„Ég hef ekki tíma til að fara með þessar jákvæðu staðhæfingar í eigin garð“ …
Mig langar að benda fólki á allan tímann sem það hefur t.d. í bílnum sínum þegar það er að keyra á milli staða, – í staðinn fyrir það að bölva því að lenda í umferðarteppu, getum við hugsað „Já, en frábært nú get ég æft mig að tala jákvætt við sjálfa/n mig. –
Æfingin skapar meistarann og við höfum „æft“ okkur alveg nógu lengi að rakka okkur niður, – svo það er komin æfing í að tala okkur upp úr kviksyndi neikvæðra staðhæfinga og eina leiðin til þess er andstæðan eða jákvæðar staðhæfingar. –
Í bílnum, í baði, í Bónus .. hvað eru mörg B í því.
ABC of Law of Attraction.
A – Attention ( Athygli við veitum því jákvæða og því sem við viljum athygli – setjum upp sýn.)
B – Belief (Við trúum að það virki. ef við erum með úrelta trú um að við séum ómöguleg og okkur mistakist þá skiptum við henni út).
C – Consistency (Við þurfum að hafa úthald, – æfingin skapar meistarann, „ég get það“ verður mantran).
Muna eftir heyrnalausa froskinum sem gat klifið mastrið á meðan allir hinir gáfust upp, hinir hlustuðu á úrtöluraddirnar. Ekki vera þín eigin úrtölurödd og ekki byrja að setja hindranir eða að setja upp afsakanir.
Minni á kynningarnámskeiðið á morgun í Lausninni „Ég get það“ og svo 9 vikna námskeið sem hefst 9. september „Ég get það“ – byggt á hugmyndafræði Louise L. Hay, og þessu sem er hér að ofan.
Er sammála þessu – nema upphafsorðunum, „as you get older“ – vegna þess að þroski fylgir ekki alltaf aldri. – Hef mætt ungu fólki með mjög mikinn þroska og eldra fólki sem er staðnað. – Setningin „aldur er afstæður“ gildir ekkert bara þegar fólk er í ástarsamböndum þar sem aldursbilið er eins og eitt stykki unglingur eða meira. –
Þroski kemur með lífsreynslu og hvernig við vinnum úr henni. Það eru ekki allir sem læra né þroskast í lífsins skóla, við verðum að vera viðstödd til að læra. Að vera ekki viðstödd þýðir að við flýjum, afneitum eða deyfum tilfinningar okkar. Þroski næst með því að virða tilfinningar okkar. (Virða hér getur líka staðið fyrir að viðurkenna tilfinningar eða sjá þær, „respect“ ). Ef við gerum það ekki er hættan á að við förum í flótta, afneitun, fíknir o.s.frv. – þá verður ekki þroski.
„Ég get það“ örnámskeið 22. ágúst nk. 18:00 – 20:00 (skráning hafin)
„Ég get það“ 9 vikna námskeið hefst 9. september nk. mánudaga 17:00 – 19:00 (einu sinni í viku) (skráning hafin)
Hugleiðslunámskeið þriðjudaga eða miðvikudaga 16:45 -17:45 hefjast 10. og 11. september 4 vikur. (skráning hafin)
„Lausn eftir skilnað“ fyrir konur, laugardag 5. október 9:00 – 15:00 og 4 skipti eftirfylgni á fimmtudögum 17:15-18:45. (opnað fyrir skráningu fljótlega)
Ég hef nokkrum sinnum horft á myndina „Conversation with God“ – en þar segir frá ævi Neale Donald Walsch og hvernig hann hóf samræður sínar við Guð og hvernig hann fór að skrifa.
Eitt af því sem kom í huga minn í morgun (en það er ansi margt) er þetta „quote“ frá Neale, en það er þá svarið um eðli Guðs.
„Neale, you’ve got me all wrong… and you’ve got YOU all wrong too. I don’t want anything from you to be happy. But, you think you are below ME, when in truth… we are all one. There is no separation.“
Allt líf er orka, og eftir að hafa hlustað á Lissa Rankin í morgun, sem talar um innsæið okkar, eða innra ljós (inner pilot light) sem við þurfum að nota til að heila okkur innan frá, sé ég að hún er að tala um það sama og Esther Hicks sem nefnir orkuna the Source, eða uppsprettu, höfundur „The Secret“ – talar um Love (kærleikann, ástina, elskuna) sem æðstu orkuna eða (Greatest Power), það er þá þessi margumræddi æðri máttur. – Margir kalla þennan mátt Guð.
„Heal from the inside out“ … Peel your masks down and let your light shine“. Lissa Rankin
Grímurnar sem hér um ræðir, eru hlutverkagrímurnar okkar, þá í samræmi við stétt, stöðu, starf, hjúskaparstöðu o.fl.
Ljósið kemur innan frá.
Gleðin er forsenda árangurs.
Gleðin kemur innan frá.
Ástin kemur innan frá.
Traustið kemur innan frá.
Virðingin kemur innan frá.
Sækjum þetta allt í uppsprettu ljóssins.
Við erum svo oft að leita langt yfir skammt, – leita að ljósi sem við þegar höfum, leita að trausti sem við þegar höfum, leita að virðingu sem við þegar höfum, leita að ást sem við þegar höfum.
Við þurfum bara að trúa að þetta sé þarna allt saman, óendanleg uppspretta – og meira en nóg, –
Við eigum þetta ekki einungis skilið, við eigum þetta og þurfum bara að finna, heyra og sjá þennan innri fjársjóð.
Stundum þurfum við að standa á haus til að fá nýtt sjónarhorn, eða horfa fyrst á réttunni og svo á röngunni? ..
Himnaríki er innra með okkur og þar getum við gengið í gleði og friði alla daga, líka núna.
Gefum því tækifæri – hindrum það ekki – leyfum því að koma fram.
„Ekki kveikja menn heldur ljós og setja undir mæliker, heldur á ljósastiku, og þá lýsir það öllum í húsinu.“ (Úr fjallræðunni).
„Heal from the inside out“ … Peel your masks down and let your light shine“. Lissa Rankin
Hvað eru grímurnar sem Lissa Rankin talar um annað en mæliker sem hylur ljósið?
Heilun kemur innan frá og öll viljum við lifa heil.
Ég fór og verslaði í matinn sl. föstudag, fyrir „kertaljósakvöldverð“ sem ég var með í bígerð, en ég hafði boðið nokkrum vinkonum – svona „blandi í poka.“ –
Vala mín var að fara í flug svo ég var að passa hann Simba hennar og hann var s.s. með mér í bílnum. Mér fannst ég orðin ansi sein, en ég átti von á dömunum um kl. 19:00 og fór að stressast.
Simbi (sem er pinku spes hundur) var alveg að fara að gera mig stressaða – og ég ætlaði að fara að pirrast á vælinu í honum, snöggu geltinu og svo prumpaði hann í þokkabót. En svo fór ég að hlæja – því ég fattaði að ég væri pirruð vegna þess að ég var sjálf stressuð en það hafði minnst með hann að gera. Hann er alltaf eins.
Þegar ég kom heim úr verslunarleiðangrinum datt þetta ljóð upp úr mér:
Föstudagsljóð í skeytastíl
Simbi prumpar í bílnum
geltir líka
elska hann samt
því ég er svo stútfull
af kærleika
eftir að ég uppgötvaði
hina jákvæðu orku lífsins
máttinn og dýrðina
❤ LOVE ❤
Svo þó að einhver prumpi
og þó að einhver gelti
hundur, maður eða kona
elskaðu þau samt
því það hefur ekkert
með þig að gera
það er bara einhver hundur í þeim
🙂
Mér þótti þetta svo fyndið, svo ég bætti við athugasemd að „heimskur hlær að sjálfs síns fyndni“ – sem einhver fúll á móti hefur líklegast fundið upp – er það ekki bara?
En hvað um það, kertaljósakvöldverðurinn tókst afburða vel – við sátum, snæddum, spjölluðum og sötruðum áfenga sem óáfenga drykki fram yfir miðnætti – og hvað eru mörg s í því?
En aftur hvað um það, næst þegar fólk er að abbast upp á ykkur þá spyrjið það bara: „Er einhver hundur í þér?“ . 😉 ..
Svo fókusar kona bara á skemmtilega hluti og yndislegt fólk.
Margt fólk lifir lífinu í baráttu við strauminn. Það reynir að nota afl eða mótstöðu til að þröngva lífinu til að vera eins og það heldur að það eigi að vera. Annað fólk siglir með straumnum, eins og skipstjóri á skútu, sem notar vindinn, og treystir því að alheimurinn sé að fara með hann nákvæmlega þar sem hann þarf að vera öllum stundum.
Þetta flæði er til staðar fyrir alla, vegna þess að það flæðir í gegnum okkur og allt um kring. Við erum alltaf í þessum straumi. Spurningin er bara hvort við ætlum að flæða með eða á móti.
Til að komast á rétta bylgjulengd þurfum við stundum að sleppa þeirri hugmynd eða tilfinningu að við þurfum að vera sífellt við stjórn. Flæðið tekur þig alltaf þangað sem þú þarft að fara. Þetta er bara spurning um hvort þú ætla að fara upp á ölduna eða láta hana fara framhjá. Þegar við erum að ferðast með straumnum, í staðinn fyrir á móti, erum við að ferðast á alheimsbylgjunni sem leyfir okkur að flæða með lífinu, ekki á móti.
Við tölum gjarnan um það, hér á Íslandi, að það sé flott að standa upp og fara gegn strauminum, – þá erum við að tala um straumi skoðana fólks en ekki alheimsbylgjunni eða straumi lífsins sem er alltaf réttur.
Þegar við komumst á rétta bylgjuleng og leyfum okkur að fylgja flæði lífsins er það eins og við séum búin að stilla bylgjuna í útvarpinu, það koma ekki skruðningar og læti heldur náum við hinum hreina tóni lífsins, tónlistinni ótruflaðri.
Þetta er það sem „Verði þinn vilji“ í Faðirvorinu þýðir fyrir mig. –
og við getum því beðið: Verði þinn vilji minn vilji – í stað þess að segja við uppsprettu lífsins, verði minn vilji þinn vilji. –
„Hver heldurðu eiginlega að þú sért? – Heldur þú að þú sért nafli alheimsins?“
Eeeee…
Hver og ein manneskja getur aldrei upplifað veröldina öðru vísi en að hún sé í miðjunni. – Þess vegna er það ekkert til að skammast sín fyrir að segjast vera nafli alheimsins (síns).
Við erum aldrei nafli náunga okkar. 😉
Munurinn á okkur og Guði – er að Guð er nafli alheimsins og í sérhverjum nafla. – Getur fundið allar tilfinningar, skilið okkar sjónarhorn. Fundið okkar sorg, gleði og skilur allt.
Guð er kærleikur.
Þegar við hleypum inn kærleikanum förum við að sjá hlutina út frá því ljósi.
Með „augum“ kærleikans og við förum að upplifa máttinn sem því fylgir.
Þvi fylgir líka frelsi. Frelsi frá illu, frelsi frá dómhörku, frelsi frá illu umtali, frelsi frá ótta og hatri.
Flestallt ofbeldi er unnið út frá ótta, ótta við að missa, ótta að hafa ekki stjórn, og óttinn blindar augun og hjartað fyrir kærleikanum.
Þess vegna þarf hver og ein manneskja að hreinsa út sinn ótta og hleypa enn meira kærleika að.
Í móðurlífinu þiggjum við næringu í gegnum naflastrenginn, góða næringu sem lætur okkur þroskast og þegar við erum tilbúin þá fæðumst við inn í heiminn. Förum úr verndandi móðurlífi móðurinnar inn í jarðneska tilveru þar sem okkur mæta endalaus verkefni og áskoranir.
Móðurlífið er okkar micro cosmos, eða smá heimur, heimurinn er okkar macro cosmos eða alheimur. Þar höldum við áfram að þiggja næringu – þó á annan hátt sé, en við getum alltaf – þegar við leyfum það – skynjað okkur í móðurlífi heimsins. Þar sem ríkir ekkert annað en kærleikur og gleði. Ef við upplifum annað erum viið týnd og höfum horfið frá móðurlífinu, erum stödd einhvers staðar fjarri okkur sjálfum.
Móðurlífið hefur aðdráttarafl því að kærleikurinn hefur aðdráttarafl. Öll mótstaða okkar heldur okkur frá þessu móðurlífi. – Líka mótstaða við erifðum tilfinningum. – Þegar við finnum sorg þá megum við ekki setja upp mótstöðu við sorginni, heldur taka á móti henni með kærleika og gráta – og þegar við höfum fengið þessa útrás þá finnum við að við erum hugguð í þessu móðurlífi.
Ef við aftur á móti berjumst á móti tilfiningunum – hleypum þeim ekki út, förum við lengra og lengra frá móðurlífinu. – Förum frá staðnum og fjarlægjumst okkar eigin nafla.
Svo stöndum við ofboðslega týnd í henni veröld og spyrjum: „hvað vil ég? – hvað er ég? – Er ég farin að lifa eftir öðrum nöflum? – Þeirra sjónarhorni, en ekki mínu eigin? –
Af hverju get ég ekki fylgt mínu innsæi – eða „útsæi?“ – er það kannski vegna þess að ég er á skökkum stað í tilverunni? –
Kannski má ég bara fara að trúa því að ég sé nafli alheimsins, því ég get ekki skynjað veröldina rétt út frá nafla annarra. –
Ef okkur ætlar að líða vel í þessum heimi, þurfum við að fara að skilja að tilgangur lífsins er ekki þjáning, þó oft þurfi þjáningu til að skilja hann, – tilgangur lífsins er að uppgötva kærleikann og gleðina, tilgangur lífsins er þakklæti.
Það er mikil ábyrgð sem fylgir því að vera nafli alheimsins, ábyrgð á sjálfum sér, það er ekki hægt að kenna neinum öðrum um, ekki aðstæðum, ekki fólki og ekki veðrinu.
Þegar við stöndum upp eftir naflaskoðun þá skiljum við þetta:
Kærleikurinn er krafturinn sem færir okkur bata og breytingar.
Hættum að leika guði í lífi annarra – taka fram fyrir hendurnar á almættinu, ef svo má að orði komast. – Skyggjum ekki á þeirra eigin nafla, svo það fólk geti fengið að skynja heiminn á sinn hátt. Segjum þeim ekki hvernig lifið lítur út frá þeirra nafla.
Hvað sem á gengur í lífinu, þá er farvegurinn okkar aftur heim í móðurlífið – heim í kærleikann, gleðina og friðinn. Það koma stormar sem hrinda okkur út úr þessum unaðsstað, en í staðinn fyrir að horfa frá honum þar sem eymdin liggur – þá tökum við ákvörðun að komast aftur heim.
Með ákvörðuninni er batinn hafinn. Þá hættum við að vera fórnarlömb aðstæðna eða annars fólks.
Þegar við tökum ákvörðun, – segjum „já takk“ – ég vil elska, gleðjast og þakka – og taka á móti því góða sem lífið gefur, þá þurfum við að hvíla í trausti þeirrar ákvörðunar, en ekki fara að finna alls konar hindranir í eigin huga um að það sem við höfum ákveðið muni ekki ganga upp. – Ekki fara að leita að ástæðum, fólki og aðstæðum, – afsökunum fyrir að stöðva ákvörðunina. Leyfum henni að verða, vegna þess að hún kemur okkur heim til okkar.
Að setja sér eða öðrum mörk, þýðir ekki að við séum að breyta öðru fólki. Það að setja mörk er að ákvarða hversu mikið þú ert tilbúin/n að láta bjóða þér og síðan að koma þessum mörkum til skila með ákveðni og festu og halda þig við þau.
Ef þú átt erfitt með að setja mörk, getur verið að þú sért farin/n að taka á þig ábyrgð á tilfinningum annarra og vandamál þeirra. Líf þitt gæti orðið ein ringulreið og fullt af dramatík. Þér finnst kannski erfitt að segja „nei“ vegna þess að þú hræðist höfnun. Þú gætir verið annað hvort yfirmáta stjörnsöm/samur og ábyrgðarfull/ur, eða afskiptalaus og háð/ur í samskiptum þínum við aðra. Þú hefur mikið langlundargeð gagnvart hegðun sem er ofbeldisfull í þinn garð. Þú fórnar gildum þínum til að þóknast eða geðjast einhverjum og/eða forðast átök.
Hjálpleg ráð vð að setja mörk:
Settu mörk jafnvel þó þér finnist þú eigingjörn/gjarn eða sek/ur. Þú átt rétt á því að hugsa um sjálfa/n þig.
Byrjaðu á auðveldustu mörkunum/fólkinu
Settu þau skýrt fram og án tilfinninga og í eins fáum orðum og mögulegt er.
Ekki fara að afsaka þig eða réttlæta.
Aðrir MUNU reyna þig – þau sem eru vön að geta stjórnað þér eða manipulera með þig. Stattu við þitt eða gakktu í burtu.
Fáðu aðra í lið með þér, þau sem virða þín mörk.
Það tekur tíma að setja heilbrigð mörk.
EF þú hefur óheilbrigð mörk, laðar þú að þér þau sem sjá sér leik að borði og fara að misnota sér það. Farðu því að laða inn í líf þitt heilbrigðara fólk.