„Takk“ .. er kraftaverkaorðið ..

Sagan sem ég sagði oftast í sunnudagaskólanum, var um tvo engla sem stóðu á skýi og voru að hífa upp bænir í körfu. – 

Annar fékk óskir og hinn þakkir. 

Engillinn sem fékk óskirnar tók á móti hverri körfunni á fætur annari, á meðan engillinn sem tók á móti þökkunum fékk hálftómar körfur. 

Sagan segir að það sé mikilvægt að þakka meira, – en af hverju? 

Af hverju?  Af hverju?  Af hverju?  – Já, Af hverju? 

Og haldið ykkur nú fast. 

Þakklætið er forsenda þess að óskir rætist.  Við byrjum ekki á öfugum enda. –  Og nú skal það útskýrt hvernig það virkar. 

ÞAKKLÆTIÐ VEKUR GLEÐI OG GLEÐIN LEIÐIR TIL ÁRANGURS

VANÞAKKLÆTIÐ SKAPAR ÓÁNÆGJU SEM LEIÐIR TIL ÞESS AÐ NÁ EKKI ÁRANGRI. 

Við verðum að „praktisera“ þakklætið til að það virki.  Veita því eftirtekt sem við erum þakklát fyrir og skrifa litlar bænir fyrir englakörfuna,  þakklætisbænir.  

–  Sniðugt að eiga eina svona heima, hvort sem við erum einstaklingar eða fjölskylda.   Það er líka gaman og gott að eiga litla þakklætisdagbók og skrifa á hverju kvöldi nokkur atriði sem við erum þakklát fyrir.  –  Ekki endilega stór og mikil – bara byrja smátt. 

Ekki gleyma að þakka fyrir okkur sjálf og líf okkar.  Fyrir andardráttinn, vatnið og einfalda hluti sem við tökum sem sjálfsögðum. 

Þakka fyrir að heyra hurðarskell þegar vinur kemur í heimsókn, þakka fyrir þegar þú hlóst að brandara – o.s.frv. 

Gleði er orkugjafi  – gleði er líka þannig að þegar við erum glöð er svo erfitt að reiðast við aðra, vera í fýlu, eða hreinlega vera að pæla í því hvað náunginn er að gera,  svona eitthvað sem okkur kemur e.t.v. ekki við.  

Takmark hinna fráskildu er að finna til gleði, – svo þau hætti að lifa í hausnum og lífi fyrrverandi maka síns – og stilli fókusinn inn á við.  Úff það er svo vont að lifa í gremju, reiði og ásökun og æða um í sársauka og vilja særa aðra.  Sársaukinn verður að fá útrás á annan hátt. Sorgin er eðlileg, reiði er líka eðlileg,  en bræði og hefndargirni er ekki eðlileg. Sönn gleði fæst aldrei með því að draga aðra niður í sína eigin vanlíðan.  

(Verð með námskeið „Lausn eftir skilnað í lok september – fylgist vel  með á http://www.lausnin.is). 

Takk – er kraftaverkaorðið,  – og þá þarf að stilla fókusinn á það sem við erum þakklát fyrir.  

Hefur þú eitthvað til að vera þakklát/ur fyrir? .. 

Hvað nú ef við vitum þetta leyndarmál þakklætisins?  

Að forsenda þess er ekki árangur, heldur bara að þakka fyrir tilveru sína,  –  allir sem eru að lesa þetta geta t.d. þakkað það að geta lesið.

Það er ekkert lítið í raun. 

Hversu margir eru það í heiminum sem ekki hafa tækifæri á að lesa?    

Hvað er það sem við upplifum við fæðingu barns, – kemur gleðin fyrst? – Eða upplifum við þakklæti og kemur ekki gleðin í framhaldi. 

Þakklæti og gleðin haldast í hendur. 

Tilgangur lífsins er gleði og ást. 

Gerum það sem við gerum af ást til heimsins og þökkum það sem okkur er gefið í staðinn fyrir að senda endalausar óskir – það þarf að vera jafnvægi þar á milli. –

❤  ❤  ❤ 

TAKK  

p.s. af því þetta er persónulega heimasíða mín – ætla ég að þakka hér fyrir allt yndislega fólkið í lífi mínu,  þakka fyrir náðargáfuna að geta skrifað,  þakka fyrir heilsuna mína,  þakka fyrir að ég get unnið við ástríðu mína að hjálpa fólki til sjálfshjálpar og síðast en ekki síst (svona í dag) þakka fyrir mig og líf mitt.

Ég finn fyrir gleði og ljósi í hjartanu bara við að skrifa svona. Ég hugsa:  Ég óska þess að fleiri finni fyrir gleði og ljósi í hjartanu – því fleiri sem finna það því betra. 

TAKK  (aftur) 

Hið innra verðmæti … ef aðeins…

Þegar ég fór að lesa um meðvirkni og læra, var einn af fyrstu lærdómunum að fara að elska sjálfa mig og meta skilyrðislaust.  Að sjálfsögðu kom annað fólk í framhaldi af því.

Án allra merkimiða, stöðu, stéttar, kyns, kynþáttar,  kynhneigðar,  útlits, fjölskyldu, maka o.s.frv. –

Í bókinni „Facing Codependence“ er talað um „Self-esteem“ og „Other-esteem“ – en við erum að mestu að byggja á þessu „Other“ dags daglega.

Sjálf-svirðing – sjálfs-traust  eða utanaðkomandi -virðing, utanaðkomandi- traust.

Hvað ég ég án titils – stöðu, stéttar,  atvinnu  o.s.frv. –

Hvað er ég ef ég stend eftir ein, nakin og allslaus?  Með ekkert utanaðkomandi?   Er ég einhvers virði?

„Að sjálfsögðu“  myndu margir segja,  en það eru samt önnur skilaboð sem samfélagið sendir oft og virðingin vill oft hanga á merkimiðunum – og ríkidæmið líka.  Við erum rík ef við eigum hús og bíl, fallegan maka og börn.

Hvað með þau sem eiga ekki neitt og ekki heldur börn.  Eru þau fátæk?

Konungsríki Guðs er innra með þér.  Það fæðast allir jafn ríkir og haldast allir jafn ríkir, allt sem kemur að utan er að láni,  eitthvað sem við höfum meðan við lifum þessari jarðvist,   meira að segja „hylkið“ okkar,  líkaminn er fenginn að láni.

Við erum sálir – og sálin er konungsríkið. 

733833_10201743643821718_1138113304_n

Í guðfræðideildinni las ég um mann sem hét Job. Sagan er frekar ljót í raun þar sem Guð og Djöfullinn eru að veðja sín á milli hvort að Job muni formæla Guði. .

Job var talinn réttlátur maður og Job gerði allt rétt,  Job átti fjölskyldu, hús, akur o.s.frv.  og taldi blessun sína vera m.a. þá að hann var trúrækinn.

En í stuttu máli þá missti Job allt sem verðmæti hans og hamingja byggðist á,  fjölskylduna, heimilið,  heilsuna  og meira að segja útlitið því hann var alsettur kaunum.

Job fór í gegnum alls konar ferli, með vinum sínum og með sjálfum sér,  en þessi var hans lokaniðurstaða:

„Ég þekkti þig af afspurn en nú hefur auga mitt litið þig.“ (Job 42.5)

Hann sá ekki Guð fyrr en allt var tekið burtu.

En þurfum við að missa allt til að sjá Guð? –

Nei,  við þurfum bara að líta í spegil – horfast í augu við sjálf okkur, djúpt, djúpt og þakka fyrir.  Horfa inn í sálina og sjá konungsríkið sem er þar.

Trúa. og sjá.

Skáldið Rumi er í miklu uppáhaldi hjá mér og ég sá skilaboð á sivpuðum nótum frá honum,  bara núna í morgun.

I Lost Everything,
I Have Found Myself.

1002176_10151862634988185_1494377873_n

Þetta þýðir ekki að við getum ekki fundið okkur sjálf,  eða komið heim til okkar sjálfra – nema að missa allt hið ytra.  En til þess þarf skilning á að við erum ekki líkami, við erum ekki hið ytra.

Við erum sál.

Mjög verðmæt sál.

Við þurfum ekki að leita langt yfir skammt að verðmæti okkar og ríkidæmi.

Líkami okkar þjónar sálinni og það er okkar að fara vel með þennan þjón,  tala fallega til hans og aldrei, aldrei kalla hann ljótan eða fara styggðaryrðum um hann.  Ekki fremur en við værum að tala við annað fólk.  „Sæl vinkona mín ertu með ljótuna í dag“?  – „Voðalega ertu eitthvað hrukkótt“? –  „Viðbjóðslegt þetta spik á þér“? – 

Hvernig líður okkur eftir svona tal ? –

Sjálfs-ást og virðing er lykill að farsæld – og síðasti lykillinn á kippunni er lykill þakklætis.  Þakklætis fyrir það sem við erum,  jafnvel þó það sé aðeins þessi sál og ekkert annað.

1098040_10151768472411211_208404344_n

Hugsanir eru trú –  „Thoughts are belief“ –  Hverju trúir þú um þig? –

Ef þú trúir ekki að þú sért yndisleg sál – með fullt af tilgangi – tilgangi sem er gleði – gleðina sem vex dag frá degi þegar við þökkum tilveru sálarinnar og við þökkum allt hið smáa,  eins og kom fram í pistlinum hér á undan.

Ef þú trúir ekki á þig og guðsríkið hið innra með þér – getur verið að þú þurfir að skipta  út hugsunum þínum um þig – að þú þurfir að skipta um trú? – 

Ef aðeins þú sæir verðmæti þitt og fegurð með augum þessa máttar – þessarar orku og uppsprettu alls,  sem sum okkar kalla Guð,  þá er óþarfi að missa nokkurn skapaðan og óskapaðan hlut úr lífinu – þá nærðu að sjá.

Takk fyrir að lesa verðmæta sál.

Já þú  ❤

„Elskan mín, ástin mín ….skammastu þín“..

Þessi orð rifjuðust upp fyrir mér í morgun, – vegna þess að þetta er kjarninn í aðferðafræði margs ofbeldismannsins – og kvendisins.

Laða að sér viðkomandi með fallegu orðfæri og skjóta svo í návígi.

Svona tala lika margir í umræðunni um samkynhneigð.

„Ég elska samkynhneigða, margir eru vinir mínir, – en ojbara það sem þeir gera.  Það misbýður mér.“.

Andlegt ofbeldi er dauðans alvara.

Gay Pride gangan – sem útleggst Gleðigangan á Íslandi,  er ganga gengin í stolti yfir – sað fólk fái að vera það sem það er ..   og þar með talið: „Gay“  .. Gangan er ÝKT – það fer ekki á milli mála,  Ýkt í litum, áróðri og gleði fyrir mannréttindum hinsegin fólks.

Fólks sem er ekki „svona“  – heldur „hinsegin“ og  sem  þarf vonandi ekki lengur  að pæla í því hvort það leðir maka sinn, kyssir eða faðmar á almannafæri.

Það er ekki langt síðan að ég var með unga konu í viðtali sem var kvalin af skömm yfir að vera að koma út úr skápnum sem samkynhneigð.  Hún var í sambandi við aðra sem var enn inni í skápnum og gat ekki hugsað sér að mæta samfélaginu eða fjölskyldunni.

Samt hrópar fólk að öllu sé náð,  samkynhneigð hafi fengið sína jafngildu hjónavígslu viðurkennda og þá eigi það bara að vera heima hjá sér.  Púnktur.

Þrátt fyrir þessi lög eru enn prestar INNAN þjóðkirkju sem hafa samviskufrelsi til að vígja ekki samkynheigð pör.

Það eru komin ýmis lög sem eiga að tryggja jafnrétti kvenna og karla en er jafnrétti náð? –  Getum við lagt hendur í skaut og bara andað léttar?

Hvað með launamun?   Jafnfrétti er ekki náð og þar er víða pottur brotinn og takið eftir að það er líka gagnvart karlmönnum.  Jafnréttisbaráttan er ekki bara kvennabarátta.

Nei,  við viljum ekki að fólk þurfi að ganga um bæinn með hauspoka vegna kynhneigðar sinnar.

Ég sagði áðan að gangan væri ýkt – hún er ganga gleði og stolts,  sem er andstæðan við óhamingju og skömm.

Ég hef skrifað ófáa pistlana um áhrif skammar á fólk, það að skammast sín fyrir sjálfan sig er eins og að vera með krabbamein á sálinni.

Sjálfsvígshugsanir eru algengar hjá fólki sem lifir með skömm,  og ef ekki það þá er það oft farið að finna alls konar verki og einkenni,  – hvers kyns eða kynhneigðar sem það er.

Skömmin lækkar ánægjuvogina – og gleðin og hamingjan er skert.

Þessi pistill er m.a. ákall til þeirra sem ekki þola Gay Pride og hafa áhyggjur af upprennandi kynslóð að sú ganga muni skemma börnin, eins og fram hefur komið í umræðunni.  Ákall til þeirra sem eru enn að veifa viðvörunarflagginu gagnvart hommum, lesbíum, transgender o.s.frv.

EInn af fyrstu hommunum sem kom út úr skápnum á Íslandi flúði land.  Við höfum sannarlega komið langa leið – en göngunni er ekki lokið.

Börnin verða ekki samkynheigð við það að horfa á tvo karlmenn kyssast, ekki frekar en að verða gagnkynheigð yfir því að horfa á konu og karl kyssast. –

Fólk sem á erfitt með Gay Pride gönguna er oft fólk sem hefur alist upp við fordóma gagnvart því að vera hinsegin og er hreinlega ekki vant því og finnst það óþægilegt.

Er það vandamál hverra?

Ég styð Gay Pride – sem er andsvar við Gay-Shame, eða skömminni sem troðið hefur verið upp á fólk vegna kynhneigðar.

Skömmin er það sem skemmir – það að skammast sín fyrir sjálfa/n sig. 

Elskan mín,  ástin mín,  þú þarft ekki að skammast þín – þú ert elskuð/elskaður „all the way“ .. 

Já líka þú sem finnur til þegar að Gay Pride gengur fram hjá þér,  því kannski líður þér bara illa og þarft að skoða af hverju þér finnst þetta óþægilegt.  Prógrammið þitt er þannig,  þú hefur verið þannig alin/n upp – en þær tilfinningar eru ekki þú,  fordómar eru ekki meðfæddir.  Hvorki i eigin garð né annarra.

Kynhneigð er meðfædd.

Hörðustu gagnrýnendur eru oft þau sem enn eru inni í skápnum.

Virðum litrófið. 

Elskum meira og óttumst minna.

Rainbow_flag_and_blue_skies

Viltu auka flæðið? …

Hver er þín innri stífla?

Ekki veit ég hvort það er til mælikvarði á innri hindranir – en sumir segja að hindranir í lífi okkar séu að mestu leyti þær sem koma innan frá.

Við leyfum hinu góða ekki að gerast – vegna þess að einhvers staðar í undirmeðvitund trúm við ekki að við eigum gott skilið, og við spyrnum því oft við eða skemmum fyrir sjálfum okkur.

Það er líka kúnst að sleppa tökunum á því sem þjónar okkur ekki lengur.

Að sjálfsögðu kemur margt að utan sem við höfum ekki neinn möguleika á að breyta,  og besta dæmið um það er veðrið.  Við getum ekki stjórnað veðrinu, en við getum – eða höfum möguleika – á að kyrra storminn hið innra eða bæta á sólina hið innra.

Við tölum oft um það að tala frá hjartanu – eða láta hjartað ráða.

Hvernig eigum við að gera það ef við erum stífluð niður í hjarta?

Nú fer haust í hönd,  og námskeiðatíminn að byrja.

Ég ætla að bjóða upp á hugleiðslunámskeið þar sem fókusinn verður á hið aukna flæði.

Flæðið felst í því að vera ekki sín eigin hindrun,  losa um þetta „ég“  ..

Lifa í óttaleysi – trausti – kærleika.

Námskeiðið styður aðra almenna sjálfsrækt, þar sem verið er að vinna að innri frið, ánægju, elsku og gleði.

Markmið:  Meiri lífsfylling og gleði. 

Boðið verður upp á tvær tímasetningar:

Þriðjudagskvöld kl. 16:45 – 17:45.

eða

Miðvikudagskvöld kl. 16:45 – 17:45

vinsamlegast takið fram (við pöntun hvorn tímann þið veljið)

Námskeiðið verður 4 skipti  og verður fyrsti tími  þriðjudag  10. september og miðvikudag 11. september nk.

Staðsetning: Síðumúli 13, 3. hæð

Verð:  6.800.-  

Leiðbeinandi:  Jóhanna Magnúsdóttir,  guðfræðingur og ráðgjafi hjá Lausninni.

Skráning fer fram á heimasíðu Lausnarinnar –  www.lausnin.is og verður opnað fyrir hana eftir helgina (13. ágúst)

Nánari fyrirspurnir á johanna(hja)lausnin.is

Ath!  ef þú hefur ekki tök á að koma á námskeið hef ég diskinn Ró til sölu þar sem farið er í hugtök æðruleysisbænarinnar,  hægt er að nálgast hann hjá Lausninni Síðumúla 13,  eða hjá mér – sendið póst á johanna(hja)lausnin.is og ég sendi hvert á land (eða utanlands) sem er.

Verð á disknum er 2000.-  krónur

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Skýfall og sorg …

Það er vont að bæla og byrgja – flýja.

Afneita vonbrigðum,  afneita því sem er.

Þá er betra að taka á móti sorginni með opnum örmum,  gráta með henni eins og við eigum lífið að leysa, og það eigum við vissulega.

Gráta eins og það sé skýfall – og halda engu eftir,  snýta okkur fast og finna svo að léttir um leið og sólin fer að þurrka upp regnið og pollarnir minnka.

Þá – já einhvern tímann þá, getum við farið að brosa brosinu sem við héldum að kæmi aldrei aldrei aftur.

1157482_10151765164031211_99697394_n

„Ég get það“ – örnámskeið og kynning

Mánudaginn 9. september fer í gang sjálfstyrkingar-og framkomunámskeið með „dýpt“ –  námskeiðið er byggt á bók Louise Hay,  þar sem unnið er með staðfestingar og ber námskeiðið heiti bókarinnar „Ég get það“..

Við höfum ákveðið að setja upp stutt kynningarnámskeið fyrir þetta námskeið,  þar fá viðkomandi bókina „Ég get það“ – og hljóðdiskinn,  auk þess að fá góða innsýn inn í þessa aðferðafræði að bættu og betra lífi.

Verð á örnámskeiðinu er  5.500.-  bók innifalin.  Skráning fer fram á vef Lausnarinnar – bæði á þetta námskeið og stærra námskeiðið sem stendur yfir í 9. vikur eða til 4. nóvember.  – Æfingin skapar meistarann. –

Staðsetning er Síðumúli 13. Reykjavík  3. hæð.

Skráning fer í gang fljótlega og mun ég bæta við tengli hér, en hægt að láta mig vita af áhuga á að sækja þetta örnámskeið með að senda póst á johanna(hja)lausnin.is.

Örnámskeiðið er fimmtudagskvöldið 22. ágúst kl. 18:00 – 20:00,  þau sem síðan skrá sig á fullt námskeið  fá gjaldið fyrir örnámskeiðið frádregið frá heildargjaldi. (fá þó ekki aðra bók).

Hér er svo hægt að skoða/skrá sig á stóra námskeiðið

http://www.lausnin.is/?p=3576

Ertu að bíða eftir að Brad Pitt geri þig hamingjusama?

Ég las grein nýlega um samband hjónakornanna Angelínu og Brads, þar sem látið var að því liggja að þar væri komin yfirlýsing frá Brad um það hvernig hann bjargaði konu sinni þegar hún var orðin andlegt hrak, allt of horuð og sinnulaus,  með því að baða hana í gjöfum, hrósi, láta alla vita hvað honum finndist hún æðisleg og greinin klykkti út með því að hún Angelína væri spegilmynd hans!  – eða réttara sagt að konan væri spegilmynd mannsins síns.  Hér er hægt að smella á greinina:   Spegilmynd manns síns.

Þessi grein hljóðaði svona (með 1.7 þús læk á BLEIKT)

„Konan mín varð veik. Hún var sífellt á taugum annaðhvort vegna vandamála í vinnunni, sínu persónulega lífi, vegna misstaka sinna og barnanna. Hún tapaði 15 kílóum og var orðin aðeins 40 kíló. Hún varð horuð og grét án afláts. Hún var ekki hamingjusöm kona. Hún þjáðist vegna tíðra höfuðverkja, verkja fyrir hjartanu og klemmdum taugum í baki og í rifbeinum. Hún svaf ekki vel, var að sofna undir morgunn og varð fljótlega þreytt á daginn. Við vorum á barmi skilnaðar, fegurð hennar yfirgaf hana eitthvert, hún hafði mikla bauga og hætti að hugsa um sjálfa sig. Hún neitaði að fara í kvikmyndatökur og neitaði öllum hlutverkum sem henni buðust. Ég missti vonina og hugsaði sem svo að senn myndum við skilja […] En þá ákvað ég að gera eitthvað. Þrátt fyrir allt á ég fallegustu konu heims. Hún er átrúnaðargoð yfir meira en helming karla og kvenna í heiminum, og ég var sá maður sem naut þeirra forréttinda að sofna við hlið hennar og faðma hana. Ég byrjaði að baða hana í blómum, kossum og hrósum. Ég kom henni á óvart og gladdi hana hverja mínútu. Ég gaf henni fjölmargar gjafir og lifði aðeins fyrir hana eina. Ég talaði aðeins um hana opinberlega. Ég aðlagaði allar samræður og öll umræðuþemu að einhverju um hana. Ég hrósaði henni í návist vina sinna og í návist okkar sameiginlegu vina. Þú munt ekki trúa því, en hún blómstraði. Henni batnaði. Hún þyngdist, var ekki lengur á taugum og elskaði mig jafnvel meir en nokkru sinni fyrr. Ég hafði ekki hugmynd um að hún gæti elskað svo heitt.Og þá uppgötvaði ég einn hlut: konan er spegilmynd eiginmanns síns. Ef þú elskar hana af öllu hjarta, þá verður hún það.“

Hmm… Ég veit varla hvar ég ætti að byrja,  en langar fyrst og fremst að vara við því að við hengjum ábyrgð á okkar (fullorðins) lífi á herðar maka okkar eða annars samferðafólks.   „Make Me Happy“ ..  Hvað ef að Brad félli frá,  hvað sæi Angelína í speglinum? –

Það er eitthvað mikið skakkt við þessa hugmyndafræði og mér finnst hún ýta undir þessi eilífðarvæntingavandamál í samböndum.  Þ.e.a.s. að leggja ábyrgðina á hamingju sinni og heilbrigði á herðar maka síns.

Það er engin/n að segja að það megi ekki hvetja og hrósa og gefa, en það á ekki að þurfa að hvíla 100% á makanum, eins og áður segir því þá er 0% eftir ef makinn fellur frá.

Samband samanstendur – eða á að samanstanda af tveimur 100% einstaklingum.   Við minnkum ekki niður í 50% þegar við förum í samband.

Skoðum grein sem ég fann á síðunni Ascended Relationship í þessu samhengi:

Getur samband gert þig hamingjusama/n?

Ef þú ert ekki hamingjusöm/samur einhleyp, verður þú aldrei hamingjusöm/samur í sambandi.  Að vænta annars,  þýðir það að einhver önnur/annar á að gera þig hamingjusama/n, og þó að fólk geti vissulega stuðlað að hamingjutilfinningu þinni upp að einhverju marki, getur engin/n, og ekki á nokkurn máta – verið algjörlega (100%) ábyrg/ur fyrir þinni eigin hamingju.

Ef þú ferð inn í samband með þær væntingar að hin persónan geti gert þig hamingjusama/n eða gefið þér ástina sem þú heldur að þig vanti  – setur þú í gang meðvirkt samband.  Meðvirkni er eins og orku(blóð)suga og tekur frá okkur orku á mismunandi vegu.

Meðvirknin fer í gang þegar þú reynir að fá út úr einhverjum það sem þú telur þig ekki hafa.

Meðvirkni er í grunninn þannig að hún stafar af skorti á sjálfsást, að mistakast að upplifa sína eigin dýrð og sitt  eigið verðmæti, sem leiðir til þess að þú þarft samþykki annarrar persónu, og vegna þess að þú þarfnast elsku annarrar manneskju til að sanna þitt sjálfs-virði (að þú sért verðmæt/ur) – verður þetta DRAMATÍSKUR leikur – þar sem þú ert að draga að þér eða soga út elsku, samþykki og viðurkenningu frá öðru fólki.  „Elskaðu mig!!!

Ef sett á annað plan þá býður þetta upp á stjórnunarvandamál – og ákveðna „ráðsmennsku“  þar sem þú gerir hinn aðilann í sambandinu ábyrgan fyrir ÞINNI hamingju,  þannig að undirmeðvitundin upplifir að þú sért að missa tök á eigin lífi (stuðlar að ósjálfstæði)  svo það að þú farir að ráðskast með persónuna sem ber ábyrgð á þinni hamingju (þú ert búin/n að afhenda valdið) skapar auðvitað mikið drama.

Meiri hluti fólks telur að það sé einungis hamingjusamt ef það er í sambandi.  Það er víst fjarri sannleikanum.  Samband er ekki svarið við hamingju þinni,  Annað fólk getur ekki „gert þig hamingjusama/n“ – einungis ÞÚ berð ábyrgð á hamingju þinni.  Á þeirri stundu sem þú áttar þig á því að hamingjan kemur innan frá og að þú getir verið „happy“  einhleyp/ur – aðeins þá ertu tilbúin/n í heilbrigt, virkt og skemmtilegt samband.

Hamingjan er val, svo hættu að leita út fyrir sjálfa/n þig eftir hamingjunni.  Veldu hamingjuna NÚNA – og þá munt þú senda frá þér þannig strauma sem munu laða að þér farsælt samband.

(Mæli með greininni „Hamingjuforskotið“ – en þar er sýnt fram á að það er hamingjan sem er forsenda árangurs – en ekki öfugt!).  Hér fyrir neðan er mynd af bolla – á honum staðhæfingar,  en til að trúa þessum staðhæfingum þurfum við stundum að aflæra gamalt forrit um okkur sjálf þar sem við í raun erum að staðhæfa hið gagnstæða, en það er það sem byrjaði að lærast í bernsku og við höldum við í meðvirku sambandi.

Ef þú ert sannfærð/ur um að þú sért yndisleg og verðmæt manneskja þá er mun líklegra að aðrir trúi því. – Hvaða skilaboð ert þú að gefa út í alheiminn?

Ef þú gefur út að þú sért einmana og þurfandi og einhver þurfi að fylla upp í þín skörð, þá vissulega kemur einhver riddari sem getur fyllt upp í skörðin – en þá skapast þetta ójafnvægi sem er akkúrat kjarninn í þessum meðvirku og ég kalla stundum „eitruðu“ samböndum.  Samböndum sem litast af því að annar aðilinn eða báðir eru að biðja hinn um að fylla í skörðin en verða aldrei ánægð – vegna þess að ánægjan felst í því að ganga fjallið sjálf/ur og standa á toppnum ánægð með árangurinn,  en ekki að láta bera sig heilu og hálfu leiðina.

Tveir aðilar – heilir – jafningjar – ganga hlið við hlið.  E.t.v. þarf að styðja einstaka sinnum,  en það er leiðinleg að þurfa að láta bera sig heilu og hálfu leiðina og sá/sú sem ber verður líka lúin/n og þreytt/ur.

Báðir aðilar verða óhamingjusamir og kenna hinum um.  Arrrgg..

Horfðu í spegil – ef þú sérð BRAD ertu í meðvirku sambandi,  þú átt að sjá ÞIG.

—-

Viltu læra/vita meira? –  Sjáðu hvað er í boði hjá: http://www.lausnin.is

Bolli til sölu

Breyttu um viðhorf – NÚNA

Þetta er ekki skipun 😉 .. bara tillaga og tillagan fjallar um það að fara að sjá hlutina upp á ýtt og að breyta um fókus.

 • Þakka það sem við höfum í stað þess að kvarta undan því sem við höfum ekki
 • Leita að jákvæðum eiginleikum í öllu og öllum í stað þess að leita að hinum neikvæðu
 • Sjá glasið hálffullt í stað þess að sjá það hálftómt
 • Lesa fleiri góðar fréttir en vondar fréttir
 • Velja jákvæðar hugsanir „ég get það“ í stað neikvæðra „ég get það ekki“
 • Leita uppi gleði og góða hluti í stað þess að leita eftir vandræðum (pick you battles).

Hér á undan voru bara nokkur dæmi hvernig er hægt að skipta um fókus eða viðhorf. Við vitum að það sem við veitum athygli vex ,  ekki festast í því að vera fórnarlamb,  hversu mikið sem þú ert að eiga við í lífinu,  spurðu ekki „hvað geta aðrir gert fyrir mig“  heldur „hvað get ég gert fyrir sjálfa mig og aðra“?

Ásakanir – eða svokallað „blaming game“ stiflar lífsgöngu þína, ef þér finnst þú föst eða fastur í lífinu – þá skoðaðu hverju eða hverjum þú ert að kenna um?  Kerfinu?  Maka?  Mömmu?  Systkinum?  Fv. maka? …  hver eða hvað er það sem þú ert hlekkjaður við og heldur aftur af þér? –

SLEPPTU og fyrirgefðu,  fyrirgefðu sjálfs/sjálfrar þín vegna en ekki vegna hins aðilans eða vegna kerfisins.  Fókusinn þinn nær aldrei að verða rétt stilltur ef hann er fastur á gjörðir einhvers eða einhverra.

Þú getur tekið ákvörðun NÚNA um breyttan fókus,  og þessi ákvörðun getur fleygt þér áfram í lífinu – upp úr kviksyndi vondra hugsana – því þær komu þér þangað niður.  Móteitrið er góðar hugsanir og fókusinn upp úr holunni þar sem ljósið skín en ekki niður í hana.

Taktu svo eftir þegar þú ferð að horfa upp þegar stjörnunarnar fara að skína og þær blikka þig, – svona til að láta þig vita að þú sért búin/n að stilla fókusinn rétt!

Stilltu fókusinn inn á við – veittu þessu kraftaverki athygli, kraftaverkinu þér,  sem hefur öll tæki til að láta kraftaverkið rætast um betra líf. Hugurinn þinn er verkfæri þitt og eina sem þú þarft að gera er að skipta um viðhorf. Þessa fötlun: hið neikvæða viðhorf er nefnilega hægt að lækna með einu kraftaverki,  NÚNA,  já skipta um og horfa á allt það dásamlega sem þú hefur en ekki það sem þig vantar eða skortir.  Þannig lifum við út frá sjónarhóli þess sem hefur nóg,  og drögum að okkur meira,  í stað þess að lifa í skorthugsun og finnast allt vera að þverra.

Það er gott að gera þakkarlista yfir það sem við höfum, það sem við höfum gert,  jákvæða kosti okkar o.fl. –   Það stækkar rýmið fyrir þakklæti í höfðinu á okkur. –

Öndum djúpt og þökkum fyrir andardráttinn, en án hans hefðum við ekki líf.

183597_498062303613115_340400539_n

Hvað átt þú skilið? …..

 • Ein af ástæðum þess að við náum ekki árangri – eða náum ekki að uppfylla eigin væntingar er að einhvers staðar innra með okkur er „rödd“ eða lærdómur sem við höfum tileinkað okkur um að eiga ekki gott skilið.   Þetta er lúmskt.
  Við fáum aðeins það sem við í undirmeðvitundinni trúum að við eigum skilið og ekkert meira en það!
  Þegar við fáum meira eða betra en það,  þá skemmum við það eða hrindum við því ómeðvitað í burtu.
  Við gerum þetta á öllum sviðum lífs okkar,  lika í fjarmálum og samböndum.  Lögmál þess að „Eiga skilið“ – er enn sterkara heldur en lögmál aðdráttaraflsins,  vegna þess að ef að einhver trúir því ómeðvitað að hann  eigi ekki hið góða skilið – og ekki skilið að ná markmiðum sínum,  gerir hann ekki neitt, eyðileggur það þegar það kemur – eða fær enga ánægju út úr þeirri upplifun.
  Ef þú vilt vita hverju þú ert að trúa svona ómeðvitað,  líttu á líf þitt.  Hvernig eru sambönd þín, bankareikningur eða önnur svið?  Þetta er endurvarp af því hvað þér finnst þú ómeðvitað eiga skilið.

  Ef þú hefur ekki staðfest draumasambandið þitt eða eitthvað sem þig langar, er kominn tími til að orkuhreinsa og losa um allar hindranir og stíflur – og þá „trú“ sem tengist UPPRUNA þess að eiga ekki gott skilið, að vera ekki nógu góð/ur eða ekki nógu verðmæt/ur.

  Það er aðeins þá sem þú getur hækkað tíðnina – þannig að hún passi við löngun þína,  lögmál aðdráttaraflsins kemur við hlið lögmál þess að eiga skilið (Law of Deservedness) og sýn þín mun verða staðfest.

  (þýtt af síðunni „Ascended Relationships“ )

  Is what you THINK you deserve in ALIGNMENT with what you FEEL you deserve?</p>
<p>The Law of Deservedness states: </p>
<p>We get only what we subconsciously believe we deserve and no more. When we get more than what we believe we deserve, we will sabotage it or push it away. </p>
<p>We do this in every area of our life – including finances and relationships. The Law of Deservedness is much more powerful than the Law of Attraction because if one does not believe that he subconsciously deserves his desire and vision he will either take no action, sabotage it when he does get it, or simply get no enjoyment from its realization.</p>
<p>If you want to know what you subconsciously believe you deserve then take a look at your life. How are your relationships, your bank account or any other area? That is a reflection of what you subconsciously feel you deserve.</p>
<p>So if you haven't manifested the relationship of your dreams or anything you want it's time to energetically clear any blockages and subconscious beliefs related to the SOURCE of unworthiness, not being good enough and undeservedness. Only then will you be able to raise your frequency and match it to that which you desire, the Law of Attraction will be aligned with the Law of Deservedness and you will manifest what you envision.

Að sleppa – að leyfa – að treysta … lykill að innra friði

Við verðum aldrei ánægð nema að eiga frið innra með okkur.

Tileinkað þér sem þarft á því að halda:

Við höfum tilhneygingu til að leita að þessum frið hið ytra.

Þegar við verðum tóm hið innra,  þá er svo skrítið að við förum út á við að leita í staðinn fyrir að leita inn á við.

Leggðu hönd þína á brjóst þér og leyfðu henni að vera þar í a.m.k. mínútu.  Lyftu hendinni svo frá brjóstinu og segðu: „Ég leyfi“ ..

Það er þarna einhvers staðar sem „tómið“ er sem þarf að heila og virkja og sjá,  tómið sem ekki er tómt.  Þú þarft bara að fylla það af sjálfri/sjálfum þér.

Vitandi það að ástvinir þínir, farnir sem lifandi gefa þér sína orku um leið og þú leyfir það og vitandi það að Guð gefur þér sína orku um leið og þú leyfir það.

Ekki loka!

Með því að segja „Ég leyfi“ – ertu að hleypa hinu góða að, þessu sem þú ert búin/n að hindra allt of lengi.  Hleypa því inn í líf þitt sem er gott og virkja líka þína eigin innri orku og getu.

Þú ert kraftaverk. 

Leyfðu þér að vera það.

Slepptu tökunum á því sem hindrar þig og heldur aftur af þér.  Slepptu og sjáðu að þegar þú sleppur þá grípur Guð keflið – hættu að halda í það og streðast svona.

Treystu Æðra mætti – þú getur ekki borið heiminn á herðum þér, eða alla sorg heimsins.

Þú þarft að fá tækifæri til að vera þú svo þú þjónir þínum tilgangi á jörðinni,  allir hafa tilgang með því að vera einstakir – ekki með því að líkja eftir eða reyna að vera eins og einhverjir aðrir.

Þakka fyrir þig – og LEYFÐU þér að finna þinn frið og Guðs frið.

Sleppum – Leyfum og Treystum

Ekki vera með þann hroka að treysta sjálfum/sjálfri þér betur en Guði eða reyna að stjórna Guði.

„Verði þinn vilji“ er eina bænin og við bjóðum Guðs vilja velkominn og þökkum þá heilun sem við fáum,  þökkum þegar við finnum að það fer að streyma um okkur,  þökkum þegar stíflurnar losna, verkirnir minnka, sorgin sefast, vonin vaknar.

Við erum ekki ein.

Við erum ljós af ljósi.

Ljósið er sterkara en myrkrið,  því að um leið og þú kveikir á ljósinu er ekki lengur myrkur.

Ekki fela ljósið þitt – mig langar að biðja þig um að sýna mér það,  ég þarf á því að halda. 

Takk  – þú ert yndi.