, þetta er stórhættulegt“ – og fleira í þessum dúr.  Einn af öðrum gáfust þeir upp,  nema einn froskur sem hélt ótrauður áfram og náði toppnum. –  Hann kom sigri hrósandi niður.  –  Hvað hafði þessi froskur sem hinir höfðu ekki? –  Jú hann var víst heyrarnlaus!

Þessi lífsganga er þín, og aðeins þín.  Aðrir geta gengið hana með þér, en engin/n getur gengið hana fyrir þig.  Þú ert ekki bundin/n við mörkin sem aðrir setja þér.  Þú hefur fullt vald yfir eigin lífi, frá og með deginum í dag. 

  1. Það getur aðeins verið ég. –  Hættu að reyna að passa inn í hugmyndir annarra um fullkominn þig.  Vertu hinn fullkomlega ófullkomni þú.  Vertu ÞÚ.   Þegar hlegið er að þér fyrir að vera öðruvísi, hlæðu að viðhlægjendum fyrir að vera öll eins.  Judy Garland sagði:  „Vertu frekar fyrsta flokks útgáfa af sjálfum þér heldur en að vera annars flokks útgáfa af einhverjum öðrum.“   Lifðu eftir þessari yfirlýsingu.  Það er ekki hægt að ganga í annarra manna skóm.  Einu skórnir sem þú getur notað eru þínir eigin.  Ef þú ert ekki þú sjálf/ur,  ertu ekki að lifa lífinu lifandi – þú ert bara  að þrauka lífið.
  2. Þetta er mitt líf og draumar mínir eru þess virði.  – Lífið er annað hvort gengið í  hugrekki eða ekki.  Við getum ekki orðið þau sem við viljum vera með því að halda áfram að gera nákvæmlega það sem við höfum verið að gera. Ef þú hefur ástríðu fyrir einhverju, fylgdu henni eftir, sama hvað öllum öðrum finnst. Þannig rætast draumar.    Vertu heyrnarlaus þegar fólk er að segja þér að þú getir ekki uppfyllt drauma þína.  Eini staðurinn sem markmið þín og draumar eru ómögulegir er í höfðinu á þér.  Hugurinn flytur þig hálfa leið.  Svo haltu áfram og kláraðu þetta.  Láttu drauma þína vera stærri en ótta þinn og gjörðir háværari en orð þín.   Fylgjdu hjarta þínu án tillits til þess sem aðrir segja þér að gera.  Þegar upp er staðið ert það þú sem þarft að lifa við þínar ákvarðanir, ekki þeir.
  3. Allt, bæði gott og illt, eru lexíur lífsins. – Allir sem þú hittir, allt sem þú mætir o.s.frv. – það er allt hluti af þessari lærdómsreynslu sem við köllum líf.  Aldrei gleyma að virða þessa lexíu,  sérstaklega þegar hlutirnir fara ekki eftir þínu höfði.  Ef þú færð ekki starfið sem þú vildir, eða samband gengur ekki upp,  þýðir það aðeins að eitthvað betra býður þín þarna úti.  Og lexían sem þú varst að læra er fyrsta skrefið að því.  Mundu, það eru engin mistök, aðeins lærdómur.   Elskaðu sjálfan þig, treystu á val þitt,  mundu hvað þú átt skilið og haltu áfram.

Grein eftir:  ANGEL CHERNOFF  í minni þýðingu.  Froskasagan í upphafi er eftir einhvern ókunnan og bætti ég henni framan við.

„Ég get það“ … nýtt námskeið í sjálfsrækt ;-)

Vegna fjölda fyrirspurna hef ég ákveðið að vera með sjálfstyrkingar-og tjáningarnámskeið fyrir fullorðna.  (18 ára og eldri).

Námskeiðið er æfing í framkomu, tjáningu um leið og því að nota jákvæðar staðfestingar. –

Ég mun nota bók Louise L. Hay

„ÉG GET ÞAÐ – HVERNIG ER HÆGT AÐ NOTA STAÐFESTINGAR TIL AÐ BREYTA LÍFI SÍNU“     

sem kennslubók, auk þess nota ég eigið efni.

Hvar?  Lausnin, Síðumúla 13, 3 hæð. 

Hvenær?  9. september – 4. nóvember  

Klukkan hvað?  –   17:00 – 19:00  

Hversu oft? 9 skipti x 2 klukkustundur

Hvað verður gert?  Fyrirlestur, æfingar, verkefni, tjáning æfð, framkoma, spuni o.fl.

Hver leiðbeinir?  Jóhanna Magnúsdóttir, guðfræðingur og ráðgjafi Lausnarinnar

Hvað kostar?  Námskeiðið kostar 39.900.-  Námsgögn innifalin.

Dagskrá:

1. vika 9. september –   Kynning Máttur staðfestinga

2. vika 16. september –   Heilsa  (1. kafli) 

3. vika 23. september –   Fyrirgefning (2.kafli)

4. vika  30. september – Velmegun (3. kafli) 

5. vika  7. október – Sköpunargáfa  (4. kafli)

6. vika  14. október – Ástir og sambönd (5. kafli) 

7. vika  21. október – Starfsframi (6. kafli)

8. vika 28. október –   Kvíðalaust líf (7.kafli)

9. vika 4. nóvember – Sjálfsvirðing (8. kafli) 

Louise L. Hay er einn vinsælasti fyrirlesari og lífsráðgjafi í Bandaríkjunum . Louise L. Hay hefur hjálpað fólki um allan heim að bæta lífsgildi sín og viðhorf með því að nota mátt jákvæðra staðfestinga.

Úr bókinni:

„Sumir segja að staðfestingar virki ekki, sem er staðfesting í sjálfu sér,  þegar þeir meina í raun að þeir kunni ekki að nota þær á réttan hátt. Þeir segja ef til vill: „Efnahagur minn fer síbatandi,“  en hugsa samtímis: „Úff, þetta er heimskulegt, ég veit þetta mun aldrei virka.“ 

Hvor staðfestingin haldið þið að verði ofan á?  Sú neikvæða auðvitað vegna þess að hún er hluti af gamalli vanabundinni hugsun um lífið.“ 


„Ef við viljum bæta lífsgildi okkar og viðhorf þurfum við að þjálfa hugann og vera jákvæðari í tali. Staðfestingar eru lykillinn. Þær eru byrjunin á leið okkar til breytingar.“ – 
                                                              – Louise L. Hay

Markmið námskeiðsins er að aflæra gamla vanabundna hugsun, og læra nýja hugsun.

Markmiðið er „Jákvæðari og ánægðari þú og sterk trú á eigin getu.  Trúin á það að eiga allt gott skilið og mega skína. –

Skráning fer fram á vef Lausnarinnar http://www.lausnin.is  en opnað verður fyrir skráningu á næstu dögum. –  Sendið mér tölvupóst johanna@lausnin.is ef þið hafið áhuga á að vera með,   og ég læt vita þegar búið er að opna skráninguna.

Gleði, gleði, gleði ….

Þau sem hafa verið í sunnudagaskólanum (og kannski fleiri) munu örugglega syngja þennan status,  en það er einmitt með okkar eigin bakgrunni og reynslu sem við lesum allt og tökum inn það sem við skynjum. –

Við lesum nefnilega með okkar eigin innblæstri og anda en ekki þess sem skrifar.

Ef einhver sem er þarna úti þolir mig ekki, les hann/hún með svolítið samanklemmdum  huga allt sem ég skrifa á meðan aðrir lesa með opnum hug.

Þetta gildir ekkert bara um mig og mín skrif – þetta gildir líka t.d. um Biblíuna,  – ef vantrúarmaður les Biblíuna leitar hann uppi eitthvað til að setja út á,  en trúaður leitar eftir því sem er gott og uppbyggilegt.  (Nema að þarna sé um að ræða rannsóknarvinnu og verið sé að lesa á öðrum forsendum en að leita að einhverju mannbætandi, – þá er auðvitað sjálfsagt að gagnrýna (jákvæð/neikvæð gagnrýni hvort sem er).

En hvað um það „Gleði, gleði, gleði,  var yfirskriftin,  – ég týni mér stundum í eigin pistlum!

Mig langaði að deila þeirri speki sem ég fékk að heyra einu sinni á námskeiði sem ég sótti hjá Endurmenntun Háskóla Reykjavíkur.

Þar kom einn af kennurunum, man ekki hver það var,  með spurningu til okkar um hvað það væri sem fólk þyrfti helst á að halda til að ná árangri í námi/starfi/íþróttum/listum o.s.frv.

Einhver hafði tekið það að sér að „yfirheyra“ afreksfólk – hvert á sínu sviði, námsmenn, listamenn, íþróttafólk,  viðskiptajöfra o.s.frv. –  Við sem vorum í náminu vorum beðin um að nefna hvað við héldum að væri sem fólkið nefndi sem samnefnara til að ná árangri.

Orðin sem flugu voru „Þrautseigja“ – „Skipulag“ – „Fókus“ .. og ýmislegt í þeim dúr,  en kennarinn upplýsti að samnefnarinn sem fólkið nefndi væri „GLEÐI“ ..

Gleði eða Hamingjuvegurinn er eitthvað sem við getum alltaf valið,  það er ekki eins og það komi ekki hindranir á þann veg eins og á aðra vegi,  en spurning hvað nær að feykja okkur burtu.  Við getum þurft að leita skjóls um stund eða þurft að fara „vetrarveg“ ef fennir á leiðinni,  en muna eftir að það er alltaf hægt að koma inn á brautina aftur.

Það er ekki flókið að velja veg Gleðinnar,  það er bara ein ákvörðun og hún er ákvörðun þess sem hana tekur, það velur hver fyrir sig. –

Ég hef tekið þá ákvörðun að velja Gleði,  kemur þú með?  😉 

Happiness-is-the-Way

Æi .. þetta átti ekki að fara svona :-/ .. (auglýsing um næsta námskeið „Lausn eftir skilnað“)

Lífið er eins og á – og stundum koma óvæntar flúðir, fossar í ánna – eitthvað sem erfitt er að undirbúa sig undir.

Jú, við getum græjað okkur svo við lendum í sem minnstu hnjaski en við sleppum ekki við að sigla ánna.

Stundum óskum við þess að geta séð ánna fyrir, þá förum við til spákonu eða einhvers sem við trúum að sjái okkar framtíð – okkar á.

Áin er þarna, en hún er eflaust misbreið og kannski hægt að sigla hana á misjafnan máta – fara hægra megin eða vinstra megin, en henni stjórnum við ekki.

Stundum hvolfir bátnum og þá súpum við hveljur, – réttum af bátinn og skríðum aftur uppí.  Kannski höfum við steytt á steini og erum sár eftir, við erum köld og hrakin og stundum berum við sár – og ör eftir.  En áfram siglir báturinn.

Við erum með samferðafólk í bátnum, – fjölskyldu, vini, stundum maka.

Eins og ég sagði – er margt óvænt sem getur komið uppá, ekki endilega bara í ánni.  Samferðafólkið getur ákveðið að skipta um bát. Maki þinn sér að annar bátur er áhugaverðari en ykkar og hann svissar yfir. –  Æ, þetta átti ekki að fara svona.   Kannski er hann búinn að pæla lengi í að hann sé óánægður í ykkar báti,  og verst er þegar hann læðist að nóttu til yfir í annan bát og þú ert algjörlega grandalaus þegar að einn daginn segist hann bara vera ánægðari í einhverjum öðrum báti! ..

Trúnaðarbrestur – höfnun – skömm – reiði – gremja .. 

Hvað er í gangi?

Æ, þetta átti ekki að fara svona!

Hvað getur þú gert í þínum báti? –

Jú, þú þarft auðvitað að jafna þig eftir uppgötvunina,  hvort sem hún kom hægt og hljóðlega eða eins og þruma úr heiðskíru lofti.  Þetta var ekki planið,  en úr því svona fór þá er ekki að mæna yfir á hinn bátinn, bátinn sem maki (nú fyrrverandi maki) þinn fór yfir í – heldur halda fókusnum á þínum báti.  Þú getur fengið hjálp við að róa, við að stýra – í flúðunum,  en því fyrr sem þú sleppir tökunum á þeim sem vill ekki vera með þér í bátnum og hættir að reyna að senda til hans línu sem hann neitar að grípa í – og hefur engan áhuga á,  því betra,  því þá getur þú haldið áfram.

Nýtt námskeið:  „Lausn eftir skilnað“  verður haldið í Lausninni http://www.lausnin.is Síðumúla 13, 3. hæð  Laugardaginn 7. september nk.  9:00 -15:00 og síðan 4 tímar í eftirfylgni,  mánudaga kl. 17:15 – 18:45.

Ekki er farið að skrá á námskeiðið en ef þú hefur áhuga á að fá tilkynningu um skráningu sendu þá póst á johanna@lausnin.is

Námskeiðsgjald verður 31.900.-  (hægt að skipta greiðslu).

Að sama skapi er í boði námskeið  „Lausn eftir skilnað“ fyrir karlmenn – og þegar nógu margir (lágmark 8) hafa komið á lista verður send út tilkynning hvenær það verður.  Það hefur gefið góða raun. –

Aðal leiðbeinandi er ykkar einlæg – Jóhanna Magnúsdóttir!..